Lögberg - 29.12.1949, Side 6

Lögberg - 29.12.1949, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. DESEMBER, 1949 FORRÉTTINDI Ejtir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þýddi. — Ljóöin i þessari sögu eru þydd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. Ég er ekki franskur. Ég stal ekki járn- krossinum litla af kirkjudyrunum, né heldur gullkaleiknum í Quebec, og ég leitaðist ekki við að granda húsi land- stjórans. Ég hefi ekki komið til Quebec í þrjú ár“. Charley þagnaði og leit til ábótans, sem mætti augnaráði hans djarflega. „Lögin hafa ekkert að fela, sem ekki verður opinberað, né heldur nokkurt leyndarmál, sem ekki verður gjört lýð- um ljóst“, svaraði ábótinn. „Sannaðu að þú varst ekki í Quebec daginn sem að þjófnaðurinn var framinn“. Það varð þögn ábótinn átti erfitt með að vinna bug á þrályndi sínu. Sign- orinn sá svipinn harðna á andliti Char- ley, hann lagði hendina á öxl bróður sínum og sagði: „Látum okkur fá okkur ferskt loft og ganga svo lítið um úti. Komdu prestur góður“, og bætti við: „Það er gott fyrir monsieur að vera einan dálitla stund, þessi kæra gegn hon um er alvarleg, og við höfum allir gott af að athuga hlutina í ró og næði í nokk ur augnablik“. Hann benti lögreglu- þjónunum að fara frá dyrunum. Ábót- inn gekk út, presturinn og signorinn gjörðu það líka, leiddust og ræddu al- varlega saman. Presturinn sneri sér við í dyrunum og sagði: „Vertu hughraust- ur, monsieur, við Charley, hneigði sig og fór út úr dyrunum, og Jó Portugais rak lestina. Lögregluþjónarnir fóru einnig út, annar staðnæmdist við fram- en hinn við bakdyrnar á húsinu. Ábótinn gekk fram og aftur undir trjánum og var í þungum hugsunum. Jó Portugais snerti við frakkaermi hans. „Komdu með mér um stund, mon- sieur. Það er áríðandi“. Ábótinn fór með honum. XXXII. KAPÍTULI Jó Portugais segir sögu Jó Portugais hafði lengi vakað yfir leyndarmáli sínu og haldið því í skefj- um með harðri hendi. Bn lífið er líkt hjóli, og eðli mannanna er á einlægri hringrás og fer fram hjá sama deplin- um aftur og aftur og depillinn, eða depl- arnir eru nær eða fjær tilfinningalífinu, að því skapi sem viðburðir lífsins snerta það. Syndajátning var gömul höfuð- regla, ljós á veginum, hvíldarstaður fyr ir Jó, og alla ættbræður hans — arfur, sem gekk mann frá manni, valdboð og vani. Aftur og aftur hafði Jó komið til dyra þessa griðastaðar, síðan kveldið ægilega, en aldrei fundið veginn inn. Það varð að gefa aðgönguorð við dyrn- ar, saga sem varð að segja dyraverðin- um. Og þá sögu hafði Jó ekki verið reiðu búinn að segja. En maðurinn, sem vissi um verkið ógurlega, sem að hann hafði framið, og sem hafði bjargað honum frá hinum ægilegu afdrifum, sem því vand- ræðaverki fylgdu, var staddur í vanda og það rauf skjaldborgina, sem hann hafði hlaðið utan um leyndarmál sitt. Hann háði biturt stríð við sjálfan sig, sem endaði með því, að hann snerti frakkaermina á dyraverðinum og kraup við fætur hans. „Hvers beiðist þú?“ spurði dyra- vörðurinn alvarlegur og ósveigjanlegur. „Að finna frið“, svaraði maðurinn, en hugsaði þó meira um annars böl, en sína eigin sálarheill. „Hvað hefi ég að segja um sálarfrið þinn? Þarna er sáluhirðir þinn“, sagði dyravörðurinn og benti á prestinn, þar sem hann var á gangi með signornum á meðal trjánna. „Á hinn seki ekki rétt á að kjósa verndara sektar sinnar?“ spurði Jó lágt. „Hver hefir verið verndari þinn í öll þessi ár? Hver hefir friðað sálu þína?“ „Ég hefi ekki notið neinnar vernd- ar; ekki fundið neinn frið í mörg ár“. „Hvað mörg ár?“ Málrómur ábót- ans var lágur, jafn og kaldur, en augna- ráð hans var spurult og alvarlegt. „Sjö ár“. * „Er syndin sem varnaði þér verndar kirkjunnar stór?“ „Sú stærsta að einni undanskildri“. „Hver mundi vera sú stærsta?“ „Að formæla Guði“. „Sú næsta?“ „Morð“. Viðmót ábótans breyttist á auga- bragði. Hann var nú ekki lengur hinn strangi kirkjunnar maður, vanagróinn vinur réttvísinnar, fordómafullur prest- ur, ósveigjanlegur í öllum helgireglum, sem aldrei gat beygt sig eða undan lát- ið. Syndir vantrúarmanns og lögbrot, var eitt, glæpur kirkjunnar sem mann- leg sál í angist sinni kom til að játa var annað. Ábótinn átti yfjr að ráða hrjúfri réttlætiskend, en undir niðri — dýpra í sálarlífi hans fann hann til þess, að hann var að hlusta á harmsögu manns, sem nú í fyrsta sinni skýrði hispurslaust frá ömurlegri ógæfu og treysti honum fyrir henni. „Ef að þú hefir þagað yfir leyndar- máli þínu í öll þessi ár, því segir þú þá frá því nú, sonur?“ „Það er eini vegurinn“. „Hví var því haldið leyndu?“ „Ég er kominn til að skrifta“, svar- aði Jó biturlega. Presturinn leit til hans áhyggjufullur. Þú gjörir rétt í því sonur. Ég er ekki hér til að spyrja, heldur til að hlusta. „Fyrirgefðu mér, en það er minn eigin glæpur, sem að ég ætla að segja frá. Ég geri það nú, til þess að annar maður líði ekki fyrir glæp, sem hann hefir ekki framið“. Ábótinn var að hugsa um manninn, sem þeir höfðu skilið við í litla húsinu og glæpinn, sem að hann var kærður fyrir, og var að brjóta hugann um hvað það mundi vera, sem syndarinn, er kraup við fætur hans ætlaði að segja. „Segðu sögu þína, sonur, og Guð gefi þér styrk til að segja satt og undan skilja ekkert“. Það var örstutt þögn. Ábótinn var orðinn fölur í andliti, ábyrgðartilfinn- ingin krafðist ekki aðeins hreinna hugs- ana frá manninum sem kraup við fætur hans, heldur sinna eigin og kirkjunnar í sambandi við leyndardóm og friðhelgi athafnar þeirrar, sem framkvæma átti. Hjartað barðist um í brjósti hans, því á bak við þá kirkjulegu skyldu hans log- aði eldur miðalda andans. Réttlætistil- finning hans var sár og bitur. Hún var það alltaf hjá honum þegar um slíkar syndajátningar var að ræða, hvort held ur að það voru æskunnar- eða ellinnar- menn sem í hlut áttu. Á meðan að ábótinn hlustaði á hina sorglegu sögu syndarans, léku íkorn- arnir sér að því að hlaupa frá einu tré í annað, viðarþrestirnir pikkuðu lát- laust í börk trjánna, og vindblærinn þýð ur lék í ylmríkum laufum trjánna eins og að hann vildi vagga mönnunum og náttúrunni í ró og friði, og það var ekki ský á loftinu, í sálunum undir því, eða á vötnum lífsins sem eru dýpri en þau, sem undir jörðinni eru. Það var aðeins stutt stund, en ábót- anum og vegfarandanum fannst það vera margir klukkutímar, því að andi mannanna fer hart yfir á stundum sorga og endurminninga. Ábótinn út af áhyggjum sínum, leið eins "Vnikið, eins og maðurinn sem tilverkið framdi. Þeg- ar að Jó hafði lokið máli sínu, spurði ábótinn: „Er það ekkert meira?“ „Þetta er hin mikla synd lífs míns“, svaraði Jó og hélt áfram: „Mig langar ekki til að lifa og ég hræðist ekki dauð- ann, en það er maðurinn, sem frelsaði líf mitt, og gaf mér frelsi fyrir sjö árum síðan. Hann á við mikla erfiðleika að stríða og sorg, og það er hans vegna sem að ég vil lifa, því hann á engan að“. „Hver er sá maður?“ Jó benti á húsið litla, sem falið var inni í skóginum. Ábótinn tók andköf, svo varð hann hissa, og beið. Svo sagði Jó Portugais sögu skradd- arans í Chaudiere sanna og rétta, það er að segja þann part hennar, sem hann þekti. „Ég hefi skriftað til þess að frelsa hann. Frammi fyrir þér gat ég játað þetta, með þeirri vissu að það yrði þögn- inni falið um alla ókomna tíð. Ég gat ekki sagt frá öllu, nema að ég segði frá minni eigin synd“. „Þú bjargar honum, faðir“, sagði Jó áhyggjufullur. „Já, ég skal bjarga honum“, svar- aði ábótinn. „Ég vildi gefa mig lögunum á vald“, sagði Jó. En hann hefir verið veikur, og hann getur veikst aftur, og þá þarf hann mín við“. Hann sagði frá ástríðunni, sem að skraddarinn var að berjast á móti, frá ósigri hans við hana fyrir nokkrum dögum áður og ástæðurnar fyrir þeim ósigri . . . fyrir öllu þessu treysti hann manni þagnarinnar. „Þú vilt gefa þig lögunum á vald?“ „Ég finn engan frið fyrri“. Það var eitthvað píslarvættislegt í aðstöðu ábótans. Ef að maðurinn vildi öðlast ævarandi frið, látum hann þá gjöra það, hvísluðu hinar ósveigjanlegu guðræknisreglur hans að honum. Svo sagði hann með guðdómlegu réttlætis- valdi: „Þú heldur áfram eins og að undan förnu, í eitt ár til, en þá gefur þú þig á vald laganna — eftir eitt ár frá degin- um í dag, sonur. Er það nægur tími?“ „Já, það er nægur tími“. . ? „Absolvote!“ sagði ábótinn. XXXIII. KAPÍTULI Á barmi dauðans Á meðan að þetta, sem að framan er skráð, fór fram, var Charley einn með viðfangsefni sín, sem virtust vera að flækja hann í net tilviljananna. Einu sinni í gamla daga þegar að hann var staddur fyrir rétti sagði hann háðslega: „Menn þurfa ekki að óttast hegningu synda sinna, heldur þá fjandans ó- heppni, að þær verði opinberaðar“. Að reyna að flýja nú, eða með að- stoð Jó Portugais á leiðinni með lög- regluþjónunum til Quebec, að leita uppi eitthvert annað pláss til að fela sig í? Það var ekkert til, sem að Jó var ekki reiðubúinn að gjöra fyrir hann. Að flýja og á þann hátt viðurkenna sekt sem hann var saklaus að. Nú jæja, hvað gjörði það svo sem til? Hverjum gjöir það nokkurn skapaðan hlut til? Jú, prestinum — þeim ágæta manni, sem aldrei hafði reynt að neyða upp á hann helgitign sinni, sem frá því fyrsta, hafði ekki sýnt honum annað, en einlæga vin- áttu — sannkristinn maður og einstæð- ur. Hverjum gerði þa^ til? Signornum, sem hann hafði ekki séð fyr, en þá um daginn, og sem hafði sýnt honum óhefl- aða velvild, eða óþýða tiltrú. Hverjum gjörði það til? Um fram allt henni Rósalie. Að flýja, og fara í burtu frá henni sem flóttamaður, líkt og þjófur á nóttu — það var óhugsandi. Flótti hans mundi leggjast yfir hana eins og ísköld þoka. Fyrst mundi hún undrast, svo efast, en að síðustu komast að raun um að hann væri algengur glæpamaður. Hún var sú eina, sem til greina kom í sambandi við flótta hans til annars héraðs, til ein- hvers annars fylkis, annars lands — eða til einhvers annars heims! Annars heims? Hann leit á glasið, sem hann hélt á í hendinni. Það lyfti hendi tjaldinu frá dyrum herbergisins, sem var næst við herberg ið, sem hann var í og ung stúlka með raunalegt andlit leit inn í herbergið, þar sem að hann var, en hann sá það ekki. Flýja til einhvers annars heims? Já því ekki að komast þannig út úr krögg- unum? Daginn, sem að hann fékk minn ið aftur, þá hafði hann rekið þá sömu hugsun burt úr huga sér í þessu sama herbergi. Eins og forlagartrúarmaður, hafði hann þá sigrast á henni, en nú fanst honum ástæðan lítilvæg fyrir því að enda það ekki allt, þann dag! Ef að burtferðartíminn hefði þá verið kom- inn, þá hefði það allt endað í ánni. — Það hafði verið hans rökfærsla þá. Var ekki sú rökfræðsla sönnun þess, að eitt hvað, eða einhver, stjórnaði athöfnum hans — réði yfir lífi hans og dauða? Var slíkt ekki fyrirfram ákvarðað? Var ekki forlagatrúin sú auðvirðilegasta trú á einhverju sem var óumbreytanlegt, ein hverjum, eða einhverju, sem var ímynd tilgangs laga og vilja? Tileinkaðu vald- ið hverju sem þú vilt og þú finnur Guð þar hverjir svo sem eiginleikar hans eru persónuleiki eða tilvera. Hann hélt á glasinu í hendinni, sem hann þurfti ekki annað en súpa á til þess að losa sig við lífið og leggja út á hafið. Var það ekki skylda hans að hverfa, heldur en að vera óráðin gáta í lífi margra? Það var hvorki ósiðlegt né heldur lítilmannlegt að hverfa í burtu frá öflum sem eyðilögðu og koma þann- ig í veg fyrir eyðilegging þeirra og með því vernda velgengni annara. Að fara á meðan enn var tími og ryðja veginn fyrir aðra með eilífri þögn — það virð- ist vera happasælasta ráðið. Presturinn mundi tala um hegningu eftir dauðann. Var það ekki þess virði að taka út hegn- ingu, ef að hin fagra dæmisaga prests- ins skyldi vera sönn, ef að maður með því geti frelsað aðra hérna megin? Hver — Guð eða maður — hafði rétt til þess að taka frá honum réttinn til þess að fórna sjálfum sér — ekki af ótta, ekki í örvænting fyrir velferð annara? Átti hann ekki rétt á að endurbæta Kathleen fyrir að gefa henni ekkert nema sjálfan sig, sem hún nú hafði lært að fyrirlíta? Ef að hann væri Guð, þá mundi hann segja, gjörðu það sem rétt er og ótt- astu ekkert. Og þetta var rétt. Segjum að hann væri í stríði, með allt þetta að baki sér, og gengi fram með hugrekki og framúrskarandi afköstum — til að deyja og að hann léti lífið sjáanlega, sem hetja í þjónustu ættjarðarinnar, / en í hjarta sínu væri hann sér þess með vitandi að hann hefði gefið líf sitt fyrir einhvern sem hann unni, ekki fyrir fóst- urjörðina, sem þó naut góðs af fórn- færslu hans — Segjum að það væri svo, hvað mundi heimurinn segja? „Öðrum gat hann bjargað, en sjálf- um sér gat hann ekki bjargað". — Kom eins og elding í huga hans og tók vald á honum. Hann gat bjargað öðrum, en það var loku fyrir það skotið, að hann gæti bjargað sjálfum sér. Það var svo auðvelt, svo ylríkt, og svo veglegt. Og hann yrði grafinn hljóðlega í óvígðum reit þarna þar sem hann var óþekktur, skraddari, sem komst að raun um að hann gat ekki samið lífið að sínum sið- um, svo að hann hefði kastað því á burtu og falið sig þögninni óendanlegu. Engar ásakanir höfðu fylgt honum, og hann ásakaði sig ekki heldur, því að Kathleen, Billy og fleiri, voru þá frjáls, og gætu lifað sínu lífi. Og fyrir Rósalie væri það miklu, miklu betra! Hún frýj- aðist líka af hættunni sem af honum stafaði. Hvaða vernd var hann fær um að veita henni? Ef til vill gæti hann ekki unnað henni — ekki gifst henni, og það væri bezt að binda enda á þetta núna á meðan að kærleikskendin var ekki orðin rótföst, heldur aðeins vaknandi meðvitund lífsins. Dauðinn mundi binda enda á þetta sorgarspursmál, um alla ókomna tíð, og tíminn mundi smátt og smátt mýkja tilfinningar Rósalie. Stúlkan, sem hafði horft á hann frá herbergisdyrunum sté hljóðlega inn í herbergið til hans . . . , hana grunaði hvað byggi í huga hans. En hugur hans var svo haldinn að hann varð ekki var við hana. „Ég skal gjöra það“, sagði hann við sjálfan sig. „Það er betra fyrir mig að fara en vera. Ég hefi aldrei innt af hendi eitt einasta kærleiksverk fyrir nokkra manneskju. Ég skal inna eitt af hendi nú“. Hann snéri sér að glugganum, sem að sólin stafaði inn um. Hapn sté áfram inn í sólargeislann og tók tappann úr glasinu. Það var snöggt fótatak á bak við hann, og hann heyrði skýra konurödd, sem sagði: „Ef að þú ferð. þá fer ég líka“. Hann snéri sér snöggt við. undrandi og fölnaði í framan. Rósalie stóð skamt frá honum, hyít eins og nár í framan, og hélt höndunum fast að síðum sér. „Ég skil allt“, sagði hún. „Ég gat ekki farið, og hefi verið inni í herberg- inu, sem þú fylgdir mér inn í, og ég veit hversvegna þú ætlaðir að deyja. Þú ætl- aðir að gjöra það fyrir aðra“. „Rósalie!“ stundi hann upp en gat ekki sagt meira. „Þú heldur, að ég verði hér eftir, ef að þú ferð! Nei, nei, nei, það er af og frá. Þú kendir mér að lifa og þér ætla ég að fylgja nú“. Hann sá einbeittnissvipinn á and- liti hennar og hann hræddist hann. Hann vissi ekki hvað hann átti að segja, en stundi upp: „Hvað verður um hann föður þinn Rósalie?—“ Það verður séð um hann. En hver sér um þig í heimkynnunum sem þú ætlar þér að fara í? Þú átt enga vini þar, og þú skalt ekki fara einn þangað. Þú þarft á mér að halda þar — í myrkr- inu“. „Það er gott að ég fari“, sagði hann. „Það væri óhæfa — það væri óttalegt fyrir þig að fara“. „Ég fer ef þú ferð“, sagði hún ein- beitt. „Ég skal glata sálu minni til þess að vera með þér, þú þarft mín við þeg- ar þú kemur — þangað!“ Það var ekki hægt að villast á fyrir- ætlunum hennar. Það heyrðust fótatök úti fyrir húsinu'. Þeir voru víst að koma til baka. Að deyja þarna sem að hann stóð, fyrir augunum á henni? Að leiða hana út í dauðann með sér. Hugarangr- ið ætlaði alveg að yfirbuga hann.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.