Lögberg


Lögberg - 04.05.1950, Qupperneq 5

Lögberg - 04.05.1950, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. M A í, 1950 5 ÁHUCAMAL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Guðlaug Sigurgeirsdóllir — Ólaíía Sigurðsdóiiir GÓÐIR OG KÆRKOMNIR GESTIR Um Eirík á VífilsstöSum og slysið þar sumarið 1885 EIRIKUR EIRIKSSON, BÓNDI á vífilsstöðum, var einn með beztu bændum Fljótsdalshéraðs á seinni hluta 19. aldar. Eiríkur faðir hans var Bjarnason, bónda á Ekru, en móðir hans hét Guðrún Guðmundsdóttir, bónda á Vífilsstöðum. Eiríkur eldri bjó á Vífils- stöðum, og átti börn nokkur. Meðal þeirra voru þau Guðmundur og Katrín, sem bjuggu lengi með Um undanfarinn hálfsmánað- artíma hafa dvalið hér í borg- inni tvær ungar stúlkur, sem á- nægjulegt var að kynnast, því báðar eru þær glæsilegir full- trúar æskukvenna á Islandi. Stúlkurnar heita Guðlaug og Ólafía; er hin fyrnefnda dóttir biskupsins yfir Islandi, herra Sigurgeirs Sigurðssonar og frú Guðrúnar Pétursdóttur; sú síðar ^efnda, Ólafía, er dóttir Sigurð- ar Stefánssonar, sem látinn er, °g eftirlifandi ekkju hans, Mar- grétar ólafsdóttur, sem búsett er á ísafirði. Þær frú Margrét og Salome Halldórsson, kenslu- kona, er um eitt skeið átti sæti á fylkisþingi Manitoba, eru bræðradætur. Stúlkur þessar hafa dvalið ár- langt í Bandaríkjunum og stundað nám við Berkley há- skólann; nú eru þær á förum austur til New York, en þar munu þær dvelja fram í byrjun júlímánaðar, en hverfa þá heim til ættjarðarinnar. Kvennasíða Lögbergs þakkar þeim komuria og árnar þeim góðs brautar- gengis. avarp flutt af Ingibjörgu Jónsson í samsæti til heiðurs við frú Ben- tínu Hallgrímsson og dóttur hennar, á Marlborough hótelinu hér í borginni á mimvikudaginn 26. apríl síðastliðinn. Mér er það sérstakt ánægju- nefni að vera viðstödd móttöku þessara góðu gesta, því að ég er nú einu sinni þannig gerð, þó ég sé borin og barnfædd í þessu landi, þá lyftist á mér brúnin, eins og á Agli forðum, er fund- um ber saman við gesti, sem eru alíslenzkir að uppruna og koma „að heirnan", eins og mörg okk- ar hér nefnum það — ekki sízt þegar það eru gestir, sem dvalið hafa langdvölum vestan hafs og eru því að vissu leyti Vestur-ls- lendingar. Ég hefi átt því láni að fagna, að hafa tvisvar sinnum heim- sótt ísland, land forfeðra minna, og dvaldi þar í fyrra skípið í ná- lega tvö ár. Ég ferðaðist nokkuð um landið, meðal annars til æskustöðva foreldra minna, eins flestir Vestur-íslendingar gera, sem heim koma. Ég kom að Grund í Eyjafirði, þar sem föður afi minn var prestur og einnig til Axarfjarðar, þar sem móður- ætt mín á rætur. Árið 1946 heimsóttum við hjónin Island í boði ríkisstjórn- arinnar. Heimkoman varð ó- gleymanleg og vakti hjá okkur mikla hrifningu. Sviptign lands- ins, ásamt ástúð þjóðarinnar brendi sig óafmáanlega í huga okkar. En einhvern veginn hafa þó atvikin hagað því svo, að fund- um okkar frú Bentínu og dóttur hennar hefir aldrei borið saman áður, þó finst mér að ég þekki hana, vegna þess að vinir henn- ar hér hafa oft minst á hana og mann hennar við mig, svo hlý- lega og með slíkri virðingu að þeir hafa orpið ljóma um nöfn þeirra í huga mér. Mér er líka ljóst í minni, hve fagurlega var minst á frúna og hinn mikla á- gætismann hennar í blöðum okkar og tímaritum vestan hafs. Ég fékk það því snemma á vit- und, að þar sem þau hjónin væru á ferð, væru góðir íslendingar og góðir heimsborgarar á ferð, er gengi á guðsvegum, eins og Björnstjerne Björnsson svo fag- urlega komst að orði. 1 bæði skiptin, sem ég heim- sótti Island, fanst mér að ég vera komin að heiman og heim, og ég er sannfærð um það, að eitt- hvað svipað munt þú, frú Ben- tína, hugsa, er þú, eftir mörg, mörg ár, áttir þess kost að heim sækja vini þína í þessu landi. Ég veit að þér verður hjartan- lega fagnað. Vinir þínir eru margir og langminnugir, og þá sérstaklega í Argylebyggðinni. Vertu velkominn, frú Bentína, ásamt dóttur þinni, úr vinahönd- um í vinahendur. ☆ „Vertu sæll, vertu sæll, elsku Karl, og skrifaðu mér nú oft — þó það væri ekki annað en póst- ávísun!“ Hún: „Ofur lítil skynsemi mundi koma í veg fyrir marga hjónaskilnaði“. Hann: „Já . . . . og einnig mörg hjónabönd“. Ungur maður (situr úti hjá unnustu sinni): „Hefurðu tekið eftir því, elskan mín, að miljónir af stjórnum stara niður á okk- ur?“ Stúlkan: „Nei, er það satt? Ó, almáttugur! Er hatturinn minn eins og hann á að vera?“ Eiríki bróður sínum á Vífilsstöð- um, eftir að faðir þeirra dó. Ekk- ert þeirra giftist, og öll voru barnlaus. Bjarni hét bróðir þeir- ra, sem dó um tvítugsaldur, en Guðmundur og Katrín dóu bæði úx inflúensunni skæðu 1894. Málfríður hét systir þeirra. Hún giftist manni þeim er Sigbjörn hét, en þau áttu ekki börn. Björg hét enn systir þeirra. Hún átti fyrst Þorstein á Nefbjarnarstöð- um, sem sagt er að grandaði sér í læk einum. Síðan átti hún Sig- fús á Straumi, og með honum dætur þrjár, sem allar ólust upp að mestu leyti á Vífilsstöðum. Málfríður var tekin þangað til fósturs á fyrsta ári.' Hún átti Sigfús Eiríksson, sem dó 1894. Þeirra sonur er Eiríkur bóndi í Dagverðargerði. Guðrún hét ein systirin. Hún giftist Sigmundi í Gunnhildargerði, og er margt mannvænlegt fólk frá þeim komið. Guðlaug hét sú þriðja. Hún mun vera enn lifandi í Ameríku, átti Jón Jónson frá Torfastöðum í Hlíð. Um afkom- endur þeirra er mér ekki kunn- ugt. Séra Einar Jónsson prófastur getur þess í líkræðu eftir Eirík á Vífilsstöðum, að hann hafi al- ið upp milli 10 og 20 fósturbörn, en einhver af þeim hafi þó verið tekin af föður hans, og verið þar á búi þegar Eiríkur yngri tók við. Auk systranna þriggja, sem áður eru nefndar, má nefna: Ei- rík Sigbjörnson, af fyrra hjóna- bandi Sigbjörns, Eirík Arngríms son, Eirík Sigfúson í Dagverðar- gerði, Ólöfu Marteinsdóttur á Galtastöðum, Katrínu, dóttur Bjargar af fyrra hjónabandi, sem kemur seinna við sögu, og Krist- björgu Jónsdóttur Rafnssonar, sem var bústýra hans og önnur hönd síðustu árin. Hún giftist Birni Björnssyni frá Bóndastöð- um, bróður Gróu á Rangá, mesta myndarmanni, en missti hann eftir stutta sambúð 1887, og fór þá aftur heim í Vífilsstaði til að- stoðar Katrínu við bústjórnina, en eftir fráfall hennar var Krist- björg ráðskona Eiríks til ævi- loka. Eiríkur tók við búi á Vífils- stöðum laust eftir 1860, en hafði þá um skeið unnið fyrir og staðið undir búi föður síns, því hann er fæddur 1832. Hann var bú- maður góður, og allvel efnaður, enda þótt hann hefði oftast þungt heimilishald. Hann var jafnan vel birgur að heyum, en hjálpaði þó náungánum oft, þeg- ar í harðbakka sló. Hann var að því leyti líkur Halli á Rangá, að að hann gat víst engan látið synj andi frá sér fara. Þeir voru jafn- an taldir á sama númeri þrír Fram-Tungubændurnir, þegar um birga búmenn var að ræða, Eiríkur í Bót, Hallur á Rangá og Eiríkur á Vífisstöðum. Ei- ríkur á Vífilsstöðum var mjög vinæll og vel vitiborinn, éh mjög hlédrægur. Einn af vinum hans, Guðmundur Jónsson frá Húsey, segir um hann í bréfi til mín nýlega: „Eiríkur á Vífilsstöðum skemmdi sína ævisögu með því, hvað hann dró sig í hlé, og lét sem allra minnst á sínum mann- kostum og gáfum bera.“ Fósturbörnin hans mörgu bera þó mannkostunum óskeikult vitni. Mun það dæmafátt, að einn maður ókvæntur ali upp svo mörg börn, sum alveg óskyld og algerlega vandlaus. Mér er sagt, að Eiríkur hafi verið vel að sér í reikningi, og hafi haft gaman af að leggja smá reikingsþrautir fyrir menn, eink um þá, sem voru skólagengnir. Eitthvert sinn fatlaðist sauðas- mali hans eða féll frá Fékk hann þá búfræðing um tíma til að gæta sauðanna við beitarhús, sem voru upp á lágheiðinni, all- langt frá bænum. Venjulegt var að standa yfir sauðunum, ei' eitthvað var að veðri eða beit, en búfræðingurinn undi því hálfilla. Eiríkur kvaðst þá skyldi fó honum nokkuð að fást við, svo tíminn liði fljótar, og lét hann fá reikningsdæmi til að fást við yfir daginn. Eitt dæmið var svona: Hvað er hálf vallardags- slátta margir faðmar á hvern kant, ef allir kantar hennar eru jafnlangir. Smalinn hafði ekki lcyst þessa þraut um kvöldið. Eiríkur rriun hafa búið sem leiguliði á Vífilsstöðum allan sinn búskap þar. Kristján Kroy- er á Hvanná átti jörðina. Hins vegar átti Eiríkur hina snotru og þægilegu jörð Dagverðar- gerði, sem mun vera gömul hjá- leiga frá Vífilsstöðum. Hann hafði víst oftast hálft Dagverðar gerði undir, og hafði þá gnægð góðra engja, því nesjaland til- heyrir jörðunum báðum. 1898 lét Snorri Rafnsson af búskap, sem um skeið hafði verið í Dagverð- argerði. Þá tók Eiríkur alla jörð- ina, og byrjaði að byggja þar upp, en flutti þangað árið eftir, 1899. Hann lauk þá við að byggja það, sem eftir var af bænum, og stendur sá bær enn með sömu ummerkjum. Um þetta leyti var heilsu Ei- ríks tekið mjög að hnigna. Hann var með sull í lifrinni og leið oft miklar þrautir. Þar kom, að hinn ágæti skurðlæknir, Jónas Krist- jánsson, sem þá var nýlega kom- inn að Brekku í Fljótsdal, tók Eirík til sín og skar hann upp. Var talið að skurðurinn hefði tekizt vel, en Eiríkur dó nokkru síðar Hann arfleiddi tvö fóst- urbörn sín, sem þá voru hjá hon- um, Kristbjörgu og Eirík Sigfús- son, að mestum eða öllum eigum sínum, og bjuggu þau áfram í Dagverðagerði. Eiríkur var mjög gestrisinn, og greiði allur var þar á reiðum höndum. í því sambandi er vert að geta um samskipti þeirra Páls Ólafssonar. Svo bar við einhver- ju sinni á stekkatíma, að þegar Eiríkur kom ofan með fólki sínu til þess að fara á stekkinn, þá varð hann þess var, að gestur hafði hallað sér út af í gestarúm, sem var í bæjardyralofti, en hest ar hans stóðu í túninu. Hann varð þess brátt var, að þetta var Páll Ólafsson vinur hans, sem þá hefir sennilega verið á Höfða á Völlum, samanber það, að hann kallar sig hreppstjóra í vísunni. Eiríki þykir stórum miður, að Páll hefir ekki gert vart við sig, svo hægt væri að gera honum gott. Hins vegar var langt á stekkinn, og mundi fólkið verða lengi í burtu. Hann lætur því læðast inn til hans með matar- bita, brerinivínsflösku og blöndu könnu, ef brennivínsþorsti skyldi gera vart við sig hjá gest- inum þegar hann vaknaði. Síðan i’er hann á stekkinn. Það er svo auðvitað önnur saga, að þegar komið er heim, er Páll á bak og burt. Maturinn er óhreyfður, en blað með vísu þessari liggur utan á diskinum: Bakkus og blanda, brauðið, kjöt og smér hjá mér hér standa, hjálpi vœttir mér. Sár þó sultur erti og sérhver vesöldin, að ég ei það snerti einn í þetta sinn. Þér ég reiðist, það ég finn, þú vilt leiða í freistni inn, svo missi heiður síðsta sjálfur hreppstjórinn. Að Páll hafi metið Eirík mikils og vinátta verið með þeim sýnir þessi vísa, sem er í ljóðmælum Páls: Hleypi ég með huga glöðum heim að gömlu Vífilsstöðum, því Eiríkur minn á nú vín. Vináttan hans er víni betra, víst er hún orðin tíu vetra. Er einhver bezta eignin mín. Frá drukknun Iveggja vinnumanna Eiríks. Það var venjulegt fyrrum, að fara þrjár kaupstaðarferðir í sumarkauptíðinni, sem svo var kölluð, eða í júlímánuði. I tveim- ur fyrri ferðunum var ull bónd- ans flutt, og fór hann þá og kona hans oftast með seinni ferðinni. Með þriðju ferðinni fór ull vinnufólksins. Þá fóru vinnu- mannakonur, ef til voru, eða þá unglingar frá heimilinu sér tjl gamans í kaupstaðinn. Sumarið 1885 var kalt og gras- lítið, eins og flest árin frá 1881 til ’87, og voru kaupstaðarferð- irnar farnar í seinna lagi. Þá er þriðju ferðina skyldi fara frá Vífilsstöðum, var ráðgert að þrír færu vinnumenn, og kona eins þeirra. Sá, sem kvæntur var, hét Grímur Þorsteinsson, en kona hans var Katrín Þorsteinsdóttir og var systir og fósturdóttir Ei- ríks bónda. Hinir voru Eiríkur Sigbjörnsson, líka fóstursonur Eiríks, og Þorleifur Einarsson, sem mér er sagt að væri sonur Einars á Hjalla, en bróðir Sig- urðar í Rauðholti. Þorleifuy var ekkjumaður, hafði átt Hallfríði Pétursdóttur, og hafði búskap á Engilæk, en þar dó konan að þeirra fyrsta barni. Þorleifur hafði tekið sér þetta mjög nærri og gerðist eftir þetta nokkuð vín hneigður, einkum í ferðalögum, Eiríkur átti ferju, eins og margir betri bændur við fljótið. Þeir ferjuðu sig því sjálfir, og spörðu sér ferjutolla og tíma við það að krækja úr leið til lögferj- anna. Þegar fljótið var mikið, varð að hafa Vífilsstaðaferjuna inn hjá Dagverðargerði, og þar var hún nú. Morgun þann, sem fara skyldi í kaupstaðinn, var Grímur las- inn og kona hans ekki vel frísk heldur, svo þau hættu bæði við ferðina. Grímur var óhraustur, og átti oft vanda til lasleika. Hann átti reiðhryssu brúna. Þegar lagt var á hestana, var hún sett í hús, því nú þurfti hennar ekki í ferðina. Síðan fara þeir Eiríkur Sigbjörnsson og Þorleifur af stað með lestina fram og niður að fljóti. Þá slæst í för með þeim Jón Snorrason í Dagverðargerði, með hesta föð- ur síns. Hann mun þá hafa verið tæplega tvítugur. Þegar Vífilsstaðamenn eru ný- farnir, sprettur Grímur upp, og segist fara munu á eftir þeim. Hann var talinn af þessu, bæði af konu sinni og öðrum, þar sem hann væri sárlasinn. Grímur .tók það ekki til greina, sagðist mega til með að fara þessa ferð. Varð svo að vera, sem hann vildi. Hann klæddi sig í snatri, lagði á hryssuna, sem stóð í húsinu og náði lestinni við fljótið. Ferjan var ekki stór og tók nokkurn tíma að koma öllum farangri yf- ir. Ferjuna höfðu þeir með, og geymdu austan við fljótið, svo þeir gætu ferjað sig sjálfir yfir, þó þeir kæmu eftir háttamál, Segir nú ekkert af þeirra ferð, fyrr en þeir koma að fljótinu aftur. Það hefir sennilega verið á þriðja degi, sem þeir komu aftur að fljótinu, rétt um, eða jafnvel fyrir háttatíma. Veðri var svo farið, að norðaustan belgingur var á og þoka það mikil, að frá hvorugum bænum sá yfir fljótið til ferða þeirra. Það er þó ekki langt frá Dagverðargerði. Þeir taka nú til að hlaða ferjuna, og vill Þorleifur, sem nú er ölvað- ur, koma sem mestu í ferðinni, svo ekki þurfi eins oft yfir. Hin- um þótti hann ofhlaða, en Þor- leifur varð jafnan einn að ráða, þegar vín var í honum, og tjáði þeim ekki að finna að þessu. Borðaklyfjar höfðu þeir tvær. Þær setti Þorleifur langs yfir borðstokkunum og lágu þær yfir ræðin, svo sennilega hefir orðið erfitt að róa fyrir þeim. Grímur og.Þorleifur tóku til ára, en Jón, Snorrason sat aftur í og hélt þar í Brúnku Gríms, sem þeir vildu hafa með, svo Grímur gæti þeg- ar í stað riðið heim á henni, þeg- ar yfir kæmi. Hann var sárlas- inn alla leiðina, og honum kom nú vel að komast fljótt í bólið. Eigi voru þeir langt komnir, þegar gefa tók á bátinn, og lítið gekk ferjan. Þótti jafnvel verra að verja ferjur ágjöf, þegar vindur stóð móti straumnum, þó aldan væri ögn smærri, þá var hún krappari. Það bætti held ur ekki um, að hafa hryssuna aftan í. Hún knúði sundið örar en ferjan gekk, og vildi því snúa henni. Jón tekur því það ráð, að hann sleppir hryssunni. Hún syndir þá eitthvað frá fyrst, en kemur brátt fast að ferjunni aftur, sem þá var sem óðast að fyllast af vatni, en ekki hægt að ausa vegna rúmleysis. Enda var ferjan þannig hlaðin, að ekki var búizt við að ausa þyrfti. Grímur segir við Jón, þegar hryssan var komin að ferjunni aftur: í guðs bænum fleygðu þér á hryssuna og reyndu að bjarga þér. Jón sá ekki annað ráð vænna, eins og komið var. Hann fleygði sér um hálsinn á hryss- unni, sem tók þá strykið rakleitt austur til hestanna, sem Eiríkur Sigbjörnsson passaði uppi á bakkanum að austan. Þeir áttu ekki að rekast í fljótið fyrr en seinasta ferðin yrði farin. Jón gat lítið gefið ferjunni auga, með an .hann var sjálfur mikið til í kafi, en þegar hann tók land, var allt horfið. Þeir Grímur og Þorleifur drukknuðu þarna báðir. Þeim virtist alveg fallast hendur þeim datt ekki einu sinni til hugar að henda út borðunum, sem hefði þó óefað bætt aðstöðu þeirra mikið við róðurinn. — Jón og Eiríkur Sigbjörnsson fóru nú inn að Fljótsbakka, sem er stutt leið, og létu hestana eiga sig. Jóni var ekki vanþörf á aðhlynn- ingu eftir volkið í fljótinu. Þeir gistu þar um nóttina, fóru svo tímanlega inn á Rangárferju- stað og kölluðu á ferju. Síðan gengu þeir heim til sín, og sögðu þessi hörmulegu tíðindi. Þegar komið var á fætur um morgun- inn í Dagverðargerði, þá stóðu allir hestarnir þar í túninu. Þótti þetta undarlegt, og setti þegar beyg að mönnum, og uggðu að ekki mundi allt með felldu um ferðalagið. Katrín, kona Gríms tók sér þetta mjög nærri og ekki síður Eiríkur bóndi. Hann mátti aldrei heyra á þetta óhapp minnst. — Einn son áttu þau Grímur, sem Eirík- ur hét. Hann hefði verið efnis- barn og virtist sérlega vel gef- inn á sumum sviðum, en dó um tíu ára aldur að sögn, Jón Snorrason þótti hafa bjarg azt undursamlega, þar sem hryss an eins og sneri aftur til að sækja hann. Fólkið talaði um, að það væri auðséð, að hann ætti eitthvað eftir óunnið í veröld- inni. Hann varð þó ekki langlíf- ur. Hann lézt úr innflúensunni miklu 1894, sem margan mann lagði að velli á Héraði. Jón var vel gefinn, söngelskur mjög, og eignaðist snemma lítið orgel, sem hann lærði víst mest að spila á af eigin rammleik. Þetta var fyrsta orgelið, sem ég sá, og sennilega fyrsta hljóðfærið af þessu tagi, sem alþýðumaður eignaðist hér um slóðir. Jón mun hafa verið fyrsti organleikarinn í Kirkjubæjarkirkju, en lézt stuttu eftir að orgelið kom í kirkjuna. Gísli Helgason Bus. Pbone 27 989—Res. Phone 3S 151 Rovaizos Flower Shop Our Speelalties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Ulss K. Christie, ProprietrMS Formerly with Robínson & Co. 253 N'otre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.