Lögberg - 18.05.1950, Blaðsíða 1

Lögberg - 18.05.1950, Blaðsíða 1
Um hundrað og tíu þúsundir hafa flutt burtu úr Winnipeghorg vegna áflæðis Fólksf lutningur út úr Winnipeg eykst mjög með hverjum degi Tveir þriðju af íbúum St. Boniface á brott Fort Garry og St. Vital í eyði Síðan að Lögberg í fyrri viku birti fréttir af hinu mikla Rauð- árflóði, og Assiniboine árinnar líka, hefir burtflutningur fólks frá Winnipeg, aukist svo hröð- um skrefum, að gizkað er á að nálega þriðjungur íbúanna, eða um hundrað og tíu þúsundir séu nú utanborgar, en af þeirri tölu eru konur og börn í miklum naeirihluta. í Winnipeg eru að sögn um sex fermílur í kafi í vatni, út- hverfin, svo sem Fort Garry, St Vital og Kildonan, eru svo að segja um stundarsakir í eyði; tíu bæir milli Winnipeg og landamæranna eru mannlausir, og áætlað að um þrjú þúsund bændabýli séu eins og sakir standa, einnig í eyði, og að um tíu þúsundir bændafólks hafi orðið viðskila við heimili sín; aðdáanlegt er það, að í öllum þessum hamförum og bylting- um, sem hraðflutningum óhjá- kvæmilega hljóta að verða sam- fara, skuli aðeins tveir menn bafa drukknað svo vitað sé. Fólk, svo þúsundum skiptir hefir aðstoðað herinn við varn- argarða til að halda Rauðá í skefjum, sem orðið hefir að þola oaargs konar harðrétti án þess að æðrast, eða blása í kaun; allir höfðu, og hafa það á vitund hve mikið sé í húfi, og hve mikils það sé umvert, að liggja ekki á liði sínu; frá því á laugardags- kvöld má ^vo segja, að Rauðá hafi staðið í stað, eða væri hálft þrettánda fet ofar því yfirborði þar sem flóðhætta byrjar; sunn- an landamæranna hafði eitthvað iækkað í ánni um helgina og í byrjun vikunnar bæði hjá Grand Skjótrar skipulagn- ingar krafist Hin yngri deild viðskiptaráðs- ins í Winnipeg hefir sent Camp- bell forsætisráðherra Manitoba- fylkis erindisbréf þess efnis, að hann beiti sér nú þegar fyrir um það, að komið verði á fót fasta- nefnd, er það hlutverk hafi með höndum, að skipuleggja þannig varnarráðstafanir varðandi far- veg og framráðs Rauðár, að ó- líklegt verði að hliðstæð spjöll þeim, sem nú eru að gerast, end- ^rtaki sig í framtíðinni; áminst viðskiptaráð leggur til að nefnd- in verði skipuð fulltrúum frá Sambandsstjórn, fylkisstjórninni 1 Manitoba, bæjarstjórnum ^innipegborgar, St. Boniface og sveitarstjórnum innan vébanda Rauðárdalsins; þá er það og tal- ið sjálfsagt, að hin sameiginlega fastanefnd Canada og Banda- ríkjanna, er eftirlit skal hafa með stórám og vötnum, vinni í nánu samræmi við hina vænt- anlegu bjargaráðanefnd. Það liggur í augum uppi, að róttækar ráðstafanir megi ekki dragast á langinn, því það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann. Forks og Crookston, að því er ráða mátti af útvarpsfréttum. Yfirverkfræðingur Winnipeg- borgar, W. D. Hurst, sem vakað hefir á verði og sýnt frábært framtak við flóðvarnirnar, er þeirrar skoðunar, að hið versta sé í þann veginn að vera um garð gengið, áminnir þó borgarbúa um að vera til taks hvað, sem að höndum beri, því þess geti enn orðið langt að bíða, að árnar komist í sitt eðlilega horf; í sama streng tekur D. M. Stephens að- staðarnáttúrufríðinda ráðherra fylkisstjórnarinnar. Hafist hefir verið handa um stofnun viðreisnarsjóðs, eins og vikið er að á ritstjórnarsíðu þessa blaðs með það fyrir aug- um, að hjálpa fólki, sem orðið hefir að flýja heimili sín, til að koman undir sig fótum á ný; úr sjóði þessum verður einungis veitt fé til öflunar innanstokks- muna, fata og hluta, sem nauð- synlegir eru til heimilishalds; um fjárveitingar til líknarþarfa annast fylkisstjórn. Sambands- stjórn hefir kunngert, að hún sé til þess búin, að veita Manitoba fjárhagslegan stuðning á hlið- stæðum grundvelli við aðstoð þá, er hún veitti British Colum- bia fyrir tveimur árum vegna þeirra búsifja, er íbúar þess fylkis þá urðu fyrir af völdum Fraserárinnar; kostnaður við að- gerðir og endurnám Fraserdals- ins nam hálfri tólftu miljón doll- ara, er nokkurn veginn víst tal- ið, að Manitoba þarfnist drjúg- um meiri fjárhæðar til að koma flóðsvæðunum á laggirnar. Allir fulltrúar Manitobafylkis í sambandsþinginu hafa komið vestur til að kynnast viðhorfinu með eigin augum, svo og lands- stjórinn, Alexander vísigreifi af Tunis, ásamt þeim Stuart S. Garson dómsmálaráðherra, og hervarnarráðherranum, Bruce Claxton. Fyrir atbeina fylkisstjórnar- innar í Saskatoon hefir nefnd manna verið sett á fót í því augnamiði, að safna fé til lið- sinnis því fólki í Manitoba, er sárast hefir verið leikið af völd- um áflæðisins, og er forsætisráð- herra þess fylkis, T. C. Douglas, formaður nefndarinnar. Bygðir íslendinga í Canada utan Winnipegborgar og út- hverfa hennar, hafa sloppið við flóðin, þó þau hafi valdið nokkr- um íslendingum sunnan við landamærin nokkurra óþæginda, svo sem í háskólaborginni Grand Forks í North Dakota. Brigadier Morton, sem hefir með höndum yfirumsjón flóð- varnanna, hefir þegar int af hendi frábært þrekvirki og er dáður af öllum vegna fyrir- hyggju og háttlægni. Aukin fjárveit-ing tiB hervarna Neðri málstofa þ j ó ð þ i n g s Bandaríkjanna hefir afgreitt frumvarp til laga um $385.360. 000 aukna fjárveitingu til her- eða öryggisvarna þjóðarinnar; miklu af þessu fé verður varið til nýrra og fullkomnari hern- aðarflugvéla, sem og til þess, að styrkja varnaraðstöðu þjóðarinn ar meðal hinna ýmissu Asíu- þjóða; talið er víst, að öldunga- deildin fallist einnig á fjárveit- ingu þessa. Símskeyti frá íslandi Rétl áður en blaðið var full- búið til prentunar á miðviku- dagsmorguninn, barst skrif- stofu þess svolátandi sím- skeyti frá íslandi, sem skýrir sig sjálft og hið hlýja hjarta- lag íslenzku þjóðarinnar, er til grundvallar liggur: „Reykjavík, 16. maí, 1950 Einar P. Jónsson ritstjóri ís- lenzka vikublaðsins Lögberg, Winnipeg, Canada. Vér vottum íslendingum og ö ð r u m Winnipegborgurum, okkar dýpstu samúð í tilefni af hinu ægilega áflæðisljóni. Safnið vinsamlegast skýrslum og lýsingu á flóðinu til út- varps, og Ijóninu. sem af því leiðir, einkum með hliðsjón af íslendingum". JÓNAS THORBERGSSON, útvarpsstjóri. Þjónustan við aðra Súr magi gerir geðið súrt og taugarnar óstyrkar, en þetta hvort tveggja veldur ergelsi, ó- lund og ófriði og getur ko.mið af stað miklum vandræðum. 1 manninum búa miklir duldir kraftar, ómælis varasjóður lífs- orku og manndóms. Þessi lífs- orka hagnýtist helzt þegar menn eru logheitir mannvinir, sem út- hella sál sinni og öllum lífs og sálarkröftum í þjónustu mann- kynsins, gleyma sér sjálfum að mestu leyti í áhuganum fyrir vel ferð annara. Slík þjónusta við allt mannkyn magnar manninn lífsfyllingu, fögnuði og gleði, og slíkt er bæði heilsu- og orku- gjafi, sem gerir allt starf að lífs- nautn, veitir heilbrigði og ham- ingju svo að maðurinn leikur við hvern sinn fingur og lifir ótta- laust sigursælu lífi. Jóseph B. Skaptason 14. nóv. 1873 — 27. apríl 1950 Mælt er eftir marga menn, er síður skyldi. Þú barst skíran skjöld frá skylmingum og hildi. .Rauðra skjalda rekkar réðu ei þínu falli. Djörfung með og drenglund dauðans hlýddir kalli. Meðan afli og orku unt þér var að beita reyndi ei fals né flaður friðar hjá þér leita. Huglaus hræsnis-menning höggum aldrei skiftu við þig, hrausti halur, hræddust þína giftu. Ómenningin aldrei ýtt þér fékk úr sæti, bærðistu ei, en brostir barna við þau læti. Hér má hraustleik marka hans, þó loksins félli. Tók ei tá né jarka til að halda velli. Gáfur, glæsimenska, gifta, þrek og hreysti ekkert ítur-menni enn af hólmi leysti. Þegar kallið kemur, knörr við festar bíður, allir einum lútum. — Æfi hvers eins líður. Aðeins eitt er nesti allra, er héðan fara út á hafið hljóða: Hugir vina-skara. Þú átt marga þeirra, þeir munu bátinn verja. — Sigldu sæll á hafið svartra milli skerja. Páll S. Pálsson MINNINGARORÐ: Guðmundur Arngrímsson (Guðmann Anderson) Rannsókn á verði skepnufóðurs Mr. William Bryce, C. C. F.- sambandsþingmaður fyrir Sel- kirkkjördæmið, hefir farið fram á það í þinginu, að stjórnin tak- ist samstundis á hendur rann- sókn á vérðlagi skepnufóðurs, er sýnist um þessar mundir vera óeðlilega hátt; kVað Mr. Bryce það réttmætt að bændur og búa- lið fengi sem glegsta vitneskju um álagningu áminstra vöruteg- unda af hálfu fóðurkaupmanna; hverjar undirtektir stjórnarinn- ar verða, er enn eigi vitað. Fundur utanríkis- ráðherra Seinni part fyrri viku hófst í London fundur utanríkisráð- herra stórveldanna þriggja, Bret lands, Frakklands og Bandaríkj- anna; en þótt nákvæmar fregnir af fundinum séu eigi fyrir hendi, er það þó víst, að tekin voru þar til alvarlegrar yfirvegunar sam- eiginleg hagsmunamál þeirra þjóða, er að Atlantshafsbanda- laginu standa; en þótt sameigin- legar vígvarnir skipuðu þar sæti á fremsta bekk, komu jafn- framt til umræðu verzlunar- og framleiðslumál hlutaðeigandi þjóða, er á þeim vettvangi áttu sameiginlegra hagsmuna að gæta; fullkomin eining mun hafa ríkt á fundinum varðandi við horf hinna vestrænu til „kalda stríðsins“, sem rússnesk- ir kommúnistar hafa haldið uppi undanfarin ár; munu aðilar hafa orðið á eitt sáttir um það, að stemma stigu fyrir ásælni Rússa í hvaða formi, sem hún birtist og undir hvaða yfirskyni, sem henni væri laumað út meðal al- mennings. Þá voru og framtíðarhorfur Þýzkalands ræddar á fundin- um, en þar er um flókið vanda- mál að ræða, sem ekki verður leyst í einni svipan, þó nauðsyn- legt væri að tryggja landinu sem allra fyrst sess í samfylkingu hinna vestrænu þjóða. Verður undir yið afkvæðagreiðslu Mr. Drew varð undir við at- kvæðagreiðslu í sambandsþing- inu á miðvikudaginn var, er til þess kom að greiða atkvæði um tillögu hans varðandi bannfær- ing kommúnista; íhaldsmenn greiddu atkvæði með tillögunni, en Liberalar, C. C. F.-þingmenn og Social Credit-sinnar á móti. Vilja losna við upp- lýsingastarfsemi Stjórnarvöld Czechoslóvakiu hafa krafist þess, að Bretar loki tafarlaust öllum upplýsinga- skrifstofum sínum í Prag, og kveðji þegar heim alt starfslið þeirra, sem sé í rauninni ekkert annað en óvelkominn njósnara- lýður; hverju brezk stjórnarvöld kunna að svara til, er enn eigi vitað. Dýrtíðin magnasf Að því er hagstofunni í Ottawa segist frá óx framfærslu- kostnaður hér í landi til allveru- legra muna í síðastliðnum apríl- mánuði; kemur þetta enn sem fyr harðast niður á láglauna- stéttunum í borgum og bæjum víðsvegar um landið; stjórnar- völdin láta þetta augljóslega eins og vind um eyru þjóta og hafast eigi að. Hann andaðist að heimili sínu í Selkirk, sunnudaginn 23. apríl eftir stutta legu.. Hann var Austur-Skaftfellingur að ætt; dvaldi í æsku um hríð í Öræfa- sveit en síðar í Nesjum, og í því umhverfi mun hann hafa dvalið, unz hann ungþroska fór austur á land og var þar í vinnumensku um nærfelt 10 ára skeið. Hann var fæddur 15. nóv. 1870. For- eldrar hans voru Arngrímur Arngrímsson og Katrín Jóns- dóttir. Fyrir 62 árum síðan kvæntist hann eftirlifandi ekkju sinni, Jóhönnu Jónsdóttur, af ætt séra Jóns Steingrímssonar, hinni mestu þrekkonu. — Þau fluttu til Vesturheims um alda- mótin; settust fyrst að í ísafold- arbygð í Nýja-íslandi, en urðu að flýja þaðan eftir stutta dvöl, sökum vatnsáflæðis. Þá fluttu þau til East-Selkirk og dvöldu þar Um hríð. Þessu næst flutt- ust þau í grennd við Lac du Bonnet, og þar bjuggu þau um langa hríð og þar var megin lífs- barátta þeirra háð. Þaðan flutt- ust þau fyrir nærri 10 árum síð- an og létu af búskap fyrir elli sakir. Fluttu þau þá til Selkirk og dvöldu hjá Katie dóttur sinni, er annaðist um þau með frá- bærri umönnun og dugnaði, byggði heimili fyrir þau í elli þeirra, svo að efstu ár hinna öldruðu hjóna voru hlý og gleði- rík í umsjón hennar og aðstoð Lillian dóttur þeirra, sem einnig er búsett í Selkirk. Hin síðustu' ár hefir einnig Gertrude dóttir þeirra átt heimili með þeim og verið þeim og systrum sínum aðstoð. — Eftirlifandi börn þeirra hjóna eru: John, Bissett, Man.; Harry, Bissett, Man.; Gertrude, Mrs. F. Reoudo; Charley, Lac du Bon- net; Katie, heima, og Lillian, Mrs. Harry Woytuik, Selkirk. Tíu barnaböm eru á lífi. Guðmundur var lífsglaður dugnaðarmaður, er barðist heið- arlegri en harðri lífbaráttu við andstæð kjör hins nýkomna út- lenda manns, með stóra fjöl- skyldu og mikla erfiðleika. Hann var maður öruggur í lund og hjartanlega trúaður og þakklát- ur, er lét aldrei bugast í lífs- baráttunni. Ævilangt naut hann stuðnings trygglyndrar og þrótt- mikillar konu, er studdi hann og styrkti, og var honum alt, er sjón augna hans þraut, og hann var blindur um nokkur ár. Nokkra bót fékk hann á sjón sinn fyrir læknisaðgerðir, allra síðustu æviárin. Viljinn til að Tæknileg aðstoð Efnahagssomvinnu- stofnunarinnar Efnahagssamvinnustjórnin 1 Washington hefir samþykkt að greiða dollarakostnað vegna komu bandarískra hraðfrysti- húsasérfræðinga hingað. Sérfræðingar þessir eru starfs menn verksmiðjufyrirtækisins Cooley Associates í Boston, sem hefir tekið að sér að gera athug- anir á freðfiskiðnaði hér og gera tillögur um endurbætur á hrað- frystihúsum og framleiðslu þeirra. Framkvæmdastjóri fyrirtækis ins, Mr. Edward Cooley, er vænt anlegur hingað til Reykjavíkur næstkomandi föstudag. Mbl. 10. apríl. vinna og sigra fylgdi honum til dauðadags. Útför hans fór fram frá Langrill’s útfararstofu og Lút- ersku kirkjunni í Selkirk, þann 23. apríl að viðstöddum börnum hans öllum, nágrönnum og vin- um. S. Ólafsson Tryggve Lie í Moskvu Aðalritari sameinuðu þjóð- anna, Tryggve Lie, hefir dvalið í Moskvu undanfarna daga og átt viðræður við ýmissa helztu valdamenn ráðstjórnarríkjanna, svo sem utanríkisráðherrann; tókst Mr. Lie þessa ferð á hend- ur til Moskvu í því augnamiði, að reyna að liðka eitthvað til um „kalda stríðið“ milli Rússlands og Vesturveldanna, væri þess nokkur kostur; um málalok er fram að þessu allt enn á huldu. Koma til liðs við Frakka Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Dean AcReson, hefir full- vissað frönsk stjórnarvöld um það, að Bandaríkin muni koma til liðs við þau með það fyrir augum, að treysta aðstöðu Srakka í Indo-China í baráttu þeirra við kommúnista og rúss- neskan áróður á þeim stöðvum; hafa Frakkar tekið þessari á- kvörðun amerískra stjórnar- valda með miklum fögnuði. Það sýnist vilji flestra þjóða, að Indo-China öðlist fullt þjóð- frelsi innan vébanda franska lýð veldisins. Bæjarútgerðin ætlar að byggja fiskverkunarstöð Bæjarútgerð Reykjavíkur hef- ir nú á prjónunum áform um að byggjá fiskverkunarstöð, í sam- bandi við saltfiskframleiðslu. Útgerðarráðið, sem hefir á hendi yfirstjórn Bæjarútgerðar- innar, hefir fyrir skömmu sam- þykkt þessar fyrirætlanir. Þá hefir bæjarráð samþykkt þessar ráðagerðir og falið útgerðarráði frekari framkvæmdir í málinu. Mbl. 10. apríl Bálaeign Bandaríkjanna Af 43,8 milljónum fjölskyldna í Bandaríkjunum, eiga nú 24,5 milljónir heimila bifreið, það er að segja, ef þannig væri jafnað. Það er nokkru meira en einn bíll á hverjar tvær fjölskyldur í land inu. Talið er að um 2 milljónir heimilia eigi fleiri en einn bíl. — Bílaframleiðslan á fyrstu 10 mán uðum ársins 1949, varð 5,359,000. Geisitjón í Dakota, Minnesota og Nebraska af völdum óflæðis Áminst ríki hafa ekki farið varhluta af áflæði undanfarandi daga fremur en Manitoba, er sorfið hafa hart að almenningi og orsakað geisilegt tjón; um manntjón er ekki getið í Dakota og Minnesota, en í Nebraska höfðu átján menn drukknað, er síðast fréttist.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.