Lögberg - 18.05.1950, Blaðsíða 5

Lögberg - 18.05.1950, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. maí, 1950. 5 /4HUGAMAL LVENNA Ritatjón: INGIBJÖRG JÓNSSON Frú Kristjana Thórðarson FRÚ KRISTJANA THÓRÐARSON ÁTTRÆÐ Bros og bjartsýni og brezk siðmenning „Ég man vel eftir því þegar ég var að tína bláber í hlíðinni fyr- ir ofan bæinn í Klömbrum, og ég man ýmislegt, sem skeði á ferðinni vestur til Ameríku, eins og þegar bræður mínir, Stefán og Jóhannes, týndust á skipinu og eftir langa leit fundust sof- andi niðri í lest skipsins“, sagði frú Kristjana við mig, þegar ég atti stutt samtal við hana síðast- liðinn sunnudag, þá er dætur hennar héldu upp á áttræðisaf- Wæli hennar í Trevere Apts. hér * borg. Sýnir þetta gjörla hve minni hennar er frábært, því hún var tæpra fimm ára þegar hún fluttist með foreldrum sín- Um og systkinum til Vestur- heims. ‘ Mér var það sérstakt ánægju- efni að eiga þess kost að hitta frú Kristjönu á þessum tíma- niotum ævi hennar, því, að nokkru leyti, fléttast forsögur okkar saman. Faðir hennar, Sig- urður Erlendsson og móðurafi uiinn, Helgi Tómasson urðu, á- samt fjölskyldum sínum sam- ferða á dalli, er Sigurður átti, til Mikleyjar árið 1876 og voru þeir með þeim fyrstu íslending- um, er þar námu land. „Móðir þín og ég vorum jafnöldrur og leiksystur“, sagði hún. Frú Kristjana er gáfuð kona °g höfðingleg í sjón, eins og niyndin, sem hér fylgir, ber vitni um, enda er hún komin af góð- um og sterkum stofni; Sigurður Erlendsson, faðir frú Kristjönu, var fæddur á Höskuldsstöðum í Aðal-Reykjadal í Þingeyjar- sýslu. Faðir hans, Erlendur, var sonur Eyjólfs Sæmundssonar bónda á Þverá í Laxárdal. Móðir Sigurðar var Ragnhildur Jóns- dóttir bónda í Reykjadal. Sig- urður var náskyldur hinni merku Gautlandsætt. — Móðir frú Kristjönu hét Guðrún, dóttir Eiríks Halldórssonar frá Meðal- heimi á Svalbarðsströnd og konu hans, Guðrúnar Hallsdóttur. — Sigurður bjó að Klömbrum í Þingeyjarsýslu, og þar fæddist Kristjana 12. Maí 1870. Land sitt í Mikley nefndi Sig- urður Skóga, og bjó hann þar á fimta tug ára. Ritgerð um ferð fjölskyldunnar vestur um haf og um fyrstu landnámsárin í Mikl- ey, skrifaði Sigurður á efri ár- um, og birtist hún í Almanaki Ólafs Thorgeirssonar 1919 ásamt inngangi og neðanmálsgreinum eftir séra Rögnvald Pétursson. Er það skýr og greinileg lýsing af erfiðleikum frumbýlingsár- anna og þeirri átakanlegu ör- byrgð, sem íslenzkir landnáms- menn áttu við að stríða. En það urðu ekki erfiðleikar æskuáranna, sem sérstaklega festust í minni frú Kristjönu, enda mun hún gædd í ríkum mæli þeim kjarki og þeirri þraut seigju, er einkenndi ættmenn hennar, — bræður hennar, Ste- fán og Jóhannes, hinir nafn- kendu „Hnausa-bræður“ voru brautryðjendur í athafnalífinu og á margan hátt forystumenn Nýja-íslands um langt skeið, og hálfbræður hennar Sigfús, gild- ur bóndi í bygðarlagi sínu, nú búsettur á Oak Point; Sigurður og Stefán, fiskikaupmenn í Riv- erton; ennfremur fjórar systur, er nú hafa safnast til feðra sinna — Alt gott og tápmikið fólk. — „Ég á góðar og fallegar minn- ingar frá Mikley“, sagði hún. „Fólkið, í allri sinni fátækt, var svo einstaklega hjálpsamt hvort við annað og kærleiksríkt; og fögur er eyjan, það er eins og Mylnuvíkin breiði út faðminn á móti manni þegar þangað kem- ur“. Árið 1894 giftist Kristjana Bergþóri Thórðarsyni; settust þau að á Söndum í Mylnuvík- inni og reistu þar eitt það mynd- arlegasta hús, sem fram að þeim tíma hafði verið reist á Mikley. Minnist frú Kristjana þess að þar tóku þau á móti Roblin for- sætisráðherra Manitobafylkis, er hann heimsótti eyjuna, í kosn ingaerindum. Þau hjónin voru frábærlega félagslynd; frú Krist jana gekk í Kvenfélagið 16 ára að aldri og varð fyrsti bókavörð- ur lestrarfélagsins, er stofnað var 1898, en hún er sjálf bókelsk og vel lesin. Það var því skarð fyrir skildi, þegar þau hjónin ásamt mörg- um fleiri flu,ttu af eyjunni árið 1902—3. Heyrði ég þeirra oft minnst með hlýju og söknuði. Þau bjuggu nokkur ár í Grunna- vatnsbyggð en munu ekki hafa fest þar yndi, fluttu þau þá aft- ur að Winnipegvatni, settust að í hinum fagra Gimlibæ. „Mér hefir alltaf þótt vænt um Vatn- ið“, sagði frú Kristjana. „Aðrar byggðir eru ef til vill auðugri en Nýja-ísland, en ég er Sig- tryggi Jónassyni þakklát fyfir það að vísa okkur veginn þang- að, því sú byggð hefir mikið fram yfir aðrar byggðir, þar sem hið fiskisæla vatn er; það hefir veitt fólkinu björg í bú frá fyrstu tíð, og gerir það enn“. Hann sat á dyraþrepinu fyrir framan húsið sitt, eða það sem var eftir af því, sprengjuregn Þjóðverja hafði að mestu eyði- lagt það, dyraþrepið var í raun- inni það helzta sem eftir var, allt var eyðilagt ú svipstundu: húsið, innanstokksmunir, myndirnar fallegu, sem prýddu veggina, og bækurnar hans dýrmætu, allt var horfið, allt var búið að vera, jafnvel garðurinn í kringum h ú s i ð var stórskemdur af sprengjum. Eyðileggingin var al- gjör. Hann horfði ýmist á rúst- irnar, eða hann starði dapur í bragði út í bláinn. Hann var í þungum þönkum, hann var agn- dofa. En hann fór að hugsa, og hann fór að brosa. Eftir allt sam an gat það verið miklu verra Hann átti enn sinn dýrasta fjár- sjóð, konan hans var lifandi, börnin hans voru óhult, og hann var sjálfur lifandi og við góða heilsu, og það sem skipti mestu máli, vonin og trúin í brjósti hans var í hæsta veldi. Hann fann lífskraftinn hjá sér, og hann fann að hann gat byrjað á nýjan leik; og hann fann til þess með hrifningu, að hann hafði lið- ið hér í þeim harðasta hildarleik, þar sem baráttan stóð um hina svörtustu og hörðustu miðalda- kúgun og siðfáguð mannréttindi og lýðræði, og þjóðin hans stóð í broddi fylkingar sem einn mað- ur fyrir réttum málstað. Það var þjóðin hans. Englendingar sýndu það svo greinilega eins og Einar Benediktsson kemst svo meist- aralega að orði: „Þá hel og líf barðist harðast í landi, hæstur og mestur reis norrænn andi“. Aldrei hafði hugrekki og Þau hjón reistu hús sitt á bökkum vatnsins, þar sem fag- urt útsýni er yfir höfnina og Bergþór var í mörg ár eftirlits- maður fiskiveiða á Winnipeg- vatni fyrir landsstjórnina. „Ég bjó lengst á Gimli, þar átti ég mína hamingjusömustu daga; það er byggðin mín“, sagði frú Kristjana. Árið 1940 misti hún sinn á- gæta mann. Um hann segir Þ. Þ. Þ. í Sögu Islendinga í Vestur- heimi: „Allsstaðar þar sem Berg- þór bjó, tók hann mikinn og góð- an þátt í félagsmálum. Var hann mesta lipurmenni, en þó fastur fyrir og þróttmikill, greindur vel, framgjarn og félagslyndur eins og öll þau systkin. í Mikley var hann einn meðráðenda í hinni fyrstu stjórn Bifröstsveit- ar. Hann var skólaráðsmaður í mörg ár í Grunnavatnsbyggð, og auk annars á Gimli, bæjarstjóri í fjögur ár“. — Síðan hefir frú Kristjana búið á veturna í Winnipeg hjá dóttur sinni, frú Láru Sigurdson, en á sumrin sækir hún aftur norður að vatninu — til Gimli; þar finst henni að hún eigi í raun og veru heima. Frú Kristjana ber aldurinn frábærlega vel, er glaðleg og skemtileg í viðtali. Hún er ung í anda og fylgir með áhuga við- burðum líðandi stundar. Hún ann öllu því sem íslenzkt er og hefir á langri ævi tekið mikinn og giftudrjúgan þátt í íslenzku félagslífi. — Þau hjónin tóku góðan þátt í undirbúningi 50 ára landnámshátíðar Nýja-lslands; hún hlakkar nú til að vera við- stödd 75 ára landnámshátíðina, sem haldin verður í sumar að Gimli . Frú Kristjana nýtur mikils ástríkis hjá börnum sínum; þau eru: Frú Guðrún, kona Magnús- ar G. Árnasonar, Winnipeg; Thórður, hans kona er Guðrún Benson, Gimli; frú Lára Sigurd- son og frú Lilja, kona Árna Ólafs sonar, báðar búsetar í Winnipeg. Barnabörnin eru ellefu og barna barnabörnin níu. Kvennasíða Lögbergs færir frú Kristjönu Thórðarson inni- legar hamingjuóskir í tilefni af afmælinu. manndáð brezku þjóðarinnar komist á hærra stig, (og engrar þjóðar) heldur en vikurnar og mánuðina undir sprengjuregni Þjóðverja, eftir að Frakkland féll, og hún stóð ein í „vonlausu, þrotlausu stríði“ móti því mesta heljarafli, sem heimurinn þekkti og hefir nokkurn tíma þekkt. Það var bros og bjartsýni og trú- in, sem einkennir hina brezku þjóð, sem gaf henni sigurmátt- inn í þessum hildarleik. Hvergi á heilsteypt trú sterkari ítök í hjörtum mannanna en hjá hinni brezku þjóð; og trúin skapar bros og bjartsýni. Engin þjóð hefir sent út í heiminn eins marga endurbótamenn og mann- vini eins og hin brezka þjóð, sem með brosi og bjartsýni hafa gef- ið líf sitt til að mýkja og græða mein og sár mannanna. Úr djúpi tímans á 19. öldinni risu á Bretlandi 3 öldur, sem ekki einungis styrktu manndóm og siðferðisþrek þjóðarinnar heldur líka hafði sterk áhrif á mannlífið vítt um heim. En það var sunnudagaskólinn, sem Robert Raikes stofnaði, Sálu- hjálparherinn, sem William Booth stofnaði, og Kristilegt fé- lag ungra manna, sem Sir George Williams stofnaði, að ég ekki nefni hið yfirgripsmikla starf þeirra Dr. Barnado og George Muller og fjölmargra samherja þeirra, vina, barna og æskulýðs. Allt var þetta byggt á kristilegum hornsteini, sem hafði skapandi mátt í lífi hinn- ar brezku þjóðar, gaf henni meira af mannúð og réttlæti og hugrekki til starfs og stríðs, og meira bros og bjartsýni. Eins og sólarljósið og birtan er starfandi máttur í lífi náttúrunnar, eins er bros og bjartsýni skapandi máttur í lífi einstaklinga og þjóða, það hefir hafið marga mannssálina til vegs og gengis og sigurs í baráttu lífsins. Aftur hefir bölsýnið, sem kemur úr skúmaskoti myrkursins og hel- köld efnishyggjan afvegaleitt margan og komið honum and- lega á kaldan klaka. Hin lifandi andlega sál tilverunnar með sín- um skapandi mætti og lífsþrótti þarf að vinna bug á myrkrinu og bölsýninni, tortryggninni og sjálfselskunni, sem svo margir vilja nota til þess að eitra lífið. Vér Islendingar eigum of marga bölsýnismenn, ekki nóg af „brosi og bjartsýni“. Mig furðar oft á því hve margir Is- lendingar hafa horn í síðu Eng- lendinga, telja þá bæði væskil- menni og harðstjóra. Stafar það óefað af þekkingarleysi, og einn- ig máske af öfund. Bretar eiga og hafa átt nóga öfundarmenn hjá þjóðum heims ins. Þeir hafa hvað sem öðru líð- ur staðið í broddi fylkingar sem endurbótamenn og frumherjar frelsis og réttlætis, og England hefir verið skjólgarður og griða- staður frelsisunnenda og land- flóttamanna frá öllum þjóðum heims. Þegar maður les söguna með gaumgæfni gengur maður fljótt úr skugga um það, að hin brezka þjóð hefir unnið krafta- verk, að hún hefir verið réttlát, (eftir því sem réttlæti er til á heims mælikvarða), hugrökk og þrautseig með afbrigðum, þó hvergi hafi hugrekki og mann- dómur hennar náð eins háu marki eins og í síðustu styrjöld, er hún stóð ein og varnarlítil á móti ofurvaldi þýzka hervalds- ins. Það var skapgjörð þjóðar- innar, trúin og vonin, bros henn- og bjartsýni sem gaf henni þrótt- inn. Bros og bjartsýni og trúin á mátt hins góða er sigurafl í líf- inu. Myndin af manninum, sem ég gat um hér að framan, er mynd hinnar brezku þjóðar. Þeg ar allt var í rústum og allt í björtu báli, þá brosti hún og sór þann eið að sigra, og byggja feg- unni og betri heim á rústum þess gamla. Leiðtoginn Church- ill var undramaður, en hann var bara táknmynd hinnar brezku þjóðar, hann var hugrakkur og ákveðinn og þjóðin fylgdi hon- um hugrökk og ákveðin. Það var metnaðarmál einstaklinganna að standa þar sem eldurinn var heitastur. Ég hefi nýlega lesið ritstjórn- argrein, sem Einar Páll Jónsson skrifaði í Lögberg 8. des. s.l., snjöll grein, vel skrifuð og sann- gjörn. í þessari grein tilfærir hann kafla úr ritgjörð eftir Sig- urð Skúlason magister, ritstjóra Samtíðarinnar, vil ég endurbirta hér nokkur orð úr þeim kafla, þola þau orð dagsljósið ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur marg- sinnis. Hann er á ferð frá megin- landi Evrópu til Englands í flug- vél og gagnvart honum situr ensk stúlka og um hana farast honum orð á þessa leið: (Áður hefir hann dáð með sterkum orð um hugrekki og manndáð hinn- ar brezku þjóðar). „Enskt stúlka, sem sat skammt frá mér í flugvélihni sagði: „Fimm sinnum varð ég húsnæð- islaus í síðustu styrjöld; þeir vörpuðu alltaf sprengjum á hús- ið, sem ég bjó í. Það var sama hvert við fluttumst og hún hló við, rétt eins og hér .væri um gamanmál eitt að ræða. Þessi stúlka var að koma úr skemti- ferð frá ítalíu. „Það fæst bók- staflega allt í búðunum í Míl- ano“, sagði hún. „Maður skyldi halda, að það hefðu verið ítalir en ekki við, sem unnum þetta bannsetta stríð“, og enn hló hún. Enginn kvíði, ekkert vonleysi, ekkert hatur. Maðurinn, sem sat á dyraþrepinu sínu, sem var í rústum, og stúlka þessi sem hér er sagt frá, er raunverulega fög- ur táknmynd hinnar brezku þjóðar. Brosið og bjartsýnin og drengileg lífsspeki meirihluta þjóðarinnar er leyniþráðurinn, sem hafið hefir hana í hinn veg- legasta tignarsess meðal þjóða heimsins. Já, brezka þjóðin og hinn engilsaxneski þjóðstofri — Bandaríkin og hin brezku sam- bandslönd eru salt jarðar og sjálfkjörin til forystu í fram- sóknarbaráttu mannkynsins. Og sökum bjartsýninnar, sökum skapgerðarinnar, umburðarlynd- is og hreinnar lífsspeki, eru þær líklegri til þess að byggja fag- urt musteri á „rústum hruninna halla“ en nokkur önnur þjóð eða kynstofn, sem komið hefir fram An Urgent Appeal The Lutheran Women’s Lea- gue, with the full support of its Board of Directors have placed Sunrise Lutheran Camp at the disposal of the Red Cross for the accommodation of evacuees. Our bedding and linen have been on supplimentary basis only, to our campers, but in this time of distress when people are forced to leave everything ex- cept their personal belongings behind them, we must supply all necessary bedding and linen. I am earnestly appealing to our people to come forth with donations of bedding, or money to be used to procure the articles needed. We want to offer our Camp as comfortable as its pos- sible for us to do. We as a group have always taken pride in showing hospi- tality, graciously and gener- ously. We wish to uphold that tradition, to an even more marked degree in this hour of need. We have put the camp in order, food supplies have been brought in, telephone and power have been connected, and our Camp Director, Mrs. S. Olafs- son, is on the premises, waiting to welcome those people who will be sent to our Camp. With God’s help we will do everything in our power to give solace to all in trouble who come within our shelter in this time of need. Thanking one and all. — Fjola Gray, Pres. L.W.L. (B.L.K.) í heiminum fyr eða síðar. Bretar og Bandaríkjamenn eru ekki all- ir dánumenn, þar er misjafn sauður í mörgu fé, og þær þjóðir eiga syndir á baki, en réttlætis- tilfinningin er orðin sterk í brjóstum meirihlutans, og al- menningsálitið ræður miklu í lífi þjóðstofnsins; almennings- álitið ræður engu hjá einræðis- herrunum. í^að eiga allar þjóðir sína á- gætis menn, sigurljóð og frægð- arsögur, en það eru fáar þjóðir, sem hafa staðið eldraunina eins vel og hinn brezki kynstofn og komist úr henni með hreinni skjöld. íslenzki karlinn sagði: „Skarp- héðinn og postuli Páll, það eru mínir menn“. Ég segi Bretar og Bandaríkjamenn, með „bros sitt og bjartsýni“, Það er kristin sið- menning sem hefir sannarlega mótað skapgjörð og hugsjóna mið hins mikla engilsaxneska kynstofns, þrátt fyrir allt og allt, — já, þrátt fyrir það, þó enn sé mörgu ábótavant, jafnvel hjá þeim, sem lengst eru komnir. G. J. Oleson Guðmundur Sveinbjörnsson lótinn Guðmundur Sveinbjörnsson fyrv. skrifstofustjóri í Stjórnar- ráðinu andaðist að heimili sínu hér í bænum, á laugardaginn fyrir páska. Banamein hans var heilablóðfall. Hann var 78 ára að aldri. Hafði hann verið vanheill síð- ustu fjögur árin. Hann var fram- úrskarandi reglusamur og hrein skiptinn maður, eins og allir þekktu, sem höfðu samskipti við hann, á hinum langa embættis- ferli hans. Mætur maður á alla lund. Jarðarför hans fer fram á föstudaginn kemur. Mbl. 12. apríl IHOT WATER for the whole family! GENERAL ELECTRIC Automalic Storage Tank Water Heater $129.50 Tank guaranteed for 10 years. SMALL DEPOSIT EASY TERMS Hot water for everybody — at just the right tem- perature! Completely automatic. Extra - thick insulation. Easy to install. Tank sizes for every family. See it on display in our Showrooms. CITY HYDRO Portage and Kennedy Phone 848 131

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.