Lögberg - 18.05.1950, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.05.1950, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. maí, 1950. Kristindómurinn bregzt aldrei Með þeim orðum vil ég heilsa lesendum Kirkjuritsins, er það hefur göngu sína á nýju ári, og óska þeim árs og friðar. Einn nemanda minna sagði þessi orð við mig fyrir nokkru í kennslustund, mjög ungur að árum, en þó með mikla reynslu að baki. Við töluðum um kenn- ing Krists og gildi hennar fyrir daglegt líf. Bak við allt, sem ungi maðurinn lagði til málanna, voru auðfundin heilindi hugar- ins. Röddin ljómaði þegar hann sagði: Krislindómurinn bregzt aldrei. Oft hefi ég heyrt menn vitna um trú sína. Stundum hefir það verið áhrifaríkt, en stundum hafa mér fundizt orðin hol og hálf og þau minnt mig á bænar- gjörð Faríseans í musterinu: Guð, ég þaka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn .Þessi orð komu frá hjartanu, þrungin lífs- speki og trúnaðartrausti. Þau hljómuðu eins og lofsöngur í eyrum mér, alhuga játn- ing kristins manns á sann- leikslíkingar Jesú í niðurlagi Fjallræðunnar: Hver sem því heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, honum má líkja við hygginn mann, er byggði hús sitt á bjargi; og steypiregn kom ofan og stormar blésu og skullu á því húsi, en það féll ekki, því að það var grundvallað á bjargi. Vér skulum iíta til baka yfir liðið ár og liðna ævi í ljósi þessa vitnisburðar um kristindóminn. Stenzt hann dóm reynslu vorrar? Hver og einn á sína sögu. Hefir kristindómurinn brugðizt oss? Hver hefir verið undirrót ó- gæfu og hrösunar? Aldrei sú. Það, $em valdið hef- ir oss falli, er hið gagnstæða. Vér höfum brugðizt kristindóm- inum. Oss hefir skort einurð, manndóm, hreinleik, kærleik, trú til að fylgja boðum hans hiklaust og óskorað. Það hefir reynzt oss þyngsta böl. En hafi nokkuð reist við reyrinn brotna, þá er það kristindómurinn. Hverju öðru er það að þakka en honum, að vér höfum stigið blessunarríkustu gæfuspor ævi vorrar? Hver varð afleiðing þess, þegar þú valdir á vegamót- um, þótt í veikleika væri, af al- hug Guð og hið góða? Hamingja og sæla lífs þíns. Daglega höfum vér getað þreifað á því, að fylgd við boð Krists er leið til lífsins. Og kunnum vér að lesa sögu þjóðar vorrar, þá munum vér sjá, að þar hefir gilt hið sama. Af kristnitöku hennar sprett- ur, er stundir líða og áhrifin ná tökum á hjörtunum, friðaröld dásamlegrar menningar. En af spilltum siðum ,eigingirni og valdafíkn og rotnu heimilislífi vex Sturluöld, og frelsi og sjálf- stæði íslendinga hrynur í rústir. Þegar lóksins birtir aftur eftir langar eymdaraldir, þá er það af því, að þjóðin eignast kristn- ar hetjur. Þeir eru það allir und- antekningarlaust brautryðjend- urnir miklu að því, að fsland verður á ný farsælda frón, allir frá Eggert Ólafssyni til Jóns Sigurðssonar. Nei, kristindómur- inn hefir ekki brugðizt íslenzku þjóðinni. En veraldarsagan, sýnir hún ekki hið gagnstæða? Er ekki valurinn blóðgi og viðurstyggð eyðingarinnar um hinn kristna heim sönnun þess, að kristindómurinn hefir brugð- izt? Eftir 19 aldir frá upphafi hans er svona komið. Nei, þetta er aðeins sönnun þess, að mann- kynið hefir brugðizt kristin- dóminum. öll þessi skelfing er tröðkun á boðum hans. Að vísu hefir bærzt með öllum kristn- um þjóðum einlæg löngun til kristni. En tvennt hefir einkum hnekkt þróun hennar. Mönnum hefir gengið treglega að skilja, að kristindóminum á engu síður að búa rúm í félags- Iífinu út á við en í hjörtum þeirra og heimilislífi. Ýms svið hafa orðið lítt snortin af honum eða ekki: Þjóðmálin, stjórnmál- in, milliríkjamálin og yfirleitt skipulagsmálin í veröldinni. Helreyk heiðninnar hefir þannig lagt um hnöttinn allan. Og mennirnir hafa viljað bjóða Guði allt annað en hið eina, sem hann krefst af þeim, hjarta þeirra, líf. Þeir hafa líkzt um of þeim, sem Jesús ávítaði með þessum orðum: „Lýður þessi heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt í burtu frá mér. Og til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna lær- dóma, sem eru manna boðorð“. Þeir hafa lagt megináherzlu á helgisiðina og guðsdýrkunina í kirkjunum, varajátningarnar og trúarlærdómana. Þeir hafa gert sér í hugarlund, að það væri nóg til sáluhjálpar að segja: Herra, herra, án þess að gjöra vilja föð- ur þeirra, sem er í himnunum. Þeir hafa valið sér þetta hlut- skipti og blekkt sér sýn, af því að þetta er svo óendanlega létt hjá einu, sönnu játningunni, játningu starfsins, lífernisins, sem fyrir Guði gildir. Svo hörmu lega hefir mannheimur brugðizt kristindóminum, einföldum og upphaflegum fagnaðarboðskap frelsara síns, Jesú Krists. En hvarvetna þar sem hann hefir náð að dafna, þar hefir ris- ið fegursti mannlífsgróður. Því að kristindómurinn bregzt al- drei. í upphafi þessa árs hafa leið- togar þjóðar vorrar á ýmsum sviðum mælt varnaðarorðum gegn þjóðarvoða, er nú kunni að steðja að, svo framarlega sem oss bresti samhug og samtök. Og vafalaust hafa þeir rétt fyrir sér. Ef til vill er krappasta siglingin framundan, svo að öll þjóðin verður að hafa uppi árar á bæði borð og áralag, ef vel á að fara. Vér verðum að sameina krafta vora með fulltingi kristindóms- ins í fullu trausti þess, að hann bregzt aldrei. Það er fyrst og fremst hlutverk kirkjunnar að vinna að því. En kirkjan eru all- ir þeir, sem vilja af alhug eiga Jesú Krist að leiðtoga og frels- ara. Sú kirkja má ekki vera sjálfri sér sundurþykk. Hún má ekki klofna um varajátningar og flóknar útlistanir um trúar- lærdóma, sem að engu gagni koma. Eina játningin, sem hún öll undantekningarlaust á að reynast trú, er játning lífernis- ins. Það er sanna postullega trú- arjátningin, því svo vildu post- ular Krists og fyrstu lærisveinar játa trú sína, í verki og sann- leika. Það er játningin, sem Jesús krafðist í fagnaðarerindi sínu, eins og Fjallræðan sýnir allra gleggst. Eða orðin, þegar hann renndi með ást augunum yfir mannfjöldann í kringum sig og mælti: Hver er móðir mín og bræður mínir? . . . Sjá, hér er móðir mín og bræður mínir. Því að hver, sem gjörir vilja Guðs, sá er bróðir minn og systir og móð- ir. Eða dómur hans, þegar hann dregur tjaldið frá, er skilur tíma og eilífð, og sýnir í anda allar þjóðir frammi fyrir hástóli sín- um: Komið, þér hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð rík- ið, sem yður var fyrirbúið frá grundvöllun heims; því að hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta; gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn, og þér klædduð mig; sjúkur var ég, og þér vitjuðuð mín; í fangelsi var ég, og þér komuð til mín .,. .•. Sannlega segi ég yður, svo fram- arlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það. Um þessa játningu lífsins á kirkja vor að sameinast og þá eignast hún í ríkum mæli mátt- inn til að sameina þjóðina, en ekki að öðrum kosti. Sem sameinuð kristin þjóð munu íslendingar vissulega megna að sigrast á erfiðleikum og leysa vandamál komandi tíma. Félagssjónarmiðið o g stjórnmálasjónarmiðið á að vera sjónarmið kristindómsins. Ekkert málefni er grandskoðað fyrr en ljósið frá Kristi hefir fall ið á það. Starf kristindómsins og líf verður að breiðast yfir allt, frá arni heimilisins til æðsta valdastóls. Ef til vill á engin þjóð jarðar- innar fegurri sálmabók en vér. En þó brestur þar mjög tilfinn- anlega á söngva starfsins og bar- áttunnar fyrir málefni kristin- dómsins. Sá strengur verður að óma meir í brjósti þjóðarinnar. Já, á því sviði á öll þjóðin að yrkja sín fegurstu ljóð. Lista- verk lífsins sjálfs er öllum lista- verkum æðra. Það er sagt í þjóðsögum vor- um, að um hver áramót séu menn staddir á krossgötum og þá komi álfar með allt sitt ginn- andi glys til að trylla þá og leiða afvega. Þetta höfum vér sjálfir reynt, og stríðsgróði, fordild og nautnasýki glapið oss sýn og komið út á villigötur. Nú er meir en mál að fara að átta sig. Eina óbrigðula úrræðið blasir við. Kristindómurinn, sem aldrei bregzt. Hver, sem hefir auga að sjá, hann sjái. Hver, sem eyru hefir að heyra, hann heyri. Ef kristin kirkja íslands — ef allir kristnir menn á Islandi leiða þjóðina í heild til að velja þetta bjargráð, þá mun ekki að- eins birta yfir henni sjálfri, held ur einnig öðrum þjóðum í aug- um hennar. Þá mun okkur skilj- ast það, að hjálparvonin nú fyrir heiminn er þar sem alþjóðasam- tökin eru að einingu kirkjudeild- anna og kennarastéttarinnar til verndar friði og farsæld mann- kynsins. Og þá munum vér alls- hugar vera með í þeim samtök- um. Þessi hreyfing má búast við grimmilegum ofsóknum, vax- andi um sinn ár frá ári, pynding- um og blóðsúthellingum. En píslarvættiskirkja mun enn sem fyrr geta hafið heiminn. Alls ekkert að óttast. Kirkjan er lík- ami Krists, eins og hún var nefnd þegar í upphafi Andi hans upprisins býr enn í dag í brjóstum þeirra, sem á hann trúa, og gefur þeim sigur. Tökum þá höndum saman í upphafi nýs árs með djörfung, bjartsýni og trú þeirrar æsku, er segir fagnandi: Kristindómurinn bregzl aldrei. ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON Kirkjuritið, janúar 1950 Þjóðræknisfélagið fellur fró opinberum styrk á þessu óri Frá aðalfundi félagsins í gærkveldi Aðalfundur Þjóðræknisfélags íslendinga var haldinn í gær- kveldi í Oddfellowhúsinu. Jónas Jónsson fyrrum alþingismaður og ráðherra stjórnaði fundinum, en af hálfu stjórnarinnar gáfu þeir skýrslur forseti félagsins, herra biskupinn Sigurgeir Sigurðsson og ófeigur læknir Ófeigsson. Mintist forseti félagsins tveggja meðlima, er látist höfðu á árinu, þeirra Friðriks dómprófasts Hall- grímssonar og Haraldar kaupmanns Árnasonar, en fundarmenn vottuðu minningu þeirra virðifigu, með því að rísa úr sætum. Ófeigur læknir minntist einnig Bergthors Emils Johnsons, merks Vestur-Islendings, sem nýlega er látinn í Winnipeg og heiðruðu fundarmenn minningu hans á sama hátt. Starfsemi félagsins var all- mikil á hinu liðna ári og stendur hagur þess með miklum blóma. Svo sem menn rekur minni til voru merkir Vestur-íslendingar boðnir hingað til lands af hálfu félagsins og ríkisstjórnarinnar, en það voru þeir dr. Vilhjálmur Stefánsson og Guðmundur Grímsson núverandi hæstarétt- ardómari ásamt frúm þeirra. Dvöldu þeir hér í hálfan mánuð á vegum félagsins, en í tilefni af komu þeirra var efnt ti hring- ferðar um landið og „Esja“ tek- in á leigu til þeirrar farar, aust- ur fyrir land og allt til Siglu- fjarðar, en frá Akureyri var farin landleiðin suður. Þátttaka í förinni var mikil og reyndist öllum hin ánægjulegasta. Hafa hlýjar kveðjur borist félaginu frá þeim dr. Vilhjálmi Stefáns- syni og dr. Guðmundi Gríms- syni, eftir að þeir voru heim komnir, og mun förin hafa orð- ið þeim til ánægju, svo sem til var ætlast. Séra Theodór Sigurðsson, — sonur Jónasar prests Sigurðs- sona, — sem dvalið hefir hér á landi um skeið, tók við störfum séra Friðriks Hallgrímssonar að honum látnum. Gerði hann grein fyrir reikningum félags- ins, en fjárhagur þess er góður, þótt útgjaldasamt hafi verið á hinu liðna starfsári. Þakkaði for- seti félagsins honum unnin störf, sem hann hefir innt af hendi með ágætum, en séra Theodór verður ritari félagsins áfram og er það félaginu mikið happ. Sjórnin hefir allmiklar ráða- gerðir á prjónunum til eflingar nánari samskiptum íslendinga austan hafs og vestan. Hefir komið til tals að efnt verði til hópferða loftleiðis milli Winni- peg og Reykjavíkur, en allt er það mál í undirbúningi og skamt á veg komið. Rætt hefir verið um að efna til Vestur-íslendinga dags á sumri hverju, enda fari allur mannfögnuður fram á Þingvöllum og gefist mönnum þar kostur á nýrri þjóðhátíð á þeim helga stað, sem mætti verða til gagnkvæmrar kynning- ar og eflingar þjóðræknisstarfi, enda sé öllum heimilt að sækja hátíðina, sem heima una eða er- lendis dvelja. Hafa flestar eða a 11 a r Norðurlandaþjóðirnar slíka hátíð á sumri hverju, og eru þær mjög vinsælar beggja megin hafsins. Er ætlunin að leitað verði til fleiri félagssam- taka varðandi undirbúning þessa máls. Fráfarandi stjórn bar fram eftirfarandi tillögu, sem er vel þess verð, að henni verði gaum- ur gefinn: „Aðalfundur Þjóðræknis- félags ísledinga, haldinn 12. apríl 1920, ályktar að fara eigi á þessu ári fram á opinbera styrkveitingu frá Alþingi, eins og tíðkast hefir á undan- förnum árum. Telur fundur- inn að sem flest félagssamtök ættu að leitast við að að sækja ekki um styrkveitingar til hins opinbera, fyr en úr hefir ræzt þeim örðugleikum,, er nú steðja að þjóðinni“. Tillaga þessi var samþykkt, sem næst einróma, en þó töldu sumir fundarmenn, að æskilegt væri að þjóðræknisstarfsemin væri enn efld til muna, þótt mik- ið starf hefði þegar verið af hendi innt og töldu því viðsjár- vert að félagið afsalaði sér opin- berum styrk. Aðrir töldu hins vegar að þegnskapur hvetti til að látið yrði af kröfugerð um opinberan styrk að þessu sinni, enda myridi styrkurinn vafa- laust verða aftur í té látinn síð- ar og færi þá eftir þeim verk- efnum, sem félagið kynni að hafa með höndum hverju sinni og væri það eðlilegt. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa herra biskupinn Sig- urgeir Sigurðsson forseti félags- ins, en meðstjórnendur Ófeigur Ófeigsson læknir, Sigurður Sig- urðsson berklayfirlæknir, Krist- ján Guðlaugsson hæstaréttarlög- maður og dr. Þorkell Jóhannes- son prófessor, sem kosinn var í stjórnina í stað séra Friðriks Hallgrímssonar. Að fundinum loknum settust menn að kaffidrykkju og sátu undir borðum góða stund við rabb og ráðagerðir. VÍSIR, 13. apríl. Stórfelldur bruni af völdum olíukyndingar í Reykjavík Tjónið nemur miljónum króna Enn einn bruninn hefir orðið af völdum olíukyndingar. — Á mánudagskvöldið brann fiskþurkunarstöð Sambands ísl. fiskfram- leiðenda við Elliðaárvog í Reykjavík, til kaldra kola, og eyðilögð- ust þar verðmæti, vélar, hús, fiskur og vörubirgðir fyrir a. m. k. 2 millj. króna. En tjónið er ekki uppgert að fullu og er líklegt að það sé mun meira. Þar að auki er óbeint tjón vegna stöðvunar fiskþurkunarstöðvarinnar, atvinnumissis um 50 manns o. fl. Nýjar uppgötyanir um Afrlantis Undanfarin tvö sumur hefir Landfræðifélag Bandaríkjanna í Washington gert út leiðangur til þess að rannsaka neðansjávar- fjallgarð þann hinn mikla, sem liggur eftir endilöngu Atlants- hafi miðja vegu milli heimsálf- anna Evrópu og Afríku að aust- an og Norður- og Suður-Ame- ríku að vestan. Formaður rannsóknarleiðang- ursins frá síðastliðnu sumri var Maurice Ewing, próefssor í jarð- fræði við Columbia-háskólann. Skip leiðangursmanna heitir „Atlantis“ og er búið öllum þeim fullkomnustu áhöldum og tækj- um til neðansjávar- og botn- rannsókna, sem mannlegu hyggj uviti og tækni hefir tekizt að framleiða til þessa. Árangurinn af neðanjarðar- rannsóknum þeim, sem fram- kvæmdar hafa verið á ,Atlantis‘, hefir meðal annars haft í för með sér nýjar vísindalegar ráð- gátur, sem jarðfræðingar brjóta nú heilann um og reyna að leysa. Ein af þessum ráðgátum er fjöru borðssandurinn, sem djúpskafan á „Atlantis" kom upp með í sum- ar af botni Atlantshafsins, og liggja sum þessi neðansjávar- fjöruborð, sem fundust, í allt að 1200 enskra mílna fjarlægð frá landi. Dýpið niður að þessum fjöruborðum er 3000 til 6000 metrar. Einkum voru tvö fjöru- sandslög rannsökuð nákvæm- lega, annað á 3200 metra dýpi og hitt á 5600 metra dýpi. Kom- ust leiðangursmenn að þeirri niðurstöðu, að fyrrnefnda sand- lagið væri allt að 100 þúsund ára gamalt, en það síðarnefnda allt að 325 þúsund ára gamalt. Var þetta reiknað út eftir dýpinu og botnfallinu ofan á hvoru sand- laginu um sig. Um tvær skýringar getur ver- ið að ræða á þessu fyrirbrigði. Því um það er enginn vafi, að einhvern tíma í fyrndinni hefir þessi fjörusandur, sem nú er 3000—6000 metrum undir yfir- borði hafsins, verið þurrlendi og sjávarströnd út að opnu hafi. Annað hvort hefir þá þetta land sokkið í sæ um 3000—6000 metra eða sjórinn verið 3000 til 6000 metrum grynnri en hann er nú. En hafi sjórinn einhverntíma verið þetta miklu grynnri en nú, þá veldur það nokkurri furðu, hvernig yfirborð sjávarsins hefir getað hækkað á svo tiltölulega stuttu tímabili jarðsögunnar, og Ikviknunarinnar varð vart um kl. 8 á mánudagskvöldið. Voru þá vaktaskipti í stöðinni. Sáu vaktmenn að eldur var laus í olíu á gólfi olíukyndingarklefa. Reyndu þeir að slökkva hann með handslökkvitækjum og vatni, en án árangurs. Slökkvi- starf Slökkviliðs Rvíkur gekk og mjög erfiðlega. Vatnslítið er á þessum slóðum og var reynt að dæla sjó á eldinn, en þari og leir settist í slöngurnar. Var þá reynt að flytja vatn á tankbílum, en allt kom fyrir ekki. Stöðin brann til ösku. Mikið af fiski brann þarna eða skemmdist. Þá brunnu nokkrar birgðir af hessianstriga, sem er torfengin vara nú og og munu litlar aðrar birgðir í land- inu. DAGUR, 5. apríl. til orðið það geysilega vatns- magn, sem þetta 3000—6000 metra djúpa fjöruborð allra hafa hnattarins rúmar. Hin skýringin er miklu skiljanlegri, að þetta land hafi sokkið í sæ, einkum þar sem sanað er, að geysileg eldsumbrot, jarðskjálftar og hraunflóð hafa orðið á neðan- jarðarhrygg þeim, þar sem þessi fjörubotnsfyrirbrigði hafa verið könnuð.. Leiðangursmenn tóku 25 sýnishorn af fjörusandslögun- um í botnmælitæki sín og rann- sökuðu vandlega. Þeir tóku og neðansjávarljósmyndir á miklu dýpi og mældu með radar-tækj- um, hvort basalt eða granít myndu vera aðalsteintegundirn- ar í neðansjávarfjöllum Atlant- hryggsins, og er þessum rann- sóknum enn ekki lokið. Á rannsóknarferðum með skip inu „Atlantis“ hefir nú verið kannað 60 þúsund mílna langt botnsævi af neðansjávarhrygg Atlantshafsins. Svæði þetta hef- ir verið kortlagt, svo að tindar, hæðir, fjöll og dalir þessara neð- ansjávarheima er þar skýrt af- markað. Fjöldi eldfjalla, bæði útdauðra og enn gjósandi, eru á víð og dreif um þetta svæði og fjölda mörg hraunflóð hafa þar myndast á liðnum öldum. Hæstu tindarnir á þessum neðansjávar- hrygg eru yfir 10000 fet á hæð, og skaga örfáir þeirra enn upp úr yfirborði sjávar, svo sem Azoreyjarnar vestur af Portúgal. En á þeim slóðum er Atlants- hryggurinn einna breiðastur. Það eru sömu slóðirnar og prestaöldungurinn egypzki grein ir frá í sögunni, sem gríski heim- spekingurinn Plató skráði fjór- um öldum fyrir Krists burð, sögninni um Atlantis, megin- landið mikla, sem sökk í sæ. Sv. S. (Eimreiðin) vegna gæða Kaupið þennan stóra 25c PAKKA AF VINDL- INGA TÓBAKI

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.