Lögberg - 18.05.1950, Blaðsíða 7

Lögberg - 18.05.1950, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. maí, 1950. 7 Þjóðhátíðir og þýðing þeirra. Eftir SIG. JÚL. JÓHANNESSON (Niðurlag) VI. BÚSTAÐUR GOÐANNA Staðurinn var þegar valinn. Það var Gimli. Enginn annar staður mun hafa komið mönn- um til hugar. í fyrsta lagi var hann örskamt frá megin lend- ingastað frumbyggjanna; í öðru lagi var staðurinn svo undur fagur og hentugur, að enginn annar stóð nokkurn samanburð. Þar var eins og skaparinn hefði óbeðinn — eða kannske fyrir afl þögulla bæna — smíðað hinn undurfagra skemtigarð, þar sem þúsundir manna gátu mætt í skjóli fyrir kulda og skugga fyr- ir sól. Hversu heitt sem veðrið hefði verið, sakaði það ekki; vegna hinna háu og skuggaríku trjáa. Það var eins og sólin teygði geislafingur sína inn á milli trjánna og hengdi ljós- hjálma hér og þar í lim skógar- ins. Bærinn Gimli var allur skreyttur flöggum og fánum, lömpum og ljósum. Ræðupallur hafði verið bygður, sem rúmaði 70 manns og söngpallur fyrir tvo söngflokka, sem ýmist sungu saman, eða siim í hvoru lagi — en aldrei hvor með sínu nefi. Þeir höfðu verið vel og vand- lega æfðir bæði sér í lagi og sam an af Brynjólfi Þorlákssyni, sem mikið og blessunarríkt starf leysti af hendi meðal Vestur- íslendinga, en er nú nýlega lát- inn og „Blundar vært í fóstur- jarðar faðmni“. Voru í söng- flokki hinna fullorðnu 120 manns, en í flokki unglinganna manns. Um þann unað, sem söngur- inn skapaði, má að nokkru dæma af vísu sem Sigurður Markús- son kastaði fram á hátíðinni. Sig urður þessi var söngvinn maður og vel hagorður. Hann var föður- bróðir Maríu Markan. Vísuna gerði hann eftir að sungið hafði verið „Faðir andanna". Vísan er þannig: „Söngur, lífs og gleðigjafi, Gimli börnum hækkar brá — Er sem drottins englar hafi ofan stígið himni frá“. Sérstakur staður var á hátíð- inni fyrir alt gamla fólkið, sem verið hafði hér fimtíu ár eða lengur. Voru þeir allir heiðurs- gestir hátíðarinnar. Sæti voru í garðinum fyrir 2000 manns, en 4000 var talið að sótt hefðu hátíðina. Auk söngflokkanna var þar 15 manna lúðrasveit, sem Gutt- ormur J. Guttormsson skáld stjórnaði með list og fjöri. Samvinnuna og eininguna á þessari hátíð má bezt marka á því, að kvenfélögin bæði: það lúterska og unitariska, tóku sam an höndum við veitingarnar og fórst það prýðilega. Einar Jóns- son stýrði hátíðinni, hann var þá bæjarstjóri á Gimli, en B. B. Olson var skrifari hátíðanefndar innar. Eftirfarandi auglýsing birtist 1 íslenzku blöðunum nokkru fyr- ir hátíðahaldið. Munið eftir Gimli. 1- Að Gimli verður haldin fimtíu ára landnámshátíð íslend lnga í Ameríku laugardaginn .22. agúst næstkomandi. 2- Öllum íslenzkum frumherj- ^m> hvar sem þeir búa í þessari neimsálfu, hefir verið boðið á h4b'ðina. Tveggja manna nefnd — B. ; ^aldvinsson og Guðmundur Jelsted — hefir verið valinn til fess að mæta þeim á vagnstöð- lnni á Gimli og annast um leið- Sogn þeirra og aðhlynning allan ha««Waginn ■ Skrautganga mikil verður f 10 frá vagnstöðinni á Gimli y| komu lestarinnar þangað kl. sð morgni dagsins. • Gimlibær verður allur sreyttur Svo sem föng eru bezt 1 • hús, stræti og vagnar. 6. Kvenfélögin bæði, það lút- erska og unitariska hafa tekið það að sér að annast í samein- ingu allar veitingar þeirra 3000 gesta, sem væntanlegir eru á há- tíðina. 7. Mikill viðbúnaður og full- kominn hefir verið gerður í listi- garði bæjarins, til þess að gest- um megi líða þar sem bezt. 8. í garðinum verður nákvæm líking fyrsta bjálkahússins, sem bygt var í landnáminu 1875 og með þeim húsgögnum, sem þar voru notuð fyrsta veturinn. Ein landnámskonan verður í bjálka- húsinu allan daginn og ræðir þar við gesti hátíðarinnar. 9. Nákvæm líking af bátum þeim, sem frumherjana fluttu frá Winnipeg til landnámsins um haustið 1875, verður einnig til sýnis í grend við garðinn (konan, sem getið er um að verði allan daginn í bjálkakofanum til skrafs og ráðagerða, var frú Stefánsson móðir Steinunnar blaðakonu, sem gift er dr. Sum- merville í Winnipeg). Meðal annars, sem geymt var og sýnt í bjálkakofanum, var: rúm- stæði, rúmfjöl, skrautstafir, rúm ábreiða, lýsislampi, kvörn, rokk- ur, snælda, kambar, músagildra, kertisstjaki, askur og ausa. Þessi bjálkakofi var bygður úr mjó- um trjám, börkurinn var ekki fleginn af þeim, en mold og mosa var troðið eða klest í rif- urnar. Ofan á tóftina var reft með mjóum renglum, einnig ó- byrktum, og þakið með mold og mosa. Svo lágt var undir loftið að tæplega var gengt meðal- manni uppréttum. Kofinn var 16x12 fet að stærð. Litlar dyr voru fyrir gafli og örlítill gluggi á annari hliðinni. Þar var ekkerkt gólf, nema mold in. Þar var eldstó og örlítið borð í einu horninu. Því er tæplega hægt að trúa hvílíkur fjöldi það var, sem lét sér ant um að sjá og skoða kof- ann: „Hefirðu séð kofann?“ „Komdu og sjáðu kofann!“ „Við skulum koma og sjá kofann!“ Þetta gall við úr öllum áttum. Og sumir voru þar lengi. Sumir stóðu þar inni og störðu á ein- hvern sérstakan hlut í kofan- um, eins og þeir gætu ekki slitið sig frá honum. Sumir þurkuðu sér um augun þegar þeir komu út. — Fróðlegt hefði það verið að sjá inn í huga þeirra. Finnur Johnson, fyrvetandi ritstjóri Lögbergs, sem skrifaði hátíðar fréttirnar í það blað, segir um bjálkakofann: „Engum íslending gæti nú komið það til hugar, með konur og börn, að hafast við í slíkum húsakynn- um; og það vetrarlangt. Kofi þessi er sýnilegt og áþreifanlegt tákn þess allsleysis, sem fyrstu frumbyggjarnir íslenzku í Vest- ur Canada, áttu við að búa. Þar er umhugsunarefni fyrir afkom- endur þeirra — og verður það lengi —“ Það var eins og alt hjálpaðist að til þess að hátíðin gæti orðið sem allra ánægjulegust: Veðrið gat ekki verið betra, glaða sól- skin allan daginn, en samt ekki of heitt. Hátíðin var byrjuð kl 12 með fagurri bæn, sem séra Jónas A. Sigurdson flutti. Að henni lok- inni var sunginn sálmurinn: „Faðir andanna". Að söngnum loknum var kallað einhversstað- ar úti í mannþrönginni og beðið um að sungið yrði aftur erindið með orðunum: „líkna landinu kalda“. Það var gert. Söngur- inn var indæll, en klökkur og margir klútar sáust á lofti úti í þyrpingunni. Næst var gefið hlé til kl. 2,30. Sumri notuðu þann tíma til þess að hressa líkamann með góðri næringu, aðrir til þess að seðja sálina á einhvern hátt. Sumir leituðu uppi gamla vini, frænd- ur eða kunningja, sem þeir höfðu ekki séð lengi, og varð þar víða fagnaðarfundur: Tveir gamlir menn mættust þar, sem höfðu verið hásetar á sama skipi þegar þeir voru ung- ir heima á íslandi; en höfðu al- drei sést síðan, þó þeir hefðu báðir verið hér vestra yfir 40 ár. Aðrir tveir menn, háaldraðir, höfðu verið smalar sinn á hvor- um bæ og setið saman yfir án- um; þeir höfðu báðir fluzt vestur um tvítugs aldur, en aldrei mæzt fyr en hér á hátíðinni. Tveir fermingarbræður, sem gengið höfðu saman til prestsins. höfðu verið hér' vestra um 50 ár, en aldrei fundist fyr en nú. Það var eftirtektarvert hversu misjafnt hrifningin og geðs- hræringarnar lýstu sér í lát- bragði þessa fólks, sem mætti fornvinum sínum í fyrsta skipti eftir 40—50 ár. Sumir voru dul- ir og þögulir, og vildu helzt sem fæst segja um liðin ár, bjuggu auðsjáanlega yfir mörgum hugs- unum, sem fróðlegt hefði verið að geta lesið. Aðrir gáfu hugs- unum sínum lausan tauminn. Það var eins og þeir yrðu allir að augum; þeir virtust opna all- ar dyr sálar sinnar og ætlast til að hinir, sem þeir mættu, gerðu það sama. Klukkan 2,30 setti forsetinn hátíðina aftur. Flutti hann snjalla ræðu, bæði á íslenzku og ensku, því hann var jafnvígur á bæði málin og þar var fjöldi fólks, sem ekki skildi íslenzka tungu. Hann stjórnaði hátíðinni með hinum mesta skörungsskap. Skemtiskráin var löng og vönduð. Skal því ekki frekar lýst, nema að því leyti að Einar H. Kvaran flutti ræðu fyrir minni Vestur-lslendinga með kveðju frá stjórn og þjóð Is- lands. Þótti mörgum vænt um þá ræðu; hún var talinn fyrir- boði langrar og bróðurlegar sam vinnu milli íslendinga austan og vestan Atlants-ála; enda var ekki hægt að velja mann, sem túlkað gæti betur hug og hjarta allra íslendinga: hlýleikinn, vel- viljinn og skilningurinn á lífi, starfi og kjörum Vestur-íslend- inga fanst streyma eins og verm andi ylur út yfir allan mann- söfnuðinn frá hverri setningu í ræðunni. Hér fylgir kveðja sú, sem hann flutti frá stjórn og þjóð íslands: „Háttvirta sam- koma: Ég stend hér í dag sem fulltrúi stjórnarinnar á Islandi. Það samkvæmt hennar vilja, umboði og tilmælum að ég á- varpa ykkur á þessari hátíð ykk- ar. Fyrir hennar hönd og ís- lenzku þjóðarinnar á íslandi ber ég fram þá ósk, að bræðraband- ið milli hennar og þeirra manna, sem hér verða af íslenzku bergi brotnir, megi aldrei slitna.---- Fyrir hönd íslenzkrar stjórn- ar og þjóðar þakka ég Vestur- íslendingum fyrir alla þá sæmd, sem þeir hafa áunnið þjóðstofni vorum með framkomu sinni í þessari álfu, við hvaða örðug- leika sem þeir hafa átt að stríða. Og ég þakka þeim þá ekki síð- ur fyrir það af hve mikilli göf- ugmensku og ástríki þeir hafa styrkt bræðraböndin. Og fyrir hönd stjórnarinnar á íslandi og íslenzku þjóðarinnar þar, árna ég ykkur allrar bless- unar á óförnum leiðum“. Einar Hjörleifsson Kvaran sagði einhverju sinni að gildi orðanna væri ekki einungis fólgið í því hver þau væru, held- ur engu síður 1 því hvernig þau væru flutt. Ég þarf ekki að taka það fram hér hvernig þessi orð hans voru flutt. Þau snertu djúpt tilfinningar allra þeirra, sem á hann hlýddu. Skemtiskráin stóð yfir í fulla fjóra klukkutíma. En svo var mikil áfergja fólksins að heyra alt, sem fram fór að enginn sýndi ókyrð né ferðasnið fyr en því var öllu lokið. Enginn getur haldið því fram, sem opin hefir andleg augu, að hátíð eins og þessi geti liðið hjá eftir straumi viðburðanna, án þess að hún skilji eftir nokkur þjóðræknisleg áhrif. Það er að vísu rétt að þetta var meira en venjulegur þjóðræknis- eða Is- lendingadagur, og hefir því haft dýpri og varanlegri áhrif en þeir hafa venjulega. En það var held- ur ekki fullkomin þjóðhátíð; það var mitt á milli. íslendinga- dagarnir eru nokkurs konar smá vaxin útgáfa af þjóðhátíðum, og því gæti ég trúað að þeir yrðu langlífastir allra íslenzkra stofn- ana í Vesturheimi. Undirbúningurinn undir slík- ar hátíðir sem þessa, skapar í sálarlífi fólksins meiri og dýpri hreyfingu en það gerir sér grein fyrir. Það er svo ótal margt, sem þar skolast á land úr hafróti hugsananna, sem áður var gleymt, eða jafnvel týnt. Nú eru liðin 25 ár síðan Gimli Fáein orð frá Morden byggð „Allt fram sireymir endalaust.ár og dagar líða". Síðan Dr. Beck skrifaði um 50 ára afmæli byggðarinnar okkar síðastliðið sumar, hefir ekkert heyrzt héðan. Reyndar er ekki mikið að frétta úr þessari litlu byggð; samt má, ef til vill, eitt- hvað tína til. Ef Lögberg vill taka við þessum fáu línum, og ef einhverjum þykir gaman að frétta héðan, þá er tilganginum náð. Veturinn hefir verið langur og strangur, snjór mikill, sem fór hátíðin var haldin. Og er nú haf- ! að miklu leyti um miðjan apríl, ið starf til undirbúnings 75 ára landnámshátíð Vestur-íslend- inga. Er vonadi að hún verði að engu leyti eftirbátur Gimli- hátíðarinnar 1925: Við gátur lífs og meginmál er mönnum skylt og holt að glíma. Það endurlífgar anda og sál að endurminnast liðins tíma. Sig. Júl. Jóhannesson en síðan hefir hver bylurinn rekið annan. Að vísu þýður á milli, og vatn því víða undir snjónum, og nú 5. maí er jörð alhvít af snjó, og í gær var snjó- koma. Það hefir því fram að þessu ekki verið um neitt veru- legt „vor“ að ræða, og ekkert út- lit fyrir að sáning byrji fyrst um sinn, og er bændum ekki farið að lítast á blikuna, því vanalega er hveitisáning um það að vera búin um þetta leyti. Á ferð og flugi Með Gullfaxa iil Prestwick I dag er laugardagur 18. marz 1950, og ég er staddur um borð í skýjakljúfnum Geysi á flug- ferð milli Reykjavíkur og Prest- wirck. Ferðahugur er sérstakt sálrænt fyrirbrigði, og þennan morgun vaknaði ég kl. 5.30 eftir væran sjö stunda svefn, alveg af sjálfu sér. Ferðahugurinn kvöldið áður hafði stillt á þann tíma og verkaði eins og vekjara- klukka. Það er bjart veður, al- heiðríkt, logn og svo sem 3—4 stiga frost. Kl. 8.45 er Geysir kominn á loft með okkur. Kl. 10.08 kemur flugfreyjan með „fréttablaðið“ framan úr stjórn- klefanum. Þar er okkur skýrt frá því, að við fljúgum í 9000 feta hæð, að 18 stiga frost sé úti fyrir í þessari hæð og að við munum koma til Prestwick kl. 13.55. Allt í lagi! Það er unaðslegur morgun þarna uppi í háloftunum. Mér líður hvergi betur en uppi á há- um fjöllum eða í flugvél. Lækn- arnir segja víst, að það sé af lágum blóðþrýstingi. Ég held, að það sé fremur af því, að þá flýg- ur maður frjáls eins og fuglinn „háa vegaleysu" og skilur á- hyggjurnar eftir niðri á jörðinni. Það er ágætt að skrifa hér, þar sem maður situr í sínum þægi- lega flug-„bedda“, og ég hafði haft á orði að senda Vísi eitthvað frá ferðalaginum. Bezt er að efna gefin heit sem fyrst, og hér er ekkert sem truflar. Niðurinn frá hreyflunum er róandi og varla nokkrum til óþæginda. Já, þannig rætast draumar vor mannanna! Hér fér nú „vorboð- inn ljúfi“, sem Jónas kvað um, í líki risavaxins fugls, sem tækni nútímans hefir fullkomnað. Hér fer hann „með fjaðrabliki“ um háloftin, því það blikar á vængi hans hér uppi í sólskininu, yfir þokudúknum, sem nú hefir breitt úr sér fyrir neðan okkur. Á löngum vetrarkvöldum lið- inna alda hafa sveimhuga ungl- ingar setið við íslenzkar hlóða- glæður, horft í eldinn og látið sig dreyma um, að ævintýrin mættu rætast. „Fljúgðu, fljúgðu klæði og „renni, renni rekkja mín, hvert sem ég vil!“ Þráin til að lyfta sér til flugs, sem logaði í þessum liðnu kynslóð- um, þrátt fyrir kulda og kröm, og yljaðist við eld ævintýra og sagna, hefir hér náð einu tak- marki, og ævintýrið er orðið að veruleika. Hér svífur nú klæðið undir fótum okkar og farþeg- anna á Geysi, hvít þokubreiðan, mjúk og hlý eins og nýþvegin vorull breidd til þerris á grænni flöt, því hér og þar sér niður á grænleitt hafið. — En nú vekur flugfreyjan okk- ar ástúðlega mig upp af þessum hugleiðingum og ber okkur á- gætt íslenzkt kaffi með kræsing- um. Strendur Skotlands eru ekki langt undan, landsins, sem frægt er í söngvum og sögum, með há- löndin, sem Robert Burns orti um sín ástaljóð og gat aldrei gleymt. Það er gamla sagan og sú sama og hjá okkur heima. Ættjarðarástin er alls staðar söm við sig. Um stund fljúgum við í gegn- um þokuhaf svo dimmt, að varla sér yfir á skrúfuvængi fjarri hreyfilsins þeirra tveggja, sem ég hefi útsýn yfir frá mínum glugga. En fjórhreyfluð vélin, knýr okkur áfram, út úr þok- unni, og áður en varir erum við aftur í sólskini. Og nú er þoku- teppið fyrir neðan okkur farið að leysast upp í ærið einkenni- legar myndir. Nrangar og strók- ar, stallar og kúfar, teygja sig upp í sólskinið. Sumar þessar þokumyndir taka á sig líkingu dýra og manna. Og þarna sé ég ekki betur en komi svífandi á móti mér kollurinn á einum kunningja mínum heima í Reykjavík. Höfuðlagið er það sama. En svo er þetta náttúrlega ekkert annað en tálmynd, sem þokan fyrir utan og ímyndunar- afl sjálfs mín höfðu lagt saman í að skapa. En mikið var mynd- in lík fyrirmyndinni! Aftur fljúgum við í gegnum þokuhaf, og það er eins og kólni í vélinni í hvert sinn sem þokan legst að. En svo birtir aftur og hlýnar. Og nú sézt „Barrahead“ framundan — og brátt koma æ fleiri og fleiri af Skotlandseyj- um í ljós. Á tilsettum tíma lent- um við í Prestwick, og þessum fyrsta áfanga ferðarinnar er lokið. Að lokum þetta: íslenzku milli landaflugvélarnar standast full- komlega samanburð við sams- konar farartæki annarra þjóða. Áhafnirnar eru úrvalsfólk, og þjónusta öll stendur ekki að baki sams konar þjónustu í erlendum millilandaflugvélum. Ég hefi þegar átt kost á að gera um þetta nokkurn samanburð, af eigin sjón og reynd. Það er óskandi, að flugfélögin okkar tvö megi verða þess megnug að halda velli í samkeppninni við hin stóru erlendu flugfélög og eflast sem mest og bezt, til gagns og heilla fyrir hina íslenzku þjóð. Þökk fyrir ánægjulega ferð! Sveinn Sigurðsson VÍSIR, 3. apríl. Smith: „Konan mín er sannar- lega nýtin. Hún bjó mér til bindi úr gömlum kjól, sem hún átti“. Jones: „Það er ekkert. Konan mín bjó sér til kjól úr bindi, sem ég átti“. Heilsufar fólks er yfirleitt gott. Mrs. Ágústa Gíslason gekk undir uppskurð á sjúkrahúsi Mordenbæjar 16. marz, en er nú sem betur fer komin heim. Það hefir verið heldur dauft hér, að undanteknum fáeinum danssamkomum. — Tvo fundi hefir deildin „Island“ haft..Tveir erindrekar mættu fyrir hennar hönd á þjóðræknisþinginu, Mr. J. B. Johnson, sem nú er forseti deildarinnar, og Thorsteinn J. Gíslason. Manitoba Hydro Commission býst við að leiða raforku um byggðina næsta sumar. Sem von er, hlakkar fólk til þess að þetta verði gjört. Er búið að þrá þetta lengi.' Nokkrir ungir menn úr vorum hópi fóru austur til Ontario, og unnu við viðarhögg í vetur, en eru nú komnir heim fyrir nokkru. Fjórir ungir menn stunda nú nám við Búnaðarskóla Mani- tobafylkis: William og Lawrence Johnson, William Ólafsson og Ragnar Gillis. Ragnar var heiðr- aður fyir ágæta frammistöðu af skólanum og er það gleðiefni. Doreen Ólafsson og frænka hennar, Frances Johnson, stunda nám á miðskólum (High Scools). Sú fyrnefnda í Morden, en hin í Winnipeg. Þær systur, Freyja og Lára Ólafsson, fóru til Elfros, Sask. um páskana. Þær heimsóttu móðursystur sína Mrs. Carl Halldórrsson. Mrs. B. Brynjólfsson frá Vancouver, B. C. var hér í byggð inni í tvær vikur, gestur á heim- ili frænda síns og konu hans, Mr. og Mrs. F. Stephenson. Frá fyrstu tíð þessarar byggð- ar höfum við reynt að koma saman á sumardaginn fyrsta. — Ekkert hefir verið sérstaklega merkilegt við þessar sumarmála samkomur okkar. Hér getur eng inn sungið eins og Pétur, né prédikað eins og Páll, en við höfum gaman af að koma saman á þessum uppáhaldsdegi Islend- inga, syngja „hver með sínu nefi“, „Hvað er svo glatt“ „Þú vorgyðjan svífur“, „Vorið er komið“ og mörg fleiri íslenzk sumar- og sólarljóð; óska hvert öðru góðs og gleðilegs suamars, drekka kaffi o. s. frv. Þjóðræknisdeildin okkar „Is- land“ hefir staðið fyrir þessum samfundum, síðan hún var mynduð, og einn þennan skemti- fund átti að hafa síðastliðinn fyrsta sumardag, 20. apríl, en sökum leysinga og illra, helzt ófærra vega varð ekkert af þess- um samfundi og þótti fólki það ekki gott. Sextánda apríl bilaði flóð- garður svo sem eina mílu vestur af Morden, sem er verzlunar- staður okkar. Helmingur bæjar- ins varð fyrir skemdum. Vatn var svo djúpt, að báta varð að nota, og flóð þetta kom svo snögglega að fólk var alls ekki undir þetta búið. Búist var við að flóðlokan myndi ráða við vatnið, en það varð ekki. Þetta flóð stóð ekki yfir nema í 2 til 3 daga, því brugðist var við skjótt og skarðið fyllt með 400 sand- pokum, mold og trjávið. Vatn þetta nefnist Lake Minnewashta og er búið til af manna höndum þannig að stífla eða flóðgarður var hlaðinn þvert yfir gil og er hann heilmikið mannvirki, sem Dominion stjórnin borgaði. Þegar um ekkert flóð er að ræða þá er vatnið um 50 fet á dýpt. Dept. of Fisheries setti smáfiska í þetta vatn fyrir nokkr um árum og er sagt að þeir hafi margfaldast og þrífist vel. Seinni partinn í sumar eða haust á að hreinsa og leiða vatn úr þessu áminsta vatni um Mordenbæ, eru það mjög mikil hlunnindi og búist er við að það verði til þess að fleiri verkstæði verði sett á fót en þar nú eru. Með beztu óskum til Lögbers T. J. G.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.