Lögberg - 18.05.1950, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.05.1950, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. maí, 1950. Fimm dauðir menn Eftir ANTHONY STONE J. J. BtLDFELL, þýddi „Hvað hugsarðu“, sagði hann með þjósti miklum, „að leyfa þessum manni að koma hingað?“ Hann hafði aldrei áður talað til Jessicu í slíkum heiftarham, og sá yfir sjón snía undir eins. Hún svaraði kuldaiega: „Þú hefir gleymt við hvern þú ert að tala“. Ollanda mildaði mál sitt. „Það er mér að kenna“, sagði hann. „Ég hefði átt að aðvara þig. Ég gætti ekki að mér“. „Aðvara mig við hverju?“ „Aðvara þig við þessum manni. Það er eng- in ástæða til að halda að þú gætir vitað, að hann er lægsta tegund af glæpamanni. Hann verður kominn í hendur lögreglunnar innan tólf klukkutíma". Stúlkan hniklaði brýrnar og skildi auðsjá- anlega ekkert í þessu. Hún horfði lengi þegj- andi á húsbónda sinn. Svo tók hún til máls og sagði: „Nei, mér fellur ekki við manninn og í fari hans getur verið margt sem óaðgengilegt er, en hann er ekki glæpamaður“. „Þú heldur ekki“, svaraði Olland hálf önug- v ur. „Ég skal segja þér að hann kom til mín í gærkveldi og reyndi til að selja mér hlut sem hann vissi að var stolinn. Efastu nú um að ég segi satt?“ Það kom hik á Jessicu. „Ertu viss um þetta?“ „Ég er svo viss um það, að ég hringdi á lög- regluna og hún sendi hingað mann til að rann- saka málið“. Þessi fullvissa Ollands kom Jessicu til að efa hugboð sitt. Hún mintist leyndardómsins, sem þessi maður, er hún þekti undir nafninu Silver, var um vafinn. Hún mintist líka margra óskiljanlegra orða og atvika, sem hann hafði sagt og framið. Það var eftir allt, ekki ómögu- legt að hugboð hennar væri byggt á sandi. Olland horfði á Jessicu með kímnis- og glettnisglampa í augunum, sem voru brún. Hann vakti hana af þessum hugsunum hennar með því að spyrja: „Hvað sagði hann þér að hannhéti?" Hún sagði að hann hefði sagst heita „Silver“. Olland sagði sigrihrósandi: „Þarna sérðu, þarna er sönnunin fyrir þig. Hann sagði mér að hann héti Wilson“. Fyrir bugðu á veginum, sem þau stóðu á, komu tveir menn. Annar var alvarlegur og druslulegur maður, sem ekki var ólíklegur fyrir að hafa verið mótmælendaprestur. Hinn var Max Sútró, sem þau þektu undir nöfnunum, Silver og Wilson. Druslulegi maðurinn hélt með hendinni í jakkaerminua á Sútró. Þegar þeir komu nær snerti maðurinn, sem með Sútró var, hattinn með hendinni, en tók hann ekki ofan: „Góðan daginn, herra“, sagði hann við Olland og fór strax að leysa af hendi verkið, sem fyrir honum lág. „Er þetta maðurinn“, spurði Hann Olland að, „sem kom til þín í gser á milli kl. sex og sjö, og bauð þér til kaups hlut, sem ekki er hér við hendina, en sem að þú þektir sem part af innbrotsþjófnaði?" „Já“, svaraði Olland og sneri sér að Jessicu með illmannlegum sigurglampa í augunum, sem að hún hataði. „Ef þú er viss um það“, sagði komumaður, „þá þarf ég ekki að dvelja hér lengur“. Við félaga sinn sagði hann: „Komdu Wilson, við biðum lengi eftir þér“. Sútró var leiddur í burtu, en hann leit til Jessicu Hardy. Á vörum hans lék ekki bros, en augun lýstu engri hrygð. „Hann er ekki glæpamaður. Hann getur ekki verið það“, mælti Jessica. Olland brosti íbyggilega. „Hann getur verið það, og hann er það“. 3. Kapítuli ALVARAN VEX. , Þegar Ralf Olland sagði Jessicu að Sútró væri þjófur, þá reis hinn betri maður hennar upp á móti því. Hún hugsaði um augnaráð hans, sem henni fannst næstum óþalandi, og andlit hans, sem bar vott um ósveigjanleg, kímnis- blönduð áform, en hún gat hvergi fundið þjóf^- merkin. Hann var máske hefnigjarn, ófyrirleit- inn, ofsafullur, grimmur — eitthvað af þessu, eða allt saman, gat hann verið — en ekki þjóf- ur. En þrátt fyrir þessa sannfæringu hennar, sá hún lögreglumanninn leiða hann í burtu áleiðis til fangelsisins, og heyrði hinar ákveðnu ásakanir húsbónda síns, og fyrir þeim var ekki auðvelt að gera sér grein, nema því aðeins að hann væri sekur. Hann sjálfur hafði ekki gefið neinar skýringar og virtist helzt gjöra grín að öllu saman. Þetta var meira en minna dular- fult, en svo hafði alt sem hann hafði sagt og gjört verið dularfult. Hann hafði gefið í skyn, að fall hans af bílunganum hefði orsakast af vír, sem strengdur hefði verið yfir veginn og til sönnunar þeirri furðulegu hugmynd, þá hafði Jessica sjálf séð mörkin á trénu og girð- ingarstaurnum þar sem vírinn hafði verið fest- ur til að granda bifreið hennar og henni, sem vitanlega var vitleysa. Það var sannarlega eng- in ástæða, sem Jessica vissi af, til þess að nokk- ur maður færi að gjöra henni mein. Hún var sannfærð um, að það hlyti að vera vitleysa hjá Sútró. En hann hafði vitað einkennilega mikið um hennar hagi. Hann hafði vitað að hún var skrif- ari hjá Olland, og að hún ætti heima í Qouh- stock húsinu. Enn meiri furða var, að hann hafði getið rétt til um það, að skylduverk henn- ar væru smávægileg. Hann hafði þar hitt nagl- ann á höfuðið. En hvernig gat hann hafa kom- ist að þessu? Fyrst eftir að hún kom til Ollands, vonaðist hún eftir.að fá nógu mikið að gjöra til þess að réttlæta stöðu sína. En sú von brást. Verkefnið, sem henni var fengið, entist ekki lengur en tvo klukkutíma á dag, og fyrir þá vinnu borgaði Olland henni fleiri sterlingspund á viku og auk þess lánaði hann henni bifreið við og við til að skemta sér á. Hann gat auðvitað staðið sig við þetta, því hann var stórauðugur. En það var aðeins skrifarinn, sem naut þessara hlunn- inda. í öllum öðrum tilfellum, var hann sér- staklega nirfilslegur og nískur. Það var meira en lítið einkennilegt, að Sútró skyldi vera að fetta fingur út í þessar kringumstæður. Ein- kennilegt að hann skyldi vita nokkurn skapað- an hlut um þær. Það voru önnur atriði í sam- bandi við stöðu hennar, sem Sútró gat ekki vitað neitt um. T. d. það, að hún var fyrsti skrifarinn, sem Olland hafði haldið, né heldur þurfti hún að keppa við neinn eða neina til þess að fá stöðuna. Olland hafði skrifað til Leicester, þar sem að hún átti heima og boðið henni stöðuna. Hann hafði sagt henni, að hann hefði séð verk, sem hún hefði leyst af hendi, og það hefði ráðið úrslitunum. Hún hélt að þessi saga hans væri sönn, þangað til dag einn, að hún rak sig á reikning frá prívat njósnurum, sem þannig hljóðaði: „Fyrir að leita uppi ungfrú Jessicu Hardy og gefa ábyggilegt heimilisfang hennar . . . .“ Það má vel við það kannast, að Jessica var farin að velta þeirri spurningu fyrir sér, hvort að húsbóndi hennar væri farinn að fella hug til sín og vilji hafa sig nálægt sér, eða eitthvað þess háttar. En nú eftir að vera í þjónustu Ol- lands í þrjú ár gat hún með vissu sagt, og það sér til mikillar ánægju, að um ekkert slíkt var að ræða. En einu sinni þegar að hann hafði sýnt henni sérstaka móðgun og að hún hafði sagt vistinni lausri; þá hafði hann boðið henni allra handa kosta boð, ef aðeins, að hún vildi vera kyr. Svo hún hélt stöðunni áfram. Og hví skyldi hún ekki gjöra það? Hún fékk ágætt kaup og vinnuskilyrði voru góð. Hún hafði hundinn sinn og not af bifreið þegar að hún vildi. Þessi skuggi, sem hvíldi á milli Ollands og hennar sjálfrar gjörði henni ekki mikið ónæði. En nú kom þessi maður, sem hún þekti und- ir nafninu Silver og hún fann nálega meðvit- undarlausann á vegi úti í sveit, og vakti upp hjá henni þessa leyndardómsfullu endurminningar. Og þær sýndust allt í einu ekki aðeins þýðing- armiklar, heldur hafa vaxandi þýðingarmátt. Það var ávalt erfitt að fylgjast með hugsana- ferli Ollands. Jessicu hafði oftar en einu sinni dotti ðí hug, að hann væri naumast með réttu ráði. Hún var vön að taka sér gönguferðir á morgnana, og þegar að hún var á leiðinni heim úr einni slíkri ferð varð hún sjónarvottur að atviki, sem styrkti hana í þeirri skoðun. Olland hafði komist að því, að einn af garð- mönnum hans ætti litla myndavél, og Olland var að hundskamma manninn fyrir það. Mað- urinn vissi auðvitað ekki um neina meinbaugi sem á því voru að eiga myndavél. Það hafði enginn sagt honum frá því, að Olland liði enga myndavél í nágrenni sínu. Jessica átti enn spölkorn heim til sín, þegar hún sá húsbónda sinn hrifsa vélina af mann- inum, opna hana taka filmuna úr henni og skoða hana nákvæmlega. Þegar hún kom heim að húsinu var Olland kominn inn á undan henni. Hann var enn að fjasa um myndavélina. „Maðurinn hefði átt að vita“, sagði hann, „að ég líð ekki myndavélar á heimilinu. Ef ég gjörði það, þá væri óumflýjanlegt að myndir af mér kæmust í blöðin, og á því hefi ég, eins og margir aðrir, hina mestu skömm. Ég vil ekki að myndir séu teknar af mér!“ Svo snéri hann sér við og talaði beint til Jessicu. „Þú vizt hversu mikið ógeð að ég hefi á að láta taka af mér mynd, ungfrú Hardy. Þú manst hvað kom fyrir þegar það var gjört síðast“. ) Jessica mundi það. Tveimur mánuðum áður hafði ötulum ljósmyndasmið tekist að ná ljós- mynd af Ralf Olland, og myndin hafði birst í vikublaði, sem flutti mikið af myndum. Olland varð æfur og hótaði ekki aðeins að höfða saka- mál á móti eiganda blaðsins, heldur reyndi hann með aðstoð Jessicu og manns sem Coalbays hét, að kaupa upp allt upplagið af blaðinu, sem að myndin af honum var í. Þetta tiltæki hafði opnað augun á Jessicu, og hún í fyrsta sinni viðurkent með sjálfri sér, að hún þekti ekki húsbóndann. Hann hafði kom- ið henni fyrir sjónir eins og sérgæðingur, sem við og við var háður barnslegum geðofsa köst- um. Eftir að ljósmyndin af honum kom út í blaðinu, þá hafði hann um tíma verið fölari, einbeittari og ósveigjanlegri, en hann átti að sér. Eftir að ákafinn út af myndinni rénaði, tók hann aftur upp_ sína fyrri barnslegu afstöðu, en hún vilti Jessicu ekki lengur sjónar. Þegar Olland hafði stílað hin vanalegu tvö bréf, daginn eftir mestu orrahríðina, sem hljóð- uðu upp á kaup á húsmunum og þess háttar dóti, sem að hann átti geisimikið safn af, fór hann inn í salinn sem þeir munir voru geymdir í og tók að ganga þar fram og aftur um gólfið. Dyrnar á herberginu, sem Jessica var í, voru opnar og í hvert sinn, sem hann kom nálægt þeim heyrði hún hann tauta eitthvað fyrir munni sér. Henni fannst afar einkennilegt, að maður sem var viðurkendur fyrir afburða þekk- ingu á fornum munum og nálægt því að vera miljóneri, skyldi hálf brjálast vegna þess, að maður kom með ódýra myndavél inn á heimili hans. Hún vissi ekki hvort að hún ætti heldur að vorkenna honum eða að ýfast við honum. Þegar Jessica fór með afrit af bréfunum til að setja þau á sinn stað í bréfaskúffunni, sá hún strax, að röð bréfanna, sem þar voru geymd, hafði verið raskað. Hún hafði ekki meira að gera en það, að hún hafði nógan tíma til að raða og númera öll bréf og afskriftir af bréfum mjög vandlega, svo að hún gat lagt hendina á þau tafarlaust og hvenær sem hún vildi. Eitt bréfahólfið hafði verið opnað og bréf- in tekin úr því. Þau höfðu verið látin í það aftur, en auðsjáanlega af manni, sem ekki var vanur að fást við slíkt. Það var aðeins einn maður. í húsinu, sem hafði ástæðu eða vald til slíkrar rannsóknar og það var Olland sjálfur. Hún gekk inn í salinn þar sem hann var og réðst í að spyrja hann um þetta. „Hr. Olland, hafðir þú ástæðu til að glöggva þig á einhverju í bréfaskúffunni minni?“ Olland leit sem snöggvast á hana. „Ó, — já. Já, ég held að ég hafi haft það“. „Máske að ég geti hjálpað þér, eða fannstu það, sem þú varst að leita að?“ „Ó, ég — ég fann það, sem að ég var að leita að, þakka þér fyrir, ungfrú Hardy. Ég verð að biðja velvirðingar á þessu og sérstaklega, ef ég hefi ruglað hinu aðdáanlega bréfageymslu fyrirkomulagi þínu, en það vildi svo til, að þú varst úti í garðinum þegar ég þurfti þess arna með og ég vildi ekki vera að ónáða þig“. Jessica fór aftur til vinnu sinnar og brosti fyrirlitlega. Það var auðsætt á framkomu Ol- lands, að hann hafði notað tækifærið á meðan að hún var úti til þess að taka bréf, eða afskrift af bréfum úr bréfasafninu. Hin óhönduglega til- raun hans til að gjöra lítið úr því, jók á for- vitni hennar. Hún var að hugsa um, hvort að Olland mundi vita að hún héldi nafnaskrá yfir öll bréf, sem hún skrifaði og sendi. Eftir hálfrar klukkustundar leit hafði hún fundið nöfn manna þeirra, er bréfin sem horf- ið höfðu, voru stíluð til. Þau voru stíluð til leynilögreglufirma, sem gekk undir nafninu, Thorganby Coles. Bréfin voru gömul og Jessica var búin að gleyma hvað í þeim stóð, ef hún hefir þá nokkurn tíma vitað það. En nafnið á firmanu vakti eftirtekt hennar, því að það var sama firmað og hafði leitað hana uppi sam- kvæmt ósk Ollands, þegar að hann fyrir ástæð- ur, sem honum einum voru kunnar, var að bjóða henni stöðuna, sem hún nú hafði. Miðdagsverður var framreiddur um það leyti, er Jessica hafði lokið verki sínu. Vana- lega borðaði hún dagverð og miðdagsverð ein í skrifstofu sinni. Kveldverðurinn var eina mál- tíðin, sem hún neytti með Olland og hinni þög- ulu matreiðslukonu hans, frú Denmark. Kveld- verðurinn var máltíð, sem Jessica kærði sig minst um. Matreiðslukonan var leiðinleg. Ol- land drakk vatn þindarlaust, át eins og úlfur og hreitti úr sér orði við og við. Jessica skaut inn orði stöku sinnum fyrir kurteisissakir, og frú Denmark át og át steinþegjandi. Eftir miðdagsverðinn fór Jessica með hundi sínum á göngutúr, og mætti nærri strax mann- inum með gráa andlitið, durgslega, sem að tók Sútró fastan þá um morguninn. Hann bar hendina upp að hattbarðinu, sleppti því, ef hann þá nokkurn tíma snerti það og gjörði sjálfan sig kunnugan: „Ég heiti Barna- by og er sargent í leynilögregludeild hinnar hversdagsklæddu leynilögreglu höfuðstaðarins. Ég kom til þess að finna hr. Olland". Jessica sagði- honum, að Olland hefði farið til borgarinnar og væri ekki væntanlegur fyrri en seint um kveldið. Sargent Barnaby varð enn raunalegri á svip inn, en hann var, ef það annars var mögulegt. „Þú fyrirgefur mér, vona ég. Þú hefir falleg- an hund“. Jessica kinkaði kolli og beygði sig til að gæla við hundinn. „Hann er líklega það sem þeir kalla eins manns hundur?“ „Ó, hann er það. Er það ekki satt fallegur minn?“ „Hann mundi rjúka á hvern þann, sem reyndi að ráðast á þig?“ „Það er ég alveg viss um“. „Hefurðu hann oft með þér?“ „Nálega alltaf. Því spyrðu að því?“ Jessica hafði ekki áttað sig á, hvert að spurn- ingar hans stefndu. En þegar að hún hugsaði sig um, þóttist hún sjá, að sargent Barnaby var ekki maður sem var að spyrja svona rétt út í bláinn, og hún fór að hugsa um hvað það gæti verið, sem lægi á bak við þær. „Það eru ruddamenni, sem hafast við á þess- um slóðum“, sagði hann. Jessica brosti og sagðist ekki halda það, en Barnaby hristi höfuðið seint og ógnandi. „Það eru snákar í grasinu, ungfrú“. Eftir það breytti hann um umtalsefni, ekki aðeins skyndilega, heldur undursamlega. „Það varð dálítið uppistand hér í morgun út af ljósmyndavél, var það ekki?“ Jessica furðaði sig á, hvernig að þessi mað- ur gæti vitað það. Vissulega hefði Ollanda ekki verið svo heimskur að segja lögreglunni frá slíku. Máske að Barnaby hefði komist að því á einhvern annan hátt. Hann sýndist vita allt um hana — hvað hún héti, hver starfi hennar væri. Hann vissi sjáanlega allt um Olland og hús- haldið í Quanstock húsinu. Hún svaraði ekki spurningu hans, því henni fannst að hann hefði ekki átt að leggja slíka spurningu fyrir sig. Samkvæmt hennar siða- reglum þá átti maðurinn, sem borgaði henni kaup og fæddi hana, tilkall til nokkurrar holl- ustu frá hennar hendi. Hún gæti ef til vill bros- að í einrúmi að vitleysunni úr honum, en hún var ekki reiðubúin til þess að henda gaman að henni við ókunnuga, jafnvel ekki við lögreglu- sargent. Barnaby horfði lengi á hana, með hattinn ofan á eyru og hendurnar í vösunum á yfir- hafnargarminum, sem hann var í. „Ég vona, að hann hafi ekki viljað láta taka af sér ljósmynd“. Þegar Jessica fékkst ekki til að svara þess- ari síðustu tilgátu, skipti Barnaby aftur um umtalsefni. „Þið hafið verið að vinna að girðingum“, sagði hann og hallaði höfðinu í áttina, sem hann hafði komið úr. Jessica hafði upp orðið „girðingar“ eftir honum. Hún vissi ekki um neina slíka vinnu. „Já“, hélt Barnaby áfram í sínum rauna- lega málróm. „Þessi maður Coalboys, húsþjónn hr. Ollands, eða máske að hann sé kúskur, eða þá eitthvað annað, hafi ryðbletti á höndun- um. Það gæti verið vírryð. Ryð af vír, sem tek- inn hefir verið úr girðingunni“. ,,Vír!“ Jessicu brá heldur en ekki. Hugur hennar flaug til baka til aðburðanna, sem skeðu kveldið áður. Barndy starði á hana, og virtist lesa hugsan- ir hennar. „Dálítinn spöl til baka“, sagði hann og lagði af stað til baka og vonaðist auðsjáanlega eftir því að hún kæmi. Hann þrammaði áfram eins og lögregluþjónn, sem búinn er að þramma fram og aftur um sama blettinn allan daginn. Eftir að hann hafði gengið um hundrað faðma eftir brautinni stansaði hann, þar sem girðingin var með sverum viðarpóstum og sver- um járnvírum. Þar hafði einn vírinn verið tek- inn í burtu og sáust förin eftir hann á póstun- um, og mintu þau Jessicu á förin, sem hún sá á trénu og póstinum við veginn þar sem slysið varð. „Einn vírinn hefir verið tekinn í burtu!“ sagði hún lágt. „Já“, sagði Barnaby og hélt áfram eftir brautinni í hægðum sínum. Jessica vissi ekki hvort að það meinti, að heimsókn hans væri lokið, eða að hann hefði frá fleiri uppgötvunum að skýra. Hún hélt á eftir honum. Við endan á girðingunni lág allstór hönk af vír með fram brautinni. Vírinn var víða ryðgaður og óhreinn og grænar slíjur héngu á honum hér og þar, sem að hún hélt að væri slí. „Það sýnist að vírinn hafi verið í vatni“, sagði Jessica. „Hann var það“, svaraði Barnaby. „Ég slæddi hann upp sjálfur. Hélt kannske að þeir þyrftu á honum að halda. Vertu sæl“. þrátt fyrir það að hugur Jessicu var bundinn við þessar uppgötvanir og ummæli lögreglu- mannsins, réði hún við sig að kalla hann til baka til að svara spurningum, sem brendu sig inn í huga henar. „Sargent Barnaby“, sagði hún hikandi. „Mað urinn, sem þú tókst fastan í morgun, er hann — var hann sekur?“ Barnaby virtist þykkjast við spurninguna. Hann sagði og var spekingslegur á svipinn. „Allir menn eru saklausir unz þeiru eru sannir að sök“. „Ef að þú spyrðir mig, bætti hann við , sem prívat mann, þá mundi ég segja að hann væri sekur. En, hélt hann áfram, og stundi við, „hann nýtur hlunninda, eflaust“. „Það er þá vafi á um sekt hans?“ „Frá laganna sjónarmiði, já“, sagði Barnaby seinlega. „Það er vafi á um sekt hans“. Hann bar enn hendina upp að hattbarðinu og lallaði letilega á stað. Jessica stóð í sömu sporum og horfði á eftir honum standandi hissa.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.