Lögberg - 18.05.1950, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.05.1950, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. maí, 1950. Högberg QeíiC út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 696 SARQENT AVENTJE, WINNIPEQ, MANITOBA Utanáakrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEQ, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 69S Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department. Ottawa Hið mikla og sjálfsagða hlutverk Menn greinir lítt á um það, að Manitobastjórnin væri seinni á sér, en æskilegt var og nauðsyn bar til, að teknar yrðu róttækar ráðstafanir varðandi þann háska, er vofði yfir suðurfylkinu, Winnipegborg og úthverfum hennar; hins ber þó að gæta, að búsifjar þær, er fylkið nú hefir hlotið af völdum vatnavaxtanna í Rauðá komu víst flestum á óvart. Eins og nú er komið á daginn, veltur meira á því, að úr hiki, jafnvel seinlæti stjórnar- valdanna verði bætt, og nú hefir þetta verið gert. Forsætisráðherra fylkisins, Douglas L. Campbell, kvaddi sér til aðstoðar í fyrri viku, allar þrjár megin- deildir hersins undir forustu Brigadiers Morton, yfir- manns herliðs Sléttufylkjanna. Þessi ráðstöfun forsæt- isráðherrans, þó síðar væri gerð en skyldi, hefir reynst svo vel, að fylkisbúar mega vel við una, en nú heifr fylk- isstjórnin vaknað fyrir alvöru og Campbell forsætisráð- herra leitt gjöggt í ljós hvað í honum býr; nýrri skipu- lagningu á varnarráðstöfunum gegn áflæðishættunni hefir verið hrundið í framkvæmd, og það á svo víðtæk- um grundvelli, að Mr. Campbell hefir í útvarpsræðu iýst yfir því, að jafnvel þó til þess kæmi, að flytja yrði allt fólk úr Winnipegborg, yrði því samt sem áður séð far- borða. Lagður hefir verið grundvöllur að sjóðsmyndun, er gengur undir nafninu Manitoba Flood Relief Fund, sem ætlað er að nái til allra Canadamanna, hvar, sem þeir eru staddir á hnettinum; hinn vitri og göfughugsandi borgarstjóri í Minnipeg, Garnet Coulter, átti frumkvæði að hugmyndinni og var þá svo gert ráð fyrir að sjóður- inn bæri nafn Winnipegborgar til stuðnings þeim af son- um hennar og dætrum, er vatnavextirnir höfðu sárast leikið, en með því hve mál þetta var umfangsmikið, og náði langt út fyrir takmörk Winnipegborgar, varð það að ráði, að sjóðurinn bæri áminst nafn. Formaður nefndar þeirrar, er hafa skal framkvæmdir um stofnun hans og úthlutun hans, er Mr, Manning, forstjóri Great West lífsábyrgðarfélagsins. Elinn íslendingur á sæti í þeirri nefnd, er að sjóðsstofnuninni starfar, það er Dr. P. H. T. Thorlakson, og eiga íslendingar þar ágætan fulltrúa. Þess hefir orðið vart, að þeim búsifjum, sem Winni- pegborg og suðurfylkinu hafa verið veittar, mætti líkja við bardaga á orustuvelli, þó er ekkert fráleitara en það; í baráttunni við vatnavextina í Rauðá, Assiniboine og Seine-á hefir fram að þessu verið um tiltölulega lítið líftjón að ræða; það er því ljóst öllum hugsandi mönn- um, að aðalbarátta okkar Manitobabúa er fólgin í því, að koma á réttan kjöl í atvinnu- og athafnalífinu því fólki, sem rás viðburðanna hefir svift eignum og óðul- um. Öll félög, allar mannúðarstofnanir hafa lagst á eitt um það, að ráða fram úr vandanum, eins og góðu og drenglyndu fólki sæmir bezt. Þetta er hið mikla hlut- verk, sem okkur Canadamönnum ber að inna af hendi í nafni þegnskapar okkar, skilyrðislaust, umyrðalaust. Fylkisstjórnin hefir nú lýst yfir því og fullsannað, að allar lífsnauðsynjar verði til taks í Winnipegborg hvað sem í skerist, þó hún enn á ný mælist til, að sem allra flest kvenna og barna flytji í burt úr borginni með- an á þessum vanda stendur. Ráðstafanir voru snemma teknar til að flytja sjúklinga og gamalmenni burt úr borginni á öruggan stað. Sólskini í Manitoba hefir löngum verið viðbrugðið, og enn í dag hellir sólin geislum yfir höfuðborg Sléttu- fylkjanna og landið umhverfis. Þekking nútímans, tækni nútímans, hefir gert það að verkum, að margfalt minni ástæða er til þess, en áður var, að verða helgrip- inn af ótta; óttinn er albróðir veiklunarinnar, en kjark- urinn verndari lífsins; þegar að vanda ber að höndum, er það hið mikla hlutverk okkar mannanna, að reynast menn. Nú er áætlað, að fullur þriðjungur af íbúum Winni- pegborgar hinnar meiri, sé fluttur á brott; fjöldi mikill hefir fengið þak yfir höfuðið í sumarbústöðum við Winnipegvatn, og margir hafa leitað til annara fylkja, jafnvel alla leið austur til Quebec og vestur á Kyrra- hafsströnd; mikill meirihluti þess fólks, sem kvatt hefir borgina um stundarsakir eru konur og börn, en slíkar varúðarráðstafanir voru einkum gerðar að tilmælum hernaðarvaldanna; úr ýmsum sjúkrahúsum hafa allir sjúklingar verið fluttir á brott, og þeim komið fyrir í Saskatoon og Regina, og er slíkt hið sama að segja um fjölda fólks, er á elliheimilum hefir dvalið innan tak- marka borgarinnar, og í St Boniface; allir þessir brott- flutningar, oftast nær svo að segja fyrirvaralaust, hafa gegnið eins og í sögu, og ber slíkt fagran vitnisburð samstiltum átökum þeirra, er forustu hafa haft með höndum; samvinna almennings við stjórnar- og hern- aðarvöldin hefir verið ákjósanleg, og gert aðstæður á allan hátt greiðari og ánægjulegri, en ella myndi verið hafa. Hið gífurlega eignatjón, sem af vatnavöxtunum staf- ar, verður vitaskuld ekki nákvæmlega metið fyr en á- flæðinu léttir af, og hefst þá að sjálfsögðu hið mikla við- reisnartímabil, þar sem allir sem einn, verða að leggja hönd á plóginn. Björn Jónsson Maihews Guðmundur Jónsson frá Húsey: Björn Jónsson Mathews Björn Jónsson Mathews var fæddur í Möðrudal á Efri-Fjöll- um í Norður-Múlasýslu 19. á- gúst 1871. Faðir hans var Jón Metúsalemsson hins sterka, Jóns sonar, Jónssonar Sigurðssonar, er fyrrum bjó í Teigi í Vopna- firði, en keypti Möðrudal af biskupsstólnum í Skálholti 1798 fyrir 180 ríkisdali, en hafði flutt þangað árið 1789. Síðan eru af- komendur Jóns Sigurðssonar kenndir við Möðrudal, því þeir bjuggu þar í nær í 100 ár og áttu jörðina. Móðir Björns Mat- hews, kona Jóns Metúsalems- sonar, var Stefanía Stefánsdótt- ir, bónda í Stakkahlíð í Loð- mundarfirði, Gunnarssonar, bróður Sigurðar prests Gunnars- sonar á Hallormsstað. Kona Ste- fáns í Stakkahlíð var Þorbjörg Þórðardóttir bónda á Kjarna í Eyjafirði. En systir hennar var Kristbjörg kona Metúsalems sterka. Var það í minnum haft, að tveir efnilegustu menn aust- an af landi hefðu orðið samferða norður í Eyjafjörð til kvonbæna og fengið tvær dætur eins merk- asta bóndans 1 Eyjafirði. En ein- hver kynni var mælt að þetta unga fólk hefði haft áður. Þeir voru fjórir bræður synir Jóns og Aðalbjargar. Nöfn þeirra voru: Jón, Metúsalem, Sigurður og Árni. Þeim hefir verið lýst svo af samtíðarmanni: „Að allir hafi þeir verið með stærstu mönnum á vöxt, vel á sig komnir, fríðir sýnum, ramm- ir að afli og vel búnir að öllu Til herra A. S. Bardal Sagan þig um segir nú, sviphrein hlý og fögur. Aldurs stig að eigir þú, áttatíu og fjögur. Inn 1 lengsta landsins sal, lágu hrauns í sloti. Borinn varstu í Bárðardal að bænum Svartárkoti. Afls við naumu útlátin, áður enn hreptir rólið. Elfar glauminn Svartá sinn, sendi þér inn í bólið. Þarna lifðir litla stund, lága hrauns í salnum. Húnavatns á fagran fund, fórst úr Bárðardalnum. Húnasýslu hefðar stand, hvergi vildir nytja. Eiríkssonar Leifs í land, langaði þig að flytja. Svo að handan sigldir frí, sannur andans maður. Þessu landi lifir í, lífs við standið glaður. Ekki dylst mér, drengur minn, dætur áttu og sonu. Bið svo Guð að blessa þinn, barnahóp og konu. Finnbogi Hjálmarsson atgjörfi líkamlega og andlega, hæglátir og prúðir í framgöngu, og valmenni. Þá báru þeir af um vöxt og afl, Jón og Metúsalem, einkum Metúsalem. Er svo sagt, að aldrei vissu menn til að hon- um yrði aflfátt“. Þessu líkar heyrði ég lýsingar eftir samtíð- armönnum þeirra, þegar ég var unglingur, en meiri áherzlu lagða á mannkosti þeirra og drenglyndi. Meúsalem varð ekki langlífur, hann lézt af þrekraun þegar hann var 32 ára. Börn Metúsalems ólust upp hjá Sigurði föðurbróður sínum. Jón fór 17 ára gamall norður á Akureyri og lærði þar trésmíði á 3 árum. Hann kvæntist ungur Stefaníu frændkonu sinni frá Stakkahlíð, þau voru systrabörn eins og áður er sagt. Þau byrj- uðu búskap í Víðidal og bjuggu þar nokkur ár. Þaðan fluttu þau á föðurleifð Jóns, en bjuggu þar aðeins 2 ár. Þaðan fluttu þau að Brú á Jökuldal og bjuggu þar 5 ár; þaðan að Fossvöllum og bjuggu þar eitt ár. Ég kynntist Jóni Metúsalems- syni og fjölskyldu hans fyrst, ár- ið, sem hann var á Fossvöllum. Börn hans voru þá ung; þau voru þessi: Aðalbjörg, Björn, Sigurð- ur, Jón, Stefán og Metúsalem. Yngsta dóttir þeirra, er Ragn- hildur hét, fæddist hér í landi. Það var álitlegur hópur og mann vænlegur, en þau eru nú öll dá- in, nema Sefán og Aðalbjörg, og öll barnlaus nema Björn. Á þessum árum fluttu margir vestur um haf af Austurlandi. Flestir voru það ungir menn og framgjarnir, sem voru vonsvikn- ir um verulegar framfarir í gamla landinu. Einn þeirra var Jón Metúsalemsson. Hann var búinn að reyna búskap á nokkr- um hinum álitlegustu jörðum á Austurlandi, en tíðarfarið var svo örðugt þessa áratugi, að góð- ir landkostir urðu að litlum not- um. Var Jón þó talinn með starf- sömustu og efnilegustu bændum á þeim árum. Að lýsa honum nákvæmlega væri aðeins endur- tekning á lýsingu á föðurbræðr- um hans hér að framan. Að sönnu var Jón ekki slíkur af- burðamaður að kröftum sem þeir sterkustu af frændum hans, en meiri var hann en meðalmað- ur í Jpví sem flestu öðru, er ætt- gengt var í þeim Möðrudals- frændum. Það var árið 1887, að Jón bjóst til vesturfarar, ásamt allstórum hóp af Austfirðingum, er höfðu safnast saman á Seyðisfirði og víðar og höfðu fengið loforð fyr- ir flutningi á ákveðnum tíma um vorið. En þegar til átti að taka Drást það loforð, og leit ekki út fyrir að flutningur fengist til Skotlands fyrr en undir haust. En þá hljóp hinn alkunni dugn- aðarmaður og valmenni, Otto Wathne, undir baggann, og flutti allan hópinn til Skotlands. — Því er þessa hér getið, að | Wathne hafði svo sterk áhrif á Björn — sem þá var 16 ára ungl- ingur — að Björn tók hann sér til fyrirmyndar alla æfi, og lét elzta son sinn heita nafni hans. — Ég þekkti Otto Wathne vel, bæði af viðskiptum okkar á Seyðisfirði um mörg ár og sam- vinnu við Lagarfljótsósinn, — og mér datt hann oft í hug, þeg- ar ég kynntist dugnaði og hjálp- semi Björns. Það var ekki mikið vinnulið, sem Jón Metúsalemsson flutti með sér vestur. Þó munu 3 af sonum hans hafa verið komnir vel til léttis. — Jón Mathews dvaldi 5 fyrstu árin í Álftavatns- byggð, nærri Lundar, og á þeim árum munu þeir feðgar hafa ver- ið búnir að sjá sig víða um á austurströnd Manitobavatns, og völdu sér að endingu bústað, þar sem síðar er nefnt Siglunes. En aldrei gat ég komist eftir hver nafnið gaf. Þó grunar mig að það hafi verið Jón gamli. Þeir feðgar höfðu komið upp allgóðu gripabúi á þessum árum.. Framförin hefir verið stórstíg, landkostir voru ágætir til gripa- ræktar, landrými nóg og veiði í vatninu allt árið. Þó var veiði- leyfi takmarkað eftir fá ár; en byggðin þrengdist ekki fyrr en 1907. Það var margt, sem þessa byggð skorti, og það hygg ég, að enginn hafi fundið eins vel og Björn. Þessi byggð var þá svo langt út úr hvítra manna byggð- um. Indíánar voru næstu ná- grannar okkar. Þeir áttu land 12 mílur á lengd, suður með vatn- inu, og mátti þar enginn annar byggja eða hafa neinar land- nytjar. Hér var því fátt áð læra af hvítum mönnum, því að þeir fáu, sem hingað höfðu slæðst, höfðu aðeins dvalið hér nokkur ár og lifað hjarðmannalífi, alið upp gripi, mest á útigangi, og rekið svo hópinn til markaðar. Dálítil byggð var á vesturströnd vatnsins, sem er hér mjótt, en flestir voru þar Indíánar eða kynblendingar. Þó var þar barna skóli að nafninu til, og gjörði Jón tilraun til að láta börn sín njóta þar kennslu í tvo vetur, og munu þau hafa haft talsvert gagn af því sem byrjun. Og svo mikið er víst, að ekki urðu börn Jóns verr fær í ensku, en þau, sem fengu síðar fulla skóla- göngu. Það voru ekki liðin mörg ár frá því að Jón nam land í Siglunesi, þar til heimili hans var veglegasta heimilið í byggð- inni og samboðið húsbændunum. En hvað er nú af Birni að segja? Fyrstu ár hans í Siglunesi var hans að litlu getið, nema ah vinnubrögðum í búsins þarfir eins og bræður hans. Þó mun snemma hafa borið á því, að hann var einráður og ekki tal- hlýðinn. Hann mun snemma hafa fundið til þess að hér þurfti margt að læra. En hér var ekk- ert hægt að læra, nema að veiða fisk og hirða gripi. Þó sá hann ráð við þessu. Einhver þurfti að ferðast og sjá sig um, læra að vinna og lifa eins og siðaðir menn. Björn mun varla hafa ver ið eldri en 20 ára, þegar hann lagði af stað til að „sjá sig um í heiminum", eins og hann komst að orði löngu síðar. Ekki sagðist hann hafa haft mikla peninga með sér, en hann var að heiman í tvö ár, oft gangandi langar leiðir. „Þegar mig skorti pen- inga, þá fór ég í vinnu við hvað sem bauðst. Ég lærði þá flest al- geng verk og vandist verk- stjórn“. Björn kom úr þessu ferðalagi eftir tvö ár. Þá var hann búinn að ferðast mikið um norðurhluta Bandaríkjanna og nokkuð um Canada. Eflaust hef- ir hann ferðast með þeim ein- læga ásetningi að læra; að kynn- ast mannlífinu meðal siðaðra manna og lifnaðarháttum þeirra; og hann var vel til þess fallinn. Hann hafði skarpar gáfur, gott minni og nægan kjark til að mæta öllum þeim örðugleikum, sem á þessu ferðalagi var við að stríða. Hann settist nú að hjá föður sínum og eldri bræðrunum, Jóni og Sigurði, sem þá voru teknir að búa um sig í Birch-Island (Birki-eyju). Þar var landrými nóg, landkostir góðir og veiði- vatn á allar hliðar. Þannig liðu nokkur ár, að eign ir og álit þeirra feðga fór vax- andi með ári hverju. Björn byrj- aði ekki á neinu stærra verki fyrstu árin, en bjó sig því bet- ur undir stærri verk. Það fyrsta, sem hann byrjaði á, var smá- verzlun í húsi föður síns, en hún hagnaðist illa, enda var hann sjaldan heima um þær mundir, því að þá voru þeir bræður að búa um sig í eyjunni. Björn kvongaðist árið 1898 Guðrúnu Guðmundsdóttur. Móð ir hennar hét Guðrún Gísladótt- ir. Þær voru frá Arnþórsstöðum í Borgarfjarðarsýslu, en höfðu verið nágrannar þeirra feðga um nokkur ár. Kvonfang Björns hygg ég verið hafi eitt hið mezta gæfuspor, sem hann hefir stigið, því að vandfengin mundi honum slík kona. Hún var ein af þeim fáu, sem ég hef engan heyrt hall- mæla. Björn flutti alfarinn í eyjuna 1899, og reisti þar stórt gripabú með bræðrum sínum og munu þeir hafa átt það í félagi. Bú þeirra bræðra í eyjunni blómgaðist vel í tvö ár, en þá drukknuðu þeir Jón og Sigurður á siglingu milli lands og eyjar. Var það sár harmur, ekki ein- ungis ástvinum þeirra, heldur öllum sveitarbúum, sem nokkur kynni höfðu haft af þeim. Þeir höfðu erft alla mannkosti og dugnað ættar sinnar og voru hin álitlegustu bændaefni í sveit- inni. Björn hélt áfram búi þeirra í eyjunni, en þó varð nokkur breyting á því. Þess er áður getið, að þeir bræður áttu hálfsystur heima á Islandi, sem María hét. Hafði Jón Metúsalemsson eignast hana þegar hann var unglingur að læra trésmíði norður á Akur- eyri. Hún hafði alizt upp á veg- um Jóns og giftist Guðmundi bónda Hávarðssyni í Hnefilsdal á Jökuldal áður en Jón fór að heiman. Þeir feðgar höfðu nú frétt að þau hjón væru fátæk og kom því saman um að styrkja þau nokkuð af eignum þeirra bræðra, er látnir voru. Þeir sendu þeim því peningagjöf. — Ekki veit ég með vissu, hvað stóra; en heima var fullyrt, að það hefði verið 1000,00. En hvort það voru krónur eða doll- arar, ber mönnum ekki saman um. Þó grunar mig, að það hafi verið dýrari talan. Þeir feðgar vildu ekkert um það tala. Þeir kölluðu þetta arf eftir þá hálf- bræður hennar, vitandi það, að henni bar enginn arfur eftir þá. Enda hafði stjórnin hér engin af- skipti af arfi eða skiptum eftir látna menn í nýlendunum á þeim árum, þar sem ekki var sveitarstjórn. (Framhald) KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON SKÓLAVÖRÐUSTIG 17 REYKJAVIK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.