Lögberg - 18.05.1950, Blaðsíða 8

Lögberg - 18.05.1950, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. maí, 1950. Úr borg og bygð The Dorcas Society of the First Lutheran Church is pub- lishing a Cook Book similar to the well known edition publish- ed some years ago by the Ladies’ Aids of this church. This attrac- tive book of recipes which costs $1.50 plus postage is expected to be available by the first of May. Advance orders are now being received by: Mrs. H. Haldorson, 1014 Dominion St. Mrs. L. S. Gibson, 4 Wakefield Apts. Stadbrooke Str. ☆ DON’T gamble your life and limbs and those of others for the sake of a few seconds ”gained“ time. DON’T drive when you’ve had a drink, or are feeling ill or over-fatigued. Driving re- quires a 100% efficiency. DON’T overtake on hills or cur- ves, ”cut in”, or change lanes or pull from the curb, suddenly. DON’T count on the other fel- low; act for your self. DO obey traffic laws, signs and signals; they were planned for your protection. DO give the standard signals of your intentions, when driv- ing. Place your insurance with J. J. Swanson & Co. Ltd., 308 Avenue Building, Phone 927-538. ☆ Hr. J. J. Myres fyrrum bóndi að Mountain, N. Dak., en nú til heimilis í Grand Forks þar í rík- inu, hefir sýnt af sér þann þegn- skap, að bjóðast til að taka á móti fimm húsviltum persónum, helzt íslenzkum, er kynnu að þurfa að flytja héðan vegna á- flæðis; býður hann fólki þessu ókeypis húsaskjól, en það þarf að hafa með sér sængurfatnað og geta borgað fyrir matvæli. ☆ / Nýkominn er á markaðinn Viðauki Lundarbókarinnar frá í fyrra, vandaður að öllum frá- gangi og prýddur fjölda mynda. Þessi nýja bók, sem er 76 blað- síður að stærð og prentuð hjá The Columbia Press Limited, kostar $1.25 og fæst í Winnipeg í Björnsson Bookstore, 702 Sar- gert Avenue. ☆ Hr. Jón Ólafsson málmfræð- ingur frá Salmon Arm, B.C., kom hingað til borgarinnar á föstudaginn var og mun dvelj- ast hér um hríð. Bus. Phone 27 9*9—Res. Phone 38 151 Rovatzos Flower Shop Our Speelaltles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlss K. Chrlstle, Propriotreas Formerly with Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA HAGB0R6 HJIL/Vyl rno»« IIMI J.- — DAUÐSFÖLL — Jón Bergþórsson Bergman, 565 Simcoe St. lézt á spítala hér í bænum 11. þ. m., og var jarð- sunginn frá útfararstofu Bar- dals, 13. s. m. Hann var fæddur að Vindborði á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu, 5. marz 1892, sonur Bergþórs Ófeigssonar og Guðrúnar Jónsdóttur konu hans. Fjölskyldan kom vestur um haf árið 1903. Jón lætur eftir sig fjögur börn á unga aldri, Berg- þór, Tómas, Jón og Villu. Einnig lifa hann þrjú systkini hans, Gunnar bóndi á Hafnarnesi í Hornafirði, og þær Lovísa og Jóhanna, kaupsýslukonur í Win- nipeg. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. ☆ Helga Thomsen, 1044 Valour Road, lézt að heimili sínu á föstu daginn 12. maí, 76 ára að aldri. Var hún fædd að Litla-Bakka í Hróarstungu í Norður-Múla- sýslu, dóttir Halldórs Jónssonar og konu hans Sigurbjargar Jóns- dóttur. Fluttist hún vestur með foreldrum sínum árið 1876 til Gimli. En mestan hluta æfi sinn- ar hafði hún dvalið í Winnipeg. Hún lætur eftir sig eiginmann, Lawrence Thomsen, og þrjár dætur, þær Guðrúnu Lilju, Mrs. Joe Borgfjörð í Leslie, Sask., og Þórunni Maríu, heima; einnig dótturson Lawrence Jón, og eina systur, Mrs. Halldóru Bjarnason í Winnipeg. — Útför hennar fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudaginn 16. maí. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. ☆ Sigurður (Sam Goodman) 65 ára lézt á Almenna spítalanum í Winnipeg, 12. maí, og var jarð- aður frá Bardals útfararstofu á mánudaginn, 15. s. m. Hann átti síðast heima að 94 Adelaide St. hér í borginni. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. ☆ Þann 5. maí s.l. andaðist að heimili tengdasonar síns og dótt- ur, Mr. og Mrs. R. Strouss, ekkj- an Emily Apshkrum 85 ára að aldri. Hún var fædd í Dundag, Lotovia; giftist ung Ernest Apshkrun. Kom til Canda 1907. Þau settust að á hæðunum í 6 mílna fjarlægð frá Árnes, Man., og bjuggu þar ávalt. Mann sinn misti hún 1932, en dvaldi eftir það meðal barna sinna. Synir og dóttir eru á lífi, 6 barnabörn og 8 barnabarna- börn. Útförin fór fram frá Strouss heimilinu þann 9 apríl að allmörgum nágrönnum og nánustu ástvinum viðstöddum. Jarðsett var í grafreit bygðar- búa, í grennd við heimili hinnar látnu. — Séra Sigurður ólafsson þjónaði við útförina. — ☆ Hr. Halldór M. Swan verk- smiðjueigandi, sem lagði af stað áleiðis til íslands á fimtudaginn í fyrri viku, bað Lögberg að flytja vinum sínum, er honum vanst eigi tími til að taka í hend- ína á, sínar innilegustu kveðjur; ritstjóra Lögbergs barst póst- spjald frá Mr. Swan á þriðjudags morguninn, þar sem hann segist vera staddur „í himninum yfir New Yorkborg“ við ágæta líðan, og munu víst fáir furða sig á því. Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Traininglmmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AVE., WINNIPEG Stúkan SKULD heldur fund á mánudags- kvöldið þann 22. þ. m. á venju- legum stað og tíma. Fjölmennið! ☆ Samkomu þeirri, sem auglýst hafði verið að haldin yrði að Lundar síðastliðinn laugardag, varð af skiljanlegum ástæðum að fresta; ákveðið hafði verið, að Dr. Gillson forseti Manitobahá- skólans flytti þar ræðu, auk þess sem Dr. P. H. T. Thorlakson for- maður fjársöfnunarnefndar og ýmsir fleiri, áttu að taka þar til máls; þegar um hægist, og ástæð ur hér um slóðir breytast til hins betra, verður samkoman haldin með sömu ræðumönnum og sömu skemtiskrá; verður skemti skráin birt með nægum fyrir- vara. ☆ Notice The Annual meeting of the Icelandic Canadian Club sched- uled for the 22nd of this month, is hereby cancelled. The date of the meeting will be announced in the papers at a later date, and members notified. ☆ Mánaðarritið „GERPIR" Seyðirfjörður, Iceland. Seyðisfirði, 7. maí 1950 Editor Lögberg, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Kæri herra! Vér höfum sent yður rit vort frá upphafi og reglulega jafnóð- um og það kemur út. Ef þér fáið það ekki með skilum vonum vér, að þér látið oss vita og mun um vér þá samstundis bæta úr því. Viljið þér nú gera oss þann greiða að láta íslendinga vita, sem þér hittið og þekkið, að eftir gengisfellingu íslenzku krón- unnar gagnvart dollar, kosti rit- ið aðeins $3.00 og að fyrir $10.00 sé hægt að fá ritið frá upphafi til ársloka 1950. Ef einhverjir kynnu að hafa áhuga fyrir þessu væri bezt að þeir sendu oss greiðslu í seðlum, banknotes, í almennum bréfum. Vér mundum nota dollarana til þess að greiða amerískt tímarit, sem vér getum ekki greitt vegna skorts á þeim. Einnig mætti skrifa oss án þess að senda greiðslu og mundum vér þá biðja væntanlega kaupendur, þegar þeir hefðu móttekið ritið, að greiða tiltekin amerísk tíma- rit fyrir oss. Með þökk og virðingu F. h. Mánaðarritsins „Gerpir“ Gunnl. Jónasson ☆ Lieutenant Commander Gunn ar Magnússon lézt að heimili sínu, 169 Orange Rd., Montclair, New Jersey, hinn 7. þ. m., 55 ára að aldri, merkur maður og vin- sæll; hann tók mikinn og góðan þátt í þjóðræknissamtökum Is- lendinga í New Yorkborg. Gunn- ar starfaði í strandgæzluliði Bandaríkjanna, og hafði verið frímúrari í þrjátíu ár; hann læt- ur eftir sig ekkju, frú Margréti Magnússon ásamt tveimur mann vænlegum sonum. Útför Gunnars fór fram á her- mannavísu þann 12. þ. m. í Beverley National Cemetery. ☆ Eitthvað um þrjátíu íslenzkir fiskimenn norðan frá Winnipeg- vatni, komu hingað með báta sína í fyrri viku til aðstoðar við flóðvarnirnar í Winnipeg. Litli fakírinn. „Ég skil ekki hvernig stendur á því, að barnið vill ekki sofa“. ☆ Pétur: „Faðir minn yfirgaf milljón krónur þegar hann dó“. Páll: „Faðir minn yfirgaf heim inn þegar hann dó“. ☆ „Nú býst ég við að þeir rjúki allir á fætur og rausi tímunum saman“, sagði maður í miðdegis- verðarboði við þann, er sat næst honum. „Hafið þér nokkurn tíma heyrt góða ræðu eftir miðdegisverð?" „Aðeins einu sinni“, var svar- ið. „Vinur minn sagði: „Þjónn,. má ég biðja um reikninginn“. Sjötti órgangur órbókar íþróttamanna kominn út ÁRBÓK ÍÞÓRTTAMANNA 1948 er nýlega komin út, en í henni er skýrt frá árangrinum í hinum einstöku íþróttagreinum árið 1947. Þetta er 6. árgangur Árbókarinnar. Fyrstu tvö árin var bókin eingöngu bundin við frjálsar íþróttir, en síðan var knattspyrnu og sundi bætt við og nú nær bókin til allra íþróttagreina, sem keppt er í hér á landi. Ritstj. Árbókarinnar er sem áður Jóhann Bernhard Fyrsti kafli bókarinnar er um MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja frjálsar íþróttir. Þar eru birt helztu úrslit í öllum mótum hér í Reykjavík og mótum út á landi. Einni ger sagt frá Norður- landaför ÍR, Norrænu lands- keppninni í Stokkhólmi og er- lendar fréttir. í kaflanum um knattspyrnu er sagt frá öllum knattspyrnu- mótum hér á landi, landskeppn- inni við Norðmenn, keppni er- lendra knattspyrnuliða hér og erlendar fréttir. Þá er grein um Albert Guðmundsson. Þriðji kaflinn er um sund. Þar er skýrt frá öllum sundmótum hérlendis og Evrópumeistara- mótinu í sundi í Monte Carlo, en þrír íslendingar tóku þátt í því. Þá eru og erlendar sundfréttir. Glíman er tekin næst. Auk glímumóta hér heima er sagt frá Finnlandsför Ármanns og Nor- egsför ungmennafélaganna. Þá eru og birt nöfn allra glímu- kappa og glímusnillinga íslands frá byrjun og einnig skjaldhafar Ármanns. Fimmti kaflinn er um golf. Þar er m. a. skýrt frá golfmeist- urum íslands frá byrjun og enn- fremur golfmeisturum Reykja- víkur, Akureyrar og Vestmanna eyja. Sama er að segja um hand- knattleikinn og hinar fyrri í- þróttagreinar. Þar er skýrt frá öllum mótum bæði hér í Reykja vík og út á landi. Þar á meðal er heimsókn sænska liðsins IF Kristianstad. Einn kaflinn í bókinni fjallar um hnefaleika. Auk hnefaleika- mótanna 1947, er þarna m. a. skrá yfir Islandsmeistara í hnefaleik frá byrjun og heims- meistara í þungavigt frá byrjun. Loks er svo skíðaíþróttin. — Þar er að finna skýrslur um öll skíðamót hér á landi 1947 og ennfremur er sagt frá Holmen- kollenmótinu það ár, er íslend- ingar tóku þá þátt í því í fyrsta sinn. Þá er Steinþórs heit. Sigurðs- sonar minnst, og að endingu grein um íþróttasamband ís- lands 35 ára. í öllum íþróttagreinunum er skýrt mjög nákvæmlega frá ár- angri þeim, er náðist umrætt ár á greinargóðan hátt, þannig að þetta er hin ákjósanlegasta hand bók. Er óhætt að segja, að hér sé að finna nær allt það, sem við- kemur íþróttasögu landsins 1947. Þá fylgir og hverjum kafla mik- ill fjöldi mynda af þeim mönn- um og flokkum, sem fremst stóðu. Eykur það gildi bókarinn- ar skiljanlega mjög. Það dylst engum, sem bókina sjá, að það er geysileg vinna, sem liggur að baki henni og að ógerningur er að ná öllu því Nýtt hótel- byggingarmól á ferðinni Nýtt hótelbyggingarmál er nú í uppsiglingu hér í Reykjavík. — Hlutafélagið Skjaldbreið, sem á allstóra lóð á gatnamótum Vonarstrætis og Tjarnargötu, hefir mikinn hug á að reisa þarna sjö hæða nýtízku gistihús. Samband veitinga- og gisti- húsaeigenda, hefir skrifað ríkis- stjórn, bæjaryfirvöldum og fjár- hagsráði, bréf varðandi þetta mál. Sambandið hefir skorað á þessa aðila, að gera sitt ítrasta til að greiða fyrir framgangi gistihúsbyggingarinnar, með því að veita til hennar nauðsynleg leyfi. Á fundi bæjarráðs á föstudag- inn var áskorunarbréf veitinga- manna lagt fram. Bæjarráð tók ekki neina ákvörðun í málinu á þeim fundi. Mbl. 10. apríl. efni, sem þar er, saman a skammri stund. Þetta mun aðal- orsök þess, hve síðbúin bókin er. 1 formálanum segir ritstjórinn, að ætlun sín sé að reyna að koma út tveimur næstu árgöngum, 1949 og 1950, á þessu óri. Myndu íþróttamenn áreiðanlega fagna því.' Mbl. 8. apríl Nylonsokkar seldir á 50 kr. í búð í Reykjavík í gærdag voru nylonsokkar seldir á 50 krónur parið í einni verzlun hér í bænum. Var það í verzluninni „Nanna“ á Lauga- veginum. Mun þetta vera allra hæsta verð, sem um getur á nylonsokkum á frjálsum mark- aði, enda slagar það hátt upp í svartamarkaðsverðið. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið hjá verðlags- stjóra er ekkert ákveðið há- marksverð á nylonsokkum,, og virðist verðlagið vera mjög reik- ult, en algengast hefir það verið 20 og 25 krónur fyrir parið. Hins vegar miðast útsöluverðið á sokk um hér við það með hvaða hætti þeir eru fluttir inn, en leyfilegt er að leggja 25% á innkaups- verðið og að auki 2% í söluskatt. Nokkuð af nylonsokkum hefir verið flutt inn fyrir hinn svo- kallaða frjálsa gjaldeyri, og hafa þeir sokkar verið dýrari í inn- kaupi, sem keyptir hafa verið fyrir þann gjaldeyri. Alþbl. 5. apríl Englendingur; „Vilhjálmur konungur sló á öxlina á einum forföður mínum með sverði og gerði hann að riddara“. Ameríkani: „Hm, gamall Indí- áni sló í hófuðið á afa mínum með kornkvísl og gerði hann að engli“. ☆ Helgi yngri: „Pabbi, einn af strákunum í bekknum mínum sagði, að ég væri líkur þér“. „Helgi eldri: „Og hvað sagðir þú?“ Helgi yngri: „Ekkert, hann er stærri heldur en ég“. ☆ Eddi litli (fyrir botnlanga- skurð): „Já mamma, ég skal vera duglegur, en ég vil ekki fá neitt organdi barn eins og þau létu þig fá á spítalanum, ég vil fá hvolp". Séra Valdimar J. Eylanda. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 21. maí. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Ensk messa kl. 7 síðd. Oddfellow’s og Rebecca Lodges verða viðstaddir þessa guðsþjón- ustu. — Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson ☆ Árborg-Riverlon prestakall 21. maí — Geysir, messa kl." 2 e. h. — Riverton, ensk messa kl. 8 e. h. 28. maí — Hnausa, messa og ársfundur kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason ☆ — Argyle prestakall — Sunnud. 21. maí. Brú kl. 11 f. h. (íslenzk messa). Grund kl. 2:00 e. h .(ensk messa. Ársfundur á Grund á eftir guðsþ j ónustunni. Séra Eric H. Sigmar Minnist EETEL í erfðaskrám yðar KIRKJUÞINGISBOÐ Hér með tilkynnist öllum hlutaðeigendum að 66. kirkju- þing Hins evangelizka lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi verður haldið, ef Guð lofar, í Arborg-Riverton prestakalli í Manitoba, frá 21. til 24. júní 1950. Þingið hefst með guðsþjónustu og altarisgöngu í kirkju Bræðrasafnaðar í Riverton, Manitoba, miðvikudaginn 21. júní 1950, kl. 8. e. h. (Standard Time). Sæti á þingi eiga embættismenn kirkjufélagsins, prest- ar þess, og fulltrúar frá hinum ýmsu söfnuðum kirkjufélags- ins, einn fulltrúi fyrir hverja hundrað fermda meðlimi eða brot af hundraði. Þó má enginn söfnuður hafa fleiri en fjóra fulltrúa. Bandalagi lúterskra kvenna eru heimilaðir tveir fulltrúar. Ungmennasambandi kirkjufélagsins eru heimilaðir þrír fulltrúar: einn þeirra frá Manitoba-Saskatc- hewan héraði, einn þeirra frá North Dakota-Minnesota hér- aði, og einn þeirra frá Kyrrahafsstrandarhéraði. Söfnuðir eru beðnir að kjósa kirkjuþingsmenn og vara- þingmenn sem allra fyrst, og senda síðan nöfn þeirra tafar- laust til forseta og skrifara kirkjufélagsins. Samkvæmt lögum kirkjufélagsins, ber öllum prestum þess að sækja þing, og öllum söfnuðum þess ber að senda fulltrúa. Kjörbréfum skal framvísað á fyrsta þingdegi. Dagsett í Árborg, Man., 15. maí 1950. Egill H. Fáfnis, forseti B. A. Bjarnason, skrifari

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.