Lögberg - 18.05.1950, Blaðsíða 3

Lögberg - 18.05.1950, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. maí, 1950. 3 Frá norrænu Helsingfors í marzlok. ÞEGAR ÞETTA er ritað hafa listdómendur í Helsingfors ekki ennþá skrifað í blöðin um álit sitt á hinni miklu norrænu list- sýningu. En nokkuð er hægt um hana að vita með því að blaða í sýningarskránni og tek ég því eitt og annað af því, á meðan listdómendurnir hafa ekki látið til sín heyra. Eins og kunnugt er, er Nor- ræna listasambandið ungt að ár- um. Það var sett á stofn í Stokk- hólmi í nóvember 1945, og höfðu Svíar þar forgöngu. Tilgangur- inn er að efla samvinnu og kynni meðal listamanna um öll Norður lönd, en samband þeirra hefir verið mjög í molum hingað til. Og eitt af aðalverkefnum sam- bandsins var að koma á fót list- sýningum í höfuðborgum land- anna og hafa nú þessar sýningar verið haldnar í öllum höfuð- borgunum. í Osló 1946, í Stokk- hólmi 1947, Reykjavík 1948, Kaupmanahöfn 1949 og sýningin í Helsingfors er hin síðasta. Stjórn finsku deildarinnar kemst að orði á þessa leið í sýn- ingarskránni: „Það er okkur sérstök ánægja Finnum, að taka á móti listaverk um frá öllum Norðurlöndunum, er unnin hafa verið af listamönn um á öllum aldri og með mis- munandi skoðanir. Við sjáum hér viðleitni til þess, að finna hinn sérstaka norræna blæ í ó- samkynja list samtíðarinnar“. Frá Danmörku eru sýnd 39 málverk, 21 höggmynd, 9 kera- mikverk og 40 grafiskar myndir. í dönsku deildinni eru myndir eftir tvo Færeyinga, sem eiga þarna þrjú málverk og eina höggmynd. Sennilega’ er þetta í fyrsta skipti, sem færeyzk list er til sýnis í Helsingfors og vek- ur það að sjálfsögu sérstaka á- nægju. Alls eru í dönsku deild- listsýningunni inni 109 listaverk og kemst full- trúi dönsku sýningarinnar að orði á þessa leið: — ,,Við Danir höfum gert allt, sem í okkar valdi stóð, til þess að fá eins tákn ræna danska sýningu á þetta listamót í Finnlandi og mögu- legt er“. Norsku fulltrúarnir komast að orði á þessa leið: — „Frá hendi Norðmanna hafa ekki verið tök á að hafa á þessum sýningum neitt af norskum málurum, sem tilheyra Matisse-kynslóðinni, nema hvað nokkrar myndir voru frá þeim á Reykjavíkursýning- unni. En öðru máli er að gegna í ár, því hér eru myndir eftir Jean Heiberg, Axel Revold, Hin- rik Sörensen og Rudolph Tyge- sen. Er það að sjálfsögðu mikill vinningur fyrir norsku sýning- una, að þessir fjórir málarar taka þátt í henni. T. d. er mynd Sörensens af Par Lagerkvist eitt hið þróttmesta og ágætasta, sem við eigum til í þessari myndlist- argrein og eins hin mikla mynd hans af Agnes Mowinkel, en langmest kveður að þessari mynd hans í öðrum salnum, þar sem norska listin er“. Alls eru í norsku deildinni 124 listaverk, 64 málverk, 32 högg- myndir, 25 grafiskar myndir og 3 vefnaðir eftir listakonurnar Hannah og Ryggen. í mótsetningu við það sem Danir segja, komast Svíar þann- ig að orði í myndaskránni, að ekki hafi verið mögulegt innan ramma sýningarinnar, að koma þar að því, sem tvímælalaust er bezt í sænskri list, því til þess er sýningin of lítil og sænsk list of víðfeðm. Hægt hefði verið að fá margar sýningardeildir jafn góðar og þessi er af sænskri list. Svíar hafa þarna 67 málverk, 27 höggmyndir, 37 grafiskar myndir, gobelin veggteppi og nokkrar mosaik myndir, alls 136 listaverk. Sogsvirkjunin kostar um 150 •nillj. kr. með núv. verðlagi Stjórn fyrirtækisins hefir fengið tilboð í byggingarvinnu og vélar. Á FUNDI bæjarráðs þann 26. marz s.l. var svohljóðandi tillaga §erð til bæjarstjórnar: „Bæjarstjórnin samþykkir fyr ir sitt leyti að veita stjórn Sogs- virkjunarinnar fullt umboð til þess að gera hverskonar samn- iuga um framkvæmdir við virkj- un Írafoss-Kistufoss í Soginu. Haupsamninga um nauðsynlegt landrými (eða ákvörðun um eignarnám, ef svo ber undir), verksamninga um byggingar- framkvæmdir, samninga um haup á öllum vélum og tækjum lil virkjunarinnar o. s. frv. Umboðið nær ennfremur til öflunar nauðsynlegs lánsfjár, b- á m. til ákvarðana um útgáfu hverskonar skuldabréfa, og yfir- ieitt til hverskonar ráðstafana, er leitt geti til þess, að fyrirhug- a ð a r virkjunarframkvæmdir ' erði hafnar og þeim lokið svo fljótt sem föng eru á. Baejarstjórnin veitir þetta um- hoð til hverskonar ákvarðana Sogsvirkjunarstjórnarinnar, sem hún samþykkir einróma. Ef á- greiningur verður í stjórninni um slíkár ákvarðanir, er 12. gr. 1 sameiningarsamningi 30. júlí 1949 tekur til, áskilur bæjar- stjórnin sér rétt til að fá mál- efnið til úrskurðar að sínu leyti“. Hvernig kosinaðurinn skiptist. Á bæjarstjórnarfundi í gær skýrði borgarstjóri frá því, að Sogsvirkjunarstjórnin h e f ð i fengið tilboð í allt verkið. Er það í þrennu lagi. 1. Tilboð í byggingarvinnuna, þ. e. a. s. neð- anjarðargöngin, sem á að grafa °g neðanjarðarstöðina. 2. Túr- bínurnar. 3. Rafalar og rafbún- aður. Þar sem föst tilboð liggja nú fyrir í verkið, er hægt að gera sér ljósari grein fyrir því en áð- ur, hvað virkjun þessi muni kosta. Hefir stjórn Sogsvirkjun- arinnar haft þetta mál til með- ferðar undanfarna mánuði, til þess að hún gæti ákveðið hvaða tilboði hún eigi að taka. Samkvæmt tilboðunum hefir verið gerð ný áætlun um stofn- kostnað. En sú áætlun hefir hækkað að mun við tvær gengis- breytingar, sem orðið hafa síðan í fyrrahaust. Niðurstaðan er sú, að Sogs- virkjunin kosti samtals 139,5 millj. króna. Þessi kostnaður skiptist þann- ig, að hinn innlendi kostnaður verður 56 millj. kr., kostnaður, sem greiðist í sterlingspundum 19,1 millj. kr. og kostnaður, sem greiðist í dollurum 64,4 millj. kr. Leiðir til fjáröflunar. Um fjáröflun er það að segja, að stjórn Sogsvirkjunarinnar vonast eftir, að hægt sé að fá að láni hjá Marshallstofnuninni það fé, sem þarf til hins erlenda kostnaðar. Bæjarsjóður Reykja- víkur leggi fram 12 millj. króna og ríkissjóður sömu upphæð. Hefir bæjarsjóður á undanförn- um tveim árum lagt fram IVi milljón árlega og tillag hans í ár verður 3 millj. króna. Fram- lag ríkisins hefir ekki verið sam- þykkt ennþá. En tvær fyrrver- andi ríkisstjórnir hafa gefið fyr- irheit um, að beita sér fyrir að það framlag fengist. Fé til hins innlenda kostnaðar, að fáist að láni úr Mótvirðissjóði Marshallframlaga. Reyna mætti lánsútboð. En möguleikar fyrir skuldabréfa- sölu eru litlir um þessar mundir. Tillaga bæjarráðs um að veita Sogsvirkjuninni umrætt umboð var samþykkt með samhljóða at- kvæðum. Mbl. 14. apríl. í Helsingfors Fyrir hönd finnskra lista- manna segir deildarstjórn þeirra að á árunum eftir 1940 hafi finnsk list orðið fyrir bagalegri einangrun. í myndum Finna á hinum norrænu sýningunum hafi mest kveðið að hlutrænum landslags- og mannamyndum. Stórar „kompostionir“ hafi verið fáar og lítið borið á þeim. Finnsk ir listamenn reyni að finna sjálfa sig í straumköstum utanaðkom- andi áhrifa, því þeim sé það ljóst, að aðeins eftir þeirri leið sé hægt að ná list, sem hafi sterk an grundvöll í þjóðlífinu. Mynd- höggvarar hafa farið sína eigin leið. í finnskum höggmyndum finna menn sterk persónuein- kenni, einkum þegar höggvið er í stein. Finnar sýna 105 listaverk, 50 málverk, 39 höggmyndir og 16 grafiskar myndir. Frá íslandi eru 82 listaverk, 40 málverk, 17 höggmyndir, 19 grafiskar myndir, 4 teikningar og tvær svartlistarmyndir. Álit listdómaranna hefir sem sagt ekki birst ennþá. En ís- lenzku og norsku listaverkin hrífa mig mest, svo sem „Kópar“ Finns Jónssonar, landslagsmynd Jóhannesar Kjarval og „Þoka á fjöllum", eftir Guðmund Ein- arsson, en hún hefir verið seld, „Síldarstúlkur“ Gunnlaugs Blön dal og mynd Davíðs Kristjáns- sonar, „Við álfaklöpp“, svo að nokkrar séu nefndar. Auk mynd ar Guðmundar Einarssonar hafa selzt tvær myndir eftir Sigurð Sigurðsson á sýningunni, sjálfs- mynd hans og kyrralífsmynd. M-L-H. Mbl., 5. apríl. ísland er honum hugleikið Stutt samtal við William S. Key hershöfðingja Business and Professional Cards RÓM í marz: — „ísland verður mér ávalt minnisstætt og oft hugsa ég til fjölda margra vina og kunningja, sem ég á þar. Von- ast ég til að geta, áður en langt um líður, komið í heimsókn aft- ur til íslands“. Á þessa leið fór- ust William S. Key hershöfð- ingja orð, er ég hitti hann af tilviljun í Rómaborg á dögun- um. Key hershöfðingi var lengst af yfirmaður Bandaríkjahersins á Islandi í styrjöldinni. Hann var síðar við herstjórn í Ung- verjalandi. Hann hefir nú látið af embætti sínu í hernum, og einnig dregið sig að mestu í hlé frá kaupsýslu. En hún var ann- að aðalstarf hans í heimafylki hans, Oklahoma. Hann er nú á- samt konu sinni á ferðalagi um Evrópu, til.að heimsækja yngri son sinn og tengdadóttur. Sonur hans er liðsforingi í ameríska hernum í Þýzkalandi. Spurl frétta frá íslandi. Key hershöfðingi þurfti margs að spyrja frá íslandi, er við hittumst. Fyrst og fremst hvern- ig þjóðinni vegnaði yfirleitt. síðan barst talið að einstökum mönnum, sem hann hafði kynst. Þótti hershöfðingjanum sorglegt að heyra, að séra Friðrik Hall- grímsson væri látinn. — „Þessi elskulegi og virðulegi kennimað- ur“, eins og hann komst svo rétti lega að orði. Frúin sagðist hafa heyrt svo mikið um Island og íslendinga frá manni sínum, að hún hefði fengið mikinn áhuga fyrir landi og þjóð. Sér fyndist, sem hún þekkti marga á íslandi, þótt hún hefði fæsta þeirra séð, eða kynst af eigin raun. En það væri vegna þess hve maðurinn sinn talaði oft um ísland og íslenzka vini sína. Endurfundir í New York. Skömmu áður en Key hjónin fóru frá Bandaríkjunum til Ev- rópu, um síðustu mánaðamót, komu allmargir amerískir her- menn saman til endurfunda í New York, í fyrsta sinn eftir styrjöldina. Voru þar nokkur hundruð manna saman komnir. Meðal þeirra voru margir íslend ingar, sem búsettir eru í Ame- ríku. Thor Thors, sendiherra, kom á fundinn og hélt þar ræðu, «em vel var tekið og áheyrendunum fannst mikið til um. „Þessir endurfundir glöddu mig mikið“, segir Key hershöfð- ingi. „Þar var tækifæri til að rifja upp margar góðar endur- minningar frá Islandsdvölinni". „Opið hús" fyrir íslendinga. „Því miður eru tækifærin ekki mörg til að hitta íslendinga í Oklahoma eða heyra fréttir frá Islandi", segir Key. „En ég set mig aldrei úr færi til að hitta ís- lending þar“. Mörgum er kunnugt um hug Key-hjónanna til Islands og ís- lendinga. Ég minnist- sögu, sem vinur minn sagði mér í fyrra. Hann var á ferðalagi í Glasgow í Skotlandi og beið eftir brott- farartíma flugvélar. Settist hann niður við borð í biðsal. Vildi þá svo til, að þar settist annar mað- ur, honum ókunnur. Tóku þeir tal saman, íslendingurinn og að- komumaður. Kom þá í ljós að þetta var Bandaríkjamaður frá Oklahoma á leið til Norðurlanda. „Svo þér eruð Islendingur?" sagði hann. „Þá er ég með kveðju til yðar frá Key hers- höfðingja, sem er góður vinur minn. Þegar hann frétti, að ég væri á leið til Norðurlanda, sagði hann við mig: „Það getur verið að þú rekist á íslending, og ef svo fer, þá berðu honum kveðju mína og bið þú hann að bera hana til vina minna á íslandi“. Kveðjur til íslenzkra vina. — Key hershöfðingi bað mig einn ig að bera kveðju heim til fjölda margra vina hans, sem hann nafngreindi. Veit ég ekki hvern- ig verður um efndir að skila þeim öllum, nema að það sé gert hér með. Kveðjurnar geta allir tekið til sín, sem kynntust hers- höfðingjanum á íslandi. Það var ótrúlegur aragrúi ís- lenzkra nafna, sem hann taldi upp og spurði um líðan og gengi hvers eins. „Þótt ég gæti ekki látið verða af því, að koma til íslands í þess- ari Evrópuför, þá hefi ég í hyggju að koma þangað ein- hvern tíma. „Það er eitthvað seiðmagn yfir Islandi og íslenzku þjóðinni, sem maður gleymir aldrei“, sagði Mr. Key að lokum. — í. G. Mbl. 15. apríl „St-íganda" bjargað fró sfrandi Vélskipið Stígandi frá Ólafs- firði varð fyrir því óhappi í gær, að vél þess bilaði og munaði minstu, að skipið ræki stjórn- laust upp á sker.. Þetta gerðist skamt norður af Skagatá, en þar mun Stígandi hafa verið að veiðum. — Vindur var nokkur af norðri eða norð- austri og rak bátinn í áttina að landi. Var einkum talin hætta á að hann bæri upp á svonefnt Skallarif. Skipverjum tókst að stýra skipinu fram hjá því, á síðustu stundu, með seglaútbún- aði skipsins. Slysavarnafélagið bað nær- stödd skip að fara Stíganda til aðstoðar og um kl. 1 var vélskip- ið Stjarnan frá Akureyri komin Stíganda til hjálpar. — Mun hann þá hafa verið kominn mjög nærri landi. Að öðru leyti hefir allt verið tíðindalaust af sjónum nú und- anfarna daga, enda bezta veður flesta þeirra. Mbl., 12. apríl SELKIRK METAL PR0DUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vi8. heldur hita frá aS rjúka út með reyknum — Skrifið símið til KELLY SVBINSSON 187 Sutherland Ave., Winnipeo Simi 64 358 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg Phone 924 624 /JWMHBéX Also ^ÍKSTiÍ 123 TENTH ST. 1 JEWELLERS BRANDON 447 Portage Ave, Ph, 926 885 Offire Ph, 925 668 Res, 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister, Sollcltor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. ING1MUNDS0N Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs 632 Simcoe St. Winnipeg, Man DR. A. V. JOHNSON Dentiat 506 SOMERSBT BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslmi 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur í auona, eyrna, nef oo kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutimi: 2.00 til 5.00 e. h DR. ROBERT BLACK SérfræOinour i augna, eyrna. nef oo hrílssiúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrlfstofuslml 923 861 Heimasíml 403 794 EYOLFSON'S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsali Fólk getpr pantaS meBul og annaS með pöstl. ’ Fljðt afgreiðsla GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 68 VICTORIA ST„ WINNIPKG Phone 92 8211 Uanayer T. R. THORVALDSON Tour patronage will be appreclated G. F. Jonasson, Pres. & Mac. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Slml 925 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 Phone 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. í. PALMASON * CO. Chartered Accountanta 605 Confederation Llfe Bldg. Wlnnipeg Manitoba PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisiers - Soliciiors Ben C. Parker, K.C. B Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN, M.D., Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg Oí FICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson 8UITE 6 — 652 HOME ST, Viðtalstími 3—5 eftir húdegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk. Man. Offlce hra. 2.30—6 p.m. Phones: Offlce 26 — Ree. 230 iffice Pnone 924 762 Res Phone 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDtCAL ARTS BLDO. Office Hours:^4 p.m.—6 p.m and by appointment DR. H. W. TWEED Tanulæknir 508 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave og Smlth 8t Phone 926 952 WINNIPEO Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES "The Working Man’s Friend" DL. 111/1 297 Princbss Strret rn. 40404 Half Block N. Logan SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð. o. ■. frv. Phone 927 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrŒÓinoar 209BANK OF NOVA SCOTIA BQ. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. R. FAOE, Managing Dlrector Wholesale Distributors of Frasb and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur ltkkistur og annast um Ot- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstotu talsiml 27 324 Heimllls talsíml 26 444 Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just West of New Matemity Hospital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Nell Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.