Lögberg - 06.07.1950, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. JÚLÍ, 1950
3
Tuttugu flugferðir vestur yfir
Grænlandsjöku! i sumar
Business and Professional Cards
RÖDD GUÐS.
(Lausleg endursögn úr sænsku)
ÞAÐ VAR UM VETUR. Eg
gekk krókóttan skógarstíg, sem
ég hafði víst aldrei gengið áður.
Samt sem áður kom hann mér
kunnuglega fyrir sjónir. Mér
fannst ég kannast við hvern
krók og hverja beygju. Skyldi
ég annars hafa einhvern tíma
gengið þennan stíg áður? Það
hefir þá verið að sumarlagi fyr-
ir mörgum árum. — Það var
kalt í veðri, en kyrrt. Heiðbjart-
ur, kaldur vetrardagur. Þegar ég
hafði gengið all-langa leið, bar
mig að lágum skógarkofa, er
stóð þar í bjarkaskjóli. Fyrst á-
leit ég, að kofinn væri mann-
laus, en svo sá ég brátt, að úr
reykháfnum rauk. Þar hlaut því
einhver að búa. Já, alveg rétt.
Hér býr hann. Eiríkur gamli í
kofanum. Auðvitað. Eg leit inn.
Hann sat á bekk framan við eld-
stæðið. Hrukkótt andlit. Ógreitt
hár. En svipurinn bjartur og
góðlegur. „Jæja, svo menn eru
þá hér á skemmti göngu,“ sagði
hann íbygginn, þegar við höfð-
um heilsazt. „Eg lagði leið mína
af tilviljun hingað,“ svaraði ég.
„Og svo leiztu inn til gamla
mannsins, góða mín.“ Hann þú-
aði mig, þó að við hefðum aldrei
fyr sézt. Mér lá við að móðgast.
,Eg rakst hingað af tilviljun,“
sagði ég afsakandi. En Eiríkur
gamli hristi höfuðið og sagði með
alvöruþunga: „Nei, það skeður
ekkert af tilviljun. Það er ein-
hver tilgangur með flestu, —
jú, öllu.“ „Ekki öllu,“ andmælti
ég. „Jú, það er eitthvað um-
hverfis okkur eða innra með
okkur, sem stýrir gangi vorum.
eitthvað gott, en stundum eitt-
hvað vont. Ólík öfl berjast um
okkur,“ mælti gamli maðurinn.
„Máske,“ skaut ég inn í. „Meinið
er, að við gefum þessu svo lítinn
gaum,“ bætti Eiríkur við. „Við
álpumst svo oft áfram í blindni.
Til allrar óhamingju gefum við
okkur ekki tómstund til að
hlusta eftir röddunum, sem tala
í sálunni. Ef við gjörðum það,
færi margt öðruvísi en það gjör-
ir- „Farðu í þessa átt,“ segir ein
rÖddin. „Komdu hingað,“ segir
önnur. Þannig hefst barátta inn-
ra með okkur og úrslitin eru
undir því komin, hvort við hlýð-
um rödd vonzkunnar eða góð-
leikans." „Samvizku sinni á sér-
hver að hlýða,“ svaraði ég.
„Menn segja það,“ varð Eiríki
að orði. „En rödd Guðs á sérhver
maður að hlýða og henni einni.
Og rödd Guðs er skýr, og þarf
því enginn að efast um hana.“
Eg laut höfði til samþykkis. Mér
fannst ég skilja, hvað hann átti
við. „Guð er allsstaðar,“ hélt
hann áfram. „Hann er í blómun-
um, skýjunum og hið innra með
okkur. Guð er í alheimsgeimi
°g Guð er í sjálfum oss. Bara,
að við gættum þess sem vera
bæri!“ Mér fannst ég verða að
gjöra þessa athugasemd: „Að ég
rakst hingað inn var þó einskær
tilviljun og á ekkert skylt við
innri köllun.“ Eiríkur leit alvar-
ioga á mig og segir svo með
mikilli áherzlu: „Ertu nú alveg
viss um það? Verið gæti, að ein-
hver þurfi á hjálp þinni að halda
hér á slóðum og það hafi eftir
allt saman verið Guð, sem stýrði
göngu þinni hingað.“ Eg gat
varla varizt brosi og mælti: „Hér
er að minnsta kosti engum að
hjálpa.“ „Jú, ég þarfnast hjálp-
ar þinnar,“ mælti Eiríkur alvar-
iega, „Svo er mál með vexti, að
snemma í morgu^ vatzt annar
fóturinn illa undir mér. Það kom
mér reglulega illa. Eg er matar-
íaus hér í kofanum, en ætlaði
mér í kaupstað í dag. Nú kemst
ég ekki spannarlengd hjálpar-
faust. Eg get aðeins setið þar
sem ég er kominn og beðið.
Stundum líða heilir dagar — já,
jafnvel vikur — án þess að hér
heri gest að garði. Fyrst greip
^big sár kvíði, er ég hugsaði út
| það. En brátt breyttist kvíð-
irm í trúnaðartraust. Eg vissi
Sem var, að Guði myndi kunn-
ugt um, hvernig komið væri fyr-
lr mér, og að hann myndi ekki
bregðast mér. Það leið heldur
eigi á löngu þangað til ég heyrði
rödd hans mæla: „Vertu óhrædd
ur, Eiríkur í kofanum, þér verð-
ur bráðum hjálpað.“ Nokkru
síðar leizt þú svo inn til mín.
Eg átti von á þér eða öðrum. Og
geturðu nú haldið því fram í al-
vöru, að þig hafi borið hingað
af tómri tilviljun?“ „Nei,“ svar-
aði ég; „Það lítur út fyrir, að
einhver hafi verið í ráðum með
mér.“ „Já, það er vissulega satt,“
mælti Eiríkur. „Rödd Guðs
hlýddirðu, að ósjálfráðu þó.“
Eg' gerði að meiðslum gamla
mannsins til bráðabirgða og
skipti nesti mínu milli okkar.
Svo sneri ég aftur til bæjarins
og lét vita, hvernig komið væri
fyrir houm. Eg gekk sömu leið
til baka, en nú fannst mér allt
breytt. Eg hafði lifað ógleyman-
lega stund. Eg hafði þreifað á,
að skemmtiganga, sem stofnað
var til án nokkurs sérstaks til-
gangs af minni hálfu, var not-
uð til að vinna vissum manni
hjálp, þegar honum lá á. Er
þessu ætíð svona farið? Stýrir
hulin hönd hverju feti voru?
Vissulega. — En hve samtalið
við Eirík gamla bregður björtu
ljósi yfir margt! Hann hefir
sjálfur — að því er sýnist —
lifað einn í kofa sínum í mörg
ár. En — hefir hann verið einn?
Nei! Hann hefir lifað í innilegu
samfélagi við Guð. Heyrt rödd
hans í sinni eigin sál. Treyst for-
sjón hans og tekið svo öllu, sem
honum bar að höndum án kvíða
og möglunar. Er þessu svona far-
ið um oss hin, er lifum í fjöl-
menninu? Hve mörg af oss
hlusta á Guðsröddina, sem stýr-
ir oss í straumi lífsins?
Héðinn frá Svalbarði.
Aðalfundur
Eimskipafélagsins
AÐALFUNDUR Eimskipafé-
lags íslands var haldinn í Eim-
skipafélagshúsinu á laugardag-
inn var, og voru þar mættir full-
trúar, er fóru ifteð umboð rösk-
lega þriðjungs hluthafa. Setti
formaður félagsins, Eggert
Claessen, fundinn, en fundar-
stjóri var Ásgeir Ásgeirsson,
bankastjóri og fundarritari
Tómas Jónson, borgarritari.
Áður en gengið var til dag-
skrár ávarpaði formaður félags-
ins Árna Eggertsson lögmann
frá Winnipeg og minntist starfs
hans og föður hans, en
hann þakkaði ávarp formanns,
bar fram árnaðaróskir, þakkaði
þann sóma er honum
konu hans og dóttur hafði verið
sýndur með heimboðinu og
færði að lokum kveðju Ásmund-
ar P. Jóhannssonar frá Winni-
peg-
Síðan flutti formður skýrslu
um hag félagsins og fram-
kvæmdir þess á liðnu ári, en
gjaldkeri, Halldór Kr. Þorsteins-
son, lagði fram reikninga.
Úr stjórninni áttu að ganga
Eggert Claessen, Guðmundur
Ásbjörnsson, Richard Thors og
Ásmundur P. Jóhannsson, en
voru allir endurkjörnir.
Guðmundur Vilhjálmsson hef-
ir nú veitt félaginu forstöðu í
tuttugu ár, og var þess minnzt
á fundinum. —Alþbl. 13. júní
Kennsla í íslenzku
í Uppsölum
Háskólinn í Uppsölum hefir
veitt 5 þús. sænskar kr. til
íslenzkukennslu við Uppsala-
háskóla á næsta vetri. Hefir Jón
A. Jónsson norrænufræðingur
verið ráðinn til kennslunnar og
mun hann flytja fyrirlestar um
íslenzka tungu og ísl. bókmennt-
ir við háskólan nen auk þess
kenna norrænufræðingum nú-
tíma íslenzku. Norrænufræðing-
ar við Uppsalaháskóla eru á ann-
að hundrað. —Tíminn, 7. júní
Loftleiðir flyija 100
smálesiir af vörum
iil franska vísindaleið
angursins þar
SAMNINGAR HAFA nýlega
tekizt um það milli flugfé-
lagsins Loftleiðir h.f. og frönsku
leiðangursmannanna, sem vinna
nú að rannsóknum á Grænlandi,
að Loftleiðir flytji í sumar 100
tonn af varningi og vistum upp
á Grænlandsjökla. Flutningar
þessir munu hefjast núna um
miðjan júnímánuð, og ferðirnar
verða um tuttugu talsins.
Eins og kunnugt er hefur
franskur vísindaleiðangur unnið
að rannsóknum nú að undan-
förnu í bækistöðvum á Græn-
landsjöklum. Hófust þær vorið
1948 og er áætlað að þeim verði
lokið 1951. Tilgangurinn með
þeim er mjög margbrotinn, m.
a. að rannsaka áhrif Grænlands-
jökuls á veðurfar og kanna fjöll-
in undirjökulhettunni. Þetta
rannsóknarstarf, sem kostað er
af frönskum stjórnarvöldum, er
að nokkru leyti tvíþætt, því ann-
ar leiðangur undir sömu yfir-
stjórn, hefur bækistöðvar á
Adéliélandi, eigi alllangt frá
suðurskautinu.
Yfirmaður þessa rannsóknar-
starfs er franski vísindamaður-
inn Poul-Emile Victor, sem er
arftaki og lærisveinn dr. Char-
cot’s og fór 1 fyrsta rannsóknar-
leiðangur sinn til Grænlands
undir handleiðslu hans, þá 25
ára að aldri, en síðan hefur hann
eingöngu unnið að svipuðum
eða skyldum störfum og er nú
heimskunnur.
Holræsagerð er nær til
vatnasvæðis á stærð við
Reykjavík innan Hring-
brautar.
LOKIÐ ER AÐ mestu fyrri
áfanga í mestu holræsagerð
hér á landi, en það er lagning
holræsis frá sjó allt upp að
Þvottalaugum eða 1156 metra.
Vatnasvæði Laugardals, er
þessi holræsagerð nær til, er
um 256 ha, og er það sambæri-
legt við allt vantasvæði gömlu
Reykjavíkur þ. e. innan Hring-
brautar.
3000 lítrar á mín
Hafist var handa með verk
þetta um miðjan júní fyrra og
nú má heita að verkinu sé lok-
ið og aðeins eftir að slétta
land, þar sem holræsin hafa ver-
ið lögð. — Þvermál pípanna í
aðalæð er 1.40 m. og getur sú
leiðsla flutt 3000 lítra á sekúndu.
Leiðslan er sett saman úr metra
löngum pípum úr járnbentri
steinsteypu, en þær eru fram-
leiddar hjá Pípugerð Reykjavík-
ur. — Þyngd hverrar pípu er
1800 kg.
Hliðarleiðslur
Beggja megin við aðalæð eru
lagðar 12” pípur, sem ekki eru
þéttar um samskeytin og flytja
þær jarðvatn sem safnast sam-
an. Sjálf aðalæðin er vatnsþétt.
Þar sem aðalæðin gengur fram
í sjó hjá Kirkjusandi er steypt
utan um hana til varnar sjávar-
gangi. Tíu brunnar er á aðalæð
til þess að hægt sé að komast
niður í hana til eftirlits. Á hlið-
arleiðslum eru einnig brunnar
með 100. metra millibili.
Þríþætiur lilgangur
Með þessari holræsagerð er
það fyrst og fremst unnið að
setja lækinn, sem rann eftir
Laugardalnum í stokk, en í
hann var leitt allt skólp og ann-
ar óþverri frá byggðinni í daln-
um. í öðru lagi þjónar holræsa-
gerð þessi því augnamiði að
ræsa fram væntanlegt íþrótta-
svæði og þurrka það, en vinna
þar er þegar hafin. 1 þriðja lagi,
ef holræsagerðinni verðu hald-
Hingað til lands kom Poul-
Emile Victor 22. apríl í fyrra,
og voru þá í fylgd með honum
35 vísinda- og aðstoðarmenn, en
héðan fóru þeir til Grænlands,
tóku land á vesturströndinni,
þar sem nú heitir síðan Victors-
höfn, og selfluttu þaðan varning
alla leið inn á miðja Grænlands-
jökla. Átta vísindamenn höfðu
vetursestu í bækistöðvunum,
sem settar voru upp þar, en
hinir héldu heimleiðis í fyrra-
haust.
Poul-Emile Victor kom aftur
hér við í vor, er hann var á leið
til Grænlands og skýrði þá frá
ýmsu athyglisverðu, auk árangs-
ins af vísindarannsóknunum
sjálfum, m.a. einangrunarefni
því, sem notað er í hús leiðang-
ursmanna, er veldur því, að inni
er oft allt að 20 stiga hiti þótt
gaddur sé úti. Héðan fór hann
svo áleiðis til Grænlands og
komst eftir nokkra hrakninga
enn til Victorshafnar, og er hann
nú að leggja þaðan af stað upp
á jökulröndina. Tveir áfanga-
staðir eru á leiðinni til aðal-
stöðvarinnar, sem er, eins og
fyrr segir, inni á miðjum jökl-
inum á 72- grðu n. br. og 41.
gráðu v. 1. í 850 mílna fjarlægð
frá norðurpólnum.
Enda þótt þetta sé fyrsti
Grænlándsleiðangurinn, sem
notar að verulegu leyti vélknú-
in farartæki, þá eru örðugleik-
arnir á að koma vistum og öðr-
um nauðsynjum frá ströndinni
inn á jökulinn, svo gífurlegir, að
ákveðið var að flytja um 100
tonn loftleiðis héðan frá Islandi
og varpa þeim úr flugvélum,
sumu úr 10—15 metra hæð, en
öðru í fallhlífum.
Samningaumleitanir hófust
fyrir allöngu milli Loftleiða h.f.
og leiðangursmanna um, að Loft-
leiðir önnuðust þessa flutninga
og nýlega fór Alfreð Elíasson
flugstjóri til Parísar, gekk þar
frá samningunum og undirritaði
þá í umboði félagsins. Eru þeir
mjög hagkvæmir fyrir Lofleið-
ir og mun framkvæmd þeirra í
engu raska gerðum áætlunum,
en veita örugga vinnu milli Ev-
rópuferðanna.
Fyrsta Grænlandsförin verður
farin 15. þ. m. og verður „Geys-
ir“ notaður til ferðanna, sem
munu verða um 20. Birgðir
verða fyrst fluttar til bæki-
stöðvanna tveggja, sem eru milli
aðalstöðvarinnar og jökulrand-
arinnar, en síðar verður farið
með um 65 tonn til aðalstöðvar-
innar. Gert er ráð fyrir að ferð-
unum verði lokið seint í júlí-
mánuði. Hver ferð mun taka um
8—10 klukkustundir héðan og
heim, ef 45 mínútur eru ætlað-
ar til afhleðslu.
Væri óskandi, að flutningar
þessir tækjust giftusamlega, því
heimsblöðin fylgjast vel með
hinum franska vísindaleiðangri
og munu vafalaust skýra greini-
lega frá þessum íslenzka þætti
hans og vekja þannig verðskuld-
aða athygli á íslenzkum flugmál-
um. —Alþbl. 10. júní
ið áfram alla leið að Holtavegi
næstkomandi vetur er gert
mögulegt að byggja'vestan við
Langholtsveg miðjan, en ætlast
er til að byggðin verði í vestur
en ekki til norðurs eins og hing-
að til hefir verið.
Bæjarverkfræðingur B o 11 i
Thoroddsen, yfirverkfræðingur
Einar Pálsson og Ingi Ú. Magn-
ússon verkfræðingur fram-
kvæmdu undirbúningsrannsókn-
ir og áætlanir um verk þetta,
en yfirverkstjórin hehfir Guð-
laugur Stefánsson haft á hendi.
—Vísir 7. júní
Bus. Phone 27 »89—Res. Phone 36 151
Rovatzos Flower Shop
Our Speelaltles:
WEDDING CORSAGES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Mlu K. Chrlstle, Proprletress
Formerly wlth Robinson & Co.
233 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA
SELKIRK METAL PR0DUCTS LTD.
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
við, heldur hita frá að rjúka út
með reyknum — Skrifið símið til
KELLY SVEINSSON
187 Sutherland Ave., Winnipeg
Sími M 358
PARKER, PARKER
& KRISTJANSSON
Barristers - Soliciiors
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 923 5«1
JOHN A. HILLSMAN.
M.D.. Ch. M.
332 Medical Arta. Bldg.
OBFICE 929 349 Home 403 288
Phone 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
8UITE 6 — 652 HOME ST,
Vlðtalstlmt 3—5 eftir hádegi
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk. Man.
Office hrs. 2.30 6 p.m
Phones: Offioe 26 — Res. 2S0
Offlce Phone Res Phone
924 762 726 116
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDQ.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
DR. H. W. TWEED
Tannlœknir
508 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth 8t.
Phone 926 952 WINNIPEG
Office 933 587 Res. 444 389
s. A. THORARINSON
BARRISTER and SOLICITOR
4th Floor — Crown Trust Bldg.
364 Main Street
WINNIPEG CANADA
SARGENT TAXI
Phone 722 401
FOR QUICK RELIABLE
SERVICE
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG WPG.
Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot-
vega peningalán og eldsábyrgB.
bifreiðaábyrgB, o. ■. frv.
Phone 927 6*8
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
Lögfrcefinoar
209BANK OF NOVA SCOTIA BG
Portage og Garry St.
Phone 928 291
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAOE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fraeh
and Frozen Fish.
311 CHAMBKRS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 78 917
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur llkkistur og annast um llt-
farir. Allur útbúnaður sá beztl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talslmi 27 324
Heimilis talslmi 26 444
Phone 23 996 761 Notre Dame Ave.
Just West of New Maternity Hospital
Nell's Flower Shop
Wedding Bouquets, Cut Flowers
Funeral Designs, Corsages
Bedding Plants
Nell Johnson Ruth Rowland
27 482 88 790
—Kirkjuritið
Stórfelldar verklegar fram
kvæmdir í Laugardalnum