Lögberg - 06.07.1950, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. JÚLÍ, 1950
5
/iH LS/iMAL
rVCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
AF VERKUNUM SKAL MENNINA ÞEKKJA
— Hverskonar reynsla í lífinu
þroskar manneskjuna. Þeir, sem
verða fyrir andstreymi verða oft
viðkvæmari fyrir raunum ann-
ara; skilningur þeirra eykst og
samúð þeirra dýpkar. Hér fer á
eftir grein eftir íslenzka konu,
sem um langt skeið hefir átt við
heilsuleysi að stríða, en hugsun
hennar snýst ekki um hennar
eigin mótlæti; hún hefir ríka
samúð með öðrum, sem verða
fyrir andstreymi, — og er mér
því mikil ánægja að birta grein
hennar. — I. J.
Kæru lesendur:
Þar eð ég er sjúklingur sjálf,
og á erfitt með að skrifa, þá læt
ég þessar línur ekki verða fleiri
en þörf gerist.
Ég heyrði yfir útvarpið rétt
nýléga litla sögu, sem ég hélt að
öllum Islendingum myndi líka
að heyra, þar eð ég álít þessa
sögu í svo miklu samræmi við
íslenzkan hugsunarhátt yfir það
heila tekið. — Sagan er af litlum
dreng, sem heima á í New York-
borg, í fátækasta parti borgar
þeirrar, svo við getum öll getið
oss til hvernig ástandið hlýtur
að vera í þeim parti borgarinn-
ar — lélegt húsnæði ásamt ó-
nógum klæðnaði og ófullkomnu
fæði, og vafalaust mjög lítil upp
fræðsla á nokkru sviði; en þessi
saga sýnir engu að síður, að hinn
gamli málsháttur er réttur — að
það eru mannkostir, sem skapa
manninn, meira en nokkurn
tíma, mentun, peningar eða ætt-
erni.
Ég ætla að kalla þennan litla
dreng minn, Pál. Bezti vinur
hans var nýdáinn, svo að Páll
litli og vinir hans fóru að safna
peningum fyrir útför hins látna
vinar. Páfl átti vitanlega enga
peninga sjálfur, en hann átti
hund, sem honum hefir vafa-
laust þótt ósköp vænt um; en
sjálfselskan hjá Páli litla var
ekki á hærra stigi en það, að
hann seldi hundinn sinn fyrir
tvo dali, til þess að geta gefið til
útfarar vinar síns.
En maðurinn, sem keypti
hundinn, var einnig maður, sem
hafði hjartað á réttum stað;
hann gaf hundrað dali til útfar-
ar vinar Páls, með því skilyrði
að Páll fengi tuttugu dali af
þeim peningum, svo að hann
gæti keypt annan himd, og eitt-
hvað, sem hann vanhagaði mest
um. En Páll litli gaf flestum
okkar góða fyrirmynd; hann
vildi ekkert þiggja af þessum
peningum, en ákvað að þessum
tuttugu dölum væri varið til
þess að kaupa lítinn minnis-
varða á leiði hins látna vinar
síns.
Eins og við öll vitum, þá hafa
verið hræðilegar ástæður í Win-
oipegborg um tíma og vitanlega
víðar, bæði í bænum og annars
staðar, og eins hjá fólki sem býr
úti á landinu. Margt fólk hefir
uiist alt, sem það hefir verið að
vinna fyrir alla æfina, og slopp-
ið lifandi aðeins með það sem
það stóð upp í. Kringumstæður
eru hræðilegar, og er ekki erf-
Jtt fyrir fólk að skilja það, ef
Það aðeins vill reyna að setja
sig í spor þeirra, sem fyrir þessu
voða óhappi hafa orðið. Þörf fyr
lr hjálp er brýn, og ættu allir
að veita eins mikla hjálp og þeir
oiögulega geta.
Ég veit hve íslendingar yfir-
ieitt eru rausnarlegir; þeir eiga
Svo bágt með að gefa einn eða
tvo dali; fimm eða tíu dalir er
það minsta, sem þeim finst þeir
geta gefið, en það eru ekki allir
fom hafa ástæður til þess. En
ara einn dollar er stundum mik
1 hjálp þeim sem ekkert hafa,
°g það safnast þegar saman
kemur — ef allir íslendingar,
bara í Winnipeg, gefa einn dal
hver, þá yrði sú upphæð til að
hjálpa mörgum, sem í raun og
veru, þarfnast hjálpar — fólki,
sem er klæðlítið og illa á vegi
statt.
Ég býst við, að margt af því
fólki, sem varð fyrir þessu ægi-
lega vatnsflóði fyllist örvænt-
ingu, fái það ekki nægilega
hjálp, og missi alt traust á okkar
almáttuga og eilífa guði, og er
það ennþá hræðilegra en eigna-
tjón, eða jafnvel heilsuleysi, því
án trúar á almáttugan og eilíf-
an guð, er líf á þessari jörð eigin-
lega ekkert líf.
S. Nellie Snidal
Einvera og félagslyndi.
Vissar andstæður skapa fagra
heildarmynd. Til dæmis er
sennilegt, að sá maður reynist
bezti félaginn, hinn samvinnu-
þýðasti og liprasti, sem unir bezt
einverunni á hljóðum endur-
nærandi hvíldarstundum.
Stórskáldið Goethe segir: „Að-
eins í samfélagi við aðra menn
er maðurinn fullkominn mað-
ur“.
Annað stórskáld, Einar Bene-
diktsson, segir:
„Maðurinn einn er ei nema
hálfur, með öðrum er hann meiri
en hann sjálfur".
En svo segir þetta sama skáld:
„Hin dýpsta sjón, hún sýnist al-
drei tveim“.
Til þess að skilja lífið sem
bezt, þarf maðurinn að sjá djúpt
og hátt. Hann þarf að ígrunda
dýpstu rök tilverunnar. Slíka
ígrundun má ekkert trufla. Full-
komin einvera og kyrrð er þá
nauðsynleg. Aðeins þannig sézt
„hin dýpsta sjón“.
Aðeins í fullkominni kyrrð og
einveru getur maðurinn hlustað
nægilega vel á rödd samvizku
sinnar, og með því hlustar hann
á Guð í sjálfum sér og Guð í
alheimsgéimi, og fær þá hina
beztu leiðsögn.
Sjálfur benti Meistarinn á,
hversu eintal sálarinnar og ein-
veran í nálægð Guðs væri mann
inum nauðsynleg til þess að
hann geti umgengizt meðbræð-
ur sína, sér og þeim til blessun-
ar.
Sá, sem kann að vera einn og
búa ánægjulega með sjálfum
sér, kann bezt að umgangast
aðra menn. En þetta tvennt
skemmtilega sameinað er veg-
ur til fullkomnunar.
Alvarlegasta vandamálið.
„Vandamál nútímans er ekki
aðeins járntjald, sem aðskilur
þjóðir, heldur og hin stálharða
eigingirni, sem skilur mann frá
manni og alla menn frá yfir-
stjórn Guðs“. —Frank Buchman
—EINING
Sá, sem eyðir öllu, sem hann
hefir, er þræll hins sparsama.
Auður safnast fyrir starf, varð
veitist fyrir sparsemi og vex fyr-
ir iðni og þolgæði.
Sérhverk stórfyrirtæki, sem
er framkvæmt með fé, er fram-
kvæmt með fé hinna sparsömu.
Aðferðin, sem menn eiga að
hafa, ef menn vilja spara, er
fjarska einföld. Eyddu minna en
þú aflar. Kauptu fyrir peninga
út í hönd og skuldaðu ekki.
Gefðu ekki fé þitt fyr en þú
hefir það handbært.
☆
Prófessor Baldur Kristjánsson
frá Fargo, N. Dak., er nýkominn
að sunnan og fór norður á Gimli
í heimsókn til foreldra sinna.
Stórauknir vöruflutningar með flugvélum
HORFUR ERU Á að í ár verði
meira flutt af vörum með
flugvélum en nokkuru sinni
áður.
Að því er Vísir hefir fregnað
hjá Flugfélagi íslands hafa ýms-
ar verksmiðjur og fyrirtæki hér
í bænum samið við félagið um
flutninga á vörum sínum víðs-
vegar út um landsbyggðina. Með
þessu móti kemst meiri hraði í
vörudreifinguna en annars og
ánægja neytenda vex.
Vöruflutningar með flugvél-
um hafa hraðvaxið með ári
hverju og nú að undanförnu
hafa heil byggðarlög, eins og t.
d. öræfin, fengið nær alla sína
aðdrætti loftleiðis og flutt afurð-
ir sínar einnig burt með flug-
vélum.
Flugfélag íslands hefir nýlega
gefið út ferðaáætlun í innan-
landsflugi fyrir yfirstandandi
mánuð. Verður flogið til Aureyr-
ar, Vestmannaeyja, Norðfjarðar,
Seyðisfjarðar, Blönduóss, Sauð-
árkróks, Siglufjarðar, Hólmavk-
ur, ísafjarðar, Kópaskers, Reyð-
arfjarðar, Fáskrúðsfjarðar,
Kirkjubæjarklausturs, Fagur-
Verksmiðjur og fyrir-
tæki semja við F.í. um
flulninga.
hólsmýrar, Hornafjarðar og
Egilsstaða.
í aðalatriðum verður ferðaá-
ætlunin með áþekku sviði og í
fyrra, nema hvað ferðir til
Egilsstaða voru heldur engar í
fyrra, en þær hefjast nú n.k.
laugardag og verða fyrst um
sinn einu sinni í viku, en verður
væntanlega fjölgað um eða upp
úr næstu mánaðamótum. Flog-
ið veður Catalínubát þangað og
lendir hann á Lagarfljóti.
Þá má ennfremur geta þess,
að flugið er smám saman að fær-
ast í það horf að fólk getur nú
orðið flogið milli einstakra
sýslna eða kauptúna án þess að
þurfa að hafa Reykjavík sem
millistöð eða tengilið. Þannig
hefir Flugfélagið t. d. vikulegar
áætlanir milli Reykjavíkur —
Blönduóss, Sauðárkróks, Akur-
eyrar og Kópaskers. Ennfremur
milli einstakra kauptúna á Aust-
fjörðum o.s. frv. Gera má ráð
fyrir að í framtíðinni færist
flugið enn meira í þetta horf, í
stað þess að áður var Reykjavík
eins konar „umskipunarhöfn“
allra þessara staða, og þangað
varð maður að fljúga fyrst, jafn-
vel þótt það væri þvert úr leið.
Flugvélakostur Flugfélags ís-
lands sem verður í notkun í
sumar verða 2 Catalínubútar, 2
Dakotavélar og Grummanbátur
auk Gullfaxa. Smærri vélar, sem
félagið á, verða ekki starfræktar
í sumar.
í maímánuði fluttu flugvélar
Flugfélags íslands samtals 2.191
farþega, 29,982 kg. farangur,
5,507,0 kg. póstur og 29,965 kg.
annar flutningur.
Innanlands var flutt: 1962 far-
þegar, 24,778 kg. farangur,
4.838 kg. póstur og 27.241 kg af
öðrum flutningi. Farþegaflutn-
ingar innanlands voru nokkuru
minni nú en á sama tíma á síð-
astliðnu ári.
Milli landa voru fluttir 229
farþegar, 5204 kg. farangur, 669
kg. póstur og 2.724 kg. annar
flutningur. Farþegar voru nokk-
uru færri nú en í maí 1949, póst-
ur nokkuru meiri og annar flutn
ingur um 80% meiri nú en í
fyrra. Vísir, 7. júní
íslenskur læknir í Danmörku
á ferð hér heima í sumar
Stutt samtal við Erling
Tulinius, sem fengið
hefur góða dóma sem
listmálari
Danir þyngja hegningarákvæðin um
háttsemi fimmtuherdeildarmanna
K.HÖFN, 13. maí. - 1 gær lagði
Steinecke, dómsmálaráðh. Dan-
merkur, frumvarp fyrir Ríkis-
þingið þar sem gert er ráð fyrir
þyngdum viðlögum við hvers-
konar landráðastarfsemi.
Meginatriði frumvarpsins eru
þessi: Dauðarefsing getur legið
við því, ef menn reyna að steypa
löglegri ríkisstjórn af stóli. Enn-
fremur er gert ráð fyrir dauða-
refsingu fyrir tilraun til að koma
landinu undir erlend yfirráð,
fyrir meiri háttar skemmdar-
starfsemi, ólögmæta framleiðslu
stöðvun og við stjórnskipulagið,
ef téð háttsemi er höfð í frammi
meðan á styrjöld eða umsátri
stendur eða er yfirvofandi. Að
öðrum kosti liggi ævilangt fang-
elsi við þessum afbrotum.
Njósnarar í ævilangt
fangelsi.
Þá geta njósnir varðað ævi-
löngu fangelsi. Það varðar allt
að 16 ára fangelsi að lama bar-
áttuþrek landsins og að beita
Ríkisþingið eða stjórnina of-
beldi.
I frumvarpinu er gert ráð fyrir
allt að 6 ára fangelsisvist fyrir að
láta sér um munn fara ummæli,
sem fallin eru til að efna til
fjandskapar erlendra ríkja 1
garð Danmerkur.
Erlendir áróðursstyrkir
refsiverðir.
Loks verður allt að tveggja ára
fangelsi lagt við að þiggja fjár-
hagsstyrk til stjórnmálaáróðurs
frá erlendu valdi, ef ekki er til-
kynnt um þess konar aðstoð.
Dómsmálaráðherranum fórust
m. a. svo orð, er hann mælti fyr-
ir frumvarpinu:
HJÓNAVÍGSLUR
Frmakvœmdar af séra Váldimar
J. Eylands í Fyrstu Lútersku
Kirkju í Winnipeg.
17. júní—John Donald Thord-
arson, 966 Sherburn St. og Betty
Jean Wasson, Ste. E. Elenora
Apts.
24. júní—Victor Wainwright,
1599 Alexander Avenue, og
Elinor Joyce McKenzie, 396
Victor Street.
1. júlí-Thomas William
Wragg, 65 Vivian Avenue, og
Norma Brynjolfson, Ste. 3, Karl-
ston Apts.
í lútersku kirkjunni að Gimli,
Manitoba.
24. júní—Frederick Charles
Charette, 469 Cumberland Ave.,
og Alda Jóhanna Peterson, 465
Cumberland Avenue.
Að 776 Victor Street:
22. júní—Gezur Arthur Leo
Alfred, frá Lundar, Man., og
Johanna Halldorsson, Lundar,
Man.
28. júní—Antony Tucker, 402
Kennedy Street, og Bertha
Eleanor Evans, 72 Humboldt
Avenue.
„Lagafrumvarp þetta er alvar-
leg viðvörun til þegnanna um
að athuga sinn gang í tima, þeg-
ar sjálfstæði og stjórnskipulag
ríkisins er í hættu statt“.
GULLNEMAR
Á hverju vori þegar ísa leysir
og gróðurangan kemur í loftið,
leggja nokkrir gamlir menn á
stað til fjallanna í Klondyke.
Það eru þeir, sem enn eru á lífi
af þeim æðistrylta hóp, sem
ruddist þangað árið 1898 til þess
að ná í auðæfi. Þeir hverfa
þangað á hverju vori til þess að
að njóta enn spenningsins, sem
gagntók þá fyrir rúmum 50 ár-
um. Flestir þessir menn eru ör-
eigar og gætu ekki búið sig út
til gullleitar sumarlangt. En rík-
isstjórnin hleypur undir bagga
með þeim og hjálpar þeim með
ráðum og dáð.
Snemma á hverju vori sendir
stjórnin í Yukon mann til þess-
ara gömlu frumherja og lætur
spyrja þá hvar þeir óski að leita
gulls á þessu sumri. Þegar upp-
lýsingar eru fengnar um þetta
hjá öllum, lætur stjórnin smala
þeim saman og flytja hvern og
einn á þann stað, er hann kaus
sér. Þeim eru fengin verkfæri
og áhöld og nægur matarforði
til sumarsins, og svo eru þeir
skildir eftir og látnir eiga sig
fram á næsta haust.
Þarna eru þeir í essinu sínu.
Þótt ellin sé farin að há þeim,
verða þeir eins og nýir menn
þegar þeir eru komnir á gull-
stöðvarnar og keppast við að
grafa og þvo sand, í leit að smá-
gullögnum. Allir eru þeir sann-
færðir um það að ný gullöld
renni upp í Klondyke, og stund-
um kemur það fyrir að einn og
einn rekst á gullæð.
Þegar haustar og veður fer að
kólna, eru sendir menn til að
smala þeim saman, leita þá uppi
í giljum og grafningum. Og svo
eru þeir fluttir til Dawson City,
höfuðborgarinnar í Yukon, og
þar er séð fyrir þeim um vetur-
inn. Þeim er fengin vist í Saint
Mary’s Hospital. Þar eiga þeir
sinn eigin sal, þar sem þeir sitja
og skeggræða um gullnám, segja
frá því hvernig sér hafi gengið
um sumarið og hvar þeir ætli
að leita gulls næsta sumar.
Þegar þeir eru orðnir svo las-
burða, að þeir geta ekki séð um
sig sjálfir, þá er þeim fengin
sjúkravist í spítalanum. En það
verður að höfuðsitja þá, því að
hversu lasburða sem þeim eru,
þá sitja þeir um að strjúka. Gull-
ið seiðir þá enn, og þeir eira
hvergi nema uppi í fjöllunum,
þegar sumarið er komið
Lesb. MbL
OÍÐASTLIÐINN miðvikudag
kJ var Erlingur Tulinius læknir
í Fredericia á Jótlandi meðal
farþega með millilandaflugvél-
inni Geysi frá Kaupmannahöfn,
hingað til RejJíjavikur. Hann
hefur eins og kunnugt er verið
lengi búsettur í Danmörku og
stundað þar læknisstörf. "
Morgunlaðið hitti Erling Tul-
jnius að máli í gær og átti við
hann stutt samtal.
— Eg kom síðast hingað heim
ásamt konu minni sumarið 1948, r
segir læknirinn.
Hefur dvalist 15 ár
í Danmörku
— En hvað hafið þér dvalist
lengi í Danmörku?
— Síðan 1935 er ég sigldi að
afloknu læknisfræðiprófi við
Háskóla íslands. Dvöl mín í
Danmörku er því orðin 15 ár.
Síðustu 1V2 árið hefi ég verið í
Fredericia á Jótlandi. Var fyrst
aðstoðarlæknir á sjúkrahúsi þar
í 3 ár en síðar praktiserandi
læknir.
Byrjaði að mála upp
úr þurru
— Það hafa borist fregnir af
því hingað heim að þér hefðuð
gerst listmálari og hefðuð sýnt
myndir á sýningum?
— Já, ég byrjaði á því upp
úr þurru fyrir þremur árum, að
þurru fyrir þremur árum, að
mála í tómstundum mínum. Eg
hafði þá nýlega séð norræna mál
verkasýningu, sem haldin var í
Ferdericia. Ennfremur hafði Jó-
hannes Kjarval þá fyrir skömmu
gefið mér málverk, sem ég var
mjög hrifinn af. Mig fór að
langa til þess að mála sjálfan.
Hafði aldrei borið það við áður.
Eg byrjaði á þessu að gamni
til þess að dreifa huganum.
Tók þátt í sýningu
— Svo tókuð þér þátt í sýn-
ingu í Kaupmannahöfn?
— Já, fyrir áeggjan vina
minna sendi ég myndir til Kun-
stenernes Efteraasudstilling. Eg
gerði alls ekki ráð fyrir að þær
yrðu teknar þar, sem aðeins 10%
af þeim myndum, sem sendar
eru inn, eru að jafnaði teknar á
sýninguna. En tvær mynda
minna voru teknar og hlutu
nokkuð góða dóma.
Hafið þér selt málverk yðar
í Danmörku?
— Nei, þær hafa alls ekki ver-
ið til sölu.
— Hversvegna ekki?
— Þetta er aðeins tómstunda
vinna mín. Eg gæti heldur varla
hugsað mér að selja myndirnar
mínar. Til þess er sambandið
milli mín og þeirra alltof per-
sónulegt.
Annars getur verið að ég selji
myndir ef svo ber undir. En það
er ekki sama hvar myndirnar
manns hanga.
—Hvað verðið þér lengi hér
heima að þessu sinni?
—Eg veit það varla, kannske
viku til hálfan mánuð. Það er
yndælt að vera kominn heim,
segir Erlingur Tulinius að lok-
um. —Mbl. 9. júní
JOHN J. ARKLIE
Optomelrist and Optician
(Eyes Examlned)
Phone 95 650
MITCHELL COPP LTD.
PORTAGE AT HARGRAVE
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
SKÓLAVÖRÐUSTIG 17 REYKJAVIK
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business Traintnglmmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21804
695 SARGENT AVT. WINNIPEG