Lögberg - 06.07.1950, Side 6

Lögberg - 06.07.1950, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6 JÚLÍ, 1950 Fimm dauðir menn Eftir ANTHONY STONE 1. J. BlLDFELL,, þýddi „Mér þykir ósegjanlega mikið fyrir þessu óhappi. Ertu mikið meidd?“ Stúlkan reisti höfuðið og lét það svo aftur falla á götuna. Hárið á henni var allt rykugt og aungráðið óttaslegið. „Ég held ekki“, stundi hún. Bílstjórar sem þar voru í kring og lögreglu- þjónar komu til þeirra. Sútró sþurði stúlkuna að, hvort hún héldi að hún gæti staðið á fætur og hjálpaði henni tii að standa upp. Hún hélt sér fast við hann. „Ég er óstyrk“, sagði hún í veikum rómi. Maud Waterloo fór vel með hlutverk sitt; þessi óstyrkur hennar í bifreið Sútró var meist- aralega af hendi leystur. Hún hafði skrámast rétt mátulega. Það var engin furða þó hún glepti Sútró sjónar. Hann spurði hana hvort að hann gæti keyrt hana eithvað. Hún virtist vera þakklát fyrir það tilboð. „Ég var á leiðinni heim til mín“, sagði hún, „til Fulham. Ætlaði að ná í strætisvagn“. „Láttu mig keyra þig þangað“, sagði Sútró. Stúlkan sagði að það væri svo langt. „Það gjörir ekkert til“, sagði hann. Hann hjálpaði henni inn í bifreið sína. „Harpington Mauson“, sagði stúlkan — „hinu megin við Hammersmith *brúna“, bætti hún við. Eftir að Sútró hafði hagrætt henni í bak- sæti bifreiðar sinnar og vafið rykdúk um fætur henni spurði hann hana hvort hún vildi ekki hafa tal af lækni. Stúlkan svaraði, að hún væri ekkert meidd, bara dösuð, og óþarft að bera kvíðboga fyrir sér. Hún hafði reiknað nákvæmlega út hve nærri sannleikanum hún mætti fara. Þegar til Harbington Mausion kom stöðvaði Sútró bifreiðina og hjálpaði stúlkunni út úr henni. Hún virtist enn ekki vera búin að ná sér og gat ekki gengið óstudd. Hann leiddi hana upp tröppur hússins og í gegnum gang sem lagður var tígulsteinum. Hún sagði honum ósköp lágt, að hún ætti heima á þriðja lofti í íbúð númer 45a. Þau fóru upp í húslyftunni. Sútró sagði lyftustjóranum, að ungfrú Fost.er hefði orðið fyrir slysi. Foster var nafnið, sem Waterloo Maud gaf Sútró. Stúlkan var eins þæg við Sútró og hægt var að hugsa sér, og gaf sig með öllu á hans vald. Þegar þau komu að herbergi 45a rétti hún honum lykil og hann opnaði hurðina, og studdi hana inn í herbergi sem var aftarlega í íbúð- inni. Herbergið hefir máske verið notað til að sofa í á næturnar, en nú hafði legubekkurinn, sem bæði var notaður til að sofa og sitja í, verið lagður saman svo það var heldur þokka- legt að litast um í stofunni. Stúlkan slagaði eftir gólfinu að stól, sem þar stóð og settist á hann. Sem svar upp á spurningu Sútró, sagðist hún eiga ein heima í íbúðinni og að sér væri nú al- veg óhætt. Sútró var að hugsa um hverslags manneskja að hún mundi vera. Hvað hún mundi hafast að. Hann gat ekki almennilega áttað sig á henni. „Það sem þú þarft“, sagði hann, „er drykkur. Get ég fundið nokkuð hér inni? Hefurðu nokk- urt brennivín?" Stúlkan sat aumingjaleg í stólnum. Hún sagði að hann þyrfti ekki að bera áhyggjur út af sér frekar, og að hún gæti nú fyllilega séð um sjálfa sig. Hún hafði þegar gengið úr skugga um að Sútró væri ekki maður sem mundi hlaupa í burtu og skilja hana eina eftir, nema að hann væri viss um að hún væri sjálfbjarga. Hann fór inn í eldhúsið og fór að líta eftir áhöldum til að hita í te. Hann fann könnu með niðursoðinni mjólk í matarskápnum. Hann hit- aði teið og færði henni. Hún tók við því og leit sem snöggvast á hann. „Þú ert reglulegur dánumaður“, sagði hún. Og svo: „Ég vildi —“ „Vildir hvað?“ Hún gretti sig. „Ekkert. Ekkert sem nokkra þýðingu hefir“. Hún saup á teinu. „Það var heimskulegt af mér“, sagði hún, „að reka mig á bifreiðina þína til svona. Þú áttir enga sök á því. Mig hefir líklega verið að dreyma. Nei, eins og ég hefi sagt þér, þá meiddi ég mig ekkert. En eins og þú veist að árekstur- inn og allt það lamaði mig. Ég verð búin að ná mér eftir nokkrar mínútur". Sútró stóð yfir henni og horfði á hana hálf vandræðalegur. Hún var búin að drekka helm- inginn úr tebollonum, þegar að hún tók and- köf og féll til baka í stólnum, og teið heltist úr bollanum og ofan á knén á henni. En boll- inn og undirskálin duttu ofan á gólfið. Sútró beygði sig ofan að henni. „Hvað gengur að? Hvað gengur að, ungfrú Foster?“ Stúlkan brosti raunalega. „Töflurnar“, sagði hún lágt, „þær eru í glasi í framherberginu rétt við hurðina. — Herberg- inu sem er við framdyrnar“. Sútró flýtti sér til herbergisins, sem hún vísaði á. Það var þægilegt herbergi og vel búið að húsmunum, sem vanalega er að finna í bað- stofum. Það var þyljað allt í kring með mahóní, stór hliðarskápur stóð við vegginn og á honum stóð útvarpstæki. Hann leitaði alls staðar að töflunum, sem að stúlkan sagði honum frá, og hann var enn að leita, þegar að hann heyrði að fram dyrahurðin var iátin hægt aftur og læst að utan. Hann stóð hreyfingarlaus í eina mínútu, meira en lítið hissa. Svo áttaði hann sig á öllu saman. Hann sá nú það, sem honum hafði til hugar komið áður — sá að hið svokallaða slys, var uppgerð ein. Vanmáttur stúlkunnar tilbúningur og yfirlið hennar kóróna fláræðisins. Hann var kominn í gyldru, og innan fárra mínútna þóttist hann viss um að sendisveinar „The King Reciever“, mundu koma með byssur í höndum. Hann gekk að framhurðinni og virti hana fyrir sér. Svo tók hann tvö blöð af skrifpappír, sem lágu á hliðarskápnum, og renndi þeim und- ir hurðina beint undir dyralyklinum, tók svo vasaknífinn sinn og fór að ýta á lykilinn í skránni með honum. Eftir nokkurn tíma tókst honum að koma honum út úr skránni, þannig að lykillinn hékk á skegginu á lykilplötunni að utan verðu, en hann hætti ekki fyrri, en að hann gat ýtt honum af henni svo að- hann féll ofan á pappírsblöðin. Hann dróg pappírsblöðm gætilega að sér með lyklinum á undir hurðina og inn í herbergið til sín. Það skipti engum togum fyrir hann að opna hurðina og komast út úr íbúðinni. Hann gaf sér ekki einu sinni tíma til að aðgæta hvort að stúlkan væri þar inni eða ekki. Hann hraðaði sér ofan stigann. 1 anddyrinu rak hann sig á lyftustjórann og spurði hann hvort að hann hefði séð ungfrú Foster fara út. Maðurinn svaraði að hún hefði farið út fyrir nokkrum mínútum. Sútró kinkaði kolli. Bauð manninum góðar nætur og hraðaði sér þangað sem bifreið hans var. Hann skoðaði bifreið sína nákvæmlega, að utan og innan, áður en hann fór inn í hana. Hann gætti allrar varúðar. Hann var ekki viss um, að hann hefði skilið rétt ástæðuna fyrir því, hvers vegna að hann hafði verið narraður til Harpington Mansion. Morguninn eftir þetta ævintýri í Harping- ton Mansiou, þegar Sútró sat að morgunverði, var honum sagt, að það væri komin kona sem að vildi finna hann, sem “segðist heita frú Stockton. Sútró sagðist ekki þekkja neina frú Stockton, en ef að hún vildi bíða, þar til að hann væri bú- inn að borða, þá skyldi hann gjarnan sjá hana. Þegar að hann var tilbúinn gekk hann inn í biðstofuna, þar sem frú Stockton sat og reykti vindling. Það kom honum ekki mjög á óvart, að sjá að ungfrú Stockton og ungfrú Foster var ein og sama konan. Gestur hans var konan, sem lokkaði hann til Harpington Mansion kveldið áður. Waterloo Maud var aldrei fráhrindandi, og þegar hún hafði ásett sér að töfra, þá mistókst henni það sjaldan. Töfrar hennar náðu ekki haldi á Sútró. „Ó, hr. Sútró“, sagði hún. „Mér þykir svo vænt um, að ég hefi náð tali af þér til þess að segja þér hvað fyrir kom í gærkveldi“. Sútró kveikti sér í vindlingi og settist niður á stól. „Það er fallega gjört af þér. Það er fróðlegt að heyra það“. Það kom þykkjusvipur á konuna. „Herra Sútró“, agði hún, „þú ætlar mér íll- ar hvatir. Ég hefi lækkað í áliti hjá þér. Ég veit að ég hefi gjört það“. Sútró svaraði kurteislega: „Það er langt frá því“. En orð þau meintu ekkert. Hann beið at- hugull. Það var engin skýring hugsanleg, sem gæti endurvakið traust hans á stúlkunni. Hann vissi sjálfur að hann með aðstöðu sinni vonaðist aðeins eftir að geta hent eitthvert sannleikskorn úr öllum þeim lygavef, sem hann var sann- færður um að hún væri komin til að spinna, sem honum gæti að gagni orðið. „Ég er að hlusta“, sagði hann. Stúlkan hélt áfram. Hún sagðist hafa mist minnið með öllu í slysinu og hefði eftir það ekki vitað neitt hvað hún var að gjöra, og jafnvel nú myndi hún það ekki. Saga hennar var mjög veik, en hún gerði eins mikið úr henni og hún gat, og leikaralist hennar var á háu stigi, en hún hefði þurft að vera yfirnáttúruleg til þess að villa Sútró sjónar aftur. Hann horfði á stúlkuna hugsandi, og komst að þeirri niðurstöðu með sjálfum sér, að hún væri að teygja tímann með þessu tali sínu. „Hvað er það?“ spurði hann að síðustu, „sem að þíj vilt finna mig upp á?“ „Já, herra Sútró“, sagði hún, „það er ákaf- lega erfitt“. Sútró brosti. „Vertu svo góð, að hætta öllum vöflum. Og segðu mér hreint frá, hvað það er“. Þegar gestur hans komst ekki að, efni er- indis sín að heldur, sagði Sútró: „Þú fyrirgefur frú, ég hefi verkefni með höndum — ýmsu að sinn“. Hann stóð á fætur, en frúin sat og lét sem hún sæi ekki þá bendingu . Sútró gerðist þá orð- frekari. „Hvaða takmarki ætlarðu þér að ná með því að sitja hérna“, spurði hann. Hún svaraði því engu, en sat kyrr. „Hvað ætlar þú að gjöra? Reka mig út?“ Sútró sagði að það væri einmitt það, sem hann ætlaði að gjöra. Það var barið harkalega að dyrum. „Ó“, sagði Sútró, „þetta er máske skýringin11. Það var skýringin. Dowd, þjónn Sútró, sem farið hafði til dyr- anna, var að reyna að tala hóflega við mann, sem ruddist inn í húsið og virtist vera reiður. Sútró hélt að hann hefði heyrt málróm manns ins áður. Hann opnaði dyrnar á herberginu, sem hann og gestur hans voru í og sá að hávaðinn kom frá manninum, sem keyrði hann frá Camp- ton stræti til vöruhússins. kveldið áður. „Hvar er konan mín?“ spurði komumaður. Sútró sagði sem satt var, að hann vissi það ekki. „Það er kona stödd hérna“, bætti hann við, „sem að ég veit ekki hvort að þú átt eða ein- hver annar“. Maðurinn ruddi sér inn. „Átti ég ekki kollgátuna, nú hefi ég staðið þig að því, er ekki svo?“ Hann snéri sér að Sútró. „Og þú, svínabestið þitt . . . .“ Hann greip upp disk af borðinu og henti honum út um framgluggann á herberginu og lét fjúkyrðin dynja, sem að Sútró veitti enga eftirtekt. Hann sagðist heita Stockton, að konan sem þarna væri inni í herberginu væri konan sín og bar upp á Sútró, að hann hefði verið í ásta- makki við hana, ekki aðeins nú, heldur líka hafi hann verið með henni í herbergjum hennar kveldið áður. Dowd stóð í dyrunum og beið skipana frá Sútró. Sútró sagði honum að láta hjúin út. Stockton æddi fram og aftur um gólfið í herberginu með hivaða miklum og hótunum og reyndi að slá Sútró í andlitið. Sútró hafði fengið nægju sína af þeim látum kveldið áður. Hann sló Stockton fyrst með vinstri hendinni og svo með þeirri hægri. Fyrra höggið dasaði manninn, en við hið síðara féll hann. Eftir litla stund reis Stockton á fætur aftur og tók Dowd þá í hnakkadrambið á honum og henti honum út ásamt kvenmann- inum, sem hann sagði að væri konan sín. Sútró horfði á eftir þeim og ygldi sig. „Dowd“, sagði hann, „þetta fólk er að brugga mér eitthvað, sem ég veit ekki hvað er“. Skömmu seinna fór hann að heiman og ofan í bæ. Vöruhúsið var í kalda kolum, og eldliðið var enn að sprauta vatni á rústirnar; eldvél- arnarstóðu á götunum. Hann stansaði og virti eyðilegginguna fyrir sér og vissi ekki fyrri til en að Barnaby lögregluþjónn var kominn al- veg að hliðinni á honum: „Ég átti von á að hitta þig hérna“, sagði hann við Sútró. „Ég hefi haft augun á þér. Mig skyldi ekki furða á, þó að þú hefðir verið hér þegar eldurinn byrj- aði“. Sútró brosti, því að hann gat ekki annað en furðað sig á, hvernig að fréttirnar um stökk hans fram af járnbitunum og úr eldinum, sem öll morgunblöðin höfðu getið um, hefði farið fram hjá Barnaby. Hann svaraði: „Nei!“ „Nei. Ég er að fá illa grunsemd á þér, eins og ég vaf búinn að fá á byggingunni, sem eid- urinn hefir hér eyðilagt. Ég skal vera einlægur við þig, Sútró, Silver, eða hvað það nú helzt er, sem að þú heitir. Þú hefir verið klagaður fyrir lögreglunni“. „Mig varðar ekkert um ,The King Receiver', hélt Barnaby áfram, „það er að segja, ekki meira en hvern annan lögregluliðsmann; en ég læt mig varða um dauðu mennina fimm“. „Sútró brosti. „Þú ert þó ekki að halda þessum fimm dauðu mönnum við mig“. Barnaby snéri sér að Sútró og horfði á hann. „Er ég ekki? Hvar varst þú þegar að Bryon Shaw dó?“ Sútró varð alvarlegur. Bryon Shaw dó heima hjá sér, í Sheffield. Þegar að hann dó var Sútró staddur í Sheffield, en ekki í þúsund mílna fjarlægð frá heimili Shaw. Hann hafði nagað sig í handarbökin aftur og aftur fyrir að sjá það morð ekki fyrir, og að koma í veg fyrir það. Hann sá nú að vera sín á staðnum þegar morðið var framið gæti hæglega orðið misskilin. „Það lítur illa út“, sagði Sargent Barnaby. „Það gjörir það“, sagði Sútró, „mjög illa. Ég er ekki viss um, að ég geti sannað að ég hafi ekki verið í Sheffield“. Lögregluþjónninn hikaði. Hann var auðsjá- anlega að hugsa um, hvort að hann ætti að segja nokkuð meira. Eftir nokkra þögn hélt hann áfram: „Ef að ég gæti fundið samband á milli „The King Reciever“ og þessara fimm dauðu manna, þá hefi ég hugmynd um að lykillinn að því leyi'.d- armáli sé.....Veistu hvar að ég held að hann sé?“ Sútró hlóg. „Ég veit hvar þú heldur að hann sé, eða hver hann sé, þú heldur að það sé ég. Ég get ekki sagt, að ég ásaki þig fyrir að halda það; en það er ekki tilfellið. Þér skjátlast áreiðanlega þar“. Það getur verið og ekki verið,“ svaraði Barnaby, og hélt áfram að horfa á eldliðsmenn- ina leitast við að bjarga einhverju úr vöruhúss- rústunum. „Þú ætlar þó ekki að fara að gjöra neinar kúnstir við mig? spurði Sútró, t. d. að taka mig fastan?“ Lögregluþjónninn sagði heldur dræmt, að sér væri ljúft að gjöra það, en að hann væri ekki reiðubúinn til að gera það sem stæði. Sútró fór í burtu. Þegar Sútró kom heim til sín, beið sím- skeyti hans þar. Það var frá Ástralíu og var svar upp á fyrirspurn frá honum í sambandi við skrautmunaþjófnað, sem framinn var í Hydro í Harrowgate fjórum árum áður. Sútró hafði leitað uppi heimilisfang lögregluþjónsins, sem viðstaddur var í Harrowgate, er þjófnaður- inn var framinn í Ástralíu og spurt hann nokk- urra spurninga í sambandi við tiltækið. Það leyndi sér ekki að þessi fyrverandi lög- regluþjónnn hafði gott minni. Svar hans var einkennilega nákvæmt. „Lág vexti, feitlagin, ljóshærð, andlitsbjört og bláeygð“. Sútró fleygði símskeytinu á skrifborð sitt ólundarlega. „Ég veit ekki hvernig á því stendur“, sagði hann við Dowd, „að mér datt í hug að lýsingin mundi hljóða: „Meðal kona að vexti; brún- eygð o. s. frv. önnur von mín að engu orðin“. Dowd hlustaði með mestu athygli og sagði svo: „Lögreglan kom hingað á meðan að þú varst í burtu“. „Sútró var að láta tóbak í pípu sína. „Lögreglan, er það svo?“ „Já, herra, maðurinn sem var hér í morg- un, hefir klagað þig fyrir að gjöra árás á sig“. Sútró kinkaði kolli kæruleysislega. „Ég er að hugsa um“, sagði hann, „hvað á bak við þetta muni liggja“ „Þetta, sem fyrir kom í morgun, ber ekki á sér mark virkileik- ans. Það er eitthvað á bak við þetta allt saman. Hvað skyldi það vera?“ Aðferð hans við að brjóta gluggann, það í sjálfu sér var einkenni- legt tiltæki. Hann sýnist meir en lítið áfjáður í að nudda prakkaraverkum sínum framan í al- menning“. Hann sagði Dowd, að hann kæmi ekki heim til miðdagsverðar. Hann settist við píanóið og lék nokkur lög órór í skapi. Stúlkan, sem kallaði sig annað slagið ungfrú Foster en hitt frú Stockton hafði narrað hann til Harpington Monsion, síðar tekið þátt í skrípa leiknum, sem að Stockton hinn ástbundni eigin- maður hennar lék. Hvorutveggja þetta virtist þýðingarlaust. Að þetta væri gert til þess, að Sútró yrði sakaður um tilræði við þau var ó- hugsanlegt. Stockton var áreiðanlega verkfæri í hendi „The King Reciever“ og það voru glæpa- verk hans sem hann var að framkvæma, og það var ekki líklegt að „The King Reciever“ mundi lengi gjöra sig ánægðan með slíkt kák, sem enn var orðið. Það var eitthvað illkynjað á bak við þetta allt saman. En hvað? Sútró vissi það ekki. En hann vissi samt sem áður, að hann var nú tvisvar sinnum hættulegri fyrir þessa leynd- ardómsfullu persónu, en hann áður var tvisvar sinnum hættulegri fyrir þennan höfuð- verndara þjófafélagsins, sem að lögreglan var að leita að. Að vísu er það satt, að hann hafði ekki séð hinn konunglega þjófahöfðingja sjálf- ur. En hann þekkti nú ekki svo fáa af útsend- urum hans. Slík þekking var hættuleg. Hann klæddist og fór til miðdegisverðar á matsölustað í vesturenda borgarinnar með manni, sem auðheyrt var að kominn var frá Bandaríkjunum. Þessi maður spurði Sútró aftur og aftur að, hvernig að honum gengi. Sútró gat aðeins svarað að hann væri altaf að færast nær og nær takmarkinu. Hann hafði kvatt þennan félaga sinn, eftir að þeir höfðu matast og var kominn út í pálmaviðargarðinn fyrir utan veit- ingahúsið, þegar að hann mætti Jessicu Hardy. Hún þekti hann, að honum fanst, en var þó hikandi og heilsaði honum ekki fyrri en að hann rétti henni hendina. „Ég hefi skilið við þig í hættu og hefi verið hugsjúkur um þig“. Stúlkan leit upp hissa. „Hugsjúkur út af mér? Því?“ Hún var föl og óeirin og leit ekki eins vel út og að hún átti að sér. „Það er engin þörf“, hélt hún áfram, „fyrir þig, að vera hugsjúkur út af mér“. Sútró sagðist óska að svo væri. „Hvað sem því líður, þá þykir mér vænt um, að ég hitti þig. Ég þarf að spyrja þig að nokkru. Þegar þú varst í Harrowgate fyrir f jór- um árum síðan, sástu þá tilraunina, sem gerð var, til að taka skrautmunaþjóf fastan? Sástu Sástu þjófinn sjálfan?“

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.