Lögberg - 06.07.1950, Blaðsíða 8

Lögberg - 06.07.1950, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. JÚLI, 1950 Úr borg og bygð Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til sölu splunk- urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók þessi er með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bækur, er Kvenfélög safnaðar- ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sem koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar $1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, send ist: Mrs. H. Halldórson 1014 Dominion Street Mrs. L. S. Gibson 4 Wakefield Apts. eða til The Columbia Press Ltd., 695 Sargent Ave. Winnipeg ☆ — MINNINGARORÐ — Jón Sveinn Johnson, 86 ára að aldri, andaðist á Betel þann 22. júní. Hann var fæddur að Skipalóni, í Hörgárdal í Eyja- fjarðarsýslu 19. júní 1864. For- eldrar hans voru Jón Jónsson og Björg Guðmundsdóttir, sem er látin fyrir allmörgum árum; einnig eru tvær dætur látnar. Ókunnugt er hvenær hann fluttist til þessarar álfu. Langa dvöl átti hann í Argyle-bygð, og dvaldi hin síðari æviár sín á Baldur, Man. Börn hans á lífi eru: Fred, Baldur, Man. Lúðvík, sama stað. Bernhard, Calgary, Alta. Mrs. Matthews, Winnipeg. Mrs. Robson, Winnipeg. Um síðustu 10 æviárin hafði Jón verið blindur, bar hann þá byrði með þróttlund, umkvört- unarlaust. Hann.var fjörmaður og lundléttur. Á Betel hafði hann dvalið síðan 4. okt. 1947. Kveðjuathöfn var haldin á Betel laugardaginn, 24. júní, jarðsett var á Baldur, og þar fór útför Jóns fram þriðjudaginn, 27. júní. — Séra Eric H. Sigmar jarðsöng. S. Ólafsson Stomach Sufferers ! Stomach Pains? Stomach Distress? Acid Indigestion? Gas? Nervous Sour stomach? Gastric, peptic stomach disorders. For real relief — take „Golden Stomacþ Tablets“ — Quick! Effective! 55, $1.00; 120, $2.00; 360, $5.00. At all drug stores, drug departments, or by mail from Golden Drugs, Winnipeg. Mr. Jón Ólafsson eldsneytis- sali leggur af stað loftleiðis á mánudaginn kemur í heimsókn til dóttur sinnar og tengdasonar, þeirra Dr. og Mrs. Sidney Larson, sem búsett eru í borg- inni Canton í Ohioríkinu; ráð- gerði hann að dvelja þar í hálfs- mánaðartíma; en þaðan kemur hann hingað aftur með áminst- um læknishjónum, er ákveðið höfðu að heimsækja Winnipeg um það leyti. ☆ Mr. Ásmundur Benson lög- fræðingur frá Bottineau, North Dakota, var staddur í borginni í byrjun yfirstandandi viku ásamt frú sinni; í för með þeim voru Mr. og Mrs. T. J. Sveen, einnig frá Bottineau; ferðafólk þetta hélt heimleiðis á þriðjudaginn. Hjónavígsla á hestkaki 1 smábænum Henryville í Indíana í Ameríku bar það við fyrir aldamót, að meðan prest- ur einn var í stólnum, kom ó- kyrrð nokkur á söfnuðinn, og kirkjuþjónn einn lét prestinn vita, að maður og kona biðu fyr- ir utan kirkjudyr á hestbaki og vildu ná fundi prestsins þegar í stað Presturinn hætti við ræð- una og fann komumenn; þau voru á unga aldri, og hestar þeirra voru illa útleiknir og blésu mjög. Þau stigu þó ekki af baki, en maðurinn sagði presti að hann hefði rænt hinni ungu konu úr föðurhúsum; vildi hún verða kona hans, en foreldr- ar hennar vildu ekki leyfa það, og væru nú að leita að þeim. Því næst sýndi maðurinn presti hjónavígsluleyfi sem hann haf- ði fengið sér hjá yfirvöldunum í sinni sveit, áður en hann rændi stúlkunni. Söfnuðurinn þyrptist nú út úr kirkjunni og kring um brúðhjónaefnin. Prestur tók vígsluleyfið gott og gilt og gaf þegar brúðhjónin saman, og þau tóku saman hönd- um á hestbaki og hleyptu síðan af stað, sem hraðast máttu þau, en brúðguminn sagði um leið, að hann ekki hefði tíma til langrar dvalar sökum tengda- föður síns. Minnist BCTEL í erfðaskrám yðar Hr. Davíð Björnsson bóksali og frú, lögðu af stað í gær vest- ur á Kyrrahafsströnd í þriggja vikna skemtiferð; ætluðu þau að heimsækja Yellowstone Park, Vancouver, Blaine, Bellingham og Seattle. ☆ Frú Kristjana Anderson frá Vancouver, B.C., kom til borgar- innar um helgina, og skrapp suð- ur til Cavalier, North' Dakota, í heimsókn til Magnúsar bróður sins, sem þar er búsettur. ☆ Mr. Magnús Brandson smiður og frú lögðu af stað í gær vestur til Vancouver og munu dvelja þar nálægt tveggja mánaðatíma. ☆ Kornungur lögfræðingur af ís- lenzkum stofni, Elmo T. Krist- jansson, hefir verið útnefndur af hálpu Republicana til að sækja um dómsmálaráðherraembættið í North Dakota við kosingarnar í byrjun næstkomandi nóvember mánaðar; hann er búsettur í Cavalier. ☆ Frú Halldóra Thorsteinsson, sem dvalið hafði árlangt á ís- landi, er nýlega komin hingað til borgar; hún er systir Bene- dikts Ólafssonar málarameistara og þeirra Ólafsson-systkina. ☆ Gefin voru saman í hjónaband að heimili íslenzka sóknarprests ins í Selkirk, þann 1. júlí, Einar Nordal, Árborg, Man. og Solveig Kristinsson, Geysir, Man. Fram- tíðarheimili ungu hjónanna verð ur í Árborg. 25 ára starf Eftir guðsþjónustu í Glenboro, sunnudaginn 11. júní var af safn aðarfólkinu haldið samsæti í samkomusal kirkjunnar til að heiðra hr. G. J. Oleson fyrir langa og trygga þjónustu, sem embættismaður í Glenborosöfn- uði. Á ársfundi í janúarmánuði síðastliðnum sagði hr. Oleson lausu embætti sínu, sem forseti safnaðarins, eftir að hafa þjónað því embætti með mikilli prýði í 25 ár. Formaður Sunnudaga- skólans hefir hann verið í 22 ár. Það er kærleiksþjónusta, sem hann ennþá hefir á hendi. Hann hefir einnig starfað mikið fyrir Argyle prestakallið í heild sinni. Og í hinni víðari þjónustu heild- ar kirkjunnar hefir hann einnig tekið þátt, meðal annars með því, að eiga sæti í framkvæmd- arnefnd íslenzka lúterska kirkju félagsins um áraskeið. í tilefni af þessu margþætta starfi hans fyrir kirkjuna og málefni hennar heiðruðu með- limir Glenborosafnaðar hann, og reyndu að auðsýna honum verð- ugt þakklæti. Eftir að drekka kaffi saman og njóta gómsætra rétta, er kon- ur safnaðarins framreiddu, tóku eftirgreindir menn til máls.: F. Frederickson, núverandi for- seti safnaðarins, Mrs. P. A. And- erson fyrir hönd kvenna safn- aðarins, Miss M. Lambertsen fyrir hönd Sunnudagaskólans og séra Eric H. Sigmar fyrir hönd safnaðarins í heild. H. Sveinson talaði þar fyrir hönd Fríkirkju- safnaðarins og B. S. Johnson fyrir hönd Frelsissafnaðar. S. A. Anderson gat ekki komið, en sendi kveðjuskeyti fyrir hönd Immanuelsafnaðar að Baldur, Man. Mr. Oleson var gefin ferða- taska til minningar um hans á- gæta starf og sem þakklætis- vottur fólksins. Mr. Oleson þakk aði heiðurinn, góðvildina og gjöfina með stuttri og vel við- eigandi ræðu. Mrs. Oleson var heiðruð með blómagjöf. E. H. S. Men! Lack Normal Pep? Feel old? Weak? Nervous? Exhausted? Listless? Don’t always blame exhausted, nervous, worn out, weak, rundown feeling on old age. Get the most out of life. Take “Golden Wheat Germ Oil Capsules”. May help tone up entire system. For men and women who refuse to age before their time, “Golden Wheat Germ Oil Capsules” may help in toning up, building up entire system. A natural nerve and body builder. Don’t lack normal pep. Order “Golden Wheat Germ Oil Capsules” today. 300 capsules, $5.00. At all drug stores and drug departments or by mail from Golden Drugs, Winnipeg. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Engar guðsþjónustur í júlí- mánuði. ☆ — Argyle Prestakall — -Sunnudagur 9. júlí. 5. sunnud. eftir Trínitatis. Brú kl. 11 f. h. Grund kl. 2 e. h. Baldur kl. 7 e. h. (ensk messa). Séra Eric H. Sigmar. ☆ Messað verður í Guðbrands- söfnuði við Morden, Manitoba, sunnud. 9. júlí, kl. 2. e.h. S.T. Fólk er vinsamlega beðið að auglýsa messuna heimafyrir. —S. Ólafsson ^ ☆ Arborg-Riverton Prestakáll: 9. júlí — Riverton, ferming og altarisganga kl. 2 e.h. 16. júlí — Arborg, íslenzk messa og ársfundur kl. 2 e.h. Geysir, messa kl. 8:30 e.h. —B. A. Bjarnason Séra Egill H. Fáfnis, forseti lúterska kirkjufélagsins, kom til borgarinnar á mánudaginn ásamt frú sinni og tveimur son- um; fjölskyldan var á leið norð- ur til Sunrise Camp, sumarbúð- anna sunnan við Gimli. ☆ Þann 21. júní síðastliðinn lézt að Blómsturvöllum í Geysis- bygð Jóhann Sigfússon 83 ára að aldri; hann var jarðsuginn frá heimilinu á föstudaginn var af séra Bjarna A. Bjarnasyni. Jóhann lætur sig einn bróður, Svanberg bónda á Blómsturvóll- um, og tvær systur, Mrs. S. Kristjánsson í Geysisbygð og Rósu í Winnipeg. Opið Bréf Eg hefi verið að undanförnu, og er en að fást við í frístund- um mínum að safna heimildum fyrir söguágrip Argyle-bygðar, og langar mig að komast í sam- band við afkomendur, nána ætt- ingja eða vini eftirfylgjand frumherja í Argyle, eða einhver- ja þá sem gæti gefið mér upp- lýsingar um þá: Andrés Helgason, Jón Magnús- son Tryggva V. Friðriksson, Þorstein Antoniusson, Halldór Valdason, Rafn G. Nordal, Jón Halldorsson, Sæmund Frið- riksson, Pál Árnason, Stefán Oliver Árna Valdason. Eg mundi meta mikils ef ég gæti komist í samband við af- komendur eða ættingja þessara manna, eða einhverra sem gætu gefið mér nánari upplýsingar um æfiferil þeirra. Þakklátur væri ég hverjum sem er, sem þekktu til á fyrstu árum hér, sem gætu gefiið mér haldgóðar upplýsingar, (sem ég máske ekki hef) úr starfi ein- staklinganna og félagsstarfsem- inni. Einnig ef einhver sem línur þessar les skyldi eiga „Bæjar- nafnabók“ frá íslandi sem hann vildi selja eða lána, þá vildi ég eiga vingott við þann mann eða konu, helst fá hana keypta ef þess væri kostur. Eg hefi um lengri tíma reynt að fá þessa bók bæði hér og heima, en það hefur verið árangurslast. Þökk til allra þeirra sem eitt- hvað géta liðsint mér í þessari „bónorðsför“. Vinsamlegast, G. J. Oleson, Glenboro, Man. CHEMICAL WEED CONTROL IN BARLEY One of the most commonly used and most effective herbicides is 2, 4—dichlorophen oxyacelic acid, com- monly called 2, 4-D. This material will kill many of the annaual weeds, particularly the broad-leaved rough- surfaced weeds such as mustards, great ragweed, false ragweed, and stinkweed. Lamb’s quarter and root pig weed are less senstive, but can be controlled, especially if treated when young and tender. It will retard the growth and prevent seed setting in some perennials such as sow thistle and Canada thistle. It should be noted that it does not kill wild oats, green foxtail, or other grass-like weeds. Effecl on Barley Barley appears to be more resistant to the effects of 2, 4-D than most other crops. When applied at opti- mum rates, it sometimes stimulates barley growth and has resulted in slight increases in yield. Formulations It would appear that the ester and amine formula- tions give best results with barley. Time of Applicaiion To kill the annual weeds and not injure the crop, the treating should be done when the barley is from three to five inches high; in normal seasons, about three weeks after emergence (coming up). Rate of Application At optimum weed and crop growth, about four to five ounces of acid per acre will be satisfactory. The safest plan is to apply as indicated on the container. For further information, write to Barley Improve- ment Institute, 206 Grain Exchange Building, Wpg. Eleventh of series of advertisements. Clip for scrap book. This space contributed by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-259 Reglugerð latínuskólanna í Ijóðum Hinn 10. júní 1746 gáfu stjórn- arvöldin út nýja reglugerð (Reglement) fyrir báða latínu- skólana íslenzku, á Hólum og í Skáholti, og var hún prentuð á Hólum það hið sama ár. Skóla- piltar á Hólum gerðu sér það til skemmtunar, að snúa reglugerð þessari í ljóð, er svo hljóðar: Fisk og smér í fyrstu á að gefa piltunum — það segi ég satt — á sunnudag í morgunskatt. Til miðdegis skal matinn sama bera, en ket og ertur eftir það, ef ekki er fyrir hendi spað. Smér og fisk þeir smakka að kveldi líka og bygggrjónagraut í hólk, gefist út á smér eða mjólk. Fiskur og smér er fyrst á mánu- daginn og mélgrautur, sem mjólk er á, munu þeir skyr að kvöldi fá. Annar rétturinn er á þriðjudag- inn ertur og ket til ánægðar, að aftni kaldir sundmagar. Til miðvikudags mega krakkar hlakka, þá ket með spaði kemur á disk, kvöldið gefa mun saltfisk. Um Þórsdag veitist þriðjudaga- kostur, pylsa kemur að kvöldi þá köld eða heit, sem stendur á. Ef mélgraut vantar menn á • föstudaginn, af bókhveiti skal búa til bezta velling þeim í vil. Sofnir ekki súrmúli að kvöldi hnakkakúlur henta bezt að hýða í sig eða plokkfisk mest. Piltum veitist pilsur á laugar- daginn, um kvöldið gerir fræðafólk að fylla sig á skyri og mjólk. Portion veitis pilti hverjum með- ur báts af Dana brauðinu eða búnu til í landinu. Stóra kannan stampist full af blöndu, af matnum því að mjög er salt í maganum þarf að gera kalt. En á hausti og undir jólatíma með kennendunum kunnum vér, kotunganna synirner ánægðir með innýfli að vera, sauðarhöfuð og soddan rusl, sem að hér er kallað musl. I fatnaði skal fé. þeim vættar- peysu og tíu álna, sem tjáir bók, til þeim skuli leggjast brók. Hér með skuli þeim hosur gefast tvennar, átta fiska á hvert par, svo ekki skuli þeir frjósa þar. Ein skyrta til átta og tuttugu fiska og skóleður í skólanum, sem skorpnar utan að fótunum. önnur skulu þeir utanhafnar- klæði sjálfir mega sér til fá, sem þeir þurfa að halda á. Leiksýning að Hayland Á miðvikudagskvöldið þann 12. þ.m. kl. 9, sýnir leikfélag Geysisbygðar í Hayland Hall sjónleikinn Orustan á Háloga- landi, sem sýndur hefir verið í mörgum bygðum Nýja íslands og átt hvarvetna miklum vin- sældum að fagna; nægir í því efni að vitna í ritgerð Björns Jónssonar læknis, er nýlega var birt í Lögbergi; það er ekkert smáræðis þjóðræknisafrek, sem Geysisbúar inna af hendi með leiksýningum á íslenzku, og ætti slíkt að verða metið að mak- leikum. Ekki þarf að efa að fólkið við Vogar, Hayland, Siglunes og Oak View, fjölmenni á áminsta leik- sýningu. Eina skal þeim ambátt biskup setja, sem hugsar um þeirra höfuð- þvott og þurrkar allt, sem verður vott. Sængurföt í sérhvers þeirra rúmi svo skulu vera, sem hér tést og sómir þeirra standi bezt. Vaðmáls sængur vera skulu tvennar, önnur fiðruð úr Drangey, önnur dýnan sé með hey. Hægindi skal höfuðið undir leggjast með hey fyrir utan hrossatað, þó hafi á stundum verið það. Fiðurkoddi fylgir þessu líka og allt eins fyrir annan þann, er til fóta liggja kann. Vaðmáls skulu voðir í rekkju breiðast og brekán eitt við bríkarfall, sem búið er til á Skagafjall. Sérhver einnig sængurkamers hafi af vesturfara vönduðum, vigtigt tergitorium. Svo skal einnig sóttarstofu búa eins og hér var áður téð og annað fleira, sem þarf með. Rektorum skal rúmin þannig prýða: fiðursængur fyrir hvern tvær og flathægindi af sama og þær. Svæfillinn með saumuðu lérefts- veri, annar rekkjuvoðir við, vanti ei heldur brekánið. Handklæðið, sem hæfir þeim að brúka og mundlaug ein, sem glansar gyiit, svo geta þeir hana á barma fyllt. Ótt mun ganga út á prent, eins og velti á hjólum, rigtugt þetta reglement, sem ritað kom frá Hólum. —Alþýðuhelgin Þriggja óra drengur drukknar á Hornafirði Sviplegt slys varð austur við Höfn í Hornafirði, síðari hluta dags á þirðjud., er þriggja ára drengur drukknaði í Horna- fjarðarfljóti. Drengurinn hét Lárus Bjarnason átti hann heima að Árnanesi, sem er skammt fra Höfn. Föt hans finnast Lárus litli hafði farið út að leika sér um kl. 5 á þriðjudag- inn. Skömmu síðar, er farið var að skyggnast eftir honum, sást hann hvergi. — Hóf heimilisfólk- ið þá leit að honum. Fundust sokkar hans og stígvél og buxur á eystri bakka Hornafjarðar- fljóts og leitarfólkið sá för í botni kvíslarinnar, sem rennur með bakkanum. Drengurinn hafði vaðið út og farið aftur upp á fljótsbakkann, en þaðan fund- ust engin spor eftir drenginn, sem hann hefði gengið berfætt- ur. Leitað alla nóttina Hófst nú skipuleg leit og tók þátt í henni allmargt fólk, bæði frá Höfn og eins Nesjahreppi- Var leitað vandlega án árangurs alla nóttina fram til klukkan fimm á miðvikudagsmorgun. Fannst þá lík litla drengsins í grunnu vatni, skammt frá hólma, sem er gegnt vestri bakka Horna fjarðarfljóts, eigi allfjarri þeim stað er hann hafði vaðið út í álinn og stígvélin fundust. Lík drengsins lá í grunnu vatni. — Hefur hann sennilega dottið og ekki getað staðið upp aftur. Lárus litli var sonur hjónanna Svövu Jónsdóttur og Bjarna Þ. Bjarnasonar, gullsmiðs að Árna- nesi í Nesjahreppi, en Árnanes er um 12 km. leið frá Höfn. —Mbl. 9. júní

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.