Lögberg


Lögberg - 04.01.1951, Qupperneq 3

Lögberg - 04.01.1951, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4 JANÚAR, 1951 í ÞJÓFADÖLUM Eftir ÓLAF JÓNSSON MEÐFRAM undirhlíðum Lang- jökuls, norður af Hrútafeíli á Kili, rísa nokkur smáfell, brött og gróðurlítil, en á milli þeirra skerast grónar, þröngar dals- korur. Þær heita ÞjófacLalir. Ekki er þarna óvistlegt en af- skekkt mjög og all hrikalegt, djúp og skuggaleg móbergsgil, vindsorfið, litskrúðugir hamrar og úfnir skirðjökultangar blasa við augum. Vafalaust hefur þjóð- trúin talið dalskorur þessar að- setur fjallaþjófa, og eigi virðast þeir hafa verið illa til þess falln- ir, en ekki veit ég þar nein merki þess að svo hafi verið. Vafalaust er umhverfi Þjófadala mjög sér- kennilegt, jafnvel fagurt, þegar veðurvættirnar eru í góðu skapi, en heldur var þar ömurlegt um- horfs og skuggalegt í ágústbyrj- un sl. sumar, er við ferðafélag- arnir, Hjörtur Eldjárn og undir- ritaður, lögðum leið okkar þang- að. Þokan grúfði yfir, grá og rök, hóf sig um hádaginn upp undir brúnir Hrútafellsins, en seig svo niður á við, snerti fyrst bláoddana á Strýtum, seig svo niður á Kjalhrtiunið, og lagðist undir kvöldið, þvöl og þunglynd- isleg, yfir leiðir allar. Nóttina áður höfðum við Hjörtur gist í upphituðum skála Ferðafélagsins á Hveravöllum. Þar höfðum við um morguninn kvatt stóran hóp kátra ferðaíé- laga, axlað því næst föggur okk- ar og gengið á Strýtur, en svo nefnast hraunnibbur, er rísa í og á börmum gígsins á hraun- dyngju þeirri, er Kjalhraun nefn ist. I björtu veðri er dásamlegt útsýni af Strýtum. Sér þaðan jafnt til norður- og suðuröræfa, en fjölbreytileg fjöll og jöklar til beggja handa. í þetta sinn sást þó ekkert af þessu. Eg varð að láta mér nægja gamla og máða mynd frá löngu liðnum tíma, en Hjörtur varð að sætta sig við sundurlausa og óljósa lýsingu mína á útsýninu, þótt hún væri nærri eins þokukennd eins og sjálf þokan. Af Strýtum tókum við stefn- una í vestur, um suðurendann á Þjófafelli. Þar við fellsendann komum við á götuslóða, þar lá Kjalvegur um hríð og liggur sennilega enn, þegar farið er á hestum. Þá er farið yfir svokall- aðan Þröskuld, melhrygg, er tengir norðurenda Þjófafells við undirhlíðar Langjökuls og svo eftir mjórri dalskoru vestan undir Þjófafelli. Við beygjum inn í dal þennan, því þar hyggjum við einn skáia Ferðafélags Islands og í honum ætlum við að gista. Undir moldarrofi liggja nokk- ur blásin bein af rollu. Hornin eru þarna heil og óskemmd. Þetta hefur verið fullorðin ær, hringhyrnt, sennilega frá Galta- læk á Landi, að minnsta kosti stendur brennimarkið „Galta- lækur“ fullum stöfum á vinstra horninu. Hjörturstingur því í púss sitt. Ekki hefur þessi rolla orðið útileguþjófum að bráð. Líklega hefur vetur konungur búið henni aldurtila. Vafalaust hefur veturinn hér mikil völd, má sjá það á því, að þótt nú sé komið í ágústmánuð, eru hér fjallshlíðarnar þaktar stórum hjarnsköflum og virðist eiga langt í land, að þeir hverfi. Krökt er þarna af fé, og hefur verið nærtækt og gott til fanga fyrir útileguþjófana, í þessum dölum, ef svo hefur verið á þeir- ra tíð. Við erum ekki komnir langt inn á bak við Þjófafellið, þegar við okkur blasir dálítið sæluhús úr bárujárni, það hefur verið byggt á grænum bala inni í daln- um. Eftir dalnum rennur lækur, en ekki er hann nú meiri en svo, að við stökkvum hann greiðlega. Síðan hröðum við okkur heim að skálanum. Þetta er ekkert stórhýsi, en átta menn geta þó auðveldega gist þarna. Frá öllu er snoturlega gengið. Hitunartæki eru þarna ágæt og olía næg. Þetta kemur sér vel, því að benzíntæki þau, er við höfum með okkur, eru stöðugt í ólagi. Við sækjum vatn í silfurtæra lind, sem sprettur upp undan dálitlu barði, rétt hjá skálanum, búum sem bezt um okkur, snæðum, drekkum mikið af te og líður ágætlega.. Við höfum helzt áhyggjur af morgundeginum, en þá er ætlan okkar að ganga þvert yfir Lang- jökul. Útlitið er hvergi nærri gott, hráslagalegur norðankaidi og úlfgrá þoka, sem þyngist og þéttist með kvöldinu. Þótt að- eins sé ágústbyrjun er orðið hálf rokkið, er við reiðum sængur okkar, sinn á hvorum bálknum, og leggjumst til svefns. Hér hlýt- ur þó alltaf að vera gott næði til að sofa. „Fár yeit hverju fagna skal!“ Eigi veit ég hve lengi ég hef sof- ið, er ég hrekk upp við einhvern skarkala. Eg er stundarkorn að átta mig á því, hvers vegna ég vaknaði, en hugsunin skýrist brátt, svo að ekki er um að vill- ast. Á húsið ríða högg, þung og jöfn. Eg hlusta um hríð en engin lát verða á barsmíðinni. Þá spyr ég hvort Hjörtur vaki. „Svo er víst,“ anzar hann. „Hvernig ætti að vera mögulegt að sofa við þennan djöfulgang?“ Ekki kann hann neina skýringu á fyrirbærinu. Veðrið er kyrrt, ekkert hangir á vegg hússins, sem er heldur ekki þesslegt. Loks ræð ég það af, að rann- saka þetta nánar. Skreiðist úr svefnþokanum, dreg skó á fæt- ur mér og held til dyra, með hálfum hug þó. Ekki veit ég, hvað Hjörtur hugsaði. Ef til vill bjóst hann ekki við að sjá mig aftur. Eg opna dyrnar gætilega og gægist út. Við húshornið stend- ur . . . Já, hvað haldið þið? . . . Rolla, stórhyrnt, hringhyrnt rolla og stangar húsið látlaust. Eg opna dyrnar á gátt cg snarast út. Rollan hættir að stanga, glápir á mig eitt augna- blik, tekur því næst á rás og hverfur út í þokuna og húmið. Þannig lauk þá þessari drauga sögu mjög svo hversdagslega. Víst hefði það verið meira til frásagnar, ef ég, í stað venju- legrar rollu, hefði séð einhverja ægilega óvætt, einhvern óskapn- að eða hreint ekki neitt, og þó var málið ef til vill alls ekki ein- falt eða auðskilið. Var þetta ekki einmitt fullorðin rolla, hring- hyrnt og með langt brennimark á vinstra horni, og hafði Hjörtur ekki ein'mitt rænt áþekku horni úr fornri beinahrúgu utar í daln- um deginum áður? Ef til vill hafði dauða rollan komið til þess að sækja hornið sitt. Við verð- um að minnsta kosti að játa, að það er mjög óvenjulegt, að roll- ur taki upp á því, um miðja nótt, að lemja utan híbýli manna. Eftir að hafa fælt burtu óvætt þennan, sneri ég til rekkju og við sváfum í friði og ró til morg- uns. Með morgninum létti þokunni nokkuð, svo að sá til sólar ann- að veifið. Þoka hélzt þó á hæstu fjöllum, en ferðaveður dágott. Við lögðum leið okkar upp úr dalnum með gljúfri einu. Var þar bratt upp að ganga en tor- færulaust. Komum við upp á hjalla mikinn meðfram jöklin- um. Vatnselgur var þar nokkur og aurar, en okkur tókst að sneiða nokkurn veginn hjá hvoru tveggja. Á rann meðfram jökulröndinni, en yfir hana kom- umst við á aurorpinni ísbrú. Lit- lu sunnar steyptist áin fram af geysiháu bergi niður í Jökul- krókinn, en það er kriki einn, sem gengur þarna upp í jökul- inn. Beint upp af Jökulkróknum, spölkorn upp í hjarndyngjunni, glitti í mikinn, svartan hamar. Við tókum stefnuna í hávestur, spölkorn norðan við hamarinn. Færið á jöklinum var ágætt, einkum neðan til, en dálítill þæf- ingur er ofar dró. Varla nokkurs staðar sá þó í gamalt hjarn. Brátt lentum við í þoku, sem þó var ekki þéttari en svo, að stöðugt sá til sólar gegnum þokumökk- inn. Við gengum eftir áttavita. Ganga á drifhvítum jökli, í þokuslæðingi, er fjarskalega þreytandi. Vegalengdirnar sýn- ast örstuttar, en reynast ótrú- lega langar. Eiginlega er það hreinn og klár bjánaskapur að reyna að gizka á vegalengdirnar, því að brúnin, sem sýnist or- skammt framundan, heldur áfram að vera á sama stað svm að tímunum skiptir. Það er rétt eins og við pjökkum stöðugt í sama farinu. Þó fer svo um síðir, að leiðin hættir að vera í fangið og nokkru síðar verðum við þess varir, að farið er að halla undan. Færðin vestan á jöklinum er heldur lakari heldur en austan á honum, bæði meiri nýr snjór og krap. Við komum af jöklinum þar sem heita Jökulstallar, langt fyr- ir norðan Eiríksjökul. Flosakarð blasir við og fyrst dettur okkur í hug að leggja leið okkar um það, en hverfum frá því. Við jökldröndina reisum við tjald á dálítilli sandeyri, höfum sokka- skipti og hitum okkur te. Það er sérkennilegt og geysi- víðsýnt þarna norðan við jökul- inn. Fyrir neðan okkur breiðir sig einn mesti, samfelldi hraun- íláki landsins, Hallmundarhraun, en lengra til norðurs og vesturs víðáttumestu heiðalönd Islands, með ótölulegum aragrúa af vogs- kornum vötnum. Svo virðist, sem upptök hraunsins séu að verulegu leyti undir jökli, því geysimiklir harunstraumar falla þarna hvarvetna framundan ís- brúninni. Nokkru framar hefur orðið feikimikið brot eða mis- gengi, þverhnýpt, 100—150 m. hátt og liggur það þarna á löng- um kafla út og suður með jökl- inum. Við brotið hefur hraunið þverkubbazt. Hraun straumarn- ir liggja fram á hamrana og hefj- ast svo aftur neðan við skrið- urnar. Sést á þessu, að misgeng- ið er yngra heldur en hraunið. Víða er hrikalegt og fallegt á hamrabrún þessari. Á einum stað skerst djúpt vik inn í hamra vegginn. Jökullækur allmikill fellur þar í háum fossi fram af hömrunum og hverfur í íshelli undir feikimikla hjarnfönn, síð- an sést hann ekki meir. 1 bak- sýn lyftir Eiríksjökull hvítfægð- um skildi sínum. Hér og þar ganga grettir skriðjöklar langt niður í þverbrattar fjallshlíðarn- ar, en norður úr honum hyllir undir Eiríksnýpu, og sýnist hún tröllaukin, þar sem hún ber v.ð gráan þokuhimininn. Eftir nokkra leit fundum við stað, þar sem komist varð nið- ur af hjallanum. Lentum við þá í úfnu hrauni um hríð og tjöld- uðum loks í dálitlum, hálfgrón- um bolla, þar í hrauninu, en bræddum snjó til drykkju. Gekk sú eldamennska seint, því að suðutækið var í stakasta ó- lagi. Næsta dag þreyttum við svo göngu suðvestur Hallmundar- hraun, og er fátt markvert um þá ferð að segja. Að Surtshelli komum við síðla dags og feng- um nokkra hugmynd um gerð hans og víðfeðmi, en engin könn- un gat það orðið, því að bæði skorti okkur tíma og ljósfæri. Liðið var að náttmálum er við komum að Kalmannstungu, stór- býlinu í jaðri óbyggðarinnar, og beiddumst gistingar hjá Krist- ófer bónda. Fengum við þar hin ar ágætustu viðtökur og fyrir- greiðslu. I Kalmannstungu búa þeir bræðurnir Kristófer og Stefán Ólafssynir. Allt er þar með miklum myndarbrag, því að þeir.bræður eru sannir stórbænd ur bæði í anda og að athöfn. Svo er sagan ekki lengri. Ein- hverjum sýnist þetta vafalaust fátækleg ferðasaga og nauða ó- merkileg draugasaga og má vel vera að svo sé, en athugum þó málið dálítið nánar: Ef rollan, sem ónáðaði okkur ferðafélag- ana í Þjófadölum, hefur í raun og sannleika verið afturgengin, þá er sagan harla merkileg og sagan hefði getað orðið mjög merkileg, ef hvorugur okkar hef- ði árætt til dyranna og atburð- inn því skort náttúrlega skýr- ingu. Það er því oft mjög lítið, sem skilur milli merkilegra at- burða og ómerkilegra. —Úlafur Jónsson —Dagur Business and Professional Cards Minning fóstru minnor, húsfrú Helgu Einarsdóttur frá Akurey í Landeyjum, Rangárvallasýslu íslandi. Eftir EINAR JOHNSON Minning um það mér næst skal vera meðan ég dvaldi á þínum bæ; alt það góða sem á að gera innrættir þú mér sí og æ. Sjálf þú varst og hjartahrein, hvers manns vildir græða mein. Móðir varst þú mæðrum betri, má það skrifast gullnu letri. Ég man við sátum saman bæði þú signdir ungan lærisvein kærleikans og kristin fræði, við kné þín nam af lífsins grein. Alt þitt líf bar um það vott. Þú alt mér kendir sem var gott. Guðs á vegi gekst þú líka, guði sé lof fyrir móðir slíka. Bænir þínar bezt ég kunni, og blessun alla fyr og síð. Þá skip mitt stóð við sker á grunni í stórviðri á vetrartíð. Þá traust ég fann, og trúarstyrk og tákn ég sá þó væri myrkt. Þín hjartans or£S og allur óður mér ómaði í sál frá beztu móður. I anda ég stend við leiðið lága og lofa guð fyrir bernsku-ár, hér er alt hið helga og háa, í hug minn falla sorgar-tár. Ég ætla að muna öll þín orð, þinn englasöng við heilagt borð, verður það minn vænsti sjóður, mitt veganesi hjartans móður. Ég veit þú horfir hátt frá hæðum himna guðs við föður hlið.. Ég gleyma ei mun þeim gullnu ræðum né guðdóm Krists og helgum sið, sem þú kendir sífelt mér, sannleiksorðið bjó með þér. Móður orð þín mæt ég geymi meðan ég dvel í þessum heimi. SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháíaa-, öruggasta eldavörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum — Skrifið símið til KELLY SVEINSSON 625 Woll Street, Winnipeg Just north of Portage Ave. Simar: 33-744 — 34-431 S O BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID EiTT'ONS 324 Smith St. Winnipeg Phone 924 624 Gunnar Erlendsson Pianist and Teacher Studio — 636 Home Street Thelephone 725 448 Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Rnofs and Insulated Sidine — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Wiimipeg. Man DR. A. V. JOHNSON Dentist V 606 SOMHKSliT BlUi.DiNO Telephone 97 932 Home Telephone 202 39S Talsimi 925 S26 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœöingur i augna, eyrna, ne1 og kverka sjúkdómum 209 Medical Arts Bldg. Stofutíml: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Sérfraöingur i augna, eyrna. nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTö BLDO Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 851 Heimasími 403 794 HAGBORG PHOME 21551 FUELg& >31 ■■■ - GUNDRY PYMORE Limited British QuaUty Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPBQ Phone 92 8211 Uanager T. R. THORVALDBON Your patroriage will be appreclated Q. P. Jonasson, Pres. St. Mac. Dir Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Slml 926 227 Wholesale Distributors of FRP.SH AND FROZEN PISB Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC 8t. Mary’s and Vaughan. Wp*. Phone 926 441 Phone 927 02S H. J. H. Palmason. C.A. H. i. PALMASON & CO. Chartered AccoantanU 606 Confederation Life Bldg. Wtnnipeg Manitoba PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisíers - Solicilors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Wtnnipeg, Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OÍFICE 929 349 Home 40S 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson 8UITE 6 — 652 HOME ST, Viðtalstlml 3—5 eftlr hádegi DR. E. JOHNSON 804 EVELINE STREET Selkirk. Man. Offlce nrs. 2.30—6 p.m. Phones: Offtce 26 — Ree. 2S' Offlce Phone Ree Pboc' 924 762 726 116 Dr. L. A. Sigurdson 628 MEDICAL ARTS BLDQ. Offtce Hours: 4 p.m.—6 p.m and by appolntment DR. H. W. TWEED Tannlæknir 508 TORONTO OEN. TRUSTS BUILDING Cor PorLige Ave og Smfth St Phone 926 952 WINNIPEO Offlce 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA SARGENT TAXi Phone 722 401 FOR QUICK RELÍABLB SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED. 308 AVENUE BLDO WPQ F'astelgnasalar. Lelgja hús. Ot- vega penlngalán og eldsáhyrgð bifreiðaábyrgð, o. a. frv. Phone 927 588 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœSingar «090/.NK OF NOVA SCOTIA BQ Portage og Garry 8t Phone 928 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesaie Dlstrihutors of Fraeb and Frozen Flsh. Sll CHAMBERS STREET Office Ph 26 328 Res. Ph. 7S 917 A. S. B A R D A L 8*8 SHERBROOK STREET Selur likklstur og annaat um Ot- farlr. Allur útbúnaður sá beztl Ennfremur selur hann allskonat minnísvarða og legsteina. Skrifstofu talsimt 27 S24 Heimllls talsiml 26 444 Phone 28 996 761 Notre Dame Ave. Just West of New Maternlty Hoapltal Nell's Flower Shop Weddtng Bouquets, Cnt Flowen Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Nell Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.