Lögberg - 04.01.1951, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4. JANÚAR, 1951
iögtjrrg
MAN.
Gefið Qt hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstj&rans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVEUNE, WINNIPEG,
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg’' is printed and publiahed by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorised as Second Clase Mail, Post Office Department, Ottawa
Heimsókn biskupshjónanna
Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson,
dvaldi hér í borg um jóiin, ásamt sinni ágaðtu og virðu-
legu konu, fru Guðrúnu ir’étursdóttur, eins og þegar hef-
ir verið skýrt frá. Sigurgeir biskup er maður vinmarg-
ur hér um slóðir frá hinni fyrri h-eimsókn sinni, og víst
er um það, að ekki rýrnuðu vinsældir hans meðal okkár
við það, að í þetta sinn kom hinn prúði iífsförunautur
hans meó honum í heimsókn. Sigurgeir biskup sat ekki
auðum hondum þann tíma, sem hann dvaldi hér um
slóðir; hann heimsótti elliheimilið Betel, flutti þar ræðu
og hreif sólsetursbörnin með ljúfmannlegri umgengni
sinni og hjartahlýju; hann prédikaði í báðum íslenzku
kirkjunum hér í borg við geisimikla aðsókn, og hann
flutti jafnframt gagnmerkar og vekjandi ræður um
þjóðræknismál.
Að aflokinni virðulegri guðsþjónustu á jóladaginn
í Fyrstu uútersku kirkju, flutti Sigurgeir biskup fagra
og áhrifamikla ræðu um nauðsynina, sem til þess bæri,
aö styrkja andlegum megingjörðum bræðraböndin milli
íslendinga austan hafs og vestan báðum aðilum til
gagns og menningarauka; sjálfur kvaðst hann hafa
orðið ómetanlegs styrks aðnjótandi vegna heimsókn-
anna til íslendinga vestan hafs; að hitta vini frá fyrri
dögum og eignast nýja vini, væri hverjum manni að
sjáifsögðu óumræðilegt fagnaðarefni; slíkt opnaði
manni ný útsýni og veitti nýjan starfsþrótt við lausn
hinna daglegu viðfangsefna; hann lét í ljós fögnuð sinn
yfir því, hve nú horfðist vænlega á um stofnun kenslu-
stólsins í íslenzku og íslenzkum bókmentum við Mani-
toba-háskóla, þakkaði þeim öllum, er svo drengilega
hefðu að framgangi málsins unnið og kvað kenslustól-
inn verða mundu íslenzka kynstofninum sú menningar-
leg lyftistöng, er seint mundi fyrnast yfir; eining Is-
lendinga um þetta mikla menningarmál væri svo fögur,
að aðdáun hlyti hvarvetna að vekja; hann vék að hinni
miklu lækningastofnun, er íslendingurinn Dr. T. H. P.
Thorlakson hefði komið á fót og gengur undir nafninu
Winnipeg Clinic, er fyrir sjö árum hefði ekki haft nema
sex eða sjö lækna í þjónustu sinni, en nú væri hún orðin
að stórveldi, er eitthvað um fimmtíu læknar störfuðu
við; kvað hann þetta, meðal annars, bera fagurt vitni,
framtaki Vestur-íslendinga. Sigurgeir biskup mintist í
ræðu sinni á íslenzku vikublöðin vestan hafs og hið
ómetanlega menningargildi þeirra; hvatti hann hlust-
endur sína til stuðnings við blöðin og komst í því sam-
bandi meðal annars að orði á þessa leið:
„Blöðin ykkar mega ekki deyja, og ég trúi því, að
þið látið þau ekki deyja; ef þau liði undir lok, myndi
margt með þeim líða undir lok, sem ekki má deyja“.
E]ins og þegar hefir verið vikið að, kvaðst Sigurgeir
biskup hafa orðið aðnjótandi mikils styrks af kynnum
sínum við Vestur-íslendinga; við höfum líka notið mikils
styrks af hans hálfu og af heimsóknum okkar til ís-
lands, þar sem beðið hafa okkar útréttar vinahendur;
hann þakkaði presti Fyrsta lúterska safnaðar og fjöl-
skyldu ársdvölina á Íslandi og kvað mikið gott hafa af
slíkri heimsókn hlotist og hvatti um leið til aukinna,
gagnkvæmra heimsókna af hálfu íslendinga beggja
vegna hafsins, því með þeim hætti mundi bræðralags-
brúin svo styrkjast, að hún stæði óbrotleg í aldir fram.
Á undan áminstri ræðu biskups, flutti séra Valdi-
mar fagra ræðu, þar sém hann þakkaði hinum tignu
gestum Ijúfa viðkynningu og merkilegt menningarstarf,
og árnaði þeim góðs brautargengis.
Koma biskupshjónanna til okkar var yndisieg jóla-
gjöf, er við geymum í þakklátum huga.
n
ísland er erfitt land en fagurt
og aðlaðandi
I •/#
Samtal viS C. W. Baxter sendi-
herra Breta, sem er á förum.
Drengskaparorð
„Það er ótrúlegt hvað bænd-
urnir verða að leggja hart að
sér til að yrkja jörðina við hin
erfiðu veðurskilyrði. íslenzku
sjómennirnir verða að vera þrek
menn miklir til að sigrast á hin-
um óblíðu náttúruöflum, á
stormasömu hafi við klettótta
strönd. En einmitt vegna dugn-
aðar síns og þrautseigju nýtur
íslenzka þjóðin virðingar þeirra,
sem henni fá að kynnast. Þannig
er það að minnsta kosti í mín-
um augum“.
Þetta mælti C. W. Baxter,
sediherra Breta hér á landi, er
ég braut upp á því við hann á
dögunum, að hann segði nokkur
örð hér í blaðinu í kveðjuskyni,
en sendiherrann lætur nú af em-
bætti hér eftir þriggja ára dvöl.
„Þegar kona mín og ég förum
frá íslandi, minnumst við fyrst
og fremst góðra kynna okkar við
íslendinga og þeirrar vináttu, er
við höfum hvarvetna mætt frá
því að við stigum hér á land“,1
segir sendiherrann. Og það vill
svo til, að hinir mörgu íslend-
ingar, sem kynnst hafa áendi-
herrahjónunum brezku, munu
einmitt minnast þeirra fyrir það
sama, hlýhug þeirra og vináttu.
Baxter sendiherra er, eins og
allir vita, sem til hans þekkja,
ímynd hins brezka prúðmennis,
bæði til orðs og æðis.
Kynnlisl Agli Skallagrímssyni
á íslenzku.
Eitt af því, sem Baxter sendi-
herra hefir iðkað í tómstundum
sínum á íslandi, er lestur forn-
sagnanna íslenzku. Hefir hann
lesið þær flestar, eða allar, sem
þýddar hafa verið á enska tungu
nema Egils-sögu Skallagríms-
sonar, sem hann las á frummál-
inu. „En vitanlega með aðstoð
orðabókar“, bætir sendiherrann
við með sínu alkunna lítillæti,
því ekki er hrokanum fyrir að
fara.
„Það er tiltölulega auðvelt að
komast inn í að lesa erlent mál“,
heldur hann áfram, eins og til
að afsaka að hann les íslenzku.
„En erfiðara hefir reynst að
læra talmálið, enda tækifærin
fá til æfinga vegna þess, hve
margir Islendingar tala ágæta
ensku. Hitt hefir mér ekki geng-
ið eins vel, að komast upp á að
borða alíslenzkan mat, þegar
frá er skilinn ykkar ágæti fisk-
ur. Það væri helzt hangikjöt og
svo vitanlega skyrið. En skyri
hafði ég raunar kynnst áður,
því þegar ég var 1 Persíu, vand-
ist ég rétti, sem er mjög líkur
skyrinu ykkar“.
í fornnorrænum sið var drengskaparorðið í slík-
um hávegum haft, að það var í raun og veru skoðað
sem algilt innsigli hins sanna manngildis; sá, sem brást
því átti ekki sjö dagana sæla og var að jafnaði flæmdur
úr hverjum griðastað; og þótt margt hafi breytzt frá
fyrri tímum og annarlegur skilningur lagður í eitt og
annað, er þó sýnt, að drengskaparorðið er hvergi nærri
aldauða með norrænum mönnum, eins og nýleg um-
mæli aðalritara sameinuðu þjóðanna, Tryggve Lie, bera
svo glögg merki um, en þau lúta að hinni siðferðilegu
ábyrgð hinna sameinuðu þjóða gagnvart öryggi Suður-
Kóreu lýðveldisins, er fyrst leit dagsljósið og stofnað
var í skjóli þeirra.
„Við megum ekki láta það viðgangast“, sagði
Tryggve Lie í nýlegri ræðu, sem hann flutti í Osló, „að
neinu stjórnarkerfi, hvort heldur það ber á sér svip
kommúnista, fasista, sósíalista eða kapitalista, sé
þröngvað upp á nokkra þjóð án hennar eigin vilja með
hervaldi, en einmitt þetta væru kommúnistar nú að
gera, eða reyna að gera í Suður-Kóreu, þvert ofan í
skýlaus fyrirmæli sáttmálans, er sameinuðu þjóðirnar
bygðu tilveru sína á“. Aðalritarinn var síður en svo
myrkur í máli og lagði ríka áherzlu á gildi drengskap-
arorðsins varðandi vernd Suður-Kóreu; lét hann þá
þannig um mælt:
Sameiginlegar hugsjónir
og arfur.
Baxter sendiherra er fæddur
í Skotlandi, en fluttist þaðan,
eftir að hann komst á legg, til
Suður-Englands og mun nú setj-
ast að í húsi sínu í hinu fagra
héraði, Sussex, um 80 km. frá
London. Þegar talið berst að
skyldleika Islendinga og Skota,
segir sendiherrann:
„Já, og auk hugsanlegra ætt-
arbanda eiga íslendingar og
Bretar margt sameiginlegt. —
Báðar þjóðirnar eru hreyknar
af síum gömlu lýðsæðisþingum
og virða lýðræðið. Með báðum
þjóðum eru mannréttindi í há-
vegum höfð, þar sem frelsi ein-
staklingsins og alþýðumanna er
virt og þykir sjálfsagt. Meðal
annars af þessum ástæðum er
hér gott að véra“.
Áhugasamur um
slysavarnamál.
Það er alkurina að berzi sendi-
herrann hefir haft mikinn á-
huga fyrir slysavarnamálunum
íslenzku og hefir lagt þeim meira
lið, en margir vita, því að honum
er ekki að skapi að flíka því,
sem hann gerir til stuðnings á-
hugamálum sínum. En þegar
brotið er upp á starfi Slysa-
varnafélags íslands og björgun
manna úr sjávarháska hér við
land er auðséð að hreyft er við
áhugamáli Baxters sendiherra.
„Það vildi svo til, að skömmu
eftir að ég kom hingað til lands,
vann björgunarsveit Slysavarna
félags Islands eitt mesta björg-
unarafrek, sem sögur fara af hér
við land. — Þeir sjómenn sem
komust af togaranum „Dhoon“,
er strandaði við Látrabjarg,
stóðu hér í herberginu, sem við
erum nú í og sögðu mér frá hin-
um frábæra dugnaði og fórnfýsi
íslendinganna. Síðar er ég fór
til Patreksfjarðar, sá ég strand-
staðinn. Það var að sumarlagi,
en samt gat ég gert mér í hugar
lund hvert þrek hefir þurft til
að bjarga skipbrotsmönnunum
úr fjörunni upp bjargið, sem
þá var allt freðið, í hamslausu
veðri, hina löngu skammdegis-
nótt. Síðan hafa íslendingar oft
bjargað brezkum sjómönnum úr
sjávarháska og það hefir fallið
í minn hlut að votta þeim og
Slysavarnafélaginu þakkir að-
standenda og útgerðarmanna í
Englandi“.
„Og þau embættisverk hefi ég
ávallt unnið með hinni mestu
gleði og ánægju“.
Hefði viljað ferðasi meira
um landið.
Baxter sendiherra sér eftir
einu atriði í sambandi við dvöl
sína á íslandi, en það er, að hafa
ekki haft tækifæri til að ferðast
meira um landið, en hann hefir
gert. Margir útlendingar, sem
starfað hafa hér á landi lengur
en sendiherrann, hafa þó séð
minna af landinu en hann.
Sendiherrahjónin hafa ferðast
til Norðurlandsins og um allar
nærsveitirnar oft og tíðum. Einn
ig til Patreksfjarðar,, er björg-
unarmennirnir frá Látrum voru
sæmdir heiðursmerkjum og heið
ursskjölum fyrir björgunaraf-
rek sitt. Auk þess hefir sendi-
herrann stundað laxveiðar í án-
um í Borgarfirði og unað sér
vel við þá íþrótt.
Börn sendiherrahjónanna, sem
eru í skóla, hafa komið hingað
til lands öðru hvoru og ávallt í
sumarleyfum sínum. Hafa þau
ferðast víða um landið og mikið
fótgangandi.
Baxter-hjónanna mun lengi
verða minnst hér á landi sökum
alúðlegrar framkomu þeirra og
gestrisni þeirra í sendiherrabú-
staðnum að Höfða, sem margir
hafa notið. Island hefir með
þeim sendiherrahjónunum eign-
ast einlæga vini og hauka í
horni.
Hlýleg kveðjuorð.
Það sést bezt, að ekki er farið
með kurteisishjal eitt, er hlý-
hugur sendiherrahjónanna
brezku er nefndur, að þau báðu
blaðið fyrir eftirfarandi kveðju-
orð til íslendinga.
„Við höfum notið dvalar okk-
ar hér á íslandi í ríkum mæli.
Hér höfum við eignast góða vini,
sem við munum aldrei gleyma.
Við tökum með okkur héðan á-
nægjulegar minningar og við
óskum íslenzku þjóðinni gæfu og
gengis og að allt megi ganga
henni í haginn í framtíðinni“.
—Mbl. 29. okt.
Hundrað ára biblíuminning
Biblíufélagið vinnur að undirbúningi að nýrri biblíuúigéfu.
Mánudaginn 13. þessa mánaðar var haldinn aðalfundur
Hins íslenzka biblíufélags, sem stofnað var 1815, og er
elzta starfandi félag í landinu. Starfsemi félagsins hefir
aldrei lagst niður allan þennan tíma. Þrátt fyrir háan aldur
eru ekki ellimörk á félaginu. Félagatalan hefir aukizt
mikið á síðari árum og starfsemi þess að sama skapi.
Félagið hefir þrívegis annast
útgáfu á biblíunni, þar af tví-
vegis í heild, og séð um þær út-
gáfur, sem prentaðar hafa verið
erlendis, sagði Sigurbjörn pró-
fessor Einarsson, sem tíðinda-
maður Vísis leitaði upplýsinga
hjá um félagið. Ennfremur fór-
ust prófessornum orð á þessa
leið:
„Fyrir fáum árum var stofnað
alþjóðasamband allra biblíufé-
laga í veröldinni og var það gert
fyrir forgöngu brezka biblíufé-
lagsins og hins ameríska. Við
höfum gengið í þetta samband
og með hliðsjón af því breytt
nokkuð skipulagi félagsins.
Erlendis starfa þessi félög
þannig, að lagt er kapp á að
þau séu fjöldafélög og félags-
menn styrktarmenn, með því að
greiða árgjald, sem er lágt. Mun-
um við reyna að koma á þessu
fyrirkomulagi hér. Ný lög end-
urskoðuð, voru samþykkt á aðal
fundinum. Aðeins einu sinni áð-
ur á hinu langa æviskeiði sínu
WORTUERIV CÆLIFORMA
I^ewslelter
CHRISTMAS—the worship of
Christ! The wise men of old felt
this way about it, and ever since
wise people have learned to love
the philosophy of this truth.
Even in 1950 the best Christmas
wish we can extend to you, one
and all, is that you may exper-
ience the reality of this worship
in your hearts at this time so
that 1951 may indeed be a
blessed landmark in your lives.
For those of you who were not
able to attend our Home Festi-
val of Christmas Carols, English
and Icelandic, on Dec. 24th, we
send you herewith a few of the
old, old songs, the ones we loved
to sing when we were young.
Let us sing them again this year
so that the message they bring
will flood our hearts with praise
and thanksgiving( “for unto us
is born this day a Saviour, who
isChrist the Lord.” If you can
come, be assured of a double
welcome!
☆
Born to:-Mr. and Mrs. Johann
Hannesson, a son, Sigurður,
on October 2nd.
Dr. and Mrs. Jón' Love Karlsson,
a son, Erik Allen, on Dec. 3.
Mr. and Mrs. Thomas E. Croak,
a son on Dec. 16th.
Congratulations and best wishes
to these happy home-makers.
„Sameinuðu þjóðirnar settu áminst lýðveldi á lagg-
irnar og þær béra ábyrgð á vörnum þess og öryggi,
jafnvel þó slíkt kunni að leiða til stríðs við hið nýja,
kommúnistíska Kínaveldi“.
Norrænir menn vilja ógjarnan ganga á gefin loforð.
We are happy to report that
George DeYoung, who had been
invaliding at the Southern Paci-
fic Hospital, S. F. since Oct. 7th,
returned to his home in Los An-
geles on Dec. 7th. Mrs. DeYoung
(Wilma) is a Thorvaldson.
☆
On Dec. 9th, Jack and Olive
Brown entertained a few close
friends with Lambasteik and
Lifrapylsa! The occasion? Jón
and Eva Olafsson were moving
south on the 15th. Their new ad-
dress is 59 Christopher Ave.,
Campbell, California. Our best
wishes follow them in their new
home.
☆
Now that Pastoral visiting
days are over, we would enjoy a
few dates with you. Our calen-
dar for 1951 has several open
spaces which we should like to
share with you. So, if you really
want to see us at any other time
than at the stated picnics, this is
your chance.
☆
How you flood us with beauti-
ful cards and substantial re-
membrances! We do appreciate
your thoughtfulness and many
kindnesses.
☆
Our next picnic date:- Janu-
ary 28th, 1951. WELCOME! (We
are hoping that the Bishop of
Iceland and Mrs. Sigúrdsson
will be with us then.
Our very best New Year’s
greetings to you, one and all.
Rev. and Mrs. S. O. Tharlaksson.
hafa lög félagsins verið endur-
skoðuð.
Biskup Islands er sjálfkjörinn
forseti félagsins, en aðrir í stjórn
þess eru:
Séra Bjarni Jónsson, vígslu-
biskup, séra Sigurbjörn Ást-
valdur Gíslason, séra Magnús
Már Lárusson, séra Sigurbjörn
Einarsson prófessor, Alexander
Jóhannesson háskólarektor, Frí-
mann Ólafsson forstjóri, Ár-
mann Snævarr prófessor og
Ólafur Ólafsson trúboði.
Framundan er fyrst og fremst
að prenta og gefa út biblíuna
hér innanlands. Frá 1866 hafa
útgáfur biblíunnar á íslenzku
verið á vegum Brezka biblíu-
félagsins, en að sjálfsögðu hefir
Hið íslenzka biblíufélag haft
þar hönd í bagga með.
Síðasta biblía, sem prentuð
var að öllu leyti hér á landi, var
prentuð í Reykjavík 1859 og er
það í eina skiptið, serp biblían
hefir verið prentuð hér í bænum.
Biblían, sem prentuð var 1941,
var prentuð í Viðey, en fyrsta
afrek Hins íslenzka biblíufélags
var prentun Nýja testamentisins
1827.
Af því, sem sagt hefir verið,
má sjá, að nú er brátt öld liðin
síðan að biblían var prentuð hér
á landi, og er það markmið fé-
lagsins, að gefa hana út sóma-
samlega ekki síðar en þá. Njóti
félagið almenns stuðnings, verð-
ur auðvelt að ná þessu marki.
Félagar munu nú vera á 9.
hundrað og fjölgar stöðugt, sem
fyrr var sagt. Árgjald er aðeins
10 kr. —VÍSIR, 25. nóv.
Kaupsýslumaður fór inn á
járnbrautarstöð. „Hvar og hver-
nar næ ég í lest, sem fer til Chi-
cago?“ spurði hann mann nokk-
urn.
„Hv-hv-hvað, þe-þe-þetta er
le-lestin, ó, al-al-máttu-tu-tugur,
ef þér he-he-hefuð ekki spu-spu-
spura mig, he-he-helduð þér ná-
ná-náð henni,“ var svarið.
☆
Ef kona kemur klukkutíma of
seint heim, og eiginmaðurinn er
orðinn áryggjufullur varður
hún stolt og ánægð. Ef karlmað-
ur kemur þrem tímum of seint,
verður hann fokvondur, ef ein-
hver er orðinn áhyggjufullur.
☆
Faðirinn: „Nú, það er naum-
ast. Það eru ekki tíu mínútur
síðan ég steig af skipsfjöl og þú
ert strax farinn að biðja um
peninga.“
Sonurinn: „Já, en skipinu
seinkaði um einn og hálfan
tíma.“
☆
Hún: Ég er hrædd um, að ég
hafi ekki efni á þessum upp-
skurði núna.
Hann: Nei, það lítur út fyrir
að þú verðir að tala um þá síð-
ustu næsta ár.