Lögberg - 04.01.1951, Page 6

Lögberg - 04.01.1951, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 4 JANÚAR, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BtLDFELL, þýddi Frú Morton þótti máske vænt um hann upp á sína eigin vísu, því að þó að hún væri ekki hjartaþlý, þá getur allmikið af vel- vilja dulist undir tilfinningaleysinu. Hin virð- ingarverða frú var klædd í sinn skrautlegasta búning. Hún átti yfir að ráða réttlátum metn- aði, sem sýndi verðlaun þau, er kvenlegum dygðum fylgja. Leghom hattur hennar var skreyttur blómum (sérstök tegund stráhatta) í grænni silki-yíirhöfn með fjórum fellingum, eins og sagt var að við hefði átt á þeirri tíð. Hún hafði einnig yfir sér fallegt svart sjal ákaflega þykkt með breiðri rönd í, þó að svell- andi hiti væri, smekklega hálsnælu með gulum tópas-steini í, sem glitraði á brjósti hennar. Stór gylltur höggormur starði frá mittisbandi sem hún hafði um sig, hárið, eða réttara sagt höfuðið á henni að framan var krossfest með snúnum hárlokkum, sem féllu fast að höfðinu, og fæturnar með mjög þröngum skóm hálf- reimuðum sem leðurlyktin var ekki enn farin úr. Þessi síðasta eldraun, því it faut souffrir pour étre bell, (það er óhjákvæmilegt fyrir kvenfólk að þola óþægindi, til að geta fylgt tízkunni) sem að sýrði enn meir hina vanalegu skapgerðarbeiskju frú Morton. Hin geðþekkasta skapgerð er fullreynd þegar að skórnir kreppa og frú Morton var ein þeirra, sem alltaf höfðu frostsárar fætur á veturna, en líkþorn á sumrin. „Svo þú segir að systir þín sé falleg?“ „Var falleg, frú M. — var falleg. Fólk breytist11. „Slæm samvizka, hr. Morton, er . . . .“ „Geturðu ekki gengið ofurlítið hraðara, góða mín?“ „Ef að þú hefðir líkþornin, sem að ég hefi, hr. Morton, þá mundir þú ekki tala þannig!“ Elskendurnir þögnuðu, og var sú þögn að- eins rofin þegar að þau sögðu: „Sæll“, eða „góðan daginn!“ er þau mættu einhyerjum á götunni sem þau þektu. Og þetta hélzt unz þau komu í gistihúsið. „Við skulum flýta okkur upp á loft“, sagði frú Morton. Gestgjafahúsið, þar sem allt lék á skjálfi kveldið áður, var nú þögult eins og gröfin. Gluggahlerunum lokað að mestu til að halda sólinni úti. — Enginn í vínsöluherberginu — reykjartóbakslykt í ganginum — aldraður leti- legur hundur sat við stigann og var að glefsa eftir flugum. Hjónunum þótti vænt um að enginn skyldi sjá þau og læddust eftir gang- inum og upp á loft og að dyrunum á herberg- inu, sem að Katrín var í. Katrín sat á legubekknum og Sydney litli stóð hjá henni — klæddur eins og frú Roger Morton, í sín beztu föt. Hann hafði enn ekki hugmynd um breytinguna, sem. ákveðin var á kjörum hans, og var glaður yfir að sjá þessa nýju kunningja, eins og börn sem mikið er látið með vanalega eru. „Konan mín — Katrín“, sagði hr. Morton. Katrín reis vonglöð á fæiur og horfði á hið hörkulega andlit mágkonu sinnar. Hún lét ekki bera á óhug þeim sem kom í hug henni þegar að hún sá hana, rétti fram báðar hendurnar, ekki frekar til að fagna henni, en til blíðkunar máli sínu. Frú Morton setti á sig reginssvip og hneigði sig, sem var vottur meðfæddrar siðmenningar, sem hin tígulega framkoma Katrínar knúði fram og var allt annað en Katrín hafði búist við að mæta — hún hneigði sig og tók í hend- ina á henni. „Þetta er sonur minn“, og leit und- an. Sydney kom til þessa verndara síns sem átti að verða og frú Morton muldraði: „Komdu hérna góði minn! Hann er fallegur drengur!“ „Eins fallegt barn og að ég hefi nokkurn tíma séð!“ sagði hr. Morton innilega um leið og hann tók Sydney og setti hann á kné sér ag strauk um hárið á honum. Þetta mislíkgði frú Roger Morton, en hún settist niður og sagði: „Það er ákaflega heitt“. „Farðu nú til konunnar, drengur minn“, sagði hr. Morton. „Er hún ekki ljómandi falleg kona?“ Sydney, sem var allra barna bezt siðaður, fór rakleitt til frú Morton eins og að honum var sagt. Frú Morton komst í hálfgerð vand- ræði. Sumu fólki er þannig farið, að börn ann- að hvort ryðja allri andúð úr vegi, eða auka hana tífalt. Frú Morton lét sig samt sem áður hafa það og sagði: „Ég á dreng heima, sem er á aldur við þig“. „Áttu?“ spurði Katrín og settist hjá tengda- systir sinni, — „bróðir minn hefir sagt þér allt?“ „Já, frú“. „Og ég verð hér í bænum einhvers staðar — og get íengið að sjá hann við og við?“ Frú Roger Morton leit til manns síns — maður hennar leit til dyranna — og Katrín leit íraman í þau á víxl. „Herra Morton skýrir þetta fyrir þér frú“, sagði frú Morton. „Já, mín kæra Katrín. Ég er hræddur um, að það sé ekki hægt“, sagði hr. Morton, serrí þegar að hann þurfti með, gat verið ákveðinn. „Þú skilur, að það sem er liðið, er liðið, og það getur ekki leitt til neins góðs að fara að hreyfa við því. En það eru margir hér í bænum, sem muna eftir þér“. „Það sér mig enginn — enginn, nema þið og Sydney“. „Það er óumflýjanlegt, að það komist upp; heldurðu það ekki, frú Morton?“ „Áreiðanlega. I sannleika sagt frú, þá er það af og frá. Herra Morton er svo framúrskarandi virðingarverður og nágranna hans veita at- höfnum hans svo nána eftirtekt, og svo, ef kosningar fara fram í haust, þú sérð frú, hann á svo stórkostlegt ítak hér í plássinu, og er opinber starfsmaður“. „Það er hvorki hér né þar“, sagði hr. Mor- ton. „En ég segi Katrín: „Getur drengurinn þinn farið inn í hitt herbergið í nokkrar mín- útur! Margrét, segjum að þú takir hann og sjáir hvort að þig getið ekki orðið vinir“. Frú Roger Morton varð dauðfegin að losna við að skýra málið, sem hún þó hafði ásett sér að gjöra með rausn og skörungsskap, tók í hendina á drengnum og fór með hann út um dyr, sem voru á svefnherberginu og skildi systkinin ein eftir. Herra Morton byrjaði með meiri nærgætni og smekkvísi heldur en vonast mátti eftir að draga úr sárustu skilnaðarbroddunum. Hann benti á hvað bezt væri fyrir drenginn. Að drengir væru vanalega ósvífnir í stöðu sinni hvor til annars. Hann hefði jafnvel séð það ráð vænst, að segja hr. Plaskwith að Philip væri fjarskyldur sér, og hann bað Katrínu að stuðla að því, að Philip tæki það til greina fram- vegis. En að því er Sydney snertir, þá yrði hann fyr eða síðar að gánga á dagskóla og hafa félaga sem væru honum jafn gamlir — ef að uppruni hans væri kunnur, þá mundi það verða til skapraunar fyrir hann — það væri miklu betra og líka svo þægilegt að ala hann upp sem lögborinn son einhverra fjarskyldra ættmanna þeirra. — „Og“, stundi veslings Katrín upp, „þegar að ég er dauð, á hann aldrei að vita, að ég var móðir hans?“ Angistin í orðum móðurinnar gekk áheyr- andanum í hjartastað. Þau læstu sig í gegnum vanans viðjar, sem lagt höfðu bönd sín á til- finningar hans og háttu. Hann faðmaði Katrínu að sér og sagði: „Jú, systir mín — vesalings systir mín — hann skal fá að vita það, þegar að hann er orð- inn nógu gamall til að skilja þetta og getur sjálíur varðveitt leyndarmál sitt. Hann skal líka fá að vita hvað okkur þótti einu sinni mikið varið í þig og hvað okkur þótti vænt um þig, hve ung að þú varst, lofuð og freistað; hvernig að þú varst dregin á tálar, því ég veii, að það var gjört — svo sannarlega veit ég það. — Ég veit að það var ekki þín sök. Hann skal og fá að vita, hve innilega að þér þótti vænt um hann, og að' þú fórnaðir hans vegna þeirri hugarfró, að fá að vera nálægt honum. Hann skal fá að vita allt — allt!“ „Bróðir minn — bróðir minn. Ég afsala mér honum. — Ég er ánægð. Guð blessi þig. Ég skal fara — fara undir eins. Ég veit nú, að þú munt annast hann“. „Og þú sérð“, hélt Morton áfram, settist á stólinn og strauk augun. „Það er betra okkar á milli sagt, að frú Morton fái sínu framgent hvað þetta snertir — hún er allra bezta kona, en það er vissara að ergja hana ekki mikið. Þú getur nú komið inn, frú Morton“. Frú Morton og Sydney komu inn í her- bergið til þeirra. „Við höfum ráðið fram úr öllu“, sagði hr. Morton. „Hvenær getur hann komið?“ „Ekki í dag“, sagði frú Roger Morton; „þú skilur frú, að við verðum að útbúa rúmið hans og viðra vel rúmfötin. Ég er ákaflega vandlát“. „Já, sjálfsagt. Á hann að sofa einn — fyrir- gefðu“. „Hann skal hafa herbergi einn“, sagði hr. Morton. „Er ekki það góða mín? Næst við her- bergið hennar Mörtu. Marta er stofuþernan okkar —'mjög geðgóð og barngóð stúlka“. Frú Roger Morton stóð hugsi dálitla stund og sagði svo: „Já, hann getur haft það her- bergi“. „Hver getur haft það herbergi?“ spurði Sydney sakleysislega. „Þú, kæri vinur“, svaraði hr. Morton. „En hvar á mamma að sofa? Ég verð að sofa nærri mömmu“. „Mamma ætlar að fara í burtu“, sagði Katrín alvarlega og í ákveðnum róm, sem enginn nema sá, sem viðkvæmt eyra hafði, hefði getað heyrt örvæntingarhreiminn í — „ætlar í burtu fyrir tíma, en þessi maður og þessi kona verða — verða ósköp góð við þig“. „Við skulum gera okkar bezta, frú“, sagði frú Morton. Um leið og frú Morton sagði þetta varð Sydney allt í einu ljóst hvað til stæði — hann rak upp skerandi hljóð, sleit sig frá frú Morton, hljóp til móður sinnar og hjúfraði sig upp að brjósti hennar og grét beisklega. „Ég held, að hann sé skemmdur af eftirlæti“, hvíslaði frú Roger Morton. „Ég held, við þurf- um ekki að vera hér lengur. — Það lítur grun- samlega út. Góðan morgun, frú. Við verðum tilbúin á morgun“. „Vertu sæl, Katrín“, sagði hr. Morton, og bætti við á meðan að hann kysti hana: „Hertu upp hugann, ég skal koma aftur og vera hjá þér í kvöld“. Það var kveldið eftir að samtalið, sem að framan er greint átti sér stað. Sydney var kom- inn á nýja heimilið; það höfðu allir verið góðir við hann. Herra Morton, börnin og Marta stofu- þernan. Frú Roger Morton hafði gefið honum væna brauðsneið með berjasultu ofan á, en hann hafði verið daufur og þögull og eins og hundur í ókunnugu plássi, vildi hann ekkert eta. Sorgin skar litla hjartað, augun flutu í tárum og hann var alltaf að líta á hurðina. En hann hélt sorg sinni og hryggð í skefjum um- fram allar vonir. Einstæðingsskapur drengsins á meðal ókunnugra ógnaði honum og hryllti hann. En þegar að Martha háttaði hann og hann kraup við rúm sitt til að lesa bænir sínar og kom að orðunum: „Guð blessi elsku mömmu mína, og geri mig að góðum dreng“, brast hann í beiskan grát, eins og hjartað litla ætlaði alveg að springa, svo sáran, að Martha varð ótta- slegin. En hún var vön að fást við börn og tók drenginn í faðm sér, talaði við hann, taldi um fyrir honum og reyndi á allan hátt, að sefa ekka hans og grát, sagði honum frá mörgu, sem hann mundi hafa gaman af að gjöra og af fallegum leikföngum, sem hann ætti að fá, og að síðustu þagnaði hann, og þó máske ekki sannfærður, lét aftur augun, lauguð tárum og sofnaði. Það hafði verið ákveðið að Katrín skyldi fara burt úr bænum og heim til sín með póstvagninum þá Seint um kveldið, eða klukk- an tólf. Klukkan var nú eftir ellefu. Frú Mor- ton var farin til svefnherbergis síns, og maður hennar samkvæmt venju, var eftir niðri í dag- stofunni og reykti vindil sinn og drakk síðasta glasið af brennivíni og vatni. Hann hafði hént frá sér endanum af vindli sínaum, stóð upp og var að draga upp úr sitt, þegar að hann heyrði að drepið var hægt á gluggann hjá honum. Hann stóð þegjandi og skelkaður, því að glugginn vissi út að bakgötunni, sem var dimm og fáfarin að nóttu til, og dagurinn hafði verið heitur svo að járnhlerunum hafði ekki verið lokað; það var aftur klappað á gluggann, og hann heyrði lága rödd. Hann leit á járn- skörunginn og færði sig hljóðlega að glugg- anum og leit út. „Hver er úti?“ „Það er ég — það er Katrín! Ég get ekki farið án þess a^ sjá drenginn minn. — Ég verð að sjá hann einu sinni enn!“ „Kæra systir. Það er búið að loka — það er ómögulegt. Guð hjálpi mér, ef að frú Morton skyldi heyra til þín!“ „Ég hefi verið að ganga fram og aftur fyrir utan þennan glugga í fleiri klukkutíma — og ég hefi beðiðið þar til að allt var komið í kyrrð í húsi þínu, þangað til að enginn, ekki einu sinni aumasti þénari þinn, þarf að sjá móðurina stelast til að líta á rúm drengsins síns. Bróðir minn, í nafni látinnar móður okkar, krefst ég, að þú leyfir mér að fá að sjá drenginn minn í síðasta sinni!“ Þegar Katrín sagði þetta, þar sem hún stóð einmana á götunni umkringd dimmunni að neðan, en Guði og stjörnunum að ofan, um- vafin tign og valdi, sem ógnaði bróður hennar. Þó hún væri nærri honum þá var andlitsmynd hennar ekki mjög greinileg, en myndugleiki hennar þar sem að hún stóð með hendina upp- rétta — sjáanlega holdgrönn, en skipandi mynd- ugleika, sem næturskugginn gerði enn áhrifa- meiri. „Komu að dyrunum, Katrín“, sagði hr. Mor- ton eftir dálitla þögn. „Ég skal hleypa þér inn“. Hann lokaði glugganum og læddist til dyr- anna, opnaði þær og hleypti gestinum inn. Hann bað hana að fylgja-sér eftir, hélt hend- inni fyrir ljósið sem hann hélt á og fór varlega upp stigann og Katrín á eftir honum. Þau komust fram hjá herberginu, sem að kona hans var í og var að vanda að lesa pistil í einhverri guðsorðabók, áður en að hún batt á sig næturskýluna og. lagðist til svefns. Þau héldu áfram upp stigann og að herberginu, sem að Sydney svaf í; hr. Morton opnaði dyrnar varlega og stóð í dyrunum og hélt ljósinu þann- ig að það vekti ekki drenginn, þó að það lýsti Katrínu að rúmihans. Herbergið sem hann svaf í var lítið, en sérstaklega vel hreint; því hreinlætið var ein af höfuðdygðum frú Rogers Mortons. Móðirin dró með skjálfandi hendi hvítu tjöldin, sem voru fyrir framan rúmið til hliðar og hélt niðri grátekkanum og horfði á andlit sonar síns, sem í svefnró sinni sneri að henni. Hún horfði á það í dálitla stund í átakan- iegri þögn; hver getur sagt hvaða hugsanir, hvaða bænir liðu í gegnum huga hennar í þeirri þögn! Svo beygði hún sig ofan að honum og kysti með fölum og titrandi vörum á litlu hend- ina, sem hann hafði rétt frá sér undan rúmföt- unum og höfuð hans hvíldi á. Svo sneri hún sér að bróður sínum með þegjandi ósk í augum, tók hring af fingri sér, hring, sem hún hafði aldrei fyr tekið af hendi sér, hringinn, sem Philip Beau fort hafði látið á hönd henni daginn eftir að Sydney fæddist. „Láttu hann bera þennan hring um háls sér“, svo þagnaði hún, því að hún óttaðist að hún mundi fara að gráta og máske vekja drenginn. Með þessari gjöf fanst henni að hún væri að ákalla anda föðursins til þess að vaka yfir föðurleysingjanum vina- lausa, og svo tók hún höndunum saman, eins og við gjörum stundum í angist og kvíða. Hún sneri sér við og fór út úr herberginu, ofan stigann cg út á götuna og tautaði fyrir munni sér við bróður sinn: „Ég er nú ánægð; friður sé með þessu húsi!“ Áður en hann gat svarað, var hún horfin. IX. Kapíluli. Það var um það leyti árs þegar að þeir, sem líta á yfirborð félagslífsins í Lundúna- borg, sjá hina glæsilegustu hlið þess, þegar sölubúðir borgarinnar sýna sínar glæsilegustu vörur og verzlunin stendur í mestum blóma; þegar um götur borgarinnar streymir og glitr- ar þrong, sem tölu verður ekki komið á, af lötu og metnaðarsjúku fólki, þegar æðri stéttin eyðir og miðstéttin græðir. Þegar danssalur- inn er markaðs pláss íegurðarinnar, klúbbarnir skólar hneykslanna, þegar fjandinn gín við bráð sinni, söngleikarar og fiðluleikarar — skepnur sem gullhneigðin hefir ungað út, eins og þegar flugur fljúga frá mykjuhaug og suða, sveima og fitna á holdi alþýðunnar. í sérkenni- legri merkingu, það var samkvæmis tímabil Lundúnaborgar. („The Lodon season“). Og á- nægjulegt þegar allt er tekið til greina, ánægju- legra en önnur tímabil ársins, jafnvel fyrir þá, sem ógæfusamastir eru, er það tímabil þegar hitinn og ólgan er sem mest. Það er ekki tíma- bil heimskingjanna og'skuldaþrjótarnir smjúga í gegn, öruggari en endranær. Veðrið er heitt og förumennirnir sofa ókaldir undir súlna- göngunum í tunglsljósinu, betlarnir hrósa happi og þjófarnir fagna — því að ávextir sýrðrar menningar — menningar, sem nær til allra. Og út frá þessari siðspillingu skreið ljótleikinn til þess að baka sig í sólskini almennings — hugsanir og hlutir sem híma og hverfa undir eins og haustvindarnir næða um borgina. Það er tíð skemtana og ánægju, erfingjanna og fegurðarinnar, stjórnmálamannanna, lög- fræðinganna og mæðranna semeiga gjafvaxta dætur; fyrir listmálarann, sem, hefir lokið við að mála fyrstu mynd sína, og fyrir skáldið, sem er nýbúið að gefa út fyrstu ljóðabókina sína. Það er líka tíð skemtana fyrir manninn, sem hefir lokið sveinsprófi, en hímir hungraður, og fyrir manninn tötrum-klædda, sem allir hafa snúið baki við, og sem hvetur sporið vonglaður á eftir herramanninum í von um einn skilding, en sem segir honum, þegar að hann nær hon- um að fara norður og niður. Það er tíð skemt- ana fyrir vændiskonuna máluðu í rauða kjóln- um og fyrir grettu og úttauguðu konuna, sem hangir við dyrnar á vínkránni til þess að kaupa til baka æskudrauma sína í ómegins-veigum bikarsins. Það er skemtun í fegurð, eins og skemtanaglaumur stórborga ávalt er skemti- legur — fyrir glæpsamlegt athæfi, eins og sakleysi, fyrir fátæktina eins og auðinn. Og örlög allra leika á þræði hvort heldur að þeir eru á leiðinni til himna eða til helvítis. Arthur Beaufort erfingi Beauford-eignanna var heima hjá föður sínum. Hann var nýkom- inn frá Oxford, þar sem honum hafði lærst, að mentunin tekur ekki fram höfðingja land- setu: Eftir að hin nýja framtíðar aðstaða hans varð honum ljós, þá breyttist hann mjög. I eðli sínu var hann námfús og varfærinn, og hefði að líkindum haldið áfram á þeirri braut, ef aðstaða hans hefði ekki breyzt við fráfall föðurbróður hans, og hefði þá máske orðið vinnugefinn og viðurkendur maður. En þó að hann væri gæddur góðum hæfileikum, þá skorti hann hinn sívakandi framsóknaranda, sem ein- kennir afbrigðagáfur — sem oft eru ekki aðeins vegsemd, heldur og ógæfa. Auðurinn stakk fram sókn hans svefnþorn svo að segja undir eins. Hann var hverjum manni veglyndari, og dá- lítið reikandi í ráði sínu, hann féll inn á sið- venjur annara auðmanna sona, sem á hans aldri voru og með honum voru á skólanurn. Hann varð alveg eins og þeir, hugsunarlaus um nám sitt, eyðslusamur og gaf sig á vald skemtana- fýsninni. Þessi breyting, þó hún máske hefði óhagstæð áhrif á hann andlega, þroskaði hún hann líkamlega. Það var breyting, sem hlaut að njóta náðar á meðal kvenfólksins, og einkum og sér í lagi hjá móður hans. Lafði Beaufort var aðalborin, og þegar Robert Beaufort giftist henni hafði hann vonast eftir að njóta trausts frá ættmennum hennar, en stjórnarbreyting, sem varð eftir að hann giftist, kom í veg fyrir þá von, því öllum skyldmennum hennar, sem í stjórninni voru, var vikið frá embættum.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.