Lögberg - 22.02.1951, Side 6

Lögberg - 22.02.1951, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. FEBRÚAR, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BlLDFELL, þýddi Máske; ég er að bíða eftir vagninum, sem að maður átti að koma með hingað, ég ætla að taka mér dálítinn túr“. „Við erum glöð að sjá þig, herra!“ sagði ungfrúin, sem upplýsingin um listivagninn hafði sett innsigli sitt á, í viðbót við hina fyrri vinsamlegu framkomu mannsins, og hún lagði nafnspjald í lófa hans, sem á var prentað: „Wavers and Snow Staymakers, High Street“. Maðurinn lét nafnspjaldið í vasa sinn, stökk út úr póstvagninum og ýtti keppinaut sínum í hvítu yfirhöfninni til hliðar og rétti ungfrúnni hendina, sem tók þeirri kurteisi fegins hendi og studdist við armlegg mannsins viðmótsþýða „Þessi maður hefir verið svo kurteis við mig, James“, sagði hún, og James tók ofan hattinn. Hinn maðurinn klappaði á öxlina á honum, — „ó, þú ert ekki ánægður — ertu? Ó, nei langt frá því að þú sért ánægður! Góðan daginn! Eftirlitsmaður, þetta er kassinn minn!“ Á meðan að Philip var að borga ökumann- inum, fór maðurinn fram hjá honum og hvísl- aði að honum: „Þú gleymir ekki honum gamla Gregg — Er nokkuð um að vera hérna — spilltu ekki skemmtun minni þó við hittumst!“ fór hann svo inn í gistihúsið blístrandi „God save the King“. Philip brá og reyndi að glöggva sið á mönn- unum, sem hann hafði mætt í piássinu ó- kunna, er hann hafði verið tekinntil og 'hélt að hann myndi eftir andlitsfallinu, sem þessi samferðamðaur hans bar, en reyndi þó ekki að ná frekari kynningu af honum, heldur spurði til vegar heim til hr. Mortons og hélt af stað þangað. Honum var sagt að hann gæti stytt sér leið með því að fara götuslóða, sem honum var vísað á og sagt að við byrjun hans væri tréstaur reistur upp til vegvísis. Hann fann götuslóðann og hélt inn á hann. Öðru megin við hann var hvítur veggur meðfram matjurta- garði, sem læknirinn í bænum átti, á hinn veg- inn var trégirðing með fram skógræktargarði. Það var engin umferð um þessa götu, því það var kominn sá tími að fólk var ekki lengur á ferðinni til viðskipta í landbæjunum. Engin hreyfing eða hljóð heyrðist nema hans eigið fótatak. Þegar hann kom nær enda þessarar götu, sem nær var aðalgötu bæjarins, sá hann stóra búð og við síðustu geisla sólarinnar, sem geisluðu á gluggunum sá hann nafnið „Morton“, en rétt í sömu andránni heyrði hann sáran grát- ekka. Hann stansaði og sá að í anddyri við hús læknirins, sem lá út að veginnm, sat drengur á steintröppum og grét sáran — það var eins og hitastraumur færi um hann allan. Þekkti hann virkilega hreiminn í þessum grátstunum? Hann gekk til drengsins og lagði hendina á öxl- ina á honum: „Ó, ekki — ekki — ég bið þig að gjöra það ekki — ég ætla að fara, svo sannarlega ætla ég að fara!“ stundi drengurinn upp og vék sér undan handtakinu og. hélt höndunum enn fyrir augum sér. „Sidney!“ sagði Philip. Drengnum brá og hann stóð upp, hljóðaði upp í gleði sinni og hljóp í fangið á bróður sínum. „Ó, Philip! elsku, elsku, Philip! Þú ert kominn til að taka mig heim aftur til hennar mömmu; ég skal alltaf vera góður, ég skal aldrei vera óþekkur við hana aftur — aldrei — aldrei. Mér hefir liðið svo ósköp illa“. „Sestu niður og segðu mér hvað þeir hafa gjört þér“, sagði Philip og bældi niður geðs- hræringuna, sem að hann hafði orðið fyrir þeg- ar nafn móður hans var nefnt. Svo sátu þeir þarna á ísköldum steintröpp- unum við anddyri á húsi manns, sem var þeim alókunnugur, munaðarleysingjarnir tveir: Phil- ip með hægri hendina um mitti bróður síhs. Sidney hjúfraði sig upp að brjósti Philips og sagði honum frá því, sem á daga hans hefði drifið, máske nokkuð aukið, og þegar að hann kom að því, sem skeði þá um morguninn, rétti hann út hendina og sýndi Philip vandarförin á henni. Philip varð svo æstur í skapi út af þessum vott harðneskju og grimmdar, að hann vildi strax fara á fund hr. Mortons og taka fyrir kverkarnar á honum, og var ekki laust við að sú aðstaða Philips hefði áhrif á frásögn Sidney um rangindin, sem að honum höfðu ver- ið sýnd og hugarangrið sem að hann hafði orðið að líða. Þegar að hann hafði lokið sögu sinni, hélt hann sér fast við bróðir sinn og sagði: ( „Við skulum ekki fást um þetta, Philip; við förum nú heim til hennar mömmu“. Philip svaraði: „Hlustaðu á mig, elsku bróðir minn. Við getum ekki farið til hennar móður okkar. — Seinna skal ég segja þér, hvers vegna að við getum það ekki. Við erum einir í veröldinni — við tveir! Ef að þú vilt koma með mér — guð hjálpi þér! Þú verður þá að ganga í gegnum þrautir og þjáningar: Við verðum að vinna og þræla, og þú verður að þola kulda og máske hungur, og vera þreyttur Sidney — dauðþreytt- ur, lengi og oft! Þú veist, að fyrir löngu síðan, þegar að ég var svo ákaflyndur, að þá var ég aldrei vondur við þig. Nú sver ég, að ég skal heldur bíta úr mér tunguna, en að segja eitt einasta ónotaorð í þinn garð. Ég get ekki lofað meiru. Hugsaðu þig vel um. Heldurðu að þú munir ekki sakna þægindana, sem þú nýtur oú?“ „Þægindanna!“ endurtók Sidney raunalega og leit á vandarförin á hendinni á sér. „Ó, lát— lát — láttu mig fara með þér. Ég dey ef ég verð hér eftir. Já, ég dey áreiðanlega!“ „Hafðu ekki hátt um þig!“ sagði Philip, því að hann heyrði fótatak og sá fölleita manninn koma í hægðum sínum eftir götunni. Það var eins og að honum brygði.Hann stansaði og leit raunalega til drengjanna. Þegar að hann var farinn fram hjá stóð Philip upp. „Það er þá afráðið“, sagði hann ákveðinn. „Komdu með mér undir eins. Þú ferð ekki til þessa fólks aftur. Komdu fljótt: „Við þurfum að ferðast margar mílur í nótt“. \ 6. Kapítuli Fölleiti maðurinn gekk inn í búðina til hr. Mortons, leit í kringum sig og sá kaupmann- inn vera að sýna ungri konu, sem var nýgift sjal. Hann settist á stól, og þegar búðarráðs- maðurinn kom til hans með bugti og beyging- um, sagðist hann ætla að bíða unz hr. Morton væri búinn að afgreiða konuna. Eftir að konan hafði skoðað sjö sjöl, og sagt hr. Morton hve falleg þau væru, sagðist hún þurfa að hugsa málið betur og fór. Herra Mor- ton kom að heilsa upp á gestinn. „Herra Morton“, sagði fölleiti maðurinn, „þú hefir ekki breyst mikið. Þú manst ekki eftir mér?“ „—Ja, hérna, hr. Spencer! Ert það virkilega þú? Það hefir margt drifið á dagana síðan að við sáumst síðast! Vertu velkominn! Hvað hef- ir dregið þig til N . . .? Viðskitpi?" „Já, verzlunarviðskipti. Við skulum koma inn fyrir“. Herra Morton fylgdi gesti sínum inn í setu- stofuna, þar sem Tom sat á stól og var að ljúka við brauðsnúðinn. Hr. Morton sagði honum að fara út að leika sér, og fölleiti maðurinn sett- ist niður. „Herra Morton“, sagði gesturinn og leit á föt sín; „ég er í sorgarklæðum eins og þú sérð. Ég syrgi systir þína. Ég hefi ekki komist yfir minn fyrri kunningsskap við hana — get ekki gleymt henni“. , „Systir mín! Hamingjan hjálpi mér!“ sagði hr. Morton og fölnaði; „er hún dáin? Vesalings Katrín! Og að ég skyldi ekki hafa frétt það. Hvenær dó hún?“ „Fyrir fjórum dögum síðan; og — og —“ sagði hr. Spence hrærður. „Ég er hræddur um allslaus. Ég hafði verið burtu úr landinu í nokkra mánuði; þegar að ég kom til baka í vik- unni sem leið, sá ég í dagblöðunum (ég læt alltaf halda þeim saman) stutta frásögn af mál- inu sem að hún höfðaði,gegn Baufort lávarði fyrir nokkru síðan, svo ég ásetti mér að leita hana uppi og mér tókst það í gegnum lögmann hennar, en það var oft seint. Ég komst þangað, sem að hún átti heima tveimur dögum eftir að hún var — jörðuð. Ég ásetti mér þá að heim- sækja þig og vita hvort nokkuð væri hægt að gjöra fyrir þá, sem að hún skildi eftir“. „Drengirnir eru aðeins tveir. Philip sá eldri er í R—! og líður vel, sá yngri er hér hjá mér og frú Morton, það er mánuður. — Það er að segja, hún lætur sér mjög umhugað um hann. Ehem! Vesalings — vesalings systir mín!“ „Er hann líkur móður sinni? „Mjög líkur henni, þegar að hún var ung — vesalings Katrín!" „Hvað er hann gamall?“ „Um tíu ára held ég, veit það ekki upp á víst; hann er miklu yngri heldur en hinn. Svo að hún er dáin!“ „Herra Morton, ég er gamall og ógiftur (raunalegt bros lék um varir hr. Spencers, er hann sagði þetta); lítill hluti af eignum mínum er samkvæmt erfðaskrá ánafnaður skyldfólki mínu; hitt á ég sjálfur, og ég held mig ekki um- fram efni. Eldri drengurinn er máske orðinn nógu gamall til þess, að sjá að einhverju leyti fyrir sjálfum sér. En sá yngri — máske að þú hafir fjölskyldu sjálfur og getir verið án hans!“ Herra Morton hikaði við og bretti upp bugsnaskálmar sínar. „Þetta er mjög vingjarnlega sagt af þér. Ég veit ekki — við skulum sjá. Drengurinn er úti núna, en komdu klukkan tvö, ef þú vilt gjöra svo vel og borðaðu miðdagsverð með okkur. Jæja, svo hún er dáin og horfin! Það er nú svo. í millitíðinni skal ég tala um þetta við frú Morton“. „Ég þigg boð þitt“, sagði hr. Spencer og stóð á fætur. „Ó!“ sagði hr. Morton, „ef Katrín hefði gifst þér, þá hefði hún verið hamingjusöm kona“. „Ég hefði reynt að gjöra hana það“, sagði hr. Spencer, leit undan, kvaddi og fór. Klukkan var orðin tvö, og Sidney var ó- kominn. Það hafði verið sent til fólksins, sem að hann var sendur til; hann hafði ekki komið þar. Herra Morton var orðinn órólegur og þeg- ar Spencer kom til miðdagsverðar, þá var hr. Morton farinn og hann kom ekki aftur fyrr en klukkan þrjú. Hann hafði verið tafinn þann dag frá því að neyta bæði morgunmatar og miðdagsverðar á réttum tíma, og sökum þess að Sidney átti sinn þátt í því, ásetti hann sér að láta hann fara undir eins og að hann fynd- ist. Frú Morton var talin trú um að drengurinn væri einhvers staðar í felum, og mundi koma þegar að hann væri orðinn nógu hungraður. Hr. Spencer reyndi að gjöra sig ánægðan með það, og nartaði í kindakjötssteikina, sem að honum var færð, og var brunnin. En þegar að klukkan var orðin fimm, sex, sjö og drengur- inn fannst ekki, — þá féllst jafnvel frú Morton 4, að tími væri kominn til þess, að hefja form- lega leit. Svo heila fjölskyldan fór af stað, feinn í hverja áttina. Klukkan var orðin tíu, þegar að leitarfólkið kom saman aftur, og allt sem það hafði orðið vísara var, að drengur, sem líktist Sidney hefði sést á þremur stöðum í bænum í fylgd með ungum manni, og síðast utarlega í bænum, á vegi sem að lá til iðnaðarhluta bæj- arins. Þessar fréttir veittu hr. Morton hugar- fró, að því leyti, að þær lægðu óttann, sem að sárast sveið, — þann að Sidney hefði drekkt sér. Drengir drekkja sér stundum! Lýsingin á unga manninum kom alveg heim og saman við ferðafélaga Spencers, svo að hann var ekki í neinum vafa um, að hann væri sami maður- inn, og svo styrktist hann í sannfæringu sinni, þegar að hann minntist þess, að hann hefði séð hann þá um daginn með ljóshærðum dreng við anddyrið á læknishúsinu, og hann styrktist ennþá betur þegar hann minntist þess hve líkur þessi maður hefði verið Katrínu, sem kom hon- um til þess að veita honum sérstaka eftirtekt í póstvagninum og spurningarnar sem höfðu víikið grunsemd Philips. Leyndardómurinn varð þannig augljós. — Sidney hafði flúið með bróður sínum. Ekkert meira varð aðhafst þá um kveldið. \ Stjórn og starfsfólk Safeway búðanna býður erindreka, sem koma á hið þrítugasta og annað ársþing þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, vel- komna til Winnipeg og væntir að þeir njóti mikillar ánægju af heimsókninni. CANADIAN SAFEWAY LIMITED

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.