Lögberg - 22.02.1951, Blaðsíða 9

Lögberg - 22.02.1951, Blaðsíða 9
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. FEBRÚAR, 1951 9 Úr bréfi fré Reykjavík, 1. febrúar 1951 Séra Valdimar J. Eylands lét Lögbergi í té þennan fróðlega bréfkafla, og skal það hér með þakkað. —Ritstj. Þessi yfirstandandi vetur hef- ir verið snjóþyngri og erfiðari en nokkur annar nú um langt skeið. Gamlir menn fara um þrjátíu ár aftur í tímann til að fá hæfilegan samanburð. Ná- lægt mánaðamótunum, nóv. og des. gengu yfir landið miklir stormar, og máttu víst kallast fárviðri á ýmsum stöðum. Þessu veðri fylgdi víða allmikil snjó- koma. Mannskaðar urðu ekki í þessum veðrum, en hins vegar allmiklar skemmdir á verðmæt- um til lands og sjávar. I blaða- fréttum var sagt, að um 300 símastaurar hefðu brotnað, eink- um á norður og austur-landi, nokkur þök fuku af hlöðum og peningshúsum út um land. Bát- ar slitnuðu víða frá bryggjum og legufærum sínum, ráku á land og brotnuðu. Þetta veður var upphaf þeirra harðinda, sem nú hafa staðið í tvo mánuði. Þennan tíma er talið að haglaust hafi verið að mestu leyti í flest- um héruðum norðan lands og austan. Er það mjög óheppilegt að harðindin leggjast nú fastast að þeim landshlutum sem við mestu erfiðleikana eiga að etja vegna óþurrkanna í sum- ar. Hin mikla hrossaeign bænda í Húnavatnssýslum og Skagafirði hefir orðið þeim þungur baggi. Vegna þess- ara harðinda 'voru skotin um 300 hross í Skagafirði um hátíðar, en ekki veit ég um framhald þeirra aðgerða. Þetta getur orð- ið mönnum dýr reynzla, en það er ílt, bæði frá siðferðilegu og hágfræðilegu sjónarmiði að eiga mikinn hluta bústofnsins án fóðurs og húsaskjóls. Á þessum tveggja máanða tíma hafa geng- Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta og annað ársþing þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, 1951. “Once You Buy to Try— You Will Always Try to Buy” Woodward's Bakery Co. 613 Sargenl Ave., Winnipeg Phone 24 894 Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta og annað ársþing þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, 1951. • W. F. LANGRILL LICENSED EMBALMER AMBULANCE SERVICE 345 Evelin Sireet Selkirk, Man. Heilla óskir til íslendinga í sambandi við þrítugasta og annað ársþing Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vesturheimi frá stjóen og starfsfólki The Canadian Fish Producers Ltd. Talsími 26 328 THE (ANADIAN FISH PRODUCERS LIMITED J. H. PAGE, forstjóri 311 Chambers Street Winnipeg, Manitoba ið yfir hlákublotar, en þeir hafa orsakað mikil svellalög víða í lágsveitum. Fyrir skömmu frétt- um við af Skagfirðingi einum sem hefir drjúgar tekjur af því að smíða mannbrodda fyrir sveitunga sína, en víða mun nú haga svo til að illfært er á milli bæja og gripahúsa vegna hálku, nema menn hafi slík öryggis- tæki á fótunum. Samgöngur á landi hafa eðli- lega verið miklum erfiðleikum háðar vegna snjóþyngsla á veg- unum. Hér syðra hefir þó allt verið vandræðalaust hvað þetta snertir, og er það happ fyrir okkur Reykvíkinga, og bændur austan fjalls, með tilliti til mjólkurflutninganna. Annars finnst mér ekki að þessi vetur þurfi að teljast harður í heild sinni, þótt syrt hafi að þennan tíma. Illa værum við íslending- ar staddir ef við þyldum ekki tveggja mánaða fannalög, án vandræða. Frosthörkur hafa engar verið það sem af er. Atvinnuleysið er nú þegar orðið óhuggnanlega almennt, bæði hér í Reykjavík og víðs vegar út um land. Það eru ekki aðeins verkamenn, heldur einn- ig iðnaðarmenn sem hér eiga hlut að máli. Vinnuleysi hjá stúlkum hefir verið óþekkt fyr- irbrigði hér á undanförnum ár- um, en nú munu allmikil brögð að því hjá stúlkum sem unnið hafa við alls konar iðnað að undanförnu, en þar kemur hrá- efnaskortur til greina, en orsök hans er aftur gjaldeyrisleysi. í sambandi við þetta verður manni hugsað til þess að út- gerðarmenn og stjórnmálagarp- ar okkar virðast lítið hafa lært af togaraverkfallinu í sumar, því að eftir áramótin frestuðu útgerðarmenn vertíðarbyrjun um 3—4 vikur með því að þeir kröfðust ríkisábyrgðar á hærra framleiðsluverði en ákveðið hafði verið: Auðvitað var þessi deila leyst á kostnað almenn- ings, því íslenzkir atvinnurek- endur eru nú komnir á þá grænu grein að láta ríkið tryggja sig gegn mögulegum rekstrarhalla atvinnuveganna, en hirða hins vegar gróðan í ró- legheitum, þegar vel gengur. Láti svo einhver frá sér heyra óánægjurödd um allt þetta sukk og siðleysi í starfsháttum og stjórnarfari, þá er sá hinn sami í skyndi dubbaður upp með fín- um nútíma titlum svo sem: „kommúnisti“, ' „landráðamað- ur“, „Moskvu-agent“, „aftaní- ossi“ austræns lýðræðis, o. s. frv. í dagblöðum héðan að heiman munt þú hafa lesið um ýmsa helztu atburði, sem hér hafa gerzt að undanförnu, þar á með- al um flugslysið, sem varð á Vatnajökli í september í haust. Flugvélin eyðilagðist, en áhöfn- in slapp nærri ómeidd, og bjarg- aðist eftir nokkra hrakninga. Þessi atburður rifjast upp í huga mínum nú, vegna þess að nú, á þessari stundu var ég að heyra þá frétt staðfesta, að í gærkvöldi hafi orðið hörmu- legt flugslys hér í nágrenninu. Flugvélin „Glitfaxi“ frá Flugfé- lagi Islands var að koma hingað frá Vestmannaeyjum, en gat ekki lent umsvifalaust vegna hríðarveðurs. Henni var ráðlagt frá flugumferðarstjórninni að fljúga hér vestur yfir flóann í í spor hins leitandi anda Eftir prófessor RICHARD BECK Ágúst H. Bjarnason: SAGA MANNSANDANS. III. HELLAS, Hlaðbúð, Reykjavík, 1950. 377 bls. Með hinu umfangsmikla og gagnmerka ritsafni sínu, Sögu mannsandans, er út kom á árun- um 1905—1915, vann dr. Ágúst H. Bjarnason prófessor hið þart- asta verk; ritsafnið varð einnig vinsælt mjög að verðleikum, og þeir munu fjölmargir landar höfundar vestan hafs eigi síður en austan, sem telja sig í mik- illi þakkarskuld við hann fyrir þá margþættu fræðslu og víð- tæku yfirsýn, sem þessi rit hans veittu þeim; má án efa ýkju- laust segja, að þau hafi opnað þeim nýja heima, svo vítt land var þar lagt undir fót í andleg- um skilningi. Nú hefir bókaútgáfan Hlað- búð í Reykjavík, sem áður hefir gefið út fjölda vandaðra merkis- rita, hafist handa um endur- skoðaða og aukna útgáfu þessa ágæta ritsafns Ágústs prófess- ors. Komu tvö fyrstu bindin, Forsaga manns og menningar og Austurlönd, út 1949, en þriðja bindið, Hellas, síðastliðið haust. Er þess að vænta, að þessari nýju útgáfu verði tekið fagn- andi hendi, því að ekkert ættu hugsandi menn og konur fremur að láta sér viðkom- andi heldur en sannleiks- og hamingjuleit mannsins í liðinni tíð; sú þrotlausa leit heldur enn áfram, en lærdóms- ríkt ér það og eggjandi til um- hugsunar og dáða að kynna sér, hvað hinir vitrustu og langsýn- ustu menn á öllum öldum hafa lagt til þeirra mála, og hvað áunnist hefir á hinum ýmsu sviðum andlegrar og félagslegr- ar viðleitni í þeirri seinfæru fjallgöngu mannkynsins. Lestur þeirrar sögu glöggvar oss skiln- inginn á skuld vorri við fortíð- ina og skyldum vorum við sam- tíð og framtíð. Engri fornþjóð eiga vestrænar þjóðir meiri menningarskuld að ákveðinni hæð, þar til éljaskil yrðu. Skömmu síðar heyrðist aftur frá vélinni þar sem hún var aftur að nálgast lendingar- stað, en skyndilega rofnaði sam- bandið við hana, og enginn vissi hvað af henni varð. í dag fund- ust svo hlutar úr vélinni á reki í skerjafirði, og þar með var vitað að hún hafði farist þar með allri áhöfn og farþegum. Á vél- inni var þriggja manna áhöfn og seytján farþegar. Ég þakka þér fyrir Lögbérgs- blaðið frá því í sumar. Mér þótti ánægjulegt að sjá það, að bæði útgáfa blaðsins og svo hátíða- höldin, sem það skýrir frá, bera vitni um tryggð ykkar landanna fyrir vestan haf, við allt sem ís- lenzkt er. Það er stór heiður fyrir heimaþjóðina hve hreinu þið haldið merki íslands í hinu nýja föðurlandi, og að þið hafið með þjóðernisbaráttu ykkar, og nú síðast með hinni væntanlegu stofnun kennslustóls í íslenzku við háskóla Manitobafylkis, unnið þau afrek, sem aldrei munu fyrnast í meðvitund |s- lendingsins, meðan tungan verð- ur töluð, jafnvel þótt samtökin um síðir hverfi að mestu með ykkur, sem að heiman fluttuð. gjalda heldur en Forngrikkjum. Þakkarvert er það því að eiga á íslenzku jafn glöggt og skil- merkilegt yfirlit um menningar- sögu þeirra og áhrif eins og Hellas dr. Ágústs H. Bjarna- sonar er. Það var prýðileg bók í hinni upprunalegu mynd sinni, en er sannarlega að ýmsu betrumbætt í endurskoðuðu út- gáfunni, bæði um efnismeðferð og aukningu þess. Framan við bókina, eins og nokkurs konar og ágætlega valið forspil að henni, er fagurt kvæði eftir Steingrím Thorsteinsson rektor, „ísland til Hellas“, þrungið aðdáun, er dregur í þessum ljóðlínum á eftirminni- legan hátt athyglina að hinum mikla og varanlega skerf, sem Forngrikkir hafa lagt til heims- menningarinnar: Hellenski hróður, heimsmenning varstu meginvörn móti myrkvætta svein. Alfagur, alfrjáls yngdirðu þjóðir, aldrei varð uppnæmt afl þitt í heim. Meginmál ritsins hefst því- næst á gagnorðri landlýsingu, en er síðan í þessum aðalþátt- um: I. Elztu tímar frá 3500— 1100, II. Þjóðflutningar, land- nám og borgarríki, III. Trúar- brögð, IV. Listir og menntir, og V. Heimspeki og vísindi. Þeim er svo skipt í smærri kafla, en um allt er niðurröðun efnisins hin skipulegasta og greinar- bezta, og ber það því órækastan vottinn, hve handgenginn höf- undur er hinu yfirgripsmikla viðfangsefni sínu; hann kann og vel þá list að greina milli höfuð- atriða og aukaatriða, sem er mjög mikilvægt í fræðsluriti eins og þessu, en í þeim efnum hættir mörgum til að sjá ekki skóginn fyrir trjánum, og verð- Framhald á bls. 12 THOS. JACKSON i SONS LIMITED General -Building Supplies SUPERCRETE CONCRETE BLOCKS CINDER AND CONCRETE CHIMNEY BLOCKS SEWER PIPE AND DRAIN TILE FOR SEPTIC TANKS WALLBOARD — SHEETS SIZE 4x8 FUEL OIL COAL - COKE - BRIQUETTES Phone 37 071 Thos. Jackson & Sons Ltd. 370 COLONY ST. * WINNIPEG, MAN. Carefully Graded Lumber Means You Get Just What You Pay For McDONALD DURE LUMBER CO. LTD. “One Piece or a Carload’ 812 WALL STREET WINNIPEG Velkomnir íslendingar.. á hið þrítugasta og annað þjóðræknisþing yðar í Winnipeg. Þökk fyrir góð viðskipti og minnist að okkur er enn að finna að 276 Colony St. (og St. Mary's). Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta og annað ársþing þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, 1951. BARBER SHOP 643 PORTAGE AVENUE WINNIPEG N ATIONAL MOTORS L I M I T E D Seljum sem fyr Mercury, Lincoln og Meteor BIFREIÐAR 276 COLONY STREET WINNIPEG Sími 722411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.