Lögberg - 08.03.1951, Síða 7

Lögberg - 08.03.1951, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MARZ, 1951 7 Hugleiðingar um þjóðræknis- og mannfélagsmól Framhald af bls. 4. Minnesota-búa. Við höfum rekið okkur á eitt suður frá, sem þið þekkið eflaust hér líka. Það er, að ekki virðist gera nokkurn mun hvað langt Norðmenn séu komnir frá gamla landinu í fjar- lægð tíma eða vegalengdar, þá eru þeir altaf jafn fúsir að setja út á Svía og leiðbeina þeim. Get- ur skeð að enn megi segja það um landa og Dani. En með Norð mennina, þá var alls ekki nauð- synlegt að fara alla leið heim til þeirra til að læra um viðhorf þeirra hvað Svía snertir. Við þekkjum það vel hjá þeim. sem „gróðursettir“ eru hér um slóð- ir. Norðmenn finna enn að ýmsu í utanríkisstefnu Svía. Þeir gleyma heldur ekki fyrst um sinn að Svíar leyfðu flutning á þýzkum hermönnum yfir Sví- þjóð til Noregs á meðan á stríð- inu stóð. Nú er fundið að því að Svíar kusu það ráð að verða ekki aðiljar að Norður-Atlants- hafssáttmálanum. Samt sem áð- ur ætti að játa það, að Svíar voru til með að gerast þátttak- endur í hernaðarsamningi Norð- urlanda. Þeir voru viljugir að snúa við blaðinu, að hætta al- gerlega að reyna að halda sér við hlutleysis-stefnuna, og að lofast til þess að veita Norð- uaönnum eða Dönum aðstoð ef ráðist yrði á þeirra lönd. Þei hefði orðið stórtækt skref 1 Svíum. En þá kom Norði Atlantshafssáttmálinn til si unnar; Norðmenn og Dai vildu vera með, en Svíar ek Mér veittist ágætt tækifæri tala við kunningja í Stokkhól 1 fyrra — hafði hitt hann nokl uni sinnum í Bandaríkjunu Staða hans stendur næst r; herranum sjálfum í utanrík deildinni. Hann vildi lítið 1; hafa eftir sér í blaðaviðtí Hann rétti mér handrit af ræ sem hann hafði flutt nýlega i utanríkisstefnu Svía. Og Serði hann eitt, sem mér fam ^nfalt og áhrifamikið um le ann benti bara á stærðar k< sem hékk á veggnum á bak ' skrifborðið. Hann benti fyrst ^nnland, og hvaða þýðingu þ hefði að Rússar fái það í sjál vald sett hvort og hvenær þ vhJa senda þangað herlið ® ki með því að rjúfa samni eldur að framfylgja honu Þetta hefir alvarlega þýðin lra sjónarmiði Svía. „En“, sa{ vmur minn, „ekki dugar bara at uga Finnland, nærveru þ< °g friðarsamning Rússa'„ Lii sunnar á kortinu“. Og þá bej ann á Eystrasaltslöndin atvia, Estonia og Lithuan eins og við nefnum þau á ens öl] þau lönd fyrir lön S eypt af Rússum. Enn var ] 1 suður á bóginn — Pólland austur-hluti Þýzkalands, alg< i6ga innan við járntjald hi raðvaxandi heimsveldis Rú ands. Svíþjóð er umkringd PDa vegu af löndum þar s< ussar ráða mestu. Þetta verð u aka 111 greina þegar rætt Fn ufanríkisstefnu Svíþjóð lön ,Sviar fyígja ekki einræð máliT,603 lepPum Þeirra Ipíh Jekar en Skandinavar y ut. Svíþjóð er lýðræðisland staða Svía mótast af því. Nú hef ég aðeins drepið á a 0 u Norðurlanda og Fir ands. Hvað þá um íslan utleysi íslands varð í rai :?nl dauður bókstafur í síða: t»u * 1 ®kki var þeim „fáum, um, smáum“ hrint með s< emum stríðsaðiljum. Isla ar aldrei skráð með „Unil Nati°ns“ __ sameinuðu þjóði ’ sem toku sér það heiti þ< stnöiö geysti { algleymin ®n fsland var skráð með J biöíf ^ Nations“ — sambam Pjoðunum, ef svo mætti að o: komast, tilgreindar í f0rml< ru samþykktum sem „vinvei r smáþjóðir er hjálplegar vc orustum", — „friendly smal powers helpful in the v effort“. Á þeim forsendum tók ísland virkan þátt í fleiri milli- landa-stofnunum stríðsárin. Þannig var Island með í mat- vælaráðstefnum frá byrjun, í flugmálaráðstefnum, alþjóða- bankafundum, og öðrum svipuð- um samtökum meðal stríðsaðilja er börðust á móti Þýzkalandi og Japan. Island gekk inn í félag Sam- einuðu þjóðanna í nóvember, 1946, inn í Norður-Atlantshafs- bandalagið 31. marz, 1949. Blöð að heiman síðan um áramót flytja á greinilegan hátt ummæli stjórnmálaleiðtoga um afstöðu íslands gagnvart hættu þeirri, sem nú býður varðveizlu friðar. Sveinn Björnsson, fyrsti for- seti hins endurheimta lýðveldis, sagði í áramótaboðskap sínum: „Því verður ekki neitað, að á liðnu ári hafa gerzt atburðir í heiminum, sem ættu að opna augu manna fyrir því, hvers virði það er, ef hægt væri að skapa frelsi frá, eða öryggi gegn, ótta. Margar þjóðir fórna nú miklu til þess að reyna að tryggja sér slíkt öryggi“. Ólafur Thors, formaður stærsta stjórnmálaflokksins á í s 1 a n d i, Sjálfstæðisflokksins, sagði í áramótagrein sinni: „Menn skilja nú, að líf og fram- tíð siðmenntaðs manns byggist á því einu, að takast megi að efla svo varnir frelsisins, að grimm lund ofbeldisseggjanna skelfist. Markar sá mikilvægi skilningur nú stefnu og starf lýðræðisþjóðanna. íslendingar vita vel hversu vanmáttugir þeir eru í þessum heljarátökum. Þó eiga þeir líf sitt að verja jafnt og aðrir. Er sjálfsagt að íslendingar leggi það af mörk- um sem þeir megna. Er um það enginn ágreiningur meðal lýð- ræðisflokkanna á lslandi“. Forsætisráðherra í s 1 a n d s, Steingrímur Steinþórsson, einn af leiðtogum Framsóknarflokks- ins, sem ásamt Sjálfstæðis- flokknum fer nú með stjórnar- völdin, sagði í áramótaræðu: „Vér íslendingar erum meðlim- ir í félagi Sameinuðu þjóðanna og í Atlantshafsbandalaginu. Vér höfum að sjálfsögðu tekið á oss vissar skuldbindingar í þessu þjóðasamstarfi. Vér teljum að það hafi verið gert af fullri nauðsyn og í samræmi við ein- dreginn vilja og óskir yfirgna&f- andi meirihluta þjóðarinnar. Við mumlm að sjálfsögðu halda á- fram að efla samvinnu og sam- band við hinar vestrænu lýð- ræðisþjóðir, sem vér viljum hafa nánast samstarf við“. Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, víkur að sama máli í áramótahugleiðing- um, þannig: „Þróunin í þá átt að skipta heiminum í tvær and- stæður hefir orðið örari en flesta óraði fyrir . . . Ríkisstjórnin get- ur vitanlega ekki komist hjá að gefa þessu gaum og draga af því sínar ályktanir. Og vitanlega er það gert“. Stefán Jóhann Stefánsson, for maður Alþýðuflokksins, sem er eiginlega í stjórnarandstöðu sem stendur, sýnir einingu lýðræðis- flokkanna í þessu mikla máli þar sem hann segir í áramóta- grein: „íslendingar eru orðnir sér þess meðvitandi að lífi þeirra og framtíð er hætta búin. At- lantshafsbandalagið er þeirra mikla varnarvon. Og það er bezt að segja það einnig opinskátt, sem meginhluti manna hugsar, að Keflavíkurflugvöllur getur einnig orðið okkur ómetanlegur. Það er blátt áfram barnaskapur, heimska eða blekking að láta sér detta í hug, að ef allsherjar- átök brjótast út í Evrópu, þá fari þáu öll fram hjá íslandi. Reynslan hefir ómótmælanlega sýnt að öryggi okkar liggur ekki í einangrun, hlutleysi og varnar- leysi. Ef Evrópu-styrjöld brýzt út, þá er ísland, og jafnvel áður, eða í, upphafi, í hættu. Og Is- Ársskýrsla forseta Þjóðræknisfélagsins, séra Philips M. Péturssonar, ó 32. órsþingi land þarf ekki að óttast árás nema úr einni átt, árás frá Rúss- landi, eða fylgifiskum þess. Þær árásir þarf að varast og, ef til kemur, verja sig gegn þeim“. í þessu yfirliti er aðeins ein- um stjórnmálaflokki sleppt. Moskva-línan er alveg eins í Reykjavík og í málgagni Kom- múnistaflokksins, er kemur út hömlunarlaust í New York. ----☆---- Maður lýkur svo máli þessu frekar með svartsýni. Líklega hefir sá möguleiki verið orsök útúrdúranna þegar byrjað var. Ég hef reynt að tala um alt ann- að en heimsástandið og áhrif þess á hugsunarhátt, á daglegt líf einstaklinga og þjóða, og jafnvel áhrif á starfsemi og stefnur félagssamtaka eins og Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi. Það er alls ekki skemmtilegt umhorfs í heimin- um í dag. Það er léttara að hugsa og tala um bókmenntir og menningarerfðir, um vináttu og félagslyndi meðal okkar Vestur-lslendinga — um alt ann- að en þau aðkallandi mál, sem rædd eru stanzlaust á opinber- um vettvangi. Það væri ánægjulegt að geta huggað sig með því að halda því fram að nú loksins, eftir styrj- öldina miklu, sem lauk aðeins fyrir rúmum fimm árum, vær- um við að nálgast varandi frið. Það væri svo sem æskilegt að spádómar rættust, að sálmavers Matthíasar lýsti ástandi sem væri þegar í vændum: — „Sælu njótandi, sverðin brjótandi, faðmist fjarlægir lýðir. Guðsríki drotni, dauðatis vald þrotni, komi kærleikans tíðir“. Þeirri hugsjón ber að þjóna. En við verðum að líta berum augum á veruleikan. Ef við næð- um, í þjónustu friðar og frelsis, bara brot af þeirri sameiningu sem virðist koma nærri því ó- sjálfrátt þegar barist er, þá yrðu sálmar og bænir okkar að raun- Verulegum stefnuskrám. Heimsstyrjöld núna er hvorki yfirvofandi né óumflýjanleg. En við verðum að fórna efni og kröftum til varðveizlu friðar. Það kemur ekki af sjálfu sér. Alt sem dýrmætt er í heim^ium er bundið við það markmið — menningararfur okkar, og allra þjóðflokka með. Alþjóðastofnun á menntasvið- inu, UNESCO, kom með slá- andi setningu í starfsáætlun, sem fylgdi þeirri stofnun úr hlaði. Hún var eitthvað á þessa leið: „Since it is in the minds of men that war is bred, it is in the minds of men that peace must make its conquests“. „Úr því að styrjaldir skapast í hug- um manna, þá verður sigur friðarins unninn aðeins á sama vettvangi — í hugum manna“. Ekki er hægt að ná varanleg- um friði aðeins með því að hrópa orðið. Til eru hreyfingar, sem staðið hafa á bak við friðar-ráð- stafanir og undirskriftasmalan- ir, sem hafa verið og eru tómar blekkingatilraunir. Mannkynið þráir frið. Langþjáðar þjóðir eiga enga ósk heitari né einlæg- ari. En sá friður, sem tryggir varðveizlu einmitt slíkra menn- ingarerfða, sem við tölum oft og tíðum um, næst ekki með uppgjöf. Það eru andstæð öfl, sem keppa í heiminum núna, einmitt með hugi manna sem orustu- völl. Frelsi andans er öðru meg- in, kúgun hinu megin. Hnefa- rétturinn sker ekki úr þeirri deilu. En jafnvel friðarsinnar verða stundum að láta hart mæta hörðu. Hinn gullni meðal vegur er vandrataður, og öfgar meðal þeirra er glata andlegu frelsi algerlega í blindri þjón- ustu Kommúnismans hleypa stundum öfgum á stað hjá þeim, er standa á öndverðum meiði. Við, sem fylkjum liði einmitt um andlegan menningararf, á ársfundi þessum, ættum að skiljá vel hvað sé í húfi í þess- (Frh. af hls. 2) urðsson, listamaður, voru sæmd ir riddarakrossi af Islands- stjórn. Útgáfumál. I sambandi við útgáfumál Þjóðræknisfélagsins, er lítið annað að segja, en sagt var í fyrra. Haldið er enn áfram að gefa út tímaritið undir umsjón og stjórn þess ágæta ritstjóra, Gísla Jónssonar, sem hefir ár hvert, síðan að hann tók við stjórn á því, yandað sig á því, og séð um að það væri með sömu ágætum og það hefir altaf verið og verið félaginu til mikils heið- urs og sóma. Ég þakka honum enn einu sinni vel unnið starf, og veit að allir samþykkja það með einum rómi. Og fyrir aug- lýsingasöfnun í ritið, vil ég, fyr- ir hönd félagsins, votta Mrs. P. S.'Pálsson þakklæti okkar allra, því án auglýsinga gætum við ekki gefið Tímaritið út. Ég vildi minna menn á það, að það er á kostnað auglýsenda að við get- um haldið áfram að gefa ritið út og gefið það ókeypis með hverju ársgjaldi til allra með- lima félagsins. Ég get ekki stillt mig um að geta þess, að það er í raun og veru skömm fyrir ís- lendinga að heimta það að nokk- ur stjórnarnefnd leggi á sig það, sem nefnd félagsins þarf að leggja á sig til að halda félaginu við, og svo heimta að hún gefi út Tímaritið í viðbót, og þeir borgi sem meðlimagjald aðeins einn ómerkilegan dollar. I fyrra var tillaga felld um að hækka gjaldið upp í tvo dollara. Á þessu ári hefir stjórnarnefndin verið óspar á sjálfri sér til að vera fé- laginu og íslendingum til sóma, og oft þurft að gera persónuleg fjárútlát. Mér finst það varla vera að skipta verkum á rétt- mætan hátt, að heimta mikið af nefndinni en borga lítið sjálfir. Hið minsta sem meðlimir gætu gert væri að hjálpa nefndinni til að vinna verk sín og standa í skilum eins og sæmir nefnd mikilsvarðandi félags, með því að hækka gjaldið upp í tvo doll- ara á ári, allra minnst. Það hjálp aði til að sýna virðingu á störf- um ritstjóra okkar við útgáfu Tímaritsins og líka það, að við værum ekki algjörlega upp á ari skoðana-baráttu. Við vitum að varðveizla alls þess, sem okk- ur er kærast, bæði í heimalönd- um okkar og í íslenzka arfinum, sem við geymum með þakklæti og virðingu, hvílir algerlega á sigri frelsis, friðar og réttlætis. 1 breiðri merkingu, eigum við engan verðmætan arf að hirða ef einræði og skoðanakúgun sigra í heiminum. Andlegur arf- ur íslands-niðja flytur þeim, þó dreifðir séu, hið dýrmæta og göfuga, sem allir frelsis- og lýð- ræðisvinir vilja verja og halda við. Hugsið ykkur íslenzka arf- inn og þau skáldlegu uppörfun- arorð, sem við hann hafa bund- ist í bókmenntum um aldaraðir. Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Þið hafið heyrt hana áður — við höfum allir gagn af henni enn, er við leyfum okkur að segja með Þorsteini Erlingssyni: — „Og samt á auðnan ekkert haf sem oss er tryggt að beri í trúrra faðm en gæfan gaf og Gunnar aftur sneri. Og mjög af tímans tötrum ber þín tign í sögn og ljóði, hver geislinn verður gull hjá þér ef glampar ljós í óði. Og þótt mættu af sonum sjá, þú sekkur ei til grunna. Þú bíður, móðir, manna þá sem meira þora og unna. Og sittu heil með hópinn þinn en hnipptu að þeim ungu, þeir ættu að hirða um arfinn sinn, sem erfa þessa tungu“. Ég þakka ykkur fyrir! ölmusugjafir annara manna komnir sem félag. i Háskólamál. Nú kem ég að liö, sem, hvern- ig sem menn líta á hann í dag, mun í framtíðinni verða talinn Islendingum meira til heiðurs og sóma en næstum því nokkuð annað eitt verk, sem þeir hafa unnið. Það er háskólamálið. Ég geri ráð fyrir, að nú aftur á þessu þingi, eins og á öðrum þingum, komi háskólanefndin með skýrslu inn á þing, og vil ég því fara sem fæstum orðum um það mál. En ég verð að lýsa ánægju minni yfir hve nefnd- inni hefir tekist vel á undan- förnu ári í að nálgast takmark- ið, sem sett hefir verið. Nú er í beinum fjárframlögum komið í sjóðinn í höndum háskólans meira en $150,000 dollarar og um $170,000 alls í sjóði og í loforð- um. Og vegna þess hve málinu hefir miðað áfram gerir forseti háskólans hér ráð fyrir að geta gefið markverða yfirlýsingu seinna í vor. Nefndin hefir aug- lýst að það verði gert á sam- komu, 30. marz í Playhouse Theatre hér í borg, þegar söng- konan góðkunna og fræga, María Markan Östlund og píanó snillingurinn, Agnes Helga Sig- urðsson, koma báðar fram til að skemta undir umsjón háskóla- nefndarinnar. En þetta verður áreiðanlega auglýst í skýrslu nefndarinnar auk annars í sam- bandi við það. Læt ég því þessa stuttu yfirlýsingu nægja. íslenzku-kensla. Um íslenzkukenslu hér í Win- nipeg þetta ár er ekki margt að segja. Eins og allir muna, varð að fresta allskonar samkomum og öðrum athöfnum í vor sem leið vegna flóðsins, og þar á með- al var hin árlega skemtun laug- ardasskólans, sem búið var að undirbúa mjög vandlega og selja aðgöngumiða að. Vegna flóðsins var hætt að starfrækja skólann miklu fyr en vanalega og með því og vegna samkomu- frestsins, minkaði áhuginn hjá börnunum svo, að þegar byrjað var aftur í haust, voru miklu færri börn en áður og árangur- inn af starfinu minni. Gert hefir verið ráð fyrir að reyna að hafa samkomu aftur í vor, og er ver- ið að æfa börnin til þess og er vonast eftir að það takist vel. Kennararnir eiga miklar þakkir skilið fyrir starf sitt og nota ég þetta tækifæri til að birta þakk- læti Þjóðræknisfélagsins til þeirra. Kennarar hafa verið þetta ár: Mrs. Ingibjörg Jónsson; Mrs. Ragnheiður Guttormsson. Út um land, meðal deilda, því miður, veit ég ekki hvað hefir gerzt í þessu máli nema í Ár- borg, þar sem árleg samkeppni í framsögn fór fram, eins og ég gat um áður, og fórum við þang- að, Gísli Jónsson, ritstjóri Tíma- ritsins, Mrs. Ingibjörg Jónsson vararitari félagsins, og ég, til að dæma á milli þeirra ungmenna, sem tóku þátt í samkeppninni, sem var hin ágætasta. Hún fór fram í hinu nýja samkomuhúsi Geysis-bygðar, og stýrði forseti deildarinnar „Esjan“ samkom- unni, hr. Gunnar Sæmundsson. En um kenslu annars staðar veit ég ekki, og bið velvirðing- ar á því að hafa gleymt nokkr- um stöðum, sem halda kenslu uppi, ef svo skyldi vera. Ný mál. Svo kem ég að enda þessa á- varps, og undir þessum lið „Ný mál“ tel ég upp tvö atriði. Hið fyrsta er minnisvarðinn sem Canadastjórn sá sér fært að reisa til minningar um Stephan G. Stephanson skáld í Red Deer í Alberta s.l. sumar. Þetta er alveg sérstætt í sögu þessarar þjóðar, því aldrei fyrr, er ég bezt veit, hefir nokkuð skáld þessa lands verið heiðrað á sama hátt, á hvaða tungu sem það hefir ort. Þjóðræknisfélagið fékk sérstakt boð til að senda fulltrúa vestur til að vera við staddur við athöfnina, en eng- inn nefndarmanna gat farið og lét nefndin sér því nægja að senda skriflegt ávarp með próf. Skúla Johnson, sem var aðal- ræðumaðurinn við afhjúpun minnisvarðans. Ræða próf. Skúla hefir birst í blöðunum. Hann flutti einnig kveðju okkar og hefir nefndin fengið þakkarbréf fyrir, frá for- stöðunefndinni, „Historical Sites and Monuments Board“. Námsstyrkur. Á síðasta þingi var rætt um að veita námsmönnum, sem sýna sérstaka hæfileika í ein- hverri list, styrki til framhald.S’ náms. — Milliþinganefnd var sett í þetta mál og kom hún með skýrslu inn á stjórnarnefndar- fund með álit sitt, en þar sem nefndin var milliþinganefnd var áliti hennar vísað til þessa þings og verður hér að sjálfsögðu bor- ið upp til afgreiðslu. Nú er mál mitt langt orðið og tími kominn til að byrja á þing- störfum og afgreiða þau mál, sem liggja fyrir. En samt hefi ég það á samvizkunni að enn sé eftir atriði, sem ég hefði átt að minnast. Ég vona að svo sé ekki. En ef svo er, þætti mér vænt um, ef einhver góður félagsbróð ir vildi minna mig á, svo að ég gæti bætt það upp, ef ekki nú í þingsetningarávarpi þessu, þá í hinu prentaða formi, sem það birtist í að ári liðnu í Tímarit- inu. Að svo sögðu, býð ég þing- gesti og fulltrúa alla velkomna. Ég vona að þetta þing verði gott þing og að alt, sem við gerum verði okkur og íslenzka þjóðar- brotinu hér vestra til heiðurs og sóma. Markmiðið er, þegar alt kemur til alls, að vinna að heill þjóðar vorrar, — þjóðar vorrar hér vestra, hvort sem er Bandaríkin eða Canada, og þjóð- ar vorrar fyrir handan hafið. Með þetta í huga, segi ég þetta þrítugasta og annað ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi sett, og bið þing- heim að taka til starfa. 415 atvinnulausir í Reykjavík VIÐ atvinnuleysisskráningu hér í Reykjavík, sem fram hefir farið að undanförnu, létu 418 skrá sig. Flestir hinna atvinnulausu eru verkamenn, eða 284. Vöru- bílstjórar voru 54, sjómenn 40, trésmiðir 15, múrarar 10 og 15 úr öðrum stéttum. Við atvinnuleysisskráningu í byrjun febrúar í fyrra komu 220 til skrásetningar. —Mbl. 13. febr. KAUPENDUR LÖGBERGS ' Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON BÁRUGATA 22 REYKJAVÍK

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.