Lögberg - 31.05.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 31.05.1951, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 31. MAÍ 1951 Frá Árborg, 21. maí 1951 Heiðraði ritsljóri Lögbergs! Svona yfirleitt á þessu vori, og það sem af er sumrinu, má yfirleitt segja, að tíðin hafi ver- ið fremur köld, en samt virðist nú að farið sé að hlýna, en vot- viðri hafa ekki verið, ólíkt því sem í fyrra var. — Bændur farn- ir að vinna á ökrum fyrir nokkru, sumir búnir að sá korn- inu, svo að það má teljast með fyrra móti sáðverk í ár, og ef tíðarfar verður nú skaplegt, sem allir vona, ættu akrar að verða, sláanlegir í fyrra lagi. — í Árborg var nýtt pósthús opn að um miðjan apríl síðastliðinn, sem er lagleg bygging. Það létu byggja Steve og Walter Cham- bers, þeir hafa verkfærasölu í bænum, og eru einnig að undir- búa byggingu nýs húss yfir sölu- verkfæri sín, sem eftir útliti að dæma, verður engin smábygg- ing, þó töluverða peninga kosti. Þann 5. maí síðastliðinn var haft í Framnes Hall silfurbrúð- kaup fyrir tvenn silfurbrúðhjón, sem voru þau Mr. og Mrs. Ey- mundur Daníelsson bóndi í Framnes-byggð, og Mr. og Mrs. Guðmundur S. Guðmundsson líka bóndi í ofanritaðri byggð. Sigurður kaupmaður Sigvalda son frá Víðir stjórnaði veizlu- gleðinni, sem honum fórst mjög vel. Fyrir minni silfurbrúðgum- anna talaði Sigurður oddviti Vopnfjord, en Mrs. Andrea E. L. Johnson talaði fyrir minni silf- urbrúðanna. Kvæði var flutt. Einsöng söng dóttir Mr og Mrs. Jónas Johnson að Árborg, og dótt ir silfurbrúðhjónanna Mr. og Mrs. Guðmundar S. Guðmunds- sonar, og einnig voru enskir og íslenzkir söngvar sungnir af veizlugestum. Áður en silfur- brúðhjónin fluttu tölur sínar, sungu stúlkur á skóla-aldri úr Framnes-bygð, með sínum lag- legu barnaröddum. — Við hljóðfærið var Mrs. Einar Vigfússon. — Svo var dans stíg- inn langt fram á nótt. Veitingar voru ekki af skornum skarhti, og allir skemtu sér hið bezta. — Vermætar gjafir voru framborn- ar til beggja silfurbrúðhjónanna frá börnum þeirra, vinum og vandamönnum, ásamt peninga- gjöfum frá bygðarfólki og Ár- borg, einnig frá fjærstöddu, skyldfólki. Eymundur er sonur Daníels Péturssonar og konu hans Þóru Bergsdóttur. Þau hjón voru landnemar í Framnesbygð, bæði ættuð úr Húnavatnssýslu á ís- landi, eru nú á Betel, Gimli, Man. Steinunn kona Eymundar er Guðmundsdóttir Guðmunds- sonar og konu hans Sigríðar Árnadóttur. Þau hjón eru ætt- uð úr A.-Skaftafellssýslu á Is- landi. Guðmundur faðir Stein- unnar andaðist 1904. Þau hjón komu frá íslandi 1902. Steinunn ólst upp hjá Þórarni bónda Ste- fánssyni og konu hans Steinunni Jónsdóttur, og ber silfurbrúður- in hennar nafn. Þórarinn og Steinunn kona hans voru land- nemar Framnesbygðar, bæði dáin fyrir mörgum árum. Sig- ríður móðir silfurbrúðarinnar er á lífi, orðin háöldruð. — Hafa silfurbrúðhjónin rekið búskap sinn með dugnaði. Börn Ey- mundar og Steinunnar eru: Þor- steinn Sigurður, Daníel Thor- burn, Anna Lovísa, Agnes Mar- grét, Pálína Elinóra og Carol Kristín. Foreldrar silfurbrúðgumans, Guðmundar S. Guðmundssonar, voru: Sigurður Guðmundsson og kona hans Ingveldur Jóseps- dóttir (bæði látin. Bæði ættuð úr Húnavatnssýslu á Islandi. Voru þau fyrst landnemar í hinni svokölluðu Fljótsbygð, milli Riverton og Hnausa, en fluttu í Framnesbygð á hennar fyrstu árum og bjuggu þar til, æviloka, tók þá Guðmundur þar við áframhaldandi starfi. Kona hans heitir Florence Kate, af enskum ættum. Er silfurbrúð- guminn að kenna brúði sinni „ylhýra málið", sem honum hef- ir tekist vel. Að búskap sínum hafa þau unnið með dugnaði, og komið upp mannvænlegum börnum. — Börn þeirra eru: Emily (Mrs. King), Joyce (Mrs. P. Gíslason), Inga, Ocar, Lillian, Robert, Florence, Doris og Joan. Sé hamingjan ekki bygðinni frá- hverf, má óhætt segja, að Fram- nes eigi framfaravon í ung- mennum beggja brúðhjónanna, er fram líða stundir. Tvær villur voru í síðasta bréfi frá 8. marz þessa árs, sem eru: Uppeldisdóttir Mrs. H. von Rennessu hét Irene, en ekki Trene, og Mrs. Ingibjörg kona Guðbjörns J. Björnssonar var Þorleifsdóttir Sveinssonar, en ekki Steinsdóttir. — Vinsamlegast, Siyrbjörn úr Króki Árbók landbúnaðarins 1950 Á síðastliðnu ári kom út bók með ofangreindu nafni á vegum Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Ritstjóri bókarinnar er Arnór Sigurjónsson. Er þetta fyrsta bók á vegum Framleiðsluráðs og er með henni hafin skipuleg út- gáfustarfsemi. í formála bókar- innar segir svo m. a.: „Aðaltil- gangur ritsins er að gefa heild- armynd af verkefnum landbún- aðarins, framleiðsluháttum og f ramleiðslumagni". Ég tel viðeigandi að vekja at- hygli á þessari bók, því hér er hafinn nýr þáttur varðandi ís- lenzkan landbúnað, í bókar- formi, um mikilsverð, hagfræði- leg efni, er snerta bændur og búrekstur þeirra. Erlendis eru hliðstæðar bækur gefnar út ár- lega og má í þær sækja marg- víslegan, hagfræðilegan fróð- leik varðandi þennan atvinnu- veg og er jafnan kappkostað að birta allar nýjustu niðurstöður, er beint og óbeint snerta bú- rekstur. Árbókin er 259 síður, er henni skipt í 17 kafla og ritgerðir, og kostar 30.00 kr. Margar nýjustu tölur ná til ársins 1949, en því miður ekki allar. Verður vafa- laust hægt í næstu árbók að ná nýrri tölum eða frá árinu áður JOIN ONE OF THESE FAMOUS WESTERN UNITS NOW The 39th Field Regiment, R.C.Á. 6th Field Engineers Regiment The Royal Winnipeg Rifles There Are Also Vacancies in the Following Corps: R.C.A.C. — R.C. SIGS. C. — R.C.A.S.C. — R.C.A.M.C. R.C.A.D.C. — R.C.O.C. — R.C.E.M.E. — C. PRO. C. C. INT. C. — R.C. CHAP. C. Represent Your Province In The 27th Canadian Infantry Brigade Group MEN ARE WANTED NOW! Enrolmení Standards To Enlist You Must: 1. Volunteer lo serve any- where. 2. Be 17 to 40 (tradesmen to 45). 3. Meet Army medical re- quirements. 4. Married men will be ac- cepted. Benefits 1. Current rales of pay and allowances with medical. dental c a r e, clothing, food and quarters sup- plied. 2. Reinslatement in c i v i 1 employment and appro- priate benefits under the veterans' charter as amended by Parliament. 3. Trades training. Write to No. 8 Personnel Depot, Prairie Command H.Q., Fort Osborne Barracks, Winnipeg, or apply to nearest Reserve Army Unit. Trained United Strcngth ls Needed To Prevent Aggression en bókin kemur út. Ég hef talið eðlilegra að Árbókin ættj að bera það ártal, sem tölur hennar ná nýjast til og í staðinn fyrir að kenna þessa árbók við 1950 heíði hún átt að bera heitið — Árbók landbúnaðarins 1948 eða 1949, sbr. skýrslu Landsbankans. Árbókin mun ekki hafa verið mikið auglýst og ekki munu heldur hafa um hana birzt marg ir ritdómar. Klemenz Tryggva- son, hagfræðingur, skrifar í októberblað „Freys", ritdóm um bókina og bendir m. a. á, hvaða hagfræðilegt gildi hún geti haft. Af hinu fjölþætta efni Árbók- arinnar, verður hér aðeins rætt um einn þáttinn — síðasta kafl- ann — Tekjur þjóðarinnar og' tekjur bænda af landbúnaði. Auk þess má nefna þátt um verð lagsmál landbúnaðarins, veðr- áttuna, allar eftir ritstjórann. Þá skrifar Pálmi Einarsson, landnámsstjóri, mjög fróðlega grein um — framkvæmdir í sveitum. Verður hér ekki frekar rakið efni bókarinnar, enda þótt fróðlegt væri að ræða mörg at- riði nokkru nánar. í síðasta þættinum, um tekj- ur þjóarinnar og bændanna af landbúnaði, segir m. a. frá meðal tekjum bænda í 30 hreppum, 1948. Eru 15 þessara hreppa á mjólkurframleiðslusvæðum og 15 á kjötframleiðslusvæðum Meðaltekjur bænda í hinum 15 fyrrnefndu eru 41,117 kr. brúttó, en 19.479 kr. nettó. í kjötfram- leiðsluhreppunum voru brúttó- tekjur að meðaltali 27.507 kr., en nettó 17.209 kr. Mismunur á brúttótekjum er um 13.500 kr., en hins vegar er munurinn á nettótekjum langtum minni, eða um 2.200 kr. Er því ljóst, að við mjólkurframleiðsluna er um- setningin mikið meiri en við kjöt framleiðsluna, en jafnframt virð ist meðalbóndinn bera nokkru meira úr bítum við mjólkur- framleiðslu. __.*__ Á grundvelli þessara rann- sókna kemst ritstjórinn að þeirri niðurstöðu, að meðaltekjur bænda landsins 1948 hafi verið 18.970 kr., en það er um 4.000 kr. lægra en meðalbónda var ætlað samkvæmt verðlagsgrund velli sama ár. Þá segir ennfremur, að heild- artekjur þjóðarinnar af land- búnaði hafi verið 1948 um 225 milljónir króna. Skiptast tekj- urnar þannig: 1. Tekjur framleiðendft land- búnaðarafurða 170 milljórnir kr. 2. Vinna framleiðenda við fjárfestingar 10 milljónir kr. 3. Milliliðatekjur, s. s. flutn- ingamenn, iðnaðarmenn, verzl- unarmenn o. fl. 45 milljónir kr. Samtals 225 milljónir kr. Af þessum tölum má sjá, að söluverð landbúnaðarvöru er um 225 millj. og af þeim fara um 45. millj. til annarra en fram- leiðenda sjálfra eða rúmlega. 20%. Ekki væri óeðlilegt að ein- hverjum þætti þessar 45 mill- jónir nokkuo há tala og e. t. v. hafa aðrir ekki hugleitt það, að útsöluverð landbúnaðarvöru er ekki sama og framleiðsluverð eða verð til framleiðenda. I nútíma þjóðfélagi eru gerð- ar fjölþættar kröfur til búvör- unnar. Margur neytandinn í hinum stærri bæjum gerir sér e. t. v. ekki ljóst, hvað haft er fyrir neyzluvörum, áður en neytandinn kaupir þær. Hvernig væri að rifja upp ferðasögu kar- töflunnar, frá því að hinni eig- inlegu framleiðslu hennar er lokið, þ. e. búið að taka kartöfl- urnar upp úr garðinum óg fylgj- ast með þar til neytandinn get- ur bitið í þessa hollu og ljúf- fengu fæðu. 1. Kartöflurnar þarf að þurka. 2. þær eru sorteraðar með hönd- um eða vélum, smælki og skemmdar teknar frá. 3. Settar í poka, þeir viktaðir, saumað fyrir þá á sérstakan hátt og síð- an merktir. 4. Pokarnir eru fluttir áleiðis á verzlunarstað, e. t. v. á hestvagni, bílum, bát- um eða skipum, allt eftir því hvar þær eru framleiddar. Eftir þessa flutninga hafna þær hjá Grænmetisverzlun ríkisins eða umboðsverzlun hennar. 5. Kar- töflupokarnir eru nú fluttir í geymsluhús eða pakkhús við- komandi verzlunar og þar kom- ið fyrir. 6. Kartöflurnar eru metnar af opinberum mats- manni. Hann fullvissar sig um að sorteringin sé í lagi með því að hella úr hverjum poka, ef vel á að vera í þar til gerða grind. Ef allt er í lagi eru kartöflurnar aftur settar í poka, viktaðar, saumað yfir og pokarnir merkt- ir að nýju með matsstimpil. 7. Eru nú kartöflurnar tilbúnar tii smásöluverzlana. 8. Afgreiðslu- maður eða kona viktar nú um beðið magn kaupandans í bréf- poka eða í öðrum umbúðum. Kaupandinn greiðir kartöflurnar með smásöluverði og spássérar nú heim til sín glaður í bragði með þessa ómissandi fæðu. Er nú ekki annað eftir en að þvo kartöflurnar, sjóða, flysja, og getur neytandinn ráðist að kar- töflunum án frekari vafninga og satt hungur sitt. Þarf nú nokkur að undrast, þótt verð vöru hækki frá því hinum beinu framleiðslustörfum er lokið? Hver sem að þessari vöru kemur, verður að sjálf- sögðu að fá laun fyrir sitt ó- mak, samkvæmt taxta. — „Hver maður sinn skammt". Hitt er svo annað mál, að þessir milliliðir gætu e. t. v. ver- ið færri oft og tíðum. Kartöfl- urnar eru ekkert einsdæmi. — Margar aðrar búvörur fara til- svarandi leiðir áður en þær koma fram fyrir búaðarborðið og sumar enn meiri krókaleiðir. Því er það, að neytandi bú- vöru skyldi jafnan- gera sér grein fyrir því, að það verð, er hann greiðir fyrir vöruna, fer ekki beint í vasa framleiðand- ans. Það eru margir aðrir, sem verða að jœma til greina við skiptingu andvirðis, t. d. eitt kg af kartöflum. Eins og þegar er drepið á, þá gefur þessi nýja bók, — Ár- bók framleiðsluráðs landbúnað- arins, — margvísleg umhugsun- arefni og upplýsingar, og eiga þeir menn þakkir skilið, fyrir þá vinnu sem þar liggur á bak við og fram kemur í orði bókar- innar. —DAGUR, 12. apríl Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPF.G MANITOBA Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Our Speclaltles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DE5IGNS MIm 1. Chrlstte, ProprleUru Formerly with Robinson & Co. Business and Professional Cards PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUTTE 6—652 HOME ST. Viðtalstimi 3—5 eftir hádegi J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ut. vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 722 401 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selklrk. Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Offlce 26 —Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lópfrœðingar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. ¦7. H. PAGFl, Mananhi'i Dlrector Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 HAGBORG FUÍL, PHOME 2IS3I *jx* Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET / Selur líkkistur og annast um öt- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talslmi 26 444 Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just West of New Maternity Hospital Nell's Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowers. Funeral Designs, Corsages. Bedding Plants Nell Johnson 27 482 Ruth Rowland 88 790 Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICTTORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WTNNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykhafar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viS, heldur hita frá afi rjöka út me8 reyknum.—SkrifiS, slmiS til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Wlnnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 31 431 DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WTNNIPEG S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smiíh Sl. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21101 ESTIMA TES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insnlated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Slmcoe Su Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 2C2 398 Talsími 925 826 Heimilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræöingur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum 209 Medhul Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Scrfrirðiiuiur i ainina. airna, ncf og hdlasjúkd&m uni. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifatofustmi :>:>;t 815 Hðimasfmi 403 794 447 Portage Ave. Branch Store at 123 TENTH ST. BRAND0N Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE J_imited British Qualitj/ Fish Nettino 58 VTCTORIA ST. WTNNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreclated Minnist BETCL erfðaskrám yðar. Dr. P. H.T.Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan. Winnipeg PHONE 926 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. R. J. PALMASON & CO. Chartered Acconntanti 505 Confederatlon Llfe Bldg. WINNIPEG MANTTOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisfers - Solicilors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of. Commerce Chambers Wlnnipeg, Man. Phone tZlMi JOHN A. HILLSMAN, M.D.. Ch. M. 332 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce 929 349 Rec. 403 288 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Simi 925 227

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.