Lögberg


Lögberg - 21.06.1951, Qupperneq 7

Lögberg - 21.06.1951, Qupperneq 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 21. JÚNÍ, 1951 7 Ellefu ár í Sovíet fangabúðum Framhald af bls. 2 Þræla af baki brotnu, þjást heilu hungri, þræla og frjósa. Flýttu þér nú! Hipjaðu þig! Hafðu nú hraðann á! Heimleiðin. örsmáar dökkar verur skriðu upp á við eftir nærri lóðréttum járnstiganum á skipshliðinni. Hrædd og hikandi feta ég mig afram upp þessar þröngu tröpp- ur. Hugsaðu þér að þú sért að ferðast samkvæmt fyrirskipun- um frá Moskvu! Hvert skal halda? Engar upplýsingar gefn- ar. Hvers vegna ekki? Ekkert svar. Var ég nú á Jeið til frelsis, eftir alt saman? En verðirnir yfirgefa ekki litla hópinn okkar eitt augnablik. Loksins vorum við reknar niður í lestarrúm sjcipsins. Hér var reglulegur kvala- staður, þar sem menn börðust um einn vatnsdropa. Mér varð litið á öskugrá andlit karlmann- anna, sem voru lokaðir inni í þessari kitru sem okkur var af- mörkuð. Þeir voru sjóveikir og köstuðu upp af legupallinum of- an á gólfið, eða sátu til skiptis á skörðóttri vatnsfötu, þar sem þeir urðu að svara kalli náttúr- unnar, í viðurvist okkar, tveggja kvenna, sem vorum lokaðar inni með þeim. Mér varð starsýnt á þá þar sem þeir lágu hver fyrir ofan annan og hver ofan á öðrum. Á höndum sumra voru aðeins stubbar, frostið hafði séð fyrir fingrunum, og fætur þeirra voru hlaðnir sárum. Þar var unglings- piltur með beinagrindarnef í lif- andi andliti; alt hold hafði frosið af nefinu, og síðan fallið burt. Leir störðu ástríðufullum aug- um á okkur konurnar; þeir höfðu ekki séð konu í sjö ár. Á nóttunum nauðguðu þeir annari konunni til skiftis, án hinnar minstu blygðunar, breiddu aðeins yfir sig ábreiðu- ræfil, en hinir horfðu á, gráðug- um augum. Ég var hin konan; ág hnipraði mig saman í sæti mínu, en gat ekki sofið fyrir ótta, bárðist á hæl og hnakka til að verja mig fyrir þessum kvik- indum, og lýsti andstygð minni á þeim. Feriðin til frelsis! Við komum til Bukhta Nakhodka, dagleið fyrir norðan Vladivostok; þar beið okkar pláss á gólfinu í troð- fullum herbúðum sem ætlaðar voru föngum á ferðalagi. Aðbún- aðurinn þar var ekki öðruvísi en venjulega. Skálarnir voru fullir af pöddum og mannverum; mat- urinn var óætur og andstyggi- legur, og vatnið mjög af skorn- um skamti. Kveðjumáltíðin sem ég naut þarna var súpa með skemdum hartöflum, sem lyktuðu eins og forarvilpa. Svo gengum við stutta leið, og sjá, við vorum homin á járnbrautarstöð! Þarna var gufuvél á teinum, regluleg járnbrautarvél en slíkt hafði óg ekki séð í átta ár. Mig lang- aði til að klappa henni. En skapmýktin og hrifningin hurfu brátt er ég kom inn í fanga- vagninn. Upphaflega hafði þetta verið venjulegur farþegavagn. En nú voru þéttar járnslár fyrir öllum gluggum. Verðir þrömmuðu aftur og fram um ganginn. Vagndyrnar, úr traustu stáli, voru læstar alla leiðina. í hverjum klefa voru þrír viðarbekkir, hver uppi yfir öðr- um. Alt að 25 manns var hrúgað inn í hvern klefa. Vörður frá Bukhta Nakhodka umferðabúð- unum leit til okkar þar sem við sátum eins og skepnur í búri. Það var eitthvað örfandi í tilliti hans. „Á hvaða leið erum við, em- bættisborgari?“ „Til Kazakhstan", svaraði hann lágum rómi. „Hve lengi ætli ferðin taki?“ Hann hikaði augnablik. „Hér um bil tólf daga“, svaraði hann svo, og leit við. Hvernig gat nokkur maður litið svo sakleysislega út, og um leið logið öðru eins? Við urðum að þola kvalir í fangavögnum og fangabúðum, í meira en tvo mánuði, áður en við kæmumst til Kazakhstan. Það var ekki svo mjög þrengsl- in í klefunum, eða hungrið sem þjáði okkur heldur þorstinn. Við öskruðum okkur hás í bæn um dropa af köldu vatni, einkum þegar maturinn, með rjúkandi tekatli, var borinn eftir gangin- um til varðanna, alveg fram hjá okkur. Það var nóg vatn á hverri járnbrautarstöð, en ekki fyrir okkur. Eins og tíðkast í járnbrautar- vögnum voru salerni sitt í hvor um enda vagnsins. Verðirnir stóðu í ganginum og geispuðu af leiðindum. Það voru aðeins fáein skref frá klefadyrunum yfir að salerninu. Fangarnir sár- báðu, og hrópuðu: „Lofið okkur út, hleypið okkur út“. Margir þeirra voru veikir, þjáðir af niðurgangi vegna fæð- unnar, sem var svart brauð, salt- fiskur, og ósoðið vatn. En föng- unum var leyft að vitja salernis- ins aðeins tvisvar á sólarhring; það voru reglurnar. Fangarnir kvörtuðu og kvein- uðu, bölsótuðust og öskruðu, þar sem þeim var þannig hrúgað saman eins og villidýrum, og fluttir úr einu fangelsinu í ann- að. Og þegar þeir gátu ekki leng- ur stjórnað sér og urðu að láta alt fara inni í klefunum, voru þeir barðir miskunnarlaust með riffilskeftum varðanna. Á leið með okkur var hópur fanga, skringilegur í útliti. Sum- ir þeirra voru Japanir með mjög háar loðhettur á höfði, og í löng- um loðkápum; hitt voru ungl- ingar á aldrinum 12 til 16 ára. Þetta voru föl og mögur börn, augsýnilega þjáð af næringar- skorti. Nærri undantekningar- laust áttu þau að taka út þriggja ára fangavist fyrir þjófnað. Tvisvar á dag, var þeim, eins og hinum, leyft að fara á sal- ernið, tveimur í hvert sinn. Á leiðinni þangað hlupu þessir litlu sárþjáðu vesalingar eins hratt og þeir gátu. Þeir reyndu að draga bakaleiðina eftir gang- inum á langinn, einkum er þeir fóru fram hjá kvennaskálunum, en þar vonuðust þeir til að fá brauðmola gefins eða tóbak. KJÓSIÐ NORMAN WRIGHT Liberal frambjóðanda Winnipeg South Centre Veitið stjórninni að mólum 25. JÚNÍ Merkið þannig seðilinn: WRIGHT, Norman Fublished by auihoriiy of ihe Soulh Cenlre Liberal Associalion H u n d r a ð lítil unglingsaugu kíktu á okkur forvitnislega, en með eftirvæntingu, sum þótta- full, sum biðjandi, en öll hungr- uð. Langar rifnar buxur héngu fir slitna skógarma, hendurnar öfðu þeir falið í vösunum á karlmannsjökkum sem náðu þeim niður fyrir kné. Þeir hurfu svo á bak við sínar eigin lokuðu dyr; þar börðust þeir um pláss til að sitja eða liggja, og öðru hvoru heyrðist sár barnsgrátur frá einhverjum litlum dreng sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér. Lestin nam staðar á járnbraut- arstöðinni í Khabarovsk. Dreng- irnir stukku einn eftir annan af háu tröppunum niður í snjóinn á stöðvarpallinum. Þeir þurftu ekki að hugsa um böggla eða farangur, því þeir höfðu ekkert meðferðis. Þeir settust á hækjur sínar í snjónum, vörðu hendur sínar í löngu jakkaermunum, sátu álútir, eins og þeim hafði verið skipað. Þeir sem engar verjur höfðu á eyrunum, urðu strax bláir af kulda. Örskamt frá fangelsinu hékk spjald eitt mikið, með áletran sem getur að líta nærri hvar sem menn ferðast um Soviet ríkin. Það sýndi mynd af Stalín, með litla stúlku á kné sér, en undir myndinni standa orðin: „Þakka þér bróðir Stalín fyrir hamingju- sama æsku“. Það var næstum hálfu öðru ári síðar, eftir að ég hafði dval- ið í sjö fangelsum í viðbót, að sá dagur loks rann upp að ég fór yfir landamærin í gripa- vagni. Okkur var loks hleypt út í Frankfurt. (Þýzkalandi). Þessu næst lá leið mín um þrjár mis- munandi fangbúðir, þar sem unnið er að viðreisn borgaranna í hinum rússneska hluta Þýzka- lands. • Svo var það á björtum júní- degi árið 1948, að flugferð með amerísku loftfari batt enda á ellefu ára dvöl.mína í fanga- og herbúðum Soviet ríkjanna. Héraðslæknirinn á Kópaskeri læknar sel með penisillíni Faðir og sonur læknisins fundu selinn fárveikan við bryggjurnar og fluftu hann heim. (Fékk sérstakt leyfi til að bjóða Lögbergi að birta þessa frásögn og var það veitt af ritstjóminni með gleði. S. B.) Héraðslæknirinn á Kópaskeri, Erlendur Konráðsson, hafði óvenjulegan sjúkling 1 húsi sínu í vetur. Þetta var hringa- nóri, um það bil ársgamáll kópur, sem faðir héraðslækn- isins, Konráð Erlendsson, kennari á Laugum, og þriggja ára gamall sonur læknisins, er ber nafn afa síns, fundu helsjúkan í fjörunni. Héraðslæknirinn hefir sagt frétta- manni Tímans söguna á þessa lelð: Fannst í fjörunni milli bryggjanna. Það er upphaf sögunnar af þessum óvenjulega sjúklingi, að Konráð Erlends&on fór 1 göngu- för með sonarson sinn, og varð þeim reikað niður á bryggjurn- ar á Kópaskeri. Komu þeir þá auga á sel, sem lá í fjörugrjótinu á milli bryggjanna. Er þeir fóru að huga betur að, þótti þeim sel- urinn undarlega spakur. Er þeir ráku hann nauðugan út í sjóinn, leitaði hann samstundis lands aftur og lagðist fyrir á ný. Læknirinn sóttur. Þeim þótti sýnt, að selurinn væri veikur, og þar sem hæg voru heimatökin, var héraðs- læknirinn þegar kvaddur að sjúkrabeðnum í fjörunni. Fóru þeir feðgar þrír á vettvang, og báru kópinn heim í poka og breyttu þvottaklefanum í lækn- ishúsinu í sjúkrastofu. Var sel- urinn allþungur að bera hann, þótt ekki væri hann stór — um áttatíu sentimetra langur. Fékk svipaðan penisillín- skammt og stór maður. Selurinn hríðskalf, og leyndi sér ekki, að hann hafði sótthita. Ekki varð þó viðkomið að mæla hitann, því hann beit frá sér og kunni illa að meta íhlutun lækn- isins og þeirra feðga. Dældi læknirinn'þá í selinn svipuðum skammti af penisillíni og stór- um manni hefði verið gefinn. Við nánari athugun kom í ljós, að selurinn hafði sár eftir hagla- skot á hálsinirm. Hélzt það þó ekki illa við, en örðugt var að skoða það, því að selurinn gleps- aði og beit frá sér, ef það var þuklað. Sjúklingurinn þáði engan mat. Hringanórinn var um það bil viku í hjúkrun í þvottaklefa læknisfrúarinnar, og fjórum sinnum var dælt í hann penisil- líni. Hresstist hann fljótt og gerðist hinn sprækasti, þótt hann hins vegar vildi ekki neitt éta. Var reynt að hella ofan í hann mjólk, en henni vildi hann ekki kingja, og þótt frosinn fiskur eða síld væri í boði, leit hann ekki við því. Stundum var hann látinn út og nagaði hann þá snjó, en annað bragðaði hann ekki meðan á sjúkravistinni stóð. Var sýnilegt, að hann fýsti til sjávar því að ævinlega brölti hann í átt þangað, er hann var látinn út til að viðra sig. Bað í þvollabala. Annars naut hann þeirra sjálfsögðu réttinda sjúkra og hrjáðra, að reynt var að gera honum dvölina sem heilnæm- asta. Stór þvottabali var notað- ur sem baðker handa honum, og kunni hann auðsjáanlega vel að meta þá hugulsemi. Þegar hann hafði baðað sig vel og rækilegá skreið hann svo upp úr sjálfur. Góðvinur læknissonanna. Marga fýsti að koma í heim- sókn til þessa nýstárlega sjúkl- ings í þvottaklefanum og ekki sízt voru þeir Konráð læknis- sonur og bróðir hans tíðir gestir hjá „nóra“. Vandist hann líka fljótt gestakomunni og lagði brátt af iUskiptni, þótt alltaf ætti hann til að glepsa. En það er ávani, sem hlýtur að fyrirgef- ast, þegar hringanóri með skot- sár á hlut að máli. „Nóri" kvaddur. Þegar sýnt þótti, að selurinn var á góðum batavegi og gæti bjargað sér í hinum kalda sjó við strendur Öxarfjarðar, var hann aftur borinn til sjávar. Það var hátíðleg stund og ekki með öllu tregalaus, er Konráð litli horfði á „nóra“ sinn grípa sund- tökin og stiga sér á kaf. En svo rak hann upp kollinn langt úti á víkinni, og það var síðasta kveðj an til læknishússins, áður en hinn útskrifaði sjúklingur með endurheimta hreysti synti á móti hættum íshafsins, þar sem hann hefir sennilega fæðst á ís- jaka í fyrra. (Þessa frásögn mega önnur blöð ekki nota sem frétta- heimild). —TIMINN, 5. júní — Hvernig gengur það með þig og hana Siggu? — Það gengur ekkert. — Nú, af hverju? — Vegna þess að þégar ég ætl aði að fara að biðja hennar, sagði hún mér að hún elskaði Halldór Kiljan, Gunnar Gunn- arsson, Kristmann og einhvern Ólaf Jóhann, og þá þýddi auð- vitað ekkert fyrir mig að hugsa meira um hana. ☆ — Svo að þú sagðir kærastan- um upp, af því að hann varð ástleitinn eftir að hafa drukkið fjóra sjússa? — Já, ég fann annan, sem varð ástleitinn eftir einn. Austan járntjaldsins og komma-dindlarnir á íslandi íslenzku skipin, sem lent hafa í því að sigla til Póllands und- anfarið, hafa þar með komist í útjaðar komma-„dýrðarinnar“, austan járntjaldsins. Þar er lík- lega margt að sjá frábærlegt, ef dæma á eftir kenningum og kjái kommúnista allra-landa- dindlanna, sem í takmarkalausri hlýðni og auðsveipni hrista sig, eftir fyrirskipunum stjórnand- ans. Þeir sjá ekki sólina fyrir „dýrðar“-ljómanum frá Rúss- landi. Þeir virða að vettugi og forsmá fullkomJega, þann sem skapaði sójina. Þeir, kommarnir, eru sjálfum sér nógir. Þeir hata kristna trú. Þeir fyrirlíta biblí- una. í Kóreu rífa þeir í tætlur þær biblíur, sem þeir ná 1, og nota oft blöðin úr biblíunni fyrir sígarettu-pappír. Þeir spila sig stóra og mikla menn, þessir kommúnistar. Það væri því lík- legt, að þar sé ekki nein smá- ræðis velgengni og vellíðan fólksins, sem hrærist austan járntjaldsins. íslendingar, sem komust í ofan greindan útjaðar komma-„dýrð- arinnar“, urðu‘ lítið snortnir. Við landgöngubrú skipsins, þar sem það lá við hafnarbakkann, var einkennisklæddur kommi, með tilbúna hríðskotabyssu, alla daga og allar nætur. Enginn fékk að fara í land, nema að fá leyfi þessa náunga. Leyfi þetta var smámiði, sem mátti ekki glatast, því enginn fékk að fara út í skipið, nema að skila um leið slíkum miða. Fólkið á göt- unum var tötralega búið. Það var niðurbrotið að sjá. Aldrei sást neinn maður eða kona brosa. Það var eins og skelfing og ótti væri alls staðar ríkjandi. Nokkrir ungir Islendingar kom- ust inn á dansleik. Þar inni voru allan tímann tveir einkennis- klæddir kommadátar með spenntar hríðskotabyssur. And- rúmsloft ótta og ófrelsis ríkti þar, sem annars staðar. Mynd- irnar sem sýndar voru í kvik- myndahúsunum voru í alla staði ómerkilegar og einhæfar, fullar af áróðri fyrir kommúnismann. Hvarvetna í borg þessari blöstu við hrunin hús og rústir frá stríðsárunum. Ekkert virðist hafa verið gert þar til endur- byggingar. Verkamennirnir, sem unnu við útskipun á vörunum, hofðu hjólasleða til að aka með einum og einum sekk eða einum og einum pakka í senn, og ýttu þeir sleðunum á undan sér frá vörugeymsluhúsinu að skips- hliðinni. Það var ekki hraðvirk útskipun. Við skipshliðina var þó vélkrani, sem lyfti vörunum um borð í skipið. Vinnutækni þessi virtist til lítillar fyrir- myndar. Verkamennirnir voru daprir í huga og illa til fara. Þeir virtust vinna undir miklum aga. — I búðargluggum borgar- innar var útstillt nokkuð fjöl- breyttum vörum. Útlit þeirra virtist vera í góðu lagi, en verð- ið gífurlega hátt, t. d. eitt par af karlmannaskóm kostaði sem svaraði um kr. 2500,00 — tvö þúsund og fimm hundruð krón- um í^lenzkum og þrjú eintök af blöðum, sem líktust að stærð eins og Fálkinn eða Vikan hér, kostuðu um sjötíu krónur. — Vörurnar virðast yfirleitt svo rándýrar þar, að illkleyft sé fyr- ir fólkið að kaupa þær. Áður en skipið lagði af stað út höfninni, eftir margra daga tafsama útskipun, ruddust ein- kennisklæddir menn um borð, með sporhund með sér. Þessir menn kröfðust þess, að skips- hÖfnin hópaði sig saman á einn stað á þilfarinu. Þar varð svo skipshöfnin að bíða meðan hinir ókunnu og óboðnu menn leituðu í skipinu, með hundinn sér til aðstoðar. Að hverju voru þeir eiginlega að leita? Þeir voru ekki að leita að neinu sem heitir vörur, þeir voru að leita að mönnum. Þeir héldu að verið gæti, að einhverjir menn hefðu getað laumast út í skipið, þrátt fyrir hinn vopnaða vörð, til að flýja „komma-dýrðina“ handan járntjaldsins. Hér má segja hið fornkveðna: „Illur á sér ills von“. Komma-dindlarnir, sem eru að hrista sig hér á landi, eftir hinum erlendu fyrirskipunum, ættu að fara, allir með tölu, í „komma-dýrðina“ fyrir austan járntjaldið. Þar eiga þeir heima en ekki á Islandi. Okkar yndislega ágæta land — ísland. er þúsund sinnum of gott til þess að kommúnistar — fimmta herdeild allra landa — fái að valsa og dafna innan vé- banda fósturjarðarinnar. Komm- arnir hljóta að vilja fara í „dýrðina“ sína, — já, fari þeir og það sem fyrst. Hér er svo hægt að segja með sanni: „Farið hefir fé betra“. Allir sannir Islendingar kon- ur og karlar, hljóta að krefjast þess, að víkja kommúnistum og hálfkommúnistum tafarlaust úr skólunum, frá útvarpinu, frá flugvöllunum, frá loftskeyta- stöðvunum, frá veðurathugunar- stöðvunum, úr bönkum, úr toll- þjónustunni allri, frá verkstjórn vegagerða og yfirleitt frá öllum mikilvægum störfum hvort sem þau störf eru hjá ríki, bæjarfé- lögum, félagsheimildum eða ein- staklingum. Burtu með kommún istana úr öllum störfum. Þeir eiga að læra að bjarga sér á eig- in spýtur og þá allra hezlt með því að verða aðnjótandi „dýrð- arinnar" austan járntjaldsins. Helgi Lárusson —LANDVÖRN, 1. maí Skoti var að kaupa ýmislegt í Apóteki. Honum varð það á að komi við joðflösku svo að hún datt og brotnaði. Mestur hlut- inn af jorðinu lenti á annari hönd hans og fötum. Hann hljóp strax til dyranna. — Þú þarft ekki að vera hræddur, kallaði apótekarinn á eftir honum, — ég ætla ekki að krefjast neinnrar borgunar. En Skotinn hljóp áfram. — Það er ekki það, kallaði hann aftur yfir öxlina á sér. — Ég verð að flýta mér heim og skera mig í fingurinn, svo að joðið fari ekki til einskis. ☆ Nýja vinnukonan hjá skip- stjóranum spurði hann, hvort hann vildi hafa teið sterkt. — Nei, sagði skipstjórinn. En þér skuluð þynna það með rommi, en ekki vatni. ☆ — Hefir nokkurn tíma verið geðveiki í ætt yðar? — Ekki beinlínis, læknir. En einstaka sinnum hefir maðurinn. minn þó hagað sér eins og hann væri húsbóndinn á heimilinu. KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sen. fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir &sm eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON BÁRUGATA 22 REYKJAVÍK

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.