Lögberg - 12.07.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 12.07.1951, Blaðsíða 3
LOGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚLÍ, 1951 3 Fréttabréf fró Glenboro, 4. júlí 1951 Herra ritstjóri Lögbergs: Það hefir ýmislegt á daga drifið hér síðan ég sendi Lög- bergi síðast fréttalínu. Fyrst og fremst veturinn er liðinn og vorið er komið. Veturinn var allstífur, en skaplegur, og undan engu að kvarta. Vinna á ökrum byrjaði hér alment nálægt mán- aðamótum apríl og maí, og gekk það alt vel, því vorið hefir ver- ið inndælt, og nú er sáningu lokið fyrir nokkru og útlit sem stendur gott, því nýskeð kom hér góð rigning, og líta menn nú vonbjörtum augum fram á veginn. Ekki eru samt ástæðurnar glæsilegar sem stendur á al- heims sviðum, eru meiri við- sjár með mönnum en góðu hófi gegnir, er vonandi samt að ræt- ist fram úr vandamálunum að lokum á friðsamlegan hátt. En mér finst of mikið skrafað um Atom-sprengjur og ófrið, og ég held að mælgi blaðasnápanna og s u m r a stjórnmálamannanna gjöri meira ilt en gott. Það er hætta á ferðum, en henni verð- ur ekki afstýrt með málskrafi blaðasnápanna. Margt af því, sem kemur á prenti, er óbein- línis styrkur til andstæðinganna, þó máske tilgangurinn sé ekki sá, en sleppum nú þessu. Þá vil ég með .fáum orðum minnast þeirra, sem hér á þessu sviði hafa verið burtu kallaðir, síðan ég skrifaði síðast. Ingibjörg Sveinsson. Hún dó að heimili sínu í Brúarbygðinni 1. maí s.l. Hún var fædd 19. júlí 1870 á Svartárgili í Norðurár- dal í Mýrasýslu, kom til Vestur- heims með foreldrum sínum Jóni Magnússyni Nordal og konu hans Sigríði Þorvaldsdótt- ur. Bjó fjölskyldan í Mikley fyrstu árin, en kom til Argyle J885. Ingibjörg giftist Halldóri Hjartasyni Sveinsson, hann dó 22.marz 1921. Börn þeirra, sem lifa, eru: Hjalti Sigurjón, sveit- arráðsmaður í Argyle; Guð- mundur Magnús; Björn Ottó (allir ,æru þeir bræður gildir bændur í Argyle); Elenora Þor- gerður, heima. Halldór faðir þeirra systkina var fæddur á Nauteyri við Isafjarðardjúp 6. sept. 1858. Ingibjörg var merkis- kona, voru alsystkini hennar þau Guðrún, er gift var Guð- mundi Símonarsyni (W. G. Simmons) og Magnús er tók við búi föður síns í Argyle. Mesta sæmdar o^ myndarfólk. Einar Sigvaldason. Hann dó í Winnipeg á spítala þar 22. maí s.l. Hann var fæddur á Grund í Höfðahverfi 18. marz 1865. Kom til Argyle frá Islandi 1888, bjó þar allan sinn búskap. Kona hans var Kristín Sigurveig Sig- ríður Guðnadóttir fædd á Múla- koti í Reykjadal 17. sept 1872. Hún dó 1947. Börn þeirra eru: Jón Pétur, er hér í Manitoba, átti glæsilegan mentaferil, hefir verið og mun vera aðstoðarritari við utanríkisdeildina hjá cana- dísku sendisveitinni í London; Þórhallur Einar; Sigurður Bald- ur Alexis, báðir bændur 1 Ar- gyle; Kjartan Ingólfur í Daup- hin, Man. Kona Einars var syst- urdóttir frumherjans Sigurðar Christophersson og þeirra syst- kina. Einar Sigvaldason var greindur maður og bókamaður mikill, og vel látinn í sínu um- hverfi. Sigtryggur bróðir Einars býr á Baldur. Sigríður Sigurðardóliir. Fædd í Skógsmúla í Miðdölum í Dala- sýslu 10. desember 1857. Hún dó 3. maí, var jarðsett þann 6.; hún bjó ihjá syni sínum nálægt Bel- uiont. Hún var gift Gísla Torfa- syni Sveinsson frá Skarði á Skarðsströnd. Þau komu til Ar- gyle 1888. Gísli er löngu dáinn. Börn þeirra eru: Jón; Sveinn; Guðjón Rósmann; Sigurrós (hún er prestskona í California. Sigríður var kona tápmikil og lífsglöð; var á fótum til hins síðasta, og hélt sínu sálarþreki. Hún var trúkona mikil. Dr. R. E. Helgason, læknir hér í Glenboro fékk þá harmafregn að bróðir hans Alvin að nafni hefði á sunnudaginn 27. maí drukknað í Jachfish Lake, Sask. Alvin var efnismaður, 23 ára að aldri, var hann á bát með öðru fólki er slysið vildi til. Ein kona drukknaði ásamt honum, hitt fólkið komst af. Alvin er sonur Helga J. Helgasonar stórbónda að Dar’cy, Sask., en sonarsonur Jónasar Helgasonar, hins merka Argyle bónda. Móðir hans er af skoskum ættum. Nokkrir af ætt- ingjum hans hér fóru vestur og voru við jarðarförina. Þann 12. júní vildi það hörmu- lega slys til í Baldur, að 13 ára efnispiltur, Brian ísberg að nafni, drukknaði í læknum er rennur norðan við bæinn. Var hann að synda þar með nokkr- um jafnöldrum sínum. Foreldr- ar hans eru Unnur (fædd Sveins- son) og Marteinn Óskar ísberg. Var að þeim og ættingjum öllum kveðinn þungur harmur í þessu sorgartilfelli. Eins og þegar hefir verið get- .ið um í blöðunum lézt þann 22. júní s.l. á heimili sínu í Argyle Jónas Helgason frá Arndísar- stöðum í Bárðardal, fæddur þar 7. apríl 1860. Jónas var merkis- bóndi og prúðmenni. Ein dóttir og fimm synir eru á lífi. Hans verður óefað nánar minst í blöðunum; um hann var skrifað í Almanaki O. S. Th. Þann 4. maí s.l. var þeim Mr. og Mrs. B. K. Johnson í Brúar- bygð haldið veglegt samsæti í tilefni af 25 ára giftingarafmæli þeirra, er stofnað var til af ætt- ingjum og vinum þeirra í bygð- inni. Var margt fólk þar saman komið. Voru þeim gefnar verð- mætar gjafir. Skemti fólk sér all-Iengi við söng og ræðuhöld og samræður. Hafði séra Eric H. Sigmar veizlustjórn með höndum. Veitlngar voru með af- brigðum góðar, síðan var stig- inn dans all-lengi. Mr. Johnson er elzti sonur þeirra Mr. og Mrs. C. B. Johnson (Jónsson), er lengi bjuggu þar í bygð, býr hann á föðurleyfðinni, hefir hann ver- ið mikill dugnaðarmaður, og er hann með gildustu bændum Argyle-bygðar nú. Kona hans er dóttir Margrétar Josephson og manns hennar Höskuldar C. Josephson, er var frumherji í Argyle, en er nú fyrir mörgum árum dáinn. Þá er vert að minnast hljóm- listarsamkomu þeirrar er Glen- borosöfnuður stofnaði til í kirkjunni hér þann 21. maí. Skemtu þar með söng og píanó- splli þær Mrs. Elma Gíslason og Miss Thora Ásgeirsson frá Win- nipeg; var nautn á þær að hlusta. Má segja, að „þær komu sáu og sigruðu“. Hrifu þær á- heyrendur alla með list sinni og prúðmannlegri framkomu. Þau Mr. og Mrs. Jón Ásgeirsson keyrðu dísirnar vestur, og sýndu þann höfðingsskap að gjöra það endurgjaldslaust. þau voru nú og eru æfinlega góðir gestir. Að aflokinni skemtiskrá voru rausnarlegar veitingar fram- reiddar í neðri sal kirkjunnar. Á föstudagskvöldið, 1. júní, var stórt gleðikvöld fyrir fólk hér í Glenboro og bygðinni; þá kom nokkuð fyrir, sem sjaldan skeður í smábæ. En þetta kvöld heimsótti bæinn hornleikara- flokkur frá Blue Earth, Minne- sota, frá hljómlistardeild skól- ans, eða skólanna í þeirri borg (From the Music Department of the Blue Earth, Minnesota, Public Schools). Var þetta flest eða alt fólk á skólaaldri, og voru 76 meyjar og sveinar í flokknum. Fararstjóri flokksins var Mr. Howard A. Olsen, mik- ilhæfur maður og listrænn af norskum ættum, hið mesta prúðmenni, og öll var sveitin, ekki einungis vel þjálfuð í list sinni, heldur líka í hæversku og prúðmannlegri framkomu. Var nautn að sjá og hlusta á þessa stóru og prúðu sveit. Fór skemt- unin fram í hinum nýja skauta- skála Glenboro-bæjar, og þar var öllum flokknum veittur kvöldverður, og stóðu fyrir því kvenfélögin á Brú og Glenboro, og tóku ágóðann, sem var all- ríflegur, því flokkurinn kom al- veg endurgjaldslaust, nema hvað honum var séð- fyrir næt- urgistingu og máltíðum. Mrs. H. S. Johnson á Brú á heiðurinn fyrir það að flokkur- inn kom hingað; hún á uppruna sinn að rekja til Minnesota og er frændsystir konu flokksstjór- ans, Mr. Olsen. Mun faðir henn- ar hafa verið C. M. Gíslason, er lengi var lögmaður í Minne- sota. Buðu þau Olsen’s hjónin Mrs. Johnson kost á því að koma þetta kvöld um leið og hann færi til Winnipeg með flokkinn, en þar átti hann að leika í Osborne Stadium 2. júní. Tók Mrs. Johnson strax forystu í því að sameina kvenfélögin og skipuleggja móttökuna, og var það gjört með miklum skörungs skap, og á hún og kvenfélögin og allir sem lögðu hönd á plóg- inn’ þakkir skildar fyrir hvað það var myndarlega af hendi leyst. Fólk hér þakkar hornleik- araflokknum fyrir komuna. Þessarar kvöldstundar verður lengi minst í Glenboro og Argyle. Eftirfylgjandi grein birtist í blaðinu hér „Glenboro Gazette“ fyrir nokkru síðan (12. apríl 1951) og er hún birt hér orðrétt: WALLACE JOHNSON WINS GRAND AGGREGATE. Wallace Johnson of Cypress River won the Grand Aggregate for having the highest average in the Agricultural Course at the Agricultural and Horhe- making School at Brandon. At the Graduation Exercises, he was presented the prize for the' Grand Aggregate and also first in Livestock, first in field crops. first in woodwork, second in motors and machines, and third in poultry and dairying. Wallace took prize in every subject and he was second in Motors and Machinery, only by one point. This record is an exceptional feat and meant a great deal of work and effort on the part af the winner. Besides winning the prizes Wallace was also active on the Student Council of the School. "Glenboro Gazeite" April 12, '51 Þessi unglingspiltur, sem hér á hlut að máli, og hefir unnið sér hér góðan orðstír, er sonur hinna ágætu og velþekktu hjóna Mr. og Mrs. H. S. \Johnson í Brúar-bygð í Argyle, er hann mesti efnispiltur; hefir hann að undanförnu unnið sem víking- ur á búgarði föður síns á sumr- um, en stundað nám á vetrum. Heill og heiður hinum unga manni. Þann 20. júní s.l. átti Margrét Jósephson í Brúar-bygð 70 ára afmæli. Þann dag kom kvenfé- lagið í bygðinni heim til hennar og árnaði henni heilla á afmæl- inu, þakkaði henni fyrir vel unnið starf í félagsmálum og sæmdi hana gjöfum. Mrs. Jósephson er ættuð úr Eyja- firði, fædd á Neðri-Glerá; hefir verið hér í Argyle í 50 ár. Hún er með afbrigðum þjóðrækin og félagslynd. Allir óska henni til hamingju við þessi tímamót. Það óhappaslys vildi hér til þann 14. júní s.l. að Matthías Swanson trésmiður hér í bæn- um, féll af húsþaki og slasaðist all-alvarlega, varð að flytja hann strax til Winnipeg, og hef- ir hann legið á Almenna sjúkra- húsinu síðan og mun verða þar um tíma enn. Matthías er smið- ur góður og vinsæll, og vona all- ir vinir hans að hann verði al- bata áður en langur tími líður. Bréf þetta byrjaði ég að skrifa snemma í júní en af ýmsum á- stæðum varð það ekki klárað fyr en í lok mánaðarins. Hefir margt breyst á þeim tíma með útlit hér, er það nú að verða alvarlegt, því lítið sem ekkert hefir rignt hér síðan í byrjun júní, og nú er orðið afarþurt og uppskeran í hættu nema því aðeins, að góð rigning komi tafarlaust. Hefir það hjálpað nokkuð, að svalviðri hefir verið að mestu allan júní. G. J. Oleson Bregðisf- mér ekki Eftir JERRY TALLE Það er ekki langt síðan að ég hélt upp á tuttugasta og fimta afmælisdag minn — sem undir vanalegum kringumstæðum, er ánægjulegur áfangi á ævi æsku- mannsins — en reykirnir frá af- mælisljósum mínum eru þegar farnir að draga sig saman í eitt- hvað ljótt — stríð! í gær fékk ég bréf í hvítu löngu umslagi, frá Uncle Sam, þar sem að hann biður mig að láta af hendi við sig tvö, máske mörg ár af lífstíð minni — máske lífið sjálft — til þess að vernda það, sem lauslega er kallað „amerískir lifnaðarhætt- ir“. Þar sem að ég er sá, sem kallaður hefir verið til að vernda, langar mig til að spyrja: „Hvað eiginlega eru amerískir lifnaðarhættir?“ Er það réttur einstaklinga eða margra manna til samans að fylgja fram frumvarpi tillagna, eða þingmannsefni í eiginhags- muna tilgangi? Er það réttur leiðtoga okkar til þess að láta okkur ráfa án ákveðinnar stefnu sökum ótta við atkvæðatap? Er það rétt af daglaunamann- inum að hella olíu á verðbólgu- eldinn, með því að krefjast hærra kaups í hvert sinn sem að prísar hækka í verði — í stað þess að spara og hefta verð- bólguna? Er það rétt að kenna í skól- unum, að þjóðfélagið skuldi mönnum lífsframfærslu, áður en hæfileikar nemendanna eru fyllilega kannaðir? Er það réttur stjórnarinnar, að taka smátt og smátt í sínar hendur forstöðu á iðnaðarfyrir- tækjum, og eyðileggja á þann hátt heiðarlega samkeppni í verzlunarlífi amerísku þjóðar- innar? Ef að amerískir lifnaðarhætt- ir eru allt þetta — þá vil ég gjöra samning við ykkur, hvers heimili og líf, sem mér er ætlað að verja. Þar sem að ég offra frelsi mínu, einhverjum hluta af lífi mínu, og máske allri minni fram tíð í herþjónustu, þá reiði ég mig á ykkur, að þið reynist nýt- ir hermenn heima fyrir, og fram- leiðið mann — leiðtoga, sem að leiðir þjóðina aftur inn á hinn sanna lýðræðisveg. Ég skal standa við minn part af þessum samningi. Hvað er um ykkur? J. J. Bíldfell þýddi GAMAN 0G ALVARA Business and Professional Cards Jón litli hafði verið óþægur, og pabbi hans hafði barið hann. Hann stóð nú skælandi úti í horni. Pabbi hans kenndi hálf partinn í brjósti um strákinn og sagði: — Ég gerði þetta eingöngu af því að mér þykir svo vænt um þig, Jón minn. — Það vildi ég, pabbi, að ég væri orðinn svo stór, að ég gæti endurgoldið þér ástina. ■£r Amerískf heilræði: Mæður! Ef þér takið dætur yðar afsíðis, þegar þær eru sex- tán ára gamlar, og talið við þær í trúnaði, komist þér að mörgu, sem þér voruð ófróðar um áður. ☆ Sölumaður var á ferð í af- skekktu héraði í Montana. — Skyndilega bilaði bíllinn hans og hann vissi ekki hvað hann átti til bragðs að taka. Allt í einu datt honum snjallræði í hug. Hann klippti sundur símalín- urnar, því að hann þóttist viss um, að þá yrðu sendir menn til þess að gera við þær. Eftir tvær klukkustundir kom bíll. — Það er víst óþarfi að taka það fram, að viðgerðarmennirnir voru afar gramir, en sölumaðurinn komst til næstu borgar og það var aðal- atriðið fyrir hann. PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6—652 HOME ST. ViStalstími 3—5 eftir hádegi J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Faj3teignasalar. Leigja hös. Ct. vega peningalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgð o s. frv. Phone 927 538 SARGENT TAXI PHONE 722 401 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson IjögfrœOvngar ^ 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Dlstributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 HAGBOR6 FUEL PHOMC HSSI Office Phone 924 762 Res. Phone 726115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Off)ce Hours: 4 p.m. - 6 pan. and by appointment. A. S. BARDAL 843 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsfmi 27 324 Heimilis talsfmi 26 444 Phone 23 996 761 Notre Dame Ave. Just West of New Matemlty Hospltal Nell’s Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowers. Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson 27 482 Ruth Rowland 88 790 Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Maln Street WINNIPEG CANADA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, simlð til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Simar: 33 744 — 34 431 DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNIPEG S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Si. Winnipeg PHONE 924 624 Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Slmcoe St. Winnipeg, Man. W\ DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Honio Teleplionpe 2C2 398 Talsími 925 826 Heimílis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur í augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum 209 Medical Arts Bldg. Stofutimi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Scrfrceðinpur í augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimasími 403 794 límmrKlft ■ ewellers ■ 447 Portage Ave. Branch Store at 123 TENTH ST. BRANOON Ph. 926 885 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVA.LDSON Your patronage wlil be appreclated Minnist BCTCL í erfðaskrám yðar. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wlnnlpeg PHONE 926 441 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON A CO. Chartered Accoontants 505 Confederatlon Life Bldg. WINNIPEG MANITOBA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrislers - Solicilors Ben C.Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commere* Chambers Wlnnlpcg, Man. Phone K1M1 JOHN A. HILLSMAN, M.D.. Ch. M. 332 MEDICAL ARTS BLDG. Office 929 349 Res. 401 286 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Siml 925 227

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.