Lögberg - 12.07.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.07.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21374 teA ^ ^au^^fi StO^^A Complete Cleaning Insíituíicn PHONE 21 374 H^ fctftf* ho^n %\^- S A Complete Cleaning Insíiíution 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 12. JÚLÍ, 1951 NÚMER 23 gær — veiði Mikil síld óð í spillti I gær urðu skip víða vör við mikla síld undan landinu vestanverðu. Einkum þó í Kolluálnum undan Snæfells jökli og út af Vestfjörðum. í gærkvöldi var enn lítil veiði, sökum þess hve mikill stormur og sjór var þá á miðunum og hafði verið allan daginn. stormur Fréttaritari Tímans í Bolunga vík símaði í gær, að vélbátur- inn Einar Hálfdáns, skipstjóri Hálfdán Einarsson, hefði farið til síldveiða um hádegi daginn áður en var kominn aftur heim með fullfermi eins og báturinn gat borið um klukkan ellefu sama kvöldið. Fékk báturinn þá um 600 tunnur í tveimur köst- um skammt út af Djúpinu. Báturinn fór aftur út í gær- rnorgun og var búinn að fá eitt stórt kast, að minnsta kosti 200 tunnur í gærkvöldi. Bátar í Bol- ungavík búast sem óðast til síld- veiða og einn fór á veiðar í gær- kvöldi. Sendi skeyti um síld. Færeysk skúta, sem var undan Dýrafirði, sendi í gær skeyti um það, að á þeim slóðum væri mikla síld að sjá. í Kolluálnum undan Jökli voru nokkrir bátar að veiðum í gær. Stormur var mikill og Gideon féiagið sýnir fræðslu- kvikmynd Þegar Kristinn Guðnason, kaupmaður í San Francisco kom nýlega hingað til lands hafði hann meðferðis merkilega banda ríska fræðimynd, sem fjallar m. a. um rannsóknir á hljóðum, sem fiskar gefa frá sér og öðr- Um náttúru-undrum. Æ 11 a r Gideon-félagið að sýna þessa þessa kvikmynd, sem það kall- ar á íslenzku: „Fiskurinn hefir fögur hljóð", í skólum víðsvegar á landinu, eins og það sýndi síð- astliðinn vetur tvær fræðslu- kvikmyndir „Dásemdir sköpun- arverksíns" og „Verkin lofa Meistarann". Kvikmyndir þess- ar eru gerðar í þeim anda að tengja saman vísindi og kristna trú og hefir ólafur Ólafsson, kristniboði starfað að sýningum. Gideon-félagið er samkunda trúaðra verzlunarmanna. Hefir það starfað í Bandaríkjunum um 50 ára skeið, og fyrir nokkr- Um árum var deild komið á fót uér á landi fyrir forgöngu Krist- rns Guðnasonar, sem hefir verið stoð og stytta félagsins hér . —Mbl., 22. júní sjór þegar leið á daginn og því erfitt um alla veiði. í gær fékk þó vélbáturinn Runólfur frá Grundarfirði um 130 tunnur á þessum slóðum, er hann fór með til Grundarfjarð- ar. Sveinn Guðmundsson frá Akranesi fékk um 70 tunnur í reknet í fyrrinótt. Voru netin of grunnt, þar sem sú síld, sem veiddist kom neðst í þau. Vél- báturinn Keilir frá Akranesi, sem einnig hóf veiðar í gær kast- aði á eina torfu í Kolluál, en náði ekki nema um 10 málum sakir hvassviðris. —TÍMINN, 30. júní Enn magnast dýrtiðin Samkvæmt yfirlýsingu frá hagstofunni í Ottawa þann 5. yfirstandandi mánaðar, hafði vísitala lífsnauðsynja enn hækk- að svo í maímánu%i síðastliðn- um, að til annars eins hefir eigi spurst frá þeim tíma, er fylkja- sambandið var stofnað; var vísi- talan þá yfir 184 stig; einkum eru það matvörur, svo sem smjör, svínakjöt og nýjir ávext- ir, sem hækkað hafa í verði; ekki verður þess vart, að stjórn- arvöldin leggi sérlega hart að Ser til að ráða fram úr öng- Pveitinu. Samtalsfundir um vopnahlé standa yfir Eins og skýrt var frá í fyrri viku hófst um helgina samtals- fundur erindreka af hálfu herja sameinuðu þjóðanna og komm- únista um hugsanlegt vopnahlé í Kóreu; fimm manna nefnd hvors aðilja um sig, tekur þátt í ráðstefnu þessari; blaðamönn- um var ekki heimilaður aðgang- ur að fyrstu fundunum, og því hvorki um blaða- né útvarps- fregnir að ræða um hinar fyrstu horfur; en síðar hefir verið kunngert, að nokkrum ljós- myndurum og blaðamönnum verði heimilaður takmarkaður aðgangur; fundir þessir snúast einvörðungu um tilraunir til vopnahlés, og þar verða engin pólitísk mál rædd fyr en eftir að vopn hafa verið lögð niður, ef það á annað borð lánast, sem nokkrar líkur þykja til. Fundir eru haldnir í gömlum húshjalli skamt frá landamær- um Suður- og Norður-Kóreu. Elízabet ríkisarfi íslendingur druknar Philip prins Elízabef ríkisarfi og Philip maður hennar, hertoginn af Edinburgh, heimsækja Canada í haust. Um miðja fyrri viku var það formlega kunngert frá London og Ottawa, að Elízabet ríkisarfi Bretlands hins mikla og Philip maður hennar, hertoginn af Edinburgh, heimsæki Canada í októbermánuði næstkomandi; hvorugt þeirra hefir áður stigið fæti á canadíska grund; núver- andi konungshjón Breta, for- eldrar Elízabetar ríkisarfa, heimsóttu helztu borgir þessa Iands árið 1939. Hinir væntan- legu konunglegu gestir hafa lát- ið þá ósk í ljósi, að móttaka þeirra verði eins fábrotin og framast megi verða. Sambands- stjóra hefir þegar skipað fimm manna nefnd til undirbúnings heimsóknar hinna konunglegu gesta; gert er ráð fyrir þriggja vikna dvöl í þessu landi. Truman forseti hefir boðið hinum konunglegu gestum að heimsækja Bandaríkin um svip- að leyti, og þykir sýnt, að það boð verði þegið. Bæjarstjórnir þeirra staða, sem búist er við að hinir kon- unglegu gestir heimsæki, hafa hafist handa um undirbúning að móttöku þeirra, og víst er um það, að canadíska þjóðin mun einhuga fagna komu þeirra. „Torfi Bryngeirsson bezti stangarstökkvari heimsins Friðarsamningar við Japan Nú er svo komið, að talið er víst, að fullkomnir friðarsamn- ingar við Japan verði afgreiddir í öndverðum septembermánuði næstkomandi. Fram að þessu hafa Rússar ekkert viljað hafa með slíka samninga að gera. William Bryce, M.P. Kjörinn flokksforingi Á nýafstöðnu ársþingi C.C.F. flokksins í Manitoba, sem hald- ið var hér í borginni, var William Bryce, sambandsþing- maður fyrir Selkirk-kjördæmið, kjörinn til flokksforustu í fylk- inu í stað E. A. Hansford fylkis- þingmanns, er eigi gaf kost á sér til endurkosningar; kvaðst Mr. Hansford einráðinn í því, að draga sig í hlé af vettvangi stjórnmálanna að enduðu yfir- standandi kjörtímabili. Orð Svíans Lundberg, Evrópu- methafa í stangarstökki. Torfi setti nýtt íslenzki met í stangar- stökki í Stokkhólmi. íslenzku frjálsíþróttamenn- irnir, sem nú eru í kepn- isfór um Svíþjóð, kepptu í Stokkhólmi í fyrrakvold á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti. Islendingarnir stóðu sig mjög vel og Torfi Bryngeirs- son setti nýtt met íslenzkt met í stangarstökki, stökk 4,38 ma., og sigraði Ragnar Lundberg, Evrópumeistara og methafa í þeirri grein. Eftir keppnina sagði Lund- berg, að hann áliti Torfa bezta Kantötukórinn kom úr söngför sinni í gær Söng í Tívolí í gærkveldi við mikla hrifningu áheyrenda, sem voru mjög margir. Kantötukór Akureyrar kom heim með Gullfaxa fró Osló í fyrrinótt kl. 2,20. Að vísu voru nokkrir kórfélaganna komnir heim fáum dögum áður. Söngför flokksins hefir verið sannkölluð sigurför, og á hann hinar mestu þakkir skyldar fyrir frammistöðu sína. í gærkveldi efndi kórinn til samsöngs í Tívolí og var þar á- gætlega tekið. Veður var ágætt og allmannmargt í skemmti- garðinum. Klukkan sex í gær hélt Lands samband blandaðra kóra kórn- um samsæti að Hótel Borg. í dag munu margir kórfélaganna halda heimleiðis til Akureyrar. —TÍMINN, 4. júlí stankarstökkvarann í heimin- um núna, og gæti hann hvenær sem er ráðið við Evrópumetið, sem er 4,40 m. Torfi hefði gífur- legan hraða í atrennunni og fjaðurmagn hans væri mikið, en hann ætti enn talsvert ólært yfir ránni, og þegar það lagaðist ætti hann hæglega að geta stokkið 4,50—4,60 m. Eins og áður segir stökk Torfi 4,32 m., en tókst ekki að stökkva næstu Nýkominn af íslandi Síðastliðinn föstudag kom hingað af íslandi ungur læknir, Stefán Björnsson, til framhalds- náms við Almenna sjúkrahúsið hér í borginni; hann er af borg- firzkum og eyfirzkum ættum, en fæddur á hinu sögufræga höfuð- bóli, Viðey í Kollafirði. Stefán læknir er útskrifaður af Há- skóla Islands árið 1949. Foreldr- ar hans eru Björn Jónsson kaup- maður í Reykjavík og frú Sig- ríður Gísladóttir. Stefán er gáfu- maður og viðkynningargóður. — Lögberg býður hann innilega velkominn í íslenzka mannfé- lagshópinn í þessari borg. Lætur af þingmensku Mr. A. L. Smith, íhaldsþing- maður í sambandsþinginu fyrir Calgary West kjördæmið, hefir sagt af sér þingmensku vegna heilsubilunar, og má víst telja, að aukakosning fari fram í kjör- dæminu áður en þing kemur saman á ný fyrripart október- mánaðar næstkomandi. Mr. Smith reyndist hinn nýtasti maður á þingi, einarður vel, og góður málsvari Sléttufylkjanna; að slíkum mönnum er eftirsjá af þingi. hæð, sem hefði orðið Evrópu- met í þetta sinn. Ragnar Lund- berg varð næstur ,stökk 4,20 m. Önnur úrslit í mótinu urðu þau að Gunnar Huseby sigraði í kúluvarpi, varpaði 16,38 m. Gösta Arvidsson, Svíþjóð, varp- sigraði í 100 m. hlaupi á 11,00. aði 15.24 m. Hörður Haraldsson Leif Christenson, Svíþjóð varð annar á 11,1 sek. og Tore Hag- ström, Svíþjóð, þriðji á 11,2 sek. Guðmundur Lárusson varð ann- ar í 400 m. hlaupi á 48,6 sek. á eftir Þjóðverjanum Hans Geist- er, sem hljóp á 48,2 sek. Á frjálsíþröttamóti í Svíþjóð á sunnudaginn setti Gunnar Huseby nýtt íslenzkt met í sleggjukasti, kastaði 46,80 m Eldra metið átti Vilhjálmur Guðmundsson, KR, og var það 46,57 m., sett 1941, og var því kominn tími til að bæta þetta 10 ára gamla og lélegasta kast- met fslendinga. Gunnar Huseby sigraði í kúluvarpinu, varpaði 16,59 m. ^n Torfi Bryngeirsson varð annar í stangarstökki á eftir Ragnari Lundberg, en þeir stukku báðir 4,20 m. —TIMINN, 5. júlí í fyrri viku vildi það slys til, að eldur kom upp í bát á Winni- pegvatni og formaðurinn á bátn- um, Hjörtur S. Guðmundsson, druknaði; aðrir af áhöfninni björguðust. Hinn látni hafði frá unglingsárum gefið sig að fiski- veiöum; hagm var góður drengur og vinsæll. Hjörtur var sonur hinna kunnu landnámshjóna, Mr. og Mrs. Hjörtur Guðmunds- son, sem lengi bjuggu í ná- tda við Árnes, en nú eru i látin; hann lætur eftir sig systkini; lík hans var ófundið, er síðast fréttist. Stórtjón af völdum eldsvoða Síðastliðinn fimtudag kom upp eldur í bænum Gaspe í Quebecfylkinu, er orsakaði gíf- urlegt eignatjón; milli þrjátíu og fjörutíu íbúðar- og verzlunar- hús brunnu til kaldra kola, auk þess sem nokkrar skemdir urðu á öðrum byggingum; bær þessi telur hálft þriðja þúsund íbúa, og liggur um 250 mílur norð- austur af Quebecborg að sunn- anverðu við St. Lawrencefljót. Iran og olían Fnn gengur alt í sama þófinu milli Iran og Bretlands út af clíuframleiðslunni í hinu fyr- nefnda ríkr með tvísýnar horfur um málamiðlun. Stungið í lófa ritstjórans Gamli Moðólfur, sem mörgum er að góðu kunnur vegna vísna- gerðar, stakk eftirfarandi vís- um í lófa ritstjóra Lögbergs í byrjun þessarar viku: Nú mér alt í augum vex, elliglöpum háður; áttatíu ár og sex ævi spunninn þráður. Eftir gengin ævihret, æsku þrotinn varminn. Nú eru aðeins fáein fet fram á grafar barminn. Fánýtt þetta finst mér líf — fáein spor í sandi. Loks er gröfin hræi hlíf, hreinsun gerð er landi. Ófriðarástandi aflýst Bretland, Canada, Ástralía og New Zealand, hafa nú formlega aflýst því ófriðarástandi við Þýzkaland, sem verið hefir ríkj- andi síðan 1939. Og nú hefir Truman forseti lagt fyrir þjóð- þing Bandaríkjanna þingsálykt- unartillögu sama efnis, er sýnt þykir að afgreidd verði í einu hljóði. ECA yeitir íslandi 3 milljónir dollara sérstakt framlag Ætlað til kaupa á vörum frá Evrópu í því skyni að koma upp nokkrum vörubirgðum. Efnahagssamvinnustjórnin í Washington hefir fyTir nokkru samþykkt að veita íslandi sér- stakt framlag að upphæð 3.000.- 000 dollara, 49 milljónir króna^ í Evrópugjaldeyri, í því skyni að aðstoða ríkisstjórnina við að leyfa aukinn innflutning á nauð- synlegum neyzlu- og rekstrar- vörum og að afnema verzlunar- höftin, eins og gert var í apríl- mánuði s.l. Tilgangurinn með aðstoð þess- ari er fyrst og fremst sá, að fullnægja eftirspurn eftir vörum þessum, svo og að koma upp nokkrum vörubirgðum í land- inu og þar með skapa aukið jafn vægi í vöruverði og efnahags- lífinu yfirleitt. Framlag þetta er veitt í gegn- um Greiðslubandalag Evrópu og er eingöngu varið til kaupa á vörum frá löndum Evrópu. I júlí 1950 veitti efnahagssam- vinnustjórnin í Washington íslandi svipað, óbeint framlag, að upphæð 4.000.000 dollara til sömu nota, og var það að fullu notað í apríl s.l. Þar með nema hin óbeinu Marshallframlög, er ísland hefir fengið í gegnum greiðslubandalagið s a m t a 1 s 7.000.000 dollara fyrir tímabilið frá 1. júlí 1950 og til þessa dags. —TÍMINN, 29. júní

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.