Lögberg - 12.07.1951, Blaðsíða 7

Lögberg - 12.07.1951, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 12. JÚLÍ, 1951 7 MINNI LANDNÁMSINS Framhald af bls. 2 snotran gufubát og nefndu Ospray. Var hann víða í förum. Mikleyingarnir Kjartan Stefáns- son og Jón H. Johnson keyptu og uppnýjuðu gufubát seín Ida hét. Hafði hún einn barða í eftirdragi og flutti tirnbur frá mylnu Gests Oddleifssonar (sem var eins og áður segir 1 Lundi- þorpi) til Selkirk. Þeir bræður Stefán og Jóhannes Sigurðssyn- ir létu smíða sér í Selkirk eitt af stærstu gufuskipum sem á Winnipeg vatn hafa komið. Hét það Lady of the Lake. Svo var skrautið á því og prýðin að því- líkast var sem konungshöllinni hefði verið skotið á flot. Var hún í förum í mörg ár vatnsend- anna á milli. Nokkrum árum síðar keypti Stefán stórskip eimknúið sem hét Mikadó og var það í förum svo langt sem það gat flotið. Tvö minni gufu- skip átti hann sem hétu Víking- ur og Frank Burton. Baldvin skipstjóri Anderson, hinn al- kunni glaði öðlingur, keypti gufubát sem lá á vatnsbotni skamt frá Mikley, mjög vægu verði sem nærri má geta. Svo leið heilt sumar að ekki hirti Baldvin um að ná honum upp, enda var það talið ógerningur. Hugðu menn að Baldvin hefði keypt bátinn aðeins til að geta sagt að hann ætti gufuskip, því fyrir Balda að vera gufubáts- laus var sama og vera tóbaks- laus. Svo kemur veturinn og vatnið verður ein íshella. Þá fer Baldvin einn góðan veðurdag og heggur vök beint yfir gufubátn- um lyftir honum svo upp á skörina og dregur hann heim á sleða. Bátur þessi hét Elín og fór stórskipaleiðir eingöngú, hefði átt að heita Hekla, því hann spjó svo miklum eldi upp um reykháfinn að allir farþeg- ar á þilfarinu stóðu í björtu báli og höfðu ekki við að þurka eld úr skegginu á sér. Var ótt- ast um að hann mundi kveikja í öllu Winnipegvatni. Jafnframt því sem þegar er talið var unnið að skógarhreins- un, framræzlu landsins og vegabótum. Risatré voru höggv- in af stofni með handöxi, trén látin þorna og brend í löngum röstum, stofnarnir látnir bíða 3 ár svo auðvaldara yrði að ná þeim upp úr jörðinni. Man ég að „heldri maður að ofan“ sagði í samsætisræðu að Ný-íslend- ingar reistu spelkur við stofn- ana, svo þeir dyttu ekki um sjálfa sig. Skurðir voru ristir með heyhnífum og grafnir með rekum. Vegabætur voru gerðar með handöxum og rekum, síðar með hestum og hestaskóflum. Stjórnirnar lögðu stundum pen- inga til vegagerða, kannske $100.00 með löngu millibili tíma og rúms. Einu sinni fyrir kosn- ingar birtist það í stjórnarblöð- um að þáverandi stjórn hefði á því ári varið 90 þúsund dollur- um til vegabóta í Nýja-íslandi. Yfirleitt vildi fólk ekki kannast við þetta, vissi ekki um nema einn stuttan vegaspotta sem gerður hafði verið í bygðinni á því herrans ári, vildi vita hvar aðalvegabæturnar hefðu farið fram, því hin tilteknu vegastæði voru ekki á landi. Upplýstist þá að þau voru fyrir framan Drunkard Point. Garðar voru grobbaðir með grobbhóf. Hin mikla akur- yrkja Nýja-íslands hófst með því að íslendingar plægðu með einum uxa, en Galisíu-menn með átta kerlingum fyrir plóg. Þá voru landnámsmennirnir ekki síður athafnamenn á andlegum vettvangi. Útkoma Framfara mun ekki eiga sér neitt hlið- stætt á meginlandi Ameríku. Áhugi á blaðamensku í Nýja- íslandi dó ekki út með Fram- fara, því á Gimli hófu göngu sína eitt eftir annað og sum samferða eftirfylgjandi blöð og t í m a r i t: Bergmálið, Baldur, Gimlungur, Dagsbrún og hið uierka tímarit Svava. Sjónleik- ú-, íslenzkir og þýddir, hafa ver- ið sýndir árlega til þessa og leik- listin náð hámarki í Geysisbygð sem kunnugt er. Fyrsta leikritið sem leikið var í Nýja-íslandi fór fram árið 1885 í fyrstu kirkju b y g g i n g u Bræðrasafnaðar, bjálkahúsi er stóð rétt fyrir norðan prestsmiðju Framfara. Leikrit þetta var að sögn eftir síra Valdimar Briem. Sum leik- ritanna, sem leikin voru, voru eftir bygðarmenn sjálfa; eitt þeirra eftir Jóhann Briem, ann- að eftir Gunnstein Eyjólfsson, sem hét: „Ein nótt í Hróars- keldu. Var það tveggja persónu leikur; leikendur voru: Gunn- steinn og Magnús Markússon skáld, þá „emigranti“. J. Magnús Bjarnason samdi fjölda leikrita meðan hann var búsettur í Nýja-íslandi. Á fyrstu frum- býlingsárunum bar mjög á ljóðagerð og öðrum listum. Kvæðin, sem ég hygg að séu þau fyrstu, sem ort og prentuð voru í Nýja-íslandi voru eftir Björn Jónsson bygðarstjóra, föður síra Björns B. Jónssonar. Kvæði Björns var þakkarávarp til frú Láru Bjarnason fyrir kenslustörf hennar og birtist það í Framfara. Kvæði Jóhanns Briem var kveðja til síra Jóns Bjarnasonar er hann var að fara alfarinn úr Nýja-lslandi. Var það kvæði sérprentað í prent- smiðju Framfara. Móðir mín, Pálína Ketilsdóttir orti með á- gætum og birtust kvæði hennar í Framfara og síðar í Leifi. Eft- ir þriggja missera veru í Graven Hurst, Ontario, var hún bæði talandi og læs á enskt mál og má það einstakt finnast. Menn, sem komu fram á samkomum og við hátíðleg tækifæri og fluttu frumort kvæði, voru mjög í hávegum svo sem Jó- hann Briem og hið mikla glæsi- menni Þorgrímur Jónsson og seinast en ekki sízt hinn orð- hepni alþýðuskáldi Þorsteinn Borgfjörð. Meginið af ljóðum sín um ortu þeir J. Magnús Bjarna- son og Jón Runólfsson í Nýja- íslandi. Á Möðruvöllum við Is- lendingafljót ritaði Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm meginið af bók sinni Eldingu og margar fleiri skáldsögur. í Geysibygð ritaði J. Magnús Bjarnason Eirík Hansson og fjölda annara skáldsagna. Á Unalandi ritaði Gunnsteinn Eyjólfsson söguna Elinóra og margar aðrar skáld- sögur og samdi fjölda sönglaga sem vöktu aðdáun og urðu þjóð- kunn. Skáldahjónin Sigfús Bene diktsson og Margrét búsett' í Mikley beittu sér fyrir nýjum hugarstefnum; hann: frjálstrú- arefnum, en hún: kvenréttind- um. Sem kunnugt er, er Mar- grét brautryðjandi kvenréttinda í Canada, stórgáfuð kona, vel máli farin og mælsk með af- brigðum. Skrifuðu þau fjölda blaðagreina um sín hugðarefni. Þá voru margir ritfærir í bygð- inni og rituðu blaðagreinar um flest eða öll mál sem voru á döf- inni. Verður ekki sagt að þeir svæfi svefni hins andvaralausa. Ritsnillingur nokkur sem ritaði undir gervinafninu Juniper Dick tók sig fram um að gera þá verandi sveitarráð ódauðlegt, ritaði flugrit og sendi á hvert pósthús í nýlendunni. Lærðu margir það utanbókar og kunnu það betur en kristindóminn. Rit þetta var parodía eða stæling af fundargerning sveitarráðsins. Dramatis personæ þess voru: Jón oddviti Jón skrifari Jón smyrill Jón kjaftur og Jón kvenholli. Frá upphafi landnámsins hef- ir mikil rækt verið lögð við sönglist. Er söngflokkurinn sem við heyrum á í dag eitt marg- stirnið í (og eitt hið bjartasta) í stjörnukerfi stórra söngflokka, sem komið hafa fram á sjónar- sviðið, „því vel mér sýndist sungið“. Sigurgeirssynir — hin- ir svonefndu Grundarbræður gerðu garðinn frægan á Mikley. Gunnsteinn Eyjólfsson var reiðubúinn að kenna hverjum unglingi, sem vildi læra, söng- fræði — ókeypis. Man ég að hann kendi fjölda unglinga söngfræði á sunnudögum. Söng- flokka æfði hann iðulega og efndi til stórfeldra samsöngva. Lögin, sem hann valdi til þeirra, voru engir húsgangar heldur há- sigld klassik svo sem „Hósíanna“ og „Brúðurförin í Harðangri". Fyrstu ungmenni í norðurbygð- um Nýja-íslands sem leituðu æðri mentunar á öðrum stöð- um voru þau Dr. Rúnólfur Mar- teinsson og Salín Péturson. Til þeirra verður rakið samhengi sæmdar þeirrar er Nýja-ísland hefir haft af sínum námsmönn- um. Og aldamótin (1900—1901) voru gerð hátíðleg með lúðra- blæstri, básúnuþyt og bumbu- við sjónum, þegar menn koma til Teheran, heldur er það fá- tæktin, neyðin, sjúkdómar og larfar þeir, sem fólkið klæðist í þessu eymdarinnar þjóðfélagi. Á götunum úir og grúir af tötra- legum beiningamönnum, sem við< samanburð á flækingum í Evrópu myndi gera þá blátt á- fram vel klædda. Orð ná ekki til að lýsa þeirri eymd, sem aug- anu mætir í þessari sólríku borg. Hér situr móðir á götunni, hún er með yngsta barnið á brjósti, en hin leika sér á göt- unni. Þau eru berfætt og klædd í tötra. Um leið og hún kemur auga á ókunnan mann gefur hún börnunum merki og allur barnahópurinn ræðst að vegfar- andanum í von um að hann gefi þeim einn rial (um 25 aura). Allir hafa löngun til að gefa eitt- hvað, þó ekki sé nema örlítið, en hafi maður gert það einu sinni, kemur það víst varla fyr- ir aftur að fenginni reynslu, því að á næsta augnabliki er mað- ur umkringdur stórum hóp betl- ara, sem hanga í fötum manns og fylgja manni eftir. Sumir sýna handleggsstúfa, a n d 1 i t sumra eru afmynduð af sjúk- dómum. Sum barnanna hafa liðið langvarandi næringarskort, sem sést bezt á því, að rifbeinin standa næstum út í gegn um tötrana ,sem þau vefja um kroppinn. Gamlir, tötralegir menn hökta um stiætin í leit að ölmusu. Neyðin er svo mikil, að rrftrga riala þarf til, ef úr henni á að verða bætt. Stjórnin hefir að vísu reynt að bæta úr neyðinni, en hingað til hefir þeim orðið lítið ágengt. Hún skellir skuldinni á Eng- lendinga og styrjöldina. Fyrir stríð hafði voldugasti maður Iran, Riza Shah, hafið fram- kvæmd á stórtækri áætlun um aukningu iðnaðar og véltækni og koma samgöngukerfinu í betra horf. Stór liður í þessari áætlun var járnbrautarlagning, sem framkvæmd var af Kamp- saxfélaginu. En er styrjöldin hófst varð Riza Shah að láta af stjórn, vegna þess hve hlynntur hann var Þjóðverjum, og þar með féll iðnaðaráformið niður. Rússar hernámu annan helming landsins, en Bretar og Banda- ríkjamenn hinn. Á stríðsárunum streymdu hergagnalestir Banda- ríkjamanna til Rússlands eftir hinum nýgerðu vegum, þangað til hinn glansandi Vestur- Evrópiski litur, sem Riza Shah hafði gefið landinu, var upp- eyddur og hinn sterki austur- landa litur gægðist í gegn. Þau auðæfi, sem bárust inn í landið með hernáminu, lentu öll í hendur hinna 100 ríku fjöl- skyldna, sem mestu ráða í íran. Spillingin varð svo djúptæk, að sjálfum austurlandabúum blöskr aði. Svarti markaðurinn komst í algleyming og verð á lífsnauð- synjum varð 10 til 11 sinnum hærra en fyrir stríð, enda engir möguleikar fyrir hendi að stöðva spillinguna. Þegar Persar gera samanburð á stjórnartímum Riza Shah og því stjórnarfari, sem nú er, segja slætti lúðrasveitar er kendi sig við Lund og var sú eina sinnar tegundar á öllu svæðinu frá Selkirk-íslendingum til\ Eski- móa. Tíminn leyfir ekki að nefna nema „fáa fleiri“: Þoryald Þor- valdsson, Master of Arts, Þor- berg Þorvaldsson, háskólapró- fessor og vísindamann, Jóhann* es pálsson, lækni og rithöfund, síra Guttorm Guttormsson, er bar af öllum sínum háskóla- bræðrum í grísku og latínu, Stefán Guttormsson, er bar af sjálfum prófessorunum í stærð- fræði. Þessi sjálfmentaði ungl- ingur nýkominn neðan úr Nýja- íslandi til Winnipeg í háskólann leysir stærðfræðidæmi sem pró- fessorinn, kennarinn hans, réði ekki við. þeir: Áður höfðum við aðeins einn þjóf, en nú eru allir þjófar. Með því eiga þeir við embættis- mannastéttina. I íran eru um 250 þúsund embættismenn, en sérfróðir menn í ríkisrekstri, og sem eru kunnugir austur þar, að einn þriðji af þessum stóra hópi, geti framkvæmt embættis- verkin. Vegna þess hve launin eru lág og þar að auki fá þeir ekki launin sín mánuðum sam- an, þar eð ríkiskassinn er oft tómur, hafa þeir ekki annað til að framfleyta sér en svarta- markaðsbrask og svindl. íran er lýðveldi, þar sem allir hafa kosningarétt og eru jafnir fyrir lögum. Maður skyldi því halda, að hægt væri að bæta úr eymdinni og jafna kjör manna. En því miður er Iran ekki annað en skopstæling á lýðveldisþjóð- skipulagi. Þingmennirnir eiga afar auðvelt með að ná kosn- ingu. Það er álitið að aðeins 10 prósent af þjóðinni séu læsir og skrifandi, svo að kjósendum gengur vafalaust illa að átta sig á því, hvar þeir eiga að merkja við á kjörseðlinum. Þar að auki er ekki farið dult með atkvæða- kaup. Jafnvel sumt af því fólki, sem vann á opinberum skrifstofum og átti að leiðbeina útlending- um, var hvorki læst né skrif- andi. Það kom oft fyrir okkur, að þegar við komum með ýmiss skrifleg gögn á þessa staði, að miðinn eða bréfið gekk frá manni til manns, þar til einhver fannst, sem gat lesið það, sem í því stóð. Venjulegast var það einhver af yngstu mönnunum. Nú er meira kapp lagt á það, að börn gangi í skóla, en mikill hluti íranskra barna verða út- undan og komast aldrei á skóla- bekkinn. Það má einnig skýra þessa sérkennilegu samsetningu þings- ins og auðklíkunnar, sem þar situr, með afstöðu bænda til jarðeigendanna. Jarðirnar eru allar í höndum fárra manna, sem eiga landsvæði, sem eru á stærð við Sviss og þorpin á þess- um jarðeignum skipta mörgum hundruðum, jafnvel þúsundum. Jarðeigendurnir líta á bænd- urna eins og vinnudýr sín, sem verða að skila ákveðnu magni af afrakstri jarðarinnar í vasa jarðeigandans. Að vísu mega bændurnir flytja af jarðnæði því, sem þeir hafa, en svo er í pottinn búið, að þeir eru jarð- eigendunum svo fjárhagslega háðir að þeir komast hvergi. Jarðeigandinn á landið, áveitu- vatnið, sáðkornið og venjulega flest húsdýrin. Hann fær venju- lega fjóra fimmtu hluta af af- rakstri jarðarinnar, en bóndinn fær aðeins fimmta hluta fyrir vinnu sína, sem mun vera um fjögur til fimm hundruð krónur (danskar) á ári. Það er því auð- velt að skilja, að fátæktin er mikil. Ástandið í landinu skapar á- kjósanleg starfsskilyrði f y r i r h i n n kommúnistíska Tudeh- flokk. Flokkurinn var að vísu bannaður eftir morðtilraun við Shahen fyrir þremur árum síð- an, en starfsemi hans hefir samt verið haldið áfram á bak við tjöldin í íran og með stuðningi rússneskrar áróðurs útvarps- stöðvar í Baku. Útvarpið sem áróðurstæki er ekki eins áhrifa- mikið í íran og margur haldur, og kemur það til af því, að út- varpstæki eru slíkur lúxus í þessu fátæka landi, að aðeins efnaðri borgarar geta eignast viðtæki. Fadayam, félagsskapur mú- hameðskra þjóðernissinna, virð- ist ganga betur í áróðri sínum. Þegar hinir rétttrúðuðu Persar lúta í bæn í áttina til Mekka, í hinum skrautlegu musterum, sá þeir hatri til alls þess, sem út- lent er og ekki múhameðstrúar. Það var Fadayam flokkurinn en ekki kommúnistarnir, sem lét myrða ráðherrana tvo og kom af stað verkföllum í Abadan. En að kommúnistarnir blási 1 glæð- urnar, — það er önnur saga. Árið 1947 gerði persneska stjórnin örvæntingarfulla til- raun til að bæta úr neyðar- ástandi þjóðarinnar með því að koma með sjö ára nýsköpunar- áætlun, sem leit prýðilega út á pappírnum. Og á pappírnum lít- ur hún enn vel út. Áætlunin var gerð af 13 voldugum bandarísk- um fyrirtækjum, sem ætluðu með samþykki stjórnarinnar að reisa landið við Jj árhagslega með því að byggja verksmiðjur, vegi, endurskipuleggja landbúnaðar- framleiðsluna, gera stórfelldar áveitur, koma heilbrigðismálun- um í viðeigandi horf, bæta fræðslukerfið og húsakost lands manna og yfirleitt að koma þjóð inni á veg vesturlandamenning- ar. Það var áætlað, að kostnað- urinn við þessar framkvæmdir myndi nema 3 milljörðum króna (danskra). Það voru bandarísk fyrirtæki, sem gerðu áætlunina og Persar væntu fjárhagsað- staða'r frá stjórn Bandaríkjanna, en stjórnin hefir ekki viljað leggja fé til framkvæmdanna og er það sennilega vegna þess, að skýrslur bandaríska sendiherr- ans í Teheran hafa sýnt stjórn- inni fram á það, að fé þetta myndi mestmegnis lenda í vasa hinna ríku, en ekki verða til þess að rétta við hag fátækling- anna. Eftir þá reynslu, sem Bandaríkin fengu af fjársukki stjórnar Chiang Kai shek í Kína, er varla hægt að álasa þau fyrir að kasta ekki fé í spillingarforað íranskra stjórn- mála. Þar að auki eiga íranskir auðmenn 400 milljónir dollara í bönkum í Bandaríkjunum, svo mörgum verður á að spyrja: Hvers vegna ekki nota það fé? Samt var byrjáð að fram- kvæma 7 ára áætlunina, en hún hefir gengið seint. Byggðar hafa verið nokkrar sykurverksmiðj- ur, teverksmiðja, eitt stórt gisti- hús og vefnaðarvöruverksmiðja. Þrjátíu milljónum króna er veitt til járnbrautarlagninga ár- lega. Einnig er unnið að áveit- um og lokið hefir verið við flug- völl í Teheran, þar sem SAS greiðir um 6 milljónir króna í skatta árlega. Þjóðin er vonsvikin yfir léleg- um árangri af 7 ára áætluninni Núverandi forsætisráðherra Iran á við margvíslega örðug- leika að etja. Ramara forsætis- ráðherra, sem myrtur var fyrir skemmstu, hafði gert tilraunir til að koma íran undan áhrifum Evrópuþjóða, með það fyrir aug- um að gera íran hlutlaust land, ef til átaka kæmi. Hann hafði gert víðtæka viðskiptasamninga við Rússland, rætt um nýja landamæraskipan, og talað um að endurheimta gullforða þann, er Rússar tóku úr íranska bank- anum á hernámsárunum í síð- ustu styrjöld. En stjórnmála- stefna hans samræmdist ekki stefnu þjóðernissinna, svo það var ekki aðeins afstaða hans til olíudeilunnar, sem varð þess valdandi, að hann var myrtur. Fyrsta verkefni hinnar nýju stjórnar er því að leiða olíu- deiluna til lykta. I Teheran álíta menn, að olíudeilan verði sett fyrir alþjóðlegan gerðardóm og að dómsúrskurðurinn verði Eng lendingum í hag, þannig að olíu- samningurinn verði látinn gilda til 1993, en að íran fái meiri hlut af afrakstri olíulindanna. Það er kyrrlátt i Teheranborg. Olíulyktina leggur frá ofnum brauðgerðarhúsanna, þar sem bökuð eru hin stóru persnesku brauð, sem eru flöt eins og pönnukaka og eru hengd á nagla á þilin til geymslu. Á götum borgarinnar ber mikið á vel- klæddu fólki, sem stingur í stúf við hina tötralegu betlara. Kon- urnar ganga í svörtum kuflum með blæju fyrir andlitinu. Riza Shah bannaði búning þennan, en kvenþjóðin hefir tekið hann upp a’ð nýju. Úlfaldalestirnar ganga letilega eftir götunum, það glamrar í málmklukkunum, se mfestar eru um háls þeirra. Börnin sitja þolinmóð og hnýta hnút eftir hnút í teppin, og vef- arameistarinn syngur litasam- setninguna til barnanna — einn rauður í viðbót og tveir grænir fyrir neðan — en í göturæsinu, sem er um hálfan metra á dýpt, fossar vatnið úr jökultindi Dermavendfjallsins. Það eru ekki göturæsi í venjulegum skilningi, því þetta er jafnframt neyzluvatn milljóna borgarbúa, er rennur óyfirbyggt eftir götu- ræsunum. Menn taka ekki hreinlætis- reglur alvarlega í þessari borg, þar sem næsti leirkofi við götu- ræsið er náðhús og þar sem ekk- ert athugavert þykir við það, þótt vegfarendur skoli af skít- ugum tánum í vatni því, sem flestir borgarbúar nota til að slökkva þorsta sinn. Ef Persar vilja taka Vestur-Evrópu til fyrirmyndar, þurfa þeir ekki að- eins 7 ára áætlun, heldur 7 sinn- um 7 ár. —Alþbl. 2. júní Sá, sem hefir völdinn, en fram kvæmir vilja fjöldans, enda þótt fjöldinn þekki ekki ávalt vilja sinn. Hitler Rovaizos Flower Shop og varla nokkurrar bjartsýni gætir með betri afkomu á næstu árum, þótt stjórnin hafi lofað að leggja meira fé til framkvæmd- anna, ef hlutur hennar af olíu- sölunni verður stærri. Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence YourBusiness Traimnglmmediately! For Scholarships ConsuLi THE COLUMBIA PRESS LIMITED I PHONE 21 804 695 SARGENT AV ‘. WINNIPEG I!___________________________ _ 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANTTOBA Bu». Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Our Specialties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlst Chrtstte, ProprietreM Formerly with Robinson & Co. Stjórnmól og stéttir í Iran ÞAÐ ERU EKKI hinir austur-' lenzku litir og fegurð, sem blasir

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.