Lögberg - 12.07.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.07.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚLÍ, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BILDFELL,. þýddi Hvað vel sem að hún kynni að giftast, þá var það inn í aðra ætt, en ekki, þar ofan í kaupið var það óumflýjanlegt, að eftir því sem gjaforð hennar væri glæsilegra, því hærri yrði heiman- mundur hennar að vera. Og Arthur vesaling- urinn var svo eyðslusamur, að hann þyrfti á hverjum eyri sem til var að halda. Þannig hugsaði faðirinn. Móðirin hugsaði minna um þessa hluti. Frú Beaufort, grönn og búin að missa æskublóma sinn, var afbrýðis- söm af dóttur sinni, veiklynd og duttlunga- full eftir því, sem árin færðust yfir hana, eins og lítilssigldu kvenfólki er títt, hafði talið sjálfri sér trú um, að Camilla væri tilfinningarlaus og kaldlynd. Ungfrú Beaufort var að eðlisfari rólynd og jafnlynd; en slíkt lundarfar var vel til þess fallið að töfra menn, þó máske í hlutíalli við skapgerðarstyrk þeirra og ástríður. Hún hafði verið alin upp í ströngum aga — tilfinningar hennar Iiöfðu verið bældar; og hafði hún því ótakmarkað vald yfir þeim í allri framkomu sinni og við öll verk sín. Hún umgekkst for- eldra sína í tilbeiðslulegum ótta, einkum föður sinn, og kom aldrei til hugar að hafa neitt á móti óskum þeirra, og því síður skipunum. Guðhrædd, blíð og skapprúð — ákjósanleg cfóttir og var líkleg til að verða eins ákjósanleg eiginkona, því á hennar trúfesti mátti alltaf reiða sig, ef að menn efuðust nokkurn tíma um kærleika hennar. Fáar stúlkur voru girni- legri heldur en hún. Það var naumast hægt að furða sig á þó að gætnir og greindir menn gengju út í ógæfu hennar vegna. Þetta var þó ekki eingöngu vegna fegurðar hennar, þó að hún væri forkunnar fríð, frekar en tignar- leg, og þeirrar tegundar af fríðleika, sem hrífur og töfrar, líkamsskapnaður hennar, sér- staklega handleggirnir, hálsinn og brjóstin voru dásamleg; munnurinn smár, tennurnar snjóhvítar, augun blíð og viðkvæm, sem hit- uðu um hjartaræturnar, þegar þau hvíldu á manni. En aðaltöfrar hennar stöfuðu frá hátt- prýði og hreinleik huga og hjarta blandað ó- sjálfráðu en ómótstæðilegu vinar-viðmóti. Á- samt öllu þessu stafaði frá henni upplyftandi gleði — eðlileg en undursamleg hreinskilni 1 orðum hennar, í hlátri hennar, það mætti segja í hverri hennar hreyfingu. Slík var Camilla Beaufort á þessum aldri. Þannig kom hún öðrum fyrir sjónir. Hvað foreldrana snerti, þá var hún efnileg stúlka, sem frekar var ofaukið. Keppinautur móðurinnar, en ómagi á eignum föðursins. II. Kapíluli Dag einn, nærri ári eftir að þau Camilla og Spencer kynntust, voru þau á reiðtúr á6amt hópi af kunningjum á hinu tilkomumikla lands- svæði, sem liggur á milli hins sólgyllta Winan- dermere og hins skuggalega Wastwater. A ferð þeirri var samtal þeirra persónulegra, en það hafði áður verið, því að fram að þessu hafði hvorugt 'þeirra mínnst einu orði á sam- eiginlega velvild, þó þau hafi máske fundið til hennar. Gatan, sem riðið var eftir, var aðeins nógu breið til þess, að tveir gætu riðið samhliða, og þau tvö, sem minnst skal á, voru síðust af sam- ferðafólkinu. ,JÞað vildi ég að hann Arthur væri kominn hérna“, sagði Camilla. „Ég er viss um að þér mundi falla vel við hann“. „Ertu viss um það? Hann tilheyrir útheim- inum — heimi, sem að ég þekki ekki. Skyldi skapgerð okkar eiga vel saman?“ „Hann er sá bezti — og góðhjartasti maður, sem til er!“ sagði Camilla dálítið hikandi, en með meiri hita en vanalega fylgdi orðum hennar. „Er hann svona góður?“ spurði Spencer hugsandi. „Jæja, það getur verið. Og hver skyldi ekki vera góður við þig? Ég átti enga systir!“ „Áttu þá bróður?“ spurði Camilla undrandi og leit á samferðafélaga sinn. Spencer kafroðnaði í framan og það var ó- styrkur í málróm hans þegar að hann svar- aði: „Nei — engan bróður! — Líf mitt hefir verið einkennilegt og einmanalegt. Ég er mun- aðarleysihgi, og hef átt samleið með fáum jafn- öldrum mínum: æskuspor mín hafa legið um þessar slóðir, og menntun mína — það sem hún er — hefi ég fengið hér í skóla lífsins og við lestur bóka, tilsagnarlaust, nema það sem fóstri minn — elskulegi góði fóstri minn* hefir getað veitt mér. Svo umheimurinn, ys og þys stórborganna, metnaðurinn og iðnaðarfyrir- tækin sýnast vera svo fjarlæg — tilheyra fjar- lægu landi, sem að ég kem aldrei til. Samt hefir mig dreymt mína drauma, ungfrú Beau- fort, — drauma, sem þessar friðlendur eiga sinn þátt í, en þá hefi ég ekki notið þeirra einn, og nú upp á síðkastið hefi ég vonað að þessir draumar mundu rætast. Og þú — unnir þú umheiminum?” „Það er eins mið mig og þig, ég hefi naum- ast kynnst honum“, sagði Camilla og brosti. „En mér þykir meira til sveitalífsins koma — ó, svo miklu meira, heldur en borgarlífsins, sem að ég hefi kynnst. En fyrir þig“, sagði hún méð lækkandi hógværð, „mennirnir eru svo ó- líkir okkur — að draga þig út úr athafnalífi heimsins, þú sem ert svo ungur og vel gefinn — nei, það virðist mér í fyllsta máta einkenni- legt“. „Það má svo vera, ég get ekki lýst fyrir þér, hvaða óhugur og ógnandi hrollur grípur mig, þegar hugur minn reikar út fyrir þessar stöðv- . ar. Máske að hinn góði verndari minn . . . .“ „Föðurbróðir þinn?“ tók Camilla fram í. „Já, föðurbróðir minn — getur hafa átt þátt í að innræta mér hugsanir og vekja tilfinningar hjá mér, sem eru einkennilegar hjá manni á mínum aldri, eins og þú segir, en samt . . . .“ „Samt hvað?“ „Bernska mín“, hélt Spencer áfram mæðu- lega og fölnaði í andliti, „hana lifði ég ekki á eins ánægjulegu heimili og að ég á nú, benrsku- ár mín liðu í óslitnum erfiðleikum, þraut og kvölum. Endurminningarnar um hana eru skuggi á lífi mínu, og í þeim skugga felast erfiðleikar og þrauta-þrældómur annara. En“, hélt hann áfram eftir litla þögn, og í einbeitt- um næstum hátíðlegum rómi. — „Er þetta hug- leysi eða vísdómur? Ég finn hvorki tómleika né heldur leiðindi í ró sveitalífsins. Er ekki að finna vissar siðferðisreglur — vissa tilbeiðslu í einveru sevitasælunnar? Þar þekkjum við ekki ástríðurnar sem skapofsinn, metnaðarþrá- in og samkeppnin eru sagðar að vekja. Ég er aldrei öfundssjúkur út af velgengni annara; ég veit ekki hvað hatur er. Báturinn minn, hesturinn minn, garðurinn okkar, músik, bæk- ur og ef ég má dirfast að segja, hin guðdóm- lega gleði sem vonin um geðþekkan förunaut vekur, fylla huga minn dag frá degi með við- fangsefnum, sem bæði eru friðsæl og hugþekk, svo að ekkert ský hefir á honum hvílt þar til nú upp á síðkastið, þegar — þegar . . . .“ „Þegar hvað?“ spurði Camilla ofur sak- leysislega. „Þegar mig hefir langað til, en ekki þorað, að spyrja aðra persónu að, hvort að hún geti sætt sig við að njóta þess, sem að ég hefi að bjóða með mér!“ Um leið og hann sagði þetta leit hann á hana og sá að hún roðnaði og brosti. „Félagar okkar eru komnir langt á undan“, sagði hún, leit undan og mælti: „vegurinn íram undan er renúisléttur“, og sló svo í hest sinn. Spencer, sem var of óvanur kenjum kven- fólksins til þess að leggja hagkvæman skilning í undanfærslu hennar á orðum hans, steinþagn- aði og sagði ekki orð það sem eftir var ferðar- innar. Um kveldið hélt hann heimleiðis og hugsan- ir og tilfinningar sem að hann áður þekkti ekki, og sem að hann hélt árangurslaust, að lífsró hans mundi fyrirbyggja, sullu í huga hans. „Henni þykir ekkert vænt um mig'^taut- aði hann hálfhátt við sjálfan sig, „hún fer í burtu frá mér og hvað verður þá um alla feg- urð náttúrunnar, eins og að hún hefir blasað við mér? Hvernig dirfist ég að líta upp til hennar? Jafnvel þó að hin kaldsinnaða og hé- gómlega móðir hennar — og faðir hennar, sem að þeir segja að sé formfastur og siðavandur, fengjust til að gefa samþykki sitt, mundu þau ekki uppá standa að fá að vita um hið sanna ætterni mitt? Og þó að ein yfirsjón yrði fyrir- gefin, eru þær þá ekki fleiri? Æskuvenjur hans og misgjörðir, og svo var hann bróðir hans — sem enginn vissi um, og máske yrði sér til skammar, lenti út á glæpaferil og lenti síðast í gálganum. Mundu þau fyrirgefa það?“ Þegar þessar hugsanir liðu í gegnum huga hans stundi hann við þungan og hann keyrði hest sinn sporum, eins og að hann væri að reyna að komast í burtu frá þeim og stansaði ekki fyrri en að hann kom að skógarblettinum, sem að umkringdi heimili hans. Hann fór af baki og lét hest sinn fara sjálfan út að hesthúsinu, en gekk inn í húsið og í gegn- um það þegar að hann varð ekki var við neinn inni og út á sléttan grasvöll á bak við það, sem lá í aflíðandi halla ofan að vatninu. Þar fann hann fóstra sinn sitjandi undir stóru og laufríku tré, sem stóð á vellinum, og var hann að lesa í bók — bók, sem að draumsjónamenn bókmenntanna oft gleyma sjálfum sér yfir — bók eftir hina eldri ensku höfunda, þar sem úir og grúir af sjálfsþótta setningum, hálf- skrítnum og hálf-háfleygum, sem blandað er saman við lofi um landsins fegurð, skáldlegum frekar en orpódox trúarkenningum, og kórón- að með einkennilegu samansulli af klaustur- lærdómi, orðskviðum og viðburðum, sem safn- að hefir verið saman úr daglega lífinu. Til vinstri handar hjá blómareitahúsi, sem stóð á milli íbúðarhússins og vatnsins, mátti sjá eldri systurina hvítklædda sem annaðist blómin, hinar tvær systurnar sátu við vinnu Sína þar skammt frá og töluðu saman í lágum róm, til þess að ónáða ekki bróður sinn, að sjálfsögðum Spencer, bróðurson þeirra, sem þær sáu ekki sólina fyrir. Þetta var kyrrasti tími kveldsins, ró þessara persóna, sem minnst hefir verið á við vinnu sína, ef vinnu skyldi kalla — sumargróðurinn í dýrð sinni bærðist ekki, á bak við húsið aldrað, yfirlætislaust, en þó veglegt, með opnar dyr og glugga, bar vott um hugþekkan heimilisbrag, framundan vatnið bárulaust og blikandi bjart í geislum sólarinnar, sem var að því komin að setjast. Alt þetta gaf heildarmynd, sem mest mildar eða hryggir okkur eftir því, í hvaða skapi að við erum þegar að við virðum hana fyrir okkur. Spencer gekk rakleitt til fóstra síns, snerti öxlina á honum og sagði: „Herra, má ég tala við þig? — Þey! Þær þurfa ekki að verða okkar varar, það ert þú, sem að ég vil tala við“. Eldri maðuiúnn stóð strax á fætur með bók- ina í hendinni, og þeir gengu í skugga trjánna til hægri að stíg, sem lá stuttan spöl með fram vatninu, þangað sem að laufskógurinn faldi þá. „Herra“, sagði yngri maðurinn, sem tók fyrst til máls; „aðvaranir þínar hafa verið ár- angurslausar! Eg elska þessa stúlku — þessa dóttur Beauforthjónanna mikillátu! Ég elska hana — meira en lífið. Ég elska hana!“ „Vesalings drengurinn minn“, sagði fóstri hans viðkvæmur og lagði hendina yfir herð- arnar á fóstursyni sínum, „ég ásaka þig ekki — ég veit sjálfur hvað það er að elska vonlaust!" „Vonlaust! — Því vonlaust?“ spurði yngri maðurinn í æstum róm, sem lýsti í senn angist og einbeittni. Það er ekki óhugsandi að henni þyki vænt um mig — henni skal þykja vænt um mig!“ Og nálega í fyrsta sinni á ævi hans lýstu hinir óvanalegn miklu hæfileikar hans sér í bliki augna hans og í persónulegum móð hans. „Segja þeir ekki að skaparinn hafi verið mér gjafmildur? Hvað á ég hér? Er hún ekki ung?“ (Svo lækkaði hann röddina og hvíslaði í þýðum rómi að fóstra sínum) „Er ekki kær- leikurinn smitandi?“ „Ég efast ekki um að hún muni elska þig — hver mundi ekki gjöra það? En — en, það eru foreldrarnir, mundu þau nokkurn tíma sam- þykkja það?“ „Nei!“ svaraði ástfangni maðurinn og tók að andmæla þeim ótta hjá öðrum, sem að hann hafði sjálfur látið bugast fyrir, eins og er al- gengt hjá æstu fólki. — „Nei! Eftir allt er það ekki sama blóðið sem að rennur í æðum þeirra og er í mér. Er ég ekki afkomandi eldri ætt- liðsins? Var ég ekki fæddur í allsnægtum og til hærri vona? — Og móðir mín — upp á stóð hún ekki til þess síðasta, að við værum aðal- bornir, og að hún væri heiðarleg kona? Hafa ekki lögin, eða slys, varnað okkur frá að njóta stöðu þeirrar í lífinu, sem að okkur bar. Það er ekki okkar að fyrirgefa illa meðferð? Er ég ekki í raun og sannleika sá, sem lítillækkar mig, sem gleymi misgjörðum gegn þeim dauðu og arftöku þeirra lifandi?“ Ungi maðurinn hafði aldrei talað þannig fyrr — hafði aldrei látið á sér heyra, að hann liti á sögu uppruna síns með andúð og tilfinn- ingu um órétt. Það var hreimur, sem var í al- gjörri mótsögn við hina vanalegu ró hans og ánægju, og brá fóstra hans mjög í brún — hann sat hljóður um stund, en sagði svo: „Ef að til- finningar þínar eru þannig, þá er enn meiri ástæða fyrir þig til þess, að spyrna á móti þessu ógæfusamlega ástamáli“. „Ég hefi hugsað um það, herra“, svaraði ungi maðurinn raunalega. „Ég hefi reynt að berjast á móti því — og ég segi aftur, árangurs- laust! Ég sný mér þá að erfiðleikunum! Segj- um að Beauforts líti mildum augum á upp- runa minn. Sagðir þú mér ekki um daginn, að Beaufort hefði skrifáð þér frá hinni skyndilegu og hranalegu heimsókn bróður míns, mig minn- ir að þú segðir eitthvað um það fyrir löngu síðan“. „Satt er það“, sagði fóstri hans. „Og fram- koma bróður þíns er ástæðan fyrir því, að þú ættir aldrei að taka upp hið rétta nafn þitt! — Aldrei að láta það uppi, eða láta vita um það, ekki einu sinni fjölskylduna, sem þú mægist við — og sízt af öllu Beaufort fjölskylduna, sem þó ekki væri annað til fyrirstöðu um mægðir við hana, en hið upprunalega nafn þitt, mundi áreiðanlega hafna ástamálum þínum“. Ungi maðurinn stundi þungað — dróg aðra hendina um augú sér, en greip með hinni í handlegginn á fóstra sínum, eins og að hann vildi varna honum frá að segja meira, en fóstri hans, sem var sokkinn niður í sínar eigin hugs- anir og áttaði sig ekki á í svipinn hvað hand- tak unga mannsins meinti, hélt áfram að æsa undir þær, sem að hann hafði snert. „Hugsaðu um — bfóður þinn, á meðan að hann var á æskuskeiði, og á meðan að móðir hans barðist við dauðann, komst hann nauðu- lega undan glæpsamlegri ákæru um þjófnað, og flúði í vinarhendur sem honum voru þá réttar, með alþekktum óþokka, og lenti í ein- hverju óheiðarlegu hestabraski, og hafnaði öll- um bóðum og tilraunum, sem gátu orðið hon- um til bjargar, en lagði af fúsum vilja lag sitt við félaga á lægstu stigum, og hvarf svo burt úr landinu og sást síðast fyrir tíu árum og var þá ekki enn vaxin grön — með þessum sama óþokka, sem að ég minntist á, í París, ein- um degi eða svo áður en þessi óþokki, sem var bæði peningaíalsari og morðingi, féll fyrir byssukúlum lögreglunnar! Þú mannst að þegar þú varst seytján ára, að þú lést í ljósi löngun til þess að taka upp ættarnafn þitt, og meira en það, þú vildir fara að leita þennan seka bróður þinn uppi, sem að ég benti þér á að væri bæði sorgleg og ægileg skylda; blaðið, sem gat um aftirif og dauða þessa ógæfusama íélaga hans, hins alræmda William Gawtrey. Og ég sagði þér líka, að hr. Beaufort hefði fyrir löngu skrif mér, að sonur sinn og Lilburne lá- varður hefðu séð bróður þinn í fylgd með þess- um óbóta manni skömmu áður en hann mætti dauða sínum, var að líkindum unglingurinn, sem að sagt var að hefði fundizt í herbergjun- um þar sem að Gawtrey átti heima, en komst undan lögreglunni á flótta. — Ég spurði þig ef þú vildir þá eiga á hættu, að hafna þeirri einu verndarhlífð, sem að þú hefðir — hælinu eina, sem þú gætir verið óhultur í fyrir á- reitni heimsins út af vanvirðu þeirri, er bróðir þinn, fyrr eða síðar, hlyti að leiða yfir þig!“ „Það er satt — það er satt!“ sagði ungi maðurinn í angistarfullum málróm og með föl- ar kinnar. „Það er ægilegt að líta, hvort sem heldur er, til baka, eða fram á veginn! En — en -c við höfum ekki frétt meira af honum — enginn hefir frétt um afdreif hans. Máske — máske“ (og það var eins og að honum létti dá- lítið) „að bróðir minn sé ekki lengur á meðal þeirra lifandi!" Vesalings Katrín og vesalings Philip — var þá svona komið? Fann annar bróðirinn' hugar- fró í að ímynda sér að hinn föðurleysinginn væri dáinn, og hefði máske látið lífið í smán og hefndarverkum. Hr. Spencer hristi höfuðið, en sagði ekkert. Ungi maðurinn varp öndinni mæðilega og gekk áfram nokkur skref á undan fóstra sínum, sneri við, lagði hendina á öxlina á velgjörðarmanni sínum og sagði: „Herra, það er satt sem að þú segir: þetta gerfi — þetta falska nafn verð ég að bera alla ævi! Hvers vegna þarf þá Beaufort nokkurn tíma að vita hver eða hvað ég er? Því ekki að halda áfram að segja, að ég sé ættingi þinn, ættingi manns, sem er eins mikill fyrirmyndar maður eins og þú ert og eins vel virtur — berðu fram ósk mína og vertu talsmaður minn?“ „Það er sagt, að Beaufort-fólkið sé metorða- gjarnt fólk; þú veist að ég og mitt fólk var kaupsýslufólk, en samt“, og hér breyttist mál- hreimur Spencers frá vafa til vonleysis; „en mundu eftir, að þó að frú Beaufort muni máske ekki eftir kringumstæðunum, að þá hefir bæði maður hennar óg sonur séð mig — og þekkt nafn mitt. Skyldi þá ekki gruna að brögð séu í tafli, þegar ég geri þeim þig kunnugan? Hefir það ekki stafað frá þeim ótta, að þú hefir viljað að ég héldi mig frá kunningsskap við þá fjölskyldu? Bæði Arthur og hr. Beaufort sáu þig þegar að þú varst ungur, og ef að grunur þeirra er einu sinni vakinn, þá geta þeir þekkt þig undir eins; að vísu hefir útlit þitt breyzt frá því er þeir^sáu þig, en samt ekki svo að einkenni þín séu ekki hin sömu. Komdu, — komdu! Uppeldissonur minn, elsku sonur minn! Hristu af þér þessa heimsku; látum okkur breyta til. Ég skal ferðast með þér, lesa^með þér — fara með þér hvert......“ „Herra minn — Herra minn!“ stundi elsk- andinn upp, og sló hendinni á brjóst sér, „þú ert elskulegur, umhugsunarsamur og göfugur; en, ó, — rændu mig ekki allri von. Ég hefi al- drei — og það er þér að þakka, fundið til, nema í stundar þunglyndis hugsunum mínum, böls þess, sem bundið er við fæðingu mína. Hve þungur er ekki sá dómur! Hvar get ég nú fundið frið?“ Á meðan að Spencer yngri var að segja þetta barst klukknahljómur út 1 kyrrð kvelds- ins: Það var klukknahljómurinn, sem kvelds og morgna kallaði þessa guðræknu og hrein- huga fjölskyldu til bæna. Andlitið á eldri Spencer breyttis þegar að hann heyrði klukkna hljóminn, frá hinum vanalega, værukæra, langt í burtu áhugaleysissvip í tignar- og lifandi á- hugasvip. „Þey!“ sagði hann og benti upp í loftið. „Þey! það ásakar þig. Hver spyr hvar hann eigi að leita friðar, þegar Guð sjálfur er á himnum?“ Ungi maðurinn, gem var vanur kristnihalds siðum og svo trúaður ,að trúarsannfæringin var óaðskiljanleg frá eðli hans, hneigði höfuðið í auðmýkt og tárfelldi. „Þú segir satt, faðir minn“, sagði hann við- kvæmur og lagði áherzlu á nafnið, sem hann að makleikum virti og unni. „Ég hefi hlotið hugg- un nú þegar!“ Ungi og eldri maðurinn gengu hlið við hlið heim að húsinu, og þegar að þeir komu í her- bergið, sem fjölskyldan sat vanalega saman í, þá voru systurnar og húsþjónarnir sest í kring- um borð; þau hneigðu sig öll þegar að þeir komu inn. Það var ákveðið skylduverk Spen- cers yngra að lesa bænina, og þegar að hann gjörði það nú, var útlit hans alvarlegra og málrómur hans innilegri heldur en að hann átti að sér að vera, og enginn sem heyrði til hans, hefði getað ímyndað sér, að í hjarta hans og huga væri ólga og æsing. Eða, var hann á þeirri stundu í helgu sambandi við himnaföður- inn leystur frá hugarraunum sínum? Ó, þú mildiríki skapari! Þú, sem skapar öllum þjóðum jarðarinnar þrá til bæna, hefir þú ekki með þeirri þrá gefið oss eina af þínum dýrðlegustu gjöfum?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.