Lögberg - 12.07.1951, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚLÍ, 1951
iögbcrg
OeflB út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LOGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Bóndi er bústóipi, bú er íandstólpi
Þó bókmenning sé í eðli sínu mikilvæg og gagnleg,
þá er það síður en svo, að hún innibindi allar greinar
menningarinnar, og víst er um það, að hvíli afkomu-
menningin ekki á traustum grunni, verður tvísýnt um
aðrar greinar hins menningarlega lífs.
Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. Og þess vegna
er það, að búmenningin mun jafnan talin verða til hinna
traustustu máttarviða hvaða þjóðfélags, sem er.
í héraðinu Old Wiwes í Saskatchewan, suðvestur
af borginni Moose Jaw, hefir um langt skeið rekið stór-
bú íslendingurinn Ólafur Ólafsson, er fyrir mörgum
herrans árum vakti á sér víðtæka athygli vegna frá-
bærrar forustu varðandi nautgriparækt og framtak á
ýmissum öðrum sviðum búvísindanna; maður þessi
kom ungur af íslandi árið 1887, og vann þá þegar, eins
og títt var, að hverju, sem að höndum bar, einkum þó
við járnbrautarstörf; ruddi hann sér svo brátt til rúms
á þessum vettvangi, að hann mun fyrstur íslenzkra
manna í þessu landi hafa orðið vagnstjóri á járnbraut-
arlest; frá þessu skýrir W. J. Lándal dómari í ágætri rit-
gerð um Ólaf og brautryðjandastarf hans í The Ice-
landic Canadian, júníheftinu 1943, þar sem er að finna
ítarlega greinargerð um þennan sérstæða mann; er
þess meðal annars þar getið hve yfirlætislaus hann sé,
og hve fjarri það sé, að honum finnist að sér hafi í
raun og veru nokkurru sinni borið nokkur sérstök við-
urkenning vegna starfsemi sinnar; en samborgarar
hans hafa litið öðrum augum á málið; þeir sæmdu hann
skrautrituðu ávarpi árið 1940, og nú í júnímánuði síð-
astliðnum féll honum sú mikilvæga og sérstæða sæmd
í skaut, að ársþing félags nautgriparæktarbænda í
Saskatchewan var helgað honum og nefnt „Ólafsson-
þingið“, og er nafn hans nú víðfrægt orðið um þetta
mikla meginland; var Ólafur einn aðalhvatamaðurinn
að stofnun þessa fjölmenna félags og árum saman
forseti þess.
Ólafur Ólafsson, þótt við margt hafi verið riðinn
um dagana, hefir alla jafna lifað lífi hinna kyrlátu í
landinu, en þeir, sem honum eru handgengnastir, telja
hann óvenju frumhugsandi mann, ráðhollan og úrræða-
góðan; slíkir menn eru máttarstólpar hvaða þjóðfé-
lags, sem er og létta göngu samferðasveitar sinnar.
Ólafur hefir sleitulaust unnið að samvinnufyrirtækj-
um innan vébanda Saskatchewanfylkis, og þá staðið
jafnan í brjóstfylkingu, er mest reyndi á; en slíkt hefir
öldum saman verið einkenni traustra forustumanna
hins norræna kynstofns.
Hudscnsflóabrautin
Mönnum stendur enn í fersku minni alt hið lang-
vinna þóf vegna lagningar á járnbraut til Fort Churchill
við Hudsonsflóa; andvíg sérhagsmunaöfl milli austurs
og vesturs toguðust lengi vel á nm málið og gerðu það
að pólitískum fótbolta; þó fór svo að lokum, að mál-
svarar vestursins höfðu sitt fram og brautin var lögð
íbúum Sléttufylkjanna til mikilvægra hagsmuna, eins
og raun er þegar á orðin, þótt enn ríki nokkur skoðana-
munur um það, hvort hún hafi verið notuð, eða sé notuð
svo sem vera beri.
í Vesturlandi eru við líði samtök, sem ganga undir
nafninu The Hudson Bay Route Association með aðal-
skrifstofu í Saskatoon; skrifari samtakanna er Frank
Elíasson, en markmið þeirra er fyrst og fremst það,
að glöggva skilning almennings á nytsemi áminstrar
flutningabrautar.
Samtök þau, sem hér um ræðir, vinna nú kappsam-
lega að því, að útflutt hveiti um Fort Churchill, nemi
árlega að minsta kosti 25 miljónum mæla og rökstyðja
málstað sinn með því, að með þessum hætti beri járn-
brautin sig eigi aðeins fjárhagslega, heldur spari hún
kornræktarbændum mikið fé í lækkuðum flutnings-
gjöldum; sparnaður við kornflutninga um Fort Churchill
borið saman við flutninga frá Vötnunum miklu til
Montreal, nemur 15 centum á mæli, og verður því ekki
neitað, að stundum muni um minna.
Að því er viðkemur vöruflutningum um Fort
Churchill frá meginiandi Norðurálfunnar, nemur sparn-
aðurinn til móts við Montreal frá 2% til 35% á almenn-
um varningi, en frá $45.00 til $75.00 á hverja bifreið.
Þann 25. yfirstandandi mánaðar hefst fyrir at-
beina fyrgreindra samtaka skemtiferð frá Regina til
Fort Churchill, sem telja má víst að verði næsta fjöl-
menn, enda er á leið þeirri margt fagurt og fjölbreytt
að sjá; vegna frekari upplýsinga, er æskilegt, að vænt-
anlegir þátttakendur snúi sér sem allra fyrst til skrifara
samtakanna, Franks Elíassonar, 921 “F” North
Saskatoon, Saskatchewan.
ÍSLENZKT BRÚÐKAUP í SVEIT:
Fjögur brúðhjón hefja framtíðarst'örfin
undir lýðveldisfónanum
Sögulegt brúðkaup fór nýlega fram að Miðhrauni í Mikla-
holtshreppi, er þar gengu í hjónaband fjögur systkini,
en tveir hinna ungu brúðguma tóku samdægurs við bús-
forráðum af foreldrum sínum. — Tímanum þótti við-
eigandi að hafa blaðamann við þennan atburð, sem var
hátíðlegur og sérstæður.
Fallegur bær í hátíða-
búningi.
Laugardagurinn var langur og
fagur. Uppi undir háum hraun-
jaðrinum stendur fallegur bær
í hátíðabúningi. Fáni hins ís-
lenzka lýðveldis fagnar gestum,
sem koma til hins sögulega
brúðkaups, en í tröðinni stendur
Þórður bóndi, berhöfðaður í
hvítri skyrtu og býður gestina
velkomna.
Eiginlega hefði okkur langað
til að bjóða öllu frændaliðinu,
segir Þórður, en þegar við fór-
um að athuga aðstæðurnar kom
í Ijós, að ekki varð komizt af
með að bjóða færri en fjögur
hundruð manns, þótt ekki væri
farið lengra en til náins skyld-
fólks. En slíkan hóp rúma ekki
húsakynni á venjulegum, ís-
lenzkum sveitabæ.
Fjölmennar ættir í öllum
áttum.
Þess vegna var tekið það ráð,
að bjóða til brúðkaupsins for-
eldrum og systkinum brúðhjón-
anna. Varð það engu að síður
ágætt bcð með um 40 manns,
þó hringurinn væri svo þröngur.
Að þessu brúðkaupi stóðu ó-
venju fjölmennar ættir, þar sem
10—14 börn eru víða afkomend-
ur einna hjóna.
Meðan verið var að búa ungu
brúðirnar í skartið inni í bæn-
um notuðu brúðkaupsgestirnir
góða veðrið til að njóta vorblíð-
unnar og víðsýnisins. Víðáttu-
miklar lendur bíða eftir átökum
unga fólksins, svo langt sem
augað eygir niður að haffletin-
um, sem ekki sést.
Leikir vorsins í ríki
náttúrunnar.
En einnig í næsta nágrenninu
er lífið og náttúran að byrja að
njóta vorsins. Grængresið er að
að brjótast upp úr kalblettun-
um á túninu, en nálægir skaflar
í næstu hæðadrögum vitna enn-
þá, mitt í sólskini .vorsins, um
kaldan vetur. Með túnjaðrinum
læðist lambær á milli grænna
tóa og lætur sér annt um lamb-
ið sitt, er óvæntir gestir nálgast.
En þar sem bæjarlækurinn
beljar fram undan hrauninu, eru
tvær litlar stúlkur að leik. Þær
eru ennþá á því reki, er bæjar-
lækurinn er mesta ævintýri
lífsins, þar sem dagurinn líður
við leik að leggjum, hornum,
dósum og strám. Tvær rótarlitl-
ar sóleyjar líða niður straum-
inn og fara sér hægt, sem líka
er rétt, því að þeirra líf er að
þessu sinni atriði í vorleik litlu
telpnanna við lækinn.
Orgellónarnir kalla.
Tónar orgelsins kalla fólkið úr
hlaðvarpanum og vorskrýddri
hraunbrekkunni inn í bæinn til
að hlýða á og taka þátt í hinni
heilögu athöfn. Sálmarnir eru
sungnir og tveir hempuklæddir
prestar, séra Þorsteinn L. Jóns-
son og séra Sigurður Ó. Lárus-
son, standa í námunda við brúð-
grbekkinn undir stofugluggan-
um. Séra Sigurður Ó. Lárusson
framkvæmir hjónavígslurnar, og
áður en hálftími er liðinn, eru
fjögur brúðhjón tilbúin að ganga
sameiginlega út í lífsbaráttuna.
Brúðhjónin eru: Kristján
Þórðarson á Miðhrauni og Guð-
munda Veturliðadóttir frá ísa-
firði, Guðmundur Þórðarson á
Miðhrauni og Anna Þórðardótt-
ir frá Borg^rholti, Þórólfur
Ágústsson frá Stykkishólmi og
Hulda Sveinbjörg Þórðardóttir
frá Miðhrauni, Þrándur Jakob-
sen frá Færeyjum og Steinunn
Þórðardóttir frá Miðhrauni. Tvö
þau fyrstnefndu búa að Mið-
hrauni, Þrándur og Steinunn og
Þórólfur og Hulda í Stykkis-
hólmi.
Síðan er gengið út í fagurt
vorkvöldið og staðnæmst undir
lýðveldisfánanum fyrir framan
bæinn, þar sem vítt er til veggja
og hátt til lofts. Á meðan nota
húsmæðurnar tækifærið til að
bera veizluréttina á borð, eins
og siður er í íslenzkum brúð-
kaupum.
Hamingjuóskunum rignir yfir
ungu brúðhjónin fjögur. Það er
faðmast og kysstst og fögnuður
í hverju andliti.
Vígjast verkefnunum,
sem bíða.
En ein vígsla er eftir, önnur
athöfn, sem varðar framtíðina.
Að þessu sinni eru það hjónin í
Miðhrauni, Þórður Kristjánsson
og Ingibjörg Guðmundsdóttir,
sem gegna hlutverki prestsins.
Þau gefa saman synina, Guð-
Svo stendur þar. Þó er það
sannleikur að gestsaugað er alls
ekki óskeikult. Mér kemur þetta
til hugar þegar ég les um-
mæli frænda okkar, sem heim-
sækja okkur frá Islandi. Sumir
þeirra hæla okkur fyrir hvað
við séum enn íslenzk; öðrum
finst við vera orðin helzt of
ensk. Hvorutveggja kemur af ó-
kunnugleika á því sem er að
gerast hér. Landar hér eru ör-
lítið brot af þjóðarheildinni.
Öll viðskipti fara fram á ensku;
prédikanir og ræður fara aðal-
lega fram á því máli; þúsund
tengsli vefa okkur inn í þjóð-
lífið; íslenzk tunga er útlent
tungumál. Menn sem dreymdi
um ísland eru flestir gengnir
til hvílu. Flestir hér munu hafa
það á tilfinningunni að dagar ís-
lenzkunnar eru bráðum taldir.
Mönnum er miklu tamara að
grípa til enskunnar. Ég er því
ekki að stíla orð mín til manna
hér, heldur til þeirra, sem sækja
okkur heim. Við erum fyrst og
fremst kanadískir borgarar; við
hverfum inn í þjóðarheildina
eins og Norðmenn, sem námu
staðar á Frakklandi, Italíu og
víðar.
Allmargir geta gert sig skilj-
anlega á íslenzku, en fjöldinn á
bágt með þaði Menn lesa mikið
enskar bókmentir; hugsunar-
mikið til upp á enska vísu. Kan-
ada og Bandaríkin eru okkar
lönd. Okkur vegnar hér vel og
við unnum heimkynni okkar.
Það vaxa örðugleikar á því að
halda uppi útgáfu blaða og tíma-
rita á íslenzku. Þeir, sem sækja
okkur heim, þurfa að gera sér
grein fyrir því, að þeir eru
komnir inn í alenskt umhverfi;
allt verður því að skoðast frá
því sjónarmiði.
Frændur okkar frá íslandi eru
okkur aufúsugestir, en við njót-
um þeirra bezt og þeir okkar
með því að láta sér skiljast að
þeir eru í ensku umhverfi, sem
ræður fyrir öllum framkvæmd-
um og hugsunarhætti.
Það stendur til að stofnað
verði íslenzkt kennaraembætti
við Manitobaháskóla. í því sam-
bandi er vert að geta þess, að
hugsunin með stofnun þess er
sú, ef ég skil rétt, að leggja fram
til heilla þessu landi allt sem
unnt er, þar sem íslenzkt mál
fær að njóta sömu réttinda og
önnur tungumál sem kend eru.
Víst má það teljast virðingar-
auki fyrir þjóðerni og tungu, en
á hvern hátt það stuðlar að við-
haldi íslenzkrar tungu meðal al-
mennings getur verið nokkrum
vafa undirorpið. Hygg ég að til-
sögn í íslenzku í Bandaríkjun-
um sýni að nokkru áhrifin af
því þar.
s. s. c.
mund og Kristján, og konur
þeirra annars vegar og jörðina
og búsforráðin hins vegar. Sú
vígsla er líka heilög, þótt engir
séu helgisiðirnir. í þeirra stað
er vitundin um það, hvað býr í
skauti moldarinnar. En sú fram-
tíðarvon er líka tilkomumikil og
full af fyrirheitum.
Hinir ungu bændur hafa þeg-
ar lagt hönd á plóginn og tekið
við uppbyggingu og endurbótum
af foreldrunum. — Tuttugu kúa
fjós stendur fullbyggt að kalla,
og brúnrauð moldin snýr móti
sólinni og bíður eftir fræi. Land-
brotið er stórtækt og nýræktin
er jafnstór túninu, sem fyrir var.
Framlíðin undir fána
lýðveldisins.
Undir lýðveldisfánanum blas-
ir framtíðin við hinum ungu
brúðhjónum í vorsólinni. Rauð-
brúnn akurinn bíður með drátt-
arvélina í jaðrinum, og víðáttan
út af honum kallar á starfandi
hendur og ræktun. En að baki
bænum er hraunið með sín ó-
teljandi litbrigði og fegurð, sem
ísland á eitt, og þar munu börn-
in, sem enn eiga eftir að vaxa
upp í Miðhrauni, finna marga
fallega berjalaut.
Hjartanlega er ég þakklátur
séra Eric H. Sigmar fyrir hlý-
lega greinargjörð hans um Ein-
ar Sigvaldason í Lögbergi, sem
hann hefir byggt á aðfengnum
upplýsingum.
Og ég vona, að mér leyfist
a? bæta við fáum orðum byggð-
um á einkaþekkingu á Einari.
Við skrifuðumst á einu sinni á
ári; síðasta bréf hans er dagsett
1944. Ég vona, að það teljist ekki
rangt, þótt ég víki lítið eitt að
því bréfi; vegna þess, að það
getur haft alment gildi.
Einar flíkaði lítt tilfinningum
hjarta síns, geymdi þær svo að
segja undir lás og hespu, svo að
þær yrðu engum að leiksopp.
í bréfi þessu minnist hann móð-
ur sinnar með orðum Matthíasar
Jochumssonar: „Hví skyldi ég
yrkja um önnur fljóð, en ekkert
um þig ó, móðir góð“. Svo held-
ur Einar áfram:
„Já, hví skyldi ég ekki minn-
ast móður minnar í þessu sam-
bandi. Við elskuðum hvort ann-
að svo innilega. Þegar ég var
átta ára urðum við að skilja, og
ég að fara til vandalausra langt
í burtu; það voru mikil um-
skipti fyrir barn, sem ekkert
þekti nema ástríkan móður-
faðminn. Móðir mín var mikil
trúkona og nestaði mig vel í
nýju vistina; aldrei að gleyma
Guði, treysta honum og biðja
hann; þá mundi allt fara vel.
Margt er mér minnisstætt frá
þeim erfiðu dögum; var ég þó
hjá góðu fólki. Það finst mér nú,
að bænir móður minnar fyrir
mér hafi heyrðar verið; vafa-
laust ber ég menjar þeirra daga
meðan ég lifi.
Móðir mín gaf mér Nýja Testa
mentið að skilnaði og bað mig
að farga því aldrei; á ég það enn;
finst mér að bænir hennar mæti
mér þegar ég opna það, og að
það veiti mér betri skilning og
meiri trúargleði að lesa það
heldur en önnur Testamenti sem
við eigum, þótt orðið sé auðvit-
að það sama.
Orð mín vil ég enda hér með
því að segja þetta: Ég trúi því
að Drottinn hafi minst æsku-
rauna minna“.
Af orðum þessum má nokkuð
álykta hugsunarhátt Einars.
Hann ástundaði lítt að afla
sér auðæfa, stundaði öllu frem-
ur að svala þekkingarþorsta
sínum og varð með allra bezt
upplýstu leikmönnum.
Hann var vel fær um að ræða
og rita, en lét sín sjaldnast getið.
Hann var of vel mentaður til
þess að láta berast fyrir svift-
vindum og hringiðum sem
hvirfluðust um. Hugsunarháttur
—TIMINN, 1. júní
„Glöggt er gestsaugað"
MINNING
Riígerð um starf-
semi Dr. Becks
í „Arbeiderbladet“ í Osló,
einhverju víðlesnasta blaði í
Noregi, málgagni Alþýðuflokks-
ins norska og norsku ríkisstjórn-
arinnar, birtist þ. 21. júní s.l.
einkar vinsamleg grein um dr.
Richard Beck og störf hans í
þágu norskra og norrænna bók-
mennta og menningarmála vest-
an hafs. Greinin, sem er undir
fyrirsögninni „Hatten av for
Richard Beck!“ (Tökum ofan
fyrir R. Beck!), er eftir ungan
norskan menntamann cand.
philol. Johan Hammond Ros-
bach.
í byrjun máls síns víkur
greinarhöf. að ritgerð, sem dr.
Beck skrifaði nýlega um norska
rithöfundinn Johan Falkberget
í hið kunna ameríska bókmennta
rit, „The American-Scandinavian
Review í New York („Johan
Falkberget — A great Social
Novelist“). Síðan rekur hinn
norski menntamaður ævi- og
menntaferil dr. Becks beggja
megin hafsins í megindráttum
og bendir á, að það sé sameigin-
legt með þeim Johan Falkberget
og honum, að báðir hafi orðið
að vinna „hörðum höndum“ til
þess að komast áfram á mennta-
brautinni.
S e i n n i hluti greinarinnar
fjallar síðan um margþætt starf
dr. Becks vestan hafs í þarfir
Norðurlanda, bókmennta þeirra
og menningar; fer höfundur um
það mörgum fögrum orðum og
segir meðal annars:
„Hann er ekki aðeins prófessor
í Norðurlandamálum og bók-
menntum — hann er óþreytandÞ
málsvari alls, sem Norðurlönd
varðar og norrænt er, í Banda-
ríkjunum. — Hvarventna, í
ræðu og riti, talar dr. Beck máli
Norðurlanda, og ekki sízt Nor-
egs. Hann vekur athygli Ame-
ríkumanna á fjársjóðum í
norskum bókmenntum, hann
ritar greinar um Ibsen og Björn-
son, um Kielland, Hamsun og
Undset, og, eins og vikið hefir
verið að, um Falkberget. — Öll-
um þeim, sem kynnst hafa pró-
fessor Beck á einn eða annan
hátt, hefir þótt mikið til hans
koma og þess feikna starfs, sem
hann hefir leyst af hendi í þágu
norskra menningarmála í Vest-
urheimi".
Þeirri fullyrðingu sinni til
stuðnings vitnar greinarhöf. svo
til ummæla norskra forystu-
manna, sem kynnst hafa starfi
dr. Becks af eigin reynd, og um-
sagna norsk-amerískra blaða
um það.
í greinarlok lætur höfundur
þess getið, að dr. Beck hafi ný-
lega gefið út á ensku mikið rit
um íslenzk skáld 1800—1940 og
vinni nú að ritgerðum um norsk
samtíðarskáld.
Einars var hin róttæka og kyr-
láta íhugun og sjónarsvið hins
sann-mentaða manns.
Hann hélt óslitinni trygð við
hin eldri skáld í ljóðum og sög-
um; þar fann hann „kostinn“,
sem ekki brást.
Við höfðum þann vana að
koma saman til málfunda einu
sinni í viku; var það ávalt gott,
sem Einar lagði til málanna. Nú
eru þeir flestir úr sögunni, sem
áttu þátt í þessu, þeir, sem eftir
lifa „koma bráðum að“.
En lýsing hinnar mætu konu
og ágætu móður er há-alvarleg
hvatning hverri hugsandi móð-
ur til að ala upp börn sín í
vöndun og guðsótta; sá mun
arfurinn beztur í þúsund þraut-
um, og fá þeim í hendur bók
bókanna, sem ein fær afrekað
þeim sigur.
. s. s. c.
GIMLI FUNERAL HOME
51 First Avenue
Ný útfararstofa meíS þelm full-
komnasta útbúnaBl, sem völ er
á, annast virBulega um útfarir,
selur líkkistur, minnisvarBa og
legsteina.
Alan Couch, Funeral Director
Phone—Business 32
Residence 59