Lögberg - 12.07.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.07.1951, Blaðsíða 5
I.ÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚLÍ, 1951 5 AHIJGA/H/ÍL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON BRÁÐSKEMTILEG LEIKSÝNING „Haltu fast því sem þú hefir til þess enginn taki kórónu þína/y (Opinb. 3:11) Éftir Mrs. RANNVEIGU K. G. SIGBJÖRNSSON f>að er ákaflega stór áminning þetta, sem postulinn gef- ur í þessum orðum. Og hvað er það þá, sem vér eigum dýrmætast, já dýrmætara en lífið sjálft, sem manni finst þó, að jafnaði, dýrmætast af öllu? Þetta dýrmæta verðmæti er Trúin. Trúin á gæzku og nærveru Guðs. Trúin á Jesúm Krist að persónulegum og alheimsins Frelsara. Trúin á helgun og viðreisn sálarinnar fyrir skilninginn, sem mað- urinn öðlast fyrir Heilagan Anda. Að menn skilji þá fyrst tilhögun Guðs á tilverunni, að svo miklu leyti sem hann, sem einstaklingur, hefir mátt til að skilja, eftir að hann hefir öðlast þetta ljós. Þess minnist ég frá barnsárunum, hve áríðandi það þótti, að eldurinn dæi ekki í hlóðunum, að eldurinn væri vandlega geymdur undir móflögu og felhellu. Þetta var fram til dala fyrir 1890. En þó fyrir kæmi að eldurinn dæi, þá var ekkert uppþot, bara farið á næsta bæ að fá sér eldneista, ef eldspýtur voru ekki við hendina. í sálum fólks- ins var lifandi eldur, á náðarnálægð Guðs, kyntur þar af upplýsingu Guðs orðs. Að ekkert hafi verið að fólkinu, allir óaðfinnanlegir, það er sú hrokafylsta og heimskulegasta hugsun, sem nokkrum getur dottið í hug. En hitt er líka satt, að upplýstur hugur gerir tilraun til að útrýma því sem miður er í sínu og annara fari. En til þess að geta það, þarf maðurinn um fram alt, að vera snortinn af kærleika Guðs. Hverfi trúin á kærleiksfórn Guðssonarins, þá smá- minkar kærleiksmátturinn í sálum mannanna. Þetta hverf- ur ekki á einum degi, jafnvel ekki á einni kynslóð, því að mennirnir eru ákaflega misjafnir að eðlisfari, — en það hverfur. Maðurinn verður sjálfbyrgingslegri; fórnarlundin smáhverfur, og maðurinn sjálfur með aðeins sinn meðfædda mátt, tekur við stjórninni. Ekki segi ég, að þeir, sem flutt hafa trúna, eða þeir, sem ráðið hafa ráðum mannanna mest, hafi æfinlega farið rétt að; því miður, það mun verða svo lengst af, að hvað sem er, í höndum mannanna, aflagast að meira eða minna leyti. Hitt segi ég, að í þessari trú, kristinni trú, kendri undir fána þrenningarinnar, hefir eldurinn í sálum mannanna haldist lifandi. Ég mintlst á eldinn í hlóðunum fyrrum. Mörg og skrautleg eru nú eldstæðin komin í hendur manna síðan hvað hér um ræðir. Olían, eldsneyti úr og af jörðu, og það stór dásamlega — þó í rauninni alt þetta sé dásamlegt, — raforkan, breiðir nú hlýjuna og dýrð birtunnar um heimili mannanna. Samt er sannleikurinn sá, að, ef eldur andans slokknar, þá finnur maðurinn ekki hlýjuna af þeim ágætu eldstæðum, sem nú eru komin á daginn, né sér hann til fullrar gleggni það prýðilega ljósið sem lýsir heimili hans. Eitt ráð er við þessu bezt allra. Það er að ylja og lýsa hugann með því eldstæðinu sem þar á heima og hægt er að kynda upp hvenær sem vér tökum það 1 hug að gera svo. En það er Bænin. „Bænin til Guðs er eigi aðeins beiðni heldur og auðmjúk játning synda vorra og óverðugleika". Mig minnir endilega að orð á þessa leið standi í Helga- kverinu, þeirri mætu uppfræðslubók. Ýmsar hættur eru sagðar að herja heim vorn nú. Bezta meðalið í mínum huga, er Bænin. Bæn fyrir sjálfum oss og öðrum, bæn fyrir föðurlandi voru, en ekki sízt, bæn fyrir landinu og heimsálfunni sem vér lifum í og tilheyrum, bæði fyrir orð og eiða og fyrir daglegt líf. Svo mörg af oss, sem ekki þóttumst geta komizt áfram heima og slitum okkur nauðug viljug til að flytja til Ameríku, eins og talað var daglega heima fyrir, við ættum sem oftast að minnast þess, að þetta land tók á móti okkur opnum örmum, er vér komum hingað. Og hvergi eru, eða voru, betri tæki- færi að komast áfram en í þessari heimsálfu, þrátt fyrir það, að erfiðleikar hafa orðið á margra brautum. Þeir eru alstaðar og í ýmsum myndum. „Trúðu á Drottin Jesúm, þá muntu hólpinn verða“ — er ein af mörgum áminningum ritningarinnar. Jesús er „vegur til himinsins heim“ — segir sálmaskáldið. Kona, að mestu uppalin vestanhafs og nú fyrir löngu embættismanns- frú, sagði við mig fyrir mörgum árum: „Mér finst þegar Jesús er tekinn úr kenningunni, þá sé eins og öll tilveran hrynji saman. Alt verður svo dautt og kalt“. Þetta er vel gefin kona og hefir sigrað margar þrautir; það er lífsspurs- mál að halda í kenninguna um Jesúm Krist Frelsarann Út frá henni hafa öll líknarmál og umbætur til mannanna sprottið. „Biðjið í Jesú nafni“, kendi séra Jón Bjarnason, mað- urinn sem lagði fyrst hina sterku undirstöðu undir vestur- íslenzka kristni. Það er ein sú fegursta og bezta leiðbeining sem hægt er að gefa mönnunum. Reynum að halda henni sem allra fastast. Sameiningin, júm, 1951 Jarðborun og víðfrækor rannsóknir á hverasvæðinu við Nómafjall Sú var tíðin að leiklist var iðkuð og í hávegum höfð í ná- lega öllum byggðum Vestur- íslendinga; nú er svo komið, að ekki mun vera nema eitt leik- félag starfandi meðal Islendinga í þessari álfu, en það er leikfé- lagið í Geysir-byggð. Ekki er þörf á því, að fara mörgum orð- um um það, hve mikið menn- ingarlegt tap er í því, að þessari gömlu list hefir hrakað meðal íslendinga; það er öllu hugs- andi fólki ljóst. En því þakkar- verðara er það, að Geysir-byggð heldur uppi leikstarfsemi, sem er öðrum byggðum til fyrir- myndar og getur orðið til þess að leiklistin verði iðkuð af fleir- um í framtíðinni. Leikflokkurinn hefir á nokk- urra mánaða millibili komið með tvo sjónleiki til Winnipeg, hinn síðari á miðvikudaginn 4. júlí. Auk þess hefir hann sýnt leiki í ýmsum öðrum íslendinga- byggðum. Leikritin eru á ís- lenzku, og er því hér um þýð- ingarmikla þjóðræknisstartfsemi að ræða. Leiksýningin síðastliðinn mið- vikudag var sæmilega sótt fyrir þennan tíma árs, sem er til þess- ara hluta sá óheppilegasti tími, sem hægt er að velja — fáir vilja þá sækja inniskemtanir og margt fólk er flutt úr bænum í sumarbústaði sína. En þeir sem sóttu leikinn, Pósturinn kemur, skemtu sér ágætlega. Þessi gamanleikur var yfirleitt prýðilega leikinn. Allir þrír þættir leiksins fara fram í vinnustofu listmálara — ekki fyrsta flokks, — sem Sholto Drummond heitir. Hann er í sífeldum fjárkröggum og sýnir hið mesta ábyrgðarleysi í öllum viðskiptum. G r í m u r Magnússon leikur ágætlega þennan kærulausa veraldlega mann. Konu hans, Maríu, leikur Ásta Pálsson og tókst henni vel að skapa þá eigingjörnu per- sónu, sem fékk alla til að dekra við sig með því að þykjast vera lasburða, þótt henni batnaði skyndilega þegar hún fékk tæki- færi til að fara út að skemta sér. Svafa Pálsson Sigmar lék dóttur hjónanna, Jennie. Hún ber mikla umhyggju fyrir ráð- leysingjunum, foreldrum sínum, og er næsta ólíklegt, að þau aðrir eins gallagripir, skuli geta átt svona góða dóttur. Allar hreyfingar Svöfu á leiksviði eru frjálsar og eðlilegar, og svip- brigðaleikur hennar er með á- gætum, sérstaklega tókst henni vel að látast sofna, en henni tókst miður að endurspegla sorg- ina, þegar hún fréttir að unn- usti hennar hafi drukknað. Bróð- ir hennar, Villi Pálsson, lék unnustann og gerði hlutverki sínu allgóð skil. Það var meir en lítið ánægjuefni að hlýða á hina fögru íslenzku þessara ungu systkina. Fyrirmynd málarans, Nellie Cram, var leikin af Hrund Skúlason og náði hún vel hisp- ursleysi, spaugilegum tilsvörum og framkomu þessarar veraldar- vönu persónu; hún hefði mátt tala hærra. Jónas Skúlason lék Robert Lacksmith, e f n a ð a n gamlan mann, af snild. Honum tókst að skapa mann, sem bæði er hægt að hlægja að og kenna í brjóst um, og jafnframt að bera virðingu fyrir honum. Þetta er ekki á allra færi. Sagt er að Charlie Chaplin hafi öðlast hylli sína einmitt fyrir það að hann gat vakið í senn hlátur og meðaumkvun hjá áhorfendun- um. Bezta einstakt atriði í leikn- um fanst mér saml^eikur þeirra Gríms Magnússonar og Jónasar Skúlasonar þegar Lacksmith er að biðja Drummond um hönd dóttur hans. Þessi tvö hlutverk eru svo gagnólík. Annars er eitt það skemmtilegasta við þennan leik hve persónurnar eru sér- kennilegar, gerólíkar hverri annari. Þrjú minni hlutverk voru leik- in af Lauga Jóhannessyni, Ruby Jóhannsson og Pearl Wold og var þeim öllum gerð góð skil. Myndir, sem sýndar voru í sambandi við leikinn, voru teiknaðar af Björgvin Pálssyni, ungum listamanni frá Geysir. Hafi leikflokkur Geysir byggð- ar þökk fyrir komuna og fyrir ágæta skemtun! ----☆---- BRÉF FRÁ BETEL Mér er það mikið ánægjuefni, að birta eftirfylgjandi bréf, og því yrði tekið með þökkum að fá fleiri fréttabréf frá Betel og einnig frá hinum heimilunum. Islendingum þykir vænt um aldraða fólkið sitt. Það hafa þeir sýnt með því að koma upp fjór- um elliheimilum í þessari álfu. Þeir vilja ekki einungis hlynna að sólsetursbörnunum, þeir vilja fylgjast með líðan þeirra — þeir vilja frétta af þeim. Bréfritarinn getur þess, að 16 manns hafi dáið á Betel á þessu ári. Ekki hefir verið sagt frá láti þeirra allra í íslenzku blöð- unum, en það er þýðingarmikið að það sé gert, og þeir ættfærðir jafnframt. Það hefir sögulega þýðingu og ber vott um virð- ingu fyrir þeim látna. Blaðið biður því þá, sem hlut eiga að máli, að gera svo vel að tilkynna blaðinu þegar mannalát bera að höndum. — Box 10, Gimli, Man. 20. júní, 1951 Mrs. Ingibjörg Jónsson Editor Lögberg, Winnipeg Kæra Mrs. Jónsson: Ég þakka þér fyrir að þú tókst greinina mína í blaðið þitt 1 vet- ur, og nú langar mig til að biðja þig að gjöra svo vel og ljá þess- um línum rúm í blaði þínu ef þú getur. Við hér á Betel höfum fengið svo margar inndælar heimsókn- ir að okkur langar til að láta • það koma fyrir almennings- sjónir. Þann 1. marz heimsótti okkur Lúterska Gimli Kvenfélagið „Framsókn" með allskonar sæl- gæti og söng, til þess að gleðja okkur gömlu börnin. 29. marz kom Kvenfélag lút- erska safnaðarins í Selkirk. Þær gæddu okkur á kaffi og alls- konar sælgæti. Það voru sungn- ir íslenzkir söngvar og heimil- inu gáfu þær $25.00. Séra Sig- urður Ólafsson var með þeim og var hann að kveðja okkur eftit að hann hafði haft guðs- þjónustur hér í eitt ár og fimm mánuði með trúmensku og kær- leika og oft hafði hann bæn við hvílu þeirra sem sjúkir voru, og veit ég að hans bænir hafa verið heyrðar. Við söknum hans og biðjum Guð að blessa hann og hans starf og heimili. 3ja apríl heimsótti okkur frú María Markan östlund. Með henni komu Guðmundur Jónas- son, Mr. og Mrs. J. J. Swanson, Mrs. Brgndson, Mrs. Burns, Mrs. A. Stefánson og séra Sig- urður Ólafsson frá Selkirk. Mrs. Markan skemti okkur með söng og var inndælt að hlusta á hana. Hún er fjarskalega alúðleg. 23. apríl heimsótti okkur Minerva kvenfélagið með ágæt- is veitingar. Gott prógram og dollar fyrir hvert einasta gamal menni á heimilinu. 10. maí kom hingað séra Har- aldur Sigmar með konu sína, bróður sinn séra Eric H. Sigmar og unnustu hans, sungu bræð- urnir og Miss Pálsson öll ljóm- andi vel fyrir okkur en Mrs. Sigmar var við hljóðfærið. 17. maí kom yngra kvenfélag Lúterska safnaðarins 1 Winni- peg með ágætis veitingar og skemtiskrá. Með þeim var Guð- björg Kristjánsdóttir nýkomin frá íslandi. 7. júní heimsótti okkur eldra kvenfélag Lúterska safnaðar- ins í Winnipeg með ljúffengar veitingar og ágæta skemtiskrá. Gaf ein konan, Mrs. Linekar, heimilinu $31.00. Bæði þessi kvenfélög höfðu prestinn sinn með sér séra Valdimar J. Eylands. 13. júní var haldin hér á Betel innsetningar-athöfn. Var séra Haraldur Sigmar settur heimil- isprestur Betels af séra E. H. Fáfnis. Tóku Dr. Haraldur Sig- mar og séra Sigurður Ólafsson þátt í athöfninni, sem fór mjög hátíðlega fram. Daginn eftir kom séra E. H. Fáfnis og hafði morgun guðs- þjóriustu. Það var inndælt að hlusta á hann. Hér á Betel hafa dáið 16 mann- eskjur á þessu ári og er það há tala. Allt þetta fólk var gamalt og margt búið að yera lengi ósjálfbjarga. Hér á Betel eiga sjúklingarnir móðurhendur og kærleiksrík hjörtu sem annast þá eins og beztu mæður annast börnin sín. I öllu þessu sjáum við kærleika Guðs. Hann kveik- ir ljós í hjörtum barna sinna svo það geti sent geisla sína frá hjarta til hjarta. Guð hefir alltaf verið með Betel og gefur okkur elskulega húsmóðir Mrs. Tall- man og allt starfsfólkið er mjög gott við okkur. Guði sé lof fyrir sinn kærleika til okkar. Ég, sem skrifa þessar línur, er í dag (20. júní) áttatíu og fjögra ára. Sleinunn Valgarðson ----☆----- FRÁ ÍSLANDI Tóvinnuskólanum á Svalbarói við Eyjafjöró. Góðu landar vestanhafs: Oft hugsa ég til ykkar með þakklæti og vinar hug, síðan ég heimsótti ykkur um árið og naut ágætrar gestrisni ykkar og fyrirgreiðslu á alla lund. Mér er öll sú ferð ógleymanleg og á- nægjuleg. — Ég fylgjist með öllu hjá ykkur, sérstaklega með atbeina ykkar ágætu blaða. Fyrir nokkrum árum reis á stofn skóli hér handan við Eyja- fjörð, sem við köllum Tóvinnu- skóla. Það er lítil tilraun að viðhalda ullarvinnunni, sýna hvað hægt er að gera úr íslenzku ullinni, reyna að láta ekki ís- lenzku listvinnuna hverfa, sem allar þjóðir dást að. Flestar þjóð ir heims leggja nú kapp á að láta ekki þjóðleg verðmæti glatast. Þessi litli skóli hefir nú starf- að í 5 ár. Lítill er hann, aðeins 8 nemendur, því við höfum val- ið honum stað á sveitaheimili, sem hefir góð húsakynni. Það álít ég mikinn kost. Bifreiða- samband við Akureyri daglega, hálftíma ferð. — Skólinn starf- ar aðeins vetrarmánuðina (frá 20. okt. til 20. apríl). Kennslu- greinar tóvinna og vefnaður. — Það varð að ráði fyrir þrem árum að bjóða íslenzkri stúlku vestanhafs ókeypis skólavist, og hlaut María Skúladóttir Sigfús- son, Lundar, vistina. Hún var á- gætur fulltrúi fyrir ykkar hönd, vinsæl af öllum. Nú er það ósk mín og von, að við fáum árlega íslenzka stúlku vestan frá ykkur. Kjörin eru þau sömu: ókeypis skólavist. Ó Minnist þessa góðu landar. Það á að styrkja bandið. Það á að vera lítill þakklætisvottur fyrir alla vinsemd í okkar garð. — Látið blöðin bera boð á milli. Með kærri kveðju og beztu óskum. Halldóra Bjarnadóllir Tvær konur sitja á bekk og tala saman. Á sama bekk situr einnig maður, sem er að lesa. Allt í einu segir önnur konan við manninn: — Ég vona að við ónáðum yður ekki með tali okkar. — Sei, sei, nei, svaraði mað- urinn, — ég vinn við hænsna- bú. Frá fréttaritara Tímans í Mývatnssveit. Jarðboranir ríkisins eru að láta bora rannsóknarholu v i ð brennisteinshverina austan við Námafjall og er holan orðin 17—18 metra djúp. Kemur nú úr holunni allmikið gufugos á hálfs annars klukkutíma fresti. Byrjað var að bora þessa rannsóknarholu 19. júní, og er hitinn í henni 116 stig. Nú sem stendur er borað gegnum hart basaltlag svo að verkið sækist seint, en jarðlög eru ekki mikið rannsökuð á þessum slóðum, enda hefir ekkert verið borað þar fyrr, svo að ekki er gott að segja, hvernig aðstaðan til bor- unar er, þegar lengra kemur niður. Blaðið átti í gær snöggvast tal við Baldur Líndal, verksmiðju- efnafræðing, sem hefir yfirum- sjón með þessum rannsóknum af hendi Jarðborana ríkisins. Hann sagði, að rannsóknarborun þessi væri til þess gerð að rann- saka sem bezt brennisteinsguf- una, einkum efnasamsetningu hennar en einnig afl hennar og gosmátt. Þetta merkjilega brenni steinssvæði, hefir lítið verið rannsakað af vísindamönnum fyrr en nú á síðustu árum, en það býr vafalaust yfir margvís- legum auðæfum. Baldur Líndal er nú á förum austur í Mývatnssveit ásamt Þorsteini Þorsteinsson, jarð- fræðingi. Munu þeir dveljast við rannsóknir þarna mest allan júlímánuð. Ætlunin er að bora rann- sóknarholu þá, sem nú er verið við 200 metra djúpa, en ekki er enn ráðið, hvort meiri eða víð- tækari boranir verða gerðar á brennisteinssvæðinu í sumar. —TÍMINN, 3. júlí Minningarorð Sigurður Júlíus Jörgenson, um langa hríð búsettur í Sel- kirk, andaðist að morgni þess 22. júní, eftir mánaðar rúmlegu, en hann hafði verið mjög lasinn síðustu mánuði, þótt á ferli væri. Hann var fæddur í Reykjavík, 18. sept. 1872, sonur Jörgens Þorgeirssonar og Gróu Jóns- dóttur; misti foreldra sína í bernsku, en ólst upp þaðan af á stórheimilinu Engey, við Reykjavík, og stundaði sjó, fyrst á opnum bátum, en síðan öll sín ungþroskaár á þilskip- um, varð hann og harðger sjó- maður, þjálfaður í harðasta hugsanlegum skóla. Um aldamót flutti hann til Canada og settist að í Selkirk, og átti þar heimili þaðan af. — Árið 1904 kvæntist hann Elízabetu Sanders, lifir hún mann sinn ásamt 10 mannvæn- legum börnum þeirra, 38 barna- börnum og 3 barnabarnabörn- um. Útför Sigurðar fór fram frá Langrills útfararstofu í Selkirk og frá Lútersku kirkjunni að öll- um börnum hans og fjölmenn- um hópi samferðafólks við- stöddum. Sigurður var fumlaus og styrkur maður og strangheiðar- legur, ötull starfsmaður, er á- vann sér virðingu og' tiltrú sam- ferðafólks síns. Um 28 ár vann hann í Manitoba Rolling Mills hér í bæ og gat sér hinn bezta orðstír fyrir dugnað og áreiðan- legheit í hvívetna. Hann var dyggur og trúr meðlimur Sel- kirk-safnaðar. Með honum er sannur maður genginn grafar- veg. S. Ólaísson Gjafir til Betel O 1 g e i r Jóhannesson, Betel $100.00; W. F. Langrill, Selkirk $75.00; Guðfinna Bergson, Betel, íslenzk bók; Mrs. G. F. Guð- mundsson, Mozart, Sask. 4 copies „Endurminningar" by Friðrik Guðmundsson; Minerva Ladies Aid, á þeirra árlegu heimsókn, Sumardags fyrsta gjöf, $1.00 til hvers heimilismanns; Vinkona Betel $5.00; Mr. og Mrs. G. V. Bjarnason, Langruth, Man. in Memory of Mr. and Mrs. S. Ketilson and Mrs. Guðleif Horn- fjord, Leslie, Sask. $5.00; In memory of Mr. and Mrs. S. Ryorson, Naicam, Sask. . $6.00 Total $11.00; Lárus Nordal, Gimli, Man. $5.00; Mrs. Lára Burns, Winnipeg $25.00; Mrs. Jakobína Breckman, Winnipeg $10.00; Mrs. Guðrún Linekar, Winnipeg, Proceeds of sale of rug made by herself $31.00; Mrs. Thruda Gudmundson, Elfros Sask., Box of Icelandic books; Dorkas Society, First Lutheran Church, Winnipeg, copy of new Cook Book. Safnað af Lutheran Ladies Aid „Baldursbrá" $10.00; Mr. og Mrs. Tryggvi Johnson $3.00; Mr. Chris Johnson $1.00; Mr. og Mrs Mac Johnson $1.00; Mrs. Hall- dóra Johnson $1.00; Mr. og Mrs. Indi Sigurdson $3.00; Mr. og Mrs. K. J. Johnson$0.50; Miss Nína Johnson $1.00; Mr. og Mrs. J. A. Sveinsson $4.00; Mr. Árni Sveinsson $2.00; Miss Anna Sveinsson $1.00; Mr. S. A. Sveins son $3.00; Mr. og Mrs. Jóhann Johnson $2.00; Mrs. Borga ís- berg $1.00; Mr. og Mrs. A. W. Johnson $1.00; Mr. og Mrs. C. Thorsteinson $1.00; Mr. og Mrs. S. A. Anderson $5.00; Mr. og Mrs. E. A. Anderson $5.00; Mr. og Mrs. John Davidson $1.00; Mr. og Mrs. Lloyd Gordon $1.00; Mr. og Mrs. Kári S. Johnson $1.00 — Alls. 48.50. Mr. Jas. M. Gilchrist, Winni- peg $25.00; Frá kvenfélögum í prestakalli séra G. Guttormsson í minningu um Mrs. B. B. Jóns- son $15.00; Magnús G. Guðlaugs- son, White Rock, B.C. í minn- ingu um landnáms- og heiðurs- hjónin Sigurlaugu og Rögnvald Jónsson á Mæri $5.00. Kærar þakkir fyrir allar þess- ar gjafir. J. J. Swanson, féhirðir 308 Avenue Bldg. Winnipeg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.