Lögberg - 18.10.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.10.1951, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGiNN 13. OKTÓBER, 1951 NOTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BtLDFELL, þýddi „Komdu, barnið mitt, við skulum fara heim". „Bíddu ofurlítið við", sagði Fanny — „þú gleymir". Og hún fór og lét blómin, sem eftir voru í körfunni á leiði Katrínar. „Skyldi móðir mín geta fyrirgefið mér", hugsaði Vandemont, „ef að í huga mér eru aðr- ar hugsanir, en um hatur og hefnd, í sambandi við fólkið, sem byggt hefir vellíðan sína á nafnr hennar, sem það svívirti?" Hann stundi við: — og gröfin hafði mist sorgartöfra sína. VII. Kapííuli Vandemont fór þá um kveldið til Lundúna, og þegar að hann kom heim til sín, lá þar bréf til hans frá Lilburne lávarði, þar sem lávarður- inn tilkyrmti honum að hann væri mikið skárri af gigtinni, og að læknir sinn hefði sagt sér, að loftlagsbreyting væri æskileg og þar sem Beaufort Court var í vesturhéruðunum og lofts- lagið þar einkar viðfeldið, þá hefði hann asett sér að fara þangað um tíma — að hann heíði boðið nokkrum samlöndum Monsieur Vande- monts og nokkrum öðrum kunningjum þangað til þess að sveitalífið yrði ekki of þreytandi og dauít — að Beaufort lávarður og lafði Beau- fort teldu sér það sóma, ef að hann vildi vera gestur þeirra, og að hann með því að þiggja boðið gerði miskunnarverk á sér. —LILBURNE Það glaðnaði yfir Vandemont við fyrsta lest- ur þessa bréfs. Fyrsta hugsun hans var: „Ég sé hana". „Verð í sama húsinu og hún!" En gleði- hugsunin hvarf íljótt, sama húsi! — Hvaða húsi? Að vera gestur í húsi, þar sem að hann leit á sjálfan sig sem herrann! — Vera gestur hjá Robert Beaufort! — Var það virkilega allt? Hann var alráðinn í að hefja það bitrasta stríð, sem að nútíðar lífs-siðfágunin leyfir — laga- legt stríð — um nafn, um eignir og heimili með öllu því, sem heimilum heyrði til, gegn þessum manni. — Var það hugsanlegt að hann gæti þegið gestaboð af honum? „Og hvaða meining er svo í þessu?" spurði hann sjálfan sig á með- an að hann gekk í æstu skapi fram og aftur um herbergið. — Sókum þess, að faðir hennar gerði mér rangt til, og sökum þess, að ég ætla mér að ganga eftir því, sem mér ber, verð ég þess vegna að útiloka úr huga mér og frá aug- um mér, mynd svo hugljúfa og fagra — af henni sem kraup með mér þegar að hún var barn, frammi fyrir hinum harðhjartaða föður sínum? — Er hatrið svo göfug ástríða að það verði að útiloka hvern einasta kærleiksneista? — Kærleiks! Hvaða orð er það? Það er betra fyrir mig að gá að mér í tíma! Hann þagnaði og hin bitrasta sjálfsprófun barðist um í huga hans. Hann gekk út að herbergisglugganum og opnaði hann til að anda að sér útiloftinu. Her- bergið, sem að hann var í, var nálægt St. James og rétt í því að hann leit út um gluggann, eins og til þess að eyðileggja allt mótstöðuafl hans og binda enda á hugarstríð hans, kom keyrslu- vagn frú Beaufort og hún og Camilla í honum óg keyrðu fram hjá. Frú Beaufort leit upp og sá hann og hneigði sig, og Camilla sá hann líka, og hann sá hana roðna, þegar að hún hneigði höfuðið lítið eitt. Hann horfði á eftir þeim og stóð á óndinni þangað til að vagninn hvarf; svo lét hann gluggann aftur og settist niður til þess að prófa sjálfan sig og hugleiða hlutina. En í gegnum sjálfsprófunina og rökfærsluna sá hann alltaf kinnroðann og brosið. Að síðustu stóð hann upp hýrari í bragði og með höfðing- legum svip: — „Já, ef ég stíg fæti inn í það hús, ét brauð og drékk hans vín, þá verð ég að láta af, ekki því sem rétt er — ekki því sem nafn móður minnar krefst — heldur óllum haturs- og hefndarhug. Ef ég stíg fæti inn í það hús — og ef að forsjónin leggur mér lið til þess að afturheimta rétt minn — þá getur hún, sem er saklaus, orðið til þess að vernda föður sinn frá efnalegri eyðileggingu, og staðið eins og engill á vegamótum réttlætisins og hatursins! Og er það ekki þar fyrir utan skylda mín að finna Sidney? Og einu upplýsingarnar, sem um er að ræða fyrir mig, er þar að finna". Með þessar hugsanir í huga hvarf honum allt hik — hann réði við sig að taka boðinu, þar sem ekki var óhugsanlegt, að það gæti orðið á hans valdi að endurgjalda það tíu þúsund sinnum. „Og hver veit", sagði hann við sjálfan sig, „nema að íorsjónin með því að láta þessa geðþekku persónu verða á vegi mínum hafi vilj- að hirta og temja geðofsa minn, sem að svo lengi hefir ráðið hugsunum mínum. Eftir að sjá hana — þá get ég ekki lengur hatað föður rtennar!" Hann sendi Lilburne lávarði bréf og sagði honum að hann þægi boð hans. Þegar því var lokið var hann þá ánægður? Hann hafði lagt ems göfugan og víðtækan skilning í skyldur þær, sem að hann undirgekkst með því að taka uoðinu, eins og að frekast var unt. En það var eins og að einhver hvíslaði að honum: „Það er \ cikur þráður í göfuglyndi þínu, minn kæri, þú elskar dóttur Roberts Beaufort". Og þeirri rodd gat hann ekki svarað. Þróun kærleikans fer ekki eins mikið eftir tmialengd eins og jarðvegi þeim, sem að hon- um er sáð í. Ungur maður, sem lifir vanalegu nversdagslífi og eyðir dögum sínum í áhuga- og iðjuleysi, frekar en að beita tilfinningum sinum við eitt viðfangsefnið á eí'tir öðru, er ó- ^ur til að festa heita, varnalega tryggð við íyrstu Sýn. Æskan er eldfim aðeins á meðan hjartað er ungt! Það eru vissir tímar í lífi karlmanna, jafnt sem kvenna, að hvort þeirra fyrir sig, er mót- tækilegra í'yrir áhrif frá hverju hýru auga og iríðu andliti, sem fyrir augu þeirra ber en ella. Þau tímabil eru þegar persónan hefir verið ein- mana og útilokuð frá öðrum, og þegar að menn haí'a verið iðjulausir eftir að hafa staðið í orra- hríðum og spennandi ævintýrum. Og það stóð einmitt þannig á fyrir Vandemont. Þrátt fyrir * það þótt að metnaður hans hefði verið draum- hugsjón hans í mörg ár, og sverðið förunautur bans, þá var hann að eðlisuppruna ástúðlegur og tilfinninganæmur, og hafði oft mögkið und- an hlutskipti sínu. Smátt og smátt haiði að- dáun hans og lotning fyrir minningunni um Eugéne rénað, máske þó með því, að veikja hinar ákveðnari og harðari hugsanir, sem gera menn líklegri til að veita nýjum vináttubönd- um móttöku, heldur en að sporna við þeim; og við úthaf hugljúfra endurmiqjinga titrar við- kvæm vonin. Uppihald á starfi hans, fyrirætl- unum hans, baráttu hans og framtíð hans gaf ástríðum hans enga framrás. Hann var því óaf- vitandi undirbúinn til þess að elska. Eins og við höfum séö, þá hneigðust fyrstu til íinningar hans að Fanny. En hann hafði uncíir eins séð hættuna og þess vegna ásett sér að hrinda burt úr huga sér þeim hugsunum og draumum, sem eru lifgjaíar kærleikans, í sam- bandi við hana, sem að hann áleit vera hálf- vita og iilyti því að stofna slíku sambandi í vandræði og vanhelgi. Svo þegar Camilla kom til sógunnar, þá var ekkert í vegi að hann gæfi sig að henni. Fegurð hennar, hæiileikar hennar, . vist töframagn, sem ekki verður með orðum lýst, var honum unaður, og þótti honum jafn- vel meira til þess koma, heldur en fegurðar hennar; endurminningin um fyrstu samfundi þeirra var honum enn í fersku minni, geðþekk og hugljúf; tal foreldra hennar um hana og til hennar, sem var óalúðlegt og kalt, vakti samúð hans með henni og örfaði andúð hans gegn ámælum og stöðu þeirra, sem minni mátt- ar voru, eða áttu rangindum að sæta; og hið laðandi samband af viðkvæmni og glaðværð, sem hún sýndi í umgengni sinni við móður- bróður sinn, sem alltaf var ergilegur og í illu skapi, sannfærði hann um hina varanlegu kven- kosti hennar og hlýja hjartalag. Og svo eru tilfinningar okkar einkennilegar og andstæðar — að endurminningin, eða umhugsunin um að hún væri tilheyrandi fjölskyldu, sem að hann hataði, gjörði ímynd hennar enn bjartari, sök- um dimmunnar sem í huga hans umkringdi fjölskylduna. Var það ekki dóttir fjandmanns- ins, sem að elshugi Verona varð ástfanginn í, þegar að hann sá hana fyrst? Og erum við ekki allir þannig gerðir — að ástríðan eins og sæk- ist eftir mótsögnunum? Eins og kafarinn í hinu dásamlega kvæði Schillers hélt sér í kóralstein- inn í djúpi hafsins, þannig höldum við okkur þakklátjr við hverja drengilega hugsun og hlífðarskjól í djúpi haturs og harðfengis. Vandemont hefði máske ekki gefið sig eins algjörlega á vald tilfinninga sinna, ef að hann hefði ekki verið sannfærður um, að Camilla væri þeim ekki fráhverf. Og hver veit nema sú sannfæring þroski okkar eigin kærleiks- magn svo að klukkutímarnir verði að árum? Það var því með slíkum tilfinningum, sem sviptu hann nálega hverri hugsun nema hugs- uninni um að vera með og anda að sér sama loftinu og þessi frænka hans gerði og, sem að kom honum til að gleyma því liðna og því yfir- standandi og skilja ekkert eftir í huga hans, nema gleði hinnar líðandi stundar, að hann fór til Beaufort Court. Hann fór ekki til H . . . áður en hann fór, en skrifaði Fanny nokkrar línur til þess að láta'hana vita, að hann mundi ekki koma heim í nokkra daga að minsta kosti, og sagðist skyldi skrifa henni aftur, ef að hann yrði lengur en hann ætlaði sér. í millitíðinni hafði siðferðisþroski Fanny tekið miklum breytingum frá því að hún og Philip töluðu síðast saman. Að kveldi þess sama dags, þegar Philip var farinn og eftir að Símon var genginn til hvílu, þá sat Fanny í stofunni við arineldinn sem farinn var að kólna, hæg og hugsandi, þegar að Sarah gamla, sem var mjög ólík frú Boxer og unni Fanny, kom inn eins og hennar var vani áður en hún fór að hátta, til þess að líta eftir að eldurinn væri dauður og að allt væri í röð og reglu, og þegar að hún gekk að eldstæðinu brá henni við að sjá Fanny þar. „Kæra mín", sagði hún, „þú getur fengið banvænt kvef — hvað ertu að hugsa?" „Sestu niður, Sarah, ég vil tala við þig". Þó að Fanny væri einstaklega góð við Sarah og þætti vænt um hana, þá var hún ekki marg- malug við hana, og í raunni ekki við neinn. Það var vanalega að hún réði sínar eigin gátur og leysti sín eigin vandamál í einrúmi. „Viltu það, kæra ungfrú mín? Ég er viss um að allt sem ég get . . . ." og hún settist niður á stól húsbóndans og færði sig svo þangað sem að Fanny sat. Það var dimmt í herberginu en bjarminn frá glæðunum í eldstæðinu varpaði daufri "birtu á andlit þeirra, annað svo undur- samlega fagurt, áferðarmjúkt og blómlegt í æskusakleysi sínu — hitt veðurbarið, hrukkótt, magurt og kænlegt. Það var eins og að ljósálfur og norn væru þar saman. „Jæja, ungfrú", sagði gamla konan eftir að hafa setið um st'und þegjandi, og að Fanny tók ekki til máls. — „Jæja . . . ." „Sarah, ég hefi séð giftingu!" „Hefurðu?" sagði gamla konan og hlóg. „Já, ég heyrði að hún ætti að vera í dag! Waldron var að gifta sig! Já, þau voru lengi búin að vera trúlofuð". „Giitir þú þig nokkurn tíma, Sarah?" „Guð veri með þér — já! og það var ágætis maður, sem að ég átti, vesalings maðurinn! En hann er dáinn fyrir löngu! og ef að þú hefðir ekki tekið mig að þér, þá hefði ég orðið að fara á fátækra heimilið". „Hann er dáinn! Var ekki lífið eri'itt og gleðisnautt eftir að hann dó?" „Guð geiur ekkjunum þrótt", sagði Sarah hátíðlega. „Giftist þú bróður þínum, Sarah?" spurði I;'anny og sneri upp á og ofan af svuntuhorni sínu með höndunum. „Bróur mínum!" endurtók Sarah og stóð á öndinni. „Þú mátt ekki tala svona, það er ó- sæmilegt og ókristilegt. Það má enginn giftast bróður sínum! „Nei", sagði Fanny hálfkjökrandi og fölnaði, svo að áberandi var þó að birtan væri dauf. „Nei! Ertu viss um það?" „Það er ósæmilegt jafnvel að minnast á það, kæra unga húsmóðir mín — en þú ert eins og barn, sem enn er ófætt!" Fanny þagði dálitla stund. Svo sagði hún upphátt án þess að hún vissi af: „En hann er ekki bróðir minn eftir allt!" „Ja, ungfrú, Svei! Ert þú virkilega að hugsa um þennan glæsilega herramann — þú líka — nú er ég fyrst hissa! Ég sé að við erum allar eins, þessar vesalings kvenverur! —Þú! Hverj- um mundi hafa dottið það í hug? Ó, ungfrú Fanny! Þú stefnir beint út í ógæfuna, ef að þú lætur þér detta nokkuð slíkt í hug". „Detta hvað í hug?" „Að þessi herramður muni giftast þér! Ég er viss um, þó að hann sýnist vera svo lítillátur, að hann er meiriháttar herramaður. Þeir segja, að hesturinn hans hafi kostað hundrað pund! Ég er svo hissa! Því gat mér ekki dottið þetta í hug áður? Hann hlýtur að vera ákaflega vond- ur maður. Ég sé nú hvers vegna að hann kom hingað. Ég skal tala við hann, það skal ég gjöra! — ákaflega vondur maður!" Sarah vaknaði upp frá þessum andúðar- hugsunum sínum við það, að Fanny stóð upp hvatlega og stóð frammi fyrir henni í hálfbirt- unni nálega ummynduð, svo tilkomumikil og tignarleg sýndist hún vera. „Ert þú að tala um hann?" spurði hún í mál- rómi, sem var hógvær en þykkjuþrunginn — „um hann! Ef að það er tilfellið, þá getum við ekki verið lengur í sama húsinu!" Hún sagði þetta með svo mikilli alvöru og stillingu að jafnvel Sarah, sem skalf á beinunum af ótta og æsingu, fann hve háskalega að fólk gerði þessari stúlku, sem hafði orðið að þola svo margt, rangt til méð því að kalla hana „hálf- vita!" „Ó! Hamingjan hjálpi mér! — ungfrú — Ma- dama. — Ég sé svo eftir. — Ég vildi heldur bíta úr mér tunguna heldur en að segja eitt móðg- unaryrði í þinn garð; það var aðeins umhyggja mín fyrir þér, saklausa, blessað barnið", sagði Sarah, fór að hágráta og tók í hendina á Fanny. „Það hafa svo margar persónur, góðar og sak- lausar, eins og þút ert, verið eyðilagðar. En þú skilur ekki hvað ég meina. Ungfrú Fanny! Hlustaðu á mig. Ég verð að reyna að segja það, sem að ég ætlaði að segja. Þessi maður, þessi herramaðíir — svo stoltur — svo vel til fara, svo tignarlegur, — hann giftist þér aldrei — aldrei — aldrei! Og ef að hann segir þér nokk- urn tíma að hann elski þig, og þú segir honum að þú elskir hann, og að þið giftið ykkur ekki, þá verður þú eyðilögð, ófarsæl og deyrð í angist!" Þessi einlæga og alvöruþrungna áminning Sarahs gekk alveg fram af og næstum ógnaði Fanny. Hún hné ofan á stólinn og leyfði gömlu konunni að strjúka og gráta yfir hendinni á sér um stund steinþegjandi. Að síðustu sagði hún: „Því má hann ekki giftast mér, ef hann elskar mig? — Hann er ekki bróðir minn — vissulega er hann það ekki! Ég skal aldrei kalla hann það framar". Hann getur ekki gifst þér", sagði Sarah á- kveðin í að halda til streitu því, sem að hún á- leit skyldu sína. „Ég segi ekkert um peninga, því að þeir eru ekki alltaf skilyrði. En hann getur ekki gifst þér sökum þess — sökum þess, að fólk, sem mentað er upp á einn veg, giftist aldrei fólki sem alið er upp og mentað á annan veg. Herramaður eins og hann þarf að eiga konu, sem þekkir — Ó, sem þekkir svo ótal margt; en þú . . . ." „Sarah", tók Fanny fram í og stóð upp aftur, en nú lék bros um varir hennar, „segðu ekki meira um þetta; ég skal fyrirgeía þér, ef þú lofar mér því að tala aldrei óvmgjarniega um hann aftur — aldrei — aldrei — aldrei, Sarah!" „En mávég aðeins segja honum að — að . . ." „Að hvað?" „Að þú sért svo ung og saklaus og eigir engan að, sem að eins og líti eftir þér, og ef að þú feldir ástarhug til hans, þá væri það honum til vanvirðu — því það væri það sannarlega!" „Og svo (það bar engan skugga á hugsanir Fanny nú) — hæverska hennar, eðlisaðvörun og ótti sló hana: „Aldrei Aldrei! Ég elska hann ekki. Ég skal aldrei elska hann, Sarah. Ef að þú segir nokk- uð um þetta við hann, þá lít ég þig aldrei réttu auga framar. Það er allt búið, kæra Sarah!" Kún kyssti gömlu konuna; og Sarah hélt að ráð- leggingar hennar og skarpskygni hefðu borið sigur úr býtum, lofaði öllu, sem að hún var beðin um, og þær fóru upp á loft saman — beztu vinir. VIII. Kapítuli Daginn eftir sá Sarah að Fanny var að telja peningana, sem að hún var svo lengi búin að draga saman og með svo miklum erfiðleikum, til þess að kaupa fyrir legstein til minningar um velgjörðarmann hennar. En þeirra peninga þuriti ekki lengur við fyrir það fyrirtæki. — Fanny sagði ekki orð um það við Símon eða Sarah. Það lék einkennilegt bros um varir hennar, sem að Sarah skildi ekkert í, þegar að hún var að verkum sínum. Um miðjan dag- inn kom pósturinn, sem sjaldan kom þó við hjá þeim, og barði að dyrum, og kam með bréf! —bréf til ungfrú Fanny. Fyrsta bréfið, sem að Fanny hafði fengið! Og það var frá honum — og það byrjaði méð: „Kæra Fanny". Vande- mont hafði kallað hana — kæra Fanny — svo hundruðum sinna skipti, svo það ávarp var ekkert nýmæli. En kæra Fanny sýndist allt annað þegar það stóð skrifar. Bréfið sjálft gat varla verið styttra, en það var, né heldur kald- ara. En hún hafði ekkert út á það að setja. Það byrjaði á „Kæra Fanny", og endaði „Þinn ein- lægur" — minn einlægur — og það var fallega gjört af honum að skrifa mér! Vandemont skrifaði framúrskarandi fallega og hafði aldrei látið ginnast af niðurlægingarklóri samtíðar sinnar — skrifaði djarfa, hreina, reglubundna, nærri því of fallega rithönd fyrir mann sem ekki gjörði sér þá list að atvinnu. Og eftir að Fanny hafði lagt orð hans á minnið og lært þau, læddist hún upp í herbergi sitt og tók blöð út úr skáp, sem að hún hafði skrifað á með eigin hendi ýmislegt í sambandi við hús- haldið og kafla úr ljóðabókum þeim, sem að Vandemont hafði gefið henni sér til minnis og roðnaði þegar að hún bar sína skrift saman við skrift Vandemonts; en þrátt fyrir það var skrift hennar engan veginn slæm eða ósmekkleg. En samanburðurinn varð til þess að vekja metnað hennar og kapp. í bréfi sínu hafði Vandemont gleymt, eða sökum annara viðfangsefna ekki tekið fram við Fanny, að muna eftir að fara ekki ein að heiman. Hún tók eftir þessu; og þar sem að hún var búin að ná sér alveg aftur eftir atrennuna, sem að gjörð var til að tæla hana í burtu, fannst henni að sér mundi vera alveg óhætt að taka upp fyrra frjálsræði sitt, og að loforðið, sem að hún hafði gefið Vandemont um að fara aldrei ein út, væri nú ekki lengur til fyrirstöðu, því að hann hefði ekki minnst á það í bréfi sínu. Svo hún fór ein út eftir miðjan daginn og fór til skólakennarans, þar sem að hún hafði fengið þá skólamentun, sem að hún hafði. Hún hafði alltaf síðan haldið uppi kunningsskap við kennarann, sem var kona, síðan að hún var búin í skólanum; og þessi kennari, sem lét sér hugarhaldið um Fanny sökum þeirrar viðkynningar og ástæðna Fanny's fékk hana oft til að gjöra ýmislegt fyr- ir sig og veitti hinum þögula þroska Fanny ná- kvæma eftirtekt. Þær áttu langt tal saman og þegar Fanny fór, hafði hún bunka af bókum undir hendinni. Eftir það mátti sjá ljósið i glugganum á svefnherbergi Fanny loga fram eftir allri nóttu, og nótt eftir nótt. Hún var nú búin að taka upp hinar fyrri, frjálsu siðvenjur sínar, sem að Símon gamli tók ekkert eftir, en Sarah hélt að væru hollari og betri en að híma alltaf heima, og hafði því ekkert á móti þeim. Fanny tók sér reglulega göngutúra í tvo klukku tíma, þegar að Símon var sofnaður á daginn, en hann mókti eða svaf frá kl. 12 og fram til kveldverðar; og hún fór stundum út á kveldin líka.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.