Lögberg - 15.11.1951, Síða 8

Lögberg - 15.11.1951, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER, 1951 Ymislegtumte ENGINN VEIT nú með vissu hvenær menn komust fyrst upp á að drekka te. En til eru forn munnmæli unt það. Kínverjar halda því fram, að fyrsti maðurinn sem drakk te, hafi verið Shen-Nung keisari í Kína og það hafi skeð árið 2737 fyrir Krist. Þessi keisari lét sér mjög ant um að menn lifðu heilsusamlega og gekk þar á undan öðrum með góðu for- dæmi. Meðal annars' drakk hann aldrei vatn, nema það væri soð- ið. Svo var það einu sinni þegar verið var að sjóða vatn. handa honum, að nokkur blöð fuku niður í það. Lagði þá skjótt þægi lega angan af pottinum. Keisar- inn aíréð því að bragða þetta seyði, og þá komst hann að raun um að bragðið var jafn gott og anganin af því. Seinna komst hann að raun um að blöðin, sem þessu höfðu valdið voru af te- runna. Indverjar segja aðra sögu um það hvernig te sé upp runnið. Þar var einu sinni Búddhaprest- ur, sem Darma hét og hann var uppi um líkt leyti og Kristur. Þessi prestur afréð að sýna trú sína í verkunum með því að vaka samfleytt í sjö ár og gera ekkert annað en hugsa um Búddha og almætti hans. Alt gekk vel fyrstu fimm árin. En þá fór Darma ákaflega að syfja og til þess að halda sér vakandi tók hann nokkur laufblöð og tugði þau. Og þette hresti hann svo, að hann gat vakað í tvö ár í viðbót. Auðvitað voru það te- lauf, sem hann hafði tuggið. Japanar s.egja að þessi saga sé sönn að mestu leyti, en segja hana dálítið öðruvísi. Þeir segja, að þegar Darma var orðinn yfir- kominn af svefnleysi, þá hafi hann ekki getað náð í telauf, því að tejurtin hafi ekki verið til. En til þess að halda sér vakandi hafi hann skorið af sér augna- lokin og fleygt þeim frá sér. Þau festu rætur þar sem þau komu niður á jörðina og upp af þeim spruttu tvö lítil og falleg tré. Þetta voru fyrstu teplönt- urnar í heiminum, segja Jap- anar. Þessar eru þjóðsögurnar um það, hvernig menn uppgötvuðu teplöntuna. En sagnfræðingar segja að tedrykkja hafi byrjað í Kína mjög snemma á öldum. Þ9 var það ekki fyrr en á 8. öld að hún var orðin almenn í land- inu. Þá voru þar margir tekaup- menn og græddu á tá og fingri. í byrjun 9. aldar gerðist merk- isatburður í te-sögunni. Þá flutti helgur maður, Dengyo Daishi að nafni, tejurtina til Japans og gróðursetti hana þar. Og þar þroskaðist hún ágætlega. Og nú leið ekki á löngu að Japanar urðu jafn sólgnir í te og Kín- verjar. Þótti tejurtin þar svo mikil nytjajurt að keisarinn gaf út lög árið 815 þar sem fyrir- skipað var að te skyldi ræktað í fitnm héruðum landsins. Og Japanar gerðu tedrykkjuna að nokkurs konar helgisið á heimil- um sínum. Þjóðirnar í Norðurálfunni heyrðu ekki getið um te fyr en eftir miðja 16. öld. Þá kom út bók eftir persneskan mann, sem Haiji Mohamet hét, og hafði ferðast í Kína. Hann skýrði þar frá því hvernig te væri ræktað í Kína og hvernig það væri not- að. Hann lét þess þar getið, að te væri hinn ágætasti heilsu- drykkur. Það var ekki fyr en eitthvað 50 árum seinna að fyrsta te- sendingin kom til Evrópu. Hún kom til Hollands frá Java, en teið hafði verið ræktað í Kína. Um mörg ár voru svo Hállend- ingar einir um að flytja te til Evrópu, enda voru þeir þá mesta siglingaþjóð heimsins. Það var því eðlilegt að tedrykkja yrði fyrst algeng þar í landi. Fólki þótti þessi drykkur góður og það var almennt álitið að hann væri mar^ra mannlegra meina bót. í Englandi náði te ekki jafn fljótt hylli almennings eins og í Hollandi. Heldri menn drukku það að vísu af því að það þótti fínt. Um þær mundir voru mörg kaffihús þar í landi og höfðu náð miklum vinsældum. En árið 1657 byrjaði einn kaffihúseigandi, Thomas Barraway, að auglýsa að hjá sér fengist líka te, og að það læknaði svo að segja allar meinsemdir manna. Um sömu mundir hófst tedrykkja við ensku hirðina og hafði drotning Karls II. konungs flutt þann sið þangað. Hún var portúgölsk, en í Portúgal var tedrykkja þá orð- in almenn. Tenotkun fór óðfluga í vöxt svo að þar kom að eftirspurn eftir te varð meiri en framboðið. Þá var það að Austur-Indía fé- lagið fór að flytja te í heilum skipsförmum frá Amoy í Kína til Englands. Þegar svo var kom- ið lækkaði verðið undir eins, svo að nú kostaði ekki pundið nema 3 sterlingspund, en hafði áður verið selt á 15 sterlingspund. Að vísu var verðið hátt enn, «n þrátt fyrir það varð te nú þjóð- ardrykkur Englendinga. Landnemarnir, sem fluttust vestur um haf, höfðu vanist te- drykkju og þeir fluttu þann sið með sér. En það hafði miklar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar. — Bretar lögðu geisiháan toll á te og varð af því mikil óánægja, sem að lokum leiddi til þess, að Bandaríkin sögðu skilið við Eng- land og gerðust sjálfstætt ríki. Árið 1823 var brezkur hers- höfðingi, Robert Bruce að nafni, sendur austur í Assam, sem er hérað nyrst og austast í Ind- landi, og þar fann hann vilta te- jurt. Það varð til þess, að menn fóru að hugsa um að hægt mundi vera að raékta te í Indlandi. Til- raunir voru gerðar og te þreifst þar ágæta vel. Og nú er svo komið, að te er ræktað á 88.000 ekrum í Indlandi. Þaðan var te- jurtin flutt til Ceylon, Java og Sumatra, og alls staðar þreifst hún. Um aldamótin seinustu var flutt út te frá þessum töðum fyr- ir þúsundir sterlingspunda. — Seinna var tejurtin svo flutt til brezku Austur-Afríku, og þar þrífst hún líka vel. Með þessu hefir orðið mikil breyting á teverzluninni. Kína, sem áður sat eitt að henni, er nú ekki lengur fremsta teland- ið. Árið 1939 framleiddu Indland, Ceylon, Austur-Indíur og brezka Austur-Afríka 85% af því te, sem flutt var landa milli. Frá Kína kom aðeins tíundi hlútinn af því, og hitt frá Japan og For- mosa. Þessi mikla framleiðslu- aukning hefir orðið til þess, að verð á te hefir farið ört lækk- andi og er te nú, næst vatni, ó- dýrasti og almennasti drykkur víðsvegar um heim. Talið er að rúmlega 400.000 miljónir tebolla séu drukknir á hverju ári í heiminum. —Lesbók Mbl. Á sunnudáginn, var tilkynnt frá London, að Winston Chur- chill, forsætisráðherra Bret- lands, myndi fara til Washing- ton fyrstu dagana í janúar til viðtals við Harry Truman, for- seta Bandaríkjanna. í fylgd með Churchill verða: Rt. Hon. Ant- hony Eden, utanríkisráðherra, Lord Cherwell og Lord Ismay. Churchill og Truman eru vel kunnugir síðan fundum þeirra bar saman í Potsdam 1945, og fram að brezku kosningunum þegar Clement Attlee tók við völdum. ^agt er, að Churchill vilji leggja áherzlu á eftirfylgjandi atriði, þegar fundum þeirra ber saman: , 1. Að sambandið milli Banda- ríkjanna og Bretlands verði nán- ara; fleiri Truman-Churchill- fundir og reglubundnir fundir milli utanríkisráðherra þessara landa, Dean Acheson og Anthony Eden. 2. Bretland þarfnast fjárhags- legs stuðnings frá Bandaríkjun- Úr borg og bygð Matreiðslubók Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til söíu splunk- urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók þessi er með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bækur, er Kvenfélög safnaðar ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sem koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar $1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. Pantanir, ásamt andvirði, Mrs. A. MacDonald 11 Regal Ave. St. Vital sendist: áími 205 242 Mrs. H. Woodcock 9 St. Louis Road, St. Vital Sími 209 078 eða til Columbia Press Limited, 695 Sargent Ave. Sími 21 804. ☆ Látin er nýlega hér í borginni Miss Guðrún Halldórsson, er um langt skeið fékst við nuddlækn- ingar, hin mesta myndar- og dugnaðarkona; hún var ættuð af Önundarfirði, systir hins kunna athafnamanns Halldórs Hall- dórssonar, sem fyrir skömmu er látinn, frú Gerðu Ólafsson og og Miss Theódósíu Halldórsson. ☆ Dr. P. H. T. Thorlakson kom heim á föstudagskvöldið var úr nálega þriggja vikna ferðalagi vestur um Kyrrahafsströnd og suður um Californíu; hafði hann mikla ánægju af ferðinni. ☆ Mr. B. J. Lifman frá Árborg kom hingað vestan frá Glenboro á þriðjudaginn og hélt heim- leiðis samdægurs. ☆ Mr. og Mrs. Ólafur Hallsson frá Eriksdale og Mr. og Mrs. Ágúst Eyjólfsson frá Lundar, komu til að njóta tónleika Dr. Páls íssólfsonar. ☆ 65 ára afmæli og hauslboð Haustsala og kaffiboð Kven- félags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg fer fram í fundarsal kirkjunnar á miðvikudaginn 21. nóvember 1951, frá kl. 2.30 til 5.30 e. h. og 7 til 10 að kvöldinu. Við þetta tækifæri verður minnst 65 ára afmælis Kvenfé- lagsins. Munir, sem að einhverju leyti snerta sögu okkar hér og hlutir 60 ára og eldri frá foreldrahús- um og heimilum meðlima, verða til sýnisX Um kvöldið fer fram stutt prógram; örstutt lýsing af fyrstu árum félagsins hér í Winnipeg (1886—’7) og sýning á myndum sem sérstaklega hafa verið vald- ar vegna þess að þær eru af fólki, sem margir kannast við, eða af nýtízku búningum þeirra ára. unum til þess að greiða úr vöru- skortinum þar í landi. 3. Bretland fái meiri ráð varð- andi utanríkisstefnur, sem varða bæði löndin. Þá er sagt, að Churchill muni fara fram á, að einhver ráð verði fundin til að bæta samkomu- milli Rússlands og Vestur lýð- ræðislandanna. Mr. Churchill vill hafa fund með Stalín, en fram að þessu hefir Truman ekki viljað það með öðru móti en því, að Stalín komi til Washington. Skoti og Gyðingur voru á- kærðir fyrir að hafa verið drukknir inni á veitingastofu, en báðir sögðust „ekki vera sekir“. f Dómarinn: — Hvaða ástæðu hafið þér til að halda að þeir hafi verið drukknir? Ákærandinn: — S k.o t i n n dreifði peningunum sínum 1 kringum sig og henti þeim, m. a. í Gyðinginn, en hann týndi þá upp og lét Skotann fá þá aftur! Prógrammi lýkur með því að Mrs. J. A. Blöndal, er viðstödd var á fyrsta fundi og lengst hef- ir verið á meðlimaskrá félagsins, sker afmæliskökuna. Við söluborðið verða forstöðu- konur deilda, þær Mrs. S. Sig- urdson, Mrs. G. Jóhannson, Mrs. Sigurjón Sigurdson og Mrs. F. Stephenson. Fyrir kaffiveiting- um er Mrs. Breckman; fyrir mat- sölu þær Mrs. S. O. Bjerring og Mrs. C. Olafson; „Candy“, þær Mrs. D. Jónasson og Mrs. Fred Bjarnason; „Novelties", þær Mrs. Paul Johnston og Mrs. Vala Magnússon. Forseti, Mrs. O. Stephenson, ásamt Mrs. V. J. Eylands og Mrs. M. W. Dalman, taka á móti gestum. Öllum er vinsamlega boðið á þessa samkomu kvenfélagsins. — Munið siað og tíma! ' ☆ — BRÚÐKAUP — Á laugardagskvöldið 10. nóv. fór fram mjög hátíðleg og fjöl- menn brúðkaupsathöfn á heimili þeirra Ednu og Clarence Julius, að 691 Jessie Ave. Sonur þeirra Thomas Roy, og Svava Vilbergs frá Reykjavík á Islandi voru þá gefin saman. Brúðurin sem er hin fegursta og glæsilegasta stúlka er nýkomin til þessa lands. Séra Valdimar J. Eylands gifti; en Jóhann Beck, forstjóri Columbia Press Ltd., mælti fyrir minni brúðarinnar. Var hann gamalkunnugur foreldrum henn ar, kryddaði hann ræðu sína fjöri og fyndni og tókst hið bezta. Ingólfur Bjarnason frá Gimli, f r áfe n d i brúaðarinnar, gekk henni í föðurstað við brúð- kaupið, en auk þess aðstoðuðu hana, dóttir hans, Mrs. Albert Campbell, og vinstúlka Svövu, Erla ólafsdóttir frá Reykjavík. Að hjónavígslunni afstaðinni fóru fram ríflegar veitingar. — Ungu hjónin munu setjast að hér í borginni. Lögberg óskar til hamingju. ☆ Frá Vancouver. fÓskað er eftir vinnukonu á Elliheimilið „Höfn“. Umsækj- endur, skýrið greinilega allar ástæður. Mrs. Thora Orr, ekrifari 2365 W. 14th Ave. Vancouver, B.C. Telephone Ch. 1440 ☆ Heimilisiðnaðarfélagið heldur fund á þriðjudags- kvöldið, 20. nóv., að heimili Mrs. P. J. Sivertson, 497 Telfer St. — Byrjar kl. 8. ☆ Gifling: Þann 7. nóv. s.l. voru gefin saman í hjónaband af séra Jó- hann Fredriksson G o r d o n Douglas Breckman og Ruth Mary Forrester. Giftingin fór fram á heimili brúðarinnar í Emerson, Man. Brúðguminn er sonur Edwards sál. og Halldóru Breckman frá Lundar, Man. Ungu hjónin fóru í brúðkaups- ferð suður í Bandaríki. Þau setj- ast að á Lundar. ✓ ☆ Gefin saman í hjónaband í Lútersku kirkjunni í Selkirk, þann 8. nóv., af sóknarpresti, William Cholosky og Sigurbjörg Lilja Ólavía Olson, bæði til heimilis í Selkirk. Afar fjölmenn brúðkaups- veizla var setin í samkomuhúsi Selkirksafnaðar. — Ungu hjónin setjast að í Selkirk. ☆ Dánarfregn: — Mrs. Nels Larson, frá Bot- tineau, N. Dak. dó þann 11. nóv., eftir langa og erfiða legu. Mrs. Larson er móðir Mrs. J. Fred- riksson á Lundar, Man. Jarðar- förin fer fram frá Nordlands lútersku kirkjunni fimtudaginn þann 15. nóv. Sóknarpresturinn jarðsyngur. ☆ Dr. Björn Jónsson og frú frá Baldur voru viðstödd orgeltón- leika Dr. Páls ísólfssonar. •ir Mr. og Mrs. G. J. Oleson frá Glenboro, voru stödd í borginni í vikunni, sem leið. GJAFIR TIL BETEL Víglundur Vigfússon, Betel, Altarisgjöf $5.00; Guðrún Thor- steinsson, Winnipeg, $10.00; Ladies Aid „Sólskin“, Foam Lake, Sask., $50.00; Mrs. S. Odd- son, Osland, B.C., $10.00; Hall- grímur Austman, Betel, Kringl- ur og tvíbökur; Mr. O. Hallson, Ericksdale, Man., 1 Box Apples; Mrs. Kris. Helgason, Chicago, 111. 8 balls White Knitting Wool; Mrs. Solveig B. Helgason, Hay- land, Man., $5.00; Mrs. J. D. Eaton, Toronto, Ont., $100.00; Vinur að Winnipegoses, Man., $50.00; Islenzka kvenfélagið að Leslie, Sask., í minningu um Stefán Anderson $5.00. Beztu þakkir fyrir allar þessar gjafir. Fyrir hönd nefndarinnar J. J. Swanson, féhirðir 908 Avenue Bldg., Wpg. Mr. Sigbjörn Sigbjörnsson frá Leslie, Sask., kom til borgarinn- ar síðastliðinn laugardag í heim- sókn til dóttur sinnar, Mrs. Wood, og mun dvelja hér nálægt hálfsmánaðartíma. ☆ Mr. og Mrs. S. R. Sigurðsson og Mrs. S. W. Sigurgeirsson frá Riverton voru stödd í borginni í fyrri viku. ☆ Mr. Hallgrímur Stadfeldt frá Riverton kom til borgarinnar til að vera viðstaddur orgeltónleika Dr. Páls ísólfssonar. ☆ Vil kaupa íslendinga Sögur í útgáfu Hins íslenzka Fornritafélags. Dr. Björn Jónsson Baldur, Man. ☆ Mr. Páll Guðmundsson og dóttir hans, Mrs. Walters, frá Lundar, dvöldu i borginni í fyrri viku. ☆ Á sunnudaginn var lézt að heimili sínu við Hnausa, Man., frú Helga Marteinsson, stórmerk landnámskona, ekkja hins kunna og velmetna athafnamanns Bjarna Marteinssonar. Jarðar- M ESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ — Gimli Lutheran Parish — H. S. Sigmar, Pasior Sunday November 18th 9:00 a.m. Betel 11:00 a.m. Árborg 2:00 p.m. Víðir 7:00 p.m. Gimli 8:30 p.m. Husawick Hall — Community. Church Rally. The Movie will be Shown “For Good or For Evil”. ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 18. nóvember: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 Biblíumyndir sýndar í kirkj- unni, undir umsjón Sunnudaga- skólans, kl. 7 síðd. ■ Fólk er boðið velkomið! S. Ólafsson ☆ Messuboð: — Lundar-söfnuður — Sunndaginn þ. 18. nóv. Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Ársfundur safnaðarins kl. 2 e. h. Messa á ensku kl. 7.30 e. h. J. Fredriksson — M O L A R — förin fer fram frá kirkju Breiðu- víkursafnaðar á föstudaginn; frú Helga var 83 ára að aldri. ☆ Frú L o v í s a Gíslason frá Morden, var meðal þeirra mörgu langt að komnu, er sóttu orgel- tónleika Dr. Páls ísólfssonar. ☆ W. J. Lindal dómari fór flug- leiðis austur til Ottawa í em- bættiserindum á miðvikudags- morguninn, og kemur heim aftur á laugardaginn. ☆ Séra Harald S. Sigmar á Gimli var staddur í borginni á þriðju- daginn ásamt frú sinni. In 1681 there were, only 94 horses in all French Canada. Thirty-six of them were in Quebec City. ☆ Lestarvörðurinn: — Afsakið, frú mín góð, en ég hefi nú rétt í þessu frétt að stöSin, sem þér ætlið til, brann í nó.tt. Frúin: — Það er alt í lagi. Þeir verða ábyggilega búnir að byggja hana upp á ný, þegar þessi lest kemst þangað. Warren Austin, sem var full- trúi Bandaríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum 1948, skoraði á Araba og Gyðinga að „jafna deilur sínar í sönnum kristileg- um bróðuranda“. ☆ Gallinn á heiminum er sá, að heimskingjarnir eru handvissir um að þeir hafi rétt fyrir sér, en gáfumennirnir eru alltaf hlaðnir efasemdum. (Bertrand Russell). ☆ Húsbóndastaðan er eins og hver önnur staða. Allt gengur vel ef þér líkar vel við þann sem ræður. —(The Saturday Evening Post). ☆ Jafnaðarmenskan, eins og hún er nú rekin í Englandi, er sam- kepni án gagns, þjáning án von- ar, stríð án sigurs og hagfræði án grundvallar. (Sunday Times). Viðskiptavinur: — Hvað á þetta að þýða? Það er dauð fluga á botninum í bollanum mínum. Þjónustustúlkan: — Hvað ætli ég viti um það, ég er ekki spá- kona, ég er þjónustustúlka. Every thinking person will concede that the control of motor traffic is one of the nation’s greatest civic problems. The problem is greater than fire, for it annually takes more lives and destroys more property; greater than crime, for it involves all humanity. Every man, woman, child or infant that walks or rides is a possible victim every minute he is upon the public roadway or street. DO YOUR PART TO SAVE LIVES— READ AND HEED ALL TRAFFIC SIGNS! BE CAREFUL—THE LIFE YOU SAVE MAY BE YOUR OWN Published, in the interests of public safety by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-299 Churchill heimsækir Truman í janúar

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.