Lögberg - 13.12.1951, Side 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER, 1951
NÓTT
OG
MORGUN
Eftir LYTTON LÁVARÐ
J, J. BlLDFELL,. þyddi
Eftir að hr. Beaufort hafði náð sínu vana-
lega jafnvægi og skrifað Sidney bréfið, semJiér
að framan er birt, var honum fyllilega ljóst,
að nauðsynlegt væri, að gifting þeirra Philips
og Camillu færi fram áður en málsóknin yrði
heyrum -kunn. Samkvæmt lögum var ekki hægt
að hrekja Robert Beaufort út af eignum sínum
fyrr en næstkomandi marz eða apríl. Hann á-
setti sér að sleppa vanalegum kröfum um tíma-
lengd og sorgarsiði til þess að hægt væri að
fullgjöra allan undirbúning áður en sá tími
væri útrunninn. í sannleika sagt, þá gat hann
ekki á heilum sér tekið út af ótta fyrir því, að
Philij? mundi komast að því, að bróðir hans
væri meðbiðill hans og að giftingin færi for-
görðum og öll hlunnindi, sem henni væru sam-
íara, töpuðust. Undir eins og tilkynningin um
giftinguna í blöðum borgarinnar gæti komist
í hendur Spencers, og ef að hann væri bróðir
Philips, sem að hann reyndar efaðist alls ekk-
ert um, þá mundi hann koma á vettvang og allt
saman komast upp. Þessi yfirvofandi hætta og
ofraun kom Robert Beaufort til að tala við
Philip og segja honum með miklum vinalátum
frá þrá sinni til að fullnægja síðustu ósk sonar
síns um að giftingin, sem stæði fyrir dyrum,
yrði framkvæmd sem allra fyrst — hann talaði
um þetta með sjáanlegri hugþekkni og skyn-
semi, benti á að það kæmi í veg fyrir allan mis-
skilning í sambandi við málið sjálft; — og
Philip, sem var ástfanginn, gat ekki annað en
gefið samþykki sitt. í sambandi við fyrirfram
auglýsingu á giftingunni í blöðunum, þá var
hann hr. Beauíort sammála um, að því þyrfti
ekki að flýta. En svo kom upp spursmálið um,
hvaða nafn að hann ætti að bera í millitíðinni?
„Hvað það snerti'i, sagði Philip upp með
sér, „eftir að málið sem móðir mín stofnaði til
var um garð gengið, þá fékk ég hana til að
leggja Beaufort-naínið niður, þó henni bæri
það með fullum rétti — og hvað mig snerti, þá
þótti mér hið yfirlætislausa og einfalda nafn
hennar alltaf íallegt, sem þrátt fyrir allt útlit
var hreint eins og mjöllin, ekki síður heldur en
hið tilkomumeira nafn, sem þú berð, og faðir
minn bar — svo ég ætla ekki að taka nafnið,
sem að lögin neita mér um, þangað til að þau
heimila mér að bera það. Lögin ein geta af-
plánað óréttlæti það, sem þau hafa gjört mér“.
Herra Beaufort var ánægður yfir þessari
rökfærslu (þó að hún væri röng) og hélt að
fyrir öllu væri nú vel séð.
Að stúlka sett eins og Camilla var, sem
ekki var gædd djúpu né þrekmiklu lunderni,
heldur var eftirgelanleg og hlýðin, skyldi láta
bugast fyrir fortolum föður síns og vilja deyj-
andi bróður síns — að hún skyldi ekki hafa
hug til þess að neita að láta nota sig til friðar-
fórnar í fjölskyldu, sem þegar var sundurþykk,
og til að bjarga við eignum föðursins, sem voru
í hættu staddar. — Að þegar faðir hennar, mán-
uði eitir að Arthur dó, leiddi hana inn í her-
bergið, þar sem Philip beið með hjartastolti og
íaðir hennar lagði hendi hennar í hönd Philips,
og Philip féll á kné og sagði: „Má ég vonast eftir
að halda þessari hendi á meðan að ég lifi?“
Þá var ekki að furða þó að hann, á svari henn-
ar sem var hikandi, skyldi að í því feldist já-
yrði; allt þetta var svo eðlilegt að lesaranum
kemur það ekki á óvart. En samt fann hún
með sárri viðkvæmni og samvizkubiti til með
honum, sem hún var með þessu að slíta tryggð-
um við og hafna. Hún fann til þess hve heitt
hann hefði unnað sér — og vissi hve ægilegt
reiðarslag þettá mundi verða fyrir hann. Hún
var hugsandi og þögul; en bróðurmissirinn var
í augum Philips næg ástæða til þess að hún
væri ókát. Lof og þakklátsemi föður hennar,
sem nú allt í einu sýndist þykja vænna um
hana og meira í hana varið, heldur en að hon-
um þótti til sonar síns, Arthurs, koma, var
hugarfró göfugu hjartalagi hennar, sem gladd-
ist út af hverri fórn, er hún færði — sem hún
í huga sér réttlætti framkomu sína með, fóru
smátt og smátt að hafa sín áhrif. Og eftir
því sem hún kynntist Philip meira gat hún
ekki annað en veitt hinum mörgu og göfugu
kostum hans eftirtekt og var sér þess meðvit-
andi að flestar konur hefðu talið sér sóma að
athygli hans, þegar að ættgöfgi hans var heyr-
um kunn, og þar sem eðlisupplag hennar stjórn-
aðist frekar af skyldutilfinningum, heldur en
af ástríðum, þá hefði enginn, sem vissi hvað í
huga hennar bjó, efast minnstu vitund um
framtíðarvellíðan Philips í hennar höndum eft-
ir að þau einu sinni væru gift, eða að ástúð
hennar fylgdist ekki með skyldurækninni, og
ef að hún minntist fyrsta ástaævintýris síns,
að þá myndi það verða eins og rómantísk end-
urminning án sársauka eða eftirsjónar. Fátt
fólk, hvorki menn né konur, giftast fyrsta ásta-
mög sínum; en giftar persónur hólkast áfram
og kalla hvort annað: „góði minn“ eða „góða
mín“, eða þá „elskan mín“ samt sem áður. Það
má vera satt, og er satt, að ást hennar á Philip
hafi ekki verið eins brennandi, eins og hans á
henni, en, ef það hefir verið til í eðli hennar
að endurgjalda ást hans í eins fíkum mæli og
ást þess sterka og örgeðja manns var — þá
var hún enn óþroskuð hjá henni. Tilíinningar
hjarta hennar gátu verið faldar enn sem komið
var undir blæju meyjarsakleysisins. Philip
sjálfur var ánægður — hann hélt að hún ynni
sér, því það er eðli kærleikans í hreinu og
göfugu hjarta, að sjá endurskyn sitt í augum
þess, sem á er horft. Eins og skáldið gefur hug-
myndafegurð og fágun algengum Evudætrum
og ber meiri lotningu fyrir eftirlíking sinni en
hinni raunverulegu persónu — þannig er kær-
leikanum varið, sem gerir okkur öll að skáíd-
um í t>ili, varpar guðdómlegri birtu á hjörtu,
sem máske eru í sannleika köld, og verður að
töfrandi gleði falskra vona sökum ljóma þess,
sem hann umvefur aðdáanda sinn í.
Eftir því sem Camilla kynntist Philip meira,
þá hvart hjá henni ótti sá og ímugustur, sem
að henni í fyrstu stóð af honum; hún vandist
hinni emkennilegu eðlisgerð hans og hugsun-
um, og fór æ meira að eiast um þá staðhæiingu
ioður ^íns, að hann hefði kraíist eiginorðs við
hana sem borgunar — samningsatriðis, sem í
innsta eðli sínu væri samgild hinni grimmustu
heíndariórn. Og samfara þessari hugsun kom
önnur. Var hún þessa manns makleg? Var hún
ekki að draga hann á tálar? Átti hún ekki að
minnsta kosti að segja honum frá ástarævin-
týri sínu, hvað ákveðin sem að hún væri í að
bæla það niður? Hvað éftir annað var hún kom-
in á íremsta hlunn með að gjöra þá heilaglegu
játningu, og jafn oft hikaði hún við það af
einhverjum ástæðum eða meyjarlegu uppburð-
arleysi. Þrátt fyrir samband þeirra halði ekki
tekist á milli þeirra hið nána samband, sem
á að vera á milli tveggja persóna, er heitið
haía hvort óðru eiginorði. Sorgarþunginn, sem
hvíldi yíir húsinu og fólkinu, sem í því bjó, út
af dauðsfallinu, sem nýlega hafði átt sér stað,
átti sinn þátt í því að leggja haít á kærleiksmál
þeirra Philips og Camiliu. Að öðru leyti, sá
Robert Beaufort um, að svo miklu leyti sem
hann gat, að þau væru sem sjaldnast ein.
Philip var nú orðinn sannfærður um, að
Beauforts fjölskyldan vissi ekkert um afdrií
Sidney’s, svo að hann fékk hr. Barlow til þess
að reyna að hafa upp á honum, og var sú
raunalega óvissa um hann, sem svo undarlega
haíði horfið, eina skýið sem skyggði á hina
vonbjörtu íramtíð hans. Meðan á leitinni að
Sidney stóð, sem að ennþá haíði verið árangurs-
laus, þá vildi svo til þegar fólkið fór aftur að
koma til Lundúna úr sumrafríum sínum og
gróu sögurnar aftur að korpast í gang, að ein
þeirra, um að franskur liðsforingi væri í þann
veginn að ganga að eiga erfingja Beauforteign-
anna, dóttur Roberts Beauforts Esq. M. P.,
komst í Lundúnablöðin (enginn vissi hvernig);
með Lundúnablöðunum barst fréttm út um
sveitir og þar með til Sidney Spencer, og dag
þann, sem að hann sá fréttina, hvarf hann.
XIX. Kapíiuli
Við höfum verið alltof lengi í burtu frá
Fanny og það er meir en mál til komið, að heim-
sækja hana aitur. Unaðurinn, sem hún iann til
þegar að Philip gjörði henni skiljanlegt hve
þýðingarmikið og blessunarríkt snarræði henn-
ar — nei, skarpskyggni hennar helði verið fyr-
ir sig, roðnaði hún og lék við hvern sinn fingur,
er þau voru á leiðinni til H . . . . morgunmn
eítir að hann leysti hana úr fangelsinu. Hlíð
við hlið gengu þau og hann hélt í hendina á
henni, sem að hann bar hvað ettir annað upp
að vörum sér á meðan að hann var að segja
henni hve þakklátur að hann væri henni, hve
hræddur að hann væri um óhultleik hennar
og hve glaður hann væri yfir að hafa fundið
hana. — Allt þetta fyllti hana svimandi sælu,
meiri sælu en liún gat vonast eftir að lífið gæti
veitt. Og þegar að hann skildi við hana í H . . .
til að flýta sér á fund löfræðings síns með af-
skriftina af giftingarskrásetningunni, þá var
það aðeins fyrir klukkutíma. Svo kom hann og
smldi ekki við hana í nokkra daga. Á þeim
tíma lærði hann að skilja hina undursamlegu,
og frá hans sjónarmiði yfirnáttúrulegu fram-
för, sem orðin var hjá henni — andlega íramför,
sem íyliilega stóðst samanburð á andlegu at-
gjörii annara: yiirnáttúrlegt sökum þess, að
hann gat sér ekki tii um áhrif þau, er gjörðu
yfirnáttúrlega hluti eðlilega. Hann hlustaði nú
á tal hennar með athygli, las með henni, var
hriimn ai pöng hennar, þó eyra hans væri ekki
næmt fyrir söng, og hann var jafn hrifinn og
þakklátur henni fyrir það, sem að hún hafði
aikastað fyrir hann persónulega, eins og fram-
förum Fanny sjálfrar, og að sjá að hún var
ekki lengur barn, hvorki að árum né heldur
að andlegu atgjörfi, án þess þó að hafa misst
neitt af blíðu sinni og yndisþokka; hún var
ekki eins fröm og hún áður var, ekki eins kump-
ánleg, yfirlætis minni, virðulegri og árvakrari.
Það var breyting, sem hóf hana í hennar eigin
augum og áliti. (Ó, það voru unaðslegir dagar
fyrir hana.
Ógleggri maður á lyndiseinkanir fólks en
Lilburne lávarður var, hefði máske misskilið
umhyggju Philips fyrir Fanny, en hann skildi
uncfir eins hina bróðurlegu umhyggju, sem að
maður eins og Philip gæti vel tekið í persónu
eins og Fanny, ef hún hefði verið falin í um-
sjá hans af verndara, sem hlaut hins ömur-
legu örlög, eins og þau sem William Gawtrey
varð að lúta. Það flögraði fyrst í huga Lil-
burnes að gera kröfu til hennar, en sökum
þess að hann hafði ekkert vald til að neyða
hana til að setjast að á heimili sínu, þá var hon-
um óljúft að komast í kast við Philip, eins og
á stóð, vildi ekki við nánari athugun eiga á
hættu, að samband hans við William Gawtrey
og Maríu kæmist í hámæli. Svo hann lét duga,
að skrifa kænlega stílað bréf til Símonar þar
sem að hann benti á, að sökum veru Fanny hjá
hr. Gawtrey, og hversu að hún væri lík móður
sinni, sem að hann hefði þekkt þegar að hún
var barn, þá hefði hann komist að þeirri niður-
stöðu að hún væri sér skyld; og að eítir nánari
rannsókn hefði hann fengið fullvissu fyrir að
svo var (hann gat ekki um hvaða rannsókn)
og að á þeim grundvelli hefði hann ekki veigr-
að sér við að taka hana heim til sín, að
hann hefði ætlað sér að skýra gjörðir sínar
fyrir Símoni Gawtrey daginn eftir. Þessu bréfi
fylgdi annað bréf frá lögíræðingi, sem tilkynnti
Símoni Gawtrey, að Lilburne lávarður hefði
ákveðið að borga 200 pund á ári hverjum þeim,
sem að hann ákvæði að við þeim skyldi taka,
og að hann hefði verið beðinn að bæta því við,
að þegar að stúlkan, sem að hann hefði sýnt
svo mikið veglyndi í að ala upp, næði lögaldri
eða giftist, að þá yrði sómasamlega séð fyrir
henni efnalega. Símon varð himinlifandi þegar
bréfið var lesið fyrir hann, þó að hann skildi
ekkert í þessu, eða kærði sig um að vita hvers
vegna að Lilburne lávarður gerði þetta, nei,
heldur það, sem Lilburne lávarður sagði í
bréfinu. Hann varð eins og nýr maður í tvo
daga, en þegar að hann hafði náð í fyrstu borg-
unin, sem var borguð fyrirfram, þá féll hann
í sama mókið aftur. Tilhlökkunar geðshræring-
in dó með eignarmeðvitundinni.
Rétt um sama leyti og þessu fór fram, fór
ánægjustundum Fanny að fækka. Philip fékk
bréfið frá Arthur Beaufort, og var oft og lengi
í burtu; og þegar að hann kom stóð hann við
aðeins stutta stund og talaði ekki um annað
en sorgir og dauða; í bók var ekki litið og söng-
urinn þagnaður. Það vofði engin hætta lengur
yfir Fanny, þörfin fyrir vinnu hennar var ekki
eins brýn, og heimilisþægindin meiri. Hún fór
aldrei út nema að Sarah færi með henni, en
heíði þó ekki verið fráhverf því, að einhverjir
örðugleikar hefðu orðið á vegi hennar, sem að
hann hefði þurft að vernda hana frá, eða eitt-
hvað komið fyrir, sem að bros frá honum hefði
getað mildað. Burtvera hans fór að verða henni
nagandi vonbrigði — hún hætti að hafa á-
nægju af bókum — prjóna-iðkanir héldu ekki
lengur huga hennar föstum, á milli þess að
hann kom og fór — hreyfingar hennar urðu
fjörlitlar — hún fölnaði í andliti — og hún
varð sér þess meðvitandi að síðustu, að hún
gæti ekki án hans liíað.
Dag einn kom hann dálítið fyrr, en hann
var vanur að koma, og það var léttara yfir
honum og hann var glaðari í bragði, en hann
hafði verið undanfarnar vikur.
Símon sat dottandi í stól sinum með hund
sinn, sem var orðinn svo gamall að hann gat
varla gelt, við hlið sér, og hvorugur þeirra
hafði meiri‘hugmynd um hvað fram fór eða
sagt var heldur en leðurstóllinn, sem að stóð
á gólfinu.
Það var eitthvað í lífinu sjálfu, sem jók
mjög á hina einkennlegu afstöðu Fanny, sem
að ég get ekki gert lesandanum nægilega skýra
grein fyrir. Það er samband hennar og sambúð
við gamla manninn. Lunderni hennar og þroski
að vaxa, en hans þrotið; í öðru tilfellinu voru
eyður lífsins að fyllast upp, í hinu að fölna og
hvería. Það voru hin algjörðu dauðamerki í lífi
Símonar, sem voru svo átakanlega auðsæ, sem
gjörir ókleyft að lýsa honum fyrir lesandanum
í réttri afstöðu til hinnar lífrænu ungu konu.
Hann talaði sjaldan, stundum ekki orð frá
morgni til kvölds, hreyfði sig sjaldan. Það er
þýðingarlaust að vera að lýsa því, sem ekki
er hægt að lýsa: látum lesandann draga mynd-
ina sjálfan. Og hvenær (eins og ég held, að hann
máske gjöri, þegar að hann leggur frá sér þessa
bók), er hann minnist hugmyndanna, sem
að hann gerði sér um nafn þessarar söguper-
sónu, látum hann þá sjá hana, þar sem að
hún líður um yfirlætislausa herbergið og hlust-
ar á tal mannsins, sem að hún unni — þar sem
að hún situr hugsandi við gluggann og horfir
á kirkjuturninn rísa í fjarlægð — á meðan að
andi hennar fegrast og þroskast dag frá degi —
og látum svo lesandann sjá innan þessara sömu
veggja, gráhærðan, blindan, tilfinningalausan
gamlan mann, líf-frosna ímynd tímans og dauð-
ans! Þá getur hann máske skilið hvers vegna
að þeim, sem sáu hina virkilegu og lifandi
Fanny blómgast í slíkum skugga og kulda,
fannst að prúðmennska hennar, yfirlætisleysi
og lokkandi fegurð, hefðu verið mögnuð sökum
þessa ósamræmis, unz að þeir eiginleikar henn-
ar sameinuðust hugmyndum — leyndardóms-
íullum en ákveðnum, sem ekki voru frekar
bundnar við fegurð hennar en göfgi.
Svo þeir sátu þarna, gamli maðurinn og
Philip, og Símon virtist ekki gjöra sér grein
fyrir nærveru hans, því að Philip talaði við
Fanny eins og þau væru ein, og eftir að minn-
ast á ýmsa daglega atburði, talaði hann til
hennar á þessa leið:
„Kæra trúfasta vina mín, ég á þér að þakka,
ekki aðeins rétt minn og auð, heldur einnig rétt-
lætingu á minningu móður minnar. Þú hefir
ekki aðeins prýtt gröf hennar með blómum,
heldur er það fyrir þig með aðstoð hamingj-
unnar að nafn, sem enginn skuggi hvílir á,
verður nú sett á legsteininn á þeirri gröf. Þú
ert of ung og saklaus, kæra velgjörðar kona
mín, til að skilja hve ómetanlega dýrmætt það
er að geta greipt það nafn á steininn. Seinna
þegar þú sjálf ert orðin eiginkona og móðir ,þá
skilst þér hve þýðingarmikil þjónusta sú er,
sem þú hefir leyst af hendi, bæði fyrir þá lif-
andi og dauðu!“ Hann stansaði til að bæla nið-
ur geðshræringu, sem ætlaði nærri að yfirbuga
hann. „Ó, þeir dauðu! Hvaða þjónustu getum
við veitt þeim? — Hvaða þýðingu hefir það nú,
í sambandi við moldina hér niðri, eða andann
ódauðlega uppi, hvað heimskingjar og bófar
veraldarinnar nefndu Katrínu, sem að væri
dáin, sem að heyrði ekki lengur? Það er til
það eitur í óhróðri, sem, þó það vinni ekki á
karakter manna, að þá skilur það hjarta þeirra
eftir sært og sjúkt. Þeir segja, að sannleikurinn
sýni sig fyrr eða seinna; en hann gjörir það
sjaldan áður en sál, á leið sinni frá angist til
fyrirlitningar, er orðin kærulaus fyrir dómum
mannanna. Berðu óhróður um mann í æsku —
hylltu hann þegar að hann er orðinn við ald-
ur; — hvað hefir komið fyrir í millitíðinni?
Skyldi smjaðrið afplána kvalirnar eða hörk-
una, sem að kvalirnar skilja síðast eftir? Og
ef að það sem átti sér stað með Katrínu og er
svo algengt, að sannleikurinn kemur of seint —
ef að gröfin hefir verið lokuð — ef að hjartað,
sem þú særðir, verður ekki sært meira — þá
er sannleikurinn einskis virði sem grafskrift yf-
ir gleymdu nafni“. Einhver tilfinning, lík ofan-
* skráðu, greip hann í sambandi við magnleysi
sinna eigin orða þegar að hann talaði um þjón-
ustu í þarfir þeirra dauðu, svo að hann viknaði
og hætti að tala.
Fanny, sem hugsaði aðeins um lof hans, þakk-
læti og viðkvæmnina í mæli hans, stóð hreyf-
ingarlaus, þegjandi og horfði niður fyrir sig,
og dró þungt andann.
Philip heit áfram:
„Og nú, Fanny, virðulega systir mín, ég
skyldi þakka þér enn frekar, ef að það væri
unnt. Ég á þér að þakka, ekki aðeins nafn og
auð, heldur líka lífshamingju. Það er sökum
réttar þess, sem að þú hefir hjálpað mér til að
ná og bráðum verður opinberaður, að ég get
krafist kvonfangs, sem að ég hefi lengi þráð —
^ konu, sem ég ann eins mikið, og að ég ann
þér. í stuttu máli: það var í dag ákveðinn tími,
þegar ég get haft heimili handa þér og gamla
manninum hérna — þegar að ég get gjört þig
kunnuga systur, sem að metur þig eins mikið
og að ég gjöri, því að ég ann þér af heilum
huga. — Ég á þér svo mikið að þakka — að
jafnvel það heimili væri mér gleðisnautt, ef að
þú ættir ekki þar heima. Skilurðu mig, Fanny?
Þessi systir, sem að ég er að tala um, verður
konan mín!“
Vesalings stúlkan, sem hlustaði á þessa
hjartaskerandi ræðu , datt hvorki niður né féll
í öngvit, eða sýndi nokkur útvortiseinkenni,
nema að hún fölnaði í framan. Hún var eins og
í leiðslu, átti erfitt með andardrátt, dró svo
þungt andann. Lagði hendina á handlegginn á
honum og sagði:
„Já — ég skil. Við sáum giftingu einu sinni.
Þú ætlar að gifta þig — og ég fæ að sjá börn-
in þín!“
„Já, sannarlega, og seinna máske þín eigin.
Ég á bróður. Ó! ef aðeins að ég gæti fundið
hann — hann er yngri heldur en ég — og falleg-
ur, nærri eins fallegur og þú!“
„Þú ert lukkulegur“, sagði Fanny rólega.
„Ég hefi lengi byggt velferðarvon mína á
slíku sambandi. Farðu ekki! Hvert ætlarðu að
fara?“
„Að biðja fyrir þér“, svaraði Fanny, brosti
og íór út.
Philip horfði á eftir henni hnugginn. Hegð-
un hennar hefði getað blindað fólk, sem hé-
gómlegra var en hann. Skömmu seinna fór
hann til borgarinnar.
Þremur klukkutímum seinna fann Sarah
Fanny, þar sem að hún lá náföl og hreyfingar-
laus á gólfinu í herbergi sínu. Gamla konan
hélt fyrst að hún væri dáin. En Fanny rétti
aftur við smátt og smátt og eftir að strjúka
höndunum nokkrum sinnum um höfuðið og
tauta eitthvað fyrir munni sér, þá sýndist hún
vera eins og hún var vön, nema, að hún var
þögulli, fölari og hendurnar á henni voru ís-
kaldar.