Lögberg - 10.04.1952, Side 5

Lögberg - 10.04.1952, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. APRÍL, 1952 i wwwwwww wwwwwwwwww AliteAHAL LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON HÚSSTJÓRNARFRÆÐI Frumbyggjar Nýja-Sjólands Flestar stúlkur láta sig dreyma um það, að þær muni giftast fyr eða síðar, eignast heimili og börn. Þetta er í alla staði eðli- legt, en hitt er þó kynlegt, að mikill hluti þeirra virðist ekki hafa neina löngun til né sjá þess þörf, að undirbúa sig undir hina mikilvægu húsmóðurstöðu Meðan á skólagöngu þeirra stendur hafa þær lítinn tíma til að sinna hinum venjulegu störf- um á heimilinu, þó það væri þeim mikilsverður skóli og eng- inn betri kennari á því sviði, en móðir þeirra. Það væri ekki úr vegi að mæður alment tækju til íhugunar hve mikils dætur þeirra fara á mis, ef þær kenna þeim engin heimilisstörf á unga aldri; það getur haft óheillavæn- leg áhrif seinna á ævi þeirra. Þegar skólagöngunni er lokið, hafa stúlkurnar enn minni tíma en áður til að iðka heimilisstörf, því þá taka þær oftast að sér ýmiskonar störf utan heimilis og þær stundir, sem þær hafa af- lögu vilja þær nota sér til skemt- unar og upplyftingar. Venju- lega eiga þessi störf þeirra ekk- ert skylt við hússtjórnarfræði. Fyrir þessar ástæður eru þær margar hverjar eins og á flæði- skeri staddar þegar þær giftast og gerast húsmæður, og eru alls ekki stöðu sinni vaxnar; þær hafa aldrei drepið hendi sinni í kalt vatn, eins og kallað er, og kunna ekki að sjóða vatn án þess að það brenni við, segja sumar þær eldri og reyndari. Hússtjórn er margbreytt og mikilvægt starf, og enginn skyldi halda, að hægt sé að leysá það sómasamlega af hendi án nokk- urrar kunnáttu. Stúlkan fær ekki ósjálfrátt þekkingu á hús- stjórnarfræðum um leið og hún giftist. Hitt er annað mál, að mörg ung kona hefir með mikilli Mig langar til að minnast á þetta, sem komið hefir fram í Winnipeg j sambandi við Mani- tobaháskólann og íslenzkuna. Þegar nú enskan, mjúk og hlý, er orðin svo sterk, að hún næst- um kæfir íslenzkuna í hugsun okkar yngri kynslóða, þá vissu- lega þurfum við hjálp í þessum þrengingum. Við báðum Guð með tárum, að tungan mætti haldast við, því allir hinir eldri elska þetta skíra, hreina og hljóm fagra mál, og bænin var heyrð; ljósanna faðir sendir okkur ung- an mann, í blóma lífsins, gáfað- an mann — ég á við prófessor Finnboga Guðmundsson, sem nú kennir íslenzka málið. Honum hafði gengið til hjarta allt, sem landar hér hafa gjört til að halda málinu við. Samt er tungan í afturför síðan svo margir af okkar elztu og trú- föstu mönnum hafa nú yfirgefið þennan heim. En allir þeir, sem lögðu þessu fyrirtæki liðsemd með peninga- gjöfum sínum, eiga skilið þakk- læti af öllum, og meira, slíkt ör- læti og slík gjafmildi er dæma- fá og er skrifuð í lífsins bók, og launin eru tíföld af Guði. Ræða sú, sem hinn ungi mað- ur flutti í Winnipeg, sýndi að hann hefir greinargóðan skilning á málefninu. Ræðan var þrungin af samvizkusemi fyrir því, að kenslan mætti takast vel og bera ávöxt. Það mun líka sann- ast, að æska hans er engin fyrir- staða verka hans. Hann er ríkur af framsýni sinni. Myndin '•an ungan •mda ég áreynslu og af samvizkusemi aflað sér, eftir að hún giftist, þeirrar þekkingar, sem hún þarfnaðist til að standa vel í stöðu sinni, en betur hefði það komið sér, bæði fyrir hana og eiginmanninn, ef hún hefði áður verið undirbúin fyrir þetta starf. Það kemur ekki sízt niður á eig- inmanninum og börnunum ef húsmóðirin kann lítið að því, að stjórna heimili og annast vel um manninn og börnin. Það getur gengið svo langt að heimilislífið allt fari út um þúfur. Piltur, sem hefir í hyggju að gifta sig, ætti sannarlega að hafa í huga hve vel stúlkan hans er að sér í hús- stjórnarfræði; heimilishamingj- an getur oltið á því. — Kann hun að matreiða? Þekkir hún næringargildi fæðutegundanna? Kann hún að framreiða máltíðir á fallegan hátt? Getur hún skap- að listrænt heimili, fallegt og notalegt, haldið því hreinu og öllu í röð og reglu? Kann hún að taka vel á móti gestum og fylgist hún með í umræðum um almenn mál? Kann hún að sauma, gera við föt og halda þeim snyrtilegum? Þykir henni vænt um börn, er hún nærgætin við þau og skilur þau? Er hún glaðlynd og umburðarlynd? Þetta eru aðeins fáar af mörg- um spurningum, sem ung hjóna- efni ættu að hafa í haga. En því miður eru þau of fá, sem hugsa þannig fram í tímann; ástin er blind. Skyldu ekki hinir tíðu hjónaskilnaðir nú á dögum stafa að nokkru leyti af þeim ástæð- um, sem að ofan eru greindar. A wife can make or break a man, segir málshátturinn. Kon- an byggir mann sinn upp með því að skapa fagurt og friðsælt heimilislíf, en til þess þarf hún að vera hússtjórnarstörfum sín- um vaxin. Séra Björn í Laufási, langafi þessa manns, var mikill gáfu- maður og skáld. Ég lærði jóla- sálm, sem hann orti og man sálminn enn. Og kátur var hann með vinum sínum. Kona hans, Sigríður, var orðlögð geðprýðis- og búsældarkona. Þau áttu tvo sonu og tvær dætur, sem hétu Svafa og Laufey. Svafa var álit- in mesta gáfubarn. Báðar þess- ar systur dóu ungar; ég man hve alla tók það sárt. Synirnir voru Þórhallur biskup og Vilhjálmur bóndi í Kaupangi, einn af þess- um fyrirmyndar framfaramönn- um, sem gerði staðinn og heim- ilið eins og listigarð með fögru timburhúsi, blómum og garð- jurtum og græddi stærðar tún upp úr móum, álitleg engi úr mýraflóum. Margir komu að sjá fyrirmyndar búskapinn í Kaup- angi; allir voru velkomnir. Kona hans, Sigríður, var mesti gest- gjafi, glöð og fögur. Þau áttu dóttur, sem Laufey hét. Þessi hjón voru móður afi og amma unga mannsins. Allir þekkja hans góðu og merku foreldra og allir óska að ungi maðurinn verði hjá okkur um aldur og ævi; þá er íslenzk- unni borgið. — Mér er þetta hjartfólgið mál; mér finnst þessi uppbygging íslenzkunnar vera eins og þegar við Vestur-landar heyrðum fyrst hinar stóru og góðu fréttir, að nú væri ísland frjálst land; nú væri búið að kjósa forseta, sem allir báru traust til. Þessi fögnuður okkar var svo mikill; við hlógum og grétum; við fórum að syngja frelsiskvæðin okkar og fagra sálma; við hlupum til nágranna okkar; þar voru allir að þerra Þegar hvítir menn settust fyrst að á Nýja-Sjálandi, var fyrir í landinu harðgert og herskátt fólk. Þessir frumbyggjar Nýja- Sjálands nefnast Maóríar. Maó- írarnir höfðu um langvegu sótt þangað. Talið er, að þeir hafi upphaflega komið frá Indlandi, flutt sig síðan til Indónesíu og Mikrónesíu. Þeir settust snemma að á eyjunni Samaó og héldu jafnvel enn lengra austur á bóg- inn, alla leið til Hawaii-eyja og að lokum til Nýja-Sjálands. Þessir víkingar sólarupprisunn ar, eins og Maórarnir eru kallað- ir af sagnfræðingum nútímans, voru fyrirferðarmiklir og frið- lausir, en framúrskarandi sæfar- ar. Þeir voru geindir vel, lásu stjörnur, þekktu gang himnin- tungla, vissu hvenær vinda var von og hvernig straumar lágu. Er það undravert og sígilt rann- sóknarefni enn þann daga í dag, hvernig Maóríarnir og aðrir Poly nesíumenn fóru allra sinna ferða á óravíddum Kyrrahafsins. — Það er alkunnugt, að líf fólks á Kyrrahafseyjunum yfirleitt er einfalt og létt. Lífsbaráttan er ekki hörð, og margir lifa þar heldur áhyggjulausu lífi. Veð- ráttan er mild, gnægð ávaxta og gott til fanga. Náttúran sér þar um sína. En þegar Maóríarnir komu til Nýja-Sjálands blöstu við þeim allt önnur lífsskliyrði. Hið nýja land gerði meiro kröfur til íbúa sinna. Eyjarnar voru kaldari og fátækari af náttúrunnar gæðum, séð frá sjónarhóli frumstæðra manna, en systur þeirra fyrir austan og norðan. Þrátt fyrir þessa annmarka stóðust Maór- íarnir fyllilega prófið í hinu nýja umhverfi. Það sýndi sig fljótlega að innflytjendurnir nýju voru búnir nauðsynlegustu kostum frumbyggjanna, þolinmæði og þrautseigju. Þeir komu snemma á hjá sér vel skipulögðu þjóðfél- agi, og hjá þeim þróaðist merki- leg menning. Má með sanni segja að Maóríarnir á Nýja-Sjálandi séu einn merkasti kynþátturinn í hópi frumstæðra þjóða. Maóríarnir áttu aldrei ritmál, en listin að segja sögur hefur á- vallt verið í hávegum höfð hjá þeim. Hafa þeir á þann hátt varð- veitt margar einkennilegar þjóð- sögur og fallegar ástarsögur. Er sagan um Hinemoa þeirra feg- urst og bezt, enda heimsfræg. Frásagan um þjóðflutningana frá Indlandi til Nýja-Sjálands hefur einnig geymzt í minni Maórí- anna. Þeir eru líka afbragðs vef- arar, prýðilegir söngmenn, dans- mann góðir og síðast en ekki sízt skurðhagir mjög. Skreyta þeir hús sín, dyrastafi og burstir, og ýmiss konar áhöld af undraverð- um hagleik. Þykja útskurðar- myndir Maóríanna hinir mestu kjörgripir. Maóríarnir kunnu og að hagnýta sér hveri og hverahit- ann, bæði til suðu og upphitunar að nokkru leyti. Samskipti Maóríanna og hinna hvítu manna voru í upphafi og lengi fram eftir bæði ill og ógiftu samleg. Voru hvalvéiðimenn og aðrir sjómenn og ævintýramenn hinir mestu friðspillar. Maórí- arnir voru ákafir stríðsmenn, svifust einskis í orustum og létu hvergi hlut sinn, nema síður væri. En þó fór svo að lokum, að góðir menn af beggja hálfu gengu á milli og saminn var æv- gleðitár af kinnum. Svona var það meðal landa. Þetta voru engin vonbrigði; sól frelsisins hefir nú skinið yfir þjóðina og lyft henni á hærra stig; stíflyndið er nú orð- ið að miskun, öfundin að góð- vilja, afbrýðin að trausti. Þann- ig temur frelsið þjóðirnar eins og elskandi móðir temur barnið sitt með þolinmæði kærleikans, sem allt sigrar. Ég er svo glöð og þakklát. Upprisa íslenzkunnar mætti það kallast. Það er heilagt orð, sem gefur hjörtunum andlegt ljós. Kristín frá Waierlown arandi friður milli hinna brúnu og hvítu manna. Þetta gerðst ár- ið 1840, og eru hinir afdrifaríku friðarsamningar k e n n d i r við Waitangi. Hefur þetta vopnahlé orðið gifturdrjúgt oft til ómetan- legs gagns fyrir báða aðila. Hafa Maóríarnir tekið upp menningu, siði og háttu hinna hvítu manna, án þess þó að varpa fyrir borð sínum eigin einkennum og sterk- um þáttum sinnar fornu menn- ingar. Er nú svo komið, að frum- byggjar Nýja Sjálands standa fullkomlega jafnfætis hinum hvítu mönnum í hinu sjálenzka þjóðfélagi og eru mikils metnir þjóðfélagsborgarar. Það þykir ekki nú í frásögur færandi, þótt kennarinn, læknir- inn eða ráðherran sé Maóríi. í skólunum sitja brúnu og hvítu börnin hlið við hlið. I verksmiðj- unum má einnig a|á þetta hör- undsfallega og íturvaxna fólk með svart liðað hár og dökkar hendur leysa verkin í góðri sam- vinnu og eindrægni við hið hvíta fólk. Og nú þykir það engin minnkun, þótt barn fædist með brúnu augun frumbyggjans. Allt þetta er gott dæmi um það, hvert komast má með frumstæðar þjóð ir, ef skynsafnlega er á málunum haldið og gagnkvæmur skilning- ur og góður vilji látinn ráða framkvæmdum. Hinir hvítu menn höfðu að sjálfsögðu meira að miðla hinum brúnu bræðrum'sínum, og Maó- írarnir hafa að vonum haft mest- an hagriaðinn menningarlega séð af hinum friðsamlegu og heilla- vænlegu samskiptum seinustu aldar við sinn þroskaða og menn- aða hvíta bróður. Hinu er oft gleymt og lítt á lofti haldið, hvað hinir hvítu menn hafa og gætu lært af frumstæðum þjóðum. Hafa t. d. ekki vélar, tækni og fjöldaframleiðsla tortímt með öllu ýmiss konar merkilegum handiðnum, og gert það að verk- um, að snilligáfa og framúrskar- andi hagleikur á þessum sviðum fær ekki að þroskast eða fer í súginn? Áður var að því vikið, hve snjallir Maóríarnir á Nýja-Sjá- landi væru í þeirri list að skera út og telgja. Útskurðarlist þeirra hefur gengið að erfðum mann mann fram af manni og áhrifa hennar gætti fljótlega í nýsjá— enzkum skólum. 1 fyrstu voru hvítu börnin áhorfendur. Hand bragðs og hagleikur hinna brúnu félaga þeirra vakti athygli þeirra og aðdáun. En ekki leið á löngu, áður en þau fóru líka að | handleika hnífinn. Kom þá í ljós, að fleiri gátu, lært að halda á skurðhnífnum og búið til fallega gripi, en haldið var í fyrstu. Og ekki var starfsgleðin lítil. — Síðan hefur útskurður og smíðar yfirleitt farið mjög í vöxt í barna skólum og heimahúsum á Nýja- Sjálandi. Þykir árangur vera góð ur og uppeldisgildi ótvírætt. Kunna Ný-Sjáleqdingar vel að meta þetta og nota sér óspart kunnáttu og listgáfu frumbyggj- anna. Oft er á það minnzt, að ís- lenzku bæjar- og borgararbörnin séu mitt í myndarskap sínum og glæsileik harla óró og hvikul í hugsun og starfi. Ef þetta er satt, ættu foreldrar að gefa smíðum og útskurði meiri gaum en nú er gert. Maettu þeir gjarnan gefa börnum sínum tækifæri til þess að vera út af fyrir sig. í horni, kjallara eða háalofti við útskurð og smíðar. Mundi það veita hinni m i k 1 u starfsorku barnanna í heilgrigðari farveg og skapa þeim meiri sálarró heldur en bí- óráp og tilbúin, vélknúin leik- föng. Sköpunargáfa þráblund- ar í hverju barni, og smíði eða útskurður, þó ekki væri nema lítils hlutar, mundi veita því ó- blandna ánægju og halda um leið huga þess og hönd óskiptum að ákveðnu við fangsefni. — Alþbl. w. feb. Staðreyndir varðandi raforkumálin Winnipeg þarfnast aukinnar raforku vegna sinnar öru þróunar. Það kostar mikið að byggja ný raforkuver, og þar af leiðandi verður sú raforka, er þau framleiða, mun dýrari. Hvernig má koma í veg fyrir hækkun orkuverðs? « PLAN C gerir slíkan sparnað mögulegan • Manitobafylki, sem á vatnsaflið, myndi framleiða og leggja til raforku samkvæmt framleiðslu- kostnaði. Þetta myndi útiloka þörfina á því, að borgin yrði að afla sér margra miljóna dollara til að hrinda af stokkunum nýjum orkuverum. • Með því að Manitoba Hydro-Electric nefndin ráði ein yfir öllum orkuverum, verður unt að starfrækja þau á hagkvæmari hátt, en ef einstakl- ingar ættu hlut að máli. • Með því að samræma orkuþræði Winnipeg Electric félagsins við City Hydro, myndi tvítekning úti- lokuð og mikið fé sparast. • Með því að samræma orkuframleiðslu Winnipeg Electric félagsins við City Hydro myndi tekju- skattur til sambandsstjórnar sparast, er næmi um $1,500,000. Bæjarstjórnin í Winnipeg hefir fallist á Plan C vegna þess að það tryggir íbúum Winnipegborgar hinnar meiri fullnægjandi raforku á því lægsta verði, sem hugsast getur. Blaðið Winnipeg Free Press, sem vegna sérástæðna, er mót- fallið Plan C, hefir hvorki, né heldur þeir aðrir, er andvígir tjást, bent á aðra viturlegri lausn málsins, eða fundið veg til áminst sparrcaðar — sem óumflýjanlegur er, eigi borginni að lánast að halda við þeirri ódýru raforku í framtíðinni, sem íbúar hennar hafa notið. Hafið þetta hugfast við atkvæðagreiðsluna þann lóapríl Printed by authority of the Council of the City of Winnipeg GARNET COULTER, Mayor ☆ ☆ ☆ ☆ FÁEIN ORÐ FRÁ KRISTÍNU í WATERTOWN

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.