Lögberg - 16.10.1952, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. OKTÓBER, 1952
3
Fyrirrennari Carlsens skipstjóra
Sædjöfullinn Wildridge
NAFN fyrirrennara Kurts
Carlsens skipstjóra á Enter-
prise hefur nú verið gleymt
um hríð. Það var gamall sjó-
hundur og afrek hans, ef
það getur kallast því nafni,
átti sér sorglegan bakgrunn.
Hann var steyptur úr öðr-
um málmi en hinn hæverski
og hispurslausi Carlsen. Það
var ekki hlaðið á hann
neinu lofi, þegar hann bar
að landi, og það er meira en
vafasamt, að n a f n hans
verði nokkurn tíma meðal
þeirra, sem menn minnast
með virðingu, — enn síður
með ástúð.
ÞAÐ ER RÉTT fyrir aldamótin,
sem þessi saga hefst. Sögu hetj-
an er Osbert Wildridge skip-
stjóri á barkinum „Ferncrest.“
Wildridge var engu síður vilja-
fastur en Kurt Carlsen, enginn
eftirbátur hans í kjarki og dirf-
sku, en hann var honum samt
mjög frábrugðinn í einu veiga-
miklu atriði: Hann var ensk-
ur, og landar hans og aðrir,
sem þekktu hann, kölluðu hann
„sædjöfulinn,“ en því nafni
nefndust einungis útvaldir sæ-
fantar, sem keyrðu skipverja
sína áfram eins og þræla. Hon-
um hélzt illa á mönnum. Þeir
struku svo að segja jafnharðan
af skipinu og þeir höfðu verið
ráðnir þangað. Enda hafði Wild-
ridge smám saman fengið á sig
þvílíkt orð, að hann átti jafnan
í hinum mestu erfiðleikum með
að fá nægan mannafla. Þegar
sjómenn, sem leituðu eftir skip-
rúmi, heyrðu að það væri til
handa þeim auð koja í „Fern-
crest,“ þá þökkuðu þeir fyrir sig
með virktum og sögðu nei. Jafn-
vel hraustustu sjóhundar og
ævintýramenn hlógu upp í opið
geðið á umhoðsmönnum Wild-
ridges, þegar þeir svo mikið
sem nefndu nafn skipsins hans.
„Já, þakka þér kærlega fyrir,
karl minn. Hjá þeim blóðhundi
verð ég aldrei," sögðu þeir. „Lát-
um Wildridge ráða sér menn
niðri í heitasta . . . “
Jafnvel kollegar hans í hópi
skipstjóra, sem sannarlega köll-
uðu ekki allt ömmu sína„spáðu
því, að Wildridge skipstjóri
myndi einn góðan veðnrdag
hitta sjálfan sig rækilega fyrir.
„Það endar með samsæri gegn
honum, eða einhverju ennþá
verra,“ sögðu þeir. „Og það ætti
hann skilið, því það er ekki hægt
að haga sér við skipshöfnina
eins og hann gerir. Það vantar
ekki, að hann er ekki fyrr kom-
inn upp á landganginn en hann
er orðinn að hreinasta engli. Og
að hverju gagni kemur honum,
að konan hans og börn virða
hann og elska og líta upp til
hans, þegar hann er fjandinn
sjálfur jafnskjótt og hann lætur
sleppa lausu?“
Wildridge lagði upp í hinzta
sinn frá Liverpool í ágúst árið
1899. Förinni var heitið til
Bahia. Það voru engir viðvan-
ingar, sem Wildridge hafði á
skipi sínu. Einvalalið harðjaxla,
sem hver skipstjóri hefði getað
verið hreykinn af. En þeir voru
ekki allir hvítþvegnir á sálinni.
Meðal þeirra voru hreinir
bandittar, sem gátu verið til í
allt og óttuðust hvorki dauða né
djöful.
Þegar vika var liðin frá brott-
för skipsins úr enskri höfn, brast
á fárviðri mikið. Skipstjórinn
heimtaði alla menn á þilfar og
byrjaði að bölva og öskra að
vanda, og þeim mun meir, sem
honum fannst nú meira liggja
við. Hann lét sér aldrei nægja
að skipa fyrir, heldur gaf hann
fyrirskipunum sínum áherzlu
með einhverju barefli. Og svo
var það í einni æðishryðju hans,
er hann hugðist berja svifasein-
an háseta nokkurn í plokkfisk
og tók undir sig stökk mikið í
því skyni, að hann hnaut um
tréslá, sem brotsjór hafði fært
úr skorðum, og féll á hnakkann
á þilfarið.
Skipshöfnin virti hann fyrir
sér úr fjarlægð, því jafnvel þótt
hann væri fallinn, vogaði enginn
sér að nálgast hann. En hatrið
sauð í þeim og augnaráð þeirra
var allt annað en blíðlegt. Wild-
ridge lá um stund grafkyrr sem
dauður væri, stóð að lokum seint
á fætur og stulaðist inn í klefa
sinn án þess svo mikið sem virða
nokkurn mann viðlits.
Hér verður beinni frásögn af
atburði þessum að ljúka um
sinn af ástæðum, sem síðar koma
fram. í stað þess verður að geta
í eyðurnar og rekja atburðarás-
ina, eins og hún hlýtur að hafa
verið. Jafnskjótt sem skipstjór-
inn hvarf af þilfarinu og eftir að
einn skipverjinn, sem læddist
að klefa hans, kom með þær
fréttir að villidýrið hefði fleygt
sér ofan á rúmið og hryti eins
og naut, fór áhöfnin að leggja á
ráðin um, hvað gera skyldi.
Veðrið hafði lægt og sjógangur-
inn minnkað. Einn af áhöfninni
bar upp þá tillögu, að þeir
skyldu ganga svo frá skipstjór-
anum, að hann vaknaði ekki
framar til þessa lífs. Víst voru
þeir allir lafhræddir við hann,
en við ofurefli skipshafnarinnar
myndi jafnvel ekki sædjöfullinn
fá ráðið. Hásetinn þenti félög-
um sínum á, að þegar sædjöfull-
inn vaknaði og sæi, fyrir hví-
líkum skaða skipið hefði orðið
í veðrinu, myndi enginn endir
verða á ofsóknum hans. Hann
myndi drepa fleiri eða færri
þeirra, sjálfan hann myndu
hinir eftirlifandi drepa og svo
myndu þeir að síðustu allir verða
hengdir, þegar í land kæmi.
Meirihluti skipshafnarinnar félst
þó ekki á þcssa afgreiðslu máls-
ins, þótt þeir fúslega viður-
kenndu, að þetta ætti hann
fyllilega skilið. Þá var það, að
einhver þeirra stakk upp á því,
að þeir skyldu yfirgefa skipið,
meðan sædjöfullinn svæfi.
„En við kunnum ekkert til
siglinga,“ mótmælti einn. „Báð-
um stýrimönnunum hefir skolað
fyrir borð. Og hver getur þá
tekið að sér að stjórna stór-
bátnum?“
„Það getur bátsmaðurinn,“
var svarið. „Hann kann á veg-
mæli og áttavita."
Þetta var samþykkt. Þeir
settu út bátinn, létu niður í hann
birgðir af matvælum og réru
frá hinu stórlaskaða skipi sem
snarast.
Það var hábjartur dagur, þeg-
ar Wildridge vaknaði. Það var
komið hægviðri en talsverður
sjór. Sædjöfullinn fann að skip-
ið rak stjórnlaust. Þá ályktun
dró hann af því, hvernig
„Ferncrest" vaggaði á öldunum.
Öskrandi af bræði þaut hann
fram úr rúminu, alráðinn í að
lúskra rækilega á áhöfninni
fyrir svikin. Það var niðamyrk-
ur í klefanum hans. Hann þreif-
aði niður í skúffu eftir eldspýt-
um. Hann kveikti með einni,
heyrði hvernig brennisteinninn
straukst við flötinn á stokknum,
en það kom ekkert ljós. Svo
strauk hann annarri eftir stokkn
um, en það fór á sömu leið, og
á þeirri þriðju brenndi hann
sig' «
í einu vetfangi skynjaði hann
hið skelfilega, sem gerzt hafði:
„Mikli guð,“ andvarpaði hann.
„Ég get ekki séð. Ó, guð, láttu
mig ekki verða blindan.“
Hann reikaði fram að dyrun-
um, tókst að opna, staulaðist út
á þilfarið en hraut um þröskuld-
inn og bölvaði og formælti. Svo
stóð hann á fætur með erfiðis-
munum og hóf að hrópa og kalla
á skipverjana. Það barst ekkert
svar. Hann bölvaði, hvæsti og
skrækti. Að lokum öskraði hann
eins og brjálaður maður. — Og
loksins skildist honum hið rétta:
Skipshöfnin var flúin og hann
var dauðadæmdur maður, blind-
ur og hjálparvana á stjórnlausu
vogreki á æstu úthafinu. Hann
þreifaði uppi rommflösku,
þambaði úr henni til hálfs. Það
sveif óðar á hann og hann skreið
upp í flet sitt á ný. Hann fékk
enga hvíld, því skelfileg mar-
tröð sótti á hann.
Þegar hann vaknaði á ný, var
allt óbreytt, kolniðamyrkur,
enda þótt hann fyndi sólina
steikja andlit sitt og hendur.
Hann gerði^ér fyllilega ljóst,
hver aðstaða hans var, en var
staðráðinn í að ganga gegn ör-
lögum sínum ótrauður sem karl-
menni sæmdi. Ef hann kveikti
á siglingaljósunum, var á því
stórfelld hætta, að olía myndi
hellast niður og skipið brenna
til kaldra kola. Hugsunin'um að
brenna lifandi fyllti hann jafn-
vel ennþá meiri skelfingu en að
drukkna eins og mús. Á hinn
bóginn sá hann, hvílík hætta var
því samfara að geta ekki kveikt
ljósin, vegna árekstrahættu að
nóttu til. Að öllu athuguðu tók
hann þann kostinn að kveikja
þau ekki, heldur láta skeika að
sköpuðu. í þessum nauðum varð
hann hinn hugkvæmasti. Hann
fálmaði fram og aftur um þil-
farið og fann að lokum það, sem
hann leitaði að: Kaðal. Þennan
kaðal strengdi hann á milli
þeirra staða á þilfarinu, sem
hann nauðsynlega þurfti að
komast til og gerði sér á þennan
hátt auðveldara að komast á
milli án þess að eiga á hættu að
falla útbyrðis. Hann stritaðist
við að draga einhverjar flagga-
druslur upp í reiðann, og bað til
guðs um að eitthvert skip mætti
verða hans vart. Þegar hann
hafði verið þannig á skipinu í
16 sólarhringa, var það nótt eina,
að hann heyrði nið í skips-
skrúfu í lítilli fjarlægð, enda
augljóst, að skipið getur ekki
hafa verið langt undan, því slík-
ur niður heyrist ekki langt.
Hann kallaði og hrópaði en
skipshöfnin varð hans ekki vör.
Hann vissi af kunnáttu sinni
sem sjófarandi, að „Ferncrest"
hafði nú borið fyrir hafstraum-
um langt af siglingaleiðum, og
það væri hreinasta tilviljun, ef
honum ætti að verða lífs auðið.
Dagana taldi hann með því að
flytja eina eldspýtu yfir í tóm-
an stokk. Þær voru orðnar 28
í stokknum, þegar til „Fern-
crest“ sást af hafskipinu
„Hercules", en skipstjóri á því
var Artemus Skipton. Sædjöf-
ullinn varð fyrst aðkomu skips-
ins var, þegar hann heyrði í eim-
flautunni, og öskraði: „Ship
ahoy“. Svo reif hann sig úr
jakkanum og veifaði honum sem
óður væri. Skipton svaraði um
hæl: „Hercules“ frá Hull í
ballast til Galveston.“ Og stdl
fékk hann að vita, að þetta var
28. dagurinn, sem Wildridge
skipstjóri hafði verið aleinn um
borð á þessu vogreki, sem
„Ferncrest" var nú orðið að.
„Það er svona," tautaði Skip-
ton skipstjóri. „Það er Wild-
ridge, sædjöfullinn. Skipshöfn-
in hefir yfirgefið hann í rúm-
sjó.“
Hann stýrði skipi sinu nær
„Ferncrest“, og þegar hann kom
svo nálægt, að hann gat kallað
á milli svo vel heyrðist, bauðst
hann til að koma togi um borð
yfir í skip sædjöfulsins og
draga það til Galveston.
, „Það er heyrt,“ kom frá Wild-
ridge. „Og hverjir eru skilmál-
arnir?“
Skipton skipstjóri var ákveð-
inn maður, sem aldrei lét í
minni pokann fyrir .neinum, og
þetta fannst honum heldur langt
gengið. Þarna var sædjöfullinn
aleinn á vogreki úti á reginhafi
og gerði sig samt svo breiðan
að tala um skilmála af hálfu
þess, sem fyrir hreint tilviljun
bar gæfu til þess að bjarga lífi
hans.
„Við látum sjóréttinn gera út
um þá skilmála," kallaði hann
yfir til sædjöfulsins.
„Hvað meinarðu, Skipton
skipstjóri?“ svaraði sædjöfull-
inn. „Hér er ekki um að ræða
neina björgun. Þú gleymir lög-
um hafsins, minn kæri. Skipið
mitt er ekki yfirgefið, meðan ég
er þar um borð, skilurðu? Ég
fer ekki fram á annað en að
verða dreginn í höfn.“
„Jæja þá. Það verða tvö þús-
und sterlingspund,“ svaraði
Skipton skipstjóri.
„Ég býð 1500 og ekki einu
penny meira,“ æpti sædjöfull-
inn.
Skipton skipstjór'i varð ofsa-
reiður. Hann hirti ekki um að
láta sædjöfulinn fleka sig til þess
að slá neitt undan og gaf fyrir-
skipun um að „Hercules“ héldi
áfram án þess að skipta sér frek-
ar af „Ferncrest“.
Sædjöfullinn varð æfur af
reiði, en kvaldi sig til þess að
standast þá freistingu að gefa
eftir þessi 500 pund. Hann stóð
þarna með lófann fyrir eyrað
og svo hlustaði hann á skrúfu-
niðinn í „Hercules“, þar sem
hann fjarlægðist meir og meir.
Loksins heyrði hann ekkert
framar. Hann var orðinn aleinn
á ný. „Guð minn góður,“ tautaði
hann. „í þetta skipti er út um
mig.“
Þannig stóð hann svo sem
klukkutíma. Svo heyrði hann
skrúfuhljóð á ný, sem nálgaðist.
„Hercules" var kominn aftur.
Skipton skipstjóri hafði séð sig
um hönd. 1500 sterlingspund
var of mikið fé til þess að hann
vildi láta það ganga sér úr
greipum. — Þegar hann var
kominn í kallfæri, setti hann
lúðurinn fyrir munninn og sæ-
djöfullinn heyrði hann segja:
„Þetta er sökkvandi dallur, sem
þú ert á, Wildridge skipstjóri,
en ég ætla samt að gera tilraun
til þess að koma honum í höfn
fyrir 1500 pund!“
Sædjöfullinn samþykkti. Það
var settur út bátur af „Hercules"
og skipstjórinn og fyrsti stýri-
maður fóru,yfir í „Ferncrest.“
Þeir undruðust þessa kaðla, sem
strengdir voru fram og aftur um
skipið eins og kóngulóarvefur, en
svo uppgötvaði Skipton skip-
stjóri hið stirðnaða augnaráð í
andliti hins blinda Wildridge
skipstjóra.
„Guð veri oss náðugur! Mað-
urinn er blindur,“ hvíslaði hann
að stýrimanninum.
„Já, ég er blindur. Ég datt á
höfuðið á þilfarið, og missti
sjónina. Og skipshöfnin er flúin.
En þið vissuð ekki, að ég var
blindur,“ bætti hann við svo sem
í afsökunartón.
„Vitanlega ekki,“ sagði Skip-
ton skipstjóri. „Mig gat ekki
grunað það, annars hefði ég . . .“
Röddin brast áður en hann
komst lengra. — „Og þú lézt mig
sigla á burt, þótt svona væri
komið. Þú heyrðir „Hercules”
fjarlægjast. Þú vissir að ég
myndi ekki koma . aftur. Þú
blindur maður og aleinn á vog-
reki eins og þessu. Komdu. Láttu
mig taka í hönd þína, Wildridge
skipstjóri. Ég skal viðurkenna,
að þær líkjast ekki allar mikið
guðsorði, sögurnar, sem af þér
Framhald á bls. 7
KOHLER
Electric Light and
\ Power Plants
• Here’s the answer to your
light and power problems.
Strong, powerful, enduring
and economical service. Let
us show you ALL Kohler
can do for you.
Mumforp,
Medlanp,
IlíWITED,
576 Woll St„ Wpg. Ph. 37 187
Dr. P. H.T.Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg
PHONE 92-6441
J. J. Swanson & Co.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
vega peningalán og eldsábyrgS,
bifreiSaábyrgð o. s. frv.
Phone 92-7538
SARGENT TAXI
PHONE 20-4845
FOR QUICK, RELIABLE SERVICE
DR. E. JOHNSON
304 EveUne Street
SELKIRK, MAN.
Phones: Office 26 — Res. 230
Office Hours: 2:30 - 6:00 p.m.
Thorvaldson Eggertson
Baslin & Stringer
Barristers and Bolicitors
209 BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
PHONE 92-8291
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managing Director
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917
Office Phone 92-4762 Res. Phone 72-6115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BUILDING
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook St.
Selur likkistur og annast um flt-
farir. Allur fltbúnaCur sá bezU.
StofnaC 1894 Simi 74-7474
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opposite Matemity PaviUon
General Hospltal
Nell's Flower Shop
Wedding Bouquets, Cut Flowers,
Funeral Designs, Corsages,
Bedding Plants
Nell Johnson Res. Phone 74-6753
Office 93-3587 Res. 40-5904
THORARINSON &
APPLEBY
BARRISTERS and SOLICITORS
4th Floor — Crown Trust Building
364 Main St.
WINNIPEG CANADA
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hereinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
viö, heldur hita frá aö rjúka út
með reykum.—Skrifiö, símiÖ til
KELLY SVEINSSON
625 Wall Street Wlnnlpeg
Just North of Portage Ave.
Slmar: 3-3744 — 3-4431
J. WILFRID SWANSON & CO.
Insurance in all its branches.
Real Estate - Mortgages - Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU
Creators of
Distinctive Printing
Columbia Press Ltd.
695 Sargent Ave., Winnipeg
PHONE 74-3411
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh St. Winnipeg
PHONE 92-4624
Phone 74-7855 ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Ashphalt Roofs and Insulated
Siding — Repairs
Country Orders Attended To
632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
GIMLI FUNERAL HOME
Sími 59
Bérfrœðingar : öllu, sem að
útförum lýtur
BRUCE LAXDAL forstjóri
Licensed Embalmer
Dr. A. V. JOHNSON
DENTIST
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 92-7932
Home Telephone 42-3216
Dr. ROBERT BLACK
SérfræÖingur 1 augna, eyrna, nef
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslmi 92-3851
Heimasími 40-3794
Comfortex
the new sensation for the
modem girl and woman.
Call Lilly Matthews, 310
Power Bldg., Ph. 927 880
or evenings, 38 711.
Gundry Pymore Ltd.
British Quality Fish Netting
58 VICTORIA ST. WINNIPEG
PHONE 92-8211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage wiil be appreclated
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar.
PHONE 92-7025
H. J. H. Palmason, C.A.
Chartered Accountant
505 Confederation Life Building
WINNIPEG MANITOBA
Parker, Parker and
Kristjansson
Barristers - Solicitors
Ppn P Pflrlrpr O P
B. Stuart Parker, A. F.’ Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 92-356]
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
404 SCOTT Blk. Síml 92-5227
BULLMORE
FUNERAL HOME
Dauphin, Maniioba
Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.
Kaupið Lögberg
Business and Professional Cards