Lögberg - 27.11.1952, Síða 5

Lögberg - 27.11.1952, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. N(ÓVEMBER, 1952 5 VI I 4 VUAI IVIVSA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON BLÓM GETA GEYMZT VEL í VATNI Setjið aldrei blómavasann með afskornu blómunum við opinn glugga eða annars staðar þar sem súgur er, og ekki heldur ná- lægt of miklum hita, til dæmis kola- eða miðstöðvarofninum, þurrahiti frá þessum hitunar- tækjum flýtir fyrir því að blóm- in visni. Gætið þess að blómin standi alltaf í fersku vatni og það sé nægilegt vatn í blómavasanum. Háir og mjóir blómavasar eru óheppilegir því oftar þarf að gæta þess að blómin skorti ekki vatn. Skerið blómin af þannig að það myndist langt snið á sárflöt- inn, í stað þess að beita hnífnum eða klippunum beint á stilkinn, ef þannig er að farið eiga stilk- arnir auðveldara með að sjúga til sín vatnið. Ef blómstilkarnir eru mjög harðir eins og á Chrisanthemum er gott að merja stilkendana með hamri. Verði blómin máttlaus rétt eftir móttökuna, er oft hægt að fá þau til að reisa sig aftur, ef þau eru fyrst sett í vel volgt vatn í y2 klukkustund og því næst í hreint kalt vatn. Blómin halda sér betur ef þau eru sett á kald- ari stað, þar sem ekki er loft- raki yfir nóttina. Það hafa verið gerðar margar tilraunir með að setja eitthvert efni í vatnið til að blómin haldi sér lengur. Mörg mismunandi efni hafa verið notuð, svo sem örlítið af bórsýru eða dálítið af asperíni eða salicylsýru hafa verið sett í vatnið. Við það heldur vatnið sér lengur ferskt án þess að úldna, og blómin standa leng- ur, að minnsta kosti nokkra daga lengur. Agnarlítið af sykri saman við vatnið virðist gera svipað gagn og þau efni, sem ég gat um áðan; þess ber þó að gæta að ekki á að nota nema eitt þess- ara efna í einu. Ef skorið er daglega dálítið neðan af stilkendunum og skipt um vatn og blómin sett á kald- ari stað yfir nóttina er hægt að lengja nokkuð þann tíma sem af- skorin blóm geta staðið svo að j prýði sé að þeim. ☆ ☆ ☆ LEIÐBEININGAR UM SLÁTURGERÐ fyrir ungar húsmæður, sem eru óvanar þeim störfum Þegar tekið er á móti slátri, eru iðrin þvegin vel og lögð í kalkvatn, ristlar raktir og blóðið síað. Hjörtu, þindar, lungu og hálskjötið látið í kalt saltvatn, svo að blóðið renni af. Barkinn ristur upp eftir endilöngu, ó- lánseyrun skorin af hjörtunum og ristur í þau skurður, áður en lagt er í vatnið. Ef ristillinn er hirtur er bezt að rista hann meðan hann er volgur. Þegar flusið fer að losna af vömbunum eru þær skafnar og þvegnar úr mörgum vötnum. — Eins er farið með langa og vinstr- ar. TJr hverri vömb eru sniðnir 4—6 keppir, og þeir saumaðir. Blóðmör 1 1. blóð y2 1. vatn 25 gr. salt %—1 kg. rúgmjöl 0.650 kg. mör. Blóðið er síað með vatninu. Saltið hrært vel saman við. — Mjölið hrært út í og brytjaður mörinn látinn í. Öllu jafnað vel saman áður en látið er í keppina. Ekki er sama hvernig mjölið er, sem notað er í slátur. Það má ekki vera mjög gróft; eink- um er það óhentugt í lifrarpylsu. Sé mjölið mjög gróft, er gott að blanda í það hveiti eða heil- hveiti. Þá er einnig gott að láta svolítið haframjöl í blóðmör, svo sem einn hnefa í hvern lítra af blóði. Saxað grænkál eða söx- uð fjallagrös þykja góð í blóð- mör. Þarf þá minna af mjöli. Blóðmörinn látinn í keppi og saumað fyrir. — Gæta verður þess, að ekki sé of mikið í kepp- unum. — Keppirnir látnir í sjóð- andi vatn og soðnir 2—2% klst. Salta verður í pottinn. Ef notaðir eru ríupokar, er mjöli bætt í blóðið. Pokarnir vættir áður en látið er í þá. Þrýst vel niður í þeim og bund- ið fyrir. Betra er að pokarnir séu heldur smáir, annars þurfa þeir svo langa suðu. Lifrarpylsa 1 lifur 25 gr. salt 1 peli nýtt soð eða mjólk % kg. rúmjöl og svolítið hveiti eða heilhveiti % kg. mör. Ef nýru fylgja slátrinu eru þau þvegin ásamt lifrinni. Himnun- um flett af og lifur og nýru skor- in í bita og söxuð í söxunarvél. Sé vélin gróf er gott að saxa lifrina tvisvar. — Soðinu eða mjólkinni bætt í ásamt saltinu. Mjölið hrært saman við og brytj- aður mörinn látinn í. Lifrin færð upp í langa, vinstrar eða keppi, sumað fyrir og soðið eins og blóðmör. Vinstrar og langar þurfa held- ur minni suðu en vambir. Um lundabagga Mikið þótti húsmæðrum á vanta, þegar lundabaggar voru á þrotum í búi þeirra. — Þess vegna lögðu þær mikla alúð við það á haustin að gera sem bezta og flesta lundabagga. Þegar pm heimaslátrun var að ræða, voru lundir notaðar í baggana. En nú fær engin húsfreyja lundir og því verður að notast við hjörtu og hálskjöt, því hvorttveggja fylgir slátrinu, ef allt er með felldu. Margir telja sér trú um, að ristillinn sé ekki manna matur, en því fer fjarri, ef hann er vel verkaður. — Ef nota á ristilinn er hann rakinn þannig, að tals- verður mör fylgir görninni, rist- ur og skafinn vel, þveginn úr saltvatni og þerraður. Hjarta og hálskjöt verkað vel, hjartað skorið í ræmur og þær lagðar ofan á feitari endann á ristlin- um, og hálskjötið, salti stráð á og ristillinn vafinn þétt utan um um. Þindin þvegin og saumuð utan um baggann. Lundabagga þarf að sjóða 1%—2 klst. eftir því hve stórir þeir eru. Gott er að hafa lundabaggasoð í lifrar- pylsu. Sé ristillinn ekki notaður, er allur mör skafinn af honum. — Garnamörinn skorinn í lengjur og notaður eins og ristill í lundabagga. Lundabaggar eru ágætir bæði nýir og súrsaðir. —Mbl. Herdeild frá Texas var að stíga á land í Norður-Afríku. Foring- inn ávarpaði hermennina og sagði: — Munið, að við verðum að forðast alla árekstra við hina innfæddu. Þótt þeir segi til dæmis, að Afríka sé stærri en Texas, verðum við að láta sem við álítum, að þeir hafi rétt fyrir sér. Minning merkismanns „Aldrei er svo bjarl yfir öðlingsmanni, a3 eigi geti syrt eins sviplega' og nú." Þessi alkunnu og sönnu orð Matthíasar Jochumssonar hurfu mér í hug, er mér barst harma- fregnin um sviplegt fráfall Jóns B. Snydals frá Crystal, North Dakota, en hann lézt af heila- blóðfalli á ferðalagi í Winnipeg þann 9. marz 1951. Saknaði ég þar vinar í stað; að vísu hafði fundum okkar eigi borið saman nema endur og sinnum, en eigi að síður voru kynni okkar með þeim hætti, að ég bæði virti hann og bar til hans hlýjan hug; öðrum þeim, er kynntust honum að nokkuru ráði, var einnig sama veg farið í hans garð. En með slíkan góðhug samferða- sveitarinnar að baki er það gæfa að hverfa inn á ókunna landið handan móðunnar miklu. Jón Baldvin Snydal, svo hét hann fullu nafni, var fæddur 3. febrúar 1899 að Garðar, N. Dakota, sonur þeirra mætu hjóna Skarphéðins Jónssonar úr Dala- sýslu (alinn upp í Stórholti þar í sveit) og Kristínar Bjarna- dóttur Bjarnasonar frá Þóru- stöðum í Bitru í Strandasýslu; fluttist hún fjögra ára gömul vestur um haf til Garðar 1883 og hefir átt heima þar í byggð jafnan síðan, nú um fjölda ár í Garðarbæ. Jón ólst upp á Garðar, gekk þar á barna- og miðskóla, en stundaði síðan framhaldsnám á Landbúnaðarháskólanum (State Agricultural College) í Fargo í tvö ár, 1918—19. Eftir að faðir hans dó varð Jón hægri hönd móður sinnar við búskapinn um fimm ára skeið, en tók við bú- inu á heimilisréttarlandinu, er hann árið 1930 kvæntist Sigur- laugu Guðmundsson frá Moun- tain, N. Dakota (dóttur þeirra Guðmundar Guðmundssonar og Guðrúnar Þórarinsdóttur), mik- illi myndarkonu, er lifir mann sinn ásamt tveim mannvænleg- um börnum þeirra: — Betty Lorraine, 17 ára, og Jóni Bald- vin, 8 ára að aldri. Eftir nokkurra ára búskap á heimilisréttarlandinu við Garð- ar, fluttu þau Jón og Sigurlaug til Crystal og voru síðan búsett þar; gerðist Jón brátt búsýslu- maður mikill, eins og enn mun sagt verða. Auk Kristínar móður Jóns, ekkju hans og barna, lifa hann þessi sjö systkini hans af tólf: Emily (Mrs. W. P. Boyle), New Rockford, N. Dakota; Steindór, Phoenix, Arizona; Guðmundur, Watford City, N. Dakota; Stein- berg, Hensel, N. Dakota; Mar- grét (Mrs. Oscar Sturlaugsson), Svold, N. Dakota; Guðbrandur, Rapid City, S. Dakota; og Oddný (Nrs. John Reese), Roseau, Min- nesota; ennfremur hálfsystir, Signý Snydal, Seattle, Wash. Jón Snydal gerðist fljótt, er hann hóf búskap á eigin spýtur, athafnamaður hinn mesti, eins og þegar er gefið í skyn. Rak hann búskapinn í stórum stíl, bæði hveiti- og kartöflurækt, og stundaði jafnframt aðra akur- yrkju; var hann dugnaðarmaður mikill og hagsýnn í fjármálum, enda var hann orðinn vel efnum búinn, er hann féll frá á bezta aldri. Hann var einnig maður félags- lyndur og tók mikinn og farsæl- an þátt í sveitarmálum. Hann var sveitarráðsmaður (County Com- missioner) í Pembina-héraði í átta ár, formaður í skólaráði Crystal-bæjar árum saman og einnig í stjórnarnefndum (Board of Directors) sjúkrahúsanna í Cavalier og Grafton. Félagsmál bænda og velferðarmál þeirra lét hann sig eðlilega * miklu skipta. Hann studdi, í einu orði sagt, drengilega öll góð málefni meðal landa sinna og annarra á sínum slóðum. Eins og vænta mátti um jafn- heilsteyptan mann og Jón var að lundarfari, var hann ágætur heimilisfaðir, sonur og bróðir. Jón Baldvin Snydal Vinfastur var hann að sama skapi, enda naut hann víðtækra vinsælda meðal landa sinna og annarra, er kynntust honum. Jón var myndarmaður mikill að vallarsýn, hinn alúðlegasti í framkomu, og ágætur heim að sækja; verður mér nú ofarlega í huga, hve fögrum orðum þeir félagar úr Karlakór Reykjavík- ur, er dvöldu á heimili þeirra Jóns og Sigurlaugar, fóru um hlýjar og höfðinglegar viðtökur aar. Og það heyrði ég oftar en einu sinni á Jóni sjálfum, hve vænt honum þótti um þá sögu- ríku heimsókn Karlakórsins í íslenzku byggðina. Þurfti það engum á óvart að koma, sem nokkuð verulega þekkti til Jóns. Hann var maður mjög bók- hneigður að eðlisfari, víðlesinn íslenzkum bókmenntum og skildi þær vel, og fylgdist einnig vel með íslenzkum málum. Þess vegna var honum koma hinna ágætu og skemmtilegu söngvara frá ættjörðinni sérstakt ánægju efni. „Drengir heita vaskir menn og batnandi“, segir í Snorra-Eddu, og eiga þau orð vel við um Jón Baldvin Snydal. Hann var drengskaparmaður, sem óx með árunum bæði að manndómi og víðsýni, en eigi getur betn vitnisburð. Mikill harmur er aldurhnig- inni móður hans, ekkju og börn- um, öðrum ættmennum og vin- um, kveðinn með fráfalli hans í blóma aldurs; en þá er að mmn- ast lokaorða skáldsins í erindinu fagra, sem vitnað var til í greinarbyrjun: „Og aldrei er svo svart yfir sorgarránni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú!“ RICHARD BECK Mannfórnir á sjó Framhald af bls. 4 Þótt undarlegt megi teljast, hafði þegar hér var komið, Harris skipstjóra og Rhodes stýrimanni verið boðið skipið Harry F. Thompson, skonnorta, sem ráðin var til siglinga við Suður-Ameríku, og í stað þess að taka þá fasta fyrir að hafa gefið hinar örlagaríku fyrirskip- anir eða að minnsta kosti að halda þeim sem vitnum, leyfði Meredith þei mað fara úr landi, eftir að hafa tekið af þeim skýrslu. Parker annar stýrimað- ur og aðalvitni að því, sem fram fór milli skipstjórans og Rhodes, var horfinn og einkennilegt var að yfirvöld Sambandsríkjanna gerðu enga tilraun til að hafa upp á honum. Murrey, negrinn, sem hafði aðstoðað Holmes við að kasta hinum sextán farþeg- um fyrir borð, var einnig horf- inn. Mál Holmes var lagt fyrir hinn háa kviðdóm. — Hann var kærð- ur fyrir brot á lögum frá 30. apríl 1790, sem fjalla um refs- ingu sjómanns, sem fremdi morð í rúmsjó. Til þessa hafði enginn tekið neitt tillit til aðstæðnanna eða ástæðunnar til þess, sem fram fór, að hann hafði drepið sextán manns til þess að bjarga lífi hinna 25, sem eftir lifðu. Nú þegar hann einn — og ekki einu sinni Murray, sem h'afði þó að- stoðað hann við drekkingarnar, var dreg^nn fyrir rétt, snerist hugur almennings honum 1 vil. I fyrsta sinn héldu nú mörg blöð því fram í ritstjórnargreinum sínum, að kringumstæðurnar í stórbátnum hefðu verið þannig, að „aðgerðir" Holmes hafðu ver- ið nauðsynlegar til þess að bjarga lífi meiri hluta farþeg- anna, og hann hefði verið hinn eini skipverji, sem hefði sýnt þrek og áræði. Á hinn bóginn héldu nokkrir því fram, að úr því að ekki varð komizt hjá slíkum sorgarleik, hefði att að lata draga um hver fórnarlömbin yrðu, heldur en að velja svona að eigin geðþótta. Verjendur Holmes bentu á, að yfirfullur báturinn hefði verið í bráðri hættu og ekkert ráðrým hefði verið til að láta draga um þetta. Sú staðreynd, að eingöngu farþegum hafði verið fórnað, en engum skipverja, olli einnig mikilli gagnrýni. Hinn 13. apríl 1842, eftir að Holmes hafði setið 7 mánuði í gæzluvarðhaldi, var málið lagt fyrir The United States Circuit- dómstólinn í Philadelphiu, og dómarann Henry Baldwin. En loks þegar dæma skyldi í mál- inu, reyndust kviðdómendur hafa jafn skiptar skoðanir og al- menningur. Eftir að hafa reifað málið í 16 klukkustundir, til- kynnti talsmaður þeirra, að þeir gætu ekki orðið sammála. Þeim var þá skipað að komast að ein- hverri ákveðinni niðurstöðu, og eftir 10 klukkustundir gengu þeir aftur inn í dómsalinn með ákveðin úrslit: — Sekur, en mælt með að dómstóllinn sýndi sakborningi miskunn. Holmes var dæmdur til 7 mán aða einangrunar og þrælkunar- vinnu. Sú staðreynd, að honum var einnig gert að greiða 20 dollara í sekt, gerði dóminn í þessu einstæða máli aðeins ein- kennilegri. Enn í dag hefir engin skýring' fengizt á því, hvers vegna engin tilraun var gerð til þess að lög- sækja aðra skipverja, sem hlut áttu að máli. Þegar dómurinn varð kunnur, streymdu þúsundir bréfa til for- seta Bandaríkjanna, þar sem beðið var um að Holmes yrði náðaður. Flestir bréfritaranna álitu, við nánari athugun á mál- inu, að sjómanninum hefði verið fórnað fyrir aðra, þar sem hann framkvæmdi aðeins gefnar skip- anir. En forsetinn neitaði samt að breyta dóminum, og Holmes tók út refsinguna. Þegar hann varð laus aftur, bauð einn af þeim, sem hafði samúð með honum, að taka hann í skiprúm á skonnortu, og þáði hann það. Þannig endaði eitt hið mest umdeilda og einkennilegasta mál aldarinnar. —M. Jensson þýddi —VIKINGUR Unaðsleg stund Hinn fyrsta dag októbermán- aðar lögðum við, konan mín og ég, af stað vestur á Kyrrahafs- strönd, aðallega til Vancouver- borgar. Vil ég nú segja lítils háttar frá því sem bar fyrir augu mín og eyru eina unaðs- lega kvöldstund þar í borginni, og þá ef til vill sumt fleira, sem stendur 1 sambandi við þá stund. En þetta er svo lifandi fyrir sálarsjón minni, að ég vil segja frá því, sem þar gjörðist eins og það væri að ske á þessu augnabliki. Ég var staddur í Dönsku kirkjunni, á East 19th Ave. og Prince Albert Street. Ég þekki hana vel, því þar prédikaði ég fjögur ár. Aldrei gleymi ég danska prestinum, Sörensen, sem þá þjónaði þar, því hann var mér svo frábærlega góður. Danska fólkið var ávalt okkur Islendingum einstaklega gott, að lána okkur kirkjuna sína. Þetta er sunnudagurinn, 5. október, kl. 7 að kvöldi. Kirkjan fyllist fólki. Bekkirnir eru nú alskipaðir, og innan skamms allir stólarnir, sem settir voru inn til að nota auða plássið. Nú fyllist jafnvel fordyrið. Þar verða allir að standa, því engin meiri sæti eru þar til, og þetta fólk stóð þar allan guðsþjón- ustutímann. Hvað var þá hópur- inn stór? Maður, sem hafði öll skilyrði til að vita sannleikann í því máli, sagði mér, að aðsóknin hefði verið 325 manns. Hvernig stendur á þessum mannfjölda? Hver er ástæðan til þess, að þetta er langfjöl- mennasta guðsþjónustan, sem haldin hefir verið meðal Islend- inga í Vancouver? Ástæðan er að Islenzki lúterski söfnuð- su, urinn í Vancouver hefir fengið nýjan prest, séra Eirík Bryn- jólfsson frá Útskálum á íslandi, og á nú að setja hann inn í em- bættið. Séra Valdimar J. Ey- lands, prestur Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg og forseti Hins lúterska kirkjufélags Is- lendinga í Vesturheimi, er kom- inn á staðinn til að framkvæma verkið. Dr. Clark Franklin Fry, forseta United Lutheran Church in America, kirkjufélagasam- bandsins, sem íslenzka kirkju- félagið tilheyrir, var boðið að taka þátt í athöfninni, en vegna annara starfa, sem hann hafði lofað, gat ekki orðið af því, að hann kæmi. Sama tilboð var sent Dr. Paul Andrew Kirsch, umsjónarmanni trúboðsstarfsins. Honum var heldur ekki unt að vera við athöfnina, en hann kom síðar og hafði fund með safnaðarnefndinni. Fjórir aðrir prestar voru boðnir, sem gestir, en það voru: séra P. B. Kron- berg, prestur Dönsku kirkjunn- ar; Dr. J. L. Sawyer, prestur Redeemer kirkjunnar í Van- Framhald á bls. 7 _ Gigtarstyngir GÓC tltSindi fyrir þá, er þarfnast svtunar frá gigtarstyngjum og hafa ekki geta'S fengiS bðt, en geta nú fengiS hana meS því aS nota T-R-C’s. LátiS eigi þreyt- andi verki lama ySur I framtíS- inni. ReyniS Templeton’s T.R.C’s xindir eins. ASeins 65c., $1.36 I lyfjabúSum. T 844. Heimsækið Evrópu í vor! Takist nú á hendur ferðina, er dregist hefir á langinn. Finnið umboðsmann ferðaskrif- stofunnar þegar í stað, og hann mun skýra yður frá lækkuðum fargjöldum og veita yður ókeypis leiðbeiningar . . . um það, hvernig bezt megi verja „SPARNAÐAR- ÁRSTÍÐUM“. Vegna frekari upplýsinga skrifið Icelandic Consulate General 50 Broad Street New York 4, N. Y. Meðlimur Europfan T RAVEL CoMMISSION Evrópisku ferffaskrifstofunnar Sameinuð Evrópa vegna aukinna vináttusamninga og og þróunar vegna ferðalaga

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.