Lögberg - 27.11.1952, Page 6
fi
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. NjÓVEMBER, 1952
LANGT í burtu
frá
Heimsku Mannanna
Eftir THOMAS HARDY
m
J. J. BÍLDFELL þýddi
„Segðu orðið, mín kæra, og svo skulum við
ekki tala meira um þetta; dásamleg hjartfólgin
kynning í sex ár — og svo gifting. — Ó, Bath-
sheba, segðu orðin!“ bað hann innilega klökkum
rómi og gat nú ekki dulið ástarþrá sína. „Lof-
astu til að verða mín, ég á það skilið, vissulega
á ég það, því að ég hefi elskað þig meira og
betur en nokkur annar! Og ef að ég hefði verið
of orðfrekur eða sýnt ósanngjarna aðgangs-
frekju í þinn garð, þá trúðu því, mín kæra, að
það var ekki ætlun mín að gjöra þér óhægð
með því. Ég kvaldist, Bathsheba, og vissi ekki
hvað ég sagði. Þú létir ekki hund líða eins
mikið og ég hefi liðið, ef að þú vissir af því!
Ég er stundum skelkaður út af að láta þig vita,
hversu mikið ég hefi unnað þér, og stundum
þykir mér líka fyrir því, að þú getur aldrei
vitað það til fulls. Vertu miskunnsöm og gef
þú eftir lítið eitt fyrir mig, sem er tilbúinn að
leggja lífið í sölurnar fyrir þig!“
Það var auðséð að Bathshebu var bæði
þungt í huga og klökk í lund, enda brast hún
í grát. „Og þú krefst ekki neins meira af mér —
ef að ég segi eftir fimm eða sex ár?“ sagði hún
kjökrandi, þegar að hún kom orði fyrir sig.
„Já, svo ég gef þetta á tímans vald.“
Hún stóð þegjandi dálitla stund. „Jæja þá.
Ég skal gifast þér eftir sex ár frá í dag, ef við
lifum þá bæði,“ sagði hún hátíðlega.
„Og þú tegur við þessu sem panti frá mér.“
Boldwood hafði fært sig nær henni, tók
aðra hendi hennar og bar hana upp að brjósti
sér. /
„Hvað er það? — Ó, ég get ekki sett upp
hring!“ sagði Bathsheba þegar hún sá hvað
hann var með; „og auk þess vil ég ekki að
nokkur maður viti um þessa samninga. Þeir
eru máske óviðeigandi, og svo erum við ekki
trúlofuð á vanalegan hátt. Krefstu þess arna
ekki, hr. Boldwood — gerðu það ekki!“ Hún
reyndi að ná hendinni aftur af Boldwood, en
þegar að hún gat það ekki, stappaði hún með
fætinum í gólfið og tárin komu fram í aiigu
hennar.
„Það meinar aðeins pant — það er ekkert
hugðarmál í sambandi við hann, heldur er
hringurinn innsigli á hagkvæmum samningum,"
sagði Boldwood rólega og hélt enn fast í hend-
ina á henni. „Vertu nú góð!“ Og hann dró
hringinn á fingurinn á henni.
„Ég get ekki haft hringinn á hendinni,“
sagði hún með þungum ekka. „Þú hræðir mig
með þessu bráðlæti! Vertu nú svo góður að
lofa mér að fara heim!“
„Aðeins í kveld: hafðu hann á hendinni að-
eins í kveld, gerðu það fyrir mig!“
Bathsheba settist á stól og fól andlitð í
höndum sér, þó að Boldwood væri ekki enn
búinn að sleppa hendinni á henni. Að síðustu
sagði hún í lágum vonleysisrómi:
„Nú, jæja þá, ég skal hafa hringinn á hend-
inni í kveld, ef þér er svona ósköp annt um
það. Slepptu nú hendinni á mér! Já, ég skal
áreiðanlega bera hann í kveld.“
„Og það skal verða byrjunin á sex ára far-
sælu tilhugalífi og svo giftingu?“
„Það verður víst svo að vera, fyrst þú vilt
hafa það svo!“ sagði Bathsheba, sem nú var
yfirbuguð og ófær til frekari mótstöðu.
Baldwood þrýsti hendi hennar og sleppti
henni svo: „Ég er nú sæll,“ sagði hann. „Guð
blessi þig!“ — Hann fór út úr herberginu, og
þegar hann hélt að hún væri búin að jafna sig
aftur sendi hann eina af þjónustustúlkunum
til hennar.
Bathsheba lét sem minnst á því bera, sem
fyrir hana hafði komið og fylgdi stúlkunni
eftir fáar mínútur ofan og var þá búin að setja
á sig hatt sinn og komin í ferðakápuna, því
hún ætlaði strax af stað heim. Til þess að kom-
ast til útidyranna þurfti hún að ganga í gegnum
salinn, sem fólkið var í, og áður en hún lagði
af stað stansaði hún á neðstu tröppu stigans,
sem lá ofan í salinn til þess að líta yfir fólkið
áður en hún færi.
Það var hvorki hljóðfærasláttur né dans
í salnum þegar að hún kom ofan. í þeim enda
salsins, sem var fjær henni og sérstaklega var
ætlaður vinnufólkinu, sá hún menn standa í
hópum og vera að tala saman hljóðlega. Bold-
wood, sem stóð við eldstæðið, hafði, þó að hug-
ur hans dveldi aðallega við framtíðardraum-
sýnir í sambandi við Bathshebu, veitt þessu
tali og aðstöðu mannanna eftirtekt.
„Hvað er það, sem þið eruð að tala um?“
Einn af mönnunu mleit við og sagði heldur
dauflega: „Það var dálítið, sem að hann Labon
heyrði og ekkert annað, herra.“
„Fréttir? Hefir nokkur gift sig, hengt sig,
eða er einhver nýfæddur, eða dauður? spurði
Boldwood glettnislega. „Segðu okkur hvað það
er, Tall. Maður hefir ástæðu til að halda eftir
allt þetta pískur og leynihjal að einhver ósköpin
hafi komið fyrir.“
„Ó, nei, herra, það er enginn dauður,“
sagði Tall.
„Ég vildi að hann væri dauður,“ hvíslaði
Samway.
„Hvað ertu að segja, Samway?“ spurði
Boldwood nokkuð hastur. „Ef þú hefir eitthvað
til að segja, þá segðu það, ef ekki þá skaltu
fara að dansa.“
„Frú Tray er komin ofan,“ sagði Samway
við Tall. „Ef þú ætlar að segja henni frá þessu,
þá er bezt fyrir þig að gjöra það nú.“
Boldwood kallaði til Bathshebu og spurði
hana hvort hún vissi hvað mennirnir meintu.
„Ég hefi ekki hugmynd um það,“ sagði
Bathsheba.
Nú var barið hressilega að dyrum. Einn
af mönnunum, sem næst dyrunum stóð, opnaði
þær og fór út. Þegar hann kom inn aftur sagði
hann að komumaður vildi finna frú Tray.
„Ég er alveg tilbúin,“ sagði Bathsheba, „þó
að ég segði þeim ekki að senda eftir mér.“
„Það er ókunnugur maður, frú,“ sagði mað-
urinn, se mtil dyranna fór.
„Ókunnugur maður?“ endurtók Bathsheba.
„Láttu hann koma inn,“ sagði Boldwood.
Manninum var boðið inn, en það var enginn
annar en Tray dúðaður upp að augum, eins og
við höfum lýst honum.
Það var dauðaþögn í salnum, og allir litu í
áttina til gestsins, sem stóð í dyrunum. Þeir,
sem höfðu frétt að Tray væri 1 nágrenninu,
þekktu hann undir eins; en hinir, sem ekkert
vissu um hann, horfðu vandræðalega á hann.
Enginn veitti Bathshebu eftirtekt. Hún studdi
sig við stigann, þung á brún, náföl í andliti,
með opnar varir og starði á komumanninn.
Boldwood var á meðal þeirra, sem ekki
þekktu komumann: „Komdu inn, komdu inn!“
sagði hann glaðlega, „og drekktu jólaskál með
okkur, gestur!“
Tray gekk inn á mitt gólfið, tók ofan húf-
una, bretti niður kragann á yfirhöfninni og
horfði framan í Boldwood. Jafnvel þá áttaði
Boldwood sig ekki á því, að það var maðurinn,
sem eitrað hafði líf hans og eyðilagt vonir hans
áður, kominn þarna á ný til að gjöra hið sama
nú í annað sinn.
Tray fór að hlægja, kuldalega og glettnis-
lega — og þá þekkti Boldwood hann.
Tray sneri sér að Bathshebu. Ástandi henn-
ar verður ekki með orðum lýst. Hún hafði
hnígið niður á neðstu tröppuna í stiganum og
þar lá hún frekar en sat með þurrar, bláleitar
og opnar varir og starði undrandi á Tray eins
og hún gæti ekki áttað sig á hvort hún væri
vakandi eða sofandi. — Svo talaði hann til
hennar og sagði:
„Bathsheba, ég kom til að sækja þig!“
Hún svaraði honum ekki.
„Komdu með mér, komdu!“
Bathsheba færði fæturna til lítið eitt, en
stóð ekki upp.
Tray fór til hennar.
„Komdu, frú, heyrurðu til mín!“ sagði hann
ákveðið.
Einkennilegur rómur heyrðist frá eldstæð-
inu — málrómur, sem virtist koma langt að og
eins og úr undirdjúpum. Það voru fáir þarna
inni, sem þekktu hann fyrir málróm Boldwoods.
Skyndilegt vonleysi hafði gjörbreytt honum. —
„Bathsheba, farðu með manninum þínum!“
En þessi skipun hafði engin áhrif á Bath-
shebu; hún hreyfði sig ekki. Satt að segja þá
gat hún ekki hreyft sig, því þó hún hefði ekki
misst meðvitundina, þá var hún á milli heims
og helju og gat ekki hugsað, þó að hún að ytra
útliti bæri þess engan vott.
Tray rétti út hendina eins og til þess að
draga Bathsfiebu að sér, en hún hörfaði til baka.
Þessi sýnilega óbeit hennar virtist espa Tray,
svo að hann greip í handlegginn á henni og
togaði hana að sér. Hvort heldur það var hand-
takið sem særði hana eða það að hann snerti
hana hefir verið ástæðan verður aldrei upp-
víst, en rétt í því að hann snerti hana vatt hún
sér undan og hljóðaði upp.
Hljóð hennar hljómaði enn í eyrum manna
þar inni, þegar skot reið af inni í húsinu með
svo miklum hrða og var svo óvænt, að það
gekk fram af öllum sem inni voru.
Menn litu í þessum óvæntu kringumstæð-
um til Boldwoods. Hann stóð fyrir framan eld-
stæðið, en á bak við hann yfir eldstæðinu voru
tvær byssur. Þegar að Bathsheba hljóðaði upp
yfir sig, er maður henna tók til hennar, hafði
vonleysisútlit Boldwoods breytzt. Æðarnar á
enni hans höfðu þrútnað og æðiskendur glampi
komið í augun á honum. Hann hafði snúið sér
snögglega við, tekið aðra byssuna, spent hana
og hleypt af henni hiklaust og á Tray.
Tray féll; bilið á milli mannanna var svo
stutt, að skotið dreifðist ekki heldur fór í gegn-
um Tray eins og þó kúlu hefði verið skotið.
Það eins og rumdi í honum, líkaminn drógst
saman eins og af sinadrætti, svo rétti hann úr
sér og lá kyrr.
Gegnum púðurreikinn sást Boldwood aftur
með byssu í höndunum, hún var tvíhleypt,
og hann var búinn að festa vasaklút um gikk-
inn í handbjörginni, og var búinn að koma
fætinum í lykkjuna á vasaklútnum, og var í
þann veginn að hleypa skoti úr byssunni á
sjálfan sig. Samway vinnumaður hans varð
fyrstur til að koma auga á þetta, hann þaut til
Boldwoods og gat komið höggi á byssuna rétt
áður en skotið reið af, svo að það fór í bita í
loftinu í herberginu, sem að þeir voru í, en ekki
í Baldwood.
„Það gjörir ekki mikið til,“ sagði Boldwood,
„það eru fleiri dauðavegir opnir fyrir mér.“
Svo fór hann frá Samway, gekk þangað sem
Bathsheba stóð, kyssti á hendina á henni, setti
upp hattinn, opnaði dyrnar og hvarf út í
nóttina.
LIV. KAPÍTULI
Boldwood gekk út á aðalveginn og sneri í
áttina til Casterbridge. Hann gekk greitt yfir
Yalburyhæðina, yfir sléttuna hinu megin við
hana, yfir Melstock-hæðina, svo beint yfir heið-
ina og inn í bæinn. Var hann kominn þangað
á milli klukkan ellefu og tólf. Það var fátt
íólk á ferð í bænum og götuljósin lýstu upp
aðeins gráar raðir af verzlunarhúsum og hvít-
leita steinstétt, sem hann gekk eftir. Hann
sneri sér til hægri og stansaði við bogahlið á
mikilúðlegri steinbyggingu, var það lokað með
járnslegnum hurðum. Þetta var inngangurinn
í fangahúsið og yfir honum logaði ljós, og við
birtuna frá ljósinu sá hann húsbjöllustreng,
sem lá inn í húsíð.
Eftir skamma stund voru litlar dyr opnað-
ar af þjónustumanni stofnunarinnar. Boldwood
gekk til hans og sagði eitthvað ofurlágt við
hann; eftir dálítinn tíma kom annar maður.
Boldwood fór með honum inn í bygginguna
og hvarf umheiminum.
Löngu áður en hér var komið, hafði fréttin
um það sem fyrir hafði komið í jólaboðinu hjá
Boldwood borizt út um Weatherbury. Af þeim,
sem ekki voru inni í húsinu, barst fréttin um
þetta skelfilega tilfelli einna fyrst til eyrna
Oaks, og þegar hann kom inn í húsið hér um
bil fimm mínútum eftir að Boldwood fór út,
var aðkoman hræðileg. Allt kvenfólkið hímdi
skelfingu lostið upp við veggina, eins og fé í
manndrápsveðri, og mennirnir stóðu mállausir
og vissu ekkert hvað þeir áttu að gjöra. Hvað
Bathshebu snerti, þá var hún orðin gjörbreytt.
Hún sat flötum beinum á gólfinu við hliðina á
Tray og hafði lyft höfðinu á honum í kjöltu sér.
Með annari hendinni hélt hún vasaklút sínum
við sárið á brjósti hans, þó úr því blæddi naum-
ast dropi, en með hinni hélt hún í hendina á
honum. Þetta voðatilfelli hafði vakið hana til
sjálfsmeðvitundar aftur. Bráðabirgðarmagn-
leysið var horfið, en úrræðaframtak hennar
vakið, þegar mest þurfti á að halda. Þraut-
seigjan, sem frá vanalegu sjónarmiði er sjald-
gæf þegar á reynir, var henni í blóð borin.
Bathsheba var dásamleg undir þessum kring-
umstæðum. Framtakið var henni eðlilegt og
einn aðalþátturinn í skapgerð hennar, enda
var aldrei hik á henni við það, sem henni þótti
framkvæmanlegt. Hún var úr sama efni gjör
og mæður mikilmenna. Hún var hugumstóru
framfarafólki fyrirmynd, hötuð af fólki á te- og
kaffidrykkj usamkomum, verzlunarmennirnir
höfðu beig af henni, en allir litu þó upp til
hennar þegar í harðbakka sló. — Allra augu
störðu á Tray, þar sem hann lá með höfuðið
í kjöltu konu sinnar á miðju gólfinu.
„Gabríel!“ sagði Bathsheba eins og hálf
utan við sig, þegar að hann kom inn. „Farðu
undir eins til Casterbridge og sæktu lækni!
Ég á ekki von á, að það sé til neins, en farðu
samt. — Herra Boldwood hefir skotið manninn
minn.“
Þessi blátt áfram umsögn, sem var miklu
áhrifameiri heldur en nokkur sorgarummæli
gátu verið, kom öllum viðstöddum til þess að
átta sig á hlutunum og líta á þá í ljósi veru-
leikans. Áður en Oak fékk fullkomna skýringu
á því sem fyrir hafði komið, fór hann út, söðlaði
hest sinn og reið í burtu. Það var ekki fyrr en
hann var kominn mílu vegar, að honum datt
í hug, að það hefði verið réttara fyrir hann,
að senda einhvern annan í þessa ferð en vera
sjálfur eftir í húsinu. Hvað var orðið um Bold-
wood? Það hefði þurft að líta eftir honum.
Var hann genginn af vitinu — hafði lent í
rimmu á milli þeirra? Hvernig hafði Tray
komist þangað? Hvaðan hafði hann komið?
Hvernig í ósköpunum gat þetta komið fyrir,
þegar allir þóttust sannfærðir um, að hann
lægi á mararbotni? Hann hafði að vísu heyrt
einhvern ávæning af því, að Tray væri ein-
hvers staðar í nágrenninu rétt áður en hann
fór inn til Boldwoods, en áður en hann hafði
getað áttað sig á hlutunum, höfðu þessi vand-
ræði komið fyrir. En það var nú orðið of seint
að hugsa um að senda annan mann, svo hann
hélt áfram, en var svo niðursokkinn í hugsanir
sínar, að hann tók ekki eftir þéttvöxnum
manni, sem að hann fór fram hjá skammt
frá bænum.
Vegalengdin, ýmsar tafir og næturmyrkrið
ollu því að þrír klukkutímar voru liðnir frá
því að Tray var skotinn og þangað til Aldritch
læknir kom heim til Boldwoods. Oak tafðist
í Casterbridge við að kunngjöra hlutaðeigandi
yfirvöldum hvað fyrir hafði komið. Hann frétti
að Boldwood hefði komið þangað og gengið
lögreglunni á vald. í millitíðinni náði læknir-
inn heim til Boldwoods, eins og sagt hefir verið
og fór undir eins inn í húsið, en þar var allt
mannlaust og ljós öll slokknuð. Hann gekk í
gegnum húsið og fann aldraðan mann í eld-
húsinu og spurði hann frétta.
„Hún lét taka hann í burtu og heim til
sín,“ sagði gamli maðurinn.
„Hver þá?“ spurði læknirinn.
„Frú Tray. Hann var alveg dauður, herra.“
„Þetta eru næsta einkennilegar fréttir. Hún
hafði engan rétt til að taka hann í burtu,“ sagði
læknirinn. „Það verður að setja kviðdóm í þetta
mál, og hún hefði átt að bíða þangað til að
hún vissi hvað hún ætti .að gjöra.“
„Já, herra, hún var minnt á að bíða þangað
til víst væri hvað lögin hefðu um þetta að
segja. En hún sagði, að sig varðaði ekkert um
lögin og að hún ætlaði ekki að láta lík mannsins
síns vera eftir 1 óreiðu fyrir alla til að glápa á,
hvað svo sem allir líkskoðarar í Eenglandi
segðu.“
Aldritch læknir ók undir eins upp hæðina
og heim til Bathshebu. Fyrsta persónan, sem
hann hitti þar, var Liddy, sem virtist hafa
gengið í sjálfa sig síðustu klukkutímana.
„Hvað er búið að gjöra?“ spurði læknirinn.
„Ég veit það ekki, herra,“ svaraði Liddy
í lágum hljóðum. „Húsmóðirin hefir gjört það
allt.“
„Hvar er hún?“
„Uppi á lofti hjá honum, herra. Þegar þeir
komu með hann heim og höfðu tekið hann upp
á loft, þá sagði hún þeim, að hún þyrfti ekki
á hjálp þeirra að halda meira. Svo kallaði hún
á mig og bað mig að fylla baðkerið með vatni
og sagði mér svo að fara og leggja mig fyrir,
því að ég liti svo illa út. Svo læsti hún dyrun-
um og var ein inni hjá honum og tók ekki í
mál að nokkur kæmi inn til þeirra — ekki einu
sinni hjúkrunarkonan. En ég ásetti mér að
bíða í næsta herbergi ef ske kynni að hún
þyrfti á mér að halda. Ég heyrði hana ganga
um gólf fram og aftur í herberginu í meira en
klukkutíma, en hún kom aðeins einu sinni út,
en það var til að ná sér í fleiri kerti, því að
þau sem hún hafði voru nærri brunnin út.
Hún sagði, að við skyldum láta hana vita, þeg-
ar þú og séra Thirdly kæmuð, herra.“
Oak og presturinn komu inn rétt í þessu
og þeir fóru allir upp á loft og Liddy Small-
bury á undan þeim. Allt var þögult eins og
gröfin, þegar að þau stönsuðu í ganginum uppi.
Liddy drap á dyrnar á herberginu, sem að
Bathsheba var í, Bathsheba heyrðist ganga að
hurðinni og opna hana. Svipur hennar var
alvarlegur, en þó rólegur.
Ó, já, hr. Aldritch, þú ert kominn eftir
allt,“ sagði hún lágt og seinlega og opnaði
dyrnar. „Ó, og séra Thirdly líka. Jæja, það er
allt búið og það getur nú hver sem vill séð
hann.“ Svo gekk hún fram hjá þeim í gangin-
um og inn í annað herbergi. Þeir litu inn í her-
bergið, sem hún kom út úr og dauði maðurinn
var í. Þeir sáu við ljósbirtu, sem þar var inni,
hvar hann lá sveipaður hvítu líni í hinum enda
herbergisins, og allt var í röð og reglu inni í
herberginu. Læknirinn fór inn í herbergið,
en kom út aftur eftir fá augnablik til þeirra
Oaks og prestsins, sem biðu við herbergis-
dyrnar.
„Það er allt búið, eins og hún sagði,“ sagði
læknirinn lágt. „Líkið hefir verið fært úr föt-
unum, réttilega lagt til og búið til gralar.
Herra minn góður — hún er aðeins unglingur!
Hún hlýtur að vera gædd hugrekki meistar-
anna!“
Það var eins og einhver ósjálfráð nær-
vistarkennd kæmi þeim til að líta upp og þeir
sáu Bathshebu, sem nú var komin til þeirra.
En það var auðséð, að það hafði verið vilja-
þrekið fremur en líkamsþrótturinn, sem hafði
borið hana í gegnum eldraun þá, er hún hafði
gengið í gegnum, því hún var naumast komin
til þeirra, er hún hné niður meðvitundarlaus
á gólfið. Meðvitundin um að hún þyrfti ekki
lengur að beita yfirnáttúrulegum viljakrafti,
hafði dregið úr henni allan mátt.