Lögberg - 29.01.1953, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. JANÚAR, 1953
Fréttabréf úr Borgarfirði
Eins og Vestur-í.slendingum er kunnugt um, lézt á síðasta hausti
fræðaþulurinn Kristlcifur porsteinsson bóndi á Stóra-Kroppi í Borg-
arfirði hinum meiri, en hann hafði um þrjá áratugi sent Ixigbergi
fróðleg og ánægjuleg fréttabréf úr héraði sínu; nú hefir sonur hans,
Einar, fengið Ixigbergi til birtingar fréttabréf það, er hér fer á eftir
og fylgdi því fagurt einkabréf til ritstjórans. skal bréfritaranum hér
með þakkað hvorttveggja, og þarf eigi að efa, að fréttabréfinu verði
vei fagnað, og bá ekki sízt meðal þeirra, er muna hið svipmikia
Borgarfjarðarhérað og bera kcnsl á íbúa þcss; ræktarsemi af þcssari
tegund er fögur og hjartastyrkjandi. —Ritstj.
*
Runnum 28. des. 1952
Góðir Vestur-íslendingar!
Á liðnum árum hafa öðru-
hvoru birzt í Lögbergi fréttabréf
úr Borgarfirði eftir föður minn,
Kristleif Þorsteinsson.
Nú er hans strengur brostinn,
þar sem hann andaðist á liðnu
hausti þann 1. október; eins og
Lögberg er áður búið að skýra
ykkur frá á virðulegan og vin-
samlegan hátt í mjög hlýlegri
grein. En vegna hins mjög langa
og vinsamlega sambands, sem
verið hafði milli föður míns og
ykkar Vestur-íslendinga, fann
ég mig knúðan til til að senda
ykkur fáeinar línur á þessum
tímamótum. Ég vissi ekki fyrri
en í dag, að ekki væri farið að
senda línur vestur. Hélt mér
færari menn hefðu þegar verið
búnir að því. En þar sem það
hefir nú fyrirfarist vildi ég fyrst
biðja afsökunar á því tómlæti í
þessu máli. Það stafar einungis
af því að hér er nú höfuðlaus
her.
Ég vil svo næst leyfa mér að
færa kærar þakkir þeim mörgu
Vestur-íslendingum, sem sýnt
hafa föður mínum sérstakan
vinarhug, bæði með hlýjum
kveðjum, bréfum, heimsóknum
og stórgjöfum. Allt þetta var
honum mikil ánægja, uppörfun
og styrkur til að gjöra sitt bezta
við að reyna að halda vakandi
lífi í því vináttusambandi, sem
tengt hefir og tengja skal saman
Islendingana beggja megin At-
lantshafsins. Það var honum
hjartansmál.
Hin síðustu árin var sjón föður
míns farin svo að bila, að hann
gat ekki nema að litlu leyti notið
sín við bréfaskriftir eða lestur.
Mun hann því hafa átt ósvarað
ýmsum bréfum. Hann reyndi í
lengstu lög að senda Lögbergi
bréf fyrir jólin, því áhugi hans
og andlegir kraftar virtust með
öllu óbilaðir til hins síðasta,
þrátt fyrir hinn háa aldur. En í
fyrravetur, er hann var að skrifa
í Lögberg, sagði hann, að þetta
yrði sitt síðasta Ameríkubréf, og
hann vissi hvað hann sagði þá.
Nú er merki hans fallið, og eng-,
inn, sem líklegur er til að halda
því uppi. Ég hripa niður þessar
fáu og ófullkomnu línur, aðeins
sem einn af hinum höfuðlausa
her, sem ráðþrota stendur, þótt
ég viti vel að ég er enginn mað-
ur til að gjöra það svo vel sem
ég vildi og vert væri.
Sem dæmi um það, hvað minni
föður míns var óbilað til ævi-
loka, vildi ég geta þess, að síðast-
liðið vor kom ég að finna hann
sem oftar, og þá taldi hann upp
alla, sem flutt höfðu til Ameríku
úr Hálsasveit og Reykholtsdals-
hreppi, og mundi hann nöfn
þeirra allra, nema nokkurra ung-
barna. Og var ég svo heppinn
að skrifa niður alla með nöfnum,
sem farið höfðu frá hverjum bæ.
Alls mundi hann eftir 42 —
fjörutíu og tveimur — úr Hálsa-
sveit og 86 — áttatíu og sex —
úr Reykholtsdalshreppi, er farið
höfðu til Ameríku, og aðeins fáir
þeirra komið aftur. Ég býst við,
að þessi upptalning hans láti
nærri að vera rétt, svo skýrt stóð
honum þetta allt fyrir hugskots-
sjónum. Þá vildi ég reyna að
tína til einhverjar fréttir, því ég
veit, að nóg verður eftir ósagt
handa hverjum hæfum manni,
sem til þess kynni að verða að
skrifa sæmilegt fréttabréf til
Ameríku.
Árið, sem nú fer að kveðja,
byrjaði heldur ófriðlega. Á nýj-
ársdag brann til kaldra kola bær-
inn á Úlfsstöðum í Hálsasveit og
varð nær engu bjargað, svo að
fólkið stóð allslaust uppi og
klæðlítið. Veður í Janúar voru
oft óvenju mikil og hlutust af
ýmsir skaðar; skip fórust eða
rak á land, raflínur slitnuðu og
skemmdust og urðu af því ýms
óþægindi og stórtjón. Laxfoss,
sem var aðalsamgöngutæki á sjó,
milli Reykjavíkur, Akraness og
Borgarness, fórst við land á
Kjalarnesi, mannbjörg varð, og
hefir þett» valdið miklum óþæg-
indum á samgöngum hér, því
Laxfoss var orðinn mjög hent-
ugt og gott skip, á þessum leið-
um, eftir breytingar, sem búið
var að gjöra á honum. Að janúar
mánuði undanskildum var vet-
urinn veðragóður og snjóléttur
hér í Borgarfirði, og vorið kom
með venjulegum hætti. En undir
lok maímánaðar spilltist tíðin
mjög og komu látlausir kuldar
og næturfrost. Gróður kulnaði út
og jörð kól víða til stórskaða,
svo að sláttur byrjaði víða mjög-
seint, en það var sameiginlegt
með síðustu tveim sumrum, að
þurviðri voru óvenjulega mikil
og nýting á heyjum varð með af-
brigðum góð. Varð því útkoman
með heyskap mikið betri, en á-
horfðist framan af sumri. Tíðar-
farið í haust og það sem af er
vetri hefir verið óvenju gott.
Mjög lítið hefir snjóað enn, en
oft hefir verið svo hlýtt, að grös
hafa byrjað að gróa og jafnvel
blómstrað.
En frost og snjór kom víða um
landið alla mánuðina maí—
október; svo var loftkuldinn mik-
ill þann tíma ársins, og mun það
vera fágætt, en sumarið var sól-
ríkt, úrkomulítið og mjög veðra
gott í Borgarfirði, en tíðarfarið
var nokkuð misjafnt í landshlut-
um. Vegna alltof mikilla þurka
og næturfrostanna varð garða-
uppskera mjög rýr og brást sums
staðar með öllu. Framkvæmdir
voru sums staðar miklar í land-
inu; hafin var bygging á áburð-
arverksmiðju við Reykjavík og
undirbúningur að sementsverk-
smiðju á Akranési. Brúargerðir
voru nokkrar, t. d. var byggð
fjórða brúin á Reykjadalsá; brú
var sett hjá Steindórsstöðum.
Áður voru komnar brýr hjá
Gröf, Gi^jum og Kletti. Skurð-
gröfur voru í gangi víða um
landið og munu þær hafa grafið
um tvær miljónir rúmmetra
samtals í ár.
Nokkrar byggingar hafa verið
reistar, bæði við sjó og í sveit,
t. d. hefir Þorsteinn á Úlfsstöð-
um staðið í stórbyggingarfram-
kvæmdum. Hann hefir í smíðum
stórt íbúðarhús, hlöðu, fjós og
haughús, votheyshlöður o. fl., og
er þetta allt óvenjulegt átak hjá
einum bónda; var hann þó lengi
eftir sig vegna ofraunar við
björgunartilraunir í fyrra. Þor-
steinn er sonur Jóns, er bjó á
Úlfsstöðum Þorsteinssonar Árna
sonar frá Hofstöðum. Móðir Þor-
steins bónda á Úlfsstöðum var
Guðrún Jónsdóttir frá Úlfsstöð-
um. Auk allra byggingafram-
kvæmda, sem Þorsteinn stendur
í, yrkir hann bæði jörð og ljóð.
Skyldmenni á Þorsteinn í Ame-
ríku, bæði í föður- og móðurætt.
Til dæmis um núverandi dýrtíð
hér á landi og örugleika í sam-
bandi við að standa í stórbygg-
ingaframkvæmdum, má geta
þess, að ofnarnir einir í hið nýja
hús á Úlfsstöðum, kosta nú
jafnmikið og hús það, er brann
þar í fyrra, kostaði með öllu upp-
komið, er Þorsteinn byggði það
fyrir nokkrum árum, og var þó
allstórt íbúðarhús.
Stórar rafvirkjanir eru í smíð-
um eða viðbætur við gamlar t. d.
hinum meiri
við Sogið og Laxá í Þingeyjar-
sýslu. Nokkuð hefir verið unnið
í nýjum raflínum við uppsetn-
ingu staura, en treglega hefir
gengið að útvega efni í línurnar
að öðru leyti og standa víða
stauraraðirnar vírlausar, nú yfir
veturinn og koma því engum að
notum. Fjárskipti voru fram-
kvæmd hér um Borgarfjörðinn
á síðastliðnum tveimur árum og
lítur mjög vel út með þau enn
sem komið er. Féð reynist ágæt-
lega og engrar pestar hefir enn
orðið vart á þessu fjárskipta-
svæði, svo vitað sé. Þannig er
nú ört þrengdur hringurinn um
hina illræmdu mæðiveiki, sem
flutt var hingað til landsins með
karakúlfé frá Þýzkalandi fyrir
15 árum og hefir orðið hin erfið-
asta og leiðasta plága við að
glíma hér á landi í seinni tíð. I
haust voru framkvæmd mestu
fjárskipti, sem átt hafa sér stað
hér á landi, er flutt voru um 30
þúsund líflömb inn á svæðið
milli Hvalfjarðar og Rangár, sem
búið var að framkvæma algjörð-
an niðurskurð á. Ríkið styrkti
bændur til þessara fjárskipta
með stórfjárframlögum, en eins
og oft vill verða með slíkar
styrkveitingar varð þar nokkur
ljóður á, því styrkurinn var
veittur aðeins eftir þeirri fjár-
tölu, sem hver einn hafði orðið
að skera niður, er skipt var.
Kom hann því til úthlutunar í
öfugum hlutföllum við það sem
menn höfðu mist úr pestinni.
Þeir fengu mest sem minnst
höfðu mist, en ekkert þeir, sem
mist höfðu allt. En pest þessi
var búin að gjöra fjölda bænda
nær eða alveg félausa, en sumir
mistu furðu lítið, og gátu jafnvel
haldið, að mestu, við fjártölu
sinni. Þannig hefir hin mikla
plága leikið menn misjafnlega
grátt. Nú verður þungur róður
fyrir þá, sem fjárlausir stóðu
eftir alla baráttuna við pestina,
að koma sér upp nýjum fjár-
stofni, án allrar aðstoðar frá
ríkinu, sem því raunverulega ber
skylda til að veita, eftir að hafa
dregið þennan ófögnuð inn í
landið. — Stjórnmálaástandið í
landinu hefir haldizt óbreytt á
þessu ári, nema hvað forseta-
skipti urðu, er Sveinn Björnsson
andaðist 25. janúar, en í hans
stað var Ásgeir Ásgeirsson
bankastjóri kosinn forseti, hinn
fyrsti með almennri atkvæða-
greiðslu. Varð nokkur hiti í
þeim kosningum um skeið.
Nýlega átti níræðisafmæli
Þórunn Richarðsdóttir í Höfn í
Melasveit. Hún er búin að búa í
Höfn með miklum sóma í langa
hríð. Mann sinn, Torfa P. Sivert-
sen, misti hún eftir stutta sam-
búð. En einkasonur þeirra hjóna,
Pétur, hefir nú um langa hríð
verið heimilisstoð hennar. Hann
var barn að aldri er hann misti
föður sinn. Þórunn hefir jafnan
verið talin ein hin mezt gefna,
menntaðasta og mikilhæfasta
kona þessa héraðs.
Ólafur Guðmundsson á Sáms-
stöðum í Hvítársíðu andaðist að
heimili sínu 1. febrúar síðastl.
hjá syni sínum, Guðmundi, sem
nú býr á Sámsstöðum eftir föður
sinn. ólafur var hinn mesti fyrir-
myndarmaður í öllum búnaðar-
framkvæmdum. Hann tók við
góðum efnum eftir foreldra sína
og bjó allan sinn búskap á Sáms-
stöðum með hinni mestu prýði
og gekk á undan með byggingar-
og jarðræktarframkvæmdir. —
Hann var vinsæll og stoð sinnar
sveitar alla tíð. Konu sína, Mar-
gréti Sigurðardóttur frá Neðra-
Nesi misti hann fyrir nokkrum
árum, og var sjálfur orðinn út-
slitinn og örvasa eftir langan og
strangan vinnudag.
Jón Símonarson bóndi á Stóru-
Fellsöxl varð bráðkvaddur að
heimili sínu lau^t eftir miðjan
september síðastliðinn. Bræður
Jóns, Magnús og Jóhann, búa á
Fellsaxlar-bæjunum. — Bróðir
þeirra var séra Bjarni á Brjáns-
læk, sem dáinn er fyrir mörgum
árum. Jón var maður greindur
vel og drengur góður. Hann var
giftur Ólöfu Elíasdóttur frá
Melakoti í Stafholtstungum, og
lifir hún mann sinn.
Guðmundur Sigurðsson, fyrr-
um bóndi á Helgavatni í Þverár-
hlíð dó í Reykjavík í þessum
mánuði (7. des.) og var fluttur
að Norðurtungu til greftrunar.
Hann var bæði smiður og bú-
höldur góður, en varð vegna
örðugra heimilisástæðnar að
bregða búi fyrir nokkrum árum,
og flutti fyrst á Akranes og síðan
til Reykjavíkur. Guðmundur
seldi Helgavatnið hinum snjall-
gáfaða fræðimanni og rithöfundi
Benedikt Gíslasyni frá Hofteigi,*
en hann bjó þar skamma hríð og
seldi aftur jörðina Jóni Kjartans-
syni úr Reykjavík, er nú rekur
á Helgavatni einhverjar mestu
jarðræktarframkvæmdir hér um
slóðir.
Á þessu ári lézt Ólafur Magnús
son bóndi á Þórustöðum í Svína-
dal.
Nikulás Gíslason, fyrrum
bóndi á Augastöðum, lézt í
byrjun nóv. og var jarðsettur 13.
nóv. að Stóra-Ási. Hann dvaldi
hin síðustu ár hjá einkadóttur
sinni Guðrúnu og manni hennar,
Þorbergi Eyjólfssyni, sem nú
búa á Augastöðum. Kona Niku-
lásar var Salvör Sveinbjarnar-
dóttir fra Sigmundarstöðum í
Hálsasveit, og lifir hún mann
sinn háöldruð, en ern og hraust
til þessa. Nikulás var langa hríð
hreppstjóri í Hálsasveit; greind-
ur vel og góður búhöldur, fast-
lyndur, fáyrtur og dulur, en vin-
sæll og trygglyndur.
Guðmundur Jónsson á Mó-
fellsstöðum í Skorradal varð
bráðkvaddur. Hann var orðinn
aldraður, ógiftur og barnlaus.
Hann var bróðir Vilmundar, sem
nú býr á Mófellsstöðum, og
Þórðar smiðs, sem búinn er að
smíða mikið og vel um ævina,
þótt hann hafi verið alblindur
frá bernskudögum.
Oddný, ekkja Ingólfs læknis
Gíslasonar, er lengi var læknir
í Borgarnesi, andaðist nú í vetur.
Hún var tengdamóðir Thor
Thors sendiherra. — Katrín
kona Gísla Magnússonar skó-
smiðs og rakara í Borgarnesi dó
einnig á þessu ári og þannig
mætti víst lengi telja.
Kolbeinn Guðmundsson á
Stóra-Ási í Hálsasveit varð sjö-
tugur í vetur. Hann er sonur
Guðmundar sál. Sigurðssonar, er
lengi bjó á Kolsstöðum. Kol-
beinn er giftur Helgu Jónsdóttur
frá Stóra-Ási. Hafa þau hjón
búið búið góðu búi í Stóra-Ási
síðan Þorgerður móðir Helgu
hætti búskap. Kolbeinn hefir
sett upp hjá sér rafstöð góða og
unnið að margvíslegum húsa- og
jarðabótum.
Jóhannes Benjamínsson á Hall
kelsstöðum í Hvítársíðu varð átt-
ræður nú fyrir jólin. Hann hefir
búið allan sinn búskap á Hall-
kelsstöðum við góð efni og bætt
jörð sína. Kona hans er Halldóra
Sigurðardóttir frá Þorvaldsstöð-
um, þau eru bæði ern og hress.
Benjamín sonur þeirra býr nú
á móti þeim á jörðinni.
1 sambandi við byggingafram-
kvæmdir má geta þess, að hafin
er smíði á stórum heimavistar-
barnaskóla á Laugarlandi í Staf-
holtstungum, sem mun ætlaður
öllum sveitum sýslunnar. Hann
er nú kominn undir þak, en hefir
orðið að stöðvast þar við í bili.
í Borgarnesi er nú langt komið
byggingu á stóru gistihúsi 1 stað
þess er brann þar haustið 1950.
Hér í Reykholtsdal var sett upp
almennings þvottastöð á Klepp-
járnsreykjum. í henni er nú
þvegið frá nær öllum bæjum í
sveitinni, og þykir konum það
mjög til bóta í hreinlætismálun-
um. Vélar stöðvarinnar eru
knúðar rafmagni frá Andakílsár-
virkjuninni.
I desember byrjun hófust hér
*Eftir hann kom út 1950 —
íslenzki bóndinn.
á landi mjög víðtæk verkföll og
vinnudeilur, sem voru loks leyst,
að mestu, rétt fyrir jólin, og
höfðu þá valdið margvíslegum
óþægindum og tjóni. Og þótt sú
deilda í kaupgjaldsmálum leyst-
ist að mestu fyrir jólin, hefir
staðið í samningaþófi til þessa
við nokkur félög. önnur mál,
sem efst hafa verið á baugi hér,
eru handritamálið, sem enn er
óséð hvern enda hefir, og svo
bolabrögð brezkra útvegsmanna
út af rýmkun landhelginnar hér.
I þessum málum báðum, held ég,
að segja megi, að Island eigi eina
sál, ekki síður en sagt er um
Breta, þegar þjóðarsómi þeirra
er í veði.
Mikið bókaflóð kom hér á
markaðinn fyrir jólin sem fyr,
en þó líklega heldur minna af
nýsömdum bókum en í fyrra.
Tvær bækur komu þá út eftir
bændur úr Borgarfirði: Ljóða-
bók eftir Guðmund Böðvarsson
á Kirkjubóli og „Að kvöldi dags“
eftir Björn J. Blöndal í Lauga-
holti í Bæjarsveit (nýbýli í Lang-
holtslandi). Hún er í óbundnu
máli. Báðir þessir höfundar eru
áður velþektir og hafa hlotið lof
fyrir listir sínar.
Nú í haust gerðist það, að Hol-
lendingur einn varð bóndi hér í
Reykholtsdal. Hann á íslenzka
konu og er nýsestur að á Klepp-
járnsreykjum; keypti þar gróð-
urhús og íbúð af manni, er þar
bjó, sem Kristinn heitir Guð-
jónsson. Kristinn fluttist til
Reykjavíkur með fjölskyldu
sína.
Áhugi fyrir skógrækt hefir
mjög glæðzt hér á landi hin síð-
ari árin; einkum er það nú síðan
sýnt þykir, að hér geti barrskóg-
ur þrifist, og hafa ýmsir dug-
andi menn beitt sér fyrir fram-
gangi þessara mála bæði í orði og
verki. Víða eru að komast af
stað smá-trjáreitir við bæi, og í
viss svæði í birkiskógunum er
nú farið að planta barrtrjám,
með góðum árangri, að því er
virðist. Vonandi á það allt eftir
að margfaldast og verða bæði til
prýði og hagsbóta.
Er brezki og þýzki markaðurinn
lokasl, yfirfylla íslendingar
Ameríkumarkaðinn, segir am-
erískf íímarit
Útvegsmenn í Bandaríkjun-
um og þjóðir þær, sem flytja inn
fisk til Bandaríkjanna óttast nú
mjög, að íslendingar offylli fisk-
markaðinn í Bandaríkjunum og
undirbjóði fisk sinn, sem yrði
til þess að fiskverðið þar félli al-
mennt. Amerískt tímarit um
fiskimál birtir grein um þetta
efni. Telur tímarit þetta, að
vegna þess að íslendingar hafi
nú tapað markaði sínum fyrir
nýjan fisk í Bretlandi, muni
þeir leggja alla áherzlu á að
vinna markaði í Bandaríkjunum
Tímaritið segir m. a. að litlar
horfur séu á sölu íslenzks fisks
í Þýzkalandi, og að brezki mark-
aðurinn sé íslendingum lokaður
um ófyrirsjáanlegan tíma. Þar
að auki hafi íslendingar tapað
öllum verulegum mörkuðum
fyrir saltfisksframleiðslu sína í
Evrópu og sé því ekki um annað
Um heilsufar er lítið hægt að
skrifa. Ég vildi þó aðeins geta
þess, að nú liggja á sjúkrhúsi í
Reykjavík tvær merkar konur
hér úr héraðinu og hafa verið
þungt haldnar efir stórar skurð-
aðgerðir. Þær eru Kristín Þor-
kelsdóttir frá Kolsstöðum í Hvít-
ársíðu og Valgerður Erlendsdótt-
ir frá Breiðabólsstöðum hér í
hreppi. I haust var einnig gerð
stór skurðaðgerð á Magnúsi
Halldórssyni, fyrrum bónda á
Síðumúlaveggjum, nú búsettur á
Akranesi, við langvinnum sjúk-
dómi, er búinn var að þvinga
hann. Tókst sá skurður mjög vel
og er Magnús nú við furðu góða
heilsu. Haukur Kristjánsson frá
Hreðavatni, nú læknir á Akra-
nesi, var læknir Magnúsar.
Ég hef hripað þetta upp í flýti,
án þess að hafa nokkur gögn í
höndum, svo sem sjá má merki
um, er dagsetningar vantar, sem
vera ættu, og alls konar smíða-
lýti má sjá.
Ég veit að það svæði, sem faðir
minn var kunnugastur var
Borgarfjarðarhérað, og það gæti
verið ærið verkefni, að halda
uppi kynningarsambandi við all-
an þann fjölda Vestur-íslend-
inga, sem áttu uppruna sinn í
Borgarfirði, ef úr hverri sveit
þess héraðs hefðu flutzt hlutfalls
lega jafnmargir til Ameríku élns
og úr Hálsasveit og Reykholtsdal
og þeim hefði fjölgað að eðlileg-
um hætti. Er því eðlilegt að við
það fólk væru skrif hans tak-
mörkuð að miklu leyti. En svo
takmarkað, sem hans sjónarsvið
kann að hafa verið, þá er mitt
þó miklu þrengra og óskýrara.
Vegna alls þessa vildi ég biðja
afsökunar á lélegu bréfi. Ég enda
svo þessar línur í þeirri von, að
einhver hæfur maður skrifi síð-
ar Ameríkubréf, ef nokkrum
væri þægð í slíku. Svo kveð ég
ykkur með ósk um gott og gleði-
legt ár, farsæld og frið ykkur til
handa.
að gera fyrir þá en að leita mark
aða í Bandaríkjunum.
Á fyrstu níu mánuðum þessa
árs hafa íslendingar aukið út-
flutning sinn til Bandaríkjanna
úr 7.600 lestum upp í 10,500 lestir
miðað við sama tímabil í fyrra,
og allt bendir til þess að útflutn-
ingurinn á fiskflökum til Banda-
ríkjanna muni aukast, þar eð
íslendingar eiga stóran flota af
afkastamiklum nýtizku togur-
um.
Þá segir tímaritið, að hinn
aukni útflutningur frá Islandi
til Bandaríkjanna muni hafa al-
varlegar afleiðingar í för með
sér, bæði fyrir innlenda fram-
leiðendur og erlenda. Helztu er-
lendu keppínautar Islendinga
um markaðinn í Bandaríkjun-
um eru Kanadamenn og Ný-
fundalandsmenn. Norðmenn og
Bretar hafa einnig lagt mikið
kapp á að vinna þar markaði.
Afleiðingarnar verða þær, segir
tímaritið, að verð á fiskflökum í
Bandaríkjunum lækkar stórkost
lega öllum til tjóns.
— A. B. 7. des.
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK
Virðingarfyllst,
Einar Kristleijsson
Bandaríkjamenn óttast undir-
boð á íslenzkum freðfiski