Lögberg - 29.01.1953, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.01.1953, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. JANÚAR, 1953 5 ffyfyyyyfttyyftffffty VI I i AH Vl I VI SNV Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON BÆTIEFNI í HVÍTUM BRAUÐUM Áður hefir verið vikið að því í þessum dálkum hve hvítt ger- brauð er gersneytt bætiefnum, vegna þess að þegar hveitikorn- ið er malað, eru ýmisleg efni hreinsuð úr hveitinu svo að það verði sem hvítast; brauð úr heil- hveiti (whole wheat) eru því miklu hollari; en mörgum þykir hvíta brauðið miklu betra á bragðið, sérstaklega fyrir „toast“ og borða því mikið af því. Árið 1944 rannsökuðu 11 kunnir læknar og vísindamenn heilsufarið á Newfoundlandi, en því var mjög ábótavant. Þeir ráðlögðu að setja skyldi bæti- efni í brauðið, og var það gert að lögum. Fjórum árum seinna rannsökuðu þeir á ný heilsu- farið á Newfoundlandi og hafði það batnað að mun, og vítamín skortur var ekki eins áberandi. Ekki vildi þessi heilbrigðisnefnd staðhæfa, að hið batnandi heilsu^ far væri eiiyangis hinum bæti- efnaríku brauðum að þakka, en eitt er víst að Newfoundbúar höfðu svo mikla trú á því, að þeir gerðu það meðal annars að skilyrði, þegar Newfoundland sameinaðist Canada sem tíunda fylki landsins, að þeir mættu halda áfram að nota hveiti, er bætt væri með fjörefnum. Áhugi fyrir þessu vaknaði 1 hinum fylkjunum, svo nú koma brauð með bætiefnum á markaðinn 2. febrúar. Þessi brauð verða lík venjulegum hvítum brauðum bæði að útliti og á bragðið, en í þeim er ákveðinn skamtur af B-vítamínum og járnefni. Þessi brauð verða ekki dýrari en venjuleg hvít brauð, þótt bæti- efnin í hver tuttugu brauð kosti eitt cent; bakaraiðnaðurinn ber þann kostnað. Hin venjulegu hvítu brauð munu fást, því allir mega hér 1 landi borða það, sem þeir óska, en fáir munu vilja þau þegar hin hollari brauð eru á boð- stólum. í brauðunum verða þrjár teg- undir af B-vítamínum: B1 eða Thiamine — styrkir heilsuna líkamlega og andlega, eykur lystina, greiðir fyrir melt- ingunni og styrkir taugarnar. B2 eða Riboflavin — fyrir vöxt og viðhald líkamans; hver fruma í líkamanum þarfnast þessa vítamíns. B3 Niacin — verkar með ofan- nefndum B-vítamínum. Skortur á Nicacin orsakar pellagra. Járnefni er eina málmefnið, sem notað verður; það er nauð- synlegt fyrir blóðið og varnar blóðþynku. Lesið vandlega það sem prentað er á umbúðir brauð- anna; á umbúðum brúnbrauða er sagt hvaða prósent af heil- hveiti er í þeim, og á umbúðum hvítu brauðanna hvort þau hafa ofangreind bætiefni að geyma. Heilsufar fólks fer mjög eftir því, hvað það leggur sér til munns; húsmæður munu senni- lega fagna því að geta nú fengið þessi bætiefnaríku brauð fyrir fjölskyldur sínar. SR. HELGI KONRÁÐSSON: Kunningjar hennar úr skóldsögunum voru henni til skemmtunar við heimilisstörfin Guðrún frá Lundi segir frá ævi sinni og rilslörfum HITT OG ÞETTA Gluggablæjur verða oft út að líma fallegan veggjapappír blæjurnar. ☆ Einn kvenmölur, ásamt fjöl- skyldu, getur á einu ári eyðilagt jafnmikla ull og fæst af tólf kindum. Nú fást á markaðinum ýmisleg efni, sem drepa möl- fluguna. Líka er til gamalt ráð gegn henni; mölurinn forðast prentsvertu og er því ágætt að vefja þá hluti, sem hann sækir í, inn í gömul dagblöð. ☆ Þótt ótrúlegt sé eykur ofur- lítil ögn af salti sæta bragðið berjum og öðrum niðursoðnum ávöxtum. ☆ Ef kartöflur eru dökkar og ljótar er gott að setja eina mat- skeið af ediki í suðuvatnið, þá hvítna þær og líta betur út. ☆ VÖFLUR 2 bollar hveiti 3 teskeiðar Baking powder 1 teskeið salt 2 matskeiðar sykur 2 egg IV2 bolli mjólk 6 matskeiðar smjör éða smjör- líki. Sigtið hveitið, mælið og bætið í: gerduftinu, salti, og sykri. Hrærið eggjarauðurnar, bætið í mjólkinni og bræddu smjörinu. Hrærið þessu út í hveitið. Bætið síðast í þeyttum eggjahvítunum. Deigið er bakað 4—5 mínútur í heitu vöflujárni. ☆ VARALITURINN Það er sagt að varaliturinn sé hollur fyrir varnirnar og jafnvel að hann varni kvefi og öðrum kvillum og víst er það að sjald- an hafa konur sprungnar varir, sem nota hinn rauða varalit. Hitt er annað mál hversu mikill feg- urðarauki hann er, mun það fara eftir smekk og listfengi þeirra er'nota hann, eins og auðvitað öll fegrunarmeðul. Fegurð kon- unnar, eða öllu heldur viðhald fegurðarinnar, er nokkuð komið undir notkun ýmissa smyrsla og ilmandi dufta, sem vísindamenn irnir hafa lagt mikla vinnu og fyrirhöfn í að framleiða á þann hátt að fjarlægja öll skaðleg efni sem veikt geta hina fínustu og viðkvæmustu húð. — Gæði þessara meðala eru svo metin eftir því hve vel þau fara með húðina, ekki sízt varaliturinn, og til þess að fá hann sem beztan er hann reyndur vandlega. Til þess að reyna varalitinn eru notuð marsvín. Þau hafa afar fína húð einkum á kviðnum, jáfnvel fínni en varir konunnar, og þess vegna er rakaður blettur á maga dýrsins og smurður með varalit. Dýrið er látið í sérstakt búr og rannsakað eftir þrjá daga. — Hafi smyrslið ert húð ina er því fleygt, en reynist það vel er það látið í fínar umbúðir til sölu. Dýrið er þvegið og látið til hinna dýranna þar sem þau öll bíða næsta prófs í þarfir vísindanna. ☆ Ritstjórinn hringdi til mín og bað mig að ná viðtali við Guð- rúnu frá Lundi og festa á pappír og senda sér það til birtingar í Margunblaðinu. „Mér er sagt að hún sé skemmtileg kona þeim, sem kynnast henni,“ sagði ritstjór- inn, „en seintekin." Hvorttveggja þekki ég. Þegar ég kynntist henni fyrst, fannst mér hún fremur þurr á manninn, en nú mundi ég segja, að hún væri með skemmtileg- ustu gáfukonum, sem ég hef kynnzt, kát og fyndin, orðhepp- in og fljót að grípa á lofti hvert orð sem flýgur og senda frá sér snögg, markviss svör. Ég vissi, að mér mundi óhætt að verða við beiðni ritstjórans, sökum kunningsskapar okkar Guðrúnar, en efaðist um hæfi- leika mína til að framkvæma alaðaviðtal, því að ég hef aldrei fengizt við aðra blaðamennsku en þá að lesa blöðin. Ég minntist á fyrstu kynni mín af Guðrúnu frá Lundi. Ég ætla að segja örlítið nánar frá þeim, áður en ég fer að heimsækja hana. Þá var hún ekki kölluð Guð- rún frá Lundi, heldur Guðrún á Mallandi. Hún bjó þá með manni sínum að Ytra-Mallandi á Skaga, úti undir mynni Skagafjarðar, aar sem úthafsöldurnar brotna við túnfótinn og varpa mörgum fallegum rekaviðardrumbnum upp í fjöruborðið. Síðan eru nú liðin 17 ár, og hefir Guðrún þá verið nær fimmtugu. Börnin voru þá enn ur heima, tveir synir um tvítugt og heimasæta komin yfir fermingu Þar var ekki annað heimilisfólk en hjónin og börnin. Eldavél var þar inni í baðstofunni og hjá eldavélinni stóð húsmóðirin við störf sín, lág kona vexti, dálítið feitlagin, dökkhærð, svipmikil og neilsaði mér heldur fálega, líkt því sem hana varðaði ekki um komu mína. Ræddi ég við heimilisfólkið um stund og man það vel, að húsmóðirin lagði jafnan orð belg og var þó fjarri því, að hún væri margmál. Svör hennar voru venjulega fáorð, en skýr og ljós og sprottin af áhuga og greind Þar voru nokkrar bækur á hillu ið konu sína sjálfráða, svo elsku- eg er sambúð þeirra góðu hjóna. o- að og hreinar og ljótar; hægt er þvo þær með sápuvatni bursta og þurka þær síðan vand- lega, en þær verða að þorna vel áður en þær eru vafðar upp. Sumir mála líka blæjurnar með þunnu máli, í lit sem fer vel uieð herbergislitnum, en það verður að bíða þess að málið þorni áður en blæjurnar eru notaðar. Það lítur ljómandi vel SLÖR Öll slör hversu fín sem þau eru, eru óholl fyrir augun. Verst eru slör með hnútum eða dopp um, og eins þau sem eru með tvöföldum möskvum. Þessi slör orsaka oft höfuðverk hafi þau verið lengi fyrir augunum í einu og ætti því að lyfta þeim frá andlitinu þegar lesið er t. d. kirkju, eða annars staðar innan- húss. Heimsókn í húsið, sem bóndinn hefir unnið að Jæja, nú er bezt að fara og heimsækja Guðrúnu. Til þess aarf ég ekki út á Skagatá. Þau | ókvenlegt að skrifa „lygasögur.“ hjónin eiga nú heima hér Sauðárkróki, í litlu húsi, sem I Byrjaði að segja sögur rúsbóndinn byggði sjálfur, því —14 ára að hann er smiður góður. Stend- — Ekki hefir þér þó dottið 1 ur það niður við sjóinn. Þau búa hug að reyna sjálf að semja sögu sar tvö ein, gömlu hjónin, því á þeim árum? að börnin eru flutt burt. Dóttir- — Ójú, það fór ég nú einmitt in er þó oft heima á sumrin, með að reyna, þá hef ég verið á 13. lítinn dreng, sem hún á, Reyk- eða 14. ári, því að ég man, að víking. Er mér ekki grunlaust kennari minn komst að þessu og um, að hann lokki ömmu sína það sem verra var, gat ekki stundum til höfuðstaðarins. þagað yfir því, þótt fáorður væri Ég kem nú inn í litla en annars. En auðvitað varð saga vistlega stofu, alskipaða snotr- þessi eldsmatur að lokum, en þó um húsgögnum. Jón situr þar. voru þar fyrstu hugmyndirnar í Ertu einn heima?“ sögu mína DALALÍF, sami dal- — Oh, nei, nei, húsmóðirin er urinn og sömu aðalpersónurnar. ekki langt í burtu, svarar Jón. — Hélztu svo áfram að semja Annars var það hún, sem var sögur? ein heima, því að ég var að koma — Nei, ég steinhætti því í mörg heim framan úr sveit. Var þar ár. Eftir að ég fór úr foreldra- við smíðar.“ húsum, fóku við þessi vanalegu í þessu kemur húsfreyja inn kjör kynsystra minna, eins og og ég segi henni frá erindi mínu, þau voru á þessum árum, vistir, ég þurfi að leggja fyrir hana gifting og búskapur, og heldur nokkrar spurningar. lítill tími til skrifta. En alltaf Ætli mér gangi vel að leysa | var þó sagan í huganum, þótt Kunningjar á ferð og flugi vilja að sér sé sinnt „Já, það eru nokkrar gamlar skruddur," sagði húsfreyja og gaf mér jafnframt í skyn, að þá væri lítið að lesa, ef hún næði sér ekki í aðrar bækur að auki enda var allgott lestrarfélag sveitinni. Ekki var þar inni skrifborð enda sæti vart önnur en rúmin og það þori ég að fullyrða, að mér flaug ekki í hug, að þarna ætti heima stórvirkur rithöf undur. Ég veit þó nú, að persónur Guðrúnar frá Lundi, þær sem síðari árin hafa heimsótt fjöl- mörg íslenzk heimili, voru þá á ferð og flugi í höfðinu á hús' freyjunni á Mallandi og flækt ust fyrir henni í búri og eldhúsi og ekki kæmi mér á óvart sú fregn, að þær hafi stundum skemmt fyrir henni grautinn þegar hún var að elda, en hitt er víst, að hún fyrirgaf þeim allar verkfallskröfur, því að hún unni þeim og vildi gjarnan fá að lifa í friði í þeirra heimi. Stundum stóðst hún ekki freistinguna og skrifaði á laus blöð eða inn í stílabækur ein- hverja þætti um þessa vini sína, en um það vissu fáir. Þó mun bóndi Guðrúnar, Jón Þorfinns- són, varla hafa verið ófróður þessara aukastarfa konu sinnar, og hvort sem hann hefir talið hér nauðsynjaverk á döfinni eða ekki, hefir hann áreiðanlega lát- - Já, Aðalstein. Hann var | fyrsta skáldsagan, sem ég las. Svo var þar lítil bók eftir Torf- | hildi Hólm og hét Högni og Ingi- björg. Ég var mjög hrifin af I þessum sögum og man enn, hve I ég öfundaði þessa konu fyrir að hafa getað samið skáldsögu. | Annars þótti fólki þá næstum Framhaldssaga í Nýju kvennablaði" Það liðu nokkur ár. Ég var orðin vonlaus um, að ég sæi nokkurn tíma hugsanir mínar á prenti, en þá réðst Gunnar Einarsson forstjóri Isafoldar- prentsmiðju í það að kaupa handritið. En þó leið enn tími, að bókin kæmi út. Þá datt mér í hug að skrifa Nýju kvennablaði og bjóða því framhaldssögu, sem það þáði undir eins. 1 nóvemberblaðinu 1946 byrjaði Afdalabarn að koma í blaðinu, og mánuði seinna var fyrsta bindi af Dalalífi auglýst. Fannsl í fyrsiu allax óskir uppfylliar — Hvernig var þér innan brjósts, þegar þú sást nafnið þitt á prenti í fyrsta sinn? — Ég las auðvitað auglýsing- una með dunandi hjartslætti, og það geri ég reyndar alltaf, þegar ég heyri getið um nýja bók eftir mig. Mér fannst 1 fyrstu, sem allar óskir væru uppfylltar. En svo fór ég að hugsa um ritdómarana og kveið ákaflega mikið fyrir þeim. En þeir urðu langtum betri en ég hafði nokkurn tíma hugsað mér og bókin seldist ágætlega. Framhald á bls. 8 úr þeim, svarar hún, enda varla von, að mér gangi betur en lærðu mönnunum fyrir sunnan, fátt væri fest á pappír, fyrr en seinustu búskaparárin. Þá fór ég að taka einn klukkutíma á dag þessum, sem verið var að hlýða til að yfirfæra gömlu blöðin frá yfir í útvarpinu á dögunum. æskuárunum og hirða úr þeim — Sennilega fyndist þér rétt- það, sem mér fannst nýtilegt, án ast, að ég spyrði þig eitthvað út þess þó mér dytti nokkurntíma kverinu, segi ég, eins og í hug, að það kæmi fyrir al- prestarnir gerðu fyrrum, þegar | menningssjónir. þeir húsvitjuðu. Já, segir Guðrún, ég býst I Samdi við eldamennskuna við að ég muni eitthvað úr kver- — Hvaða tíma á deginum inu mínu. Og hún segir þetta yaldirðu? þannig, að ég finn, að hún fyrir- — Venjulega gerði ég þetta, verður sig ekki fyrir þá þekk- meðan ég var að elda miðdags- ingu, enda er hún trúkona. | matinn, og féll mér mjög illa, ef þetta fórst fyrir sökum anna og Að Lundi í Slíflu I gestagangs. Ég hygg, að ýmsa langi til} En árið 1939 brugðum við að vita eitthvað um þann Lund, hjónin búi og fluttumzt hingað sem þú kennir þig við. til Sauðárkróks. Eftir það fór ég — Já, það er Lundur í Stíflu. fyrir alvöru að gefa mig að rit- Þar fæddist ég og ólzt upp í stór- störfum, hreinritaði ég þá tvö um, glaðværum systkinahópi, og fyrstu bindin af Dalalífi. Var þar finnst mér alltaf hafa verið það einkum fyrir áeggjan Sig- sólskin og blíða, og þó eru þar urðar bróðursonar míns, sem þá snjóþyngsli, harðindasveit. — var fluttur til Reykjavíkur og Hvergi finnst mér ég hafa tínt hvatti mig mjög til að láta gefa eins stós bláber og í brekkunum bókina út, og bauðst til þess að fyrir ofan túnið á Lundi. hjálpa mér að koma bókinni á Foreldar mínir, Ámi Magnús- prent. Hann hafði mikið fyrir son og Baldvina Ásgrímsdóttir, að bjóða hana ýmsum útgefend- voru bæði ættuð úr Fljótum og um, en þeim leizt víst ekkert sér- bjuggu 11 ár á Lundi. Pabbi var lega vel á þetta handrit, eftir ó- ákaflega bókhneigður og sagði menntaða og óþekkta sveita- okkur systkinunum sögur og konu. ævintýri, þegar hann hafði tíma til. Mest voru það íslendinga- og riddarasögur, en þjóðsögur og draugasögur voru ekki síður þegnar, enda þótt þær bæru j þann árangur, að gera okkur tryllt af myrkfælni. Þetta var það helzta, sem við höfðum til skemmtunar, en j annars mundi nú vera talið, að! lífið hefði verið framur fábreytt þar ytra. * tf *' Sparið peninga! Sparið meira en hálf útgjöld við reykingar! Vélvefjið vindlinga yðar með CIGARETTE MAKER V 5 1 EINU! HEIMSÆKIÐ NÆSTU TÓBAKSBÚÐ lHTOiiCTfi Að Enni á Höfðasirönd — Hvert fluttuð þið svo frá Lundi? — Að Enni á Höfðaströnd. Þá var ég 11 ára gömul. Þar var miklu meira um að vera. Þá var tekinn kennari á heimilið til að kenna okkur systkinunum skrift, reikning og réttritun, en kver og biblíusögur var ég búin að læra fyrir löngu. Það var skemti legur tími, meðan kennslan stóð yfir, venjulega einn mánuður á vetri. Þar í sveitinni var líka lestrar- félag, svo nú var nóg að lesa af spennandi skáldsögum, sem hrifu hugann. — Manstu nokkrar sérstakar bækur, sem þú last þá? Sendið engin meðöl til Evrópu þangað til þér hafið fengið vora nýju verðskrá. Skrifíð efilr lilnni nyjn l»r>3 verðskrá. sem nn er á takteinnin. Verð hjá oss er inlkltt hesrn en nnnars stnðnr í Cnnadn. RIMIFON — $2.10 fyrir 100 töflur STREPTOMYCIN — 50c grammið Sent frá-Kvrópu uni víða veröld. jnfnvel nustnn jánitjnldslns. — l»óstcjnld innlfallð. STARKMAN CHEMISTS 4(13 BIXtOR ST. WKST TOROXTO rr: Kaupið hina nýju og ágætu bók Jón á Strympu eftir GUNNSTEIN EYJÓLFSSON Bókin kostar í bandi $5.00, en óbundin $3.50 Fæst í Riverlon Drug Store, Riverton og í Björnsson's Book Siore, 702 Sargent Ave., Winnipeg Einnig í Arborg Cafe. Arborg, og Arnason Self-Serve Store, Gimli.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.