Lögberg - 29.01.1953, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.01.1953, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. JANÚAR, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Geflð út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáakrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The ■ Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada A.uthorized as Second Class Mail, Post Office Départment, Ottawa Eisenhower iekur við völdum Þó valdataka Eisenhowers sé fyrst og fremst sér- mál Bandaríkjaþjóðarinnar, er hún þó í eðli sínu marg- falt yfirgripsmeiri en það; áhrif hennar ná í rauninni til allra þjóða, smárra og stórra, hvar sem þær eru í sveit settar og hvernig sem stjórnarfari þeirra er háttað, Þótt hinn nýi forseti hafi fram til skamms tíma lítið gefið sig að stjórnmálum, tekur hann þó engu að síður við völdum með víðtæka reynslu að baki og mann- þekkingu, sem fáir búa yfir; hann hefir verið víðförull maður, sem átt hefir þess kost, að kynnast gaumgæfi- lega forustumönnum og meginmálum margra þjóða, eigi aðems með hliðsjón af hermálum einum, heldur einnig á vettvangi hinnar efnahagslegu afkomu þeirra; hann er víðsýnn maður og víðmenntur svo sem ráða má af þeim snjöllu og djúphugsuðu ræðum, sem hann öðruhvoru flutti, meðan hann var forseti Columbia- háskólans. Ræða sú, er Eisenhower flutti við embættistökuna, var mergjuð og drengileg og hún bar það ljóslega með sér, að stefna kommúnista þyrfti engrar vægðar að vænta af hans hálfu, hvorki heima fyrir né út á við. Forseti lýsti afdráttarlausum trúnaði sínum við hlut- verk sameinuðu þjóðanna, er hann taldi framtíðarvonir mannkynsins um frið á jörð að miklu leyti hvíla á; hann fór ekki dult með það, að þótt þörfin á herstyrk væri brýn og aðkallandi eins og sakir stæðu, mættu menn þó eigi missa sjónar á því, að þverrandi vopnabúnaður væri markmiðið, sem stefna bæri að, hvort sem slíkt ætti langt í land eða ekki. Norður-Atlantshafsbandalagið á góðan hauk í horni þar, sem hinn nýi forseti á í hlut, því þar er hann manna kunnugastur hnútum og fer ekki í manngreinar- áht; hann veit að þær þjóðir, er að bandalaginu standa verða að leggja hart að sér í efnalegum skilningi eigi þær að fuilnægja þeim kröfum, sem til þeirra verða gerðar; frá þessu hefir þeim þegar verið hreinskilnis- lega sagt og hafa sumar þeirra, svo sem Noregur, tekið aivarlegar ákvarðanir í þá átt; og nú hefir forseti kunn- gert, að hann ætli sér að senda til Evrópu innan fárra daga tvo mikilhæía ráðherra, þá John Foster Dulles og Harold Stassen, til að kynnast persónulega viðhorfinu austur þar með hliðsjón af hervörnum og hinni efna- hagslegu afkomu hlutaðeigandi þjóða; þarf eigi að efa, að slík heimsókn blási bandalagsþjóöunum byr í segl og hvetji þær til aukinna átaka varðandi full\ærnd sjálf- stæðis þeirra og lýðfrelsis. Gera má ráð fyrir, að áður en langt um líöur sendi forseti einnig nefnd manna til Asíu í hliðstæðu augna- miði. í áminstri ræðu sinni lagði forseti ríka áherzlu á viðskiptafrelsi og alhliða samvinnu í þeim efnum þjóða á milli; þetta stingur mjög í stúf við þá einangrunar- stefnu, er tíðum auðkendi flokk Republicana og Senator Taft á seinni árum var aðaltalsmaður fyrir; þessi af- staða spáir góðu fyrir um hina nýju stjórn í Washington og styrkir hana að mun á alþjóðavettvangi. Hinn nýi forseti er eindreginn sparnaðarmaður og krefst þess, að dregið verði úr útgjöldum hvar, sem slíku verði viðkomið, án þess að ríkisreksturinn bíði við það hnekki eða dregið verið úr nauösynlegum fram- kvæmdum; hann vill að þjóðarbúskapurinn beri sig og að hinar einstöku greinar hans þurfi ekki á niðurgreiðsl- um að halda. ☆ ☆ ☆ Nytsamur bæklingur Lögbergi barst í hendur í byrjun vikunnar nyt- samur bæklingur, er viðskiptaráð landsins, The Can- adian Chamber of Commerce, lét semja og gefa út; er þar að finna margar hollar bendingar til stjórnar- valdanna varðandi ýmissar sparnaðarráðstafanir, sem taka þarf, eigi viðskiptalífið að njóta heilbrigðrar þró- unar án þess að verðþensla fái grafið um sig. Á það er réttilega bent í bæklingi þessum, hver höfuðnauðsyn það sé, að lögð verði öll hugsanleg rækt við landbúnaðinn, því á velmegun hans hvíli allar aðrar máttarstoðir þjóðfélagsins; og með það fyrir augum, hve geigvænleg hungursneyð sverfi að miljónum manna, kvenna og barna vítt um heim, verði aldrei of mikil áherzla lögð á framleiðslu fæðutegunda jafnframt því, sem koma þurfi á réttlátari dreifingu vista, en fram að þessu hafi gengist við. Það er fagurt hlutverk að vera bóndi og erja jörð- ma í sveita síns andlitis, og þeir menn, sem slíkar skyldur inna af hendi, eiga heimtingu á að fá réttlátan og lífvænlegan arð af iðju sinni; þeir leggja tíðum mikið í sölurnar, vinna myrkranna á milli og eiga alt sitt undir sól og regni. Séð að heiman Arnfríður Sigurgeirsdóttir: Séð að heiman. Ævisögu þætt- ir, minni og ljóð. — Stærð: 219 bls. 20 x 13 sm. Verð kr. 45,00 ób. 65,00 ib. Norðri. Það hafa menn lengi vitað, að Arnfríður Sigurgeirsdóttir á Skútustöðum stóð með sóma og prýði í röð þeirra kvenna, sem fást við að yrkja. Nú eru þeir enn minntir á það og sannað það með þessari bók, þar sem óbund ið mál er líka lagt fyrir þá. Hér þykir rétt að vitna til þess, sem Karl Kristjánsson alþingismað- ur segir í formála bókarinnar: „Islendingar — fleiri og fleiri með hverju ári sem líður — ger- ast nú viðförlir. — Þeir láta ber- ast með hraða tækninnar lengra og lengra. Fara flugförum um himingeiminn, horfa yfir höf og lönd, gista fjarlægar álfur, ganga hugfangnir um meðal framandi þjóða, koma heim og telja sig hafa sögur að segja. Margvísir menn og vitrir — eða hvað? íslenzk menning, fóstruð um aldir við hina svokölluðu ein- angrun í óvenjulega kröfu hörðu landi um hófsemi og þolgæði, alin við bóklestur og ferðir í hugarheimum, þroskuð að skyggni á það, sem séð verður að heiman, — riðar við — eða meira en það — í veðrum er- lendra áhrifa. Hvað var þessi íslenzka menn- ing? Hvað er í hættu? Hvers væri að sakna, ef hún hryndi? Hvað sást að heiman? Var sjón- arsviðið ekki bæði fáskrúðugt og þröngt? Entist það, sem að heiman sást, nokkuð til verulegs þroska, manndóms í mótlæti, eða til yndis og hamingju? Bók þessi, „Séð að heirnan," er svör við þessum og þvílíkum spurningum.“ Karl segir ennfremur í for- málanum: „Arnfríður Sigurgeirsdóttir nefnir bók sína „Séð að heiman. Þetta heiti er yfirlætislaust og táknandi. Það býr ótvirætt yfir fullkomnum metnaði fyrir hönd „síns heima,“ og allra, sem una heima. Villir ekki á sér. Bendir lesandanum á rétt stjórnarmið til skilnings á bókini. Arnfríður hefir ekki aðeins alið alan sinn aldur að kalla má sömu sveitinni, heldur aldrei á nokkurn annan skóla gengið en skóla lífsins þar. Hún lærði af sjálfri sér að lesa Norðurlanda- málin, d ö n s k u, norsku og sænsku, og hefir allmargt lesið á þeim málum. Þær bókmenntir, og þó éink- um íslenzkar bókmenntir, hafa verið henni sjónaukar að heim- an. Hvað hefir hún séð? Lestu bókina — og þú munt kynnast enn einum ágætum fultrúa hinnar svonefndu al- þýðumenningar á Islandi. Konu, sem tekið hefir að erfðum og á- vaxtað heima gáfar og þrá ís- lendingsins til þess að rekja ættir, bregða Ijósi yfir liðinn tíma, segja sögur frá horfinni tíð, ávarpa samferðamenn sína með ræðum og yrkja ljóð. Átthagarnir gleðja augu henn- ar með ótæmandi fegurð og fjölbreytni, sem hún skynjar. Virðing myrir hinu stórbrotna er henni eðlileg og hafin yfir ótta. Góðvild hennar til alls, sem lifir, er rík og nærgætin, en fell- ir þó ekki niður kröfur um skyldurækni, eins og nærsýni og góðvild sumra hættir til. Hún hefir mikið vald yfir geði sinu. " F r á s ö g n hennar, ræða og kvæði, er hófstilt. Ljóð hennar eru stundum all- mikið óljósari en óbundna mál- ið, og skila efninu ekki eins örugglega. Samt eru það ljóð, sem sýna bezt, hvað hún er yfirburða- sterk, þegar mest reynir á, og hve mikla yfirsýn hún hefir að heiman. Og þegar Arnfríður missir Geirfinn son sinn, „hugljúfann s i n n,“ glímumanninn lands- kunna, sem dauðinn laust til bana á einu andartaki í blóma lífsins, þá yrkir hún snilldar- kvæði. Á þessum stóru sorgarstund- um lífs hennar sannprófast, að gáfa hennar er mikils megnug, og víðsýnið að heiman fullkom- ið. Salómon konungur bað guð að gefa sér viturt hjarta. Hann átti enga ósk mikilsverðari. Enginn maður, nema sá, sem á viturt hjarta, veldur hörmum sínum á þann hátt, sem Arn- fríður gerir í kvæðum sínum eftir eiginmanninn og soninn. Frá vitru hjarta stafar líka hógværð hennar í hugsun og framsetningu. Orð eins og: „Ég á vor, þó að vetri“ og „Hrindir burt haust- sins kvíða heiðríkjan drauma- blá, eru af hennar munni djúpr- ar merkingar. Þótt hún rekji spor af raun hæfni og nærskyggni í þættin- um af Þórunni ríku, þá horfir hún jafnframt langt inn í „heið- ríkjuna draumabláa,“ — miklu lengra en flugvélin flýgur með farþega sinn. Bókin ber með sér, að augu geta séð að heiman, — og máske fyrst og fremst að heiman, — flest eða allt, sem mönnum mest um vert. Það skal að lokum framtekið, að höfundurinn einn hefir búið handritið að b ó k i n n i undir prentun. Bókin er þannig, að öllum heimanbúnaði, verk hinnar sjálf menntuðu sveitakonu. Lesandinn njóti bókarinnar með þeirri vitund og dæmi hana eftir þeim forsendum.“ Það er óþarfi að bæta við þessi ummæli Karls Kristjáns- sonar. Það er óhætt að fullyrða, að þetta er einn merkilegasta bókin, er komið hefir út á þessu ári. — TÍMINN, 20. des. Stórauknar flugsamgöngur innan lands Farþegafjöldi svarar til, að fimmli hver íslendingur hafi ferðast með flugvél í ár Meira en fimmti hver íslend- ingur hefir ferðast með flugvél- um það sem af er þessu ári, og er það meira en nokkurn tíma áður í sögu landsins. En flugið verður algengara og þýðingar- meira farartæki í samgöngum landsmanna með hverju árinu sem líður. Má búast við mikilli aukn- ingu næsta ár, ef allt verður með feldu. Er þá farið að notast að nýju flugvitunum, sem ný- lega er búið að koma upp norð- anlands, eins og kunnugt er af fyrri fréttum. Vegna þessara tækja skapast mun betri aðstaða til að fljúga öruggar við verri flugskilyrði. Þýðir það fleiri flugdaga að öðru jöfnu og því fleiri farþega, þá komizt leiðar sinnar í loft- inu, sem annars hefðu orðið að breyta áætlun og taka annan farkost. Nýr flugvöllur á Egils- stöðum, sem tekin var í notkun í sumar, eykur líka mjög á flug- ferðamöguleika til Austurland- sins og skapar meira öryggi í flugi. Flugfélögin Eins og kunnugt er, hættu Loftleiðir innanlandsflugferðum í janúarlok í fyrra, en fékk Heklu snemma í júlí og hefir hún síðan flutt mikið af farþeg- um að og frá landinu og á lengri ferðum um ísland. Er það því Flugfélag Islands, sem annazt hefir loftflutningana að verulegu leyti, þar sem um samkeppni hefir ekki verið að ræða í innanlandsflugi og ekki nema að litlu leyti í utanlands- flugi. 34783 farþegar Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefir fengið frá Flugfél- agi Islands, höfðu í októberlok 34,783 tekið sér far með vélum félagsins. Af þeim voru leng- flestir, sem flugu innanlands, eða 30.105, en 4.673 milli landa. Hefir flugumferðin aukizt veru- lega frá því i fyrra. Ennfremur er um stórfellda aukningu að ræða í vöruflutningum. Hér á landi eru enn víðflæmi, sem bíða þess að hönd verði lögð á plóginn og hér er þörf dugandi manna í þúsunda- og jafnvel miljónatali, er leggja vilja stund á akuryrkju og auka með því á þjóðarauðinn án þess að rányrkja geri vart við sig. „Brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa menningin vex í lundi nýrra skóga.“ Upp úr heilbrigðu samstarfi moldar og manns skapast nýr himinn og ný jörð. Flugvélaeignin Flugvélaeign íslendinga er töluverð, enda þótt mikil skörð hafi í hana verið höggvin. Milli- landaflugvélar eru tvær stórar í eigu íslendinga og um átta flug- færar farþegaflugvélar aðrar. Millilandaflugvétlarnar v o r u þrjár, áður en Geysir fórst og farþegaflugvélar til innanlands- flugs, týndu tölunni, er flugvél- ar Loftleiða voru flestar seldar úr landi, þegar félagið hætti innanlandsflugi í fyrra. Engu að síður taka millilanda- flugvélarnar tvær á annað hundrað farþega í einu og aðrar farþegaflugvélar rétt innan við 200 farþega. Þannig geta um 200 Islendingar verið í loftinu í einu með íslenzkum farþega- flugvélum. Fréttir Margl starfsmanna Að flugmálunum vinna um 140 starfsmenn hjji flugfélögun- um tveimur, auk þeirra, sem vinna að flugvallagæzlu og ann- arri þjónustu í sambandi við flugmálin. Þá má það einnig til nýjunga teijast í framvindu flugmála með þjóðinni, að komnir eru að stjórntækjum í ætlunarflugvél- unum íslenzkir flugmenn sem að öllu leyti hafa numið flug- listina hér heima og reynast þeir ekki síðri en þeir, sem num- ið hafa erlendis, hvað kunnáttu snertir. Á fáum árum hefir flugvélin orðið að almenningsfarartæki á Islandi og á sjálfsagt eftir að verða ennþá þýðingar meiri lið- ur í samgöngumálum okkar með aukinni flugtækni. / # — TÍMINN, 5. des. Framhald af bls. 1 BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti nýlega fjárhagsá- ætlun sína fyrir þetta ár, og eru niðurstöðutölur hennar 8,2 milj- ónir króna. Útsvör aru áætluð rösklega 7 miljónir króna. ☆ Hér á landi eru nú 113 presta- köll með 116 prestum. Prestlaust er í 11 prestaköllum, en mjög hefur fjölgað nemendum í guð- fræðideild háskólans seinustu árin, og er það skoðun biskups að hvergi verði prestslaust eftir er nokkur ár ef byggð verða prest- seturshús, þar sem nú eru engar eða ónýtar bygingar. Lítið hefur verið um kirkjubyggingar á undanförnum árum, en áhugi á kirkjubyggingum vaxandi og mikil orðinn, og nýlega hafa farið fram miklar og kostnaðar- samar viðgerðir á mörgum kirkjum. ☆ Samband íslenzkra kristni- boðsfélaga hyggst hefja trúboð í Abessiníu og sendir þangað ungan kristniboða, Felix Ólafs- son að nafni, sem dvalist hefur sex ár í kristniboðsskóla í Nor- egi. Með honum fer kona hans, K r i s t í n Guðleifsdóttir, sem stundað hefur nám í sama skól- anum. Þau hjónin hyggjast reisa kristniboðsstöð í héraði Konso- manna, en svo nefnist þjóðflokk- ur blökkumanna, sem býr í suð- urhluta landsins og stundar ak- uryrkju. Yfirvöld landsins hafa fúslega gefið leyfi til þess að reist verði kristniboðsstöð á þessum stað, enda haldi kristni- boðinn skóla. ☆ Árið 1950 voru með forseta- bréfi settar reglur um afreks- merki hins íslenzka lýðveldis, sem veita má fyrir björgun úr lífsháska. Merkið er í tveimur stigum, silfur- og gullmerki. Af- reksmerkið hefur nú verið veitt í fyrsta sinni. Guðmundur Hall- dórsson sjómaður frá Bæ í Stein grímsfirði var sæmdur silfur- merkinu fyrir frábæra aðstoð við björgun félaga sinna, er tog- arinn Vörður fórst 29. janúar 1950. ☆ Happdrætti Háskóla íslands er nú að hefja 20. starfsárið og Framhald á bls. 8 Lltll Tlm Tomaio fyrir gluggakassa Fyrir potta, k a s s a eCa K a r C. V e x enemma. — Litli Tim er a tS e i n s 8 þuml. á hæS, dverg vaxinn og þéttur. — HlaSinn klös um af rauÖ- um ávöxtum 1 þuml. I þvermál. Litli Tim er smávaxinn, en gefur þér gómsæta ávexti á undan öSrum matjurtum og þegar aCfluttir tomatoes eru I háu veröi. Einnig litfagur og skrautlegur I pottum eöa I garöi. (20c pkt.) (75 %oz.) póstfritt BIG 1953 SEED AND NURSERY BOOK — Best Everl FREE STRIVE FOR KNOWLEDGE In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Comvnence Your Business Training Immediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LUHITED PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.