Lögberg - 29.01.1953, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. JANÚAR, 1953
7
Langlífi
Getur maðurinn orðið eldri en
allar aðrar skepnur?
Menn Jiafa alltaf haft áhuga
fyrir því að athuga hvað hinar
ýmsu skepnur á guðs grænni
jörð geti orðið gamlar, og er þá
ekki aðeins átt við landdýr, held-
ur einnig sjávardýr. Þetta sést
á ótal sögum, sem gengið hafa
um langlífi og stinga alltaf upp
kollinum við og við í dagblöðum
og tímaritum. Því miður eru
margar af sögum þessum hreint
og beint ýkjusögur eða skrök-
sögur. Þær eru oft og tíðum
byggðar á ágizkunum, og hættir
mönnum þá frekar við að ýkja
en hitt. En af þessu hefir leitt,
að menn halda að margar skepn-
ur geti orðið miklu eldri heldur
en raun ber vitni.
Flestar af hinum áreiðanlegu
sögum um aldur dýra, eru fengn-
ar hjá dýragörðunum, eða hjá
mönnum, sem alið hafa upp
skepnur eða fylgzt með aldri
þeirar.
En þær tölur, sem þá koma
fram eru þó í raun og veru ekki
áreiðanlegar. Það getur sem sé
verið, að dýr sem höfð eru í
haldi, lifi annað hvort lengur
eða skemur en hin, sem eru
frjáls. Það kemur fyrir í dýra-
görðum að menn hafa ekki hið
heppilegasta fóður handa dýr-
unum, og þar taka þau líka
ýmsa sjákdóma, sem þau mundu
annars hafa losnað við. En á
hinn bóginn verður líka að gæta
þess, að í dýragörðum er sjúk-
um dýrum hjúkrað eins vel og
hægt er, og þar eru þau ekki í
neinni hættu fyrir óvinum sín-
um.
Skelfiskar
Fáar tegundir skelja, krabbar,
humar og þess háttar dýr, ná há-
um aldri. Aldur skelja er talinn
15-20 ár en sumar tegundir ná
30 ára aldri. Ekki eru til áreið-
anlegur skýrslur um aldur hinna
ýmsu krabbategunda, en blá-
krabbinn, sem lifir við strendur
Norður-Ameríku, verður ekki
eldri en 3-4 ára. Amerískir humr
ar verða stundúm 30-35 pund á
þyngd og liffræðingar álita að
slikir risar muni vera um 50 ára
gamlir.
Suður í Kyrrahafi eru tvær
tegundir furðuskepna, risakel-
fiskur og risakolbrabbi. Þar
hafa fundizt svo stórir skelfisk-
ar, að þeir vega um 600 pund, og
þar finnast kolkrabbar, sem eru
um 50 fet á lengd. Stærðin er
auðvitað engin sönnun fyrir því
að þessi skrímsl sé orðin mjög
gömul, en allt bendir þó til að
svo sé. Sagt er að þessi stóru
sædýr geti orðið hundrað ára
gömul, en engar sannanir höf-
um vér fyrir því.
Skriðdýr
Talið er að skjaldbökur og
krókódílar nái hæstum aldri af
öllum skríðdýrum, sérstaklega
hinar stóru skjaldbökur, sem lifa
á Galapagoseyum og víðar. Vís-
indamenn, sem hafa athugað
þær, segja að þar hafi fundizt
skjaldbökur, sem hafi verið
orðnar 150 ára, og það geti svo
sem vel verið að þær nái 200 ára
aldri, en þetta eru þó ágizkanir.
Um eina sæskjaldböku vita
menn þó með vissu, að hún hefir
orðið 152 ára, en fórst þá af slys-
um. Og ánð 1923 birtist í „New
York Times“ grein undir þessari
fyrirsögn: Skjaldbaka sem Cook
kapteinn merkti 1773 er fundin
lifandi. Þar segir frá skjaldböku
frá Galapagoseyum, sem skilin
var eftir á Tonga-eyum fyrir 150
árum, en nú veit enginn hvort
hún hefir lifað lengur. Hún var
orðin mjög ellihrum. Skipstjór-
inn, sem Times hafði þessa sögu
eftir, sagði að hún hefði verið
orðin blind, og það hefði skrölt
í henni eins og tómum hest-
vagni þegar hún hreyfði sig.
Fuglar
Því hefur oft verið haldið
fram að páfagaukar, svanir og
ernir geti lifað meira en hnudrað
ár. En því miður eru þessar
staðhæfingar byggðar á mörg
hundruð ára gömlum sögusögn-
um. Það er hvorki hlaupið að
því að sanna þær né fuglar verði
ekki jafn gamlir og áður var
haldið. Eftir því sem nýustu
rannsóknir sýna þá eru ekki
sannanir fyrir því að neinn fugl
hafi orðið svo gamall sem sagnir
herma. Elztu fuglarnir, sem
menn vita um með vissu eru
þessir: ugla 68 ára, örn 55 ára,
kondor 52 ára og pelikan 51 árs.
Skakkar þar allmiklu frá því,
sem áður var haldið.
Hæsti aldur
Skeldýr 15—50 ár
Kettir 23 —
Hundar 22 —
Hestar 50 —
Ránfuglar 50—70 —
Nú er minna erfiði,
betri Iífskjör
fjölskyldunnar
en áður va! ”
BiOJlö um eln-
tak aj pessum
bœklingi, .. þar
sem skifrt er
frd búbótaldn-
um.
ÞaRNA stóð það í bún-
aðarblaðinu—um búbótalán til rafur-
magnsnotkunar. Ég stóð á öndinni, er
ég kom á fund forstjóra Royal bank-
ans. Hann skelti upp yfir sig um
leið og hann kvað það næsta auðvelt
að ganga frá láni handa mér. Hann
útskýrði jafnframt hve þægilegt það
væri að endurgreiða lánið. Nú er
býlið raflýst, minna erfiði og betri
lífskjör okkur öllum til handa!”
BÚBÓTALAN
má einnig nota vegna
• Nýrra verkfæra, véla og annars
titbúnaðar.
• Nýrrar undiratöðu og U1 kynbðta
búpenlngs.
• Fíaflýsingar býla.
• Girðinga, framræslu og annara umbóta.
THE ROYAL BANK
OF CANADA
Þér getið borið fult traust til “Royal”
RB-62-7
Fílar 70 —
Apar 50 —
Krókódílar ... 50 —
Skjaldbökur 150 —
Menn yfir 100 —
Spendýr
Að manninum undanskildum,
hefir ekkert spendýr verið at-
hugað svo rækilega með tilliti
til langlífis, eins og fíllinn. Og
það eru ekki nema nokkur ár
síðan að frægir líffræðingar
héldu að hann gæti orðið rúm-
lega hundrað ára. En Stanley
Flower, sem er vel kunnur fyrir
rannsóknir sínar á aldri dýra,
komst að því fyrir nokkru, öll-
um til miklar undrunar, að
lengsti æviferill fíls, sem menn
vissu sönnur á, væri ekki nema
69 ár. Sannanir fengust fyrir því
að margir fílar hefði komizt yfir
sextugt, en hvergi var hægt að
finna dæmi þess að fíll hefði
orðið hundrað ára.
Vísindamenn eru þó á einu
máli um það, að í flokki spen-
dýra gengi fíllinn næstur mann-
inum um langlífi. Þeir segja líka
að hent geti að einn og einn fíll
hafi lifað upp undir 100 ár, enda
þótt engar sannanir fáist fyrir
því.
Húsdýrin verða yfirleitt ekki
langlíf. Þó er talið nokkurn veg-
inn öruggt að einn hestur hafi
orðið rúmlega 50 ára. Köttur hef
ir náð 23 ára aldri og hundur 22
ára aldri.
%
Maðurinn
Flestar ágizkanir um óvenju
háan aldur manna eru byggðar
á ágizkunum fremur en á kirkju
bókum. Sumir þessara gömlu
manna voru uppi fyrir svo löngu
að engum rannsóknum kirkju-
bóka verður við komið. Af hin-
um nýrri dæmum má nefna:
Henry Jenkins 169 ára, Thomas
Parr 152 ára, Desmond greifa-
ynja 140 ára og Christian Drak-
enberg 146 ára.
1 bók sem Metropolitan líf-
tryggingarfélagið gaf út nýlega,
eru tölur þessar taldar ótryggar,
nema aldur Drakenbergs, því að
nokkurn veginn öruggar heim-
ildir sé um aldur hans. Drakken-
berg var danskur, talinn fæddur
1626 og dáinn 1772. Það er þó
ekki alveg víst að þessi ártöl
séu rétt.
Danir hafa stært sig af því, að
eiga þann manninn er orðið hef-
ir allra elztur. Ekki vilja vís-
indamenn þó fallast á þetta.
Enskur vísindameður, dr. Maur-
ice Ernest, sem lengi hefir feng-
izt við aldursrannsóknir, heldur
því fram að Kanadamaðurinn
Pierre Joubert hafi orðið elztur
allra svo vitað sé með vissu.
Hann var fæddur í Quebec-hér-
aði 1701 og varð ekki nema 113
ára.
Ef vér nú athugum háan ald-
ur manna á yfirstandandi tíma,
þá verður fyrst fyrir oss Svert-
ingi, sem dó í Jóhannesburg í
Suður-Afríku 1945 og talinn var
hafa verið 130 ára. Samkvæmt
blaðafréttum tóku ýmsir sér
fyrir hendur að rannsaka hvort
þetta gæti verið rétt, og þótt
einhverju skakkaði bentu allir
vitnisburðir til þess að hann
hefði verið orðinn 120 ára nokkr
um árum áður en hann andað-
ist.
Árið 1950 fór fram allsherjar
manntal í Bandaríkjunum og þá
var að venju athugað hverjir
mundu vera elztir þar. Eftir því
sem bezt er vitað, á maður nokk-
ur í Bromsville í Texas metið.
Hann hafði tjáð manntalsmanni
að hann væri 128 ára gamall og
ættingjar hans héldu því fram
að þetta væri rétt. Ekki er vitað
að þetta hafi verið rannsakað
betur.
Það lætur að líkum, að ekki er
hægt að ákveða með neinni
vissu hvað menn geta orðið
gamlir. Víst er þó, að menn geta
lifað meira en 100 ár. En réttari
tölur höfum vér um meðalaldur
manna. í Bandaríkjunum er
meðalaldur hvítra karlmanna
nú rúmlega 65 ár og kvenna rúm
JÓNAS HELGASON
1860 -
„Þó aldrei eigin hreysti,
hann einni trúa vann.
En góðum Guði treysti,
né gleymdi’ að biðja hann.“
—K. J.
Það er nú liðið meir en hálft
annað ár síðan Jónas Helgason,
héraðshöfðingi í Argyle um
hálfrar aldar skeið, var í hárri
elli kallaður heim til „föðurhús-
anna“, og hefir hann legið ó-
bættur hjá garði, og á hann það
þó sízt skilið. Má það hreint ekki
dragast lengur, að hans sé að
einhverju minst. Það var 22. júní
1951 er sól var í hæsta hring og
lengstur var dagur og sólbjart
um lög og láð, að „ljósanna
faðir“ kallaði hann heim í sitt
dýrðarveldi eftir langa, trúfasta
og hamingjuríka ævi, og orðin
hljómuðu og bergmáluðu: „Þú,
trúi og góði þjónn, gakk inn í
fögnuð herra þíns.“
Jónas Helgason var fæddur
sem næst við hið „yzta haf“ á
Arndísarstöðum í Bárðardal 7.
apríl 1860. Þarna við yztu rönd
jarðar átti hann fyrstu sporin,
ekki langt frá þar sem Grettir
gekk undir fossinn, eftir að hann
glímdi við skessuna og lagði
hana að velli. Fossinn sá kveður
enn sama ljóðið, sem hann hefir
þrumað öld eftir öld og með
raust sinni hefir hvatt mannanna
börn til dáða.
Foreldrar Jónasar voru hjónin
Helgi Jónsson Jónssonar og Guð-
laug Bjarnadóttir Indriðasonar,
og Kristbjargar konu hans, sem
bjuggu á Arndísarstöðum. Helgi
var fæddur á Grænavatni og ólst
þar upp með foreldrum sínum,
unz hann giftist Guðlaugu, sem
var einkabarn, og flutti þá að
Arndísarstöðum, og bjó með
tengdaforeldrum sínum 12—13
ár, en þaðan fluttu þau að Vind-
70 ár. Berum vér þetta nú sam-
an við meðalaldur manna í Eng-
landi á miðöldum, sem var að-
eins 33 ár, þá.sézt að meðalaldur
manna hefir lengzt stórkostlega.
Tölur um meðalaldur eru fengn-
ar í skýrslum líftryggingarfél-
aganna, þar sem fylgzt er með
ævi þúsunda manna frá vöggu
til grafar.
Eru menn langlífaslir?
Þegar þetta er athugað er eðli
legt að sú spurning vakni, hvort
menn sé langlífastir allra
skepna á jörðinni. Ef athugaðar
eru allar þær bækur, sem ritaðar
hafa verið um langlifi, þá ber
þeim ekki saman um þetta efni.
Sumar segja að maðurinn lifi
lengst allra, aðrar bera á móti
því. En samkvæmt nýustu rann-
sóknum virðist engin skepna
geta keppt við manninn um lang
lífi, nema nokkrar tegundir af
skjaldbökum.
Hitt er svo annað mál, hvort
vér getum ekki einmitt lært af
dýrunum heilbrigt líferni, þann-
ig að mannsævin lengist enn
talsvert. Vísindamenn eru nú
sem óðast áð rannsaka það.
(Úr „Natural History“)
LESBÓK MBL.
Það var veizla hjá fjölskyld-
unni og faðirinn spurði Nonna,
hvort hann vildi heldur tertu eða
búðing á eftir.
„Tertu“, svaraði Nonni hik-
laust.
„Tertu?“ spurði faðir hans,
sem hafði verið að kenna honum
mannasiði fyrir veizluna. — En
Nonni svaraði ekki, starði bara
á tertuna.
„Tertu — tertu?“ spurði faðir
hans þá höstugur.
„Tertu fyrst,“ svaraði Nonni
sigri hrósandi.
☆
Hjá lækninum:
Sjúklingurinn: — Það, sem ég
þarf, er eitthvað örfandi, eitt-
hvað sem kemur mér í æsing.
Læknirinn: — Það er þá bezt
að ég skrifi reikninginn strax.
1951
Jónas Helgason
belg við Mývatn 1864. Þá var
Jónas 4 ára. 19 ára fór hann úr
föðurhúsum, að Grundarhóli á
Fjöllum; var þar 3 ár, á Brúna-
hvammi í Vopnafirði 1 ár, þá í
Reykjahlíð við Mývatn 2 ár og
loks að Syðri-Neslöndum og þar
giftist hann 2. júlí 1885 Sigríði
Einarínu Sigurðardóttir Eiríks-
sonar og konu hans Guðrúnar
Erlendsdóttur, fædd á Sand-
haugum í Bárðardál 11. nóv.
1857; hún dó 28. janúar 1937.
Hún var skörungur í sjón og
raun, og stórmerk kona. Jónas
og Sigríður fluttu vestur 1888,
voru þau fyrsta árið í Þingvalla-
nýlendu, en næsta ár fluttu þau
til Argyle og bjuggu þar til
dauðadags.
Fyrstu nokkur árin bjuggu
þau hjón í Brúarbyggðinni, þar
sem hann keypti land. Það seldi
hann um áramótin, en keypti
aftur land í vesturbyggð, rúma
hálfa mílu fyrir norðan kirkju
Frelsissafnaðar, vestan við aðal-
veginn frá Glenboro til Baldur.
Þar var hans aðalævistarf. Þar
vann hann baki brotnu að koma
fyrir sig fótum. Landið var grýtt
og óhreint, hann herjaði á ill-
gresið og grjótið, og gekk sigri
hrósandi af þeim vígvelli. Hann
reisti veglegar byggingar, bæði
íbúðarhús og peningshús. Úr blá-
grýtinu, sem hann flutti af akr-
inum, byggði hann íbúðarhúsið,
stórt og veglegt með allra
stærstu húsum í byggðinni og
það eina, sem byggt er úr blá-
grýti. Verður húsið það Jónasi
veglegur minnisvarði langa tíð.
Húsið var reist 1906, stærð þess
er 42x44fet.
Fátækur mun Jónas hafa kom-
ið til þessa lands, en með hraust-
an líkama og sterkan vilja að
bjarga sér, kom hann fljótlega
vel fyrir sig fótum efnalega. Fé-
lags- og safnaðarstarf styrktu
þau hjón með ágætum. Þau voru
góðir þegnar síns nýja kjörlands
(Canada) og sérstaklega trú
sinni köllun sem Islendingar,
sóttu sem bezt mátti allsherjar
fundi og samkomur Islendinga
fjær og nær.
Sigríður og Kristján sonur
þeirra fóru til íslands 1914, Jónas
1920 og Guðlaug Jóhannesson
(dóttir þeirra) og George sonur
hennar 1930. Guðlaug fór aftur
heim fyrir nokkrum árum. Munu
fáar fjölskyldur hafa sýnt slíka
ræktarsemi til Fjallkonunnar
sem þessi fjölskylda. Guðlaugu
dóttur þeirra farast orð um Is-
landsferðirnar sem hér greinir:
„Öll höfðum við ósegjanlega
gleði og gagn af að fara heim,
og rifjuðum oft upp ýmislegt frá
þeim tímum. Pabbi, mamma, og
ég höfðum alltaf bréfaskipti við
ættingja heima og pabbi gjörir
það enn, (skrifað 1948). Þegar ég
sá ísland í fyrsta sinn og hitti
ættfólk mitt þar, fannst mér ég
þekkja alla, því foreldrar mínir
töluðu svo oft um allt og alla
heima.“
Það var almanna rómur, að
hjónabandið væri hamingjusamt
sem bezt getur, og þá um leið
heimilislífið til fyrirmyndar. ■—
Þau hjón voru gestrisin og glað-
vær heim að sækja, og samhent
voru þau með að hjálpa og gera
gott. Kona, sem vel var kunnug,
segir að hún hafi aldrei heyrt
þau tala ónotaorð hvort til ann-
ars. Jónas mátti lengi vel beita
sér móti straumi eins og svo
margir á frumbýlingsárunum, en
hann náði því marki, sem hann
stefndi að. Hann kom börnum
sínum vel til manns, og bjó svo
í haginn, að hann átti skjól og
öryggi, er ellin sótti hann heim.
Gjörðu börnin og barnabörnin
síðustu árin eins fögur og frið-
sæl eins og mögulegt var; lengst
af var hann á heimilinu í Argyle
hjá Kristjáni syni sínum og hans
góðu konu, Sigurveigu; þar
unndi hann bezt, og þar dó hann
þakklátur fyrir lífið og gæfuna,
og sáttur við Guð og menn. —
Kristján mun hafa tekið við bú-
inu af föður sínum 1933.
Börn Jónasar skulu nú talin:
1. Helgi, stórbóndi, Darcy,
Sask., giftur konu af skozkum
ætum. Þeirra sonur er Dr. R. E.
Helgason í Glenboro, giftur
Margrétu Johnson (foreldrar
hennar eru þau Mr. og Mrs. B. S.
Johnson í Argyle). Fleiri af
börnum Helga eru á mennta-
brautinni.
2. Erlendur, býr í Winnipeg,
kona hans er Sigrún Benedikts-
dóttir Einarssonar. Hann hefir
unnið við kornverzlun mest alla
ævi.
3. Guðlaug, býr í Winnipeg;
hún giftist George Jóhannesson
2. júlí 1917; hann dó 23. júní 1919,
Sonur þeirra, George, er víð-
frægur flugmaður, „Staff Pilot“
hjá Canadian Pacific Airlines;
hefir árum saman flogið á ýms-
um stöðum í Vestur-Canada.
Guðlaug er mesta myndarkona
og var í Argyle máttarstólpi í
félagsskap.
4. Ingólfur, býr í Glenboro,
Man., kona hans er Indlaug Páls-
dóttir Sveinssonar frá Gimli.
5. Friðirk, á heima í Edmonton,
kvæntur konu af hérlendum
ættum.
6. Kristján, býr á ætaróðalinu
í Argyle, gildur bóndi, kona hans
er Sigurveig Hernitsdóttir
Kristóferson.
7. Kristbjörg Johnson, var
fósturdóttir Jónasar og Sigríðar,
_og fórst þeim við hana sem það
væri þeirra eigið barn, er hún
gift Helga Finnson, Milton, N.
Dakota, og búa þau þar.
Átta voru systkini Jónasar,
tvö dóu ung. Vestur fluttu Jakob,
Bjarni, Jón, faðir hinna vel-
þekktu Helgasons-systkina í
Brúarbyggð. Friðrika, fyrsta
kona Árna S. Jósephsonar, sem
bjó í Minnesota og síðar við
Glenboro og dó þar 1937; hún dó
á æskuskeiði. Hólmfríður, er gift
var Þorsteini Jósephson, er bjó
nálægt Sinclair, Man; hún dó 17.
febrúar 1921; þau áttu mörg börn
og efnileg.
Á íslandi var ein systir,
Valgerður Guðfinna, gift Sigur-
jóni Hallgrímssyni frá Vakurs-
stöðum, bjuggu þau í Ytri-Hlíð.
Hann er dáinn, en hvort hún er
enn á lífi, er mér ekki kunnugt
um; af bræðrunum er Jakob
einn á lífi, er heimilisfang hans
Hayland, Man.
Jarðarför Jónasar var mjög
virðuleg og fjölmenn; allir vildu
kveðja hann, spaklynda prúð-
mennið og hinn drengilega ferða-
félaga, í hinzta sinn. Hann var
jarðsunginn af þáverandi sóknar
presti, séra Eric H. Sigmar, og
séra E. H. Fáfnis, þáverandi for-
seta Lúterska kirkjufélagsins.
Friður sé yfir moldum Jónasar
Helgasonar og Guð blessi minn-
ing hans og þeirra hjóna.
G. J. OLESON
1) Sjá ritgerð um Jónas og Sig-
ríði í Almanaki O. S. Thorgeirs-
sonar 1948 bls. 49—53 eftir G.J.O.
2) Virðulegt samsæti var þeim
hjónum haldið af byggðarfólki
1935 í Argyle Hall í minningu
um 50 ára giftingarafmæli þeirra
(gullbrúðkaup). Var það þeim til
gleði og byggðinni til sæmdar.
G. J. O.