Lögberg - 29.01.1953, Blaðsíða 3

Lögberg - 29.01.1953, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. JANÚAR, 1953 3 BRAUÐBITI Saga eftir Francois Coppée Ungi greifinn af Hardimont hafði nýlokið að snæða mið- degisverð í Aix-les-Bains, þar sem hann var staddur, þegar hann las í blöðunum um hrak- farirnar við Reichshoffen, einn af fyrstu sigrum Prússa í fransk- prússneska stríðinu. Hann tæmdi vínglasið sitt, lagði frá sér pentudúkinn á veitingahúsborðið, gaf þjóni sín- um skipun um að pakka niður farangrinum, náði í Parísarhrað- lestina tveimur stundum síðar og flýtti sér til nýliðaskráning- arstöðvar. Þannig stóð á því, að Henri de Hardimont, liðsmaður í þriðju sveit annarar herdeildar, gengdi varðstöðu dag einn, snemma í nóvember, þegar sveit hans var stödd framan við Bicetrevirkið. Þetta var drungalegur staður, meðfram veginum stóðu nakin tré, allstaðar var aur og djúp hjólför. Við vegarbrúnina stóð yfirgefin krá, og þar höfðust nokkrir hermenn við nú. ' Þarna hafði verið barizt fyrir n o k k r u m dögum. Nokkur af ungu trjánum höfðu brotnað í tvennt af skothríðinni og á sér- hverjum stofni gat að líta kúlna- för. Húsið var sérstaklega ó- hugnanlegt, sprengja hafði eyði- lagt þakið og rauðir veggirnir litu út eins og þeir hefðu verið þvegnir upp úr blóði. Yfir öllu tgrúfði drungalegur vetrarhim- inn, kafinn þungum, hraðfara skýjum — lágur, dimmur og illi- legur himinn. Ungi greifinn stóð úti fyrir krárdyrunum með riffilinn um öxl, húfuna niður í’ augum og dofnar hendurnar í buxnavös- unum. Hann skalf í sauðskinns- úlpunni og hugsanir hans voru allt annað en bjartar, þegar hann horfði til hæðardraganna, sem hurfu í þokumistri, þaðan, sem stöðugt gusu upp hvítir reykjarmekkir, fylgt af sprengj- unum: Krubbfallbyssurnar. Hann var s v a n g u r. Hann kraup á annað hnéð og tók upp úr mal sínum, sem lá hjá honum sneið af brauðskammtinum sín- um. Hann beit í brauðið og tuggði hægt. En eftir fáeina munnbita var hann búinn að fá nóg; brauðið var hart og súrt á bargðið. Hann hugsaði með beiskju, að hann myndi ekki fá ferskt brauð fyrr en því yrði útdeilt daginn eftir, svo fremi nokkuð yrði úr því. Hermennskan var ekkert sældar líf, og hann minntist þess, sem hann kallaði „heilsuárbit,“ sem hann var vanur að borða á morn anna eftir sérlega íburðarmikla kvöldverði. Þá sat hann við gluggann í Café Anglais og pant aði næstum ekkert — nú, máske einn bita af rifjasteik og nokkur pönnuegg með asparagus. Vín- þjónninn vissi hvað honum kom og færði honum, og o p n a ð i flösku af gömlu rauðvíni. Ó, þetta voru góðir tímar, og hann myndi aldrei v e n j a s t þessu hræðilega brauði! Og í andartaks óþolinmæði fleygði ungi maðurinn afgang- inum af brauðinu í forina. > 1 sama vetfangi kom hermaður út úr kránni, laust niður og tók UPP brauðið, þurrkaði af því á ermi sinni og tók síðan að eta það græðgislega. Henri de Hardimont skamm- aðist sín fyrir það, sem hann hafði gert og horfði með samúð a vesalings manninn seðja hung- Ur sitt. Hann var stór náungi, fremur luralegur, augun voru eins og í manni með hitasótt og skeggið benti til, að hann væri nýkominn úr sjúkralegu. Hann Vai' svo magur, að herðablöðin stóðu út í slitna úlpuna. »Tú hlýtur að vera fjandi svangur," sagði greifinn, og §ekk til hans. »Lítur út fyrir það, finnst þér ekki?“ svaraði hann með fullan munninn. „Fyrirgéfðu — ef ég hefði vit- að, að þú vildir það, hefði ég ekki fleygt því.“ „Enginn skaði skeður,í‘ sagði hinn, „ég er ekki svo kræsinn.“ „Það er sama,“ sagði greifinn. „Ég átti ekki að fleygja brauð- inu, og ég sé eftir að gera það. En þú mátt ekki fara burt með slæmt álit á mér — ég á dálítið af gömlu brennivíni í flösku og við skulum fá okkur sopa sam- an.“ Maðurinn var b ú i n n með brauðið. Hann og greifinn fengu sér báðir nokkra sopa úr flösk- unni og vináttan var innsigluð. „Hvað heitir þú?“ spurði her- maðurinn. „Hardimont,“ sagði greifinn og sleppti titlinum. „Og þú?“ „Jean Victor . . . ég er nýkom- inn úr spítala; ég særðist við Chatillon. Þeir gerðu vel við okkur í spítalanum — hrossa- kjötsúpan var ágæt. En ég fékk bara skrámu, svo ég var þar ekki lengi; og nú býst ég við að svelta aftur. Því, ég skal segja þér, ég hef verið svangur alla ævi.“ Þetta voru hræðileg tíðindi að heyra fyrir sælkera, sem sakn- aði kræsinganna í Café Anglais, og Hardimont greifi horfði orð- laus af undrun á félaga sinn. Maðurinn brosti, hann vissi, að Hardimont bjóst við skýringu á þessu sífellda hungri. Sjáðu nú til,“ sagði hann, „við skulum labba hérna niður veg- inn og hita okkur á fótunum, og ég skal segja þér hluti, sem þú hefur líklega aldrei heyrt aðra eins á ævi þinni . . . “ „Ég.heiti Jean-Victor — bara það. Ég hef ekkert ættarnafn, af því ég var óskilabarn. Eini á- nægjulegi tíminn, sem ég man eftir, var þegar ég var lítill á barnahælinu. L i 11 u rúmin í svefnhúsinu voru með hvítum lökum og við lékum okkur í garði með stórum trjám. Ein af nunnunum var kornung, og föl eins og vax, það var eitthvað að henni 1 brjóstinu — ég var eftir- læti hennar, og mér þótti meira gaman að ganga með henni um garðinn en að leika mér með hinum börnunum. Hún var við mig eins og engill.“ „En þegar ég var orðinn tólf ára, varð ég að fara, og síðan hef ég aldrei vitað hvað hamingja er. Hælisráðsmaðurinn kom mér fyrir sem nemanda hjá manni, sem fléttaði strástóla — hann bjó í Saint - Jacqueshverfinu. Þetta er lélegt starf, eins og þú veizt, það er ekki hægt að lifa af því. Bezta sönnun þess er, að einu nemendurnir, sem meist- ari minn vildi taka, voru lítil börn af blindrahælinu." „Jæja — þar var það, sem ég byrjaði að þjást af hungri. Meist arinn og kona hans — þau voru bæði frá Limousin og voru seinna myrt — voru hræðilega nísk; þau voru vön að skera ofurlítinn enda af brauðhleifn- um við hverja máltíð og læsa svo hleifinn niður þess á milli. Þú hefðir átt að sjá konuna með svörtu skupluna sína gefa okkur súpuna á kvöldin. í hvert sinn, er hún dýfði sleifinni í pottinn, stundi hún þungan. Hinir tveir nemendurnir. börn af blindra- hælinu, voru betur settir en ég. Þau fengu ekki meira að borða, en þau sáu þó að minnsta kosti ekki eftirtölu- og ásökunarsvip- inn á þessari vondu konu, þegar hún rétti mér diskinn." „Já, það vdr meinið mitt, jafn- vel á þessum árum; lyst mín var of mikil, þó það væri ekki mér að kenna, eða hvað? Ég vann mín þrjú ár sem nemandi, og var svangur á hverjum einasta degi. Þrjú ár! — og ég kunni iðnina eftir mánuð. Þú varst hissa að sjá mig taka upp brauð- bitann úr forinni, var það ekki? En ég er vanur því, marga mol- ana hef ég tínt upp af skarn- haugunum, og þagar þeir voru of harðir, lagði ég þá í bleyti yfir nóttina. Auðvitað fann ég stund- um góða bita, máske snúð, sem rétt var búið að bíta í endann á Business and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson i S. O. BJERRING f Canadian Stamp Co. WINNIPEG CLINIC RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS St. Mary’s and Vaughan, Winnlpeg PHONE 92-6441 CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg PHONE 92-4624 og skólakrakkar hafa fleygt frá sér á heimleiðinni. „Og svo, þegar námstími minn var liðinn, sá ég að ég myndi ekki geta lifað á þessari vinnu. Ég hef gert margt annað — ég er afar vinnugefinn, það er ég. Ég hef hlaðið múrsteina, verið búðardrengur, þ v e g i ð gólf — gert allt mögulegt. En aldrei á ævi minni hef ég haft nóg að borða. Ég gekk í herinn átján ára, og þú veizt eins vel og ég, að óbreyttur hermaður hefur rétt nóg að eta, og ekki snefil meir. Og nú er umsát og hung- ursneyð! „Svo þú sérð, að ég var ekki að skrökva áðan, þegar ég sagð- ist hafa verið svangur alla ævi!“ Ungi greifinn var hjartagóður náungi, og varð djúpt snortinn af þessari átakanlegu sögu. „Jean-Victor,“ sagði hann, „ef við komumst báðir lifandi úr þessu stríði, skulum við hittast >aftur, og ef til vill get ég hjálpað þér. En eins og nú er, er brauð- skammturinn að minnsta kosti tvisvar sinnum of stór fyrir mína litlu lyst, og við skulum því skipta honum með okkur eins og góðir félagar.“ Þeir tókust innilega í hendur, og þar sem liðið var að nóttu, fóru þeir aftur inn í krána, þar sem nokkrir menn sváfu á hálmi. Þeir fleygðu sér niður hlið við hlið og sofnuðu vært. Um miðnætti vaknaði Jean- Victor, sennilega af hungri. Stormurinn hafði sópað burt skýjunum og tunglið skein inn um rofið þagið beint á höfuðið á Hardimont sofandi. Jean-Vic- tor horfði á hann með aðdáun. í þessari svipan lauk undirforingi upp dyrunum og kallaði nöfn fimm manna, sem áttu að leysa framverðina af verði. Greifinn var þeirra á meðal, en hann vaknaði ekki, þegar nafn hans var kallað. ,Vaknið, Hardimont!" sagði undirforinginn aftur. „Ef yður er sama, undirfor- ingi,“ sagði Jean-Victor, „skal ég fara í hans stað. Hann sefur svo vært . . . og hann er félagi minn. Undirforinginn hafði ekkert á móti því, og mennirnir fimm fóru út. Hálftíma seinna heyrðist skot- hríð mjög nærri. Allir spruttu þegar á fætur, og fóru út úr kránni og horfðu út eftir tungl- skinsbjörtum veginum. „Hvað er klukkan eiginlega?“ spurði greifinn. „Ég átti að vera á vakt í nótt.“ Einhver sagði hon um, að Jean-Victor hefði farið í hans stað. í þessari andrá sáu þei rmann koma hlaupandi til þeirra eftir v e g i n u m. Þegar hann kom spurðu allir hvað hefði skeð. „Prússarnir gera árás — við eigum að hörfa til virkisins.“ „Hvað um framverðina?“ „Þeir koma eftir andatak — alir nema Jean-Victor.“ „Hvað?“ hrópaði greifinn. „Drepinn — fékk kúlu gegn- um höfuðið — hann gaf ekkert hljóð frá sér.“ • Klukkan tvö eftir miðnætti kvöld eitt löngu eftir stríðið, kom greifinn af Hardimont út úr klúbbnum ásamt nábúa sín- um Sanles greifa; hann hafði tapað nokkur hundruð lúídorum í spilum og hafði dálítinn höfuð- verk. „Ef þér er sama, André,“ sagði hann við vin sinn, „skul- um við ganga heim . . . mér þyk- ir gott að fá fersk loft.“ „Jæja, þá; mér er sama — þó gangstéttirnar séu heldur for- ugar núna.“ Svo þeir sendu vagnana sína burtu, brettu upp frakkakrag- ana og lögðu af stað fótgang- andi. Allt í einu sté Hardimont greifi ofan á eitthvað; það var stór brauðsneið, ötuð í aur. Og þá, sér til mikillar furðu, sá de Saulnes greifann af Hardi- mont taka upp brauðsneiðina, þurrka vandlega af henni með silkivasaklútnum s í n u m og leggja hana á bekk undir götu- ljóskeri, svo auðvelt yrði að koma auga á hana. „Hvað ertu eiginlega að gera? sagði Sanles greifi og rak upp hlátur. „Ertu orðinn vitlaus?“ „Þetta er til minningar um mann, sem dó fyrir mig,“ sagði Hardimont greifi, og rödd hans titraði lítið eitt. - O. H, þýddi VÍKINGUR J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgS, bifreiSaábyrgS o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 FOR QUICK, RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK. MAN. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Hours: 2:30 6:00 p.m. Thorvaldson Eggertson Baslin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Dlrector Wholesale Distrlbutors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917 Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Ashphalt Roofs and Insnlated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Slmcoe St. Winnlpeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME Sími 59 SérfrœSingar i öllu, sem að útförum lýtur BRUCE LAXDAL forstjóri Licensed Embalmer Dr. A. V. JOHNSON DENTIST 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 Dr. ROBERT BLACK SérfræCingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdðmum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-3851 .Heimasfmi 40-3794 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave.. Winnipeg PHONE 74-3411 Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Nettlng 58 VICTORIA ST. WINNIPKG PHONE 92-8211 Manager T. R. THORVALDSON Yonr patronage will be appreciated Grunnar Skálholtskirkju geyma lykilinn að sögu timburkirknanna Við aðra umræðu fjárlaganna var bætt í fjárlagafrumvarpið fjörtíu þúsund króna fjárveit- ingu til Skálholtsfélagsins til rannsókna á kirkjugrunnunum í Skálholti. og Grænlandi. Verður þessum rannsóknum því mikill gaumur gefinn víðar en hér á landi. Biskupagrafirnar A. S. BARDAL LTD> FUNERAL HOME 843 Sherbrook St. Selur llkkistur og annast um út- farlr. Allur útbúnaCur sá beztl. StofnaC 1894 Slmi 74-7474 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavihon General Hospltal Skráðar heimildir ábyggilegar Sigurbjörn Einarsson prófess- or, formaður Skálholtsfélagsins tjáði blaðinu í gær, að verkefni aað, sem þarna lægi fyrir, væri að grafa alveg upp kirkjugrunn- ana í Skálholti og komast út fyr- ir þá. Hefði verið áætlað, að það verk kostaði 85 þúsund krónur. í fyrra var það kannað, að skráð- ar heimildir frá fyrri öldum Skálholtskirkju eru hinar á- byggilegustu en þá var grafið nióur á gólfhellur á nokkrum stöðum og jarðgöngin könnuð, sem kunnugt er. Hinar fornu kirkjur Eina kirkjan, sem reist var í Skálholti í evangelískum sið, var Brynjólfskirkja, en á eldri tímum voru þar reistar Ögmund arkirkja, kirkja Árna Helgason- ar, kirkja Klængs Þorsteinsson- ar og kirkja Gissurar ísleifsson- ar, sem reistar voru í Skálholti frá grunni. Kirkjusöguleg þýðing. Rannsókn á þessum fornu grunnum munu hafa mikla kirkjusögulega þýðingu, því að grunnarnir munu gefa mikla hugmynd um sjálfar kirkjurnar. Hér er að leita lykilsins að sögu timburkirkna, ekki einasta hér, heldur og í Noregi, Færeyjum Auk þess er líklegt, að ýmis- legt, er fengur þykir að muni finnast í hinum fornu grunnum. Þarna eru meðal annars margar biskupagrafir, og enginn veit, hvað þær kunna að geyma, og ekki er ólíklegt, að eitthvað merkilegra muna kunni að finn- ast við nákvæma rannsókn á grunnunum. Reyni að gera sem mesi Fé það, sem nú er ráðgert að veita, nægir ekki til fullnaðar- rannsóknar samkvæmt áætlun- inni. En Skálholtsfélagið mun sennilega leita sér fjárhagsað- stoðar á annan hátt, svo að rann- sókninni geti eigi að síður farið fram. Meðal annars er ekki ó- líklegt, að unnt yrði að fá eitt- hvað af mönnum til þess að fórna sumarleyfi sínu við upp- gröft í Skálholti, án þess að gjald komi fyrir. Upphleðsla kirkjugarðsins Þá mun einnig gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu, að Skál- holtsfélagið fái 25 þúsund krón- ur til upphleðslu á kirkjugarð- inum 1 Skálholti. Því fer þó fjarri, að sú fjárhæð dugi til þess verks, er vart mun kosta minna en 50-100 þúsund krónur. Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowerz, Funeral Designs, Corsages, Beddlng Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 jfohnny, Jlyan 1076 DOWNING 8T. PHONE 72 S 122 WINNIPEG'S FIRST "MAILORPHONE" ORDER HOUSE This Week's Special: Free gift certificates to the first 20 persons who phone or write in. Kaupið Lögberg SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hereinir. Hitaeinlngar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viB, heldur hita frá a8 rjúka út meS reykum.—SkrifiC, s!ml8 til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Wlnnlpeg Just North of Portage Ave. Slmar: 3-3744 — 3-4431 J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance ln all its branches. Real Estate • Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 lgl Res. 491 480 — TÍMINN, 30. nóv. LET US SERVE YOU Minnist CETEL í erfðaskrám yðar. -----------------------------1 PHONE 92-7025 H. J. H. Palmason, C.A. Chartered Aecountant 505 Confederation Llfe Buildlng WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barrislers • Solicilors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadlan Bank of c: Commerce hambers Wtnnipeg, Man. Phone 92-356] G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dtr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Stréet Simi 92-5227 BULLMORE FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. VAN'S ELECTRIC LTD. 636 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers General Electric McClary Electric Moffat Admiral Phone 3-4890

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.