Lögberg - 12.03.1953, Page 8

Lögberg - 12.03.1953, Page 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. MARZ, 1953 JÓNAS JÓNASSON Jónas Jónasson, mikilsvirtur og vel metinn heimilismaður á Stafholti í Blaine, Wash., andað- ist þar miðvikudaginn, 4. febr. s.l. Jónas hafði ásamt með konu sinni, Jóhönnu, átt heima í Blaine freklega tuttugu ár, en að Stafholti höfðu þau búið síðan árið 1949. Hafði heilsa Jónasar altaf verið tæp þau árin, sem hann dvaldi þar, og nokkur ár þar áður; en síðustu tvö árin fór heilsan mjög þverrandi alt til þess, er hann kvaddi. Jónas sál. Jónasson fæddist í Eyjafjarðarsýslu á íslandi 30. dag ágústmánaðar árið 1869, og var því 83 ára að aldri, þegar hann lézt. Hinn látni fluttist til Canada árið 1892, þá tuttugu og þriggja ára gamall. Dvaldi hann fyrst um skeið í Manitobafylki (í Brandon sérstaklega); en flutt- ist síðar til Saskatchewan og bjó þar ásamt eiginkonu sinni blóma búi um margra ára skeið í Moose Jaw-héraðinu. Árið 1898 var gæfuár á lífsleið Jónasar; þá kvæntist hann hinni ágætu eiginkonu sinni, Jóhönnu Ólafsdóttur, sem hafði flutzt frá íslandi einu ári síðar en hann. Hún er ágæt kona, góðum hæfi- leikum gædd og glæsileg. Hún hefir ávalt staðið við hlið eigin- manns síns eins og hetja. Þeim hjónunum, Jónasi og Jóhönnu, varð ekki barna auðið, en þau réttu ungmennum og börnum oft hjálparhönd, og tóku að sér um skeið unga stúlku, er var í frændsemi við þau. Þegar þau Jónas og Jóhanna komu til Blaine gengu þau í ís- lenzka-lúterska söfnuðinn þar og voru lengi starfandi meðlimir þess safnaðar; og um æðilangt skeið var Jónas duglegur og ráð- hollur forseti þess safnaðar. — Þegar heilsa þeirra bilaði svo að þau voru ekki fær um að sækja guðsþjónustur og samkomur safnaðarins, héldu þau áfram að styðja söfnuðinn og sýna honum trúmennsku. Þau voru í prýðilega góðu vin- áttusambandi við nágranna sína hér og hefir sú vinátta stöðugt haldizt af hálfu allra aðilja. Stafholt í Blaine var að hefja göngu sína eða starfsferil, þegar þau fluttu þangað. Fengu þau strax mikinn kærleikshug til ÓVIÐJAFNALEG INNFLUTT hollenzk síld veidd í Norðursjónum Jónas Jónasson þess góða heimilis, sem alltaf óx og varð sterkari. Þar fundu þau kærleiks- og friðsældarhöfn á efri árunum. Þar nutu þau líka mikillar vinsemdar af hálfu allra, sem að því standa. Dásam- ar Jóhanna nú góðgirni og hjálp- fýsi forstöðukonunnar, starfs- fólksins og forstöðunefndarinnar við þau hjónin bæði, er Jónas sál. stóð í sínu sjúkdóms- og dauðastríði, og svo við sig, þegar hinn elskaði eiginmaður hafði verið frá henni kallaður. Til þess finnur hún með djúpu þakklæti í huga og hjarta, hvernig alt þetta fólk, ásamt ættingjum, vin- um og velunnurum, hefir borið Úr borg og bygð LEIT AÐ MANNI Ræðismannsskrifstofa Islands er beðin að afla upplýsinga um núverandi dvalarstað herra Kristjáns Johnson, sem um eitt skeið var bankastjóri einhvers staðar í Saskatchewanfylki. — Nefndur Kristján átti fyrir föður Jón Ágúst Jónsson frá Alviðru í Dýrafirði. Bróðir Jóns Ágústs hét Guðmundur, sem nú er lát- inn, og er nú verið að ganga frá dánarbúi hans. — Upplýsingar varðandi Kristján Johnson send- ist til The Consulate of Iceland, 910 Palmerston Avenue, Winni- peg, sími 74 5270. ☆ Gefin voru saman í hjónaband í Selkirk, Man., þann 4 marz, þau Jack Valgardson, Gimli, Man., og Dorothy Gerða Olsen, 38 Monk Ave., Winnipeg, Man. — Vitni að giftingunni voru: Mrs. Ingibjörg Jóhanna Ólafsson og Mrs. Violet Bruneau. Séra Sig- urður Ólafsson gifti. Ungu hjón- in setjast að í Winnipeg. Vegna hagkvæm- legra fösturétta skuluB þér kaupa dunk af ekta hol- lenzkri sfld. SkrifiÖ eftir ókeypis upp- skriftabók. HOLLAND HERRING FISHERIES ASSOCIATION ROOM 711, TERMINAL BUILDING TORONTO, ONTARIO ☆ Coloured Movies jrorn Iceland Don’t miss the coloured movies to be shown Friday, March 13, at 8.15 p.m. in the First Federated Church, Banning St. by Njáll Thoroddsson. Those who have been pricileged to see the movies, consider them excel- lent. The subject matter is such that instead of showing Iceland as being nothing but rocks and bare boulders, as we have so 'often seen in Icelandic movies here, — it shows the lush growth of the country, both natural and cultivated. It also gives an amazing view of some af the industries which have been modernized to the full. Seeing these pictures will be a real treat for those who are at með henni byrði einstæðings- skapar, sársauka og sorgar. Jónas sál. Jónasson var maður vel greindur og bókhneigður. Bráðfyndinn var hann og skemti legur í viðtali og viðmóti. Um alt var hann hinn bezti drengur. Hann var hreinn og beinn í öllu, vel hugsandi og einlægur í sinni kristindómsafstöðu. Hann var mjög ráðhollur maður, tryggur vinur og ástríkur eiginmaður. Enda var hjónaband þeirra hjóna ávalt hið ástúðlegasta. Á heimili þeirra, hvar sem það stóð, í það eða það skiptið, mætti aðkom- endum gestrisni og góðvild, því við alla voru þau sífelt vingjarn- leg og góð. Útför Jónasar sál. fór fram frá útfararstofu Mr. McKinney í Blaine, að miklu fjölmenni við- stöddu. Við útförina söng Mrs. Halldór Johnson í Blaine tvo fagra sálma, annan íslenzkan, en hinn enskan, og tókst sá söngur mjög vel. Mrs. H. Sigmar, organ- isti safnaðarins, spilaði á hljóð- færið við útförina. Líkmenn voru allir úr forstöðunefnd heimilis- ins, Stafholt. Séra Albert E. Kristjánsson flutti ræðu á ís- lenzku, en séra Haraldur Sig- mar, sem nú þjónar söfnuði þeim, sem Jón sál. tilheyrði, stýrði út- fararathöfninni og flutti ræðu á ensku. Var lík hins látna lagt til hinztu hvíldar í hinum fagra grafreit í grend við Bellingham, Wash., sem nefnist Greenachres. Blessuð sé minning hins látna. —H. S. all interested in Iceland, and Icelandic doings. —H. D. ☆ Ágúst Magnússon, 89 ára að aldri, sem andaðist á heimili sínu að Lundar, Man., eftir langa og stranga legu, þriðjudaginn, 24. febrúar, var jarðsunginn laugar- daginn í sömu vikunni, 28. febr. Útfararstjórinn var Jón A. • Björnsson á Lundar. Kveðju- málin flutti séra Rúnólfur Mar- teinsson, D.D., á heimilinu, í lútersku kirkjunni og í grafreit Lundar-bæjar. Söngnum í kirkj- unni stýrði Mr. Vigfús Guttorms- son, og var þar mikil aðstoð að góðum söngflokk. Séra Rúnólfur flutti nokkurt ágrip af sögu hins látna, ásamt mynd af frábærlega nytsömu, lærdómsríku og fögru líferni og æfistarfi hans. Útförin var afarfjölmenn, enda átti hann djúpar rætur í þessu mannfélagi. Hann var 25 ár skrifari og féhirðir Coldwell- sveitar, og rækti það starf með snild. Guð huggi ekkju hans, syni og aðra ástvini. Æfiminning birtist síðar. —R. M. ☆ Helga Donalda, dóttir Mr. og Mrs. Helgi Stevens, Gimli, og Ragnar Nygaard, sonur A. P. Nygaard og Arnfríðar Steindórs- dóttur í Reykjavík, voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkjunni á Gimli á laugardag- inn, 28. febrúar s.l. Séra Haraldur S. Sigmar gifti. Miss Mickey Peterson og Thor Bjornson voru svaramenn, en systur brúðar- innar, Barbara og Inga voru brúðarmeyjar. Að lokinni hjóna- vígslunni var setin fjölmenn veizla í Parish Hall. Dr. Frank Scribner mælti fyrir minni brúð- arinnar. Heimili ungu hjónanna verður á Gimli. ☆ ARSFUNDUR ÍSLENDINGADAGSINS verður haldinn í neðri sal góðtemplarahússins, mánudagskvöldið, þann 16. þessa mánaðar. (Næsta mánudagskvöld). Skýrslur lagðar fram og kosning 5 manna í stjórnarnefndina fer fram. Gleymið ekki. Næsta mánudagskvöld klukkan átta stundvíslega. V. J. EYLANDS forseti DAVÍÐ BJÖRNSSON ritari The Women’s Association First Lutheran Church will hold a sale of Home Cooking, featuring Icelandic Foods Friday Evening March 13th from 7 to 10 in the Church parlors. Coffee will be sold. Come and bring your friends. ☆ ÞAKKARORÐ Við færum hér með okkar hjartanlegt þakklæti öllum okk- ar mörgu vinum, sem á marg- víslegan hátt auðsýndu okkur kærleiksríka samúð með blóma- gjöfum, bréfum og skeytum í M ESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands Heimili 686 Banning Street Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11. f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. tilefni af fráfalli elskaðs eigin- manns og föður, Jóns Magnús- sonar Borfjörð. Einkum og sér í lagi þökkum við séra Sigurði Ólafssyni, líkmönnum og The Arborg Ladies Aid. Með endurteknum þökkum Mrs. J. M. Borgfjörð og fjölskylda ☆ Tilkynning Sökum anna í prentsmiðjunni verður Almanak O. S. Thorgeir- sonar ekki til fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. ☆ 1 fyrri viku kom hingað til borgar Ari Guðmundsson, ættað- ur úr Reykjavík, til þess að sjá sig um í þessu landi; hann kom flugleiðis frá íslandi um New York. ☆ í byrjun yfirstandandi viku kom hingað frá Los Angeles Njáll Þóroddsson kennari, sem stundað hefir nám þar syðra síð- an í haust; hann er ættaður frá Einhamri í Hörgárdal og eru foreldrar hans Þóroddur Magnús son og Þórey Sigurðardóttir frá Stórhamri í Eyjafjarðarsýslu. Eins og skýrt var frá í fyrri viku sýnir Njáll kvikmyndir frá íslandi í Sambandskirkjunni á föstudagskvöldið kemur. ☆ Þakkarávarp Hjartans þakkir til allra þeirra, sem veittu okkur bæði hjálp og samhygð við fráfall Helenar Ólafar Johnson Howell. Ekki er hægt að telja alla þá, sem hjálp veittu á einn og annan hátt, bæði á meðan hún var á sjúkra- húsinu, Red Cross í Árborg, og ekki heldur allir taldir, sem voru við jarðarförina. Þeir voru margir. Við þökkum fyrir öll blómin. Við þökkum fyrir allar peningagjafirnar til barna hinn- ar framliðnu. Við þökkum séra Sigurði Ólafssyni, Selkirk, fyrir alt hans verk, sem hann gjörði endurgjaldslaust; sömuleiðis þökkum við útfararstjóranum Langrill, Selkirk, sem gjörði alt sitt verk mjög ódýrt. Ég hef ekki fundið að máli þá, sem tóku gröfina, nema einn, og gaf hann sína hjálp, býst ég við við sama svarinu frá hinum tveimur. — Sömuleiðis þökkum við líkmönn- unum og B. J. Hornfjörð fyrir hans fallegu og vel kveðnu kveðju til þeirrar látnu. Síðast en ekki sízt þökkum við Magnúsi Gíslasyni og konu hans Ástríði, Árborg, fyrir að gefa öllum, sem þiggja vildu kaffi, pönnukökur og nóg af sætabrauði eftir jarðar- förina. Fyrir alt þ'etta biðjum við Guð að launa. Guð huggi þá, sem hrygðin slær, hvort heldur þeir eru fjær eða nær. Eiginmaður, börn faðir, móðir, 3 systur og einn bróðir. Nú, já karlinn — nú ertu kvæntur og þó situr þú þarna og stagar í jakkann þinn. Það er ekki minn jakki — konan mín á hann. C0PENHAGEN Bezta munntóbak Keimsins STRIVE FOR KNOWLEDGE In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Comtnence Your Rusiness Training Immediately! For Scholarships Consult THE COEEMBIA PRESS LINIITED PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG NYIR INNFLYTJENDUR! Þessi þjónusta er yður til reiðu I flestum þorpum eða borgum í Cananda, eru stofnanir, settar upp af þjóðinni til hjálpar nýkomnum innflytjendum í hinu nýja umhverfi þeirra í Canada. Þessi hjálp getur verið veitt af hópum sjálboðaliða eða kirkjustofnunum. Sú hjálp getur verið í því fólkin, að aðstoða við fræðslu í borgaralegum skyldum eða í því að vera kynt saga, landafræði og stjórnmál landsins. Hjálp þessi getur verið fáanleg frá stjórnskrifstofum, eins og þeirra er nefnast Department of Citizenship and Immigration or National Employment Service (þ. e. Þegnréttinda, innflytjenda eða atvinnumála stjórnardeilda) er með ánægju munu veita yður allar þær upplýsingar, sem yður getur orðið aðstoð að, í áformum yðar í lífsstarfi hins nýja lands og sem yður að kostnaðarlausu munu veita yður beztu upplýsingarnar um að skrifa út beiðni fyrir yður um innflutning skyldmenna frá gamla landinu. Hvar sem þér eruð búsettir í Canada, þá kynnið yður upplýsingarnar, sem þér eigið þannig kost á. ÁFORMIÐ AÐ VERÐA CANADISKUR ÞEGN Ef þér eruð innfluttur til þessa lands, eruð 18 ára eða meira, getið þér nú stigið fyrsta sporið til að verða canadiskur borgari. Útfyllið miðann scm liér ineð fylprir til að ná i bæklin£, er fræðlr yður um hvað gera þarf. DEPARTMENT OF CITIZENSHIP - AND - IMMIGRATION Hon. Waltcr B. Harris Laval Fortier Minister Deputy Minister Citizenship Branch, Department of Citizenship and Immlgration, Ottawa. Please send me the booklet on the steps to Canadian citizenship. Name..... Address L226

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.