Lögberg - 21.05.1953, Page 1
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Graaaa
Tuno-Ups
Accessoriaa 24-Hour Service
Repairs
66 ARGANGUR
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Greasa
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 21. MAÍ, 1953 Númer 21
Þegnskaparhátíðin
Á föstudaginn var fór fram
hin árlega þegnskaparhátíð —
Citizenship day — í þinghús-
inu hér í borg; komu þar
fram fulltrúar frá 40 þjóðabrot-
um, sem byggja þetta fylki; var
margt af því fólki klætt þjóð-
búningum sínum og bar fána
ættjarðar sinnar; skipuðu full-
trúarnir sér í hinar breiðu tröpp-
ur, er liggja inn í aðalsamkomu-
salinn meðan sungið var O,
Canada. Fulltrúar íslendinga
voru Mr. Halldór Stefánsson og
bar hann íslenzka fánann, og
Mrs. V. J. Eylands og Mrs.
Ágúst Blondal; voru þær báðar
klæddar íslenzkum þjóðbúning-
um; stóð þessi hópur með þeim
efstu vegna þess, að Islendingar
voru með fyrstu innflytjendum
fylkisins.
Ræður fluttu: — Edward
Morgan, forseti þegnskapar-
nefndarinnar í Manitoba; Hon.
R. F. McWilliams, fylkisstjóri;
Hon. D. L. Campbell forsætisráð-
herra fylkisins; E. A. Macpher-
son yfirdómari og W. J. Lindal
dómari, en hann afhenti borgara
skírteini þeim, er fengið höfðu
borgararéttindi á árinu. Að lok-
um söng blandaður kór frá
Daniel Mclntyre skólanum.
Allri athöfninni var útvarpað,
og á stuttbylgjum til útlanda,
meira að segja til landanna bak
við hið svokallaða járntjald, en
það er í fyrsta skipti að það hefir
verið gert.
Sambandsþingi
slitið
Á föstudaginn var fóru fram
þinglausnir í Ottawa og þykir
nú sýnt, að almennar kosningar
verði háðar í ágústmánuði næst-
komandi.
Forsætisráðherrann er nú
lagður af stað til krýningarhátíð-
arinnar í London og má þess
vænta, að hann brátt eftir heim-
komu sína kunngeri þingrof og
ákveði kjördaginn.
Býður sig fram á ný
Dr. S. O. Thompson
Síðastliðinn föstudag héldu
Liberal-Progressive stjórnmála-
samtökin í Gimli kjördæmi fram-
boðsfund í Gimlibæ, þar Slem nú-
verandi þingmaður kjördæmis-
ins, Dr. S. O. Thompson, var í
einu hljóði kjörinn merkisberi
flokks síns við fylkiskosning-
arnar, sem nú fara 1 hönd. Dr.
Thompson ætti að verða, og
sennilega verður endurkosinn
gagnsóknarlaust; hann er vitur
maður, sem nýtur frábærra vin-
sælda í héraði.
Auk frambjóðanda flutti
Campbell forsætisráðherra ræðu
á fundinum.
\
Friðrikka Thorolfson
F. 27. marz 1879 — D. 26. febrúar 1953
íslenzk námsfólk
braufskráð frá
Manitobaháskóla
Mrs. Friðrikka Thorolfson
Með henni er gengin grafar-
veg góð og glæsileg kona, öllum
hugþekk er kynntust henni, og
skipaði auk þess sérstöðu í sögu
og félagslífi íslendinga í Winni-
peg. Foreldrar hennar voru þau
Friðrik Sigurbjörnsson frá Sjáv-
arlandi í iÞistilfirði og Sigríður
Jónsdóttir frá Geiteyjarströnd
við Mývatn. Voru þau fyrstu ís-
lenzku hjónin sem stofnuðu
heimili í Winnipeg; voru gefin
saman af fyrsta íslenzka prest-
inum (séra Páli Þorlákssyni)
sem heimsótti landa sína á þess-
um slóðum, og börn þeirra,
Frank Walter og Friðrikka, voru
fyrstu börnin, fædd af íslenzk-
um foreldrum í þessari höfuð-
borg íslendinga vestan hafs.
Þegar hún var þriggja ára
gömul misti hún föður sinn, en
ólst upp með móður sinni, og
síðar stjúpföður, Sigurði Davíðs-
syni, málarameistara. Á fyrstu
uppvaxtarárunum munu þær
mæðgur hafa búið við mjög fá-
tækleg húsakynni og þröngan
kost, eins og þá var títt um hið
nýkomna fólk, og þar við bætt-
ist lítilsvirðing sumra hinna
„innlendu" samborgara, sem
töldu sig réttborna til landsins
með gögnum þess og gæðum, og
litu smáum augum á hina ís-
lenzku innflytjendur og af-
springi þeirra. Nú er alt þetta
breytt, og það fyrir löngu orðið
heiðursnafn að vera íslendingur
í Canada. En almenningsálitið
breytist aldrei í skjótri svipan.
Öflin, sem hér voru að verki,
voru bjartsýni, skapfesta
kjarkur og manndómur íslenzku
brautryðjandanna. Friðrikka átti
þessa eiginleika í ríkum mæli;
þeir báru hana fram til sigurs,
og hjálpuðu til að sigrast á for-
dómum og fákænsku þeirra er
fyrir voru í landinu, er íslend-
inga bar hér fyrst að garði.
Friðrikka hlaut nokkra mennt-
un í bóklegum fræðum á gamla
Central skólanum hér í borg-
inni, og síðar lærði hún sauma,
og stundaði þá iðn í mörg ár.
21. sept. 1903 giftist hún Hall-
dóri Þórólfssyni, Jónssonar frá
Hörðubóli í Dalasýslu, og Hall-
dóru Halldórsdóttur, konu hans.
(f. 26. okt. 1879). Var hann, sem
kunnugt er, um langt skeið einn
helzti forvígismaður í hljómlist
og söngmennt meðal Islendinga
í Winnipeg, og bar heimili þeirra
jafnan sérstakan rausnar- og
menningarblæ. Sambúð þeirra
hjóna var mjög farsæl og blessuð
efnilegum börnum. Eru þau:
Pearl, (Mrs. L. G. Johnson) um
langt skeið í fremstu röð ein-
söngvara meðal íslendinga vest-
an hafs; Halldóra Furbína, fyrr-
um hjúkrunarkona (Mrs. Walter
G. Allison) og Frank, hljóm-
listarfræðingur.
Mrs. Thorolfson átti um langt
skeið við heilsuleysi að stríða
hin síðari ár. En jafnvel ellin
og hrumleikinn fengu ekki af-
máð aðalsmerkið í hjarta henn-
ar og yfirbragði. Það var bjart
yfir henni til hinztu stundar.
Hún sáði kærleika og góðvild
um langa ævi, hver sem í hlut
átti, og hún uppskar á sama
hátt, hjá ástvinum sínum og
öðru samferðafólki.
Kirkjan sem hún ávalt til-
heyrði, og sem hún og fjölskylda
hennar veittu margháttaða þjón-
ustu frá fyrstu tíð, kvaddi hana
hinztu kveðju við fjölmenna og
virðulega athöfn 2. marz 1953.
Það mun ávalt verða bjart yfir
minningu þessarar góðu konu,
og blessun fylgja nafni og niðj-
um þessarar fyrstu og einu
dóttur hinna fyrstu íslenzku
frumherja í Winnipeg. V. J. E.
Leitar
endurkosningar
•íhomas P. Hillhouse
Fyrir hönd Liberal-Progres-
sive flokksins leitar endurkosn-
ingar til fylkisþings í St.
Andrews kjördæmi Thomas P.
Hillhouse lögfræðingur í Sel-
kirk, vinsæll maður, sem reynst
hefir vel á þingi og unnið dyggi-
lega að velferðarmálum kjör-
dæmis síns.
Mr. Hillhouse verðskuldar
endurkosningu og er þess að
vænta, að íslendingar í Selkirk
fylki um hann liði í kosning-
unum.
Allar leiðir til Dakota! Svo
væntum við að raunin verði
næsta mánuð.
í hljóði hefir farið undirbún-
ingur 75 ára landnáms-minning-
ar sveitar Islendinga þar. En nú
er skriður kominn á. Mánudag-
inn 15. júní 1953 verður minnst
fyrstu landtöku og svo áfram-
haldandi landnáms. Allar byggð-
ir landnámsins taka þátt í há-
tíðinni og er ákveðið að hún
hefjist með skrúðgöngu, og í
fararbroddi sé víkingaskip skip-
að víkingum og í lyftingu
drottning dagsins og hirðmeyjar
hennar. Saga og þroski byggð-
arinnar mun hér sýndur. Vönd-
uð skemtiskrá er í undirbúningi
fyrir seinnipart dagsins og valdir
ræðumenn, æfður söngflokkur og
söngfólk. Tignir menn og konur
munu fram koma. Kveðjur þjóð-
höfðingja og stórmenna verða
fluttar og ræðumenn þeir beztu,
sem völ er á.
Söguleg sýning, Pageant, verð-
ur að kveldinu, þar sem brugðið
er upp myndum úr lífi landans
Síðastliðna viku birtist í dag-
blöðunum listi yfir 986 nem-
endur, er luku prófi við Mani-
tobaháskóla í vor. Ekki er ávalt
hægt að greina af nöfnunum
hverjir eru af íslenzkum ættum
og væri því blaðinu greiði gerð-
ur, ef því væri send nöfn þeirra,
er kunna að vanta á þann lista,
er hér fylgir. Myndir af náms-
fólki munu birtar í næsta blaði.
Bachelor of Laws:
Leifur Julius Hallgrimson,
B.A., Honors, second highest
aggregate in fourth year—prize
$25.00. Gunnar Örn Eggertson,
B.A., Honors; John Ronald
Gillies, Honors.
Doclors of Medicine:
Gestur Kristjánsson
John Donald Thordarson.
Bachelor of Arts:
Dorothy Merle Kristjanson
John Richard Peterson
Arthur Johannes Sigurdson
Joyce Marie Thordarson
Bachelor of Science
(General Course):
Donald Francis Johannson
Victor Allan Laxdal
Bachelor af Science (Electrical):
John Edwin Bjarni
Thorsteinsson
(Mechanical Engineering):
Magnús Ingiberg Daníelsson
Philip Ólafur Hallgrímur
Pétursson.
Bachelor of Science
in Agriculture:
William Gísli Olafson
Alan Olafur Olson
Wilmar Theodore Sigvaldson
Bachelor of Education:
Angantýr Árnason, M.A.
Bachelor of Pedagogy:
Margrét Sigvaldason, B.A.
Jóhanna Guðrún Wilson
B.Sc. (H.Ec.)
frá brottför hans af íslandi til
heiðurs og viðurkenningar hér í
Vesturheimi.
Auðvitað verður íslenzk rausn
og gestrisni hvarvetna.
Forstöðunefnd skipar fjöldi
fólks, en formaður er Magnús F.
Björnsson, skrifari Leo Thor-
leifson og féhirðir Stefán
Indriðason.
Sunnudaginn fyrir hátíðina
verða tilheyrandi guðsþjónustur
í kirkjum byggðarinnar, og
munu prestar víðsvegar að pré-
dika þar. Söngflokkar safnað-
anna munu þar auka á alian
hátíðleik.
Seinna birtist nákvæmari
skemtiskrá, en hér er aðeins
vakin athygli allra sona og
dætra landnámsins og vina nær
og fjær, að veita oss styrk til
hátíðar þessarar með nærveru
sinni og þátttöku svo sem fram-
ast má verða.
Frumbyggjanna verður minnst
og heiður sýndur.
Svo skal minnast sannra
drengja. E. H. Fáfnis
Landnámshátíð Dakotabyggðarinnar
Fréttir frá ríkisútvarpi íslands
10. MAÍ
Vikuna, sem leið var suðlæg
átt um allt land og hlýindi og
kom aldrei frost í byggð. Hlýjast
var á miðvikudaginn og mældist
hitinn þá 19 stig á Akureyri, en
víða var hann 12 til 15 stig. A
Norðurlandi var stillt veður alla
vikuna og sólskin flesta daga.
Sunnan lands var aftur á móti
þokuloft og rigning öðru hverju
fyrri hluta vikunnar, en víðast
úrkomulaust síðari hlutann.
Vindur var yfirleitt hægur nema
undir Eyjafjöllum, — þar var
allhvasst á köflum fram á
fimmtudag. — Snjóa hefir tekið
upp norðanlands og bílferðir eru
hafnar aftur milli Reykjavíkur
log Akureyrar, eri vegir eru víða
iblautir nyrðra. Garðavinna er
nú hvarvetna byrjuð og gras-
blettir í skrúðgörðum orðnir
grænir.
it
Síðari hluta aprílmánaðar
voru gæftir yfirleitt mjög góðar
■og víða var mikill afli, einkum
í Vestmannaeyjum. Afli bátanna
þar var samt mjög misjafn og
höfðu hinir aflahæstu þrisvar
sinnum meiri afla en þeir, sem
tminnst höfðu fengið. — Tvö
hundruð manns unnu hjá Bæj-
arútgerð Reykjavíkur í vikunni,
sem leið, og togarar hennar
lögðu á land hátt á níunda
hundrað lestir af ísfiski og 160
lestir af saltfiski.
☆
í dag er hinn almenni bæna-
dagur íslenzku þjóðkirkjunnar
og voru guðsþjónustur mjög víða
um land og margir prestar mess-
uðu á fleiri en einum kirkju-
stað. Biskupinn yfir Islandi,
herra Sigurgeir Sigurðsson, pré-
dikaði við guðsþjónustu í dóm-
kirkjunni í Reykjavík. Bænar-
lefnið var þetta: Þökkuð hand-
leiðsla guðs á liðnu ári og beðið
um að ljós trúar mætti lýsa oss
og öllum þjóðum á hinn rétta
veg til friðar og bræðralags í
anda Jesú Krists.
☆
Hinn 4. þ. m. var gefið út for-
setabréf um þingrof og almenn-
ar kosningar. Almennar kosn-
ingar til alþingis fóru síðast
fram haustið 1949 og umboð
þingmanna falla því eigi niður
án þingrofs fyrr en á hausti kom
anda er fjögur ár eru liðin frá
kjördegi 1949, en hins vegar er
svo til ætlast í lögum að al-
rnennar, reglulegar þingkosn-
ingar fari fram síðasta sunnudag
í júnímánuði, og er því nauðsyn
að rjúfa alþingi. Mælir forseti
svo fyrir, að alþingi sé rofið 28.
júní 1953 og almennar kosningar
til alþingis skuli fara fram þann
dag.
☆
Þessi framboð til alþingis voru
gerð kunnug í vikunni, sem leið:
Framboðslista Alþýðuflokksins í
Eyjafjarðarsýslu skipa þessir:
Bragi Sigurjónsson ritstjóri,
Jón Þorsteinsson lögfræðingur,
Hulda Kristjánsdóttir og Krist-
ján Jóhannesson hreppstjóri. —
Karl Kristjánsson alþingismað-
ur verður í framboði fyrir Fram-
sóknarflokkinn í Suður-Þing-
eyjarsýslu, og Þórður Hjaltason
símstjóri í Norður-ísafjarðar-
sýslu. Haukur Helgason banka-
fulltrúi verður í framboði fyrir
Sósíalistaflokkinn á ísafirði,
Gunnar Jóhannsson verkamaður
á Siglufirði og Gunnar Bene-
diktsson rithöfundur í Stranda-
sýslu. — Einar Ingimundsson
bæjarfógeti verður í framboði
fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Siglu
firði.
Gagnkvæma öryggisstofnunin
í Washington hefir tilkynnt að
hún hafi nýlega veitt íslandi tvö
fjárframlög að upphæð samtals
1,6 miljónir dollara eða sem
svarar 25,7 miljónum króna.
Fyrra framlagið nemur 600.000
dollurum og er það til kaupa á
vélum og tækjum í áburðar-
verksmiðjuna nýju. Hið síðara
nemur einni miljón dollara og
var það veitt til þess að aðstoða
við að mæta greiðsluhalla ís-
lands hjá Greiðslubandalagi
Evrópu. Bæði eru þessi framlög
óafturkræf. — Á þessu fjárhags-
ári hefir stofnunin veitt Islandi
samtals 2,2 miljónir dollara, og
hefir 1,2 miljónum dollara af
þessu fé verið varið til kaupa á
Framhald á bls. 4
Fiskimannahátíðin
Hátíðin sem lúterski söfnuð-
urinn á Gimli efndi til á sunnu-
daginn í annað sinn undir for-
ustu séra H. S. Sigmar, til að
kveðja fiskimenn og árna þeim
blessunar áður en þeir leggja af
stað norður á Winnipegvatn á
sumarvertíðina, tókst með af-
brigðum vel. Hátíðin var haldin
í Gimli Theatre og fjölmennti
þangað fólk víða að. Athöfninni
var útvarpað og munu þeir, sem
á hlýddu, seint gleyma henni og
ber margt til þess; fyrst og
fremst hin drengilega og skorin-
orða ræða séra Haralds, en hann
ber hag og velferð fiskimanna
mjög fyrir brjósti; ennfremur
hin ágæta ræða séra Philips M.
Péturssonar. — Bæjarstjórinn,
Barney Egilson, sem er einnig
forseti safnaðarins, bauð gesti
velkomna í nokkrum vel völdum
orðum; tveir söngflokkar, eldri
og yngri, sungu. Alvin Blondal
var útvarpsþulur og söng einnig
einsöng. Var hátíðin öllum, sem
í henni tóku þátt, til sóma.
Sæmdur doktors-
nafnbót í guðfræði
Valdimar J. Eylands, D.D.
Sú ánægjulega fregn hefir
Lögbergi nýverið borist, að
United College, sem er sam-
bandsstofnun við Manitobahá-
skólann, hafi kjörið séra Valdi-
mar J. Eylands prest Fyrsta
lúterska safnaðar, forseta ís-
lenzka lúterska kirkjufélagsins
og forseta Þjóðræknisfélagsins,
að heiðursdoktor í guðfræði; er
þetta hinum mörgu vinum hlut-
aðeiganda sérstakt fagnaðarefni.
Hinn nýi heiðursdoktor í guð-
fræði er áhrifamikill kennimað-
ur, góður lærdómsmaður og
mælskur langt um fram það, er
alment gerist. Lögberg flytur
honum innilegar árnaðaróskir í
tilefni af þeirri maklegu sæmd,
sem honum nú hefir fallið í
skaut.
\
I