Lögberg - 03.12.1953, Blaðsíða 1
Phone 72-0471
BARNEYyS SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
Phone 72-0471
BARNEY'S SERVICE STATION
NOTRE DAME and SHERBROOK
Gas - Oil - Grease
Tune-Ups
Accessories 24-Hour Service
Repairs
66. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 3. DESEMBER, 1953
NÚMER 49
Fiskimálafundurinn 10. nóvember
Mæt hjón eiga gullbrúðkaup
Mr. og Mrs. Vicior B. Anderson
í dag eiga gullbrúðkaup hin mætu og kunnu hjón Mr. og
Mrs. Victor B. Anderson; voru þau gefin saman í hjóna-
band hér í borg 3. desember 1903. Mr. Anderson hefir átt
sæti í bæjarstjórn í 18 ár og var endurkosinn í október-
mánuði síðastliðnum; þau Mr. og Mrs. Anderson eiga þrjá
sonu, Cecil í Winnipeg, Victor í Ocean Falls, B.C., og
Claud í Vancouver. — Lögberg flytur þessu mætu hjónum
innilegar árnaðaróskir.
Skýrsla fiskifraeðinganna
Skýrsla Dr. Kennedy’s, sem
nú hefir verið birt í Lögbergi,
vakti allmikla athygli á fund-
inum, ekki sízt sú staðhæfing,
að í stað þess að of mikill fiskur
væri tekinn úr Winnipegvatni,
væri tekið of lítið af fiski úr
því, sérstaklega norðurhluta
þess. Var G. F. Jónasson honum
ekki sammála um, að Manitoba-
fiskurinn væri lélegasti fiskur-
á markaðnum vegna meðferðar
á honum, þó þar væri umbóta-
þörf. S. V. Sigurdson var og í
vafa um, að Dr. Kennedy hefði
á réttu að standa varðandi gagns
leysi fiskiklaks; það hefði til
dæmis veiðst hvítfiskur við Mikl
ey, þegar Gull Harbour klakið
var starfrækt. A. S. Barber
sagði, að ekki hefði enn verið af-
sannað gagn fiskiklaks.
Burt Kooyman, hinn eini
fiskifræðingur, er fylkisstjórnin
hefir i þjónustu sinni, las stutta
skýrslu; sagðist hann hafa tekið
við starfi sínu 1952, en tíu árin
þar á undan hefðu fiskirann-
sóknir fallið niður af hálfu
fylkisins. Var honum falið að
rannsaka síðastliðnar tvær haust
vertíðir, hvaða stærð netja-
möskva væri hentugust á suður-
hluta Winnipeg-vatns við
pickerel og sauger veiðar. Sagði
hann að af þeim fiski, sem
veiddist í smámöskva — 2%" til
3%" — væri minna en 5% af
kvenkyns pickeral fullvaxin, en
90% af kvenkyns sauger væri
búin að ná fullri stærð. Þar sem
ekki væri vitað í hvaða hlut-
falli veiðin væri við þann fisk,
er til væri á þessu svæði, væri
ekki sannað að hér væri um
rányrkju að ræða. Hann lét
þess getið, þó ekki væri það í
skýrslu hans, að fiskimenn
veiddu ekki nógan fisk í 3%"
möskvanet til að geta lifað á
veiðinni.
Skýrsla frá Packers
Skúli Backman las skýrslu frá
Lake Winnipeg Fish Producers
Association, en S. V. Sigurdson
er forseti þeirra samtaka. Benti
Mr. Backman á, að skýrslan
væri í mótsögn við skoðanir Dr.
Kennedy’s að því leyti, að megin
áherzla væri lögð á að starf-
rækja fiskiklök, ekki einungis
Dauphin River klakið, heldur
opna á ný GuII Harbour klakið
og reisa þriðja klakið við
Poplar Point; hinn minkandi
afli hvítfisks síðastliðin 10 ár
benti til, að þessa væri þörf.
Ennfremur þyrfti að rannsaka,
hvort ekki ætti að dýpka ár,
sem renna úr smávötnum eins
og Lake St. Martin, þannig að
fiskurinn komist þangað til að
hrygna hindrunarlaust.
Þá var bent á, að þörf væri á
því að fræða fiskimenn um með-
ferð á fiskinum meðan hann
væri í þeirra höndum til þess að
ekki kæmi í hluta packers að
kasta burt skemmdum fiski,
slíkt orsakaði aðeins óánægju
hjá fiskimanninum, en hann
lærði lítið af því. Ennfremur
þyrfti að fræða fiskimenn um
meðferð á netum og öðrum dýr-
um tækjum, sem notuð eru við
fiskiveiðarnar, og um ýmsar
aðrar sparnaðarráðstafanir. —
Tveggja vikna námskeið og svo
prentaðar upplýsingar myndi
vera spor í rétta átt.
Reglugerðin um stærð möskva
þarf endurskoðunar við, ekki
sízt á miðhluta vatnsins, þar
sem fiskimenn segjast nú ekki
geta aflað sér lífsviðurværis
með þeirri möskvastærð, sem nú
er lögleidd. Þá þarf án tafar að
innleiða ákveðna aðferð til að
mæla möskvastærð með ódýru
tæki, sem ekki er hægt að efast
um að mæli rétt. Ennfremur að
ákveða möskvastærð í samræmi
við það efni, sem netin eru gerð
úr, og að tekin sé til greina sú
breyting, sem verður á möskv-
anum eftir að netið hefir verið
lagt í vatnið.
Vegna óvissunnar, sem hefir
ríkt undanfarið um rétta möskva
stærð, ætti ekki að taka þau
net, sem nú eru í höndum fiski-
manna, lögtaki, þótt þau hafi
ofurlítið minni möskva, en rétt
er talið.
The Dominion Fishermen’s
Insurance Scheme fyrir báta,
veiðitæki og net, sem nú er í
gildi fyrir fiskimenn við báðar
sjávarsíðurnar í Canada ættu
einnig að ná til fiskimanna á
vötnunum.
Vegna þess að inntektir fiski-
manna ' hafa lækkað ætti að
lækka öll leyfi- og leigugjöld
þeirra, svo að um muni.
Frá fulltrúum neiafélaganna
Hugh Hannesson kvaðst hafa
beðið um leyfi til að koma á
fundinn til að hrinda þeirri
ásökun, að það væri netasölu-
félögunum að kenna að fiski-
menn í þessu fylki notuðu ólög-
leg net. Ekkert net væri ólöglegt
nema því aðeins að veitt væri í
það í vatni, þar sem möskva-
stærð þess ólögleg samkvæmt
fiskimálareglugerðinni. Að á-
saka netafélögin væri álíka og
að telja vopnasmiðinn sekan, ef
að byssa keypt af honum væri
notuð til að skjóta dýr á friðuðu
svæði. Hann sagði að fyrir 15
árum hefði fskideild stjórnar-
innar farið fram á að netafélög-
in pöntuðu net af þeirri möskva
stærð, er deildin taldi í sam-
ræmi við reglugerð sína. Hefðu
Finnar eru tíðum í fornum
sögum kenndir við galdur, en
galdur merkir upphaflega söng,
er töframenn höfðu í frammi við
athafnir sínar. Rifjaðist þetta
upp fyrir mér um kvöldið, er
ég hlustaði á finnska karlakór-
inn, en þeir eru slíkir galdra-
menn, að eigi mun það einmælt,
að þeir séu ekki hamrammir.
Eins og frá hefur verið skýrt
hér í blaðinu, er 60 manna kór
háskólans í Helsingfors á ferð
um Bandaríkin og Canada og
söng í Playhouse Theatre á
mánudagskvöldið, er var.
Lögin voru öll eftir finnsk
tónskáld og sungin á finnsku,
(nema eitt á latínu) þar á
meðal 2 lög eftir Jean Sibelius
(sem er heiðursverndari kórs-
ins) og 4 lög eftir Selim
Palmgren. En Öll var söngskráin
nýstárleg og bar vitni skapandi
tónlist og þróttmikilli söng-
mennt Finna. Var eins og Þús-
undvatna landið kvæði við í
sumum lögunum, akrar, skógar,
vötn og engi, fjöll og dalir, en
saman við þetta allt rynni síðan
þjóðlífið sjálft og saga Finna í
blíðu og stríðu, allt frá þýðum
vögg^ljóðum til gnýjandi her-
söngva.
félögin gert það og tapað á því
stórfé, því fiskimennirnir og
fiskifélögin keyptu ekki netin.
Fyrir níu árum var þetta aftur
reynt og fór á sama veg. Fiski-
útvegsmenn keyptu net annars
staðar frá, og aftur töpuðu neta-
félögin stórfé. Við viljum eiga
vinsamlega samvinnu við fiski-
máladeildina, en við verðum að
hafa til sölu þau net, er útvegs-
menn vilja kaupa.
Hver getúr nú verið viss um,
hvað löglegt net sé, fyrr en það
er komið í vatnið og tekin er
til greina teyjan í þræðinum og
breytingar á möskvastærðinni í
vatninu? Mr. Hannesson bauð
nefndinni að skoða netaforða fé-
lagsins og gaf þeim að lokum
þá bendingu, að innleiða þyrfti
sem fyrst netjamælingatæki,
sem væri svo nákvæmt við mæl-
ingar netja, að ekki væri um
neitt að villast; kvað hann sitt
félag hafa notað Allen Net
Rule í nokkra mánuði og gæfist
það mælingatæki mjög vel.
Roy Park tók einnig til máls;
gat hann þess, að vandamálið
um mælingar netja væri víðar
að finna en í Manitoba; myndi
nefndinni ef til vill koma vel að
kynna sér hvernig önnur fylki
hefðu greitt úr þessu máli. Lýsti
hann því, hve erfitt það væri að
mæla nælon-net nákvæmlega,
því möskvinn stækkaði fyrst
eftir að hann kæmi í vatnið og
minkaði aftur seinna.
Nelamælingaiæki
Þá var Herbert Allen boðið að
taka til máls, en hann hefir
fundið upp mælingatæki það, er
Mr. Hannesson minntist á. Út-
skýrði hann hvernig tækið er
búið til og hvernig það er notað,
og er hægt að mæla möskvann
án þess að taka hann upp úr
vatninu. Hefir nú Drummond-
ville Cotton-félagið tekið þetta
tæki í notkun; ennfremur er það
notað á Great Slave Lake og
kvað gefast vel; hefði Mr. Allen
Framhald á bls. 5
En áhrifamest allra laganna
fannst mér vera særingarkvæði
eitt eftir Aksel Toermudd, er
opnaði manni sýn aftur í aldir
og skýrði í einni svipan þá trú,
er fornmenn höfðu á galdra-
mátt Finnanna. Veit ég, að
flestum, sem viðstaddir voru,
mun verða minnisstæðust með-
ferð kórsins á þessu lagi.
Kórinn söng tvö aukalög, þátt
úr Finnlandia eftir Sibelius og
heiðurssöng finnska hersins.
Einsöngvarar kórsins voru 3,
allt snjallir söngvarar, þótt ólík-
ir væru.
Martti Turunen kemur nú í
annað skipti vestur um haf með
finnskan karlakór (hið fyrra
sinni 1938). Það er göfugt verk
að stjórna slíkum kór, og það er
auðfundið, hvernig hann hefur
mótazt af starfi sínu, en kórinn
aftur af honum.
Það er nú of seint að hvetja
íslendinga hér til að hlýða söng
finnska kórsins, því að kórinn
söng hér aðeins einu sinni. En
síðar kemur hann vonandi aftur,
og þá ættu Islendingar ekki að
láta frest á góðu verða og fara
allir sem einn að hlusta á
Finnana.
F. G.
Úr borg og bygð
Gamanleikurinn „HAPPIГ
eftir Pál J. Árdal, var sýndur í
fundarsal Sambandskirkjunnar
síðastliðið föstudagskvöld við
svo mikla aðsókn, að eigi var
rúm fyrir fleiri samkomugesti.
Leikendur voru frá Gimli svo
sem áður hefir verið skýrt frá;
var flokknum fagnað hið bezta
og skemtu áhorfendur sér auð-
sjáanlega vel, því mikið var
hlegið, enda er leikurinn allur
sérstaklega til þess fallinn, að
fólk geti skelt upp úr.
Arðurinn af samkomunni
gengur til sjúkrahúss og elli-
heimilis í Húnavatnssýslu, sem
Páll Kolka læknir stendur að.
☆
Oliver A. Goodman, er fyrrum
bjó að Petersfield og Netley,
lézt þann 18. nóv. að heimili
sínu í Victoria, B.C., 60 ára að
aldri. Auk eiginkonu sinnar,
Catherine, lætur hann eftir sig
eina dóttur, Peggy; bróður, A.
James Goodman; systur, Miss
Lillian Goodman, bæði búsett,
að Petersfield. Móðir hans, Hall-
gerður Goodman dó árið 1949.
☆
Gefin saman í hjónaband á
Gimli 7. nóv. Guðrún Agústa,
dóttir Mr. H. G. Einarsson, Arn-
nesi, og Einar Unvald, sonur
Mr. og Mrs. G. S. Jónasson,
Hnausa. Svaramenn voru Miss
Inga Einarsson og Mr. Jónas
Jónasson. Heimili ungu hjón-
anna verður að Hnausum.
☆
Gefin saman í hjónaband í
Selkirk, Man., þann 28. nóv.
Andrew Ingi Isfeld, Gimli, Man.,
og Jean Almira MacLeod, 724
McClean Ave., Selkirk, Man. —
Svaramenn voru: Mrs. Harold
Peterson, Gimli, Man., og Mr.
Victor ísfeld, Selkirk, Man. —
Séra Sigurður Ólafsson gifti.
☆
í fyrri viku fögnuðu söfnuðir
íslenzka lúterska kirkjufélags-
ins í Norður Nýja-íslandi hin-
um nýja presti sínum, séra
Róbert Jack og fjölskyldu hans,
með miklu fjölmenni í sam-
komuhúsi Geysisbygðar og voru
haldnar þar margar ræður og
heiðursgestunum færðar verð-
mætar gjafir. Séra Róbert og
frú tóku bæði til máls og þökk-
uðu hina hjartanlegu móttökur,
hlýyrði og gjafir. Séra Róbert
er jafnvígur á íslenzka og enska
tungu og fanst samkomugestum
mikið til um hvorutveggja.
☆
Lúterski söfnuðurinn á Gimli,
sem haft hefir með höndum
smíði nýrrar kirkju, en haft til
afnota á meðan Unitarakirkjuna
þar í bænum, mintist slíkrar
góðvildar með messu hinn 20.
nóv. s.l. Séra H. S. Sigmar pré-
dikaði; 1 athöfninni tók einnig
þátt séra Philip M. Pétursson;
töluðu báðir prestar um bræðra-
lag manna á meðal. Séra Sigmar
þakkaði kirkjulánið og ljúfa
samvinnu og afhenti forseta
Unitarasafnaðarins, Hjálmi Þor-
steinssyni, þakkarskjal; síðan
bauð lúterski söfnuðurinn söfn-
; uði Unitara til veizlu í sam-
komuhúsi bæjarins.
Rif-gero um íslend-
inga í N.-Dakota í
mcrku tímariti
í hausthefti hins kunna ame-
ríska tímarits, The American-
Scandinavian Review, • í New
York, birtist allítarleg ritgerð
um Islendinga í Norður-Dakota
eftir dr. RicharcTBeck prófessor,
ræðismann Islands þar í ríkinu.
Dregur greinarhöfundur fyrst
athygli að 75 ára afmæli ís-
lenzka landnámsins í N. Dakota
síðastliðið sumar, rekur síðan
sögu þess í megindráttum og
getur sérstaklega margra úr
hópi sona og dætra landnámsins,
sem getið hafa sér frægðarorð
á ýmsum starfssviðum. Grein-
inni fylgir ágæt mynd af Víkur-
kirkju að Mountain, elztu kirkju
Islendinga í Vesturheimi.
Þungar Fésektir
Sjö fyrirtæki, sem togleðurs-
gerð hafa með höndum í
þessu landi, hafa játað sekt sína
um verðlagssamtök með það
fyrir augum að útiloka sam-
keppni, og hafa þau verið dæmd
í 175 þúsund dollara fésekt;
áður hafði fimm fyrirtækjum
sömu tegundar verið dæmt að
greiða 50 þúsund dollara sekt.
Nú er verið að rannsaka raf-
tækjaiðnaðinn, með því að grun-
ur leikur á, að í þeirri grein sé
heldur ekki alt með feldu.
Mönnum stendur enn í fersku
minni dómur sá, er feldur var í
fyrra yfir nokkrum umfangs-
mestu brauðgerðarhúsunum hér
lendis, en þau urðu að greiða
geysiháar fésektir vegna verð-
lagssamsæris.
Það var vissulega kominn tími
til að stinga á kýlunum í þessu
efni, og verður núverandi dóms-
málaráðherra sambandsstjórnar,
Mr. Garson, seint fullþökkuð
röggsemi hans.
Lætur engan bilbug
á sér finna
Síðastliðinn mánudag átti
stjórnmálavíkingurinn heims-
frægi Sir Winston Churchill
forsætisráðherra Breta, 79 ára
afmæli og var þá í þann veginn
að fljúga til Bermuda til fundar
við þá Eisenhower forseta og
Laniel forsætisráðherra Frakka.
Sir Winston er enn þrunginn af
áhuga og starfsfjöri og gengur
gunnreifur til verks sem ungur
væri.
Stungið upp á
íslending sem
leiðtoga
William Benidickson, M.P.
Á fundi Liberalsamtakanna í
Fort William, sem nýlega var
haldinn þar í borginni, var
stungið upp á því, að Mr.
William Benidickson sambands-
þingmaður fyrir Kenora-Rainy
River kjördæmið, yrði valinn að
leiðtoga Liberalflokksins í On-
tario; hvort hann myndi gefa
kost á sér til slíks, er enn eigi
vitað. Mr. Benidickson nýtur
mikils trausts á þingi og er nú
sem stendur málsvari fjármála-
ráðherrans í þingsal neðri
deildar.
Frétt frá íslandi
22. NÓVEMBER
Aftakaveður gerði hér á landi
aðfaranótt mánudags síðastlið-
ins og hlaust af manntjón og
eigna. Það sviplega slys varð þá
á Grundarfirði, að vélskipinu
Eddu frá Hanfarfirði hvolfdi og
níu menn af áhöfninni fórust, en
átta komust lífs af. — Amerísk
flugvél týndist á sunnudaginn
milli íslands og Grænlands með
fimm manna áhöfn.
Finnski karlakórinn