Lögberg - 03.12.1953, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.12.1953, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 3. DESEMBER, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Geflð út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 6D5 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift rltstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SAROENT AVENUE, WINNIPEG, MAN PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram Phe Lögberg" is printed and published by The Columbia Prese Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Pœt Office Department, Ottawa Merkisafmæli Hinn 2. nóvember síðastliðinn átti Morgunblaðið í Reykjavík fertugsafmæli og var atburðarins minst með sérstakri útgáfu af blaðinu, en á forsíðu er tillögu uppdráttur af hinu veglega húsnæði, sem blaðinu mun framvegis ætlað að Aðalstræti 6 í höfuðborg landsins. Morgunblaðið hóf göngu sína 2. nóvember 1913 og stóðu af því tveir bjartsýnir áhugamenn, sem þá voru um þrítugt, þeir Ólafur Björnsson, sonur Björns Jónssonar rit- stjóra og ráðherra, og Vilhjálmur Finnsen, er varð fyrsti ritstjóri þess og snemma tók að géfa sig að blaðamensku. Dagblaðið Vísir er þremur árum eldra en Morgunblaðið. Er Morgunblaðið tók til starfa fór flóðalda hárra hug- sjóna um landið, eigi aðeins varðandi fullnaðarlausn sjálf- stæðismálsins, heldur og engu síður að því er viðkom við- reisn atvinnuvega og hinni efnahagslegu nýsköpun þjóðar- innar; þá kom Eimskipafélag íslands til sögunnar, er síðan hefir verið lífæð Islendinga á vettvangi siglingamálanna jafnt utanlands sem innan; þá var Háskóli Islands svo að segja nýstofnaður, er verið hefir vermireitur þjóðlegra fræða og þá voru fleiri stórbyggingar í þann veginn að rísa af grunni íslenzkri menningu til trausts og halds. Að Morgunblaðinu hafa jafnan staðið ágætir menn, sem vakað hafa á verði um menningu þjóðarinnar í andleg- um og efnahagslegum skilningi; menn, sem þorðu að hugsa hátt og kváðu þjóðina úr kútnum; að slíkir menn sætti nokkurum ágjöfum annað veifið var óhjákvæmilegt, ekki sízt í fámennu þjóðfélagi þar sem nálega allir þekkjast persónulega og margir liggja vel við höggi. 1 drengilegri og skorinyrtri forustugrein að afmælisrits útgáfunni, er meðal annars svo að orði komist: „Morgunblaðið hvetur þannig til samhuga starfs að nauðsynjamálum alþjóðar. Það telur að enda þótt skoðana- mismunur sé eðlilegur í lýðfrjálsu landi þá sé á því höfuð- nauðsyn, að Islendingar kunni að setja deilum sínum hæfi- leg takmörk. Ef þeir ekki geri það gæti á ný skapast hér svipað ástand og varð hinu unga þjóðveldi að aldurtila á 13. öld. En frelsið, efnahagslegt og stjórnarfarslegt, hlyti á öllum tímum að vera íslendingum lífið sjálft. A grundvelli þessara hugsjóna leggur Morgunblaðið út á nýjan tug ævi sinnar í von um, að það megi framvegis sem hingað til vera í lifandi sambandi við þjóð sína í bar- áttu hennar fyrir betra og fegurra lífi“. Hér er vissulega um orð í tíma töluð að ræða, sem von- andi er að sem allra flestir synir og dætur íslenzku þjóðar- innar veiti fylztu athygli. I árnaðaróskum til blaðsins vegna fertugsafmælisins falla ólafi Thors forsætisráðherra orð á þessa leið: „Bezta ósk mín til afmælisbarnsins er sú, að það haldi áfram að vera víðsýnasta, sannsöglasta og merkasta blað landsins. Þá mun það einnig halda þeim heiðurssess að vera stærsta, útbreiddasta og víðlestnasta blaðið. Afmælisgjöf mín er sú ein að ráða blaðinu til þess að halda uppteknum hætti, er það eitt íslenzkra blaða ann andstæðingum sínum sannmælis og að gera það í vaxandi mæli“. Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra birtir í af- mælisútgáfunni ritgerð, er hann nefnir „Morgunblaðið og Valtýr Stefánsson“. Er ritgerðin hressileg aflestrar og að því, er bezt verður séð, laus með öllu við hlutdrægni; lýsir hann löngu samstarfi þeirra Jóns Kjartanssonar og Valtýs við blaðið og eins hinu, hversu átthagaþráin og löngunin til að deila kjörum við fólkið í Skaftafellssýslum, er Jón ólst upp með, knúði hann til að láta af blaðamensku og gerast sýslumaður með aðsetur í Vík í Mýrdal. Jón hafði jafnan ríkan áhuga á stjórnmálum og á nú sæti á þingi. Varðandi Valtý ritstjóra lætur Bjarni dómsmálaráð- herra þannig um mælt: „Valtýr er sannfærður um að íslendingum geti því að- eins vegnað vel í landi sínu að þeir þekki landið, kosti þess og galla. Þess vegna er hann óþreytandi að afla upplýsinga um og skýra frá öllum nýjungum um eðli landsins og at- vinnuhætti þess. Af eigin þekkingu veit Valtýr t. d., að íslenzkur landbúnaður á sér mikla framtíð, ef menn fást til að sinna öllum þeim lærdómi, sem vísindi og tækni geta kent þeim. Honum er ekki nóg að vita þetta sjálfur, heldur lætur hann einskis ófreistað til þess að vekja aðra til skiln- ings á þessum sannindum“. — Valtýr ritstjóri er þjóðrækinn og víðmentur menn- ingarfrömuður, sem ann þjóð sinni hugástum og vill veg hennar í öllu; hann er í fremstu röð þeirra áhugamanna, sem einbeita orku sinni að því, að klæða landið skógi. íslendingar vestan hafs eiga góðan hauk í horni þar, sem Valtýr Stefánsson er; hann hefir látið sér manna annast um þjóðræknissamtök þeirra og lagði gott til mála, er um það var fjallað, að íslenzka ríkið veitti vestur-íslenzku blöð- unum til framdráttar nokkurn fjárhagslegan stuðning; fyrir slíkt drengskaparbragð má ekki minna vera en honum sé að verðugu þakkað og það gerir Lögberg af heilum hug. Áminst afmælisútgáfa Morgunblaðsins felur í sér víð- tækt, menningarsögulegt yfirlit yfir fjóra áratugi, er valdið hafa straumhvörfum á þróunarsögu íslenzku þjóðarinnar, glæsilegri og áhrifaríkari en dæmi voru áður til; fjöldi mynda prýðir útgáfuna og eykur slíkt að mun á gildi hennar. Sjölug í dag: Jakobína Johnson skóldkona Ein meðal merkustu kvenna af íslenzkum ættum austan hafs og vestan er sjötug í dag. — Frú Jakobína Johnson í Seattle við Kyrrahaf er fædd á Hólmavaði í Aðaldal í Suður-Þingeyjar- sýslu 24. október 1883. — Hún er dóttir Siðurbjörns frá Fóta- skinni Jóhannssonar Ásgríms- sonar og konu hans Maríu Jóns- dóttur Halldórssonar. Voru for- eldrar hennar bæði þingeysk að ætt og uppruna. Sigurbjörn var mjög kunnur maður í Þingeyj- arsýslu og víðar sakir afburða hagmælsku. Hann fluttist til Canada með fjölskyldu sína árið 1889 .Við brottför sína kvað hann þessar vísur: Fyrr ég ekki fann hvað hörð fátækt orkað getur. Hún frá minni móðurjörð mig í útlegð setur. Gnauðar mér um grátna kinn gæfu mótbyr svalur. Kveð ég þig í síðsta sinn sveit mín, Aðaldalur. Eftir hálfrar aldar töf, ónýtt starf og mæði, leita ég mér loks að gröf langt frá ættar svæði. Sigurbjörn settist að í Argyle byggð í Manitoba og dvaldist þar til dauðadags. Jakobína, dóttir þeirra hjóna ólst upp þar vestra frá sex ára aldri. Hún öðlaðist menntun og gerðist barnaskólakennari. Fulltíða gift- ist hún ísak Johnson trésmið, er búsettur var í Seattle. Isak var bróðir Einars Páls ritstjóra Lögbergs og Gísla Johnson prentara. Þau hjón bjuggu í Seattle alla stund og eignuðust sex sonu og eina dóttur. Einka- dóttur sína misstu þau unga. Fimm synir þeirra voru í hern- um í síðasta stríði og fórst sá yngsti í kafbát, Stefán að nafni. Jakobína missti mann sinn árið 1949. Synir hennar, sem eftir lifa eru allir kvæntir nema einn, Kári að nafni. Hann stundar siglingar og hefir athvarf hjá móður sinni. Eins og mjög er kunnugt, kippti Jakobínu í kynið um hneigð og hæfileika til ljóða- gerðar. Hún hefir gefið út tvær ljóðabækur: „Kertaljós“ kom út 1938 og „Sá ég svani“, barna- ljóð, kom út síðar. Hún hefir einnig lagt stund á það, að snúa íslenzkum ljóðum á enska tungu. Þar á meðal Þjóðsöngnum. Frá ljóðum Jakobínu, eins og frá öllu hennar lífi, andar mann- vinátta. Frá þeim stafa geislar göfugrar sálar og þau eiga sér víða tilþrif. Þó munu sumir þeir, er gerzt þekkja til ljóða- gerðar Jakobínu og dómbærir eru um slíka hluti, telja, að ljóðaþýðingar sé máske hennar sterkasta hlið. Auk ljóða hefir hún þýtt þrjú leikrit íslenzk: Galdra-Loft, Nýársnóttina og Lénharð fógeta. En hvað er það svo í fari, lífi og starfi frú Jakobínu Johnson, sem hefir gert hana merka eins og raun er á? Hún flyzt vestur um haf barn á sjötta ári og elur þar allan aldur sinn síðan. Hún giftist, elur upp sjö börn, stendur fyrir stóru heimilil, yrkir, skrifar, missir mikið, en heldur velli. Svipað þessu hefir orðið hlutskipti fjölda kvenna af íslenzkum ættstofni. — Hitt ber af í fari Jakobínu flestum öðrum dæmum, hversu hún hef- ir, þrátt fyrir brotthvarf í bernsku, orðið mikill Islending- ur, mikill þjóðvinur, hversu hún hefir unnað heitt íslenzkum málstað, sæmd og þjóðargengi. Það ber af, hversu hún hefir í annríki mikilla húsmóðurstarfa getað rækt þessa sína elsku. Hún hefir ávallt staðið í fremstu röð- um í félagsskap íslendinga í byggðarlögum sínum. Hún hefir verið óþreytandi að kynna enskumælandi Vesturheimsbú- um ísland og íslendinga. Hún hefir ekki látið sér vera óvið- komandi neitt það, sem horfði til sæmdar og vegsauka ættþjóð hennar; ekki látið það liggja i láginni, heldur haldið því á loft hvarvetna þar, sem hún náði til. Hún hefir efnt til sýninga á ís- lenzkum munum, flutt ótal fræðsluerindi um landið, þjóð- ina, sögu þjóðarinnar, landshagi, bókmenntir þjóðarinnar og and- leg afrek. Á styrjaldarárunum síðustu einum saman flutti hún 60 slík fræðsluerindi víðs vegar í félagssamtökum Vesturheims- búa. Heimili þeirra hjóna varð frá upphafi sjálfsagt athvarf ís- lenzkrar ættrækni. Þar brann stöðugt á arni ófölskvaður eldur íslenzkrar ættjarðarástar. Þang- að söfnuðust Islendingar saman svo tugum skipti við öll meiri háttar tilefni. Heimilið varð skáli um þvera þjóðbraut þeirra ferðalanga íslenzkra, sem lögðu leið sína um þær slóðir. Eins og ráða má af því, sem nú hefir greint verið, er frú Jakobína mikil gáfukona, heil- steypt í skapfari, vaxin til mikils þroska og jafnvægis. En hún er fyrst og síðast þjóðvinur og mannvinur . Frú Jakobína Johnson hefir tvisvar átt þess kost að heim- sækja Island, árin 1935 og 1938. Var henni þá hvarvetna vel fagnað og árið 1933 var hún sæmd riddarakrossi Fálkaorð- unnar. Jónas Þorbergsson —TIMINN, 24. okt. Á Letter from the Capital of lceland Rev. V. J. Eylands, D.D., Winnipeg, Man. Dear Valdimar: Þakk fyrir síðast! Now we have been in old Iceland for over two months, and we are enjoying this new adventure tremendous- ly. Við erum glöð og ánægð og alt hefur gengur okkur að óskum! However, since we arrived in Iceland two very sad events have occurred that touch us, as well as many others, very deeply. We were stunned at the sudden death of the dear Bishop, and equally so when we later learned oí Egill’s sudden death. The day following the Bishop’s death, the Prestafélag íslands assembled. Professor Ásmundur asked me to bring greetings, which I did—and extended them greetings from our Synod and from you as President. I also ex- tended messages of sympathy on behalf of our Synod and the Vestur-Islendingar in general. Later Prof. Ásmundur phoned me when he had received your telegram regarding Egill’s death. He asked me to inform the radio and the newspapers, which I im- mediately did. I enclose a clip- ping from “Mbl.” re Egill’s passing. The Bishop’s funeral was held cn October 21st. I began at 1.30 at his residence, “Gimli,” Séra Sveinn Vikingur conducted the “húskveðja,” and Karlakór Reykjavíkur sang under direct- ion of Pál ísolfsson. From “Gimli” to Dðmkirkjan—a funer- al procession proceeded. First were flag-bearers with the flag of Iceland and banner of Guð- fræðisdeild—then all the Theo- logical students — next over 100 pastors in their black gowns—(I processed with the pastors in my cassock)—then the casket car- ried by school-mates of the late Bishop, then his immediate fami- ly, and finally the President and his wife. The Dómkirkja was of course packed full. Séra Óskar Þorlaksson opened the service, Séra Auðuns delivered the main funeral address (very good), and Séra Ásmundur spoke briefly on behalf of Prestfélag, and pro- nounced the benediction. Then the same procession proceeded to the Old Cemetery up Garða- stræti. Thousands of people lined the streets as the procession moved up to the cemetery. It was an unusual experience to take part in this very dignified íuneral service and burial. I was glad there was someone from our Synod present, as the Bishop loved the Vestur-Islendingar so very much. Svava and I are very busy here, and enjoying ourselves im- mensely! We both teach (Eng- lish) many hours a week. Be- tween the two of us we have over 40 students who come here to our two-room suite for private lessons. We teach from Monday Mávahlið 23, Reykjavík, Icel., October 28th, 1953. night through Thursday evening. Then I have a class of ten on Thursday afternoons at Shell Oil Co., downtown. We earn enough to pay our rent and to buy our groceries—for that we are very grateful. We are invited out a great deal during the week-ends — almost every Friday, Saturday and Sun- day night! I had forgotten how many friends and acquaintainces I had here in Reykjavík. The people have been very hospitable and friendly, and we have also met many new friends. I’m enjoying my studies at the University of Iceland very much. I attend 16 lecture hours a week: “Kirkjusaga Islands“, Magnús Már; „Sögu Þjóðveldisöld", próf. Jón Jóhannsson; „Bókmenntir — Lærdómsöld“ 1550—1750, próf. Steingrímur Þ. Þorsteinsson; „Nútíma íslenzka“ Halldór dós- ent Halldórq^i, and “Swedish Grammar” etc^rom the Swedish sendikennara. Our Icelandic is improving a bit, and I’m hoping by March when we leave for Norway and Sweden that we will be quite good at conversing in the old tongue. Many people have asked to greet you and your family. I look forward to bringing you their greetings personally next sum- mer. Since coming here I have been obliged to speak at six different occasions — in Icelandic! I, of course, got some help with the Icelandic. Have spoken at: Ein- arstaðir Church, Héraðsfundi in Sauðárkrók (ministers and lay- men), Prestfélags fund, Kirkju- fund I s 1 a n d s, Hallgrímssafn Ladies Aid, and Óháði fríkirkju- söfn. program. First three oc- casions just brief greetings — later three short addresses on our „Safnaðarlíf vestra“. Svava and I have also sung upon a number of occasions, and lately we visit- ed “Grund” and both sang and spoke to the old people. This is getting to be a long epistle, so I shall now bring it to a close. We would appreciate hearing from you. Hope you received our cablegram in time for the anniversary occasion of your Church. I’m sure it was a big event. Is there any way to get “Lög- berg” except via the ships. We’re always five to six weeks behind! I have certainly appreciated their printing of some of our letters which I have sent to my people at home, and the church members in Seattle. Kindest regards to you, your wife, and family. Svava sends her gretings. Sincerely, ERIC. Fljúgandi diskar frá Venus Ein furðulegasta bókin, sem út hefir komið í hinum ensku- mælandi heimi í haust heitir “Flying Saucers Have Landed” — Fljúgandi diskar hafa lent. Það skal tekið fram þegar í upphafi að höfundar þessarar bókar, Desmond Leslie og George Adamski, hafa vottorð upp á það, að þeir séu á engan hátt með lausa skrúfu. En í bókinni staðhæfa þeir að lifandi verur frá reikistjörnunni Marz hafi lent hér á jörð. — George Adamski lýsir því í bók- inni, þegar hann hitti Venusar- búa 20. nóvember 1952. Lýsing hans svo og öll bókin er skrifuð í fullri einlægni, ljósmyndir af fljúgandi dískum fylgja með o. s. frv. Adamski hitti Venusar-búann skömmu eftir að hann hafði séð fljúgandi disk fara með geysi- hraða um loftið og sejast á jörðina. Hann kom auga á mann, sem stóð framan í gilskorning einum. „Hann gaf mér bendingu um að koma nær.“ Þegar Adamski nálgaðist ó- kunna manninn, sá hann að hann var síðhærður og í poka- buxum. — Þá varð mér það ljóst, að þetta væri maður frá öðrum heimi. Nú hófst langt samtal, sem fór fram ýmist með merkjum og bendingum, en mest þó með eins konar hugsanaflutningi. — Adamski komst að því að gest- urinn kæmi frá reikistjörnunni Venus. Hann sagði m. a. þær fréttir, að Venusbúar fylgust af skelfingu með atómsprengjutil- raunum jarðarbúa og að nokkrir Venusbúar lifðu nú dulbúnir á jörðinni. — Adamski fann, að hann var þarna í návist veru, sem var æðri að þroska og vití. Að lokum gekk Adamski með gestinum að geimfarinu, sem sveif í lausu lofti um fet yfir jarðaryfirborði. Honum var ljóst að þetta litla geimfar hafði bæki stöð á miklu stærra móðurskipi. Síðan lýsir hann geimfarinu ná- kvæmlega. En þegar hann ætl- aði að snerta það til að stíga inn í það fékk hann sterkt raf- magnshögg. Margar fleiri rannsóknir Adamskis og Leslies eru birtar í bókinni. Þar eru leturssýnis- horn úr bókum Venusarbúa. Virðist letrið hálfgert hrafna- spark, en höfundur telur að þegar það tækist að lesa úr táknunum væri það engu lítil- vægari uppfinning en þegar tókst að lesa egypzka letrið á Rósetta-steiningum. Þeir geta trúað þessari vit- leysu sem vilja, en óneitanlega er ekki óskemmtilegt að lesa gegnum hugarflug þessara furðu legu rithöfunda, sem með þessu hafa ritað furðulegustu bók ársins. —Mbl., 23. okt. Eggerf Levy láfinn Síðastliðinn laugardag lézt að heimili sínu Ósum í Húnavatns- sýslu, merkisbóndinn Eggert Levy 78 ára að aldri; hann hafði um langt skeið tekið virkan þátt í málefnum héraðs síns og sýslu sem hreppstjóri og sýslunefnd- armaður; hann lætur eftir sig konu sína, Ögn Guðmannsdótt- ur, og átta börn, tvo sonu og fimm dætur á íslandi og einn son í Winnipeg, Guðmann Levy forstjóra, en honum barst sam- dægurs fregnin um lát föður síns. Hvað hefurðu eiginlega verið þessar tvær s.l. klukkustundir, góði minn? spurði prestsfrúin. Ég var á leiðinni heim og hitti hana frú Jónsson og spurði hana hvernig henni líði, svaraði prest- urinn þreyttur og mæðulegur á svip.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.