Lögberg - 03.12.1953, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 3. DESEMBER, 1953
MAÐURINN HJARTAGÓÐI
ÁNÆGJULEG DAGSTUND
himininn heiður og blár, haíið var skínandi bjari"
„Ef að ég væri listmálari,“
sagði Faðir Simard, þar sem við
stóðum saman á tröppum St.
Albert dómkirkjunnar, „þá
skyldi ég mála allt þetta.“
Hann meinti sléttuna skrúð-
grænu, byggingarnar fornu,
asptrén og almtréð, sem stend-
ur eitt sér í horninu á garðinum
og varpar forsælu skugga á
grasið í kringum sig. Og hann
meinti meira. Hann var að
hugsa um liðna tíð, — um þýð-
ingu þá, sem St. Albert hefði
haft á þroska og þróun Norð-
vestur-Canada. En ef til vill var
þó hugsunin um Faðir Lacombe
ennþá ríkari í huga hans, en
allt þetta. Það var Faðir
Lacombe, sem byggði fyrstu
kirkjuna í St. Albert, og enn í
dag virðist andi þessa mikla
friðarmanns vesturlandsins ráða
ríkjum í St. Albert. — Andi gjaf-
mildinnar og almennrar velferð-
ar er áberandi í sambandi við
Indíánaskólann, gamalmenna-
heimili, í varanlegri þjónustu
prestanna og nunnanna.
Jafnvel kirkjan hans Lacombe
er á sínum stað, því hún er nú
safnhús, sem ekki aðeins minnir
á hetjusögu þess, er hana byggði,
heldur geymir svo marga muni
liðinnar tíðar. Faðir Simard
sýndi mér plógskerana, sem
frumbyggj arnir smíðuðu í sín-
um eigin smiðjum, og prestarnir
plægðu með og ræktuðu hveiti,
sem óx þeim yfir höfuð, þrátt
fyrir allt sem sagt hefir verið
til hins gagnstæða.
Járnsmiðurinn, sem smíðaði
þessa plógskera, var kunnur
fyrir hreysti. Hann var ekki
mikill vexti, og þegar hann var
spurður að því, hvar hann ætti
heima, tók hann upp steðjann
og benti með honum á húsið sitt,
sem stóð í nokkurri fjarlægð og
sagði:
„Hann á heima þarna yfirfrá.“
Faðir Simard sýndi mér belti
og nokkra aðra muni, sem prest-
ur, er varð úlfum að bráð, átti.
Á altarinu í hinni fornu kirkju
Lacombes sýndi hann mér
muni, sem prestarnir höfðu
skorið úr asptré. En einn af þeim
munum var lítill og vel gjörður
kassi. 1 honum voru smábrot úr
höfuðkúpum prestanna — Faðir
Fafard og Marchaud, — er
Indíánar myrtu við Frog Lake í
‘Piel-uppreisninni 1885.
1 hallanum fyrir neðan dóm-
kirkjuna, sem Faðir Lacombe
þjónaði svo lengi og trúlega,
stendur standmynd af honum,
þar sem hann horfir út yfir
sléttuna víðáttumiklu — og
Indíánar þekktu sem manninn
hjartagóða.
St. Albert ber nafn verndara
Faðir Lacombes, sem hafði
þjónað á ýmsum stöðum í norð-
vestur landinu svo sem í Fort
Admonton, áður en hann hóf
missionar-starf sitt í St. Albert
árið 1861, og í Fort Edmonton
kynntist hann Mr. John Rowand
vini sínum.
Rowand kunni vel að meta
Lacombe og unni honum, en þó
var vinátta hans til prestsins
ekki eins rótgróin eins og um-
hyggja hans fyrir velferð Hud-
sons-flóa félagsins. Einu sinni
fann Faðir Lacombe tvö rottu-
skinn og höfðu rottur þær, sem
þau voru af, verið veiddar ólög-
lega — það er á veiðibannstíma-
bili, og voru þau því ónýt sem
verzlunarvara. Presturinn tók
þessi skinn til Indíánakonu og
bað hana að brydda með þeim
ermar á yfirhöfn, sem hann
átti. Hann hafði ekki í bili hugs-
að út í það, að enginn, sem stóð
í nokkru sambandi við félagið,
mátti veita grávöru móttöku,
nema í þágu félagsins.
Þegar Rowand sá .loðskinns-
bryddinguna á ermunum á yfir-
höfn Lacombes, spurði hann
með allmiklum þjósti:
„Hvar fékkstu þessi loð-
skinn? Hver gaf þér rétt til að
bera þau á klæðum þínum?“
Faðir Lacombe stóð dálitla
stund sem steini lostinn. Svo reif
hann skinnin af ermunum á
yfirhöfn sinni og henti þeim
framan í Rowand.
Þetta atvik varð síðar efni í
gamansögu, sem gekk manna á
milli, en á síðari árum þreyttist
Faðir Lacombe aldrei á að segja
frá göfuglyndi og hreysti Johns
Rowands.
Mest af tíma þeim, sem Faðir
Lacombe átti yfir að ráða, var
eytt í þjónustu Indíánanna. —
Hann var iðulega á langferðum
um hið víðáttumikla vestur-
land til að skíra Indíána og
annast þá, þegar veikindaplág-
urnar geysuðu á meðal þeirra.
Hann lærði mál Erec-flokksins
svo gagngjört, að hann samdi
orðabók yfir mál þeirra.
Þegar hann að síðustu stofn-
aði missionina St. Albert 1861
sýndi hann athafnaframtak á
fleiri sviðum en trúboðssviðinu.
Sturgeon-áin, sem rann og
rennur enn skammt frá Calgary,
var alvarlegur farartálmi á veg-
ferð manna, þegar vatnavextir
voru. Faðir Lacombe réðst í að
byggja brú yfir hana. 1 fyrstu
ætlaði það ekki að ganga greitt,
því engir vildu rétta honum
hjálparhönd í því efni. Að síð-
ustu tókst honum að fá Indíána
og nokkra hvíta menn í lið með
sér með því að segja þeim, að
þeir einir, sem hjálpuðu til við
að byggja brúna, fengju að nota
hana, og með þeim skilyrðum
var fyrsta brúin vestan stór-
vatnanna byggð; og þegar lokið
var við hana þótti hún ekki að-
eins meistaraverk, heldur blátt
áfram undraverk. Indíánarnir
hlupu fram og aftur yfir hana
og hoppuðu af kæti. Stundum
reistu þeir tjöld sín á brúnni, og
ummæli segja, að Indíánafor-
ingi einn hafi kynt eld á miðri
brúnni, en eftir það urðu Indí-
ánar að kynda elda sína og
reisa tjöld sín á landi.
Faðir Lacombe var víðast
þekktur sem friðarmaðurinn og
einu sinni lá við að hann léti
lífið í friðarumleitun sinni.
Árið 1865 fékk hann skipun
um að fylgja Indíánunum eftir
hvert svo sem þeir færu til þess
að tala um fyrir þeim, hjálpa
þeim og leiða þá til kristinnar
trúar, þegar hann gæti. Á því
ferðalagi kom hann til búða
Natausar, sem var aðalforingi
Blackfeet Indíánaflokksins. Sá
flokkur, þó að hann væri seinn
til að snúast til kristinnar trúar,
hafði sérstaklega mikið uppá-
hald á Faðir Lacombe, því hann
hafði komið til þeirra, hjúkrað
þeim og annast þá, er tauga-
veikin geysaði á meðal þeirra.
Það var kveld eitt í desember,
að Faðir Lacombe var kominn
til þeirra og hvíldist í tjaldi for-
ingjans. Úti var nóttin dimm og
köld. Allt í einu heyrðist hróp-
að úti í dimmunni: „Assinaw!
Assmaw!“ — „Cree eru komnir!
Cree eru komnir!“ Og ennþá
einu sinni lenti í orustu á milli
þessara aldagömlu óvinaflokka.
Tjaldborgin, sem Faðir La-
combe var staddur í, var ein af
þremur tjaldborgum Blackfeet-
Indíánanna á því svæði og sú
minnsta. Hinar tvær voru í
nokkurri fjarlægð, og var því
ekki hjálpar að vænta frá þeim
fyr en í fyrsta lagi eftir nokkra
klukkutíma. Skothríðin frá Cree
flokknum hófst strax og byssu-
kúlur þeirra flugu um allt, en
einkum var þeim þó beint á
stóra tjaldið, þar sem Lacombe
prestur var inni.
Foringi Blackfeet-manna rudd
ist út úr tjaldi sínu og eggjaði
menn sína til viðstöðu og varn-
ar. En rómur hans drukknaði í
vopnagný óvinanna — í hvellum
skota þeirra, gelti hundanna, ó-
hljóðum fjandmannanna og í
angistarópum kvenfólksins.
Faðir Lacombe, sem var ný-
kominn móður og þreyttur af
göngu og hafði lagt sig fyrir í
tjaldinu, reis rólega á fætur, fór
í hempu sína, signdi sig og gjörði
bæn sína. Hann kyssti kross-
mark það, sem prestar Obla-
tízkureglunnar bera ávalt á
sér, tók í hönd sér ílát með vígðu
vatni, eða olíu, og gekk út í
bardagann. Hann hrópaði til
Cree-flokksmanna og bað þá
hætta sókninni og draga sig í
hlé, en rödd hans kafnaði í ó-
hljóum og gauragangi, svo að
hann gaf að síðustu upp alla
von um að ná eyrum eða at-
hygli áhlaupsmannanna, sem á
var komið stríðsæði, en sneri
sér að því að hjúkra þeim sem
særðir voru og skíra þá, sem
þess óskuðu.
Sú fyrsta, sem þjónustu Faðir
Lacombes þáði í þetta sinn og
undir þessum kringumstæðum,
var ung Blackfeet-stúlka, sem
hafði verið skotin í höfuðið. Hún
bað hann að skíra sig áður en
hún legði út á djúpið mikla; og
varð hann fúslega við þeirri
ósk. En hann Kafði naumast
lokið því verki og snúið sér að
þeim næsta, er Crec-hermann
bar að, þar sem stúlkan lá; reif
hann af henni höfuðleðrið með
hárinu og myrti barn, sem hún
hafði átt og lá rétt hjá henni, en
sem Faðir Lacombe hafði ekki
séð í myrkrinu.
Orusta þessi stóð uppihalds-
laust alla nóttina, en um dag-
renningu daginn eftir komu
hermenn Blackfeet Indíánanna
frá hinum tjaldbúðunum. Þeir
höfðu heyrt skothríðina í fjarska
og komu til hjálpar flokksbræðr-
um sínum. Foringi annars
flokksins, sem til hjálpar kom,
var ungur ofurhugi, sem átti
eftir að bera ægishjálm yfir alla
aðra leiðtoga ættfólks síns. Þeg-
ar hann kom með flokk sinn til
vígstöðvanna var enn dimmt af
nóttu. Faðir Lacombe tók þann
tali, sem fyrir flokknum réði og
spurði:
„Hver ert þú?“
„Cowfoot,” svaraði Indíáninn.
Faðir Lacombe hafði heyrt
þessa unga manns getið, bæði
fyrir viturleg ráð og frábæra
hreysti og hugrekki. Hann
brýndi fyrir Crowfoot þörfina á
því að vernda líf og limi flokks-
manna sinna.
Þegar dagur rann og skuggar
næturinn hurfu sáu menn, að
tuttugu og fimm tjaldbúðir
Blackfeet-manna höfðu með
öllu verið eyðilagðar. Þetta var
kaldur desemberdagur. Fylk-
ingar Blackfeet-manna voru all-
ar vígbúnar, en ekki enn orðið
vígljóst. Þá reis Faðir Lacombe
á fætur, tók krossmerkið í aðra
hönd sér, en Rauða krossfánann
í hina, sneri sér að Crowfoot og
fylkingum hans og fyrirbauð
honum og þeim að skjóta einu
einasta skoti á fjandmennina.
Svo sneri hann sér við með
krossmerkið hátt á lofti í annari
hendi, en veifaði Rauða kross
fánanum í hinni og gekk róleg-
ur og ákveðinn í áttina til fjand-
manna Blackfeet-flokkanna. —
Hann kallaði hátt og snjallt til
Crec-flokksmanna á göngu sinni,
en þeir heyrðu ekki til hans;
hrímþoka huldi hann sjónum
þeirra. Crec-flokksmenn héldu
skothríðinni áfram, og Faðir
Lacombe gekk rakleitt í áttina
til þeirra þar til byssukúla kom
í öxlina á honum,, skrikaði af
henni niður á frosna jörðina,
hrökk til baka og í enni hans,
svo hann féll ofan í snjóinn.
Smátúnin voru græn, dahliur,
pom poms og margar fleiri
blómategundir, brostu fullu
brosi enn. Og þó að eikin, hlyn-
urinn og mörg önnur tré væru
að smá afklæðast, voru í útsýn-
inu nær og fjær fjöldi trjáa í
fullum skrúða.
Og borgin andaði að sér blíð-
viðrinu.
Og himininn var heiður og
blár, alveg eins og Jónas sá að
hann myndi hafa verið í forn-
öldinni á Islandi, þegar þar stóð
hann Þorgeir á þingi, er við
trúnni var tekið af lýði; þar
komu Gissur og Geir, Gunnar og
Héðinn og Njáll“.
Og enn stendur Þorgeir á
þingi og aðrir menn með hon-
um, karl og kona, því víða á
Guð sér „góða“ menn enn, sem
stuðla vilja að því í allri alvöru,
að „Guð ríki drotni, dauðans
vald þrotni. Komi kærleikans
tíðir“. Menn og konur, sem af
öllu hjarta vilja vinna að því,
að friður og eining ríki í mann-
heimum og að allir menn berjist
á móti því, sem illt er í sjálfum
okkur til að byrja með, og láti
svo gott af leiða eftir því sem
hver getur að gert í sínu „litla
horni“.
Átjánda október, nítján hundr
uð fimmtíu og þrjú, flutti séra
Eiríkur S. Brynjólfsson messu
að vanda hjá söfnuði sínum 1
Vancouver, á venjulegum stað,
svo sem hann flytur á hverjum
helgum degi, ýmist á ensku eða
íslenzku. Að þessu sinni var
guðsþjónustan á íslenzku. Alt
var þar með sæmd og prýði, sem
til stóð og einnig er venjulegt.
Að fyrirfram lögðu ráði var,
eftir messu, haldið heim á hið
skrautlega heimili Mr. og Mrs.
John Sigurðsson í Vancouver-
borg til þess að hafa það, sem
á borganna máli er kallað
„Silver Tea“ til ágóða fyrir
kvenfélag safnaðarins og því
fyrir málefni kirkjunnar. Mr. og
Mrs. John Sigurðsson höfðu
boðið kvenfélaginu að hafa
þenna mannfund á sínu heimili.
Og konurnar þágu boðið
fegins hugar og tóku höndum
saman við húsráðendur um að
koma þessum mannfagnaði í
framkvæmd. Töluverður fjöldi
fólks streymdi þarna heim. Prúð
búið, háttprútt fólk, sem bar
þess merki, að það hafði sint
lífsstarfi sínu vel og kynni vel
með daglaunin að fara.
Heimilið, er um ræðir, er með
afbrigðum fallegt úti og inni,
enda er Mr. Sigurðsson einn
þeirra manna, sem hefir auðnast
að ná í ágæt efni hér í landi.
Hann kom hingað barn að aldri,
fimm ára gamall, og síðan hann
varð 13 ára gamall, hefir hann
unnið sig upp og áfram, orðið
trésmíðameistari og myllueig-
andi; Sjálfseignarmaður í meiri
háttar stíl og contractor á sama
hátt. Heimilið er nokkurs kon-
ar listaverk bæði að utan og
innan. Er mér sagt, að hann hafi
viðað að sér margvíslegum trjá-
viðartegundum úr ýmsum lönd-
um, sem hann svo gerði hús
sitt upp með að innan. Að utan
er það úr steini og sumt úr gleri.
Þennan sérstaka sunnudag
tóku þau Mr. og Mrs. Sigurðsson
Þegar Blackfoot-kapparnir sáu
hann falla logaði vígamóðurinn
upp í þeim, því þeir hugðu vin
sinn dauðan. Þeir réðust gegn
Crec-flokknum af svo mikilli
hörku og grimmd að hann varð
að hörfa undan. En þrátt fyrir
hugdyrfsku og sókn Blackfoot-
fullhuganna hélt bardaginn
áfram nokkurn tíma. Að síðustu
varð hlé á sókninni og hrópaði
þá eitt af Blackfeet-köppunum
til Crec-manna:
„Þið hafið sært prestinn!“
Þegar Crec-menn heyrðu, að
þeir hefðu sært Faðir Lacombe
drógu þeir sig strax í hlé.
—Niðurlag í næsia blaði
á móti gestunum við dyrnar og
fyrir hönd kvenfélagsins frú
Helga Munroe forseti þess.
Eitt af mörgu, sem gerði
manni hlýtt í huga þenna dag,
var það, að á meðal gestanna
var kona á íslenzkum peysuföt-
um. Það var prestsfrúin Guðrún
Brynjólfsson. Fyrst þegar hana
bar fyrir mig þannig klædda,
var það með þessu móti: Mér
varð snögglega litið við. Ég held,
að geislinn hafi snert mig, þá
sá ég logagyltan, víravirkis-
klæddan skotthúfuhólk og lang-
an, dökkar silkiskúf. — Ég var
mint snögglega á það, að ég væri
íslenzk. — Ég leit betur við. Það
var jú virkilega þetta. Þarna
var bráðlifandi kona, fríð sýn-
um, klædd í íslenzk peysuföt úr
alsilki. Vísa Jónasar flaug aftur
um huga minn þó önnur væri:
„Heilsaðu einkum, ef að fyrir
ber, engil með húfu og rauðan
skúf í peysu; þröstur minn
góður, það er stúlkan mín“.
En þessi skúfur var dökkur
eins og við átti, dökk föt, dökkur
skúfur, dökkur möttull yfir. Ég
hefði kosið að möttullinn hefði
verið grænn eða blár, með hvít-
um kantaleggingum. En bún-
ingurinn var dökkur nema
svuntan, sem var dökk og hvít
úr einu hverju fínu efni, sem
ég kann ekki nafn á.
En það var enn eitt, sem gerði
þessa mynd fallega, það var
gylt víravirkislagt belti, sem
frúin bar, sem lýsti búninginn
ennfremur upp og er beltið gjöf
til prestshjónanna frá síðustu
fermingarbörnum séra Eiríks í
Keflavík. Frú Guðrún bar alt
þetta ágælega vel. Hún er yfir-
lætislaus, hlédræg en hjartahlý
finnur maður að hún er þegar
maður kynnist henni. Ljósa hár-
ið hennar, þykt og fallegt og vel
uppgert, tók sig prýðilega vel út
við búninginn, þó maður hefði
kosið fléttur undir þessum sér-
stöku kringumstæðum, þá er
ekki til neins að tala um það.
Við erum öll á ýmsan hátt, að
meira og minna leyti stödd í
straum þessarar veraldar og
verðum oft að láta berast fyrir
honum á hverju sem gengur. En
þetta var alt saman ágætt. Og
hjartans þökk, frú Guðrún, fyrir
að lofa okkur að líta augum svo
virkilega og fallega, gamla þjóð-
búninginn okkar, sem erum
fæddar og upp aldar á föður-
landinu, en sem erum alhorfnar
því.
Friður og ánægja hvíldi yfir
þessar dagstund. Fólk talaði
saman í smáhópum hér og þar,
svo sem tíðkast á sams konar
mannfundum, tók sinn skerf af
kaffinu og ððrum þeim ágætu
veitingum sem þar með voru,
svo sem brúnt brauð og ágætlega
tilbúin rúllupylsa, heimabakað-
ar kleinur og margt annað af
inndælum canadiskum kaffi-
brauðstegundum.
Þá létu þau okkur í té af sinni
auðlegð, Mrs. Margrét S. Davíðs
son og Mr. Hálfdán Thorlakson
með því að syngja nokkra
fallega söngva, og Mr. Stefán
Sölvason organisti safnaðarins,
með því að spila þar undir.
Þessi litla stund sýndi manni
dálítið inn í það, svo sem fleiri
samkvæmisstundir hér, að mörg
um íslendingum líður vel hér í
Vancouver. Einnig kynnist mað-
ur því, að margir þeirra hafa
stritað austan fjalls á Sléttunni
meginþátt starfandi æfi sinnar,
og í gegnum blítt og strítt, borið
þann skerf úr býtum þar, sem
gerir þeim mögulegt að njóta
hvíldaráranna í næði í góðviðr-
inu hér á ströndinni.
Rannveig K. G. Sigbjörnsson
Kaupið Lögberg
Víðlesnasta
íslenzka blaðið
REMEMBER!
When the time comes to replace your
present Water Heater . . .
COPPER LASTS LONGER!
Two Sizes Available at
Present.
i-1
No. 40
No. 52
30 imperial gallons
40 imperial gallons
Prices Including Cost of
Installalion.
No 40 $219,5°
$22.00 Down and Balance
$4.65 per month
No 52 5239 50
$24.00 Down and Balance
$4.65 per month
EASY TERMS AVAILABLE
10% Down and Balance
over 60 months
City Hydro customers may have
monthly payments charged on
their light bill.
® «
A Lasting Investment
EVERDUR-BRONZE (20-year guarantee)
Strong as Steel — Yet Can’t Rust
These complete Water Heating Units consist of two
Immersion type Water Heaters, two thermostats, Fibreglass
Insulation, copper piping, cast fittings of bronze, 22-gauge
outer steel casing in gleaming white enamel. Everdur is a
silicon-bronze alloy composed of 95.8% copper which is
highly resistant to corrosion and completely immune to rust.
These Water Heating Units feature the Everdur Tank for
long life . .. gives you a 20-year guarantee against corrosion.
Available Only Al Your . . .
Portage, east of Kennedy PHONE 96-8201