Lögberg - 03.12.1953, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.12.1953, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 3. DESEMBER, 1953 5 www w w ymyfmffTffVfTf ???< ÁlilJGAHÁL IWCNNA » Ritstjori. INGIBJÖRG JÓNSSON Á LEIÐUM LÍFSINS Söngur hinna blikandi blóma 28. júlí, 1953 Stödd úti á frampallinum á húsi mínu. Sólskin og blíða, en töluverður andvari, sem sveigði grasið. Mér kom þá til hugar, að fjórar tegundir af jurtum, sem blöstu við mér fyrir utan húsagarðinn, væru eins og fag- urt tóijlag. Þær myndu syngja lag 1 fjórum röddum, þar sem vindurinn bærði þær. Ein var jurtin, sem mest bar á. Hún bar mikið af fræhnútum og var fögur álitum. Hún leit út í morgundýrðinni eins og blá- gresi. Það var mest af henni og hún sló mestri dýrð yfir blett- inn. Það fanst mér vera dis- kantinn. Þá voru tvennskonar tegundir jurta, sem gátu þýtt milliraddirnar, grængresi og nokkrir gullsprotar. Þá var utan með skúfgras, rauðbrúnt á lit. Það myndi vera bassinn í laginu. Gullsprotinn, sem ég nefni hér, er jurt sú, sem á ensku nefnist Golden Rod. Mér er sagt, að á íslenzku heiti hún „Maðra“. Mér þykir síðara nafnið ekki fallegt, þó það sé íslenzkt, og ég vildi að GULLSPROTI yrði ein- hverntíma tekið upp í málið — tekið upp í íslenzka tungu án þess þó að staðarnöfn breyttust nokkuð þar fyrir. Gullsproti er fallegt orð og sanngjörn þýðing. En um lagið, sem jurtirnar fjórar syngja, getur máske ein- hver myndað lag, því, þó þetta líti barnalega út í fljótu bragði, þá er það víst, að það byggist á sannleikans grundvelli. Það er áreiðanlegt, að í hverri jurt skapast sérstakt hljóð, þegar vindurinn fer í gegnum það. — Það geta allir skilið, sem vilja athuga það. Rannveig K. G. Sigbjörnsson ☆ ☆ ☆ BRÉF FRÁ WHITE ROCK, B.C. Kæra frú Ingibjörg Jónsson: Grein þín um ferjuathöfnina í Mikley hreyfði við ýmsum endurminningum frá æskuárum mínum í Nýja-lslandi. Ég var að búast við, að þú mintist á það, sem mig minnir að væri fyrsti eða einn af fyrstu gufubátum, sem Islendingar komu af stað á vatninu. Þetta var litli, snotri og hraðskreiði gufubáturinn Ida, sem J. H. Jónsson (alment bara kallaður J. H.), sem nú býr hér í Burnaby, B.C., og Kjartan heit. Stefánsson áttu í félagi. — Ég man, að ég starði stundum á þennan hraðskreiða bát fara eftir vatninu fyrir framan Mæri. Ég man líka eftir þegar foreldrar okkar dóu að Skipa- læk; þegar ég, þá 8 ára, með eldri bróður mínum Skúla, sem þá kendi þeirrar veiki, er leiddi hann til dauða tveimur árum seinna, rak lítinn hóp af kind- um frá Skipalæk í leysingum um vorið norður til Péturs Bjarna- sonar, sem þá bjó vestan á Mikley. Fyrstu nóttina gistum við hjá Stefáni á Tanganum og næstu nótt hjá Guðmundi og syni hans, Gesti, á Sandy Bar. Svo fórum við yfir sundið til Péturs á ísnum, sem enn var sterkur á vatninu, og gistum næstu nótt hjá þeim Bjarna- sons-hjónum. Næsta dag héldum við suður vatnið heim á leið og fylgdi Pétur okkur úr hlaði. Það var gott að ganga á ísnum og ég skokkaði á undan bróður mínum öðru hvoru og beið svo eftir honum, því að hann átti ekki gott með að ganga hratt. Þetta mun hafa verið vorið 1888 eða ef til vill 1889. — Oft heyrði ég talað um Jóhann Straumfjörð og alltaf með lotningu og virð- ingu. Ég sá hann aðeins tvisvar, en hef kynst sumum börnum hans og barnábörnum hér vestur frá og er það alt hið mæt- asta fólk. Ég kom til Nýja-íslands sein- ast árið 1940 og þótti mér leiðin- legt hvað margir af frumbýl- inga-bæjum norður af Gimli voru í eyði: Mýrhagi, Lundur, Fenhringur, Skipalækur, Mæri Höfn og fleiri. Þú getur gert, hvað þú vilt við þetta rugl; getur skeð að sumir af þeim eldri hefðu gam- an að lesa það. Leitt þótti mér að frétta, að íslenzki laugardagsskólinn væri hættur, og reynt hefði ég að láta mín börn læra þar íslenzku, ef ég hefði verið nær. Með ósk um alt hið bezta til ykkar landanna í Winnipeg. M. G. Gudlaugson, R.R. 2 White Rock, B.C. ☆ ☆ ☆ ORÐSKVIÐIR OG SPAKMÆLI Spakmæli hefir eina mein- ingu, þá sem að beinlínis liggur í orðunum. T. d. „Hálfnað er verk þá hafið er“. Þar er ekki önnur þýðing en sú, sem auðséð er í fyrstu — og aðeins tekið fram, hversu mikilsvarðandi það sé í öllum fyrirtækjum að hika ekki við framkvæmdina, þegar verkið er áformað. Orðskviðir eru spekigreinar, sem eiga ekki að takast beint eftir orðunum af því þau tákna eitthvað annað og dýpra en þau beinlínis framsegja. T. d. „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“. Þar er hugurinn hafður á öðru en því, sem beinast liggur í orð- unum. Orðskviðurinn er settur saman af tvennu, ytra og innra, yfirborði og. djúpi, líkama og sál. Hvað af þessu eru spakmæli og hvað orðskviðir: 1. Ekki er allt gull sem glóir. 2. Betur sjá augu en auga. 3. Viljinn dregur hálft hlass. 4. Ekki fellur tré við fyrsta högg. 5. Seint er að herklæðast, þegar á hólminn er komið. 6. Úlfur er sá með úlfum venst. 7. Sannleikurinn er sagna beztur. 8. Betra er autt rúm en illa skipað. 9. Einu sinni verður allt fyrst. 10. Sá veit gerzt sem reynir. —K. B. ☆ GÁTUR 1. Tvö höfuð og tveir hand- leggir, 6 fætur og 10 tær, ekki nema fjórir fætur á gangi; hvernig á ég að skilja það? 2. Hvorki ljós né vindur er fljótara en ég; ég fer í þá heima, sem ekkert dauð- legt auga hefir séð, og get verið á sínu augnablikinu á hverjum staðnum. 3. Viljir þú forðast háska í stormi og myrkri, þá ann- astu húskornið mitt; það skal vera þér til aðstoðar og fara með þér, ef þú vilt. 4. Vatnið slökkvir eldinn, en það kveikir í mér? Ráðningar: •Jlie^ -f •BUiíqQTJiis S •uuxjnSnH 'Z •ipuegxj Jnge]/\[ i Fiskimálafundurinn | Framhald af bls. 1 bréf frá Mr. Dempsey því til sönnunar. Hann hafði og sent tækið til National Research Council til rannsóknar, og hafði hann meðmælabréf frá þeirri stofnun. Þá dróg G. W. Malaher, for- stjóri fiskideildarinnar, tvö mæl- ingatæki upp úr sínum vörzl- um, annað The Hovey Gage, sem notað hefir verið af sam- bands fiskimáladeildinni, er það þrístrent og stendur á fæti. Hitt kallaði hann Selkirk Gage, er það hólkur og innan í honum átta únzu þungur teinn, er renn- ur niður um leið og möskvinn er mældur. Sagði Mr. Malaher, að þetta tæki hefði orðið til vegna fundár er hann átti með nokkrum Manitobavatns fiski- mönnum um mælingavanda- málið fyrir hálfu öðru ári síðan. Kvaðst fiskimálanefndin myndi taka öll þessi mælingatæki til skoðunar og íhugunar. Fiskimanna-sendinefndin marz 1952 Ekki var á það minst, að áður en nokkur af þessum mælinga- tækjum komu til sögunnar í Manitoba, kom fimm manna fiskimannanefnd á fund fiski- málastjórnarinnar vegna þess, hve miklum netum fiskimenn á Winnipegvatni höfðu verið sviptir af fiskieftirlitsmönnum þann vetur. Hélt nefndin því fram, að þau net hefðu verið eins lögleg eins og netin, sem notuð væru almennt af fiski- mönnum við vetrarveiðarnar. — Kvað nefndin netjamælingar- aðferðirnar, sem þá voru í gildi á vatninu, óvissar og ónákvæm- ar, og mælti með mælingatæki, 'sem notað hefir verið á Winni- pegosesvatni í yfir 20 ár, en það 'eru þunnar kringlóttar málm- plötur af lögboðnum stærðum, sem smeigt er í gegnum möskv- ann; slitni þráðurinn þá er möskvinn of lítill. Ef til vill smeigist platan gegnum ólög- legan möskva án þess hann slitni þegar netið er nýtt, en ef hún slítur möskvann, þegar netið hefir verið notað nokkurn tíma, þá sannast að möskvinn hefir verið of lítill í byrjuninni og er netið þá vitanlega tekið lögtaki; fiskimaðurinn getur ekki deilt við fiskieftirlits- manninn um það, sem hann sér með eigin augum. Fiskimaður- inn dæmir sjálfur um, hvort það borgi sig að kaupa net, sem hann á það á hættu, að þau verði tekin af honum eftir stutta notkun. Hafði Mr. T. 'R. Thorvald- son bent nefndinni á þetta 'tæki; hann samdi og bæna- skrá til fylkisstjórnarinnar fyrir hönd fiskimanna þess efn- is, að hún tæki til athugunar nýjar aðferðir við að mæla möskvastærð, og að lögsókn gegn fiskimönnum yrði frestað þangað til leyst væri úr því vandamáli. Ennfremur bæna- skrár, er fiskimenn og netasalar skrifuðu undir þess efnis að fá endurbót á mælingu neta- möskva. Framvísuðu svo þessir fulltrúar Winnipegvatns fiski- manna þessum bænaskrám. — Fylgir hér mynd af nefndinni, er birtist þá í dagblöðunum, allir reyndir og gegnir fiskimenn, norðan úr Nýja-Islandi; sá sem heldur á málmplötunum er nú fallinn frá. Þótt mál þessara manna og Mr. Thorvaldsons næði ekki fram að ganga í svip- inn — fiskimenn voru lögsóttir, og mælingamálið er enn óleyst — þá hefir margt það, er þeir sögðu þá, komið fram í ræðum og skýrslum, sem nú hafa verið lagðar fyrir rannsóknarnefnd fiskimálanna, svo þeir börðust ekki til einskis. Annars er það eftirtektarvert, hve fáir fulltrú- ar fiskimanna eiga sæti í rann- sóknarnefndinni; þeir eru þó fjölmennasta stéttin, sem hlut á að máli. These Lake Winnipeg fishermen are pressing for a uniform disc system of fish net mesh measurement. They are, left to right, front row: S. Sigurdson, Arnes; L. Stevens, Gimli; and S. W. Sigurgeirson, Riverton, holding two of the proposed machine-tooled brass discs. Back row: K. Grahn, Hnausa, and G. Tomasson, Hecla. Tillögur um breyiingar varðandi fiskimáladeild f ylkissi j órnar innar Á fundi fiskimálanefndarinn- ar, sem haldinn var í Winnipeg 5. október minntist G. F. Jónas- son á, að vegna þess hve fiski- málin í Manitoba væri yfirgrips- mikil og fiskiútvegurinn þýð- ingarmikill, væri æskilegt að sú skrifstofudeild, sem nú fjallar um veiðidýra- og fiskimál væri skipt þannig, að sérstök deild með eigin forstjóra hefði ein- göngu umsjón með fiskimálun- um. Bað fórstjóri nefndarinnar, M. N. Hryhorczuk, M.L.A., Mr. Jónasson að koma með skrifaða tillögu þess efnis, undirritaða af hinum fiskifélögunum, þvi þannig hefði hún meira gildi. Framvísaði nú Mr. Jónasson bréfi, þar sem farið var fram á þessa breytingu, undirskrifuðu af forstjórum fiskifélaganna. Ennfremur framvísaði hann Öðru bréfi, einnig undirrituðu af fiskifélögunum, þar sem farið var fram á, að stjórnardeildirn- ar, Department of Mines and Natural Resources og Depart- ment of Labour, sem nýlega voru sameinaðar undir stjórn eins ráðherra, yrðu aftur að- skildar, þannig að Department of Mines and Natural Resources hefði sinn eigin ráðherra, er gæti gefið sig óskiptan að mál- um þeirrar stjórnardeildar. Var farið fram á það í báðum bréfunum, að fiskimálarann- sóknarnefndin leggði þessar til- lögur fyrir fylkisstjórnina og þingið. Munurinn á innkaups- og söluverði Forseti nefndarinnar hafði ennfremur æskt þess á síðasta fundi, að Mr. Jónasson gæfi skrifaða útskýringu á því hvers vegna það væri svo mikill mun- ur á verðinu, er fiskimaðurinn fengi fyrir fiskinn og verðinu, sem neytandinn borgar fyrir hann, og er greinargerð Mr. Jónassons þessi: Áður en þessum langa fundi lauk fól Mr. M. N. Hryhorczuk formönnum fiskimálaskrifstof- unnar, G. W. Malaher, S. Sigurd- son og B. Stefánsson, að kynna sér allar ræður og skýrslur, sem lagðar hafa verið fyrir rann- sóknarnefndina, en það mun verða um 1500 blaðsíðna vél- rituð bók, til þess að þeir verði reiðubúnir að svara spurningum á næsta fundi, sem haldinn verður á sama stað í desember- mánuði. — Allir fundir nefndar- innar eru opnir almenningi, og sagt verður frá dagsetningu fundarins í Lögbergi seinna, ef þess gefst kostur. Vorið var komið .Snjórinn hafði hörfað burtu af fjalls- hlíðunum, og sólin stráði geisl- um sínum yfir fólkið, sem var að vinna úti á túninu. Húsfreyja var ein inni að gegna búverkum. Allt í einu kemur dóttir hennar, 7 ára gömul, hlaupandi inn. Hún er rjóð í andliti og auð- sjáanlega mikið niðri fyrir: — „Mamma, mamma!“ segir hún, „það er kominn hingað góður gestur; hann heilsaði mér, eins og hinu fólkinu." Það var á- nægjulegt að sjá barnslegu gleð- ina, sem skein úr andliti litlu stúlkunnar yfir þessum mikla heiðri, er henni fannst sér hafa verið auðsýndur. Móðir hennar brosti. — Ef til vill hefir hún einnig hugsað, að það gæti alls ekki verið slæmur gestur, sem svo mjög hafði glatt barnið hennar. Þrjú ár eru liðin. Enn er kom- ið vor með sól. og fagurt veður, og nýgræðingurinn er þegar tek- inn að teygja upp grænan koll- inn. Maður sézt á gangi úti. Það er bóndi. Hann er á heimleið. Áður en hann hverfur inn, nem- ur hann þó skyndilega staðar og horfir inn eftir veginum fyrir norðan bæinn, eins og hann ætti Gjafir til Betel 30. NÓVEMBER 1953 Langruth Ladies Aid, Lang- ruth, Man., $20.00; Mrs. G. Gunn- laugson, White Rock, B.C., $5.00 í minningu um frænda sinn, B. Sturlaugsson, dáinn í Wynyard fyrir nokkrum árum; Mr. og Mrs. M. G. Gunnlaugson, White Rock, B.C., $5.00 1 minningu um vinkonu sína, Guðrúnu frá Grenivöllum í Árnesbygð (Mrs. H. Martin), dáin í Wynyard fyrir ári eða svo; Vidir Sewing Club, Víðir, Man., $25.00; Miss Bertha Jones, Los Angeles, Cal., $100.00; Lárus Nordal, Gimli, $5.00 og viðgerð upp á $5.00; Mrs. S. Hjartarson, Steep Rock, Man., $11.00; Ladies Aid First Luth- eran Church, Winnipeg, $69.45. Frá Glenboro, Man., bárust þesar gjafir: Grund Lutheran Ladies Aid $25.00; Mrs. J. K. Sigurdson $10.00; Mr. og Mrs. O. S. Arason $5.00; Mr. og Mrs. Stefán Johnson $5.00; Mr. og Mrs. Thor Goodman $5.00; Mr. og Mrs. B. S. Johnson $5.00; Mr. Fred Sigmar $5.00; Mr. og Mrs, S. Arason $5.00; Mr. og Mrs. Chris Helgason $3.00; Dr. og Mrs. R. E. Helgason $3.00; Mr. og Mrs. S. S. Johnson $3.00; Mr. og Mrs. R. C. Rowlings $2.00; Mr. og Mrs. J. W. Christopher- son $2.00; Mr. og Mrs. A. J. Oliver $2.00; Mr. og Mrs. R. J. Moore $2.00; Mr. og Mrs. Ben Anderson, Baldur, Man., $2.50. Jónas Björnson, Gimli, 60 pund af laxi (salmon). Árnes Lutheran Ladies Aid Box of pears. Central Bakery, Gimli, 7 doz Kringlur. S. M. Backman, Treasurer, Ste 40 Bessborough Apts. von á einhverjum þaðan. En inni 1 lokuðu herbergi situr lítil stúlka, á að gizka 10 ára gömul, með bók í höndum og keppist við að lesa. Hefði gest- urinn, sem kom að þessum sama bæ fyrir þrem árum síðan, séð hana, myndi hann eflaust hafa þekkt, að það var sama stúlkan, er hann hafði heilsað þar úti á túninu. En nú hefir hún allan hugann við lesturinn. Það er líka eðli- legt, því að í dag á að vera próf þar á staðnum. Litla stúlkan hugsar til þess prófs bæði með von og kvíða. Hún veit að vísu, að hún er ekki sem verst að sér, því að hún hefir verið iðin og kappsöm að læra og hefir gam- ari af náminu. Sérstaklega er það þó réttritunin, sem hún ann, þótt hún sé ung, enda er það bezta námsgreinin hennar. En litla stúlkan er afar feimin; hún hefir heldur aldrei verið prófuð fyrr. Hún er svo hrædd um, að hún muni tapa sér í við- urvist prófdómarans, sem hún hefir aldrei séð. En það er metn- aður í henni og hana langar til að standa sig sem bezt. — Vel getur þetta þó gengið allt sam- an vel. Vera má líka, að próf- dómarinn taki tillit til þess, er hann fer að meta kunnáttu hennar, hvað hún hefir verið feimin, því að sjálfsagt er hann ákaflega góður og mikill maður, og réttsýnn, úr því að hann er prófdómari. Þegar prófið er af- staðið, ætlar hún að fara út að leika sér, því að til þess hefir hún engan tíma gefið sér ennþá 1 dag. En hvað það verður gaman! Nú heyrðist hundgá mikil úti. Prófdómarinn er að koma. Hon- um er boðið til stofu og kallað er á börnin. Þar á prófið að fara fram. „Það er bezt að láta þau byrja á því að lesa,“ mælti próf- dómarinn. Rómur hans var kald- ur og strangur, og ósjálfrátt kippist litla stúlkan við og skelfist, er hún heyrir hann. Þegar börnin hafa lesið sína greina hvert, er byrjað að spyrja þau út úr náttúrufræði, landa- fræði, kristnum fræðum o. s. frv. Síðast eru þau látin gera ís- Framhald á bls. 8 DR. YELLOW 100 LBS. Paid to Fishermen $12.00 Paid to Packer 3.50 Lake Freight 2.00 Cartage from Boat 25 Depreciation on Boxes 1/3 cost .50 Repair to Boxes (2) 25 Cartage Boxes to Boat and Loading 30 Receiving, sorting and placing fish in cooler 50 $19.30 56% Recovery into Fillets. Cello Wrapped Singles Cost of Fillets $34.46 $34.46 Cost of Cutting 4.00 4.00 Cost of Wrapping 1.00 Cost of Cellophane 1.20 Cost of 5-lb. Cartons 1.50 15-lb. cartons 1.25 Cost of 50-lb. Masters .40 Cost of Freezing .90 3.25 6 Mo. Storage .98 .98 6 Mo. Financing 6% 1.39 1.39 Brokerage 5% on 51 2.55 5% on 47 2.35 Cost $48.38 110 lbs. $47.68 Cost 43.35 Selling Price U.S. 51.00 47.00 Less Exchange 2xh.% 1.27 1.17 $49.73 $45.83 MISJAFNIR GESTIR

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.