Lögberg - 03.12.1953, Page 6

Lögberg - 03.12.1953, Page 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 3. DESEMBER, 1953 „Hver segir, að hún hafi breytzt?" spurði hann. „Mér heíur stundum fundizt það nú í seinni tíð.“ „Hún er víst sami hö{uðvargurinn og hún hefur alltaf verið. Náttúrlega,mesta artarskinn þess utan.“ „Því talarðu svona um Þóru? Þú ert þó ekki reiður yfir þvi, að þér var ekki boðið? Svo ertu svo háðslegur í augunum. Hvað á þetta að þýða?“ spurði hún og horfði framan í hann og brosti svo barnslega undrandi. „Nei, ég er ekki reiður. Þótt hún hefði boðið mér, hefði ég ekki farið. Ég hef ekki verið tíður gestur í Hvammi nú í seinni tíð.“ „Ég bara skil þig ekki. Þú ert svo skrítinn. Ég ætla þá heldur að tala við pabba.“ Hún gekk fram gólfið og lagði höndina á öxlina á fóstra sínum. „Heyrðirðu, hvað ég var að segja, pabbi?“ „Onei, góða mín. Ég tók ekkert eftir því,“ sagði hann með hugann við skriftirnar. „Hún Þóra bað að heilsa þér.“ „Var hún hér? Átta við sextíu og fjóra — sjötíu og tveir.“ „Ósköp ertu utan við þig. Veiztu ekki, að við vorum að koma úr skírnarveizlu frá henni Þóru.“ Og svo las hún upp sömu afsökunarrununa og áður. Þó hafði Þóra ekki beðið hana fyrir neitt af því, heldur hefði það verið María, sem afsakaði framkomu mágkonu sinnar, svona við Önnu, sem fannst sjálfsagt að bæta svo heilsan við til þeirra feðganna og Borghildar. „Nú, já, það stendur nú kannske ekki á því hjá ykkur unga fólkinu að láta skíra,“ sagði Jakob og hló við. „Ekki eins lengi og hjá þér, góði minn,“ greip Jón fram í glettinn. „Við gerum okkur ekki ánægð með einn son, eins og þú og þínir forfeður, skal ég segja þér.“ „O, sei, sei,“ sagði herppstjórinn og dró strik fyrir neðan dæmið. Útkoman varð 101. Jafnvel það lítilfjörlegasta getur haft þó nokkra þýðingu, sé litið á það með sérkennilegum hjátrúar- augum. Þannig var litið á allt á Nautaflötum. Jakob benti Önnu brosandi á tölustafina einn núll einn. „Þarna er svarið, þetta er sonatalan, einn og aftur einn.“ Hún horfði á þá líka. „Já, en tvisvar einn eru þá tveir, og svo núllið.“ „Það er nú sama sem ekki neitt, bara eyða,“ sagði hann kíminn. „Líklega verður hann þessi stórhuga drengur þinn að sætta sig við einn son eins og við hinir.“ „Komdu hingað, góði minn,“ sagði Anna, „og sjáðu hvað hann pabbi er að reikna út.“ Hann kom og leit á tölustafina með litlum áhuga. Hann var líka sá eini á heimilinu, sem ekki trúði á bollalestur og allslags fyrirburði, þótt hann setti sig aldrei á móti foreldrum sínum, hvorki í því né öðru. Anna skýrði fyrir honum, hvað þetta ætti að merkja. „Þeir geta þá alveg eins sagt ellefu,“ sagði hann. Þá hló hreppstjórinn. „Ellefu? Það væri svo sem ekki hópur. Ég er hræddur um, að hún Anna litla yrði orðin flölleit og þunn á vagnana, þegar hún yrði búin að unga því öllu út.“ Anna vafði handleggjunum um háls honum og kyssti hann hlæjandi um allt andlitið, og sagði: „Þú ert sá skemmtilegasti og bezti pabbi, sem til er í veröld- inni. Það verður þá gaman að sjá þig, þegar þú ert orðinn afi að ellefu börnum. Ellegar hún mamma, sú verður nú ánægð, eða heldurðu það ekki?“ „Ojá, barnið gott,“ andvarpaði hann, eins og hann væri þreytt- ur af öllu þessu blíðlyndi fósturdóttur sinnar. „Mennirnir álýkta, en guð ræður.“ Það var víst ekki vanþörf að beina hugum þeirra ungu að alvarlegu umhugsunarefni, frá öllu þessu gjálfri og glensi, hugsaði sá biblíufróði maður og tók til skriftanna aftur. Mér finnst, að maður ætti að ráða því sjálfur, hvað mörg börn maður á,“ sagði sonurinn og brosti glettnislega. „Hann hefur víst nóg annað til að skipta sér af, sá ráðríki herra.“ „Ósköp er að heyra, hvað þú talar spjátrungslega, maður,“ sagði Jakob í umvöndunarróm. Þú ættir þó að hugsa um það, að: „Ef heimili vort og húsið með vor herrann blessar eigi.“ Þú veizt, að ég vil ekki heyra svona lagað. Það er í mínum eyrum hreint og beint guðlast." „Svona hugsar pabbi fallega," sagði Anna og leit ávítunar- augum á mann sinn. Hann anzaði engu, en gekk fram úr húsinu blístrandi. Jakob horfði á eftir honum þungbúinn og pappírs- arkirnar titruðu í höndum hans. Sonur hans óx alltaf meir og meir yfir höfuð honum. BASL ER BÚSKAPURINN Aldrei hafði Þóru getað dottið það í hug, hvað það var í raun og veru unaðslegt að vera móðir. Björn litli varð myndarlegur og hafði svo ótrúlega margt til að bera, að hún var alveg hissa. Hún sat oft með hann lengur en hún þurfti og horfði á hann og strauk fingrunum laust eftir litla nefinu, og hugsaði um það, hvort þessi fíngerða, hvíta húð myndi nokkru sinni verða mórauð af freknum, eða hún aðgætti vandlega, hvort nokkuð af rauðum lit væri á hárinu, þegar það fór að vaxa. Hún vissi, að þetta var hégómlegt, en svona var það nú samt, alveg eins og Jón hafði sagt, að hún óskaði þess, að drengurinn líktist föður sínum sem minnst, sízt hárið. Sigurður var minna hrifinn af drengnum. Þó efaðist hann ekki lengur um það, að hann væri sonur sinn. En honum fannst Þóra láta of mikið með hann. „Þú lætur allt vitið í þetta barn. Það er ekki svo mikið, að þú aðgætir skóna mína á kvöldin. Ég verða að fara í þá opna á morgnana,“ nöldraði hann stundum, þó að skórnir væru heilir. „Það væri ekki hentugt, að þú ættir eins mörg börn og mamma. Hún var ekki alltaf að þvo þeim og skipta á þeim eins og þú; þau þrifust fyrir það.“ Þá bjóst Magga við að allt færi í blossa, en það var öðru nær. Móðurástin hafði gert Þóru stilltari og hlýlegri í viðbúð, svo að hún svaraði brosandi: „Ég ætla mér heldur ekki að eiga nema þennan eina blessaðan dreng og leika mér að honum, hvað gamall og stór sem hann kann að verða.“ „Það er nú bara að ekki verði annað að gera en leika sér við hann,“ svaraði hann fýldur. Það fór líka svo, þegar útivinnan kom til, að annað varð til að gera. Þá byrjuðu erfiðleikarnir í annað sinn. Hún varð að skipta sér milli drengsins og útivinnunnar. Magga kvrataði og kveinaði yfir því, hvað drengurinn væri erfður. )rÞið eruð búnar að gera hann villtan í óþekkt með fjandans dekrinu og asnaskapnum,“ lagði Sigurður til málanna. Veðrið var kalt og sauðburðurinn gekk ekki eins vel og vant var. )rÞú verður að útvega einhverja manneskju í bæinn með Möggu,“ sagði Þóra við mann sinn einn morguninn, þegar Jói kom heim með tvö dauð lömb. „Þetta er engin mynd á þessu, hvernig þið hugsið um lambféð.“ „Getur nú ekki kerlingin hugsað um strákinn með grautar- pottinum, þegar hún getur eldað inni. Hún ætti að hafa fleiri kindafóðrin í kaup.“ Hann var skapvondur líka yfir lamba- missinum. „Það er víst engin von til þess. Ég býst við, að þú getir fengið einhverja systurina frá Hvoli, þær eru ekki svo fáar,“ svaraði hún. „Ef það getur ekki gengið, útvega ég einhverja manneskju héðan úr dalnum, hvernig sem þér líkar það.“ Hann fór út að Hvoli og kom aftur með Ingigerði. Hún tolldi í viku, hágrét á hverjum degi af óyndi, hvernig sem Þóra reyndi að búa við hana. Sigurður talaði aldrei við hana annað en ónot og aðfinnslur, svo Þóra skipaði honum að fara með hana aftur. Ingi- gerður fékk að ríða í söðlinum hennar Þóru og var vel kát, þegar hún kvaddi. Þóra stóð á hlaðinu ásamt Möggu gömlu og horfði á eftir þeim. „Basl er búskapur. Skyldi þá vinnustúlkuhaldið ætla að ganga svona fyrir mér?“ sagði hún hugsandi. Það var einmitt þessi stelpa, sem hún hafði ásett sér að reyna að gera manneskju úr, en það var víst ekki hennar meðfæri. „Og því er nú ver,“ vældi Magga. „Hann verður aldrei vinnu- fólkssæll, bæði vinnuharður og óþýður í viðbúð. Mér finnst hann hefði getað verið svolítið skárri við krakkagreyið; hann var þó eina manneskjan, sem hún þekkti.“ Sigurður kom aftur með Kristínu, hún var á fermingaraldri. Hún var mikið auðsveipnari, en hafði þó óyndi. Þóra reyndi það, sem hún gat, til að gera henni lífið þægilegt, svo það bærist ekki út, að hún færi líka. „Þú elur upp í henni bölvaða duttlunga með þessu dekri,“ sagði Sigurður. „Það er orðið svo margt af þessu krakkarusli þarna á Hvoli, að það hefur ekkert að gera. Svo verður það vitlaust, ef það á eitthvað að vinna.“ „Það var líka það, sem ég sagði þér fyrsta daginn, sem við vorum saman, að það tefði bara hvað fyrir öðru,“ sagði Þóra. í sláttarbyrjun kom María. Hún ætlaði að vera kaupakona allan sláttinn. Ármann var farinn til Ameríku, en Sigurður tók annan Strandabúa í þrjár vikur á túnið. Nú lék allt í lyndi, eins og vant var, þegar María var á heimilinu. Tíðin var hagstæð og taðan nýttist vel. Þóra bar drenginn út á túnið og lét hann sofa undir sætum og föngum, þegar mikið var að þurrka. Þá lá vel á Sigurði. Honum fannst ekkert ganga, ef hún var ekki úti. Eftir þrjár vikur fór kaupamaðurinn. María fór líka heim til sín. Þóru undraði, hvað hún hafði mikið meðferðis af fötum, en kunni ekki við að tala um það við hana, svo kaupamaðurinn heyrði. Hún var líka óvenju dauf, þegar hún kvaddi. Jói fór með þeim. Hann átti að koma með hestinn til baka, sem kaupamaðurinn sat á. Um kvöldið kom hann með báða hesta lausa. „Hvað á nú þetta að þýða?“ spurði Þóra mann sinn. „Er eitthvað að Maríu?“ „Ekki býst ég við því,“ svaraði hann ólundarlega. „En það er nú svona. Þó ég sé búinn að þræla fyrir þessum systkinum mínum nokkuð lengi, þá þykjast þau of góð til að virma hjá mér nema fyrir okurkaup. Ég er þá ekki svo lítillátur að knékrjúpa fyrir þeim. Þau mega eiga sig. Það kemst vonandi einhvern veginn af hjá okkur, þó hún sé ekki.“ „Þú hefur sjálfsagt ekki þurft að vinna fyrir Maríu, sem er næstum jafn gömul þér,“ svaraði hún snúðugt. „Þetta gengur sennilega bærilega. Ég get borið drenginn ofan á engjarnar; hann er alltaf svo rólegur úti,“ sagði hann hlýlegri. „Hvaða svo sem vinnubrögð heldurðu, að það verði, maður?“ „O, við sjáum til,“ sagði hann og gekk í burtu. Vildi auð- sjáanlega ekki ræða þetta meira. Jói sagði Þóru, að þau hefðu jagazt út af kaupinu, systkinin. Hún hefði viljað fá níu krónur á viku (það hafði séra Benedikt boðið henni). En hann hefði sagt, að sjö væri nægilega nóg handa henni. Ef hún vildi ekki vinna hjá sér fyrir það, mætti hún fara, sér væri þá engin þægð í henni. Gamli bölvaður sýtingurinn við þetta fólk sitt, hugsaði Þóra. Sigurður var fjarska viljugur að bera drenginn ofan á engj- arnar fyrri part dagsins, því þá hafði Magga svo mikið að gera í bænum, en Þóra varð að raka, ef nokkuð átti að ganga. En þá vildi svo óheppilega til, að einn daginn kólnaði í veðri og drengurinn fékk kvef og gat ekki sofið fyrir hósta um nóttina. Daginn eftir fór Þóra ekkert út fyrir dyr; hann var óvær og hafði mikinn hita. Þá var þungur svipur á húsbóndanum, en hann talaði ekkert, því sökin var hjá honum sjálfum. Jóa vantaði líka af ánum um kvöldið; ekki bætti það úr. Hann fór fram að Nautaflötum og kom með ærnar og meðalaglas frá Lísibetu handa drengnum. „Þú hefur þó líklega ekki farið að segja henni, að við höfum farið með drenginn á engjarnar," sagði Þóra. „Hún spurði mig bara, hvort hann væri frískur, og ég sagði henni, að hann hefði hósta,“ svaraði hann, en hugsaði um það með talsverðu samvizkubiti, hvað hann hefði látið Siggu gömlu veiða mikið upp úr sér úti hjá skemmu. Það var annað en gaman að sjá við þeirri kerlingu. Hún hafði meira að segja fengið að heyra um missættina milli Maríu og Sigurðar. En það færi nú víst enginn að færa Þóru það. „Hverjum fjandanum ætlarðu að fara að sulla í barnið?“ spurði Sigurður, þegar hann sá Þóru fara að telja í skeiðina um kvöldið. „Það eru bara dropar, sem hún Lísibet sendi henni,“ gall í Möggu. „Það er líklega óhætt að gefa honum það, sem hún tiltekur.“ „Þurftirðu nú að fara að senda til hennar, þó krakkinn yrði lasinn? En sú óstilling." Þóra svaraði engu. Drengurinn svaf vel um nóttina og hresst- ist svo, að Þóra gat verið úti seinni partinn. Samt var talsverð ljá. Loksins fór hann að-raka með henni. Það var komið laugardagskvöld. Þóru hafði fundizt vikan hræðilega löng og erfið. Drengurinn var órólegur ennþá; hún varð að vera inni fyrri hluta dagsins. Allt að einu varð maður hennar úrillur yfir að þurfa að raka með henni, þegar hún kom út. Hún kepptist við að raka niður við ána, rétt fyrir hættutíma, þegar hópur af ríðandi fólki kom framan eyrarnar. Hvað skyldi standa til? Sjálfsagt ball einhvers staðar. Gestirnir heilsuðu, þegar þeir komu í kallfæri. Það var vinnufólkið á Nautaflötum og Selssystkinin. Þóra spurði, hvað væri um að vera. Tommi varð fyrir svörum. Það átti að halda ball á Hrafnsstöðum. Svo kvaddi það og fór, en hún rakaði í ákafa. Einu sinni hafð hún fylgzt með á svona ferðalagi. En það var víst langt síðan. Æskan hafði verið stutt og sólrík. Fullorðinsárin yrðu því lengri og líklega skugga- rík. En hvar var nú aðaldansmaðurinn, Jón Jakobsson? Ætlaði hann að sitja heima hjá konunni, vegna þess að hún var allt of gildvaxin til að geta dansað? Hvað skyldi hann lúta lágt fyrir duttlungum hennar. Nú var orðið langt síðan hún hafði séð hann, og hún ætlaði að reyna að verða ekki á vegi hans fyrst um sinn. Samt. var hún nú farin að mýkjast í skapi yfir því, sem þeim fór síðast á milli .Hún hafði hagað sér eins og óhemja eins og svo oft áður. Stundum, þegar hún lá hálfvakandi í næturkyrrðinni með barn sitt í faðmi sér og móður- og æskuástin deildu um hjarta hennar, hugsaði hún sér, að hann væri dáinn. Hún hafði horft á eftir stóru kistunni hans ofan í gröfina og heyrt tóma- hljóðið koma undan moldarrekunum. Þá hafði hún kvatt hann í síðasta sinn í huganum og þakkað honum fyrir allt gott og elsku- legt eins og á hlaðinu í Hvammi forðum. Eða þá að hann hefði horfið ofan í öldurnar einn ofboðslegan illviðrisdag, eins og kær- astinn hennar Sigþrúðar á Hjalla, og endurminningarnar um hann yrðu bráðum eins og bjartur geisli einhvers staðar langt úti í geimnum. Nú gæti Björn litli átt alla ást hennar óskipta. En næsta dag sá hún hann kannske þeysa á Fálka út eyrarnar eða hilla undir hann frammi á engjunum við heyvinnuna. Þá hló hún að myndinni, sem nóttin hafði framkallað í huga hennar, svo fjarstæð var hún. Enginn maður var ólíklegri því að verða her- fang dauðans en hann, sem naut lífsins í fyllsta máta, stálhraustur, sæll og glaður. Minningu hans gæti hún hvorki drekkt né grafið. Hún kunni ekki við að spyrja Viggu eftir neinu, sem gerðist á Nautaflötum, þegar hún var að koma út eftir, en hlustir hennar þráðu að heyra nafn hans nefnt og endurminningu á einhverju skemmtilegu, sem hann hefði sagt og gert. Eftir barninu hans var henni frjálst að spyrja. Hann var þekkur og elskulegur drengur, sem öllum þótti svo fjarska vænt um, og hana langaði ákaflega mikið til að sjá hann. Jódynur í annað sinn. Hún leit við. Það var hann Þórður í Seli. Hún færði sig ofar í slægjuna, án þess hún þyrfti þess. Þórður stýrði hestinum út af veginum og þeir komu í áttina til hennar. „Mér fannst það vera brot á æskulögunum að ríða fram hjá, án þess að heilsa þér,“ sagði Þórður, þegar þeir höfðu heilsað. „Þau eru nú víst farin að verða hálf brothætt,“ svaraði Þóra og brosti. „Það er kvenfólkið, sem alltaf er að brjóta,“ gegndi Jón fram í með sinni vanalegu glettni. Þóra sneri sér til hans og sagði þurrlega: „Ætli ykkur verði það ekki á líka að brjóta, svona öðru hvoru?“ „Nei, ónei,“ sagði hann hlæjandi. Hún hélt áfram í sama tón: „Ég hélt, að þú ætlaðir að sitja heima til að geðjast konunni.“ „Hún fór ekki fram á það. Slíkt gera ekki nema saman- saumaðar búksorgarsálir, sem ekkert sjá annað en þrældóm og peninga, að banna fólki að skemmta sér. En Anna elskar hvorugt," svaraði hann. „Minnsta kosti ekki það fyrrnefnda," sagði Þóra. Hún var orðin kafrjóð undir ræðu hans. „En sjálfsagt hefur hún ekkert á móti peningum, nema það sé af því, að hún þekkir -ekki vöntun þeirra,“ bætti hún við. Þórður horfði á þau glottandi. „Eiginlega tók ég ekki þennan krók á mig til þess að þið fengjuð tækifæri til að fara að jagast. Mér datt ekki í hug, að þið ættuð í erjum ennþá, svona fullorðin og harðgift." „Það er alltaf Þóru að kenna. Hún getur aldrei séð önnu í friði, sífellt að hnjóða í hana,“ svaraði Jón gramur. „Því trúi ég ekki á Þóru,“ sagði Þórður. „Hver átti sneiðina, sem þú skarst áðan?“ spurði Þóra æst. „Það mátti hver taka hana, sem vildi,“ sagði Jón og hló háðslega. Þórður rétti Þóru höndina. „Vertu blessuð, Þóra mín,“ sagði hann og þrýsti hlýlega hendi hennar. Hann þóttist sjá, að bið yrði ekki til batnaðar. „Þú hefðir gert réttast í því að söðla Mósa og koma með okkur,“ bætti hann við um leið og hann reið í burtu. Jón fór ekki strax. „Það er erfitt fyrir þig að vera svona ein,“ sagði hann með uppgerðar meðaumkun. „Þær tolla hálf illa hjá þér mágkonurrrar.“ „Það er líklega bezt fyrir þig að hugsa ekkert um það,“ hreytti hún til hans og fór að raka. Þá lyfti hann hattinum í kveðjuskyni og reið í burtu.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.