Lögberg - 01.04.1954, Side 2

Lögberg - 01.04.1954, Side 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. APRÍL 1954 Deilumálin í Noregi um leikrit Ibsens—„BRAND" í grein þessari ræðir Rolf Thesen þá gagnrýni, sem leikrii Ibsens, „Brandur", hlaul af hálfu margra merk- uslu samtíðar riihöfunda og gagnrýnenda í Noregi. Um fá skáldverk hefir staðið jafn mikill styrr og leikritið „Brand“ eftir Ibsen. Það er í rauninni ekki einkennilegt. — Þessi harmleikur svo óljós og imargræður, að hann má túlka á marga vegu. Afstaða Ibsens til þeirra persóna, er hann skapaði, var oft tvöföld, og það lítur meira að segja helzt út fyrir, að hann hafi skipt um skoðun á Brandi, bæði á meðan hann vann að skáldverkinu og eftir að það kom út. Björnson líiið hrifinn af „Brandi" Þegar, hálfum manuði eftir að „Brandur“ kom út í bókarformi, reit Björnsson í bréfi, dagsettu 30. marz 1866, að harmleikur þessi væri ekki annað en „abstrakt“ tilraun. „Allur þessi hávaði og öskur gera hann ekki hótinu lífrænni . . . Við reynum af öllum mætti að veita viðnám öllu þessu öngþveiti, öllu þessu óhlutræna, sem ætlar að eyði- leggja mannfólkið. Ég hata þessa bók! Ég þoli ekki þá lausn, sem þar er boðuð!“ Og það er auð- skilið, að Björnsson skyldi bregðast þannig við, — hann hataði allt, sem „var meira en mátturinn stóð til“. Vinje glolti í Kamp . . . Nokkrum dögum síðar birtist hin glenskennda grein Vinjes í „Dölen“. Hann gat ekki tekið harmleikinn að öllu leyti alvar- lega. Hann hefir lesið hann eins og hvert annað „grín“. Já, hann fullyrðir meira að segja, að ef þar væri um alvöru að ræða, þá væri það bókstaflega glæpsam- legt! — Seinna skrifar hann aðra grein „Brandarskáldskap“, og gerir gys að. Hann kveður það aðeins vera óþroskaða unglinga, sem gangi í sveit með Brandi, — það sé eins og hver önnur herskylda. Með aldrinum komist fólk að raun um, að eðli mannsins sé ekki eins djöfullegt og þessir Brandarfylgjendur ímyndi sér, og þá gangi fólk úr fylkingunni. Og þeir Jonas Lie og Garborg Það var eitthvað í lífsskoðun Vinjes — eins og Björnsson — sem gerði uppreisn gegn Brandi og boðskap hans. Þeir voru báð- ir hófsmenn og andvígir öfgum, — vildu líta málin af sanngirni. Þar áttu þeir óafvitandi samleið. Jonas Lie var Brandi einnig andvígur. Fimm árum eftir að leikritið kom út, lét hann svo ummælt í bréfi, að „Brandur væri meistaralega samið skáid- verk“ — það áleit Vinje einnig, — „en óheilbrigt, tilgerðarlegt og ofhugsað“. Hann kveðst vilja hneigja sig sjö sinnum fyrir því bezta í „Brandi“, — „en sjötíu sinnum sjö sinnum fyrir „Pétri Gaut“, sem hann telur heilbrigt og heilsteypt skáldverk. Enn síðar kom röðin að Arne Garborg að veitast að „Brandi“. Það gerði hann í nokkrum blaðagreinum, sem birtpst árið 1876, og voru fyrst og fremst árás á „Pétur Gaut“, — en um leið einnig á „Brand“. Hann var Ibsen sammála um það, að þjóðarviljinn væri bugaður og beygður, og nauðsyn bæri til að stæla hann. En hann trúði ekki á það, að minsta kosti ekki þá, — að Ibsen væri maðurinn til þess. Um Brand sjálfan segir hann: — „Hinn raunverulegi viljastyrkur birtist ekki á þann hátt. Einkenni hans er að takast eitthvað á hendur og bera það fram til sigurs. Vilji Brandar birtist aðeins í taumlausri, skáldrænni sveimhugsun, sem aldrei nær neinum árangri. Enda lýkur örlögum hans í óhlutkenndri níðaþoku“. — Já, Garborg álítur, að maður megi vera fógetanum og prófastinum þakklátur fyrir það, að þeir binda enda á þessa þokukross- ferð, áður en það er um seinan. Þessir skrattar . . . En, — það er ekki svo auð- velt fyrir menn að túlka skáld- verk, jafnvel ekki þótt skáld séu. Sjálfum höfundinum getur meira að segja veitzt það örugt viðfangs. Það er bersýnilegt af öllu, að Ibsen vildi, þegar hann byrjaði á þessu skáldverki, ger- ast þjóð sinni bæði refsari og spámaður, vegna þess hve lúa- lega hún hafði komið fram við Dani árið 1884. Og síðan hefir þessu verið haldið að mönnum 1 skóla, meira en góðu hófi gegnir. Ibsen var líka svo óvarkár, að láta sér um munn fara, að hann væri sjálfur „Brandur“, þegar hann væri beztur. En nú ætla ég að leyfa mér að minna á nokkur orð, sem Ibsen reit einu sinni, og sem veita okkur nokkra innsýn varðandi ritstörf hans. „Oft valda þersón- ur mínar mér undrun, er þær taka upp á því að segja eða gera eitthvað, sem ég sízt hefði af þeim vænzt, — já, þær geta stundum átt það til að hafa enda skipti á öllu fyrir mér, þessir skrattar!“ — Þessi orð eru nota- drjúg til skilnings, varðandi mannlýsingar Ibsens. Það verð- ur ekki dregið í vafa, að hann SAVE Best for Less Davenport and Chaír, $82.50 Chesterfleld and Chalr. $149.50 Hostess Chalr .$16.50 T.V. Chalrs ...$24.50 Chesterfleld and Chalr. recovered, from $89.50 up. HI-GRADE UPHOLSTERING AND DRAPERY SERVICE 625 Sargent Ave. Phone 3-0365 gerist Brandi andvígur, þegar líður að leikslokum. örlög Brandar verða ekki harmræn fyrst og fremst fyrir þá sök, að hann bíður ósigur. Nei, — þau verða harmræn vegna þess, að hann skortir allt kærleiksþel til meðbræðra sinna. í mjög athyglisverðri grein um Ibsen og Nietche, hefir A. H. Winsnes prófessor sagt fróð- lega setningu um álit Ibsens á samferðamönnum sínum. „Ibsen telur, að yfirráðalöngun manna sé sjaldnast heilbrigt fyrirbæri, heldur sé það algengast með vonsviknum og sjúkum mönn- um, eða þeim, sem ratað hafa í einhverja ógæfu“. Sem dæmi um þetta nefnir Winsnes pró- íessor John Gabríel Borhmann. í allri sjálfselsku sinni og valdastreitu, er maður þessi ó- hamingjusamur, helkuldi- vetr- arins ræður ríkjum í umhverfi hans. Sama mælikvarða má einnig leggja á Brand, sem Ibsen lætur að síðustu hafna í sama helkuldanum. í grein, sem Kohl prófessor ritar um „Konungsefnin“, er bent á, hve athyglisvert það sé í fyrsta þætti, þegar Hákon er að ganga á vald eigingirninni og valdaþránni, — að þá verður kallt umhveerfis hann. En hann snýr við ,áður en það er um seinan. — Ibsen lætur hann snúa við. Brandur skilur það hins vegar ekki fyrr en um seinan. í hverju honum er áfátt. Honum verður ekki bjargað. Fyrsí og framsi lisiamaður Af þessu er ljóst, að því fer fjarri ,að Ibsen hylli þá, er berj- ast til valda af blindri sjálfs- elsku. Þvert á móti. Hann sýnir fram á, hverjar afleiðingar slík valdabarátta hefur og það, að gera kröfur um of. Hann er fyrst og fremst skapandi listamaður, ekki trúboði. Þess vegna verður hinn skapandi listamaður boð- uninni yfirsterkari. Hann virðir fyrr sér persónur sínar, er þær taka að lifa sínu eigin lífi. Hve litla áherzlu Ibsen leggur á boðskapinn í „Brandi“, þegar hann hafði lokið því skáldverki, kemur í ljós í bréfi, er hann reit nokkrum árum síðar, 1878: „Brandur er listræn sköpun, og ekkert annað. Mér kemur ekki nokkurn skapaðan hlut við, hvað hann kann að hafa lagt í rúst eða reist.“ En Ibsen var uppi á þeim tíma, þegar þess var krafizt af rithöfundum, að þeir flyttu ein- hvern boðskap. Og ástundum er ekki laust við, að Ibsen virð- ist hafa samvizkubit af því, að hann sé fyrst og fremst hinn skapandi listamaður. Einkum þegar hann fer í mannjöfnuð við Björnsson. Að skoða hluiina gegn um greip sína . . . Einmitt þegar hann var að vinna að „Brandi“, árið 1865, segir hann svo í bréfi til Björns- son: „Þú hefur aldrei verið að berjast við það fagurfræðilega, þú hefur aldrei skoðað hlutina gegn um greip þína.“ Með orð- inu „fagurfræðilegur“ kveðst hann eiga við „list, sem sé ein- göngu fyrir listina, og sem fyrst og fremst gerir kröfur til sjálfr- ar sín.“ Við getum líka ráðið það af kvæðum hans, að listin og lífið verður honum sú gáta, sem hann er stöðugt að glíma við. Já, meira að segja fjallar síðasti | sjónleikur hans „Þegar við ,hin- | ir dauðu, vöknum“ um þessa jalvarlegu gátu. Finnskur gagnrýnandi, Erik Kihlman, segir í bók sinni um skáldverg Ibsen, að hið listræna sköpunarstarf hafi verið honum hið raunverulega líf. Já ekki það? Mér finnst, að við megum vera honum þakklátir fyrir það, að hann sóaði ekki tíma sínum í setur í nefndafundum, eða fyr- irlestraferðir, um málefni, sem hann bar ekkert skynbragð á. Hanrt var fyrst og fermst skap- andi listamaður .En með list sinni afhjúpaði hann ýmislegt í manns sálinni og þjóðfélaginu, svo að við skildum hvort tveggja betur. Hann getur því hvílt í gröf sinni með'góðri samvizku. — ALÞBL. 18. febr. Ung íslenzk leikkona vekur athygli í Svíþjóð í Sænsku blaði er þess nýlega getið að ung íslenzk leikkona, Ragnhildur Steingrímsdóttir frá Akureyri hafi fengið námsstyrk frá félaginu Svíþjóð — ísland, að upphæð, 1.000 kr. sænskar. Er í greininni farið lofsamlegum orðum um leikhæfileika Ragn- hildar og námshæfni hennar. Hið sænska blað birtir tví- dálka mynd af Ragnhildi og hin- um kunna sænska leikkennara, Manja Benkov, en Ragnhildur stundar nám hjá henni í leik- stjórn og framsagnarlist. Mun hún einnig kynna sér leikstarf við ríkisleikhúsin í Gautaborg, Neskaupstaður—25 éra afmæli Eftir JÓN SIGFÚSSON Plinn 2. janúar 1929 var fyrsta bæjarstjórn kosin hér í Neskaup stað. Hinn 2. jan. 1954 er því 25 ára afmæli kaupstaðarins sem sjálfstæðs sveitarfélags. Sú barátta, sem háð var til þess að ná þessum áfanga í þró- un bæjarins hafði staðið í nokk- ur ár og mátti segja að bæjar- búar stæðu óskiptir að þeirri sókn, sem var nokkuð erfið bæði vegna þungrar mótspyrnu í fyrstu innan sýslunefndar S.- Múlasýslu og þegar málið var lagt fyrir Alþingi mætti það ein- nig nokkru andófi. Á þessari „afmælanna öld“ virðist rík ástæða til þess að minnast þessa afmælis með nokkrum orðum og þá rifja upp örfá atriði úr sögu bæjarins og það því fremur, sem réttum hlut aðeigendum hefir ekki þótt taka því að minnast þessara tíma- móta í sögu bæjarins á nokkurn hátt. Ekki einu sinni með stuttri útvarpsfrétt. Það sem þyngst var á metun- um til framdráttar kaupstaðar- rétindunum var: í fyrsta lagi: Blómleg útgerð og ör vöxtur bæjarins frá 1905. I öðru lagi: Miklar siglingar og verzlun við erlend skip og mikill atvinnu- rekstur og framkvæmdir í sam- bandi við þá verzlun. Maður, sem holt er að kynnost Forstjórinn við bankaútibú yðar er maður, sem holt er að kynnast; hann er þaukunnugur öllum aðstæðum í bygðarlagi yðar og hann getur veitt yður mikilvægar leiðbeiningar varðandi fjárhagsmál. Hikið eigi að hitta hann að máli nær, sem vera vill. Viðskipti yðar eru kærkomin! THE ROYAL BANK OF CANADA Hvert útibú nýtur trygginga allra eigna bankans, sem nema yfir $2,675,000,000. Sérstakt hreppsfélag 1913 Norðfjörður hafði verið sér- stakt hreppsfélag frá 1913. Nes- hreppur. Sumum andstæðingum bæjarréttindanna sem í fjarlægð voru, fannst það óþarfi að smá- kauptún á útkjálka landsins, er ekki hafði verið sérstakt hrepps- félag nema rúman áratug fengi kaupstaðarréttindi. Jónas Guð- mundsson, er var oddviti hrepp- sins hafði mest forgöngu um að koma málinu á rekspöl hér heima fyrir. En þrátt fyrir þessi andmæli og ýmis önnur tókst Ingvari Pálmasyni, er flutti mál- ið á Alþingi tiltölulega fljótt að vinna bæjarréttindamálinu nægi legt fylgi á Alþingi og voru lög um kaupstaðarréttindi Neskaup stað til handa, útgefin hinn 7. maí, 1928. Fyrstu bæjarstjórnar- kosningarnar Hinn 2. jan. 1929 fóru fyrstu bæjarstjórnarkosningar fram.— Kvöldið áður hafði fengnum bæjarréttindum verið fagnað með mjög fjölmennri samkomu og flugeldasýningu ,er fór hið bezta fram. Kosning sú er nú fór fram gilti aðeins til eins árs, þar sem almennar bæjarstjórnarkosning- ar um allt land áttu að fara fram í jan. 1930. Kosningafyrirkomu- lagið var hið sama og enn tíðk- ast, þ. e. hlutfallskosningar eftir listum. Sýslumaðurinn í S. Múla sýslu, er þá var Magnús Gísla- son, stjórnaði kosningunni. Kosningu hlutu: Af A-lista, er fékk 193 atkvæði, Jónas Guð- mundsson, Þorvaldur Sigurðs- son, Guðjón Hjörleifsson og Stefán Guðmundsson, Laufási. Af B-lista er fékk 93 atkvæði, Páll G. Þormar og Jón Sveins- son, Eyri. Af C-lista ,er fékk 54 atkvæði, Ingvar Pálmason. Af D-lista, er fékk 49 atkvæði, Gísli Kristjánsson. Á kjörskrá voru 445, þar af kusu 389. Ekki voru að þessu sinni kosn- ir nema 8 bæjarfulltrúar. Odd- viti eða forseti bæjarstjórnar var þá samkvæmt lögunum bæj- arstjóri ,en í þá stöðu hafði þá verið skipaður Kristinn Ólafs- son, er um nokkurt skeið hafði verið fulltrúi bæjarfógetans í Reykjavík og síðustu árin bæjar stjóri í Vestmannaeyjum. Þessi skipan hélst þar til 1937, að bæjarfógetaembættið var alger- lega aðskilið frá störfum í þágu bæjarins og tala bæjarfulltrúa ákveðin 9 og var sú tala bæjar- fulltrúa kjörin í fyrsta skipti 1938. Eyþór Þórðarson varð bæj- arstjóri eftir Kristinn Ólafsson, hinn fyrsti er kjörinn var af bæj arstjórn. Dugandi og framsækið fólk Þegar lítið er yfir tímabílið alla leið frá 1913 er kaupstaður- inn varð sérstakur hreppur virð- ist svo sem Norðfirðingar hafi gert sér far um að fylgjast með þeirri framþróun er átti sér stað í þjóðfélaginu bæði í atvinnulíf- inu og félagslegum framkvæmd- um. Má í því sambandi nefna að þegar Eimskipafélag Islands hóf siglingar hér við land var talið að traustasta og vandaðasta bryggjan er skip félagsins fengu afgreiðslu við hér á landi væri á Norðfirði. Barnaskólahús það er reist var hér á Norðfirði 1911 var svo vandað að það heldur sínu fulla gildi en þann dag í dag. Mun mega segja að hér hafi jafnan verið dugandi og framsækið fólk Dugandi og happasælir sjó- menn, ótrauðir og stórhuga út- gerðarmenn settu svip á bæinn þar til eftir styrjöldina 1945. En úr því fór mjög að halla undan fæti og hefur því valdið bæði aflabrestur og það, hem nefna mætti „Nýsköpunarvinna,“ svo og stórlega breytt viðhorf al- mennings hér til útgerðarvinnu. Félagsleg samtök til eflingar atvinnulífinu stóðu með blóma Félagsleg samtök til eflingar atvinnulífinu má segja að staðið hafi með blóma þar til hin síð- ustu ár að þeirra gætir lítið. íshúsfélagið er stofnað var 1922 er hætt störfum og Sam- vinnufélag útgerðarmanna virð- ist vera að lognast út af. En bæði þessi félög láta eftir sig merkar og gagnlegar fram- kvæmdir. I stað þessa hvorutveggja, dug andi sjómanna og ötulla og þrautseigra últgerðarmanna og 1 i f a n d i starfsemi fyrirtækja þeirra hefir komið bæjarútgerð tveggja togara. Hefir útgerð þeirra ekki gefið þá raun, sem vonast var eftir og engar fram- kvæmdir sýnilegar, til stuðnings þessum útveg, lætur fyrirtækið eftir sig liggja enn sem komð er. Félagslegar framkvæmdir af bæjarins hálfu og opinberra að- íla hafa ávalt verið nokkrar ein- kum fyrstu árin eftir að bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Þá var Framhald á bls. 3 Málmey, Helsingborg og Nor- köping. Sænska blaðið rekur að nokkru leikferil Ragnhildar, en hún er Akureyringum að góðu kunn úr „Grænu lyftunni,“ og Reykvík- ingum m. a. úr hlutverki Jó- hönnu úr „Ævintýri á gönguför“ og Colette í „Vesalingunum.“ Blaðið segir að Ragnhildur hafi farið til Svíþjóðar vegna styrks er hún fékk frá félaginu Svíþjóð — ísland. Hefur hún stundað nám þar um tveggja mánaða skeið fyrir þennan styi’k og fékk nú ,eins og fyrr segir framhaldsstyrk vegna þess hve efnileg hún þykir. í Svíþjóð kynnir hún sér einn- ig kvikmyndaleik. Hefur hún m- a. fylgst með undirbúningsstarfi Nordisk Tonefilm, sem á sumri komanda hyggst kvikmynda „Sölku Völku“ á íslandi. „E. t. v. sjáum við Ragnhildi aftur í hlut- verki í þeirri kvikmynd,“ segir sænska blaðið að lokum. — MBL. 24. febr. Stærsta frystivélin sem smíðuð er hér á landi tekin í notkun á Akranesi „Héðinn" brýtur blað í sögu vélasmíði hér á landi I dag kl. 15 fór fram hér á Akranesi merkileg athöfn, sem markar einkum tímamót í iðn- aði íslendinga á sviði vélasmíði og einnig fiskiðnaðar. I frysti- húsinu Heimaskaga h. f. afhenti forstjóri Vélsmiðjunnar Héðinn, Sveinn Guðmundsson, frystihús inu stærstu frystivélina, sem smíðuð hefur verið hér á fslandi- Unnið hefur verið að smíði og uppsetningu frystivélarinnar um hálfs annars árs skeið og kvað Sveinn Guðmundsson, að stuðzt hefði verið við reynslu vélsmiðjunnar í þessum efnum- Hann upplýsti og að langt væri komið smíði annarrar vélar af sömu gerð fyrir fsfélagið í Vest- mannaeyjum. Framleiðslugeta frystivélar- innar eru 150 þús. hitaeiningar. í frystihúsi Heimaskaga eru fyr- ir tvær frystivélar og framleiðir hver þeirra um 100 þús. hitaein- ingar. Forstjórar Heimaskaga, Júlíus Þórðarson og Jón Árnason tóku til máls fyrir hönd fyrirtækisins og létu í ljósi mikla trú á að þessi vél frá Héðni myndi vera sambærileg erlendum vélum. sem frystihúsin hefðu nú. — Viðstaddir afhendinguna voru sumir þeirra, sem að uppsetn- ingu og smíði vélarinnar unnu- Eins árs ábyrgð er á frystivél- inni. — Að loknum hádegisverði, er snæddur var að Hótel Akra- nesi var gestum boðið að skoða vélina. — MBL. 24. febr. Kaupið Lögberg Víðlesnasta íslenzka blaðið Bezta munntóbak heimsins

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.