Lögberg - 08.04.1954, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 8. APRÍL 1954
Vigfús Guðmundsson:
Ferðabréf fré London
Kæru vinir og kunningjar:
Síðan ég fór lengstu ferð mína
út um heiminn og skrifaði þá
nokkur kunningja- og ferðabréf
til ykkar, er Tíminn flutti, hefir
fjöldi velunnara minna beðið
mig að skrifa sér, eða í gegnum
dagblað, pistla utan úr löndum,
ef ég færi þangað aftur. Og nú
seinast var aðalritstjóri Tímans
á bryggjunni í Reykjavík, er ég
fór þaðan, þeirra erinda, að biðja
mig að skrifa í blað sitt úr ferða-
laginu.
Þar sem þetta virðist vera ósk
allmargra góðvina minna heima,
þá er máske rétt að gera örlitla
tilraun strax, þótt lítið sé bréfs-
efnið, eins og oft var sagt í upp-
hafi sendibréfa í gamla daga.
Það var hið prýðilegasta að
vagga á öldunum til Skotlands í
hinu góða skipi Gullfossi, alinn
þar á hinum beztu krásum,
meistaralega matreiddum.
Farþegar voru fremur fájir.
Þar var þó Bjarni Benediktsson
ráðherra með frú sína, Haraldur
Á. Sigurðsson, leikari, Borgþór
Björnsson forstjóri Samvinnu-
byggingafélaganna, Guðmundur
Sigurgeirsson arkitekt með sína
frú, og ýmsir fleiri góðir menn.
Flestir voru að fara til Hafnar
eins og löngum er siður Islend-
inga, en einstaka fóru af í Leith
og áfram hingað suður.
Alltaf finnst mér sérstök nota-
leg kennd í því, að við íslending-
arnir skulum eiga okkar eigin
skip til að sigla á út í heiminn.
Minnist ég fárra meira hrífandi
átaka á lífsleiðinni, en þegar ég
var á æskuskeiði og farið var að
bindast samtökum um allt land
að eignast sjálfir skip til siglinga
til annara landa, þ. e. að stofna
Eimskipafélag Islands. Á ð u r
höfðum við ekki átt nema litla
fiskbáta við ströndina og segl-
skútur, er aðeins sóttu út á fiski-
miðin.
Rifjaðist þetta ljóst upp við
að sjá hið myndarlega farþega-
skip, Gullfoss, bera af öllum
öðrum skipum og umhverfi í
skipakvíum Leithhafnar — og
þó einkum hvað hreinleika og
fegurð áhrærði. Reyndar þarf
ekki mikið til að bera af þarna,
því hafnarsvæðið í Leith er bæði
skítugt og Ijótt. En yfirburðir
hins íslenzka fleys þar voru líka
mjög áberandi og jók það ánægj
una yfir að vera íslendingur.
Fyrsta kvöldinu í útlöndum
vildi ég eyða á skemmtilegum
stað með kunningja mínum. En
sá staður fyrirfannst enginn í
þessari sambyggðu borg: Leith
og Edinborg, þótt hún hafi nær
hálfa -milljón íbúa. Enginn stað-
ur, þar sem er músik, dans eða
•eitthvað þess háttar var til taks.
Kunningi minn, sem heima á í
þessari borg, leitaði uppi skársta
„restaurantinn," sem finnanleg-
ur er við höfuðstræti borgarinn-
ar, Prinsessustrætið í Edinborg.
Ekki var þar samt neitt til til-
breytni, nema helzt að athuga
Skotana, sem þarna voru fjöl-
mennir af báðum kynjum. Oft-
ast þykir okkur karlmönnunum
gaman að athuga kvenfólkið,
einkum þegar það er fallegt og
smekklega klætt. En fögur kona
fyrirfinnst þarna engin og ekki
neitt nálægt því. Og klæðaburð-
ur heldur luralegur og ófríður.
Nei, Skotarnir eru yfirleitt held-
ur ólaglegir, en þeir eru þægi-
legir, þegar á þá er yrt, og ugg-
laust gott fólk, og annálaðir eru
þeir fyrir þrautseigju og að fara
vel með fjármuni sína.
Með járnbrautinni var ég tæpa
8 klukkutíma frá Edinborg og
hingað með nokkurra mínútna
stanzi aðeins í tveim borgum. Á
Skotlandi var auð jörð, en svo-
lítið frost, en suður allt England,
suður undir L o n d o n, huldi
grunnur snjór jörðina og dálítið
frost var alla leið og hér líka. Nú
er komin þíða, en þó andkalt.
Ætli menn sér að ferðast um
lönd með hreinu, tæru lofti og
njóta þess að sjá nýlegar og
fagrar byggingar, þá ættu menn
að velja sér önnur lönd heldur
en Bretland.
Þegar hingað er komið breiðir
stórborgin sig út um svæði, sem
sagt er að sé eins stórt og öll
Mosfellsheiði að viðbættri allri
Hellisheiði líka!
Hér er nær ógangandi milli
borgarhverfa vegna fjarlægða.
Og þótt verið sé í bifreiðum
(oftast bus), þá taka ferðir oft
heilan klukkutíma að komast á
ákvörðunarstað, beinustu leið-
ina. Mesti aragrúi er af fólki á
gangstéttunum í miðborginni,
oft þéttskipaðar margfaldar rað-
ir. Og þá er bílafjöldinn á göt-
unum óhemjulega mikill líka.
Yfirleitt er fólk murl verr búið
hér á götunum heldur en á göt-
unum í Reykjavík. En það er
mjög kurteist og sérstaklega
elskulegt, þegar það er t.d. spurt
til vegar. Finnst mér óvíða í
heiminum ég mæta jafn kur-
teisu og hjálplegu fólki eins og
hér í London, þótt víða sé slíkt
í ágætu lagi. Kveður svo að
þessu hér, að margoft, þegar ég
spyr sessunaut minn í strætis-
vagni til vegar, sama hvort það
er karl eða kona, að þá fer hann
úr vagninum um leið og ég og
gerir þar með farmiðann ónýtan
til ákvörðunarstaðar síns. Fylgir
hann mér svo stundum alllanga
leið, til þess að leiðbeina mér
hvar sé bezt að fara og stund-
um jafnvel alla leið á ákvörð-
unarstað minn.
Er ég oft farinn að hlífast.við
að spyrja til vegar í strætisvögn-
um til þess að vera ekki að gera
fólki óþarfa fyrirhöfn að leið-
beina mér. Elskulegheit og fyr-
irgreiðsla Londonarbúa eru
samt oft dásamlega notaleg
ferðamanni.
Efnahagur
Víða sjást húsagrunnar ennþá
um borgina undan húsum, sem
sprengd voru í loftárásum í
síðustu styrjöld. En þeim er
samt að smáfækka. Nýju bygg-
ingarnar, sem upp risa, eru held-
ur fátæklegar og varla nógu
vandaðar. I meiri hluta húsa er
ekki ennþá miðstöðvarhitun, og
er mikill og almennur húskuldi
hér að vetrinum. Það er oft ó-
notalega kalt í veðri hér, loftið
er svo rakt, þótt harðindi séu
ekki mikil. Þegar frýs, er oft
mikil barátta að frjósi ekki í
vatnsleiðslum í húsum. Enda er
fjöldi húsa hér fleiri hundruð
ára gömul.
Fæði hefur fólk yfirleitt verra
en á íslandi og þrengri kjör. Enn
þá er skammtað smjör og kjöt,
en þó heldur rýmkaður skammt-
urinn frá því sem áður var.
Smjörskammtur er nú hálft kg.
á mánuði, en kjöt má kaupa fyr-
ir 2 shillings og 2 pence (þ. e. ná-
lægt 6 kr. ísl.) á viku fyrir mann-
inn. Ekki myndi það nú samt
þykja mikill skammtur á íslandi
Skattar eru þungir. Sá sem t.
d. hefir meira en 600 pund í tekj-
ur yfir árið, verður að greiða
tæpan heiming af því, sem er
umfram þá upphæð (9.6 shillings
af hverju pundi) í tekjuskatt til
ríkisins. Af lægri tekjum er
„skalinn" miklu lægri.
En útsvarið til borgarinnar er
tekið með húsaskatti af notend-
um húsanna.
Er mat húsanna gamalt og
lágt og nálgast nokkuð fasteigna
matið heima, en er þó mikið mis
munandi í hinum ýmsu hverfum
borgarinnar, er fer eftir hve
verðmætt sé að búa í þeim. Sá,
sem býr í stórri íbúð, verður að
borga miklu hærra útsvar. Verk
ar þetta nokkuð svipað og stór-
íbúðaskatturinn átti að verka
heima, sem borið var frumvarp
um fram á Alþingi af Rannveigu
o. fl. En fékk þá hinar verstu
viðtökur hjá öllum, nema Fram-
sóknarmönnum. Þetta geta þó
„Sjálfstæðismenn“ hér sætt sig
við!
Fyrir um tuttugu árum komst
verkamannaflokkurinn í meiri-
hluta í borgarstjórn og hefir
haldið honum síðan. Oft með
litlum mun. Þar til við síðustu
kosningar fyrir tæpl. tveim ár-
um, þó stóróx meirihlutinn, eða
upp í nær %' af bæjarfulltrúun-
um á móti um V\ íhaldsmanna.
Hefir meirihlutinn á síðastl. 20
árum jafnað mjög kjör manna
og eru fátækrahverfin orðin
með allt öðrum og menningar-
legri svip heldur en þau voru
fyrir rúml. 20 árum, þegar ég
var fyrst hér í borg. Þá var t.d.
austurendi borgarinnar alveg
hörmung. Nú ber aftur á móti
minna á burgeisum, sem storka
fátækara fólkinu með margs-
konar „lúxus“lifnaði eins og áð-
ur brann óneitanlega mikið við
hér eins og allvíða annarsstaðar.
Fiskurinn
Ekki bar á neinu fiskileysi, þó
að íslenzki togarafskurinn sé
ekki á markaðnum. En dýr er
hann. Eiginlega kostar ný ýsa
hér um 10-11 kr. ¥2 kg. (með
haus, en slægð), þegar reiknað
er með skráðu gengi pundsins
heima -(- ferðaskatturinn til rík-
isins, sem við ferðamenn þurf-
um að borga, þegar við fáum
yfirfært.
Ekkert ber á að fólk þrái ísl.
fisk, aðeins góðan fisk, af hvaða
þjóð sem hann er veiddur. Marg
ir álíta hreinan klaufaskap af
íslendingum hvernig farið hefir
með sölu togarafisksins hér í
landi. Á stríðsárunum huggsuðu
þeir ekkert um að tryggja fram-
tíðarmarkaðinn. Höfðu einn um-
boðsmann á hverjum stað og í
gegnum hann var okrað í fisk-
þurrðinni eins og frekast var
hægt. Og því fáir „interessaðir”
í skiptum við Island á hverjum
stað. Þjóðverjar fóru aftur á
móti allt öðruvísi að. Þeir öfluðu
sér margra viðskiptavina í
hverri borg og létu hvern þeirra
hafa aðeins dálítinn hluta af
hverjum skipsfarmi. Með því
fengu þeir stóran hring fisksala
„interessaða" á hverjum stað.
Telja m a r g i r hér að mikill
klaufaskapur og fyrirhyggju-
leysi togarútgerðarmanna valdi
einangrun þeirra nú síðustu
misserin. Á meðan Islendingar
fiskfæddu (80%) að mestu leyti
Breta, hafi verið mjög auðvelt
fyrir þá að tryggja framtíðar-
viðskiptin.
Svo sviku þeir Dawson um
fiskinn í fleiri vikur, eftir að
hann var búinn að brjóta bannið
og kominn vel á veg með að
sigra fyrir hönd íslendinga .
Úlfúð til íslendinga út af land
helginni eða fiskstríðinu, segja
menn mér, að sé tæpast til hér í
landi meðal almennings, sé að-
eins hjá nokkrum útgerðarkörl-
um ,aðallega í Grimsby og Hull
og litlum hring umhverfis þá.
Gott félag
Hér á landi er starfandi stórt
og myndarlegt félag ,sem heitir
National Trust og hefir það hlut-
hlutverk að hlú að og varðveita
margskonar þjóðleg verðmæti
og varðveita náttúrufyrirbrigði,
t.d. að ekki séu eyðilagðir eða ó-
prýddir merkir staðir, fagrir eða
sérkennilegir.
Minnist ég á þetta, af því mik-
il mistök og slóðaskapur er í
þessum efnum heima á íslandi.
Hefir Sigurður Þórarinsson vak-
ið réttilega athygli á því, hve
illa er farið með ýmsa indæla,
fagra og sérkennilega staði.
Fátt hefi ég borið eins mikinn
kinnroða fyrir, gagnvart útlend-
ingum heima og erlendis ,eins og
þegar þeir hafa verið að lýsa
meðförunum á dýrmætum verð-
mætum okkar, sem við höfum
verið í gáleysi og trassaskap að
eyðileggja.
Skulu hér aðeins nefnd tvö
dæmi í þessa átt, en þó þæði frá
fjölsóttum merkis stöðum er-
lendra manna. Þetta er frágang-
urinn á hverasvæðinu við Geysi
og við Snorralaug í Reykholti.
Þarna, hafa erlendir menn sagt
við mig, að væri til hinnar mestu
raunar að sjá fráganginn. Margs
konar járnarusl og dót hálf-
fylltu hinar fallegu og sérstæðu
hveraholur á hverasvæðiu við
Geysi ,til mikils ömurleika fyrir
vegfarendur, og umgangurinn
við og Snorralaug í Reykholti
væri til háborinnar skammar
fyrir alla íslenzku þjóðina.
Vildu nú ekki þeir á margan
hátt merku og ágætu menn: Sig-
urður Greipsson og Þórir Stein-
þórsson taka upp breytta háttu
og ganga í fararbroddi í sam-
tökum þeirra manna heima, er
vilja varðveita og fegra merka
náttúrustaði og jafnframt því
að hlúa að því sem sérkennilegt
er fyrir íslenzku þjóðina og horf
ir til góðrar framtíðareignar, —
séð frá sjónarhól ræktarseminn-
ar.
Einhverntíma hafa verið stofn
uð félög á íslandi með minna
nauðsynlegum tilgangi.
íslendingar í London
Það kvað vera með færra móti
íslendinga nú hér í borg. Siður
Islendinga, einkum þeirra, sem
eru farfuglar í borginni, er að
koma saman í veitingahúsi í
Kensington á hverju laugardags-
kvöldi. Þar hefi ég jafnan hítt
marga þeirra fyrir tveimur og
fimm árum. En nú á laugardags-
kvöldið voru þar aðeins 4 náms-
menn að heiman.
Búsettir eru nokkrir í borg-
inni, þar á meðal Björn Björns-
son kaupmaður, form. íslend-
ingafélagsins hér, sá er byrjaði
m.a. fyrstur, veitingarnar í
Hressingarskálanum við Austur
stræti í Reykjavík og þekktur er
hér fyrir dugnað og ósérhlífni í
þágu íslendinga o. fl.
Karl Strand læknir og kona
hans, Margrét Sigurðardóttir frá
Gljúfri í ölfusi eru hér alltaf bú
sett og mjög vel látin. Karl hefir
nú um 12 ára skeið verið læknir
við einn helzta tauga- og geð-
veikisspítalann í London. Eru í
þeim spítala venjulega fast að
hálfu þriðja þús. sjúklinga og
fara þetta 30-50% af þeim þaðan
albata. Væri gott ef slíkur
árangur fengist á Kleppi heima.
Þorsteinn Hannesson hefir
alltaf fasta atvinnu við að
skemmta fólki með óperusöng
sínum.
Jóhann Tryggvason starfar að
söngkennslu í skóla og hans
fræga dóttir, Þórunn, heldur
stöðugt áfram að læra og iðka
hljóðfæraleik. Er hún mjög vel
látin, kvað vera, þar sem hún er
þekkt og miklar framtíðarvonir
með hana, þótt hörð sé sam-
keppnin á því sviði, sem hún
helgar sér.
Jóhann og kona hans, Klara,
kljúfa alveg furðanlega vel að
koma sínum barna hóp áfram
hér í borg, þótt þau séu útlend-
ingar.
Tvær gamlar og góðar starfs-
stúlkur mínar giftust hingað
Englendingum á stríðsárunum
og búa hér: Þórdís Wíum frá
Fagradal í Vopnafirði, sem var
aðalmatselja í Hreðavatnsskála
fyrsta sumarið, sem ég dvaldi
þar, og Guðrún Jónsdóttir frá
Narfeyri, er var frammistöðu-
stúlka hjá mér að Laugarvatni
sumarið, sem ég veitti forstöðu
veitingahúsinu þar.
Báðar þessar stúlkur voru
mjög myndarlegar og duglegar
í verkum sínum. Og nú búa þær
hið bezta hér í London. Þórdís
CHICKS FOR PROFIT
Approved 100 50 25 R.O.P. Sired 100 50 25 R.O.P. Bred 100 50 25
White Leghorns Unsexed White Leghorn Pullets 18.50 36.00 $20.00 39.00
Barred Rocks Unsexed Barred Rock Pullets 20.0» 33.00 . 21.50 36.00
New Hampshires Unsxd. New Hampshire Pullets 20.00 33.00 21.50 36.00
Light Sussex Unsexed Light Sussex Pullets (19.00 $10.00 $5.25 31.00 16.00 8.25 20.00 33.00
R.O.P. Bred Chicks Are the kind that reaUy lay And give you a better profit For the money that you pay.
Black Australorps Unsxd Black Australorp PuUets 20.00 10.50 5.50 33.00 17.00 8.75
COCKERF.LS Whlte Leghorns Heavy Breeds April Delivery i May Delivery 5.00 3.00 2.00 j 6.00 3.50 2.00 18.00 9.50 5.25 i 20.00 10.50 5.50
FARMERS' CHICK HATCHERY
Phone 59-3386
1050 Main Street Winnipeg, Man.
Yínbruggun er orðin algengur
heimilisiðnaður Norðmanna
Eftir að sykurinn var gefinn
frjáls í Noregi haustið 1952
og verð á víni hækkaði
nokkuð, hefir það orðið land
lægur siður í flestum héruð-
um Noregs að brugga landa.
Slíkt er eftir norskum lög-
um landbrot, sem varðar
fangelsisrefsingu. En nú er
svo komið, að allir Norð-
menn viðurkenna, að mjög
erfitt er að hamla á móti
þessum nýstárlega heimilis-
iðnaði af því að almennings-
álitið lítur ekki á þennan
verknað sem glæp. Hér fer
á eftir athyglisverð grein
úr sænska blaðinu Dagens
Nyheter um bruggöldina í
Noregi.
Uppi í Buskerud-sveit situr
Norðmaður einn. Þetta er mað-
ur á fertugsaldri, hann á eigin-
konu og börn og lifir hamingju-
sömu fjölskyldulífi. Hann er vel
efnum búinn, búgarðurinn, sem
hann á er svona þrjú hundruð
þúsund norskra króna virði.
Hann er í góðu áliti meðal fólks
og fram til hausts hefir hann al-
drei brotið lögin, fyrir utan að
sjálfsögðu lögin, sem Quisling
setti. En nú er hann allt í einu
orðinn argasti lögbrjótur. —
Hann bruggar sitt brennivín
sjálfur.
En Jens Berg, en svo getum
við kallað hann, hefir sjálfur
sínar skoðanir á því hver er sið-
ferðilega hliðin á þessum mál-
um. Hann segir:
— Ég get ekki sætt mig við
það, að ríkið tolli áfengi svo
gífurlega, að það séu aðeins tveir
takmarkaðir hópar manna, sem
hafa ráð á því að greiða verðið
hjá víneinkasölunni.
— Hvaða hópar manna eru
það, sem hafa ráð á því?
— Það eru í fyrsta lagi þeir,
sem vita ekki aura sinna tal og
í öðru lagi hreinir ofdrykkju-
menn, sem eyða sínum síðasta
eyri í vín, hvort sem þeir hafa
ráð á því eða ekki. Við hinir
höfum ekki peninga að kasta út
til þess að fá okkur dálítinn
glaðning.
Þannig er hugsanagangur Jens
Bergs, þennan þriðjudag, þegar
hann er einmitt önnum kafinn
við að „spóla“ niðri í kjallara
sínum. Og þannig var hugsana-
gangur hans haustið 1952, þegar
sykurinn var gefinn frjáls og
þegar hann keypti sína síðustu
flösku í víneinkasölunni niðri í
dalnum. Og hann er ekki einn
um þessa skoðun. Úr glugganum
í stofunni getur hann bent á átta
aðra bóndabæi í hlíðunum fyrir
neðan, þar sem góðir vinir hans
hafa einnig hætt kaupum hjá
víneinkasölunni og brugga sjálf-
ir sitt vín. Innan sviga má bæta
því við, að miklu fleiri eru þeir
bæir í sveitinni, sem sjást ekki
úr glugganum og á flestum
þeirra er bruggað.
Til að leiðrétta allan misskiln-
ing, þá er þessi sveit ekki fræg
fyrir brugg. Meira að segja
sýslumaðurinn sagði nýlega, svo
margir heyrðu, að í þessari sveit
væri hvergi bruggað. En Jens
álítur að það sé bruggað á að
minnsta kosti 60% allra bæja í
sýslunni. — Já, það er varlega
áætlað, segir hann.
— En við bruggum aðeins til
heimilisþarfa, segir hann. Og því
aðeins er þetta mögulegt, því að
strax og við færum að selja, er
hætta á að lögreglan komist
gift bankamanni ,er vinnur í
Englandsbanka, en Guðrún gift
póstmeistara. — Alltaf er fagn-
aðarefni, þegar landinn hefir það
gott erlendis, engu síður en
heima.
Skal ég nú ekki lengur þreyta
kunningja mína né aðra, er
kunna að lesa þetta. Sendi ykk-
ur máske línur seinna, þegar ég
er kominn í sumar og sólskin
einhversstaðar í suðurátt.
Með beztu kveðjum og óskum.
Vigfús Guðmundsson
Ykkur einl.
— TÍMINN, 21. febr.
á snoðir um það. Og þó er það
ekki aðeins áhættan, sem kemur
til greina. Okkur finnst óviðeig-
andi að gerast leynivínsalar.
Eftir því sem maður bruggar
lengur getur maður fengið hinn
mesta áhuga á verkinu. Það
verður að „hobby“, sem maður
unir sér við. Maður lærir að
framreiða betri og betri vöru,
nágrannarnir koma og^segja frá
uppfinningu, sem þeir hafa gert
og þá reynir maður hana. Stund-
um kemur góður vinur í heim-
sókn. Hann dregur pyttlu úr
rassvasanum og segir glaður í
bragði ,að nú hafi hann hitt á
nokkuð nýtt. Hann biður mann
að smakka og segja álit sitt á
drykknum.
— Nú skaltu ekki halda, að ég
bruggi á hverjum degi, segir
Jens Berg. Það geta liðið svo
vikur og mánuðir að tækið mitt
liggi ónotað í kassanum. Að
sjálfsögðu gengur þá á birgðirn-
ar á meðan og þá tek ég tækin
fram aftur.
Á mínu heimili er ekki að tala
um misnotkun áfengis eða of-
drykkju. Að vísu drekk ég að-
eins meira, en meðan ég varð að
kaupa vínið rándýrt í áfengis-
einkasölunni, en það fer ekkert
út í öfgar.
Eimingartæki Jens Bergs eru
af fullkomnustu tegund. Það er
góður vinur hans, efnafræðing-
ur að menntun, sem hefir smíð-
að tækið og engan galla er að
finna á vörunni, sem það fram-
leiðir. Alkóhólmagn er 85%, en
það er alltof sterkt, svo að það
verður að blanda það og kemur
þá út gott borðbrennivín um það
bil 50% að styrkleika. Tækið
hefir Jens Berg í gangi að næt-
ururlagi, á meðan sefur hann
sjálfur. Hann setur tækið upp
um kvöldið. Það er búið til úr
eldföstu gleri og aluminiurn.
Síðan setur hann rafmagn í sam-
band, fer að hátta og þegar hann
vaknar um morguninn á hann
10 lítra af sterkum vínanda niðri
í kjallaranum. Og þá tekur hann
tækið aftur í sundur.
Bruggið er í 9 tilfellum af 10
úr sykri. Það erblandað saman
úr 50 lítrum af vatni, 10 kílóum
af sykri og 1 kílói af geri. Úr
þessu koma um það bil 10 pott-
flöskur af brennivíni. Sykurinn
og gerið kostar um 20 norskar
krónur, en ætti maður að kaupa
sama áfengismagn í einkasöl-
unni myndi það kosta 200 krón-
ur. Og þó er alkóhólmagn heima
bruggsins helmingi sterkara.
Norðmenn nota nú geysilegan
aragrúa af mismunandi eiming-
artækjum. Flest tækin eru að
sjálfsögðu smíðuð heima, en það
er nú þegar opinbert leyndar-
mál að til eru stór verkstæðh
sem framleiða bruggunartæki 1
stórum stíl, sagt er að á einn
þeirra starfi 10 manns. — Hafi
maður bara hin réttu sambönd
þá getur maður t. d. keypt hita-
vatnsdunk, sem lítur út eins og
venjulegur dunkur á ytra borði.
en í rauninni er hann ekkert
annað en dulbúin eimingartæki-
Önnur bruggtækjasmiðja hefir
fyrir sérgrein að fela bruggtæk-
in í stórum mjólkurbrúsum-
Þeir líta sakleysislega út, en það
þarf ekki annað en taka lokið af.
setja rafmagnsþráð í samband
og tengja tvær slöngur fyrir
kælingarvatnið.
1 Osló tók lögreglan nýlega
fastan drukkinn mann. Þegar
farið var að rannsaka hann kom
í ljós, að hann bar í frakkavasa
sínum lítil færanleg eimingaf'
tæki.
Heimabruggið þróast sérstak'
lega í sveitunum og smsern
þorpum. I bæjum og borgum eT
miklu örðugra um vik, því að
séu tækin ekki fullkomin, stafar
frá þeim sérkennileg lykt, sert1
getur orðið til þess að upp kemst
um allt. Og jafnvel þó maður
hafi lyktarlaus tæki, þá getur
maður ekki yfirstígið vatnsksel'
inguna, og það vekur allta
grumsemdir, ef vatn er lat1
renna heila nótt.
—Mbl., 10. febr-