Lögberg - 08.04.1954, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
PROMPT - COURTEOUS - DEPENDABLE
ADOLPH S TAXI
Round The Cloclc Service
59-4444 52-6611
401 PRITCHARD AVE.
SPECIAL RATES WEDDINGS
ON COUNTRY TRIPS FUNERALS
67• ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 8. APRIL 1954
NÚMER 14
Frú Guðrún Skaptason reisir
bróður sínum minnisvarða
Minnisvarði dr. Valtýs Guðmundssonar
Svo sem vitað er var dr.
Valtýr Guðmundsson þjóðkunn-
Ur fræðimaður og stjórnmála-
skörungur; kom hann um eitt
skeið svo mjög við sögu íslenzku
Þjóðarinnar, að heil stjórnmála-
stefna var kennd við nafn hans
°g nefnd „Valtýzkan“.
Nú hefir hálfsystir dr. Valtýs,
fru Guðrún Skaptason, sem hér
er búsett, auðsýnt í virkri at-
böfn bróður sínum þá þakkar-
^erðu ræktarsemi, að láta reisa
nonum veglegan minnisvarða í
7eykjavík, er hún sjálf hefir að
ollu kostað, enda er hún kunn
aÖ drengskap og vinhollustu.
Frú Guðrún skýrði ritstjóra
k'ögbergs frá því í símtali, að
Un stæði í mikilli þakkarskuld
skáldkonuna frú Elínborgu
arusdóttur fyrir margháttaða
aðstoð hennar við undirbúning
°S uppsetningu minnisvarðans
°§ kvað sér hugarhaldið að þess
yrði opinberlega getið með inni-
le§rl þökk. —Ritstj.
Minnisvarðinn var reistur á
Priðjudaginn var, 16. marz, á gröf
r- Valtýs i kirkjugarðinum við
uðurgötu, en þar hvílir hann
la konu sinni, Katrínu Jóhann-
esdóttur, mágkonu sinni, Kat-
rinu Jóhannesdóttur, og tengda-
rn°ður sinni, Marenu Lárusdótt-
nr- Dr. Valtýr fæddist 1860, en
021 1928. Hann var dósent við
afnarháskóla í íslenzkri sðgu
°§ bókmenntum 1890—1920 og
jJJíessor í sögufraéðum 1920—
^ ^ b>r- Valtýr stofnaði tíma-
10 Eimreiðina og var ritstjóri
ennar og útgefandi 1895—1917.
ann var þingmaður fyrir Vest-
jnann^yjar 1894—1902, Gull-
l9n»8U' 0§ Kjósarsýslu 1903—
w°g Seyðisfjörð 1911—1914.
111 styrr stóð um dr. Valtý
síft sl;jórnmálamann upp úr
1 Uslu uidamótum, en tvímæla-
** Var hann í hópi menntuð-
forU °8 svlPmesl;u stjórnmála-
. lngja okkar og einlægur fram-
faramaður.
^alfsystír dr. Valtýs
hálfrU .^uðrun Skaptason er
Ve .S^sflr dr. Valtýs, en fædd
ald • ^anacla og hefir alið þar
c U;smn. Hún kenndi íslenzku
var* lne. Eoulke, sem víðfræg
mál ^rir afskipti sín af friðar-
Um- en Caroline Foulke var
systurdóttir Arthurs B. Reeves,
sem var mikill Islandsvinur og
þýddi Pilt og stúlku á ensku í
samvinnu við dr. Valtý. Guðrún
giftist 1901 Jósef Björnssyni
Skaptason, sem löngu er látinn.
Jósef var sonarsonur Jósefs
Skaptasonar- héraðslæknis að
Hnausum í Húnaþingi, en Björn
faðir hans var bróðir séra Magn-
úsar Skaptasonar og Skapta
Jósefssonar ritstjóra Austra á
Seyðisfirði.
Heim einu sinni
Guðrún Skaptason hefir að-
eins einu sinni komið til Islands.
Fór hún til Kaupmannahafnar í
boði bróður síns og konu hans
og dvaldist þar árlangt. Þaðan
kom hún til íálands og dvaldist
þar í þrjá mánuði, meðan dr.
Valtýr sat á þingi.
—Alþbl., 21. marz
Viðsjár í
Egyptalandi
Síðastliðinn hálfan mánuð
hefir oltið á ýmsu í Egyptalandi
varðandi stjórnarfarið og ekki
séð fyrir endann á því hvernig
fram úr ræðst; eins og sakir
standa er landið í hershöndum,
því herstjórn fer þar með völd
þvert ofan í yfirlýstan vilja for-
setans, Mahommeðs Naguibs, er
fyrir skömmu lýsti yfir því, að
hann vildi koma á fót þingbund-
inni stjórn og að almennar kosn-
ingar yrði haldnar í júnímánuði
næstkomandi; þetta máttu hern-
aðarvöldin ekki heyra nefnt á
nafn og töldu þjóðina ekki við-
búna svo róttækri stjórnarfars-
breytingu; að þessu varð forseti
að ganga hvort, sem honum féll
betur eða ver; þúsundir stúdenta
í Cairo úthúðuðu herstjórninni
og kröfðust almennra kosninga,
en þá skárust her og lögregla í
leikinn og tvístruðu fylkingum
stúdentanna að minsta kosti um
stundarsakir, og vegna þess hve
forsetinn er valtur í sessi, getur
í Egyptalandi nær, sem vera vill,
orðið allra veðra von.
Engar líkur þykja til að á-
greiningurinn milli Breta og
Egypta út af brezka setuliðinu
við Suezskurðinn muni ljúka í
náinni framtíð nema síður sé.
Séra Guðmundur Sveinsson
Ekki myrkur í móli
Víðkunnur enskur prédikari,
Con. Bawnsley, hefir nýlega
skorað alvarlega á brezku stjórn-
ina, að banna að fullu og öllu
allar flugtilraunir af þeirri
ástæðu, að þær raski ró og friði
mannanna barna og baki mönn-
um reiði guðs og hegningu.
Nýr verzíunar-
samningur
Canada og Japan hafa gert
með sér nýjan verzlunarsamn-
ing, sem undirritaður var í
Ottawa í vikunni, sem leið,
samningurinn felur í sér nokkr-
ar tollaívilnanir af hálfu beggja
aðilja, er til þess eru ætlaðar, að
auka allverulega viðskipti milli
þessara tveggja þjóða.
MINNINGARORÐ
Þann 6. marz s.l. andaðist í bænum Chico í California Islend-
ingur að nafni Harvey Flalli Vogue. Dauða hans bar snögglega og
óvænt að höndum. Orsökin var hjartabilun. Hinn framliðni var
kennari við Chico High School, og meðlimur frímúrarareglunnar.
Greftrunarathöfnin fór fram þann 11. s. m.
Harvey Halli Vogue var fæddur 11. apríl 1901 í Reykjavík.
barn að aldri fluttist hann vestur um haf með móður sinni,
Guðlaugu Jónsdóttur — nú Vlrs. Teitson. Hann ólst upp í
Washington-ríkinu og lauk þar barnaskólanámi. Ungur fór hann
að vinna fyrir sér, og lagði leið sína til California. Það var fastur
ásetningur hans að mennta sig og vinna sig áfram, og það tókst
honum. Hanh útskrifaðist af U. C. L. A. og lagði síðan fyrir sig
kennarastarf. 1 stöðu sinni og umhverfi var hann ætíð vinsæll
maður, enda bæði grandvar og áhugasamur. Dugnaður og fjöl-
hæfni einkenndi hann. 1 Chico átti hann gott heimili, en missti
konu sína fyrir rúmu ári síðan, eftir mjög þungbær veikindi.
Tvö börn lifa foreldrana horfnu — Harvey, 22 ára, og Helaine,
13 ára. Harvey er flugmaður og er í Am. Air Corpse. Hann er
kvæntur, á heimili í Chico, og þar á systir hans framtíðar athvarf.
Einnig lifa Harvey sál. móðir hans og stjúpfaðir, Mr. og
Mrs. Hannes Teitson, að Stafholti, Blaine, Washington, og tvær
systur, Mrs. Rose Hirst og Mrs. Hazel Mutter í Seattle. Þetta
sviplega fráfall var öllum í fjölskyldunni og vinum þeirra hið
dýpsta sorgar- og saknaðarefni. Hin aldurhnigna móðir mun til
æviloka geyma ástríkar minningar um þennan góða son.
☆ ☆ ☆
Móðurkveðja
Séra Guðmujidur Sveinsson
var settur dósent við guðfræði-
deild háskólans frá og með 1.
febrúar, þegar Ásmundur Guð-
mundsson prófessor tók við
biskupsembættinu. Kom séra
Guðmundur heim frá útlöndum
nokkrum dögum áður, en hann
hefir stundað framhaldsnám í
guðfræði í Danmörku og Sví-
þjóð síðustu árin. Alþýðublaðið
vill nota tækifærið og fræða les-
endur sína um séra Guðmund,
ævi hans og störf.
Ælt og uppruni
Þó að séra Guðmundur hafi
verið sveitaprestur undanfarin
ár, er hann borinn og barn-
fæddur Reykvíkingur. Hann
fæddist 28. apríl 1921 að Frakka-
stíg 11 hér í bænum. Foreldrar
hans eru Sveinn Óskar Guð-
mundsson múrarameistari og
kona hans, Þórfríður Jónsdóttir.
Föðurafi séra Guðmundar var
Guðmundur Sveinsson sjómaður
og verkamaður í Reykjavík, en
hann var sonur Sveins Jónsson-
ar í Gufunesi. Föðuramma séra
Guðmundar var Guðrún Guð-
mundsdóttir, ættuð úr Borgar-
firði, en Guðmundur faðir henn-
ar bjó að Staðarhóli hjá Hvann-
eyri, þar sem prestsetrið er nú
og séra Guðmundur hefir lengst-
um setið síðan hann vígðist til
Hestþinga. Þórfríður, móðir
séra Guðmundar, er dóttir Jóns
Einarssonar, sonar séra Einars
Hjörleifssonar í Vallanesi og
bróður séra Hjörleifs á Undir-
felli, föður Einars Hjörleifsson-
ar Kvarans og þeirra systkina.
Nám heima og erlendis
Að loknu barnaskólanámi í
Reykjavík settist séra Guð-
mundur í Gagnfræðaskóla Reyk
víkinga og lauk þaðan prófi 1938.
Stórbruni í St. Vital
1 fyrri viku brann til kaldra
kola Winnipeg Canoe klúbbur-
inn í St. Vital, og er tjónið metið
á hundrað þúsund dollara. Bygg-
ing þessi var fjörutíu ára gömul
og var í miklum heiðri höfð.
Eigendur hafa þegar kunngert,
að hafist verði handa um nýja
byggingu eins fljótt og því
framast verði viðkomið.
Skarar fram úr
í píanóleik
Hann varð stúdent úr stærð-
fræðideild Menntaskólans í
Reykjavík 1941. Þá hóf hann
nám við guðfræðideild háskól-
ans og lauk prófi úr henni 1945.
Séra Guðmundur vígðist 24. júní
þá um sumarið til Hestþinga í
Borgarfirði og hefir verið prest-
ur þar síðan.
Séra Guðmundur hefir stund-
að framhaldsnám í guðfræði í
Kaupmannahöfn 1948 til 1950, í
Lundi 1950 til 1951 og aftur í
Kaupmannahöfn 1953—1954. —
Hefir hann numið semitísk mál,
hebresku, arabísku og sýrlenzku,
og tekið próf í þeim við háskól-
ann í Lundi, en einnig numið
aramísku. Jafnframt hefir fram-
haldsnám hans verið fólgið í því,
að hann hefir lagt stund á fræði
Gamla testamentisins og sér í
lagi spámenn Gamla testa-
mentisins.
Forustumaður SBS
Séra Guðmundur tók mikinn
þátt í bindindishreyfingunni á
námsárum sínum og var lengi
einn áhugasamasti forustumað-
ur Sambands bindindisfélaga í
skólum. Átti hann sæti í stjórn
þess 1939 til 1943, var ritari sam-
bandsins 1939—1940, gjaldkeri
1940—1942 og forseti þess 1942—
1943. Kom séra Guðmundur oft
fram opinberlega á vegum sam-
bandsins og vakti mikla athygli
fyrir einarðlegan og hlífðarlaus-
an málflutning í ræðu og riti.
Stóð á sínum tíma ærinn styrr
um útvarpsræðu, sem séra Guð-
mundir flutti í dagskrá SBS 1.
febrúar, þar eð hún varð tilefni
blaðaskrifa og kappræðna 1 há-
skólanum.
Séra Guðmundur er kvæntur
frænku sinni, Guðlaugu Einars-
dóttur, en foreldrar hennar eru
Einar Jónsson, bróðir Þórfríðar,
móður séra Guðmundar, og kona
hans, Guðbjörg Kristjánsdóttir.
Einar Jónsson hefir lengi verið
vegavinnuverkstjóri á Aust-
fjörðum, en hann var fyrrum
búsettur á Akranesi og á nú
heima í Reykjavík. Guðlaug og
séra Guðmundur eiga þrjár
dætur, Guðbjörgu, Þórfríði og
Guðlaugu.
í annað sinn
Þetta er í annað sinn, sem séra
Guðmundur Sveinsson annast
kennslu við guðfræðideild há-
skólans. Fyrra sinnið kenndi
hann þar vormissirið 1952 í fjar-
veru Ásmundar Guðmundssonar
prófessors.
Séra Guðmundur vakti strax í
æsku athygli sem fjölhæfur og
snjall námsmaður, og leikur
ekki á tveim tungum, að hann sé
í fremstu röð menntuðustu guð-
fræðinga okkar. Hann er mikill
áhugamaður um listir, ágætur
ræðumaður og prýðilega ritfær.
—Alþbl., 25. febr.
Með söknuð í hjarta ég hugsa til þín
er heimkynni friðarins kvöddu til sín.
En vorið og draumarnir veita mér þrótt,
— þeir varðeldar lífsins um harmdimma nótt.
Sem endurskin birtist þín alúð og dyggð,
og unað í minningum veitir þín tryggð.
Ég kveð þig í anda — en ört líður stund,
og áður en varir ég kem á þinn fund.
JAKOBINA JOHNSON
Seattle, Washington, 29. marz, 1954.
Don Winkler
Piltur þessi, sem einungis er
13 ára að aldri, skaraði framúr
í hljómlistarkepni Manitoba-
fylkis, sem nýlega er um garð
gengin; hlaút hann 88 stig í
píanóleik fyrir tækni og frá-
bæra tóntúlkun á verki Bachs í
Intermediate flokknum.
Þessi efnilegi píanóleikari hef-
ir í undanfarin fjögur ár stund-
að nám hjá Albert Stefánssyni,
Dominion Street hér í borg, er
nýtur mikils álits sakir kennara-
hæfileika sinna.
Gen. Hoyt Vanden-
burg lótinn
Síðastliðinn föstudag lézt á
Walter Reed sjúkrahúsinu í
Washington, D.C., General Hoyt
Vandenburg, er með höndum
hafði yfirstjórn ameríska flug-
hersins síðan 1948 og fram á
árið, sem leið, er hann lét af
embætti sakir heilsubilunar;
hann var 55 ára að aldri, en
krabbamein varð honum að
bana. Mr. Vandenburg vann
mikið og merkilegt starf í þágu
hins ameríska flughers og sann-
færði að miklu þjóð sína um
það, að framtíðaröryggi hennar
yrði undir öflugum og ósigrandi
flugher komið.
Hlýtur heiðurs-
viðurkenningu
Dr. T. J. Oleson
Menntamálaráð Islands hefir
veitt Dr. Tryggva J. Oleson
prófessor í sögu við Manitoba-
háskólann 1000 krónur til sagn-
fræðilegra rannsókna; er hann
að öllu sæmdar þessarar mak-
legur sakir víðtækrar þekkingar
í fræðigrein sinni.
Sveinn Pólmason
lótinn
Síðastliðinn föstudag lézt á
Almenna sjúkrahúsinu hér í
borginni Sveinn Pálmason tré-
smíðameistari 76 ára að aldri,
fæddur á Yztagili í Húnavatns-
sýslu 9. október 1877. Foreldrar
hans voru Pálmi Sigurðsson og
Guðrún Sveinsdóttir; hann flutt-
ist vestur um haf tvítugur að
aldri og átti lengst af heima í
Winnipeg.
Hinn 14. nóvember árið 1907
kvæntist Sveinn og gekk að eiga
Gróu Sveinsdóttur ættaða úr
Borgarnesi hina mestu dugnað-
ar- og myndarkonu; hún lézt í
marzmánuði 1951. Þeim hjónum
varð fjögurra mannvænlegra
barna auðið, þrjú þeirra eru á
lífi og voru við útför föður síns,
Pearl í Toronto, Pálmi í Winni-
peg, kunnir fiðluleikarar, og
Ruby Dawson að Unity, Sask.
Yngsti sonurinn, Stefán, í þjón-
ustu canadiska flugliðsins, fórst
í síðustu heimsstyrjöld. Albróðir
Sveins var Ingvar Pálmason út-
gerðarmaður á Norðfirði og um
langt skeið þingmaður Sunn-
mýlinga.
Sveinn vann svo að segja alla
sína æfi vestra að húsabygging-
um og þótti ágætur trésmiður;
hann tók giftudrjúgan þátt í ís-
lenzkum mannfélagsmálum og
var um alt ábyggilegur dreng-
skaparmaður.
Útför Sveins var gerð- frá
Fyrstu lútersku kirkju á mánu-
daginn, að viðstöddu fjölmenni.
Mrs. Pearl Johnson söng ein-
söng, en Dr. V. J. Eylands flutti
hin hinztu kveðjumál.
Ársfundur
Gimlisafnaðar
Hinn 28. marz s.l. hélt Gimli-
söfnuður ársfund að lokinni
guðsþjónustu og var fundurinn
sóttur hið bezta; skýrslur em-
bættismanna báru þess glögg
merki hve hagur safnaðarins
stendur í miklum blóma; að því
er féhirðinum, Haraldi Bjarna-
syni sagðist frá, námu tekjurn-
ar $15,977, en megin útgjöld
$9,249.
Féhirðir kvenfélagsins, Mrs.
J. Jacobson, kvað tekjur þess
hafa hlaupið upp á $1,700, en af
þeirri upphæð hefðu þúsund
dollarar verið lagðir í kirkju-
byggingarsjóð. Líknarnefnd safn
aðarins, en féhirðir hennar er J.
H. Menzies, lagði fram $65.00 í
trúboðssjóð. Djáknanefndin, fé-
hirðir Mrs. G. Johnson, hafði
tekið inn á fjárhagsárinu $1,200.
Presti safnaðarins, séra H. S.
Sigmar, var falið að ákveða dag
hinnar formlegu kirkjuvígslu.